Peningar, bankar og fjármálakerfið. 26. kafli

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Ég vil læra íslensku

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Horizon 2020 á Íslandi:

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Erlend skuldabréfaútgáfa í krónum

Ávinningur Íslendinga af

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

STÝRIVEXTIR SEÐLABANKANS

ÁRSSKÝRSLA Ársskýrsla Seðlabanka Íslands Efnisyfirlit

Efni yfirlitsins að þessu sinni er:

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Efnisyfirlit. 5 Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum Meiri verðbólga og minni hagvöxtur

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

Risarnir eru vaknaðir: Indland og Kína

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

SKÝRSLA UNNIN FYRIR VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ. Áhrif fjölmyntavæðingar á vöruviðskipti

Krónan Ávinningur af myntbandalagi

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Áfram á rauðu ljósi fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna

Samanburður á aðdraganda og orsökum Tequilakrísunnar í Mexíkó árið 1994 og efnahagshruninu á Íslandi árið 2008

Þjóðhagsspá á vetri 2016 Economic forecast, winter 2016

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Uppgjör 2. ársfjórðungs 2018 Fjárfestakynning 2. ágúst 2018

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

Áhrif fjármálahrunsins á lífskjör þjóðarinnar

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

Einkavæðing Landsbankans og Búnaðarbankans: Var verðið rétt?

Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010

ÁRSSKÝRSLA Ársskýrsla Seðlabanka Íslands Efnisyfirlit

Mikilvægi velferðarríkisins

Viðtakandi: Fjárlaganefnd og Efnahags- og skattanefnd Alþingis Sendandi: Hagfræðisvið og Alþjóða- og markaðssvið Seðlabanka Íslands

Greiðsluerfiðleikar. Greinargerð um stöðu Landsbankans. Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjórar Landsbanka Íslands

STAPI LÍFEYRISSJÓÐUR ÁRSSKÝRSLA 2008

Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision

Þjóðhagsspá að sumri 2017 Economic forecast, summer 2017

Þjóðhagsspá, vetur 2011 Economic forecast, winter 2011

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

BS ritgerð í viðskiptafræði. Viðskipti Kína og Afríku

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Þjóðhagsspá á vetri 2017 Economic forecast, winter 2017

Hagvísar Seðlabanka Íslands Yfirlit um þróun efnahagsmála

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Health at a Glance: OECD Indicators 2005 Edition. Heilbrigðismál í hnotskurn: Rit OECD Samantekt. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst

Þjóðhagsspá að sumri 2018 Economic forecast, summer 2018

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

Félagsvísar: Skortur á efnislegum gæðum 2014 Social indicators: Material deprivation 2014

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

Vaxandi ójöfnuður? Tekjudreifing og fátækt í OECD ríkjum

Hagvísar Seðlabanka Íslands Yfirlit um þróun efnahagsmála

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös

Desember Reykjavík, 22. janúar 2016

Sjávarstöðubreytingar. Halldór Björnsson, VÍ

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði

Áhrif fjármálahrunsins á lífskjör þjóðarinnar

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Hagvísar Seðlabanka Íslands Yfirlit um þróun efnahagsmála

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

HNOTSKURN RITRÖÐ SFF HNOTSKURN 01. Sérstakir skattar á íslensk fjármálafyrirtæki

Staðbundin áhrif ferðaþjónustunnar á Hornafjörð

Vaxtaákvörðun Seðlabankans Skrúfan herðist við óbreytta vexti. Ingimar Karl Helgason skrifar

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Fjármálavæðingin á Íslandi Dæmigerð þróun frekar en undantekning

Stærðfræði við lok grunnskóla

Transcription:

Peningar, bankar og fjármálakerfið 26. kafli

Til hvers eru peningar? Peningareru þæreignir sem fólk notar til að kaupa vörur og þjónustu af öðrum

