OP LISTIN OG ÁHRIF HENNAR Á HÖNNUN

Similar documents
Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Ný tilskipun um persónuverndarlög

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Ég vil læra íslensku

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Tengsl ljósmyndunar og grafískrar hönnunar

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

1. Inngangur Listamennirnir, listaverkin og staðsetning þeirra

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Félags- og mannvísindadeild

Leitin að hinu sanna leikhúsi

Listaháskóli Íslands Myndlistadeild B.A.ritgerð. Skyggnst í hugarheima

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

STARA. Rit Sambands íslenskra myndlistarmanna

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

Ferðalag áhorfandans

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Listasafn Reykjavíkur / Reykjavik Art Museum Hafnarhúsi /

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson.

Lokaverkefni til BA-gráðu í myndlist

Listrænt frelsi á víðivangi

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Saga fyrstu geimferða

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FÖSTUDAGUR. Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur. Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt:

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Lilja Birgisdóttir. samspil

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

Listsköpun Yves Klein

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Tónsmíðar. Tónlist Leifs Þórarinssonar

Samofin list. Myndlist Hildar Ásgeirsdóttur og Hildar Bjarnadóttur skoðuð og borin saman í ljósi femínisma. Hugvísindasvið. Ritgerð til B.A.

20 ÁRA AFMÆLISRIT FLATAR 2013 / 1 FLATARMÁL

Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Lífið UPPHAFLEGI HRINGURINN BÚINN TIL ÚR AFGÖNGUM. Steinunn Vala Sigfúsdóttir ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI 4

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Er minna orðið meira?

Hreyfingar ferðaþjónustu: Skipun þróunarverkefnis í ferðaþjónustu á Vestfjörðum

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Hönnunar- og arkitektúrdeild Fatahönnun. Tvíhyggja kynjanna. Áhrif hennar á kyngervi, klæðaburð og hönnun

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst

Að störfum í Alþjóðabankanum

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Nú ber hörmung til handa

Samlistaverk ljóss, lita, hreyfinga og hljóða

Menning í Múlakoti. Gróðrarstöð lista á fyrri hluta 20. aldar. Ásta Friðriksdóttir. Lokaverkefni til MA-gráðu Háskóli Íslands Hugvísindasvið

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

KENNSLULEIÐBEININGAR

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Póstmódernismi. eða menningarleg rökvísi síðkapítalismans. Fredric Jameson

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Transcription:

OP LISTIN OG ÁHRIF HENNAR Á HÖNNUN Ari S. Arnarsson

Ari S. Arnarsson - Grafísk hönnun - Op listin og áhrif hennar á hönnun Leiðbeinandi: Aðalsteinn Ingólfsson Janúar 2010

Efnisyfirlit: 1. kafli - Inngangur... 2. kafli - Sagan... 05 05 Uppruni... Helstu frumkvöðlar... Victor Vasarely... Bridget Riley... Tilraunir með liti... The Responsive Eye... 3. kafli - Hvað er Op Art?... 10 Áhrif lita og birtumagns... Gestalt - skynheildarsálfræði... Tilraunir sálfræðingsins Akiyoshi Kitaoka... 05 06 06 06 07 09 12 12 13 4. kafli - Áhrif á hönnun... 13 Innanhúsarkitektúr... Fatahönnun... Önnur hönnun... Nútímahönnun... 13 14 15 16 5. kafli - Samantekt og lokaorð... 18 Heimildaskrá... Myndaskrá... 20 21

5 1. kafli - Inngangur Op art eða Optical art er listahreyfing sem kom fram á sjónarsviðið snemma á sjöunda áratugnum. Op art listin felst í því leika á sjónskynjun áhorfandans, að vinna með lita- og formsamsetningar sem nota sér það hvernig heilinn leysir úr því sem fyrir augu ber. Þetta er form listar sem fjallar um sambandið milli áhorfandans og myndrammans. Þannig er hægt að framkalla mismunandi sjónvillur eða áhrif hjá notanda, hvort sem um er að ræða einhverskonar titring, mynstur, duldar myndir, minnkunar- eða stækkunaráhrif - jafnvel þótt sjálfur myndflöturinn sé alveg stöðugur. Hér verður fjallað um upphaf Op art hreyfingarinnar, helstu listamenn hennar og hvaða áhrif hún hafði á hönnun, bæði í samtíma sínum og á síðari tímum. Ég mun einnig skoða hvernig talið er að heilinn vinni úr litum og formum og fara yfir helstu aðferðirnar við að blekkja heilann samkvæmt Gestalt kenningunni. Loks mun ég skoða stöðu hreyfingarinnar í dag. 1 2 2. kafli - Sagan Uppruni Hugmyndin á bakvið Op art er komin til ára sinna. Hægt er að tala um hreyfinguna sem þróun út úr konstrúktífisma og hafði þýski Bauhaus skólinn þar mikil áhrif með fastmótaðri hugmyndafræði um rúm- og litafræði. Joseph Albers, einn af kennurum skólans, sem og einn af frumkvöðlum Op listarinnar sagði hreyfinguna fjalla um: ósamræmi milli áþreifanlegra staðreynda og sálrænna áhrifa 3. Áhrifavaldar hreyfingarinnar komu þó fram mun fyrr en segja má að impressíonistarnir og póst-impressíonistarnir hafi komið fram með tilraunir í þessum anda á 19. öldinni. Franski listamaðurinn Georges Seurat var þar áberandi en í verkum sínum hafnaði hann hefðbundinni litablöndun (mynd 1) og gerði í staðinn tilraunir með litaða punkta eða fleti sem runnu saman í ákveðinni fjarlægð. Það má því segja að þessi verk hafi virkað á tvo vegu, annars vegar með því að afmarka formin þegar staðið er nálægt og svo hinsvegar úr fjarlægð. Op listin er sérstök að því leyti að þau áhrif sem verkin hafa á áhorfandann eru svo til eini tilgangur þeirra. Það er því ekki hægt að skilja á milli tækninnar sem notuð er við gerð verksins og viðfangsefnisins, þetta er eitt og hið sama. (Mynd 1) Op art nafnið kom fyrst fram opinberlega í október árið 1964 í Time Magazine. Nafngiftin á rætur sínar að rekja til Optical art sem þýtt er með sjónvillulist eða bliklist. Donald Judd er talinn hafa verið sá fyrsti sem notaði þetta orð í gagnrýni sinni um sýningu Julian Stanczak Optical Paintings. 4 Menn voru þó ekki á einu máli um að þetta skyldi kallað Op art. Ýmsir vildu kalla þetta New 1 Richardson and Stangos, 1974, Concepts of Modern Art, Penguin Books, Great Britain bls. 238-242 2 http://en.wikipedia.org/wiki/op_art, (sótt 11.12.09) 3 Richardson and Stangos, 1974, Concepts of Modern Art, Penguin Books, Great Britain bls. 238, þýðing höfundar ( the discrepancy between physical fact and psychic effect ) 4 Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 57

