Frá Mekka til Reykjavíkur Þjóðernisafmörkun múslíma í Evrópu

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

BA ritgerð. Hver er ég?

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Ég vil læra íslensku

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Ég vil vera ég. Upplifun fullorðinna innflytjenda í íslenskunámi sínu hérlendis. Selma Kristjánsdóttir

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Leitin að hinu sanna leikhúsi

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Hvernig félags- og menningarlegar breytingar hafa leikið frumbyggja á norðurskautssvæðinu

Fóðurrannsóknir og hagnýting

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ferðaþjónusta á jaðrinum: Um tilurð og mótun ferðaþjónustu á Íslandi frá 1944

Hugmyndafræði Jónasar frá Hriflu í Skinfaxa Erlend áhrif

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni!

Nú ber hörmung til handa

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í mismunandi menningarheimum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Menntun í alþjóðlegu samhengi

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

Við áhrif frá hinni gömlu, þjóðlegu list fann ég sjálfan mig.

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Horizon 2020 á Íslandi:

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

Hlið við hlið. Ástráður Eysteinsson. Tapað-fundið í framandi borgum. Borg ohoj!

Að störfum í Alþjóðabankanum

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Trúðboð sannleiksengla á Íslandi

Hönnunar- og arkitektúrdeild Fatahönnun. Tvíhyggja kynjanna. Áhrif hennar á kyngervi, klæðaburð og hönnun

Hreyfingar ferðaþjónustu: Skipun þróunarverkefnis í ferðaþjónustu á Vestfjörðum

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

Einmana, elskulegt skrímsli

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson.

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt

Staðbundin áhrif ferðaþjónustunnar á Hornafjörð

Vaxandi ójöfnuður? Tekjudreifing og fátækt í OECD ríkjum

Póstmódernismi. eða menningarleg rökvísi síðkapítalismans. Fredric Jameson

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Hvalreki eða ógn? HAFLIÐI H HAFLIÐASON

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Transcription:

Frá Mekka til Reykjavíkur Þjóðernisafmörkun múslíma í Evrópu Halldór Nikulás Lárusson Lokaverkefni til BA-gráðu í Mannfræði Leiðbeinandi: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor Félags- og mannvísindadeild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Júní 2016

Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-gráðu í Mannfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. Halldór Nikulás Lárusson 2016 Garðabær, Ísland 2016

Útdráttur Erfiðleikar við aðlögun múslíma í Evrópu vekja spurningar um hvað sé til lausnar. Gettómyndun jaðarsettra hópa er áhyggjuefni og ekki bæta úr skák þau hryðjuverk sem framin eru í Evrópu í nafni íslam. Mikilvægi þess að finna svör við yfirstandandi vandamálum er knýjandi. Þessi ritgerð er heimildarýni á skrif ýmissa fræðimanna, sem geta varpað ljósi á stöðu mála og varðað veginn að lausn á ríkjandi erfðleikum múslíma í evrópsku samfélagi. Efnið er skoðað sérstaklega frá sjónarhorni mannfræði stjórnmála, þjóðernishópa og trúarbragða. Í ritgerðinni er spurt: Hvað er það í íslam og vestrænni menningu sem gerir aðlögun múslíma í Evrópu erfiða og hvernig mætti vinna á farsælan hátt að aðlögun múslíma þar? Til að svara spurningunni er þjóðríkið skoðað, þjóðernishópar, samsömun og múslímar í dreifingunni (diaspora), íslam og vald, menningarflæði, fjölmenning og fjölhyggja. Rýning gagna gefur til kynna að helsta ástæða erfiðleikanna sé samsömunarsmíð þjóðernishópa með andstæðri aðgreiningu (dichotomisation), bæði af hálfu múslíma og annarra Evrópubúa. Flest bendir til sterkrar þjóðernisafmörkunar múslíma í Evrópu og að mati margra fræðimanna verður best spornað við núverandi þróun með innleiðingu pólitískrar fjölhyggju. 3

Efnisyfirlit Inngangur... 5 Þjóð og þjóðríki... 7 Þjóðernishópar... 11 Menningarflæði og samsömun... 13 Rætur íslam - þjóðfélagsbreytingar... 17 Birtingarmyndir íslam og vald... 20 Ofurættbálkurinn Úmma... 23 Sharia og mannréttindi... 25 Fjölhyggja og aðlögun... 27 Niðurlag... 30 Heimildir... 33 4

