Mat á stuðningsþörf barna: Supports Intensity Scale for Children: SIS-C Innleiðing á Íslandi

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Horizon 2020 á Íslandi:

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

Ég vil læra íslensku

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Áhrif lofthita á raforkunotkun

UNGT FÓLK BEKKUR

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

ÁRSSKÝRSLA. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, maí 2013

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Íslenskir skólar og erlend börn? Skólaþróun í fjölmenningarlegu samfélagi

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

Réttur til verndar, virkni og velferðar.

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Stefnumótun í málefnum aldraðra Dagskrársetning og skilgreining á úrlausnum og útfærslu

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

Samstarf leik- og grunnskóla Um mat og upplýsingamiðlun milli skólastiganna

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Fjölskyldumiðuð þjónusta í endurhæfingu barna Mat foreldra

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

ÁRSSKÝRSLA. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, júní 2018

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla

Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

Undirbúningur fyrir 5G. Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,...

Skóli án aðgreiningar

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Kennarinn í skóla án aðgreiningar

Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Skóli án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Námskrá fyrir elstu börnin í leikskólum Kópavogs

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Tölvu- og upplýsingatækni í fjórum grunnskólum Garðabæjar

Health at a Glance: OECD Indicators 2005 Edition. Heilbrigðismál í hnotskurn: Rit OECD Samantekt. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010

Framhaldsskólapúlsinn

Ráðstefna Iðjuþjálfafélags Íslands 5. mars Ágrip

YFIRLIT ÁRSINS 2016 FLUGSVIÐ

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Að störfum í Alþjóðabankanum

Transcription:

Mat á stuðningsþörf barna: Supports Intensity Scale for Children: SIS-C Innleiðing á Íslandi Dr. Tryggvi Sigurðsson, faglegur ábyrgðarmaður SIS-C

Mat á stuðningsþörf barna 1. Inngangur: forsaga SIS-C hér á landi 2. Hvað eru stuðningsþarfir, hvers vegna og á hvern hátt eru þær metnar? 3. Kynning á Mati á stuðningsþörf barna (SIS-C). 4. Þýðing, staðfærsla, gagnasöfnun og annar undirbúningur stöðlunar matskerfisins. 5. Frekari úrvinnsla í kjölfar stöðlunar: m.a. skilgreining á stuðningsflokkum. 6. Framtíðarsýn.

Forsaga: hvers vegna SIS? Sú spurning vaknar óhjákvæmilega hvers vegna Mat á stuðningsþörf barna og fullorðinna hefur verið innleitt hér á landi. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður sem hér verður vikið að. Saga SIS á Íslandi nær aftur til ársins 2005.

Hvers vegna SIS? Að ósk velferðarráðuneytis/þá félagsmálaráðuneytisins og síðar innanríkisráðuneytisins var leitað eftir aðstoð Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins við að finna matskerfi sem nýst gæti við úthlutun fjármagns til þjónustu við fatlaða. Þessi beiðni tengdist síðar yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga sem kom til framkvæmda árið 2010. Á hvern hátt var unnt að meta kostnað vegna yfirfærslunnar?

Hvers vegna SIS? Eftir ítarlega athugun á þeim matskerfum sem nýst gætu til að meta kostnað vegna þjónustu fyrir fatlað fólk varð Mat á stuðningsþörf fullorðinna: SIS-A fyrir valinu. Þetta var eina matskerfið sem var staðlað, byggði á traustum fræðilegum grunni og í virkri notkun við mat á stuðningsþörf fatlaðra. Matskerfið hafði og hefur tvíþætt notagildi:

Hvers vegna SIS? 1. Gerð einstaklingsmiðaðra áætlana um stuðning út frá niðurstöðum matsins og að auka á þann hátt gæði þjónustu fyrir fatlaða. 2. Að meta kostnað tengdan þjónustu. Því var ákveðið að staðla Mat á stuðningsþörf fullorðinna og hófst sú vinna árið 2009 að undangenginni þýðingu og staðfærslu matskerfisins og lauk árið 2011. Hvers vegna var og er mikilvægt að notast við hlutlægar og gagnreyndar aðferðir til mats á kostnaði tengdum þjónustu fyrir fatlað fólk?