6 Tendency en það orð hafði náð einhverri fótfestu á þessum tíma. Sumum fannst Op art vera of víðtækt til að lýsa þessari listastefnu. Hinsvegar er venjulega mjög erfitt að skíra svona hreyfingar með tilliti til þess hversu flóknar og margbreytilegar þær eru á alþjóðlegu listasviði. Op art kom fram á sama tíma og svo margt annað áhugavert var að gerast í heiminum. Framfarir í tölvutækni, iðnaði og flugi svo eitthvað sé nefnt. Einnig var sjónvarpið að halda innreið sína inn á fjölda heimila með þeim miklu áhrifum sem það átti eftir að hafa á líf og skynjun fólks. 5 Helstu frumkvöðlar Victor Vasarely Hinn ungverski Vasarely (1906-1997) er merkur frumkvöðull í sögu Op listarinnar og sá sem er talinn hafa mótað stefnuna einna mest. Hann var við nám í Sándor Bortnyik í Ungverjalandi, höfuðstöðvum Bauhaus hreyfingarinnar þar í landi árin 1928/29. Þar lærði hann grafíklist og leturfræði. Hann hafði mikinn áhuga á plakatagerð og vann við þá iðju á fjórða áratugnum. Samkrull mynstra og lífrænna mynda átti hug hans allan. 6 Hann var undir sterkum áhrifum frá Malevich, Seurat og Mondrian. Vasarely byggði á og mótaði áfram hugmyndir Bauhaus, sem voru oft ansi fastmótaðar og þurrar ef svo má að orði komast. Hann blés nýju lífi í þær. Breytileg fjarvíddaráhrif, bjartir litir og geómetrísk form voru meðal þeirra eiginleika sem einkenndu verk hans. Nefna má verk eins og Chom og Axo-77 í þessu samhengi. 7 Verk eins og Etude Bleue (1930) (mynd 2) sýnir okkur hvernig Vasarely sameinar drífandi kraft Op art og stranga hugmyndafræði Bauhaus. 8 Hið þekkta verk Zebras (mynd 3) sýnir okkur tvo sebrahesta sem samtvinnast á áhugaverðan hátt í annars einfaldri svart-hvítri línuteikningu. Uppúr 1960 einbeitti hann sér nær eingöngu að tilraunum með grunnformin og minimalíska notkun á litum. Það var á þessum tíma sem Vasarely fór að gera tilraunir með það sem seinna varð fyrirmyndin að Op art. Meðal verka hans í þessum anda má nefna Interférence Ilile frá árinu 1960, Interférence Omega (1958-65) og Hoonan-C (1956-1963). (Mynd 2) Bridget Riley Bridget Riley (f. 1931) er bresk listakona og af mörgum talin einn merkasti listamaður Op art hreyfingarinnar. Hún sótti nám í Royal College of Art (1952-55) og fór fljótlega að vinna við fígúratív málverk í hálf-impressíonískum stíl. Árið 1958 sá hún merkilega sýningu Jackson Pollock í Whitechapel listagalleríinu í London. Þessi sýning hafði mikil áhrif á Riley. Um verk Pollock var oft sagt að þar væri orkan gerð áhorfandanum sýnileg en Riley túlkaði þetta á þann hátt að orkan væri gerð úr því sýnilega. Þetta varð til þess að hún tók upp nýjar hugmyndir í verkum sínum sem urðu mjög áberandi (Mynd 3) 5 Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 59-60 6 http://en.wikipedia.org/wiki/victor_vasarely, (sótt 10.12.09) 7 http://www.time.com/time/magazine/article/0,9171,944101,00.html, (sótt 16.12.09) 8 Spice, Werner, 1969, Vasarely, Abrams, New York bls. 7

7 uppúr 1960. Hún hafði áhuga á að skoða tengsl rýmis og sjónskynjunar með því að nota fjarlægð sem áhrifaþátt í upplifun áhorfandans. Hún vildi einfalda verkin eins og hægt var og notaði þess vegna nær eingöngu svartan og hvítan lit í verkum sínum, einskonar mínimalisma. Verk hennar kölluðu m.a. fram ógleði eða jafnvel tilfinningu fyrir að vera í fallhlífastökki. 9 Fyrsta einkasýning hennar hafði að geyma verk af þessu tagi. Mikilvæg verk eftir Riley eru m.a. Movement In Squares (1961) Tremor (1962) (mynd 4), Crest (1964) og Current (1964) (mynd 5). Allt verk sem unnin eru í svarthvítu og mjög áhrifarík. Hún fór einnig að prófa sig áfram með liti og voru þau verk hennar ekki síður kröftug. T.d. Cataract 3 (1967) sem vekur upp hálfgerða sjóveiki og jafnvel þrívíddaráhrif. 10 (Mynd 4) Tilraunir með liti Joseph Albers sagði þetta um litanotkun í Op art: Þrátt fyrir jafna og að mestu leyti matta áferð, munu litir birtast fyrir ofan eða neðan hvern annan, fyrir framan eða aftan eða hlið við hlið á sama plani. Þeir birtast í samlyndi eða ósamlyndi, sem á sér stað bæði með staka liti eða liti í hópum. Svona litablekkingar sýna fram á að við sjáum liti nær eingöngu í samhengi við aðra liti og þ.a.l. ekki óbreytta, því litir breytast í sífellu; með breytilegu ljósi, breytilegum formum og staðsetningu og með ákveðinni stærð sem gefur ýmist til kynna magn eða endurtekningar. Og jafn mikilvægar eru breytingar á skynjun okkar, sem geta verið breytilegar eftir skapi eða mótækileika. Allt mun þetta gera þig meðvitaðan um hversu spennandi ósamræmið er milli hins sýnilega og sálrænna áhrifa af völdum lita. 11 Albers hafði mikil áhrif á aðra listamenn með rannsóknum sínum á litafræði. Í bók sinni The Interaction of Color sem kom út árið 1963, fjallar hann um hvernig litir geta blekkt augað með tilliti til rýmislegrar skynjunar okkar. Litir haga sér misjafnlega í sambandi við aðra liti og form og staðsetning þeirra getur breytt skynjun okkar á því sem fyrir augu ber. (Mynd 7) Richard Anuszkiewicz, fyrrum nemendi Albers var mikill áhugamaður um litafræði og nýtti rannsóknir sínar í list sinni. Í verki sínu All Things Do Live In Three (mynd 6) notaðist hann við nákvæma punktaaðferð til að búa til sjónræna blöndu af litum en þessa aðferð hafði Seurat auðvitað komið fram með fyrstur. Anuszkiewicz sá að andstæðulitir sköpuðu sjónrænan titring vegna þess að sjónhimnan reynir ávallt að vega á móti eða núllstilla mótvægislitinn. Þessi viðbrögð má sjá vel í verki hans Plus Reversed (mynd 7). 12 9 Cooke, Lynne / Elderfield, John, Bridget Riley - Reconnaissnace, Dia Center for the arts, 2001, bls. 15-22 10 http://en.wikipedia.org/wiki/bridget_riley (sótt 10.12.09) 11 Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 113, þýðing höfundar, Despite an even and mostly opaque application, the colors will appear above or below each other, in front or behind, or side by side on the same level. They correspond in concord as well as in discord, which happens between both, groups and singles. Such color deceptions prove that we see colors almost never unrelated to each other and therefore unchanged; that color is changing continually; with changing light, with changing shape and placement, and with quantity which denotes either amount (a real extension) or number (recurrence). And just as influential are the changes in perception depending on changes of mood, and consequently of receptiveness. All this will make aware of an exciting discrepancy between physical fact and psychic effect of color. 12 Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 116

