VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Similar documents
Meðferð með GnRH-hliðstæðum er aðeins við einkennum; þessi meðferð eyðir ekki undirliggjandi orsökum frjósemisvandamáls.

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins. Panodil Brus 500 mg freyðitöflur Parasetamól

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

VIÐAUKI I LISTI YFIR HEITI LYFS, LYFJAFORM, STYRKLEIKA LYFJA, ÍKOMULEIÐIR OG MARKAÐSLEYFISHAFA AÐILDARRÍKJA OG Á ÍSLANDI

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 ml af dreifu inniheldur cíprófloxacín hýdróklóríð sem samsvarar 2 mg af cíprófloxacíni og 10 mg af hýdrókortisóni.

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Lyfið er ekki lengur með markaðsleyfi

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling. Sandimmun 50 mg/ml innrennslisþykkni, lausn. ciclosporin

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 669/2014. frá 18.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 10 mg benzýlalkóhól, 40 mg cetýlalkóhól, 40 mg sterýlalkóhól og 50 mg própýlenglýkól (E1520) í hverju 1 g af kremi.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. 1 ml inniheldur 100 míkróg desmópressínasetat sem samsvarar 89 míkróg af desmópressíni.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/203

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Xylocain Dental adrenalin 20 mg/ml + 12,5 míkróg/ml stungulyf, lausn í rörlykjum.

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Virk innihaldsefni: lósartankalíum 50 mg/hýdróklórtíazíð 12,5 mg eða lósartankalíum 100 mg/hýdróklórtíazíð 25 mg.

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 100 mg af lósartankalíum og 25 mg af hýdróklórtíazíði.

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr mars 2006 AUGLÝSING

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 24/392. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr.

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYF

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Leiðbeiningar. Aukefni. Reglur og eftirlit - Desember 2016

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Úr hverjum plástri losna 25 míkróg af fentanýli á klukkustund. Hver 7,5 cm 2 plástur inniheldur 4,125 mg af fentanýli.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. (ESB) nr. 1035/2011.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Geislavarnir ríkisins

IS Stjórnartíðindi EB

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Nýr texti fyrir lyfjaupplýsingar Útdráttur úr ráðleggingum PRAC vegna ræsimerkja

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Horizon 2020 á Íslandi:

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Nr. 54/34 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 209/2013. frá 11.

Hugsanlega er ekki hægt að gefa nákvæmlega þá skammta í mg/kg sem gefa á börnum ef hylki eru notuð.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hjálparefni með þekkta verkun: Lyfið inniheldur mjólkursykur. Í hverri töflu eru 42 mg af mjólkursykurmonohýdrati.

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt


Klínískar leiðbeiningar um velgjuvörn og meðferð ógleði og uppkasta vegna krabbameinslyfja- og/eða geislameðferðar

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 67/493 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/839. frá 17.

Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ.

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 27 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 4. árgangur

Tímarit um lyfjafræði

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 2074/2005. frá 5.

Ég vil læra íslensku

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 44/2014. frá 21.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS. Hver tafla inniheldur 20 mg af enalaprilmaleati og 12,5 mg af hydrochloriohiazidi.

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Sala tiltekinna bólgueyðandi lyfja á Íslandi og tengsl við blæðingar í meltingarvegi Kostir og gallar aukins aðgengis lausasölulyfja

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

MEÐ TILVÍSUN Í LÖG OG REGLUR ES: Lög (ES) nr. 2015/ hluti Innihalds upplýsingar vöru sem/og fyrirtækið hefur gengist við

!INNFLUTNINGUR!BÚVÖRU!OG!! HEILBRIGÐI!MANNA!OG!DÝRA!

30 mg hylki: Hvert hylki inniheldur 30 mg lísdexamfetamíntvímesýlat, sem jafngildir 8,9 mg af dexamfetamíni.