Þrjú hlutverk peninga Peningar gegna þrem lykilhlutverkum í hagkerfinu 1) Gjaldmiðill 2) Reiknieining 3) Geymslugagn Aðferð til að geyma kaupmátttil betri tíma

1. Gjaldmiðill Gjaldmiðiller hver sá hlutur sem er almennt viðurkenndur sem greiðsla í viðskiptum

2. Reiknieining Reiknieininger mælikvarðinn sem menn nota til að skrá verð, tekjur, eignir og skuldir o.fl.

3. Geymslugagn Geymslugagner hlutur sem fólk getur notað til að geyma kaupmátt frá einum tíma til annars Verðtrygging Króna eða evra? Hvort vildir þú heldur frá greitt í krónum eða evrum? ;-)

Greiðsluhæfi Greiðsluhæfilýsir því hversu auðveldlega menn geta skipt eignum sínum yfir í peninga

Tegundir peninga Vörumynter peningar sem eru eftirsóknarverðir í sjálfum sér Dæmi: Gull, silfur, sígarettur Gullfótur, silfurfótur Pappírspeningareru teknir gildir skv. fyrirmælum almannavaldsins Hafa ekkert gildi í sjálfum sér Dæmi: Mynt, seðlar, tékkar

Tegundir peninga Peningareru seðlar og mynt í höndum almennings Tékkainnstæðureru inneignir á bankareikningum sem eigendur reikninganna geta notað sem reiðufé með því að skrifa tékka

Tegundir peninga Peningareru seðlar og mynt í höndum almennings Tékkainnstæðureru inneignir á bankareikningum sem eigendur reikninganna geta notað sem reiðufé með því að skrifa tékka

Peningar á Íslandi Skilgreining M 1 Magn í umferð árslok 2017 (makr.) 516 Hvað er talið með? Seðlar og mynt Ferðatékkar Tékkareikningar

Peningar á Íslandi Skilgreining M 1 Magn í umferð árslok 2017 (makr.) 516 Hvað er talið með? Seðlar og mynt Ferðatékkar Tékkareikningar M 2 1.073 Allt í M 1 Almennt sparifé

Peningar á Íslandi Skilgreining M 1 Magn í umferð árslok 2017 (makr.) 516 Hvað er talið með? Seðlar og mynt Ferðatékkar Tékkareikningar M 2 1.073 Allt í M 1 Almennt sparifé M 3 1.726 Allt í M 2 Bundnir reikningar

Peningar á Íslandi Minnkandi greiðsluhæfi Skilgreining M 1 Magn í umferð árslok 2017 (makr.) 516 Hvað er talið með? Seðlar og mynt Ferðatékkar Tékkareikningar M 2 1.073 Allt í M 1 Almennt sparifé M 3 1.726 Allt í M 2 Bundnir reikningar M 4 1.755 Allt í M 3 Innlend verðbréfaútgáfa

Skilgreiningar peninga Algengasta tegund peninga: Mynt Seðlar Tékkareikningar Greiðsluhæfasti hluti skuldar bankanna við almenning 1

Skilgreiningar peninga Inniheldur fleiri eignir almennings í bönkum Víðtækara hugtak en M 1 og nær yfir M 1 og Almennt sparifé 2

Skilgreiningar peninga Inniheldur enn fleiri eignir almennings í bönkum Víðtækara hugtak en M 2 og nær yfir M 2 og Bundnir reikningar 3

Skilgreiningar peninga Inniheldur enn fleiri eignir almennings í bönkum Víðtækara hugtak en M 3 og nær yfir M 3 og Verðbréfaútgáfa banka 4

Skilgreiningar peninga Grunnfé seðlabankans er skv. skilgreiningu Seðlar og mynt og Inneign viðskiptabanka í seðlabanka Skuld seðlabanka við almenning 0

Skilgreiningar peninga Grunnfé seðlabankans er skv. skilgreiningu Seðlar og mynt og Inneign viðskiptabanka í seðlabanka Skuld seðlabanka við almenning 0