(Mynd 5) (Mynd 6)

9 Einnig má nefna verk Julian Stanczak en þau eru meðal þeirra mest krefjandi af þessum toga. Hann lagðist í miklar rannsóknir á því hvernig litir virka og hafði þar að leiðarljósi fyrrnefnda bók Joseph Albers The Interaction of Color. Áhugaverð verk eru m.a. Remnants Of Late Colour (1964) eftir Stanczak, Luminous (1964) eftir Anuszkiewicz, Vega Or (1969) eftir Vasarely og Paean (1973) eftir Bridget Riley. The Responsive Eye Á sýningunni The Responsive Eye sem var haldin í Nútímalistasafninu (MoMa) í New York árið 1965 kom Vasarely fram með verk sín ásamt listamönnum á borð við Frank Stella, Richard Anuszkiewicz og Bridget Riley. Inntak sýningarinnar var skynjun listar - skynjun hreyfingar og gagnvirkni litasamsetninga. Plakatið fyrir sýninguna vakti athygli en þar mátti finna eitt af verkum Riley, Current. Þetta varð eitt af þeim verkum sem urðu lýsandi fyrir hreyfinguna. Annað plakat fyrir sýninguna vakti einnig athygli með A 200 eftir Tadasky (mynd 8). Sýningin sló í gegn hjá almenningi en gagnrýnendur voru ekki jafn hrifnir, töldu hana ganga út á ódýrar sjónblekkingar. 13 Lucy Lippard kallaði Op art The New Illusionism... list með lítið á bakvið sig, less than meets the eye. Barbara Rose sagði hreyfinguna vera sérstaklega óhlutbundna og fengist einungis við skynjun. Orð hennar sýna okkur hversu mikil sundrung var milli sjónarhorna í þekkingarfræði annars vegar og tilverufræði hinsvegar. 14 (Mynd 8) Bridget Riley lýsti þessu svona stuttu síðar: Hvað hafði gerst? Ég upplifði margar mótsagnakenndar tilfinningar. Verk mín höfðu verið til sýnis í Nýlistasafninu (Museum Of Modern Art) og rökkuð niður í pressunni. Ég hafði verið þátttakandi í samfélagslegu fyrirbæri sem hafði alvarlega eftirmála, sem voru uggvænlegir, einnig fyrir marga Bandaríkjamenn. The Responsive Eye var alvarleg sýning en eiginleikar hennar voru afskræmdir af sölumennsku og móðursýkislegum æsingi. Flestir voru svo uppteknir af því að raða sér í fylkingar, að rífast um hvað hefði eða hefði ekki gerst, fólk gat ekki lengur séð það sem var í raun á veggnum til sýnis. Misskilningur og fyrirfram ákveðnar skoðanir komu í stað yfirvegaðrar og upplýstrar niðurstöðu. 15 Mánuði áður en sýningin opnaði hafði svo Sidney Tillim birt grein í Arts Magazine þar sem fyrirsögnin var Optical Art: Pending or Ending? Pressan virtist vera reiðubúin til að afskrifa þessa nýju hreyfingu. 16 Þetta er þó ekki 13 http://en.wikipedia.org/wiki/op_art#the_responsive_eye (sótt 10.12.09) 14 Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 66 15 Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 11, þýð höfundar: What had happened? I had a number of conflicting experiences. My work had been hung in the Museum of Modern Art and vulgarized in the rag trade. I had been involved in a sociological phenomenon with alarming implications, and one which was disquieting, also, to many Americans. The Responsive Eye was a serious exhibition but its qualities were obscured by an explosion of commercialism, band-wagoning and hysterical sensationalism... Most people were so busy taking sides and arguing about what had or had not happened, they could no longer see what was actually on the wall. Misunderstandings and mistaken assumptions took the place of considered and informed judgement. 16 Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 71

10 einungis það sem varð hreyfingunni að falli, því ótrúlegar vinsældir hennar og auglýsingamennskan sem fylgdi í kjölfarið urðu til þess að Op list var farin að sjást óþægilega víða, m.a. í fatatísku, auglýsingum, húsgagnahönnun... og jafnvel nestisboxum. Þekkt er sagan um Bridget Riley, sem var á gangi niður verslunargötu og sá allt í einu list sína í búðargluggum, notaða í leyfisleysi á allskonar hluti og flíkur. Hún fór í mál við einn af þessum framleiðendum en tapaði málinu. Eins og áður sagði öðlaðist Op art miklar vinsældir og gætti áhrifa hennar víða; í fatahönnun, arkitektúr, húsgagnahönnun og grafískri hönnun. Afleiðingar þessa urðu þær að sumir listamannanna drógu sig út úr hreyfingunni vegna ónægju með þá stefnu sem listahreyfingin tók. Aðrir héldu þó ótrauðir áfram og prófuðu sig áfram með nýja hluti en hreyfingin sem slík leið að mestu undir lok í lok sjöunda áratugarins með tilkomu ljósmyndaraunsæis, ofurraunsæis og nýs frásagnarforms áttunda áratugarins. 3. kafli - Hvað er Op art? Op listin fjallar um skynupplifun - hvernig sjónin virkar og hvernig heilinn vinnur úr upplýsingunum sem sjónin miðlar honum. Útgangspunkturinn er að í verkunum myndist svo sterkar andstæður að heilinn á í erfiðleikum með að greina það sem fyrir augu ber. Að nota mynstur og línur er besta leiðin til að ná fram þessum sjónvillum. 17 Að mati listamanna eins og Vasarely, Riley og Julian Stanczak, var árangursríkast að nota eingöngu svartan og hvítan lit. Stanczak segir: með því að mála í svart hvítu... þá get ég fengið mjög skýra mynd af því sem er að gerast sjónrænt. Svartur og hvítur eru jú mestu andstæður sem hægt er að hugsa sér og geta því framkallað allar helstu sjónblekkingarnar. 18 Verkið Current (mynd 9) eftir Bridget Riley inniheldur svartar og hvítar samhliða línur sem beygjast til og frá, skapa þar með svo óstöðugt samband að áhorfandann fer að verkja í augun. Annað sem gerist er að samband þessara lína skapar eftirmyndir (afterimages) í ákveðnum litum, sem fer eftir því hvernig sjónhimnan meðtekur og vinnur úr ljósi. Julian Stanczak sagði m.a. Ég reyni ekki að herma eftir eða túlka náttúruna, heldur reyni ég með viðbrögðum við hegðun lita, forma og lína að skapa sambönd sem virka samhliða upplifun okkar af raunveruleikanum. 19 Þessa nálgun hans má sjá í verkum eins og Determinitive Focus (1962) (mynd 10) og Remnants Of Late Colour (1965) (mynd 11). Þarna má sjá einskonar fjallgarða búna til úr gráum og rauðum samhliða línum. Stanczak hafði sjálfur nýlega flutt til Ohio þar sem fjallgarðar sem þessir voru honum innblástur. Hvernig hann kemur þessu til skila er hinsvegar mjög óhefðbundið og minimalískt. (Mynd 9 - ath. aðeins hluti af verkinu) Annað verk sem er mjög framúrstefnulegt og beinlínis erfitt að horfa á er Square Of Two (1965) eftir Reginald Neal (mynd 12). (Mynd 10 - ath. aðeins hluti af verkinu) 17 http://en.wikipedia.org/wiki/op_art, (sótt 11.12.09) 18 Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 77 19 Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 62