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Transcription:

VIÐAUKI I SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS 1

1. HEITI DÝRALYFS ZULVAC 8 Bovis stungulyf, dreifa, fyrir nautgripi. 2. INNIHALDSLÝSING Hver 2 ml skammtur af bóluefni inniheldur: Virk innihaldsefni: Óvirkjuð blátunguveira, sermigerð 8, stofn BTV-8/BEL2006/02. RP* 1 * RP (Relative Potency) = hlutfallsleg virkni mæld með virkniprófi hjá músum samanborið við viðmiðunarbóluefni sem sýnt hefur verið fram á að sé virkt í nautgripum. Ónæmisglæðar: Álhýdroxíð (Al 3+ ) Sapónín Hjálparefni: Tíómersal 4 mg 0,4 mg 0,2 mg Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1. 3. LYFJAFORM Stungulyf, dreifa, beinhvít eða bleik. 4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR 4.1 Dýrategundir Nautgripir. 4.2 Ábendingar fyrir tilgreindar dýrategundir Virk ónæming hjá nautgripum frá 3 mánaða aldri til að koma í veg fyrir* veirusýkingu í blóði af völdum blátunguveiru af sermisgerð 8. *(Cycling value (Ct) 36 samkvæmt gildaðri RT-PCR-aðferð (Real-Time Polymerase Chain Reaction Method), sem bendir til þess að ekkert veiruerfðaefni sé fyrir hendi.) Upphaf ónæmis: 25 dögum eftir að seinni skammturinn er gefinn. Ónæmi varir í að minnsta kosti 1 ár eftir grunnbólusetninguna. 4.3 Frábendingar Engar. 4.4 Sérstök varnaðarorð fyrir hverja dýrategund Við notkun bóluefnisins fyrir aðrar tegundir jórturdýra, húsdýr og villt, sem talin eru í hættu á að fá sýkingu skal gæta varúðar og æskilegt er að prófa bóluefnið á litlum fjölda dýra áður en ráðist er í fjöldabólusetningar. Verkun hjá öðrum tegundum getur verið önnur en sést hefur hjá nautgripum. 2

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun bóluefnisins hjá dýrum sem fengið hafa mótefni frá móður, en sýnt hefur verið fram á að bóluefnið er öruggt og virkt hjá nautgripum sem hafa mótefni í blóði. 4.5 Sérstakar varúðarreglur við notkun Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum Notist eingöngu fyrir heilbrigð dýr. Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið Á ekki við. 4.6 Aukaverkanir (tíðni og alvarleiki) Í einni rannsókn á öryggi bóluefnisins, sem framkvæmd var á rannsóknarstofu, varð ekki vart neinna aukaverkana eftir fyrri inndælingu staks skammts af bóluefni hjá kálfum. Eftir seinni inndælingu staks skammts var mjög algengt að skráð væri smávægileg og tímabundin en marktæk hækkun á meðalendaþarmshita um 0,4 C hjá bólusettum kálfum á fyrsta sólarhringnum. Á öðrum degi eftir bólusetningu hafði endaþarmshiti komist aftur í eðlilegt horf. Örsjaldan hefur verið tilkynnt um þetta klíníska einkenni við venjulega notkun. Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi: - Mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum í hverri meðferð) - Algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum) - Sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 1.000 dýrum) - Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 10.000 dýrum) - Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 dýrum, þ.m.t. einstök tilvik)> 4.7 Notkun á meðgöngu, við mjólkurgjöf og varp Nota má bóluefnið á meðgöngu. Öryggi og verkun bóluefnisins hafa ekki verið staðfest hjá nautum sem notuð eru til undaneldis. Hjá þessum hópi dýra má eingöngu nota bóluefnið að undangengnu ávinnings-/áhættumati dýralæknis og/eða í samræmi við gildandi bólusetningarstefnu viðkomandi yfirvalda innanlands gegn blátunguveiru. 4.8 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um öryggi og verkun þessa bóluefnis við samtímis notkun neins annars dýralyfs. Ákvörðun um notkun þessa bóluefnis fyrir eða eftir notkun einhvers annars dýralyfs skal því tekin í hverju tilviki fyrir sig. 4.9 Skammtar og íkomuleið Til notkunar í vöðva. Beitið venjulegum smitgátaraðferðum. Hristið varlega rétt fyrir notkun. Forðist froðumyndun, þar sem hún getur valdið ertingu á stungustaðnum. Nota skal allt innihald flöskunnar strax eftir að hún hefur verið rofin og í sömu bólusetningaraðgerð. Forðist að rjúfa mörg hettuglös í einu. Til þess að forðast mengun bóluefnisins fyrir slysni meðan á notkun stendur er mælt með að nota bólusetningardælur sem ætlaðar eru til fjöldainndælinga (multi-injection type vaccination system) þegar notaðar eru pakkningar með fleiri skömmtum. Grunnbólusetning: Gefið einn 2 ml skammt samkvæmt eftirfarandi bólusetningaráætlun: Fyrri inndæling: frá 3 mánaða aldri. Seinni inndæling: eftir 3 vikur. 3