M 0, M 1, M 2, M 3 og M 4 1993-2018 M 4 M 3 M 2 M 1 M 0

Peningar gera gagn M/PY (%) 1960 2016/17 Argentína 21 29 Bandaríkin 60 90 Bretland 40 148 Indland 22 75 Ísland 37 71 Ísland 37 71 Noregur 51 65 Rússland 59 Sviss 99 190

Verðbólga og fjárdýpt Mikil verðbólga helztí hendur við litla fjárdýpt 165 lönd, 1960-2017 Verðbólga dregur úreftirspurn eftir lausu fé Fjárdýpt 1960-2017 (M 2 sem % af VLF) 300 250 200 150 100 50 y = -41.811x + 51.977 R² = 0.0579 0 0.0 0.2 0.4 0.6 0.8 1.0 Verðbólgubjögun 1960-2017

Fjárdýpt og tekjur á mann Fjárdýpt og hagvöxtur haldast í hendur 155 lönd, 1960-2017 Peningar smyrja gangverk efnahagslífsins líkt og olía smyr vél Lógariþmi VÞT á mann 2017 (PPP) 12 11 10 9 8 7 6 y = 0.0182x + 8.3587 R² = 0.2484 0 100 200 300 Fjárdýpt 1960-2017 (M 2 sem % af VLF)

Verðbólga og tekjur á mann Tekjur á mann standa í öfugu sambandi við verðbólgu milli landa 175 lönd, 1960-2017 Lógariþmi VLF á mann 2017 (PPP) Höfum séðþessa 7 mynd áður y = -0.7892x + 9.4408 12 11 10 9 8 R² = 0.0154 6 0.0 0.2 0.4 0.6 0.8 1.0 Verðbólgubjögun 1960-2017

Hvað eru peningar? Skuldir bankakerfisins við almenning Þ.e. við einkageirann og opinber fyrirtæki M = C + T C = seðlar og mynt, T = tékkareikningar Því víðari sem skilgreining reikninga er... Tékkareikningar, almennt sparifé, o.s.frv.... þeim mun breiðari er samsvarandi skilgreining peningamagns M 1, M 2, o.s.frv.

Yfirlit yfir bankakerfið Fjármálakerfið Bankakerfið Aðrar fjármálastofnanir Seðlabanki Viðskiptabankar

Reikningar seðlabanka D G = innlend útlán til ríkisins D B = innlend útlán til viðskiptabanka Eignir Skuldir R C = erlendur gjaldeyrisforði í seðlabanka C = seðlar og mynt B = innstæður viðskiptabanka í seðlabanka D G D B R C C B

Reikningar viðskiptabanka D P = innlend útlán til einkageirans R B = erlendur gjaldeyrisforði í viðskiptabönkum B = innstæður viðskiptabanka í seðlabanka D B = innlend útlán frá seðlabanka til viðskiptabanka T = tékkareikningar og almennt sparifé Eignir Skuldir D P D B R B B T

Leggjum saman reikningana D R D G + D P +D B +R B +R C + B = C + T+ B + D B M

Reikningar bankakerfisins D = D G + D B = innlend útlán bankakerfisins (hreinar innlendar eignir) R = R C + R B = erlendur gjaldeyrisforði (hreinar erlendar eignir) M = peningamagn Eignir D R Skuldir M

Önnur sýn á peninga Reikningar bankakerfisins birta okkur aðra skilgreiningu peninga: M = D + R M er hér M 2 = M 1 + almennt sparifé Gagnleg skilgreining Peningamagn er summa innlendra útlána bankakerfisins (hreinar innlendar eignir) og erlendrar gjaldeyriseignar bankakerfisins (hreinar erlendar eignir)