(Mynd 12) (Mynd 11)

12 Áhrif lita og birtumagns Til eru þrír mismunandi flokkar af litasamsetningum. Í fyrsta lagi er samtíma kontrast (simultaneous contrast) sem segir okkur hvaða áhrif einn litur hefur á annan. Þetta sést best þegar annar liturinn er umkringdur hinum (mynd 13). (Mynd 13) Röð kontrasta (successive contrast) fjallar um það þegar horft er á röð forma í ákveðnum litum, hvert á eftir öðru. Þá getur einn litur haft áhrif á það hvernig áhorfandinn skynjar þann næsta. (mynd 14). Viðsnúinn kontrast (reverse contrast) segir til um hvernig léttleiki hvíta litsins eða drungi svarta litsins nær að breiða úr sér yfir í önnur litasvæði. Ef horft er á mynd á hvítum bakgrunni og skipt svo strax yfir á sömu mynd sem er viðsnúin, þá hefur það áhrif (mynd 15). 20 (Mynd 14) (Mynd 15) Gestalt - Skynheildarsálfræði Hægt er að skoða áhrif Op art út frá Gestalt kenningunni (skynheildarsálfræði) en hún skoðar hvernig heilinn vinnur úr þeim skilaboðum sem hann fær í gegnum sjónina. Gestalt kenningin fjallar um það hvernig heilinn leitast við að forma hluti og sameina í eitt, í stað þess að sjá stakar og óskildar einingar. Samkvæmt kenningunni er heili okkar heildrænn (holistic), hliðtengdur (parallel) og hliðrænn (analog) og með tilhneigingu til að raða saman hlutum. Orðatiltækið Heildin er mikilvægari en summa hluta hennar hefur oft verið notað til að lýsa Gestalt kenningunni. 21 Skynheildarsálfræði kom fram sem mótvægi gegn strúktúralisma sem var ráðandi viðhorf í sálfræði alveg fram á þriðja áratug síðustu aldar. A C D B (Mynd A) (Mynd B) Grundvallarlögmálið nefnist Praganz lögmálið, öðru nafni einfeldnilögmálið (law of simplicity). Þar segir að hvert áreiti sé skynjað á eins einfaldan máta og mögulegt er. Við sjáum hringina frekar en mörg flókin ólík form. (mynd A). (Mynd C) (Mynd D) Samfellulögmálið (law of good continuation) segir að tveir punktar myndi eina skynheild ef það er hægt að tengja þá með beinni línu eða skálínu. Ef punktarnir hinsvegar mynda hvöss horn er mun ólíklegra að þeir myndi skynheild (mynd B). (Mynd E) (Mynd F) Nálægðarlögmálið (law of proximity) segir til um að hlutir sem eru nálægt hvor öðrum eru líklegri til að mynda skynheild en fjarlægir hlutir (mynd C). Einsleitnislögmálið (law of similarity) segir að líkir hlutir séu flokkaðir saman. Flestir sjá láréttar súlur af ferningum og hringjum sbr. (mynd D). (Mynd G) 20 Ratliff, Floyd, 1996, The Theory of Color and the Practice of Painting, in Color Function Painting: The Art of Josef Albers, Julian Stanczak and Richard Anuszkiewicz, Wake Forest University, bls. 8. 21 http://en.wikipedia.org/wiki/gestalt_psychology, þýðing höfundar ( The whole is greater than the sum of the parts ) (sótt 13.12.09)

13 Lokunarlögmálið (law of closure) segir okkur heilinn leiðréttir myndefni og tengir við form sem við þekkjum, sbr. hringirnir tveir. (mynd E). Samhverfulögmálið (law of symmetry) segir að líklegast sé að maður skynji samhverfa hluti sem eina heild (mynd F). Lögmál sameiginlegra örlaga (law of common fate) segir að hlutir sem hreyfast í sömu stefnu (sömu örlög) eru venjulega flokkaðir saman (mynd G). 22 Tilraunir sálfræðingsins Akiyoshi Kitaoka Japanski sálfræðingurinn Akiyoshi Kitaoka gerði fjölmargar rannsóknir á sviði sjónvillu og skynheildarsálfræði (Gestalt). Uppúr 1991 gerði hann tilraunir með sjónskynjun og sjónvillur með geómetrísk form, lit og birtumagn. Þekkt er t.d. Rotating Snakes sjónvillan (mynd 16) þar sem fjöldi spírala tengjast allir saman og virðast vera á hreyfingu. 23 Ástæðan fyrir þessu fyrirbæri er svokallað peripheral drift illusion. Þetta byggist á sjónskynjun sem nær aðeins til jaðarsviðs sjónu. Birtumagn lita skiptir þar höfuðmáli. Kitaoki tók þetta skrefinu lengra og þróaði þessa kenningu áfram með því að breyta birtumagni grátóna. 24 Horfi maður aðeins á einn fastan punkt í Rotating Snakes þá stöðvast hreyfingin. Um leið og þú ferð að nota jaðarsjónina þá byrjar allt að hreyfast aftur. (Mynd 16) 4. kafli - Áhrifin á hönnun Innanhúsarkitektúr Danski hönnuðurinn Verner Panton vann talsvert með form og litasamsetningar sem eiga mikið skylt við Op listina og í raun má segja að hann hafi haft áhrif á mótun stefnunnar. Rétt eins og Vasarely og Albers vildi Panton skapa mynstur og form sem kölluðust á hvort við annað með notkun andstæðna. Ólíkt Vasarely og Albers stundaði Panton þó ekki fræðilegar né vísindalegar rannsóknir á þessum hlutum, heldur hafði einfaldlega áhuga á þeim út frá fagurfræðilegum sjónarhóli. Eitt af þekktustu verkum hans í þessum anda var hönnun fyrir Astoria hótelið í Þrándheimi í Noregi. Panton var fenginn til að endurhanna útlit hótelsins og veitingarstaðar þess. Útgangspunktar hans í þessu verkefni voru litir, geómetrísk form og fáguð lýsing. Panton notaði mynstur sem hann hafði áður hannað, voru þau kölluð Geometri I-V. Mynstrin samanstanda af tveimur litaskemum, annars vegar svart/hvítt og hins vegar rautt/appelsínugult. Fyrir Astoria hótelið notaði hann fyrstu fjögur mynstrin. Leikur með pósitíf og negatív form auk mismunandi stærða og endurtekninga skapar þau sérstöku sjónrænu áhrif sem Panton leitaðist við að ná (mynd 17). Áhrifin af Geometri I mynstrinu sækja úr lögmálinu um samtíma konstrast eða þegar einn litur hefur áhrif á annan. Í mynstrinu má sjá dökkan hring á ljósum bakgrunni en sjónvillan felst í því að svarti hringurinn (Mynd 17) 22 http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5294, (sótt 09.01.10) 23 http://en.wikipedia.org/wiki/akiyoshi_kitaoka, (sótt 08.01.10) 24 http://en.wikipedia.org/wiki/peripheral_drift_illusion, (sótt 08.01.10)