Endurbólusetning: Leita skal samþykkis fyrir endurbólusetningu hjá viðkomandi yfirvöldum eða dýralækni og taka þá tillit til faraldsfræðilegs ástands innanlands. 4.10 Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur), ef þörf krefur Eftir gjöf tvöfalds skammts var skráð smávægileg og tímabundin en marktæk hækkun á meðalendaþarmshita um 0,7 C hjá bólusettum kálfum á fyrsta sólarhringnum. Á öðrum degi eftir bólusetningu hafði endaþarmshiti komist aftur í eðlilegt horf. Staðbundin viðbrögð, meira en 2 cm í þvermál, eru algeng eftir tvöfaldan skammt og einstaka sinnum geta staðbundin viðbrögð allt að 5 cm í þvermál komið fram eftir ofskömmtun, en þau ganga til baka innan 57 daga. 4.11 Biðtími fyrir afurðanýtingu Núll dagar. 5. ÓNÆMISFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR Flokkun eftir verkun: Óvirkar veirur í bóluefnum bóluefni gegn blátunguveiru. ATCvet flokkur: QI02AA08 Til þess að örva virkt ónæmi gegn blátunguveiru, sermisgerð 8, hjá nautgripum. 6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR 6.1 Hjálparefni Álhýdroxíð Sapónín Tíómersal Kalíumklóríð Kalíumtvíhýdrógenfosfat Tvínatríum-hýdrógenfosfat-dódekahýdrat Natíumklóríð Vatn fyrir stungulyf 6.2 Ósamrýmanleiki Ekki má blanda þessu dýralyfi saman við nein önnur dýralyf. 6.3 Geymsluþol Geymsluþol dýralyfsins í söluumbúðum: 1 ár. Geymsluþol eftir að innri umbúðir hafa verið rofnar: notið strax. 6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu Geymið og flytjið í kæli (2 C 8 C). Verjið gegn ljósi. Má ekki frjósa. 6.5 Gerð og samsetning innri umbúða Glas úr gleri af tegund I (10 skammtar) eða glas úr gleri af tegund II (50 skammtar) með bútýlelastómertappa. 4

Pakkningastærðir Pakkning með 1 glasi með 10 skömmtum (20 ml). Pakkning með 1 glasi með 50 skömmtum (100 ml). Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. 6.6 Sérstakar varúðarreglur vegna förgunar ónotaðra dýralyfja eða úrgangs sem til fellur við notkun þeirra Farga skal ónotuðu dýralyfi eða úrgangi vegna dýralyfs í samræmi við gildandi reglur. 7. MARKAÐSLEYFISHAFI Zoetis Belgium SA Rue Laid Burniat 1 1348 Louvain-la-Neuve BELGÍA 8. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/2/09/105/001 EU/2/09/105/002 9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 15/01/2010 Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 07/11/2014 10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS Ítarlegar upplýsingar um þetta dýralyf eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu (http://www.ema.europa.eu/). Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is. TAKMARKANIR Á SÖLU, DREIFINGU OG/EÐA NOTKUN Framleiðsla, innflutningur, varsla, sala, dreifing og/eða notkun ZULVAC 8 Bovis er eða getur verið óheimil í aðildarríki, ýmist í ríkinu öllu eða hluta þess í samræmi við löggjöf þess. Sá sem ætlar að framleiða, flytja inn, hafa í sinni vörslu, selja, dreifa og/eða nota ZULVAC 8 Bovis skal leita til viðkomandi yfirvalda til að fá upplýsingar um hvaða bólusetningarreglur gilda um dýr, áður en hafist er handa um framleiðslu, innflutning, vörslu, sölu, dreifingu og/eða notkun. 5