Inngangur Þar sem ég stóð í Ýmishúsinu og horfði yfir sal Karlakórs Reykjavíkur, lá við að ég heyrði raddirnar syngja um hamraborgina háa og fagra. Þarna höfðu margir tónar íslenskra ættjarðarlaga fengið að hljóma í gegnum tíðina, söngvar um það Ísland sem fjallkonan stendur fyrir. Þetta var árið eitt eftir bankahrun og þáverandi eigandi hafði beðið mig að sýna væntanlegum kaupendum bygginguna, en þar var um að ræða nýstofnað Menningarsetur múslíma á Íslandi. Tveir karlmenn og ein kona mættu til að skoða og tók ég á móti þeim með útrétta hönd og kveðju. Karlmennirnir tóku í hönd mína en konan ekki og fylgdi því sú skýring að hún mætti það ekki. Þetta móðgaði mig ekki á nokkurn hátt og var það mér ljúft að virða þessa afstöðu þeirra, en þetta var samt svo ólíkt okkur fjallkonunni, sem erum vön að taka í höndina á öllum og jafnvel kyssa þau á kinnina. Það voru engar sprengjur sem sprungu og engir turnar sem féllu, aðeins handtak sem ekki varð af. Ísland er að breytast og breytingar eru ekki alltaf þægilegar, stundum reyndar afar óþægilegar og margir óttast þær. Fjölmenning er orðin að veruleika á Íslandi og óhjákvæmilega fylgja henni breytingar. Íslendingar allir verða að yfirstíga óttann sem fylgir þessum breytingum og vinna með óþægindin sem af þeim hlýst, það er að segja ef við ætlum okkur að halda áfram að taka á móti hinum og samþykkja þau sem hluta af okkar samfélagi. Breytingar sem þessar, samfélagsleg þróun og vöxtur, verða ekki án skoðanaskipta þar sem leikir og lærðir takast á um mismunandi djúpstæð ríkjandi gildi og siði. Í samfélögum manna breytast hefðir og siðir, nýir verða til og á það ekki síst við um fjölmenningarsamfélagið. Gildi samfélagsins eiga sér misdjúpar rætur og þar sem dýpst er niður verður núningur vegna breytinga hvað mestur. Það kann því að vera gagnlegt að skoða vel hvernig það ferli gengur fyrir sig og hvaða kringumstæður kalla eftir samstöðu um nýjar siðvenjur (Adams, 2010:307). Breski mannfræðingurinn Radcliffe-Brown sagði samfélagsgerðina vera afleiðingu stöðugs ferlis á grunni þess sem fyrir er og því væri gerðin í stöðugu breytingaferli. Ferlið er þannig háð gerðinni og áframhaldandi gerð er háð ferlinu (Kuznar, 2010:321). Mannfræðin hefur kennt okkur að samfélagið er samsetning margra mismunandi smárra eða stórra eininga. Í samskiptum sínum innbyrðis skapa einstaklingar stærri fyrirbæri eins og trúarbrögð, ýmiskonar tengslanet eða hegðunarmynstur, sem eru þá yfir einstaklingana hafin 5

og eiga sér oft á tíðum sjálfstætt líf. Þau fyrirbæri sem lifa af ná jafnvægi sem stofnanir, trúarbrögð eða siðir og móta einstaklingana sem skópu þau (Kuznar, 2010:321). Það er ekki langt síðan íslam og múslímar voru svo til ósýnileg í opinberu rými á Íslandi, en sýnileikinn fer vaxandi og rödd þeirra heyrist margfalt á við það sem áður var. Þessum sýnileika hefur fylgt ákveðinn órói, jafnvel ótti og ekki ólíklegt að hluta ástæðunnar megi rekja til orða og aðgerða ýmissa múslímskra öfgahópa víða um heim. Þó svo möguleiki á hryðjuverkum af hendi slíkra hópa sé að einhverju leyti uppspretta ótta og varúðar, má leiða að því líkum að neikvæð viðbrögð eigi ekki síður rætur í óttanum við breytingar, sem gætu á einhvern hátt umturnað því Íslandi sem fólk þekkir og þannig grafið undan þeirri samsömun sem landinn treystir á. Íslendingar hafa lengi þurft að berjast fyrir sínu sem þjóð og við upphaf nýs árþúsunds sá DeCode til þess að Homo Islandicus eignaðist nýtt líf og snilli hans á fjármálamörkuðum tók öllu fram (Gísli Pálsson og Sigurður Örn Guðbjörnsson, 2011:137-138). Við vorum best og gott ef ekki með bestu pylsur í heimi líka, so, how do you like Iceland? Árin fyrir efnahagshrunið sýndu okkur svo ekki var um villst hvaða augum landinn lítur sig, eða kannski öllu heldur óöryggi hans um eigin samsömun og um það snýst kannski innflytjendaumræðan í raun. Hinn raunverulegi ótti er þá við breytingar, að missa tökin á því hver við erum og fyrir hvað við stöndum, óttinn við hið framandi og óþekkta sem á einhvern hátt breytir okkur (Cossiga, 2008:491). Okkur tekst að leiða það hjá okkur þegar sýnileiki hinna er lítill sem enginn, en þegar fjölmenningin og framandleikinn birtist í hinu opinbera rými, þá eykst umræðan í samfélaginu til samræmis við það (Kristín Loftsdóttir, 2012:63). Fátt af því sem rekið hefur á Íslandsstrendur undanfarin ár, virðist vera meira framandi í augum Íslendinga en íslam og fátt virðist kalla á harðari viðbrögð? Franski heimsspekingurinn Michel Foucault sagði að orðræðan væri þekkingarkerfi, að mestu samsett úr ómeðvituðum reglum, sem skapi og móti samfélagsgerðina og leyfi okkur að fullyrða um rétt og rangt (Lewellen, 2003:190-191). Í ljósi þessa, til að varðveita eins friðsamlega þróun íslensks samfélags og mögulegt er, þurfa fræðimenn jafnt sem stjórnmálamenn að hafa frumkvæðið að upplýstri orðræðu, landsmönnum til heilla. Þegar horft er til Evrópu og skrifa fræðimanna um málefni íslam þar, þá er það álit sumra að þau séu of sterklega lituð stjórnmálaskoðunum, að pendúllinn sveiflist gjarnan í aðra hvora áttina, orsaki þöggun á alla umræðu um íslam í Evrópu og komi þannig í veg fyrir að tekið sé á álitamálunum (Tibi, 2010:127). Íslam í Evrópu verður því tabú. En þar sem umræðan á sér stað verða hinar stóru og mikilvægu spurningar til, spurningar sem verður að 6