14 virðist minni á ljósum bakgrunni heldur en hvítur hringur á svörtum bakgrunni. Þegar endurtekningum og mismunandi stærðum er bætt inn í dæmið, þá er útkoman mynstur sem bæði örvar og pirrar augað. Þeim mun stærri flötur sem mynstrið þekur, þeim mun meiri áhrif hefur þetta á skynjunina. Það sem Panton gerði svo til þess að draga aðeins úr áhrifunum (gestanna vegna!) var að nota samhliða liti (eins og rauðan og appelsínugulan) auk sérstakrar lýsingar. 25 Annað glæsilegt dæmi um verk Pantons er Spiegel Publishing House í Hamborg í Þýskalandi. Panton hafði vakið mikla athygli í Þýskalandi fyrir Dralon bátinn á Kölnarhátíðinni og fékk því þetta viðamikla verkefni að sjá um alla innanhúshönnun fyrir þennan stóra kúnna. Efniviðurinn var þrettán hæða hús. Panton notaði djarfar litasamsetningar, endurtekningar á formum og mismunandi litaskema (mynd 18). Eitt það merkilegasta við verkefnið var sundlaugin (mynd 19). Örugglega ekki leiðinlegt að taka nokkur sundtök þarna í þessu súrealíska umhverfi. (Mynd 18) Í framhaldi af vinnu sinni fyrir Astoria hótelið fékk Panton það verkefni að hanna rými fyrir sölusýningu Plus-linje og Unika Væv fyrirtækjanna. Þarna vildi hann gera sjónrænu áhrifin enn meiri og valdi því að vinna með Geometri I munstrið í sterkustu andstæðum sem til eru, svörtum og hvítum lit (mynd 20). 26 (Mynd 19) Fatahönnun Áhrifa Op listarinnar gætti víða í fatahönnun. Þekkt dæmi eru m.a. hönnuðirnir James Galanos, Geoffrey Beene, André Courréges og Rudi Gernreich. Paco Rabanne tók Op art hugmyndina aðeins lengra og hannaði kjól með litlum spegladiskum sem titra allir þegar gengið er (mynd 21). Einnig má nefna fataframleiðandann Larry Aldrich sem sótti mikið úr Op listinni í fatalínu sína Young Elegante. Aldrich hafði keypt talsvert af verkum listamanna á borð við Riley, Vasarely, Stanczak og Anuskiewicz og vann úr þeim efni (eða stal) fyrir eigin fatalínu sem og aðra fatahönnuði. Allt þetta án vitundar listamannanna sjálfra. Þar sem engin höfundarréttarlög voru til staðar fyrir listamenn og hönnuði á þessum tíma þá gátu listamennirnir ekkert gert. 27 (Mynd 20) Breski fatahönnuðurinn Mary Quant var ein af þeim fyrstu sem tók Op art stefnunni opnum örmum í hönnun sinni. Hún hafði komið af stað byltingunni með fimm punkta kvennaklippingunni sem fór eins og eldur í sinu snemma á sjöunda áratugnum. Hún er frumkvöðull í fatatísku fyrir ungt fólk. Hún sagði m.a. Fyrir mér er útlit fullorðinna mjög óaðlaðandi, skelfilegt og ógnvekjandi, tilgerðarlegt, einskorðað og ljótt. Svona vildi ég ekki verða sjálf. 28 Quant er talin hafa fundið upp stuttpilsið en varð einnig þekkt fyrir djarfar sokkabuxur en á þeim mátti sjá bæði pop og Op art mynstur. 29 (Mynd 21) 25 Remmele, Mathias, 2000, Verner Panton, The Collected Works, Vitra Design Museum, Germany, bls. 161 26 Remmele, Mathias, 2000, Verner Panton, The Collected Works, Vitra Design Museum, Germany, bls. 168 27 Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 149-155 28 Steele, Valerie, 2006, Fifty Years Of Fashion - New Look To Now, Yale University Press New Haven & London, bls. 51 29 Seeling, Charlotte, 1999, Fashion - The Century Of The Designer - 1900-1999, Könemann, Germany, bls. 395