Hvers vegna SIS? Svarið við þessu fæst í raun með því að skoða þær aðferðir sem áður var notast við hér á landi við úthlutun fjármagns til þjónustu við fatlaða. Þar var einkum um að ræða hið svonefnda 7-flokka kerfi. Það byggðist í stuttu máli á því að veitendur þjónustu skilgreindu þarfir fatlaðra fyrir stuðning og fjármögnun þjónustu byggðist síðan á því mati. Þeim mun meiri stuðningsþörf, þeim mun meira fjármagn til þjónustunnar.

Hvers vegna SIS? Eftir nákvæma greiningu á gögnum (SIS-A) varðandi tæplega eitt þúsund fatlaða einstaklinga, 18 ára og eldri sem voru í búsetutengdri þjónustu hjá opinberum aðilum og einkaaðilum árið 2009 voru niðurstöðurnar afgerandi. Fatlaðir höfðu mismikla og ólíka stuðningsþörf og miklu skipti að meta hana á hlutlægan og vandaðan hátt. Fjármunir eru og verða takmörkuð gæði. Miklu skiptir því að þeim sé úthlutað á réttlátan hátt.

7 6 5 4 3 2 1 0

Hvað er stuðningsþörf? Eins og Dr. James R. Thompson fjallaði um í erindi sínu, þá er hugtakið stuðningsþörf lykilatriði í þeirri fræðilegu nálgun sem SIS-matskerfin byggja á. Annars vegar er um það að ræða að skilgreina hugtakið og hins vegar að gera það mælanlegt. Notkun á hugtakinu er samofin breytingum á stöðu fatlaðs fólks og réttindabaráttu.

Stuðningsþörf Um er að ræða nálgun sem byggir á hugmyndafræði um sjálfstætt líf og mati á einstaklingsbundnum þörfum. Út frá slíku mati, aðferðum til stuðnings sem stuðla að hámarksfærni og magni þess stuðnings sem þarf til fullrar þátttöku í samfélaginu.

Hvernig eru stuðningsþarfir metnar Hér er til umfjöllunar Mat á stuðningsþörf barna: SIS-C. Matskerfið var þróað af hópi fræðimanna á vegum AAIDD með það að markmiði að meta stuðningsþarfir fatlaðra barna við helstu athafnir daglegs lífs. Matskerfið byggir á traustum fræðilegum grunni eins og á við um Mat á stuðningsþörf fullorðinna: SIS-A.

Hvers vegna er mikilvægt að meta stuðningsþarfir barna? 1. Fötluð börn eru ólík ófötluðum börnum fyrst og fremst vegna þess að þau þurfa annars konar og meiri stuðning til að geta tekið fullan þátt í athöfnum daglegs lífs. 2. Skilningur á þörfum fatlaðra barna fyrir stuðning er gagnlegri við skipulagningu á þjónustu í víðasta skilningi og úthlutun fjármagns en læknisfræðileg greiningarnúmer.

Hvers vegna er mikilvægt að meta stuðningsþarfir barna? Eins og áður hefur verið vikið að er hlutlægt matskerfi án efa besta trygging fyrir vandaðri og réttlátri nýtingu þeirra takmörkuðu fjármuna sem varið er til þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Hlutlægt mat á stuðningsþörf er því mikilvægur þáttur í gæðastýringu í málefnum fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra.

Hvers vegna er mikilvægt að meta stuðningsþarfir barna? Með barnaútgáfu SIS fæst hlutlæg og víðtæk mæling á stuðningsþörfum fatlaðs barns í samanburði við önnur fötluð börn í stöðlunarúrtaki. Matið nær til barna á aldrinum 5 17 ára.