finna svör við. Á meginlandi Evrópu er til dæmis spurt af fræðimönnum hvort múslímar þar séu fulltrúar Evrópu-Íslam (Euro-Islam), eða hvort þeir séu fulltrúar þjóðernishóps alheims úmma samfélagsins, það er, þverþjóðlegs samfélags múslíma á heimsvísu (Tibi, 2010:127; Cesari, 2009:167). Rætur íslam liggja í Mekka og þegar rýna skal ávöxtinn er gott að skoða ræturnar. Þá skilst hversu arfleifð Muhammad spámanns er bæði trúarleg og pólitísk, hvernig þessar tvær hliðar á sama peningi tvinnast saman og virðast oft á tíðum óaðskiljanlegar. Ritgerðin fjallar um íslam í Evrópu og erfiðleika við aðlögunarferli múslíma í álfunni. Ástæður þessa efnisvals er annars vegar áhuginn á mannfræði trúarbragða og stjórnmála og hins vegar umræðan um íslam, sem virðist vera eitt helsta og umdeildasta umræðuefnið tengt þeim miklu fólksflutningum sem eiga sér stað þessi misserin. Rannsóknarspurningin er í tveimur hlutum: Hvað er það í íslam og vestrænni menningu sem gerir aðlögun múslíma í Evrópu erfiða og hvernig mætti vinna á farsælan hátt að aðlögun múslíma þar? Ritgerðin er heimildaritgerð og verður efnið skoðað sérstaklega frá sjónarhorni mannfræði stjórnmála, þjóðernishópa og trúarbragða. Til að leita svara við spurningunni er eftirfarandi skoðað í ljósi fræðanna: Þjóð og þjóðríki, þjóðernishópar, þjóðernisvitund, menningarflæði og samsömun, íslam í sögulegu samhengi, íslam og vald, úmma og sharia, fjölmenning og fjölhyggja. Í samhenginu er nauðsynlegt að skoða ekki einungis íslamska menningararfleifð og gildi, heldur einnig Evrópu sem móttakanda múslímskra innflytjenda, menningu hennar og gildi. Umfjöllunin um þetta viðamikla efni er ekki á nokkurn hátt tæmandi, en tilraun gerð til að varpa ljósi á málefnið og þau verkefni sem Ísland á fyrir höndum við uppbyggingu samfélags með aukinni aðkomu bæði múslímskra innflytjenda og innfæddra múslíma. Þjóð og þjóðríki Það virðist innbyggð þörf mannsins að flokka allt og skilgreina til þess að ná betur utan um fjölbreytileika tilverunnar. Það má til dæmis finna flokkun mannkyns eftir litarhafti á miðaldakortum og Kristín Loftsdóttir (2004:576) bendir á, að hugmyndir um fjölbreytileika mannkyns hafi verið nokkuð fastmótaðar þegar um árið 1500. Hvaðan kemur flokkun í kynþætti og hvers vegna þessi frjói jarðvegur kynþáttahyggjunnar? Durrenberger og Erem (2010:30) telja að um menningarlega afurð sé að ræða og rekja hugmyndina til þjóðríkjahugsunar Evrópu á 16. og 17. öld. Rök þeirra lúta að hugmyndafræði þjóðríkisins þar sem einsleitur hópur fólks, með sameiginleg menningareinkenni og tungumál, býr í sátt og samlyndi innan markaðra landamæra. Landamærin skilgreina þjóðríkið. Stjórn ríkisins annast 7

síðan íbúana og verndar þá frá öðrum ríkjum. Ef flokkun mannkyns í kynþætti er frá Evrópu komin, má draga þá ályktun að hugmyndin um þjóðríki og landamæri eigi sér djúpar rætur í evrópskri menningu og hugsun. Það kann að einhverju leyti að skýra þá ögrun sem Evrópubúar virðast finna þegar að landamærum þeirra er sótt af þverþjóðlegum innflytjendum og þann núning sem á sér stað í samskiptum við þá. Ekki síst á það við um þá innflytjendur sem ekki virðast falla vel að viðkomandi ríkisskipulagi og ríkjandi gildum. Til að afmarka sig og skapa eigin samsömun er, samkvæmt þessari hugmyndafræði, heiminum skipt upp í vel skilgreinda hópa eftir svæði, menningu, tungumáli og sögu. Þessi inngreypti skilningur er í besta falli núningsflötur milli okkar og hinna og í versta falli orsök kynþáttafordóma og haturs, þar sem ákveðnir kynþættir eru hærra flokkaðir en aðrir. Kristín Loftsdóttir (2004:576) segir kynþáttahugtakið hafa skotið djúpum rótum á 19. öldinni við þróun líffræðilegra og félagslegra kenninga. Þannig hafi hugtakið orðið stór hluti félagsþekkingar fólks og skipt heiminum í mismunandi hópa. Kynþáttafordómar fengu því byr undir báða vængi með góðum stuðningi bæði félags- og lífvísinda. Nú hefur líffræðin og ekki síst erfðafræðin hins vegar sýnt fram á, að enginn erfðafræðilegur munur er milli skilgreindra hópa mannkyns og langflestir fræðimenn hafna röksemdum um mismunandi kynþætti (Relethford, 2010:377; Foster og Sharp, 2002:844). Ef enginn er munurinn líffræðilega milli skilgreindra kynþátta, má spyrja hvort erfðafræðin hafi þar með sýnt fram á það með óyggjandi hætti að kynþættir, sem og þjóðernishópar, séu fyrst og fremst félagsleg fyrirbæri? Er þá uppsprettu kynþáttafordóma að finna í menningarlegu uppeldi okkar og þar með skilningi okkar á hinum sem framandi eru? Niðurstöður erfðafræðinnar styðja við sýn félagsgerðarhyggju mannfræðinnar, sem segir hugmyndina um kynþætti ekki verða til í tómarúmi og hana megi aðeins útskýra með tilvísun í félagslegt samhengi okkar (Machery og Faucher, 2005:1209). Hún vísar því á bug að þjóð sé algjörlega óháð sögulegu samhengi og telur hana tilbúna hefð, byggða á hagnýtingu sameiginlegra eiginleika eins og tungumáls, sameiginlegs söguskilnings og öðru því líku, sem aftur er svo breytingum háð (Saunders, 2008:305-306). Hvernig verður hugmyndin um okkur og hin til í hugum fólks og hvernig er henni miðlað áfram? Machery og Faucher (2005:1211-1212) telja að rekja megi uppruna kynþáttahugtaksins til þjóðernishópa. Slíkir hópar myndast um sameiginlega menningararfleifð, arfleifð hefða, trúar, gilda, ákvarðana og samvinnu, sem miðlast milli kynslóða. Þeir tala sama tungumálið og eru nánast órjúfanleg heild. Þetta er í samræmi við 8