VIÐAUKI II A. FRAMLEIÐENDUR LÍFFRÆÐILEGRA VIRKRA EFNA OG FRAMLEIÐENDUR SEM ERU ÁBYRGIR FYRIR LOKASAMÞYKKT B. FORSENDUR FYRIR, EÐA TAKMARKANIR Á, AFGREIÐSLU OG NOTKUN C. UPPLÝSINGAR UM HÁMARK DÝRALYFJALEIFA D. AÐRAR FORSENDUR OG SKILYRÐI MARKAÐSLEYFIS 6

A. FRAMLEIÐENDUR LÍFFRÆÐILEGRA VIRKRA EFNA OG FRAMLEIÐENDUR SEM ERU ÁBYRGIR FYRIR LOKASAMÞYKKT Heiti og heimilisfang framleiðenda líffræðilegra virkra efna Zoetis Manufacturing & Research Spain, S.L. Ctra. Camprodón s/n "la Riba" 17813 Vall de Bianya Girona SPÁNN Heiti og heimilisfang framleiðenda sem eru ábyrgir fyrir lokasamþykkt Zoetis Manufacturing & Research Spain, S.L. Ctra. Camprodón s/n "la Riba" 17813 Vall de Bianya Girona SPÁNN B. FORSENDUR FYRIR, EÐA TAKMARKANIR Á, AFGREIÐSLU OG NOTKUN Dýralyfið er lyfseðilsskylt. Samkvæmt ákvæðum 71. greinar í tilskipun Evrópuráðsins og þingsins 2001/82/EB með viðaukum getur aðildarríki, í samræmi við löggjöf sína, bannað framleiðslu, innflutning, vörslu, sölu, dreifingu og/eða notkun ónæmislyfja á öllu yfirráðasvæði sínu eða hluta þess ef sýnt er að: a) Sé lyfið gefið dýrum muni það trufla framkvæmd innlendrar áætlunar er varðar greiningu, útrýmingu eða baráttu gegn dýrasjúkdómum eða geri erfitt um vik að staðfesta að smit sé ekki til staðar í lifandi dýrum eða matvælum eða öðrum afurðum úr dýrum sem hafa fengið lyfið. b) Sjúkdómurinn sem lyfið á að gera dýrin ónæm fyrir, sé ekki til staðar á viðkomandi svæði svo nokkru nemi. Notkun á þessu dýralyfi er einungis leyfð að því tilskildu að fylgt sé sérstökum skilmálum sem lögfestir hafa verið í Evrópusambandinu um ráðstafanir til þess að hafa hemil á blátunguveiru. Markaðsleyfishafa er skylt að upplýsa framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um markaðssetningaráform fyrir lyfið sem hlýtur leyfi með þessari ákvörðun. C. UPPLÝSINGAR UM HÁMARK DÝRALYFJALEIFA Virka efnið sem er lífefni að uppruna og ætlað til að vekja virkt ónæmi fellur utan reglugerðar (EB) nr. 470/2009. Hjálparefnin (þ.m.t. ónæmisglæðar) sem talin eru upp í kafla 6.1 í samantekt á eiginleikum lyfsins eru ýmist leyfð innihaldsefni sem ekki þurfa gildi fyrir hámark lyfjaleifa samkvæmt töflu 1 í viðaukanum við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 37/2010 eða þau teljast falla utan reglugerðar (EB) nr. 470/2009 þegar þau eru notuð eins og í þessu dýralyfi. D. AÐRAR FORSENDUR OG SKILYRÐI MARKAÐSLEYFIS Áætlun um skil á samantektum um öryggi lyfsins (PSUR) (öll lyfjaform og styrkleikar lyfsins sem hafa markaðsleyfi) skal breytt þannig að þau verði á 6 mánaða fresti næstu tvö árin, síðan árlega í tvö ár og á þriggja ára fresti eftir það og loks með þriggja ára millibili nema annað verði ákveðið. 7