Önnur sýn á peninga M = D + Rþýðir þrennt 1) Peningamagn er innri stærð Ef Rhækkar, þá hækkar einnig M Mikilvægt í opnu hagkerfi 2) Útlán bankakerfisins hafa áhrif á M Ef Rhækkar, þá er kannski ástæða til að draga úr Dtil að hafa hemil á M 3) R = M Dsvo að R = M - D Peningakenningin um greiðslujöfnuð R R = X Z + FþarsemX= útflutningur, Z= innflutningur og F = fjármagnsjöfnuður

Hlutverk seðlabanka Helztu markmið seðlabanka eru Stöðugt verðlag Virkt og öruggt fjármálakerfi Mótun og framkvæmd peningastefnu Seðlaútgáfa og varzlagjaldeyrisvarasjóðs Banki bankanna, lánardrottinn í neyð,,lenderof last resort Bankaeftirlit Ekki lengur, ekki á Íslandi Heyrir nú undir sérstakt Fjármálaeftirlit

Hlutverk seðlabanka Peningamagn í umferð heitir öðru nafni peningaframboð Munið tvær af frumreglunum 10: Ör vöxtur peningamagns veldur verðbólgu Samfélagið getur þurft að velja milli atvinnuleysis og verðbólgu í bráð Stjórn peningamála skiptir máli

Stjórntæki seðlabanka Markaðsaðgerðir Sala ríkisverðbréfa minnkar peningamagn Kaup á ríkisverðbréfum auka peningamagn Beinar aðgerðir Vaxtaákvarðanir Bindiskylda, lausafjárskylda Gengisskráning (kaup og sala gjaldeyris) Fast gengi eða fljótandi?

Markaðsaðgerðir Peningamagner peningar í umferð Helzta verkefni seðlabanka er að stjórna peningamagninu, rata meðalveginn Sjá hagkerfinu fyrir nægu reiðufé Hafa hemil á peningavexti og verðbólgu Helzta aðferð seðlabanka til að stýra peningamagninu ermarkaðsaðgerðir Seðlabankinn kaupir og selur ríkisverðbréf

Markaðsaðgerðir Til aðauka peningamagnkaupir seðlabankinn ríkisverðbréf af almenningi Til aðminnka peningamagn selurseðlabankinn almenningi ríkisverðbréf

Bankar og peningar Bankar geta haft áhrif á upphæð innstæðna á bankareikningum og þá um leið á peningamagn

Bankar og peningar Varasjóðurer innistæða sem banki hefur tekið við til varðveizlu og ekki lánað út Bankar geyma hluta innlána í varasjóðií varúðarskyni eða skv. lagaskyldu Afgang innlánanna lána þeir út

Peningamyndun Þegar banki lánar fé úr varasjóði sínum eykst peningamagnið

Peningamyndun Innlagnir í banka og útlán banka hafa áhrif á peningamagnið Innistæður í banka eru skráðar bæði sem eignir og skuldir því að þær eru Eignviðskiptavinarins í bankanum Skuldbankans við viðskiptavininn Það hlutfall innistæðna sem banki þarf að geyma í varasjóði heitir varasjóðshlutfall Varasjóður banka er ýmist frjáls eða bundinn Bindiskylda

Peningamyndun Þessi T-reikningur sýnir banka sem tekur við innlögn, geymir hluta hennar í varasjóði og lánar út afganginn Varasjóðshlutfallið er segjum 10% Búnaðarbankinn Eignir Varasjóður 10 Útlán 90 Heildareignir 100 Skuldir Innistæða 100 Heildarskuldir 100

Peningamyndun Þegar einn banki veitir lán er lánsféðjafnan lagt inn í annan banka Þetta myndar meiri innistæður og leiðir til frekari útlána Þegar banki lánar fé úrsjóðum sínum eykst peningamagnið