orð Eriksen (2010:5) sem segir að í mannfræðinni eigi hugtakið þjóðerni við tengsl hópa, sem álíta sig og eru álitnir af öðrum menningarlega sérstakir. Machery og Faucher (2005:1213-1214) leggja til að þróun mannlegra samfélaga byggi á vitsmunalegum eiginleikum, sem virða og varðveita þá arfleifð sem hver hópur þróar með sér. Þessu fylgir að vitsmunakerfi mannsins hefur þróað með sér skuldbindingu við hin ýmsu sjónarmið hópsins. Þetta segja þeir, er grundvöllur þess að skilja kynþáttahugtakið og kynþáttafordóma. Samkvæmt þessu eru þá hugmyndir um æðri og lægri kynþætti og þjóðerni ekki bundnar einstaklingnum, heldur félagslegu kerfi. Kynþáttafordómar eiga, samkvæmt þessu, því rætur sínar í þjóðernisarfleifð hvers og eins. Þetta samræmist því sem Durrenberger og Erem (2010:32) segja, að kynþáttafordómar snúist ekki um afstöðu einstaklingsins, heldur fordómafullt félagslegt kerfi. Kynþáttahyggju og fordóma er því að leita í tilveru og samsömun fólks við sína þjóðernishópa. Þessi kenning um rætur kynþáttahyggju og kynþáttafordóma fellur að skrifum Kristínar Loftsdóttur (2004:576), sem segir fræðimenn nú í æ ríkara mæli rannsaka þessi fyrirbæri sem samofna sjálfsmynd og samsömun valds í mun víðara samhengi en áður hefur verið gert. Hvað sem öðru líður, eru kynþáttahyggja og fordómar söguleg staðreynd í samfélagi manna. Í bók sinni The Multicultural Riddle segir Gerd Bauman (1999:64) að þjóðernishugmyndin sé mannleg uppfinning, þótt innihaldið sé frá náttúrunnar hendi komið. Ef teknar eru saman helstu kenningar varðandi tilvist þjóðar, þá birtist eftirfarandi mynd: a) Þjóð er fjölær (perennial), það er að segja, rætur hennar deyja ekki þótt á móti blási b) Þjóð er smíð, sem mótuð er af því byggingarefni sem menningin leggur til c) Þjóð er hagnýt eining, háð vitsmunalegum ákvörðunum sem byggja á fyrirfram gefnum væntingum (Saunders, 2008:305). Guðmundur Hálfdanarson (2001:27) nefnir í þessu sambandi að þjóðir séu félagslegar siðvenjur eða tilbúin samfélög, sem verði til við ákveðnar pólitískar aðstæður. Þegar franski málvísinda- og trúarbragðafræðingurinn Ernest Renan velti fyrir sér helstu skilgreiningarþáttum hugtaksins þjóð, svo sem kynþætti, tungumáli, trú, sameiginlegum menningarhefðum og landfræðilegri afmörkun, komst hann að þeirri niðurstöðu að enginn þessara þátta dygði til skilgreiningar, heldur ráðist þjóðerni fyrst og fremst af sameiginlegum vilja einstaklinganna (Guðmundur Hálfdanarson, 2001:17-18). Hann sagði að líf þjóðar væri dagleg atkvæðagreiðsla. Af þessu má draga þá ályktun að dagleg atkvæðagreiðsla ákvarði þá líka hverjir það eru sem fá að tilheyra þjóðinni á hverjum tíma og á þessi lýsing Renan vel 9