Hvers vegna SIS-C? Metnar eru þarfir barns fyrir stuðning óháð heiti fötlunar og út frá niðurstöðum slíks mats eru gerðar einstaklingsbundnar áætlanir sem stuðla að hámarksfærni barnsins. Þegar þörf barns fyrir stuðning á ákveðnu sviði er metin, þá er viðmiðið full þátttaka við sem eðlilegastar aðstæður.

Lýsing á SIS fyrir börn Þróun og stöðlun SIS-C var unnin af hópi sérfræðinga undir forustu Dr. James R. Thompson, prófessors í sérkennslufræðum á vegum AAIDD. Matskerfið var gefið út í loks árs 2015. Undirbúningur að stöðlun þess hér á landi hófst hins vegar árið 2013!! Við vorum því með í þessari vinnu frá upphafi.

Lýsing á SIS fyrir börn Þörf barna fyrir stuðning er metin í tengslum við: 1. Viðfangsefni á heimili 2. Viðfangsefni í samfélagi og nærumhverfi 3. Viðfangsefni tengd skólastarfi 4. Viðfangsefni tengd námi 5. Viðfangsefni tengd heilsu og öryggi 6. Félagsleg viðfangsefni 7. Viðfangsefni tengd hagsmunagæslu

1. Sinna heimilisstörfum 2. Matast 3. Þvo sér og annast eigið hreinlæti 4. Klæðast 5. Nota salerni 6. Sofa Stuðningssvið: Heimili 7. Hafa ofan af fyrir sér þegar ekkert sérstakt er á dagskrá

Stuðningssvið: Samfélag og nærumhverfi 1. Fara á milli staða í nærumhverfi og samfélaginu 2. Taka þátt í leikjum og tómstundastarfi sem krefjast líkamlegrar virkni 3. Taka þátt í leikjum og tómstundastarfi sem ekki krefjast líkamlegrar áreynslu 4. Fara í búðir 5. Taka þátt í sérstökum viðburðum í nærumhverfi eða í samfélaginu

1. Vera í almennum bekk 2. Taka þátt í því sem er um að vera utan skólastofunnar (á leikvelli, göngum, í matsal) 3. Taka þátt í öðru skólastarfi 4. Fara um innan skólans og skipta á milli viðfangsefna og námsgreina 5. Fylgja reglum í skóla og kennslustofu 6. Fylgja stundaskrá Stuðningssvið: Skólastarf

Stuðningssvið: Nám 1. Fylgja aldurstengdri námskrá 2. Tileinka sér námsfærni 3. Tileinka sér og nota námstækni 4. Ljúka námsverkefnum 5. Læra að nota og nýta sér kennsluefni, tækni og tæki 6. Taka þátt í námsmati/prófum 7. Heimanám

Stuðningssvið: heilsa og öryggi 1. Láta vita af heilsutengdum atriðum t.d verkjum og sársauka 2. Sinna minniháttar áverkum 3. Bregðast við í neyðartilvikum 4. Sinna andlegri vellíðan 5. Verja sig gegn misbeitingu 6. Forðast hættur sem tengjast heilsu og öryggi

Stuðningssvið: Heilsa og hegðun Sérstök þörf fyrir stuðning vegna heilsu og hegðunar Heilsufarsþættir: 18 + Hegðun: 13 +

Lýsing á SIS fyrir börn Matskerfið er lagt fyrir af sérstaklega þjálfuðum matsmönnum með víðtæka reynslu af starfi með fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra. Matsmaður hittir foreldra ásamt fagaðila, til dæmis kennara eða þroskaþjálfa, sem þekkir barnið vel, hefur umgengist það og sinnt þjónustu við það í a.m.k. 6 mánuði. Viðkomandi þarf að hafa tekið beinan þátt í daglegum viðfangsefnum barnsins.