Peningamyndun Búnaðarbankinn Eignir Skuldir Útvegsbankinn Eignir Skuldir Varasjóður 10 Innistæður 100 Varasjóður 9 Innistæður 90 Útlán 90 Útlán 81 Heildareignir 100 Heildarskuldir 100 Heildareignir 90 Peningamagn = 190 Heildarskuldir 90

Peningamyndun Búnaðarbankinn Eignir Skuldir Útvegsbankinn Eignir Skuldir Varasjóður 10 Innistæður 100 Varasjóður 9 Innistæður 90 Útlán 90 Útlán 81 Heildareignir 100 Heildarskuldir 100 Heildareignir 90 Heildarskuldir 90 Peningamagn = 190= (10 + 9)/0,1

Peningamargfaldarinn Hversu mikið myndast af peningum í hagkerfinu?

Peningamargfaldarinn Peningamargfaldarinner það magn af peningum sem bankakerfið myndar með hverri krónu sem geymd er í varasjóði

Peningamargfaldarinn Peningamargfaldarinner með öðrum orðum sú aukning peningamagns sem einnar krónu aukning varasjóðs hefur í för með sér

Peningamargfaldarinn Hversu mikið myndast af peningum í hagkerfinu? Leggjum saman innlán: Búnaðarbankinn = 100 Útvegsbankinn = 90 [= 0,9 x 100 kr.] Iðnaðarbankinn = 81 [= 0,9 x 90 kr.] Sparisjóður saumakvenna = 72 [= 0,9 x 81 kr.] Heildarframboð peninga = 1.000

Peningamargfaldarinn Peningamargfaldarinn mer andhverfa varasjóðshlutfallsins h: m = 1/h Ef varasjóðshlutfallið er 20% svo að h = 0,2...... þá er peningamargfaldarinn m = 5

Peningamargfaldarinn Útlán verða innlán sem verða útlán sem... Ef innlán í banka 1 aukast um X kr., þá... Hækka innlán í banka 2 um (1 h)x kr. og Innlán í banka 3 hækka um (1 h) 2 X kr. og Innlán í banka 4 hækka um (1 h) 3 X kr....... og þannig áfram koll af kolli Summa innlánaaukningarinnar S = X + (1 h)x+ (1 h) 2 X+ (1 h) 3 X +...

Peningamargfaldarinn Summa innlánaaukningarinnar S = X + (1 h)x+ (1 h) 2 X + (1 h) 3 X +... Margföldum með 1 h báðum megin (1 h)s = (1 h)x+ (1 h) 2 X+ (1 h) 3 X +... Drögum síðari jöfnuna frá hinni fyrri Margir liðir þurrkast út

Peningamargfaldarinn Summa innlánaaukningarinnar S = X + (1 h)x+ (1 h) 2 X + (1 h) 3 X +... Margföldum með 1 h báðum megin (1 h)s = (1 h)x+ (1 h) 2 X+ (1 h) 3 X +... Drögum síðari jöfnuna frá hinni fyrri S (1 h)s = X => hs= X S = X/h Ef X = 100 og h = 0,10, þá er S = 1.000 => Upphafleg innlánsaukning tífaldast

Stjórntæki peningastefnunnar Meira um stjórntæki seðlabanka Markaðsaðgerðir Kaup og sala ríkisskuldabréfa Breyting bindiskyldunnar Hækkun eða lækkun varasjóðshlutfallsins Breyting stýrivaxta Stýrivextir eru þeir vextir sem seðlabankar taka af lánum til viðskiptabanka Borgar sig ekki fyrir viðskiptabanka að lána fé við vöxtum undir stýrivöxtum

Markaðsaðgerðir, aftur Seðlabankar eru sagðir beita markaðsaðgerðumþegar þeir kaupa ríkisverðbréf af almenningi eða selja almenningi ríkisverðbréf Þegar seðlabanki kaupirríkisverðbréf eykst peningamagnið Þegar seðlabanki selurríkisverðbréf minnkar peningamagnið