við hinar evrópsku þjóðir í dag, þegar flóttamenn og innflytjendur flæða yfir landamærin stríðum straumi. Þjóðríkið, sem byggir á þeirri hugmyndafræði að pólitísk mörk skuli skilgreind eftir menningarlegum afmörkunum (Eriksen, 2010:131) á hér í vök að verjast, þar sem menningarflæðið sem fylgir mannflutningum af þeirri stærðargráðu sem nú er í gangi, ögrar þjóðareinkennum og einingu. Viðbrögð yfirvalda þeirra Evrópuríkja, þar sem flæðið er hvað mest, er að loka landmærum sínum til að draga úr áhrifunum og forðast frekari upplausn. Þýski félagsfræðingurinn og heimspekingurinn Max Weber taldi að ein afleiðing nútímavæðingar, iðnvæðingar og einstaklingshyggju yrði sú, að mikilvægi þjóðernishyggju og þjóðernis myndi smátt og smátt dvína og að lokum hverfa (Eriksen, 2010:2). Raunin sýnir hins vegar að þrátt fyrir framgang hnattvæðingar og einstaklingshyggju í nafni nútímavæðingar og þrátt fyrir aukna fjölmenningu í heiminum, hefur ekki dregið úr tilvist þjóðernishópa eða þjóðernishyggju. Þvert á móti þá virðist sem mikilvægi þjóðernis stigmagnist aðeins með aukinni nútímavæðingu og frjálsu flæði fólks um hnöttinn (Eriksen, 2010:2-3). Þegar rýnt er í hugtakið þjóð og reynt að finna hvað raunverulega gerir ákveðið samfélag manna að þjóð, má enn vísa til skrifa Max Weber (1994:21-25). Hann segir þjóð fyrst og fremst vera samfélag um viðhorf (community of sentiment), viðhorf sem geta leitt til ríkismyndunar. Samkvæmt Weber er þjóð því samfélag manna, sem vegna ákveðinna viðhorfa telur sig geta myndað eigið ríki. Hér skiptir viljinn öllu máli, sama hver fyrirstaðan kann að vera. Límið í sjálfstæðissinnuðum hópum er sameiginlegt viðhorf og þráin eftir myndun sjálfstæðrar þjóðar (Saunders, 2008:306). Þetta viðhorf mátti sjá hjá sjálfstæðissinnum á Íslandi um aldamótin 1900, sem sköpuðu einingu meðal landsmanna um viðhorf til þjóðernislegrar afmörkunar með tilvísun til gullaldar hins forna og frjálsa þjóðveldis (Gísli Pálsson og Sigurður Örn Guðbjörnsson, 2011:122). Floya Anthias (2009:231-232) segir samsömun (identity) hóps snúast um ráðandi tilkall eða eiginleika og að hópurinn geti sýnt fram á hver þeirra samsömun sé. Anthias heldur áfram og segir að einingin um samsömun náist því aðeins að afmörkun eigi sér stað í við og hin. Afmörkunin staðfestir mikilvægi viðhorfs hjá hópnum, sameiginlegs viðhorfs á sjálfið og á hina sem fyrir utan standa. Ólíkt því mikilvægi sem Íslendingar lögðu á afmörkun landsins í sjálfstæðisbaráttu sinni, þá virðist sem landssvæði skipti minna máli nú á tímum hnattvæðingar, nýfrjálshyggju og mikilla 10

fólksflutninga um heiminn (Saunders, 2008:306). Saunders leggur til að hugtakið þjóð byggi nú fremur á ímynduðum og tímalausum sifjatengslum, hvort sem ættartengslin eru vegna blóðbanda eða veitt á einn eða annan hátt með táknrænu (ritúölsku) samþykki. Það þýðir í reynd að hópur fólks trúir á sameiginlega sögu, siði og gildi, sem hægt er að kalla menningu. Það er mönnunum tamt að tákngera það sem mikilvægt þykir og því er þessi samsömun efld af elítunni með orðræðu, ritúölum og styrkingu viðhorfs á allan máta (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 2014:72-79). Við þetta styður Kristín Loftsdóttir (2007: 161), sem segir þjóðarímyndina vera eins konar staðalímynd, sem feli í sér áherslu á margræð tákn og að kynning þjóðarinnar á sjálfri sér út á við snúist um endurtekningu slíkra staðalímynda og sagna. Af rannsóknum og skrifum fræðimanna má því telja víst að vegna þess sameiningarafls sem í þjóðernishyggjunni felst, geti umræðan og túlkun um þjóð og tilvist þjóðar skipt sköpum í Evrópu framtíðarinnar og öllu aðlögunarferli innflytjenda í álfunni. Í því samhengi bendir Saunders (2008:304) á mikilvægi þess að fræðimenn og stefnumótendur komi auga á og viðurkenni að úmmaismi múslíma hafi til að bera öll einkenni þjóðernishyggju. Saunders segir, að vegna þess hversu múslímar í dreifingunni (diaspora) eigi sér margvíslegan þjóðernislegan bakgrunn, finni þeir samhljóm og samsömun í trúnni þvert á landamæri og menningarhefðir, en það er einmitt sú hugmynd sem úmma gengur út á. Úmma er ekki aðeins fyrir trúrækna múslíma heldur alla þá sem eiga þjóðernisbakgrunn sem múslímar. Erfiðleikar og einangrun innflytjenda og afkomenda þeirra í nýja landinu nær að framkalla nýtt samfélag um sameiginleg viðhorf, sem yfirskyggja þann aðskilnað sem kynni að vera milli hópanna í þeirra gömlu múslímsku heimalöndum. Samkvæmt þessu er því úmmaismi afþjóðernisvæðing einstakra múslímahópa og myndun nýs þjóðernishóps múslíma á hnattræna vísu. Það bendir allt til þess að þjóðríki Evrópu eigi nú í flóknum samskiptum við mismunandi þjóðernishópa innan ríkjanna, þar sem gjarnan er tekist á um sjálfsmynd þeirra og samsömun. Þjóðernishópar Á margan hátt virðist hugtakið þjóðernishópur (etnískur hópur) hafa tekið við af ættflokkahugtakinu (tribe), að minnsta kosti fer mun meira fyrir hugtakinu í allri umræðu nú til dags. Það er ekki einfalt mál að skilgreina hvað þjóðernishópur er og hvaða eiginleika hann þarf að hafa til að kallast slíkur, en fræðimenn hafa reynt að koma orðum yfir hugtakið. 11