15 Forsíðan á Vogue tískutímaritinu árið 1965 var í Op art stíl. Þar mátti lesa greinina Pow! Op goes the art. Op goes the fashion. Now Op goes the makeup (mynd 22). 30 Önnur hönnun Ásamt því að hanna einkar skemmtileg myndtákn (pictograms) fyrir sumarólympíuleikana í Mexico 1968, sá Lance Wyman um að hanna merkið (mynd 23) fyrir leikana. 31 Það var hannað með hina mexíkósku Huicholes list að leiðarljósi en þó eru áhrif Op listarinnar greinileg. Rétt eins og með merkið fyrir London árið 2012, þá voru skiptar skoðanir um merki Wyman. Margir töldu sig ekki geta lesið úr því og öðrum fannst það einfaldlega of djarft. Hvernig skyldi verða litið á 2012-merkið (mynd 23) eftir nokkra áratugi? Annað merki sem greinilega var hannað undir áhrifum Op art er Woolmark merki (mynd 24) ítalska listamannins Franco Grignani. Þarna mætast samhliða línur í stílfærðu svart/hvítu merki. Einfalt en áhrifaríkt. Samskonar spennu er að finna í þessu merki eins og í svart/hvítum verkum hans frá þessum tíma. (Mynd 22) Kvikmyndaheimurinn fór ekki varhluta af áhrifum Op listarinnar. Helstu dæmi um þetta er t.d. Arabesque eftir Stanley Donen frá 1966. Þar skaut Christopher Challin (cinematographer) í gegnum skúlptúra í Op art stíl til að fanga þá spennu og svik sem fólust í samskiptum Gregory Peck og Sophiu Loren. Kvikmyndin Modesty Blaise eftir Joseph Losey er líklegast eitt mest áberandi dæmið um notkun Op art í kvikmyndum. Þar var hið þekkta verk Bridget Riley, Straight Curve notað á afar áhrifaríkan hátt. Verkið þakti alla veggi, gólf og loft í dýflyssu sem var notuð til að pynta fólk. 32 (Mynd 23) Plakatið fyrir mynd Mel Brooks, High Anxiety ber keim af Op listinni. Á plakatinu sést Brooks falla í hringiðu svarts/hvíts mynsturs. Hönnuðir eins og William Henry, Victor Moscoso og Wes Wilson sigldu svo á ný mið með gerð plakata og plötuumslaga fyrir rokkgeirann. Þeir nýttu sér hugmyndir Op listarinnar en fóru með það út fyrir ramma stærðfræðilegra útfærslna og komu með mun lífrænni niðurstöðu. Formin voru aflíðandi og frjálsleg og litirnir oftar en ekki í andstæðu hver við annan. Þetta var nýr geiri í skynjunarlist sem hefur fengið á sig heitið psychadelic art eða sálræðileg list. (Mynd 24) Árið 1966 setti Springbok á markað Op art púsluspil. Þar var að finna verk eftir listamenn eins og Anuszkiewicz, Ben Cunningham, Tadasky, Edna Andrade og Claude Tousignant. Verk Andrade (mynd 25) reyndust pússlurum sérstaklega erfið enda mjög flókið myndefni þar á ferð. Fimm af verkum hennar voru notuð, m.a. verkið Color Motion 4-64. 33 (Mynd 25) 30 Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 150 31 http://en.wikipedia.org/wiki/1968_summer_olympics (sótt 07.01.10) 32 Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 149-155 33 Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 149-155

16 Nútímahönnun Hljómsveitin Soulwax hefur unnið með grafíska hönnuðinum Trevor Jackson að gerð plötuumslaga fyrir tvær af skífum sveitarinnar, Any Minute Now sem kom út árið 2004 og Nite Versions (mynd 26) sem kom ári síðar. Þarna er að finna sterk tengsl við sjónvillu Op listarinnar. Erfitt er að greina hvað stendur á umslögunum en með því að færa sig til eða píra augun má sjá hvað stendur. Þarna er áhorfandinn mikilvægur þátttakandi í virkni umslagsins. Jackson hlaut fjölda verðlauna fyrir þessa hönnun m.a. Tokyo TDC Non Members verðlaunin, D&AD Silver Pencil tilnefningu og verðlaun blaðsins Creative Review, Best In Book. 34 Animal Collective er hljómsveit frá Maryland í Bandaríkjunum. Áttunda hljóðversplata þeirra Merriweather Post Pavilion kom út árið 2009. Umslagið (mynd 27) er byggt á verkum sálfræðingsins Akiyoshi Kitaoka sem ég hef áður nefnt. 35 Sé horft á umslagið virðist allt vera á hreyfingu en að sjálfsögðu er þetta sjónvilla. Hefur umslagið vakið mikla athygli fyrir þessar sakir. (Mynd 28) Hönnuðirnir Notter og Vigne hönnuðu plakat fyrir sýningu í Frakklandi sem hafði að geyma listaverk sem eru undir áhrifum frá sögum H.P. Lovecraft. 36 Sé leitað tilbaka í sögunni má klárlega sjá að plakatið (mynd 28) er byggt á hugmyndum sem Reginald Neal þróaði árið 1965 í litsteinprentverkinu (lithography) Square of Two. Annað sem vert er að minnast á í þessu samhengi er peysa sem H&M fyrirtækið framleiddi undir merkjum Divided fyrir nokkrum árum. Svipaðir hlutir þar á ferð og greinilegt hver fyrirrennarinn er. 37 Lance Wyman, hönnuðurinn sem m.a. gerði merkið fyrir Ólympíuleikana í Mexíkó 1968 var aftur á ferð nýlega. Hann var fenginn til að hanna plakat (mynd 29) fyrir kosningaherferð Obama Bandaríkjaforseta árið 2008. 38 Op art áhrifin eru greinileg en þó velur hann bandarísku litina sem eru frekar róandi. Undir ströngum hefðum Op listarinnar hefðu litirnir líklegast verið svartur og hvítur, og þ.a.l. nokkuð erfiðara að sjá hvað stendur. (Mynd 1) (Mynd 29) Íslenski hönnuðurinn Sigurður Eggertsson hefur vakið mikla athygli fyrir hönnun sína á alþjóðlegum vettvangi. Sjálfur hefur hann sagt að fyrirmyndin að verkum hans sé bútasaumur en í mörgum verka hans má greinilega sjá áhrif frá Op listinni. Þar má helst nefna verk eins og auglýsingu (mynd 30) fyrir Coca Cola fyrirtækið sem byggir á samhliða línum svipað og mörg verka Bridget Riley. Annað verk í svipuðum anda er E. Þetta er hluti af stafrófi sem birtist í tímaritinu Grafik Magazine. Hann fékk það verkefni að gera sína persónulegu útfærslu á bókstafnum E. 34 http://www.trevor-jackson.com, (sótt 05.01.10) 35 http://en.wikipedia.org/wiki/merriweather_post_pavilion_(album), (sótt 07.01.10) 36 http://www.notter-vigne.ch, (sótt 05.01.10) 37 http://www.ectomo.com/index.php/2007/10/25/cthulhu-cthursday-french-op-art-skull-loves-lovecraft (sótt 05.01.10) 38 http://www.lancewyman.com, (sótt 06.01.10) (Mynd 30)

(Mynd 26) (Mynd 27)