Breyting bindiskyldu Bindiskylduhlutfalliðer það hlutfall af bankainnstæðum sem bönkum er óheimiltað lána út Hækkunbindiskyldunnar dregurúr peningamagni Lækkunbindiskyldunnar eykur peningamagn Seðlabankinn lækkaði bindiskylduna fyrir hrun Hefði átt að hækka hana til að hemja bankana

Breyting stýrivaxta Stýrivextireru vextirnir sem seðlabankar taka af lánum til viðskiptabanka Hækkunstýrivaxtadregur úr útlánum bankanna og peningamagni Lækkunstýrivaxtaeykurútlán bankanna og peningamagn

Eitt stjórntæki enn: Útlánaþök Munið: M = D + R Seðlabankinn getur hamið M með því að setja D undir þak Munið: D = D P + D G Viðskiptabönkum er uppálagt að halda D P undir tilteknu þaki Ríkinu er uppálagt að halda D G undir þaki Lækkun D leiðir jafnan til hækkunar vaxta Minna framboð lánsfjár hækkar verðið, þ.e. vextina

Eitt stjórntæki enn: Fortölur Sjálfstæðir seðlabankar geta reynt að beita fortölum Róa almenning: Tala verðbólguna niður, tala gengið upp eða niður Róa ríkisstjórnina: Brýna hana til aðhalds í ríkisfjármálum eða umbóta í skipulagsmálum atvinnuveganna

Vandkvæði í peningastjórn Seðlabankar geta ekki stjórnað peningamagni nákvæmlega Þrjú vandamál Seðlabankar ráða ekki Hversu mikið fé viðskiptabankar lána út Viðskiptabankar geta í reyndinni búið til peninga eins og dæmin sanna, sbr. t.d. Ísland fyrir hrun Hversu mikið fé fólk kýs að leggja inná bankareikninga Hversu mikið af erlendum gjaldeyri streymir inn í landið frá útlöndum

Viðskiptabankar Ríkisbankar eða einkabankar? o Arðsemi frekar en atkvæði o Ríkisbankar o Tiltölulega sjaldgæfir í iðnríkjum (sbr. þó Þýzkaland og Ítalíu) oalgengir í þróunarlöndum, en fer fækkandi o Rök fyrir ríkisbankarekstri 1) Einkabankar vanrækja veikburða og afskekkta viðskiptavini, sbr. rökin fyrir ríkisflugfélögum 2) Einkabönkum hættir til samþjöppunar 3) Einkabankar taka of mikla áhættu o Nýlegar rannsóknir vefengja þessi rök o Ríkisbankarekstur, Almannahagur (1990), 30. kafli o Bankar: Úr ríkiseigu í einkaeign, Hagkvæmni og réttlæti(1993), 19. kafli

Viðskiptabankar Rök fyrir einkavæðingubanka 1) Einkabankar styrkari en ríkisbankar o Almenn röksemd fyrir einkarekstri 2) Erlent eignarhald styrkir þá enn frekar o Útlendingar bjóða upp á reynslu og sérþekkingu o Dæmi: Austur-Evrópa eftir 1990 3) Samkeppni styrkir þá einnig o Á við um erlenda jafnt sem innlenda samkeppni Fall Lehman Brothers o.fl. 2008 Rothögg?

Viðskiptabankar Einfaldur mælikvarði á hagkvæmni í bankarekstri: Vaxtamunur o Munur á útlánsvöxtum og innlánsvöxtum o Hagkvæmt bankakerfi býður lága útlánsvexti og háa innlánsvexti með lítinn vaxtamun o Óhagkvæmt bankakerfi býður háa útlánsvexti og lága innlánsvexti með mikinn vaxtamun Eitt markmið einkavæðingar er að minnka vaxtamun o Til þess þarf að tryggja samkeppni o Austur-Evrópulöndin buðu útlendingum að bjóða í bankana hjá sér með góðum árangri o Allir bankar Eistlands eru í eigu útlendinga