Fredrik Barth (1996:75) leggur á það áherslu að þjóðernishópur skilgreinist fyrst og fremst af eigin lýsingu og samsömun, hópurinn ákvarðar og skipuleggur eigin samskipti innan hóps og utan. Að öðru leyti segir Barth, er mannfræðilegur skilningur á þjóðernishópi eftirfarandi: 1) Hópur fólks sem líffræðilega viðheldur sér að mestu leyti sjálfur 2) Hópurinn deilir grundvallar menningargildum, sem birtast opinberlega hjá hópnum 3) Hópurinn kemur ákveðnum samskiptaleiðum á laggirnar 4) Hópurinn samanstendur af meðlimum sem samsama sig og eru samsamaðir af öðrum, sem öðruvísi og aðgreinanlegir frá öðru fólki. Það er skilningur mannfræðinnar að þjóðerni hafi með samskipti hópa að gera, hópa sem eru skilgreindir af þeim sjálfum og öðrum sem menningarlega aðgreinanlegir (Eriksen, 2010:5). Hafa ber í huga, að þetta á rétt eins við um meirihlutahópa sem minnihlutahópa. Sem dæmi um mismunandi þjóðernishópa nefnir Eriksen (2010:18-19) 1) Nútíma innflytjendur, sem leita ekki eftir pólitísku sjálfstæði þrátt fyrir pólitískan áhuga og hafa gjarnan aðlagast kapitalísku hagkerfi nýja heimalandsins 2) Frumbyggja, sem eru pólitískt frekar áhrifalitlir og aðlagast aðeins að hluta til ríkjandi þjóðríki. Frumbyggjar eru gjarnan tengdir óiðnvæddum framleiðsluháttum og ríkislausu pólitísku kerfi 3) Proto-þjóðir, eða þjóðernissinnaðar pólitískar hreyfingar eins og til dæmis Palestínumenn og Kúrdar. Hjá þessum hópum má finna pólitíska leiðtoga og krafan er eigið þjóðríki án afskipta annarra. Hópi sem þessum er gjarnan lýst sem þjóð án ríkis 4) Þjóðernishópar í fjöl-samfélögum og er hér oftast vísað til ríkja með menningarlega margleitni, sem á rætur sínar að rekja til nýlendutímans 5) Minnihlutahópar eftir-þrælahalds, eða afkomendur þræla, aðallega í nýja heiminum. Samsömunarstjórnmál þeirra byggjast fyrst og fremst á sameiginlegri sögu þjáninga. Samskipti þjóðernishópa geta verið með bæði neikvæðum og jákvæðum formerkjum. Í andstæðri aðgreiningu (dichotomisation) er samanburður milli hópa neikvæður, en í samstæðri aðgreiningu (complementarisation) birtist jákvæður samanburður. Abner Cohen (1996:83) bendir á, að hvort sem um ræðir jákvæð eða neikvæð samskipti þá eru það einmitt samskiptin sem í dag skilgreina nútíma þjóðernishópa, ekki aðskilnaðurinn milli þeirra. Þetta samræmist því sem Eriksen (2010:16) segir um tilurð þjóðernishópa, að hópar sem skilgreini sig menningarlega öðruvísi, verði að hafa lágmarks samskipti við hina til að hægt sé að tala um þá sem þjóðernishóp. Ef ekki er um slík samskipti að ræða, segir Eriksen, er ekki hægt að tala um sérstakt þjóðerni, því þjóðerni skilgreinist af samskiptum en ekki sem eiginleiki hóps. Cohen (1996:84) telur að ekki sé hægt að tala um þjóðernishóp fyrr en slíkur hópur skilgreini 12