VIÐAUKI III ÁLETRANIR OG FYLGISEÐILL 8

A. ÁLETRANIR 9

UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á YTRI UMBÚÐUM Pappaaskja 1 x 20ml / Pappaaskja 1 x 100 ml 1. HEITI DÝRALYFS ZULVAC 8 Bovis stungulyf, dreifa, fyrir nautgripi. 2. VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI Einn 2 ml skammtur inniheldur: Óvirkjuð blátunguveira, sermisgerð 8, stofn BTV-8/BEL2006/02. 3. LYFJAFORM Stungulyf, dreifa. 4. PAKKNINGASTÆRÐ 20 ml (10 skammtar). 100 ml (50 skammtar). 5. DÝRATEGUND(IR) Nautgripir. 6. ÁBENDING(AR) 7. AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR) Til notkunar í vöðva. Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 8. BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU Biðtími: Núll dagar. 9. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF ÞÖRF KREFUR Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 10. FYRNINGARDAGSETNING EXP Rofna pakkningu skal nota strax. 10

11. SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI Geymið og flytjið í kæli. Verjið gegn ljósi. Má ekki frjósa. 12. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR Á ÓNOTUÐUM LYFJUM EÐA ÚRGANGI, EF VIÐ Á Förgun: Lesið fylgiseðil. 13. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF OG SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR Á AFGREIÐSLU OG NOTKUN, EF VIÐ Á Dýralyf. Lyfseðilsskylt. Innflutningur, varsla, sala, dreifing og/eða notkun þessa dýralyfs er eða getur verið óheimil í aðildarríki, ýmist í ríkinu öllu eða hluta þess, sjá nánari upplýsingar í fylgiseðli. 14. VARNAÐARORÐIN GEYMIÐ ÞAR SEM BÖRN HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. 15. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA Zoetis Belgium SA Rue Laid Burniat 1 1348 Louvain-la-Neuve BELGÍA 16. MARKAÐSLEYFISNÚMER EU/2/09/105/001 EU/2/09/105/002 17. LOTUNÚMER FRAMLEIÐANDA Lot {númer} 11

UPPLÝSINGAR SEM EIGA AÐ KOMA FRAM Á INNRI UMBÚÐUM Merkimiði á 100 ml hettuglas 1. HEITI DÝRALYFS ZULVAC 8 Bovis stungulyf, dreifa, fyrir nautgripi. 2. VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI Einn 2 ml skammtur inniheldur: Óvirkjuð blátunguveira, sermigerð 8, stofn BTV-8/BEL2006/02. 3. LYFJAFORM Stungulyf, dreifa. 4. PAKKNINGASTÆRÐ 100 ml (50 skammtar). 5. DÝRATEGUND(IR) Nautgripir. 6. ÁBENDING(AR) 7. AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF OG ÍKOMULEIÐ(IR) Til notkunar í vöðva. Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 8. BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU Biðtími: Núll dagar. 9. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ, EF ÞÖRF KREFUR Lesið fylgiseðilinn fyrir notkun. 10. FYRNINGARDAGSETNING EXP {mánuður/ár} Rofna pakkningu skal nota strax. 12