Viðskiptabankar: Einkavæðing og vaxtamunur Land Hlutur ríkis 1999 (%) Hlutur ríkis 2003 (%) Vaxtamunur 1999 (%) Vaxtamunur 2006 (%) Litháen 44 12 8,2 4,5* Mexíkó 25 0 12,1 4,2 Pólland 44 24 5,7 4,0** Rússland 68 36 26,0 6,3 Tékkland 19 4 4,2 4,4 Ísland 5,3 10,4 Einkavæðing Landsbanka og Búnaðarbanka Heimildir: Alþjóðabankinn og Seðlabanki Íslands.

Bankar í kreppu Í kreppunni miklu (1933-34) var skilið milli viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi í bandarískum lögum til að vernda viðskiptavini bankanna Eftir 1990 var aðskilnaðinum aflétt í áföngum að ósk bankamanna Bankar tóku að braska og lána meira en áður, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu

Bankar í kreppu Við eðlilegar kringumstæður hefðu bankarnir byggt upp varasjóði til að tryggja lánveitingar sínar Lánveitingar voru bakaðar inn í vafningasem birtust ekki í efnahagsreikningum bankanna svo bankarnir þurftu ekki að byggja upp samsvarandi varasjóði og gátu því lánað þeim mun meira

Bankar í kreppu Vafningarnir voru skuldabréf búin til úr alls kyns lánum Drullukökur Bankarnir fengu matsfyrirtæki til að gefa vafningunum háar einkunnir Bankarnir fjármagna matsfyrirtækin! Bankarnir settu upp dótturfyrirtæki sem gáfu út, þ.e. seldu, hlutabréf fjárfestum sem trúðu einkunnum matsfyrirtækjanna Keðjubréf eða kveðjubréf?

Bankar í kreppu Síðan reyndu handhafar bréfanna að tryggja sig gegn áhættunni sem í bréfunum fólst með veðmálum á víxl Enginn gat þó vitað með vissu hversu áhættusöm bréfin voru Bankarnir vissu ekki sjálfir hversu mikla hættu þeir höfðu lagt sig í Hátt flækjustig Máttu samt vita um undirmálslán (e. subprime loans)

Nokkrir vitnisburðir James Galbraith (2010): Either the legal system must do its work. Or the market system cannot be restored. There must be a thorough, transparent, effective, radical cleaning of the financial sector and also of those public officials who failed the public trust. The financiers must be made to feel, in their bones, the power of the law. And the public, which lives by the law, must see very clearly and unambiguously that this is the case. Bill Black (2005): The Best Way to Rob a Bank is to Own One Akerlof, Romer, Stiglitz, Mel Brooks,

Yfirlit Peningar gegna þrem höfuðhlutverkum í hagkerfinu 1) Greiðslumiðill 2) Reiknieining 3) Geymsluaðferð Vörumynt hefur gildi í sjálfri sér Pappírspeningar hafa ekkert gildi í sjálfum sér, heldur aðeins óbeint

Yfirlit Seðlabankar vaka yfir peningakerfinu Þeir stýra peningamagni í umferð með þrennum hætti aðallega 1) Markaðsaðgerðir 2) Breytingar á bindiskyldu 3) Breytingar á stýrivöxtum

Yfirlit Þegar bankar lána úthluta innstæðna sparifjáreigenda eykst peningamagn í umferð Þar eð seðlabankar geta ekki ráðið því hversu mikið fé viðskiptabankar lána úteða hversu mikið fé fólk kýs að leggja inn á bankareikninga hafa seðlabankar ekki fulla stjórn á peningamagni

Yfirlit Þar eð seðlabankar geta ekki heldur ráðið því hversu mikið af erlendum gjaldeyri streymir til lands frá útlöndum hafa seðlabankar ekki fulla stjórn á peningamagni Peningamagn í opnu hagkerfi er því innri stærð