Lýsing á SIS fyrir börn Á öllum hlutum SIS er þörf fyrir stuðning metin út frá þremur víddum: 1. Daglegur stuðningstími: Hvað þarf langan tíma á dæmigerðum degi 2. Tíðni stuðnings: Hversu oft 3. Tegund stuðnings: Hvers konar stuðnings er þörf Auk þess er metin þörf fyrir sérstakan stuðning sem tengist heilsu og hegðun.

Lýsing á SIS fyrir börn Ein heildarniðurstaða, stuðningsvísitala sett fram í formi hundraðsraðar, fæst úr SIS-C. Jafnframt hundraðsröð fyrir hvern hluta þess. Þannig fást upplýsingar um stuðningsþörf tiltekins barns miðað við stóran hóp fatlaðra, sem eru í stöðlunarhópi. Jafnframt koma fram styrkleikar og veikleikar á hinum ýmsu hlutum matsins.

Gagnasöfnun vegna stöðlunar Gagnasöfnun vegna stöðlunar hófst í lok árs 2015. Aflað hafði verið tilskilinna leyfa og samningur gerður við Innanríkisráðuneytið um framkvæmd. Kynningarfundir voru haldnir með yfirmönnum fræðslumála hjá sveitarfélögum og skólastjórnendum.

Stöðlun-forsendur Við gagnasöfnun þurfti að huga sérstaklega að: 1. Aldursdreifingu. 2. Kynjahlutfalli. 3. Tegund fötlunar. 4. Stigi fötlunar

Fötlun og helstu fylgiraskanir 500 450 400 350 300 250 200 150 100 50 0 397 65 467 29 14 27 47 104 38 9 44 108 27 283

Results for the SIS-C

Stöðlun-gagnasöfnun Heildarfjöldi í stöðlunarúrtaki er 649 börn. Börn með umfangsmiklar stuðningsþarfir. Börn í sérdeildum og sérskólum. Börn í almenna skólakerfinu. Börn í leikskólum. Eftir að stöðlun er lokið hafa u.þ.b. 200 börn til viðbótar verið metin.

Stöðlun SIS-C Gagnasöfnun fyrir stöðlun og innslætti gagna lauk í júní 2017. Gögn voru send til Dr. Karrie Shogren og samstarfsaðila hennar við Háskólann í Kansas til úrvinnslu í framhaldi af því. Stöðlun lauk í desember sl. Frekari úrvinnsla gagna hófst fyrr á þessu ári og er nú að mestu lokið.

Frekari úrvinnsla gagna Það þyrfti heilan fyrirlestur til að gera grein fyrir þessari vinnu en mig langar aðeins að nefna nokkur atriði í þessu sambandi.

Frekari úrvinnsla gagna Í framhaldi af úrvinnslu gagna hafa verið skilgreindir 16 flokkar sem byggja annars vegar á stuðningsvísitölu og hins vegar þörf fyrir stuðning vegna heilsu og/eða hegðunar. Einnig hefur verið þróað tölvuforrit sem raðar börnum í mismunandi stuðningsflokka út frá þessum forsendum. Við þessa vinnu nutum við ómetanlegrar aðstoðar Áka Á. Jónssonar, ráðgjafa.

Framtíðarsýn Það er mat okkar að með tilkomu SIS-C, stöðluðu hér á landi höfum við yfir að ráða einstöku matskerfi sem án efa mun stuðla á margan hátt að auknum gæðum í þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Þetta hefur orðið raunin varðandi SIS-A og ég leyfi að fullyrða að fáir vilji hverfa aftur til þess tíma þegar ekki var unnt að meta á hlutlægan og fræðilegan hátt þörf fatlaðra fyrir stuðning.

Framtíðarsýn Mig langar að lokum að geta þess að öflugt fræðslu- og rannsóknarstarf hefur verið tengt Mati á stuðningsþörf fullorðinna hér á landi á undanförnum árum. Hið sama mun eiga við um Mat á stuðningsþörf barna og þess má geta að grein bíður nú þegar birtingar í erlendu fræðiriti um stöðlun þess hér á landi (The Supports Intensity Scale Children s Version - Icelandic Translation: Examining Measurement Properties).