18 Siggi vann plakat (mynd 31) fyrir bresku hljómsveitina Zoot Woman vegna komu þeirra á Iceland Airwaves tónlistarhátíðina. Formin eru frekar gróf og óljós en ef maður pírir augun þá má sjá að verkið er byggt á ljósmynd sem Siggi svo teiknar ofan í. Þetta er einn af útgangspunktum Op art, að áhorfandinn þurfi að taka þátt í úrlausn verksins. 39 5. kafli - Samantekt og lokaorð Op art sem listform fékk á sig mikla gagnrýni eins og sagan sýnir. Flestir gagnrýnendur töldu þetta vera einhverskonar gimmick list sem hefði einungis á bakvið sig skynupplifun en ekki tilfinningalegt gildi eins og sönn list ætti að hafa. Op listin var framúrstefnuleg, stærðfræðileg og framandi fyrir flesta sem skoðuðu hana. Um miðjan 7.áratuginn voru flestir einfaldlega ekki tilbúnir fyrir svona erfiða listsköpun. Það er svo mikið á bakvið Op listina. Hvernig heilinn vinnur úr upplýsingum og hvernig hægt er að blekkja hann. Það væri hægt að skrifa nokkrar BA ritgerðir bara um Gestalt fyrirbærið, litasamsetningar og formfræði en ég hef hér aðeins stiklað á stóru varðandi þessi atriði. Op list er ekki þægileg list, þú finnur ekki til friðar né heldur langar þig að sötra rauðvín og njóta verkanna í góðu yfirlæti. Þetta er list sem er aggressív, bein árás á skynfærin. Þú þarft að vilja taka þátt í verkinu og það hefur viss áhrif á þátttakandann. Þetta er ekki fræðileg list, heldur bókstafleg í fullri merkingu orðsins. Hvort sem þér líkar það betur eða verr þá eru sálrænu áhrifin óhjákvæmileg. Það ert þú, áhorfandinn sem skiptir máli - ekki listamaðurinn. (Mynd 31) Eins og Bridget Riley segir frá upplifun sinni af The Responsive Eye sýningunni, þá virtust menn vera svo fljótir að skipa sér í fylkingar með eða á móti þessari nýju listastefnu að það gleymdist alveg hvað var sýnt þarna á veggjunum. Það var heilmikil pólitík í gangi í þessari hreyfingu eins og í öðrum. Það var ljóst frá upphafi að listamennirnir voru ekki að lofa einhverju sem ekki var til staðar í verkunum. Þeir sögðu þetta vera hreyfingu sem tæki á áhrifamætti skynupplifunar og sjónvillu. Mikil rannsóknarvinna var á bakvið mörg verkanna og stærðfræðilegar pælingar sem áttu auðvitað lítið skylt við hefðbundna list. Op listin varð líka mjög vinsæl því hún var spennandi, þetta hafði fólk ekki séð áður og vildi meira. Eins og með flest allt sem verður commercial þá myndast mótstaða gegn því, menn vilja halda því niðri og rangtúlka eftir fremsta megni. Almenningur; semsagt allir sem höfðu gaman af því að skoða og njóta listar, höfðu mikinn áhuga á Op art. The Responsive Eye sýningin er talin vera ein sú fyrsta þar sem hægt er að ræða um svona blockbuster listasýningu. Listin var fljót að breiða úr sér, kannski alltof fljót og afleiðingarnar voru að gagnrýnendur sem höfðu fyrirfram ákveðnar og neikvæðar skoðanir á fyrirbærinu, fengu nú olíu á bál sitt. Núna var hægt að rakka þessa listahreyfingu enn meira niður, vegna þess að hún var svo vinsæl. Einhver þröngur hópur gagnrýnenda vissi jú miklu betur en hið venjulega fólk sem fer að jafnaði á listasýningar. Hversu mikill hroki var þetta og hversu mikil þekking? Erfitt að segja auðvitað, en það sem margir Bridget Riley 39 http://vanillusaft.com, (sótt 06.01.10) Victor Vasarely - Vega Or

19 gagnrýnendur áttuðu sig ekki á var hversu mikil áhrif þessi listhreyfing átti eftir að hafa. Skammtímaáhrifin voru jú sérlega öflug eins og ég hef sýnt fram á, en seinnitímaáhrif eru einnig mjög mikil og áhugaverð. Op listin hefur risið upp með reglulegu millibili í gegnum árin og hugmyndum hennar haldið á lofti, bæði af kaldhæðnislegum ástæðum sem áttu að sýna fram á fáránleika Op listarinnar sem og nýjum kynslóðum sem leita nýrra hugmynda. Þeir uppgötva þessa list á allt öðrum forsendum en þeir sem þekkja söguna á bakvið hana. Einhverskonar fortíðarhvarfs (retro) hugsun sem veldur því að ungir hönnuðir prófa sig áfram með áhrif Op listarinnar. Það sem vakti fyrst áhuga minn á þessari listastefnu var þessi sterka og áhrifamikla grafík. Form- og litafræði í algleymingi. Ég varð jafnframt mjög áhugasamur að að kynnast stefnunni og sögu hennar; af hverju reynir heilinn að einfalda það sem við sjáum og hvernig er hægt að framkalla sjónvillur með tiltölulega einföldum aðferðum. Sem hönnuður er ég mjög tæknilega sinnaður, hef alltaf haft mikinn áhuga á grindarkerfum (grid systems) og áhrifamætti litasametninga. Op art má líkja við tvíeggja sverð, annars vegar virkar þetta sem framúrstefnuleg og framandi listahreyfing þar sem sannkallaðir grúskarar voru að verki í leit sinni að einhverju nýju og spennandi. Hinsvegar er þetta líka einskonar tæknihreyfing, sem leggur meira uppúr fyrirfram útreiknuðum tilraunum heldur en hreinni listsköpun. Kannski er það einmitt þessi samsuða sem gerir þetta svona áhugavert, að þarna mætast tveir heimar og útkoman er eitthvað sem virkar. Eitthvað sem er spennandi og hefur óneitanlega áhrif á þátttakendurna. Bridget Riley - Movement In Squares Bridget Riley - Cataract 3 Þrátt fyrir stutt blómatímabil Op listarinnar á sjöunda áratugnum, virðist hún þó alltaf vera undir yfirborðinu, leynir á sér og áhrifin eru víðtæk. Með nýjum kynslóðum og nýrri tækni er þó frekar auðvelt að endurskapa margt í tölvu sem tók listamenn langan tíma að skapa með nákvæmri handavinnu. Þetta dregur þó ekki úr því hve framúrstefnuleg og djörf stefnan var á sínum tíma. Op listamennirnir eiga hrós skilið fyrir frumkvöðlastarfið. Þetta form listsköpunar er mikilvægur kafli í sögu póstmódernískrar- og samtímalistar. Notkun á formum, línum, mynstrum og litafræði boðaði nýja tíma. Margt áhugavert var að gerast í heiminum. Geimferðir, tölvutækni, tónlist, tíska og miklar umbyltingar í þjóðfélaginu. Nú um hálfri öld síðar njótum við góðs af rannsóknarvinnu á sviði sálfræðilegra og sjónrænna áhrifa. Tilraunum sem lögðu grunninn að og hafa áhrif á listræna sýn nýrra kynslóða. Julian Stanczak - Concurrent Colors