og skipuleggi sig innan þjóðríkis eða formlegra samtaka, sem pólitískan geranda. Cohen álítur þjóðernishóp í eðli sínu pólitískan, þar sem menningararfleifðin er notuð sem tæki í pólitískri taflstöðu. Fólk kann að grínast með aðra menningu en sína eigin, segir hann, en það drepur ekki aðra vegna mismunandi menningar. Ef alvarlegur styrr stendur um menningarlegan mismun, þá er það vegna þess að sá mismunur tengist pólitísku misgengi. Varðandi pólitískt misgengi, undirbyggingu félagsgerðar og valds, nefnir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (1994:91) að misgengi grunngerðar og yfirborðsgerðar þjóðfélagsins nái ávallt upp á yfirborðið fyrr eða síðar, sé því fyrir að fara. Þessi greining Sigríðar Dúnu getur nýst vel í aðlögunarferli innflytjenda í Evrópu og ekki er ólíklegt að hér megi finna ástæður ýmissa þeirra vandamála sem fyrir eru. Á sama máta má segja að samstaða náist milli hópa með mismunandi menningarlegan bakgrunn þegar sameiginleg hagsmunamál eru í húfi. Milli hópanna geta í sumum tilfellum verið landfræðileg mörk, en fyrst og fremst eru þau félagsleg. Mörkin ákvarða hver fellur innan þeirra og hver utan. Hópum í slíkum samskiptum er viðhaldið svo lengi sem báðir/allir aðilar leika sama leikinn, sem þýðir einnig, að möguleiki er fyrir hendi til að þróa og útvíkka samskiptin í aukinni fjölbreytni (Barth, 1996:79). Ef hins vegar er um að ræða andstæða aðgreiningu (dichotomisation) hjá öðrum aðilanum eða báðum segir Barth, þá eykst áherslan á takmarkanir samskipta og gagnkvæms skilnings, sem jafnvel leiðir til takmarkaðra samskipta í þeim þáttum sem þó geta talist til sameiginlegra hagsmuna. Með öðrum orðum, svo lengi sem þjóðernishópum er viðhaldið með tilheyrandi viðmiðum og markalínum, þá viðhelst menningarlegur mismunur milli hópanna. Menningarflæði og samsömun Í ljósi sívaxandi áherslu á menningararfleifð, þjóðerni og samsömun þjóðernishópa, má spyrja sig hvaða kringumstæður ýti undir þennan vöxt. Það var Foucault sem sagði að hugmyndin um fólk öðruvísi en við væri menningarlega hnattræn og vegna menningarlegrar tregðu hegðuðu allir menn sér eins og þeir væru af sitt hvorri tegundinni (Gísli Pálsson, 1995:48). Það er nú einu sinni svo, að þegar kemur að því að skilgreina sjálfan sig er einna helst litið til uppruna og arfleifðar, sem segir okkur að menningarlegt samhengi er ríkjandi þáttur í samsömun okkar og sjálfsmynd. Mannfræðin talar um menningu sem uppsafnaða þekkingu mannsins, sem lærst hefur í náttúrulegu og félagslegu umhverfi hans og ákvarðar hugmyndir hans, gildi og gjörðir (Kristján Þór Sigurðsson, 2007). Sörensen (1995) 13

segir, að þrátt fyrir tilraunir til að skilgreina menningu, þá hafi það gengið fremur illa vegna þess hversu erfitt það er að einangra hugtakið og ná böndum yfir það. Af þessu sést að menning er hvorki kyrrstætt né stýranlegt fyrirbæri, heldur hreyfanlegt, aflmikið og síbreytilegt í takti við mannlega hegðun. Það má því segja að við rannsókn á menningu, séu gögnin mannleg hegðun hverju sinni (Yengoyan, 1986:370-371). Nú á tímum fólksflutninga um heiminn sem á sér fáar hliðstæður, ræða menn enn um menninguna og þá menningartengdu kynþáttafordóma sem birtast okkur nánast daglega. Ólík þjóðarbrot og þjóðernishópar flæða inn til Evrópu sem aldrei fyrr og með þeim menning þeirra, gildi og lífssýn. Menningarleg fjölbreytni er vinsælt umræðuefni og hafa margar þjóðir lagt sig fram um að skapa fjölmenningarsamfélag innan landamæra sinna. Það er eins með menningarstrauma og vatnsstrauma, að þegar þeir mætast þá verða oft iðuköst með tilheyrandi hamagangi og átökum. Maðurinn er í eðli sínu menningarberi og við miðlun mismunandi menningar veldur hann gjarnan núningi og átökum (Hannerz, 1999:393-394). Það er tilhneiging við notkun hugtaksins í almennri og pólitískri umræðu, segir Hannerz, að valda aðskilnaði og núningi milli þjóðernishópa, það skerpir muninn milli okkar og hinna. Ekki virðist draga úr aðgreiningunni þó heimurinn fari sífellt minnkandi, með stöðugu streymi fólks sem flytur með sér mismunandi menningareinkenni þvert yfir landamæri þjóðríkja. Mörgum stendur ógn af þeirri breytingu sem þessu fylgir og berjast fyrir varðveislu menningar sinnar, eða kannski öllu heldur fyrir sjálfsmynd sinni og samsömun í síbreytilegum heimi. Þörfin fyrir samsömun og einingu virðist ekki hverfa við aukna fjölmenningu. Þeir eru til sem halda því fram, að aðskilnaður í við og hin sé meðfæddur og óaðskiljanlegur hluti mannskepnunnar og því sé tilgangslaust að reyna að stuðla sérstaklega að umburðalyndi og einingu (Gísli Pálsson, 1995:48-49). Þessu er andmælt með því að benda á tiltölulega nýlega tilurð og notkun hugtaksins otherness, sem smíðað var þegar landvinningar nýlenduveldanna stóðu sem hæst og kynnt sem hluti af Orientalisma (Gísli Pálsson, 1995:29). Því má ætla að flokkun mannkyns í þjóðir og þjóðernishópa, í við og hin, sé nátengd valdi og beri að skoða sérstaklega í því ljósi. Lewellen (2003:162) styður við þessa hugsun þegar hann segir mannfræðina hafa skipt út menningu sem aðal foci í rannsóknum sínum á valdi, fyrir rannsóknir á þjóðerni og þjóðernishyggju. Ef afstaðan til hinna er notuð sem stjórntæki í höndum yfirvalda, þá kann að vera alið á ótta þjóðar við innflytjendur vegna menningarmunar og höfum við séð tilhneigingu til þess bæði hér á landi og í mörgum löndum Evrópu. Ísland hefur ekki farið varhluta af 14