11. SÉRSTÖK GEYMSLUSKILYRÐI Geymið og flytjið í kæli. Verjið gegn ljósi. Má ekki frjósa. 12. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR Á ÓNOTUÐUM LYFJUM EÐA ÚRGANGI, EF VIÐ Á 13. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF OG SKILYRÐI EÐA TAKMARKANIR Á AFGREIÐSLU OG NOTKUN, EF VIÐ Á Dýralyf. Lyfseðilsskylt. 14. VARNAÐARORÐIN GEYMIÐ ÞAR SEM BÖRN HVORKI NÁ TIL NÉ SJÁ 15. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA Zoetis Belgium SA Rue Laid Burniat 1 1348 Louvain-la-Neuve BELGÍA 16. MARKAÐSLEYFISNÚMER 17. LOTUNÚMER FRAMLEIÐANDA Lot {númer} 13

LÁGMARKS UPPLÝSINGAR SEM SKULU KOMA FRAM Á LITLUM INNRI UMBÚÐUM Áletrun á 20 ml hettuglas 1. HEITI DÝRALYFS ZULVAC 8 Bovis stungulyf, dreifa, fyrir nautgripi. 2. MAGN VIRKS INNIHALDSEFNIS/VIRKRA INNIHALDSEFNA Í 2 ml skammti: Óvirkjuð blátunguveira, sermisgerð 8, stofn BTV-8/BEL2006/02. 3. INNIHALD TILGREINT SEM ÞYNGD, RÚMMÁL EÐA FJÖLDI SKAMMTA 20 ml (10 skammtar). 4. ÍKOMULEIÐ(IR) i.m. 5. BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU Biðtími: Núll dagar. 6. LOTUNÚMER Lot {númer} 7. FYRNINGARDAGSETNING EXP Rofna pakkningu skal nota strax. 8. VARNAÐARORÐIN DÝRALYF Dýralyf. 14

B. FYLGISEÐILL 15

FYLGISEÐILL FYRIR: ZULVAC 8 Bovis stungulyf, dreifa, fyrir nautgripi 1. HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR Markaðsleyfishafi: Zoetis Belgium SA Rue Laid Burniat 1 1348 Louvain-la-Neuve BELGÍA Framleiðandi sem er ábyrgur fyrir lokasamþykkt: Zoetis Manufacturing & Research Spain, S.L. Ctra. Camproon s/n "la Riba" 17813 Vall de Bianya Girona SPÁNN 2. HEITI DÝRALYFS ZULVAC 8 Bovis stungulyf, dreifa, fyrir nautgripi. 3. VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI Einn 2 ml skammtur af bóluefni inniheldur: Óvirkjuð blátunguveira, sermisgerð 8, stofn BTV-8/BEL2006/02. RP* 1 * RP (Relative Potency) = hlutfallsleg virkni mæld með virkniprófi hjá músum samanborið við viðmiðunarbóluefni sem sýnt hefur verið fram á að sé virkt í nautgripum. Ónæmisglæðar: Álhýdroxíð (Al 3+ ) Sapónín Hjálparefni: Tíómersal 4 mg 0,4 mg 0,2 mg 4. ÁBENDING(AR) Virk ónæming hjá nautgripum frá 3 mánaða aldri til að koma í veg fyrir* veirusýkingu í blóði af völdum blátunguveiru af sermisgerð 8. *(Cycling value (Ct) 36 samkvæmt gildaðri RT-PCR-aðferð (Real-Time Polymerase Chain Reaction Method), sem bendir til þess að ekkert veiruerfðaefni sé fyrir hendi.) Upphaf ónæmis: 25 dögum eftir að seinni skammturinn er gefinn. Ónæmi varir í að minnsta kosti 1 ár eftir grunnbólusetninguna. 5. FRÁBENDINGAR Engar. 16