20 Heimildaskrá: Ritaðar heimildir: Cooke, Lynne / Elderfield, John, 2001, Bridget Riley Reconnaissnace, Dia Center for the arts, New York Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York Ratliff, Floyd, 1996, The Theory of Color and the Practice of Painting, in Color Function Painting: The Art of Josef Albers, Julian Stanczak and Richard Anuszkiewicz, Wake Forest University Remmele, Mathias, 2000, Verner Panton, The Collected Works, Vitra Design Museum, Germany Richardson and Stangos, 1974, Concepts of Modern Art, Penguin Books, Great Britain Seeling, Charlotte, 1999, Fashion - The Century Of The Designer - 1900-1999, Könemann, Germany Spice, Werner, 1969, Vasarely, Abrams, New York Steele, Valerie, 2006, Fifty Years Of Fashion - New Look To Now, Yale University Press New Haven & London Vefheimildir: Vísindavefur HÍ, Heiða María Sigurðardóttir http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5294, (sótt 09.01.10) Time Magazine - vefútgáfa http://www.time.com/time/magazine/article/0,9171,944101,00.html, (sótt 16.12.09) Heimasíða Trevor Jackson http://www.trevor-jackson.com, (sótt 05.01.10) Heimasíða Notter & Vigne http://www.notter-vigne.ch, (sótt 05.01.10) www.ectomo.com http://www.ectomo.com/index.php/2007/10/25/cthulhu-cthursday-french-op-art-skullloves-lovecraft, (sótt 05.01.10) Heimasíða Lance Wyman http://www.lancewyman.com, (sótt 06.01.10) Heimasíða Sigurðar Eggertssonar http://vanillusaft.com, (sótt 06.01.10) Wikipedia http://en.wikipedia.org/wiki/bridget_riley, (sótt 10.12.09) http://en.wikipedia.org/wiki/op_art#the_responsive_eye, (sótt 10.12.09) http://en.wikipedia.org/wiki/op_art, dagsetning, (sótt 11.12.09) http://en.wikipedia.org/wiki/gestalt_psychology, (sótt 13.12.09) http://en.wikipedia.org/wiki/akiyoshi_kitaoka, (sótt 08.01.10) http://en.wikipedia.org/wiki/peripheral_drift_illusion, (sótt 08.01.10) http://en.wikipedia.org/wiki/victor_vasarely - dagsetning, (sótt 10.12.09) http://en.wikipedia.org/wiki/1968_summer_olympics, (sótt 07.01.10) http://en.wikipedia.org/wiki/merriweather_post_pavilion_(album), (sótt 07.01.10)

21 Myndaskrá: Mynd 1 - La Grande Jatte e. Georges Seurat http://www.changeperformingarts.it/greenaway/9paintings/lagrandejatte.jpg Mynd 2 - Etudé Bleue e. Victor Vasarely Spice, Werner, 1969, Vasarely, Abrams, New York bls. 23 Mynd 3 - Zebras e. Victor Vasarely Spice, Werner, 1969, Vasarely, Abrams, New York bls. 6 Mynd 4 - Tremor e. Bridget Riley Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 86 Mynd 5 - Current e. Bridget Riley Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 87 Mynd 6 - All Things Do Live In Three e. Richard Anuszkiewicz Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 23 Mynd 7 - Plus Reversed e. Richard Anuszkiewicz Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 119 Mynd 8 - Plakat fyrir The Responsive Eye e. Tadesky Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 57 Mynd 9 - Current e. Bridget Riley Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 87 Mynd 10 - Determinitive Focus e. Julian Stanczak Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 58 Mynd 11 - Remnants Of Late Color e. Julian Stanczak Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 63 Mynd 12 - Square Of Two e. Reginald Neal Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 99 Mynd 13 - Samtíma kontrast skýringarmynd http://www.owlnet.rice.edu/~psyc351/imagelist.htm Mynd 14 - Röð kontrasta skýringarmynd http://commons.wikimedia.org/wiki/file:successive_contrast.svg Mynd 15 - Viðsnúinn konstrast skýringarmynd http://psycnet.apa.org/journals/rev/113/3/images/rev_113_3_526_fig9a.gif Mynd 16 - Rotating Snakes e. Akiyoshi Kitaoka http://www.ritsumei.ac.jp/~akitaoka/index-e.html Mynd 17 - Astoria hótelið í Noregi e. Verner Panton http://www.verner-panton.com/imgprj/panton_pic647/wws-224k-ep24.jpg Mynd 18 - Spiegel Publishing House e. Verner Panton Remmele, Mathias, 2000, Verner Panton, The Collected Works, Vitra Design Museum, Germany, bls. 196 Mynd 19 - Spiegel Publishing House e. Verner Panton Remmele, Mathias, 2000, Verner Panton, The Collected Works, VitraDesign Museum, Germany, bls. 193 Mynd 20 - Sölusýning Plus-linje og Unika Væv e. Verner Panton Remmele, Mathias, 2000, Verner Panton, The Collected Works, VitraDesign Museum, Germany, bls. 169 Mynd 21 - Kjóll Disk Dress Paco Rabanne http://paperpursuits.blogspot.com/2009/03/paco-rabanne-becameknown-as-enfant.html Mynd 22 - Forsíðan á Vogue júní 1965 Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 150 Mynd 23 - Merki Ólympíuleikana í Mexíkó 1968 og London 2012 - http://www.olympic.org/global/images/games/ GamesCollectionEmblems_540x580/summer/1968_mexico_logo.jpg - http://www.creativereview.co.uk/cr-blog/2007/june/2012-logolance-wyman-says-give-it-a-chance Mynd 24 - Woolmark merkið e. Franco Grignani http://www.logodesignlove.com/woolmark-logo Mynd 25 - Color Motion 4-64 e. Edna Andrade Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 14 Mynd 26 - Nite Version e. Trevor Jackson http://www.trevor-jackson.com Mynd 27 - Merryweather Post Pavlion e. Animal Collective http://en.wikipedia.org/wiki/merriweather_post_pavilion_(album) Mynd 28 - Plakat fyrir H.P. Lovercraft sýningu e. Notter & Vigne http://www.notter-vigne.ch Mynd 29 - Plakat fyrir Barack Obama e. Lance Wyman http://www.lancewyman.com Mynd 30 - Auglýsing fyrir Coca Cola e. Sigurð Eggertsson http://vanillusaft.com Mynd 31 - Plakat fyrir Iceland Airwaves e. Sigurð Eggertsson http://vanillusaft.com Aðrar myndir: Forsíðumynd - Cinematic Painting No. XVIII e. Wolfgang Ludwig Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 1 Bridget Riley ljósmynd http://www.op-art.co.uk/bridget-riley/images/bridget-riley.jpg Vega Or e. Victor Vasarely Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 72 Movement In Squares e. Bridget Riley Cooke, Lynne / Elderfield, John, 2001, Bridget Riley Reconnaissnace, Dia Center for the arts, New York, bls. 69 Cataract 3 e. Bridget Riley Cooke, Lynne / Elderfield, John, 2001, Bridget Riley Reconnaissnace, Dia Center for the arts, New York, bls. 85 Concurrent colors e. Julian Stanczak Houston, Joe, 2007, Optic Nerve, Perceptual Art Of The 1960 s, Merrell, London, New York, bls. 127