6. AUKAVERKANIR Í einni rannsókn á öryggi bóluefnisins, sem framkvæmd var á rannsóknarstofu, varð ekki vart neinna aukaverkana eftir fyrri inndælingu staks skammts af bóluefni hjá kálfum. Eftir seinni inndælingu staks skammts var mjög algengt að skráð væri smávægileg og tímabundin en marktæk hækkun á meðalendaþarmshita um 0,4 C hjá bólusettum kálfum á fyrsta sólarhringnum. Á öðrum degi eftir bólusetningu hafði endaþarmshiti komist aftur í eðlilegt horf. Örsjaldan hefur verið tilkynnt um þetta klíníska einkenni við venjulega notkun. Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi: - Mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum í hverri meðferð) - Algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum) - Sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 1.000 dýrum) - Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 10.000 dýrum) - Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 dýrum, þ.m.t. einstök tilvik)> Gerið dýralækni viðvart ef vart verður alvarlegra aukaverkana eða aukaverkana sem ekki eru tilgreindar í fylgiseðlinum. 7. DÝRATEGUND(IR) Nautgripir. 8. SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF Til notkunar í vöðva. Beitið venjulegum smitgátaraðferðum. Hristið varlega rétt fyrir notkun. Forðist froðumyndun, þar sem hún getur valdið ertingu á stungustaðnum. Nota skal allt innihald flöskunnar strax eftir að hún hefur verið rofin og í sömu bólusetningaraðgerð. Forðist að rjúfa mörg hettuglös í einu. Grunnbólusetning: Gefið einn 2 ml skammt samkvæmt eftirfarandi bólusetningaráætlun: Fyrri inndæling: frá 3 mánaða aldri. Seinni inndæling: eftir 3 vikur. Endurbólusetning: Leita skal samþykkis fyrir endurbólusetningu hjá viðkomandi yfirvöldum eða dýralækni og taka þá tillit til faraldsfræðilegs ástands innanlands. 9. LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF Mælt er með að nota bólusetningardælur sem ætlaðar eru til fjöldainndælinga (multi-injection type vaccination system) þegar notaðar eru pakkningar með fleiri skömmtum. 10. BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU Núll dagar. 17

11. GEYMSLUSKILYRÐI Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymið og flytjið í kæli (2 C 8 C). Verjið gegn ljósi. Má ekki frjósa. Rofna pakkningu skal nota strax. Ekki skal nota dýralyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og merkimiðanum á eftir EXP. 12. SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ Sérstök varnaðarorð fyrir hverja dýrategund: Við notkun bóluefnisins fyrir aðrar tegundir jórturdýra, húsdýr og villt, sem talin eru í hættu á að fá sýkingu skal gæta varúðar og æskilegt er að prófa bóluefnið á litlum fjölda dýra áður en ráðist er í fjöldabólusetningar. Verkun hjá öðrum tegundum getur verið önnur en sést hefur hjá nautgripum. Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun bóluefnisins hjá dýrum sem fengið hafa mótefni frá móður, en sýnt hefur verið fram á að bóluefnið er öruggt og virkt hjá nautgripum sem hafa mótefni í blóði. Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum: Notist eingöngu fyrir heilbrigð dýr. Meðganga: Nota má bóluefnið á meðgöngu. Frjósemi: Öryggi og verkun bóluefnisins hafa ekki verið staðfest hjá nautum sem notuð eru til undaneldis. Hjá þessum hópi dýra má eingöngu nota bóluefnið að undangengnu ávinnings-/áhættumati dýralæknis og/eða í samræmi við gildandi bólusetningarstefnu viðkomandi yfirvalda innanlands gegn blátunguveiru. Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir: Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um öryggi og verkun þessa bóluefnis við samtímis notkun neins annars dýralyfs. Ákvörðun um notkun þessa bóluefnis fyrir eða eftir notkun einhvers annars dýralyfs skal því tekin í hverju tilviki fyrir sig. Ósamrýmanleiki: Ekki má blanda þessu bóluefni við nein önnur dýralyf. Ofskömmtun: Eftir gjöf tvöfalds skammts var skráð smávægileg og tímabundin en marktæk hækkun á meðalendaþarmshita um 0,7 C hjá bólusettum kálfum á fyrsta sólarhringnum. Á öðrum degi eftir bólusetningu hafði endaþarmshiti komist aftur í eðlilegt horf. Staðbundin viðbrögð, meira en 2 cm í þvermál, eru algeng eftir tvöfaldan skammt og einstaka sinnum geta staðbundin viðbrögð allt að 5 cm í þvermál komið fram eftir ofskömmtun, en þau ganga til baka innan 57 daga. 13. SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA ÚRGANGS, EF VIÐ Á Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða hjá dýralækni um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið. 18

14. DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS Ítarlegar upplýsingar um þetta dýralyf eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/ Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is 15. AÐRAR UPPLÝSINGAR Pakkningastærðir Pakkning með 1 glasi með 10 skömmtum (20 ml). Pakkning með 1 glasi með 50 skömmtum (100 ml). Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. Framleiðsla, innflutningur, varsla, sala, dreifing og/eða notkun ZULVAC 8 Bovis er eða getur verið óheimil í aðildarríki, ýmist í ríkinu öllu eða hluta þess í samræmi við löggjöf þess. Sá sem ætlar að framleiða, flytja inn, hafa í sinni vörslu, selja, dreifa og/eða nota ZULVAC 8 Bovis skal leita til viðkomandi yfirvalda til að fá upplýsingar um hvaða bólusetningarreglur gilda um dýr, áður en hafist er handa um framleiðslu, innflutning, vörslu, sölu, dreifingu og/eða notkun. Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið: België/Belgique/Belgien Zoetis Belgium SA Tél/Tel.: +32 (0) 800 99 189 Република България Zoetis Belgium SA Teл: +359 2 4775791 Česká republika Zoetis Česká republika, s.r.o. Tel: +420 257 101 111 Danmark Zoetis Finland Oy Tlf: +358 (0)9 4300 40 Deutschland Zoetis Deutschland GmbH Tel: +49 30 330063 0 Eesti Oriola Vilnius UAB Tel: +370 610 05088 Ελλάδα Zoetis Hellas S.A. Τηλ.: +30 210 6791900 España Zoetis Spain, S.L. Tel: +34 91 4191900 Lietuva Oriola Vilnius UAB Tel: +370 610 05088 Luxembourg/Luxemburg Zoetis Belgium SA Tél/Tel.: +352 8002 4026 Magyarország Zoetis Hungary Kft. Tel: +361 224 5222 Malta Agrimed Limited Tel: +356 21 465 797 Nederland Zoetis B.V. Tel: +31 (0)10 714 0900 Norge Zoetis Finland Oy Tlf: +358 (0)9 4300 40 Österreich Zoetis Österreich GmbH Tel: +43 1 2701100 110 Polska Zoetis Polska Sp. z o.o. Tel: +48 22 2234800 19

France Zoetis France Tél: +33 (0)810 734 937 Hrvatska Zoetis B.V., Podružnica Zagreb za promidžbu Tel: +385 1 644 1460 Ireland Zoetis Belgium SA Tel: +353 (0) 1 256 9800 Ìsland Zoetis Finland Oy Sími: +358 (0)9 4300 40 Italia Zoetis Italia S.r.l. Tel: +39 06 3366 8133 Kύπρος Zoetis Hellas S.A. Τηλ.: +30 210 6791900 Latvija Oriola Vilnius UAB Tel: +370 610 05088 Portugal Zoetis Portugal, Lda. Tel: + 351 21 042 72 00 România Zoetis România S.R.L Tel : +40 21 202 3083 Slovenija Zoetis B.V., Podružnica Zagreb za promidžbu Tel: +385 1 644 1460 Slovenská republika Zoetis Česká republika, s.r.o. Tel: +420 257 101 111 Suomi/Finland Zoetis Finland Oy Puh/Tel: +358 (0)9 4300 40 Sverige Zoetis Finland Oy Tel: +358 (0)9 4300 40 United Kingdom Zoetis UK Limited Tel: +44 (0) 845 300 8034 20