fólksflutningum og síðastliðin ár hefur fjöldi innflytjenda aukist til muna. Margir þeirra koma í leit að vinnu og hafa í kjölfarið ákveðið að ílengjast á landinu og setjast þar að. Eðlilega bera þau með sér menningarleg einkenni gamla heimalandsins, sem þá mæta þeirri menningu sem fyrir er. Innflytjendur hitta fyrir íslenska tungu, stjórnkerfi landsins, vinnumarkaðskerfið og að sjálfsögðu kjarna hinna menningarlegu þátta eins og siðferðisviðmið, gildi, kristin trúarbrögð, siði, lög og reglur, list, bókmenntir, heimspeki, hugmyndafræði og svo framvegis (Cossiga, 2008:477-478). Allt þetta kann að vera meira eða minna frábrugðið því sem innflytjandinn færir með sér og því er það oft fyrsta viðbragð þeirra sem fyrir eru, þeirra sem eiga landið, að krefjast þess að hinir nýju Íslendingar skilji sitt eftir í gamla landinu og taki upp nýja siði. Þeir eru þó til sem líta á innflutta menningarlega þætti sem tækifæri til vaxtar, þroska og fjölbreytni fyrir land og þjóð. Það virðist ekki vera miklum annmörkum háð að samþykkja hina hvítu ekki svo ólíku innflytjendur til landsins, þar sem við Íslendingar tilheyrum jú hópi hvítra Evrópubúa (Kristín Loftsdóttir, 2012:61). Með öðrum orðum, þegar menningareinkenni hinna eru ekki alltof frábrugðin okkar eigin, eigum við tiltölulega auðvelt með að samþykkja þau og jafnvel innlima í okkar, en þegar menningararfleifðin virðist gjörólík okkar eigin, þá eigum við erfiðara uppdráttar. Vaxandi samfélag múslíma og sýnileiki hér á landi er lýsandi dæmi um þessa menningarlegu togstreitu, samanber deilur og mótmæli vegna moskubyggingar í Reykjavík (Pressan, 03.11.2010). Þegar hins vegar Rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunni var úthlutað lóð í Vesturbæ Reykjavíkur, snerist umræðan fyrst og fremst um skipulag og staðsetningu (RÚV, 17.10.2013), ekki um réttmæti þess að söfnuðurinn fengi að byggja sér tilbeiðsluhús. Þau sjálf og trú þeirra eru heldur ekki eins framandi og múslímar og íslam. Margvíslegir atburðir og hnattrænar breytingar undanfarin ár hafa haft mikil áhrif á stöðu múslíma í Evrópu, sem og afstöðuna til þeirra. Aukin öfgavæðing á báða bóga fylgdi eftir fall tvíburaturnanna í New York og í kjölfarið hefur umræðan um okkur og þau aukist til muna. Í ljósi aukins sýnileika íslam og múslíma í opinberu rými ýtir það síðan sterklega undir skýrari afmörkun samsömunar, hver erum við, hvað er að vera Evrópubúi, nú eða múslími? Það er kannski sjálfgefið að flest fólk vilji hvorki hryðjuverk né stríð í sínum bakgarði og að það gildi jafnt um múslíma sem aðra Evrópubúa, en óttinn við slíka ógn kann engu að síður að vera raunverulegur. Óttinn við umbreytingu menningareinkenna og yfirtöku hins óþekkta kann eins að vera raunverulegur, þó erfiðara sá að setja fingur á hann. Ótti ríkjandi meirihluta við 15

að missa tökin á stjórn og stöðu mála, óttinn við að menningarlegur grundvöllur okkar breytist með tilheyrandi glötun núverandi samsömunar (Cossiga, 2008:491). Eriksen (2010:92) tekur undir þetta og segir mikilvægi samsömunar ná krítískum hæðum þegar henni virðist ógnað. Mörkin sem dregin eru um okkur eru því háð þeim þrýstingi sem þau verða fyrir. Þetta segir hann, er notað bæði til viðhalds félagslegu skipulagi og sem tæki í pólitísku valdatafli. Mikilvægi þjóðernissamsömunar sést best á því að fólk er tilbúið að láta lífið fyrir þjóð eða þjóðerni, en venjulega ekki fyrir félagslega stöðu sína eða litla bæinn sinn, segir Eriksen (2010:93). Fólk lærir af öðrum hvernig bregðast á við raunverulegri eða ímyndaðri ógn, sem þýðir í reynd að við sem menningarverur byggjum ályktanir okkar á því sem er venjan okkar á meðal. Þegar um of mikil menningarleg frávik er að ræða, þá stendur okkur ógn af hinum og sú ógn getur snúist í útlendingahatur (Strumska-Cylwik, 2013:38). Það er menningin með öllu sínu, sem mótar gjörðir okkar. Við tilheyrum og eigum okkar samsömun í kerfi siða og gilda samfélagsins og þaðan höfum við samskipti við hin sem öðrum siðvenjum lúta. Þessi samsömun breytist, vex og vonandi þroskast, en ef umbreytingin er of hröð eða of róttæk, þá hættum við að vera það sem við erum og verðum einhver önnur (Cossiga, 2008:491). Í reynd þýðir þetta fyrir flesta, að breyting er í lagi svo lengi sem hún verður ekki til þess að við týnum okkar eigin samsömun. Menningarflæði og endursköpun menningar er ekki nýtt fyrirbæri í heiminum og virðist oftast nær vera gott jafnvægi milli breytinga og hefða. Sýnileiki, að því er virðist framandi menningar eins og íslam, er nú meiri í Evrópu en oftast áður og með því breytast menningarleg viðmið til að hægt sé að lifa í friði, sátt og samlyndi (Strumska-Cylwik, 2013:38-39). Það má færa fyrir því rök, að óttinn við að glata sameiginlegri menningu og menningarlegri samsömun í Evrópu, sé ein helsta ástæða þess umróts sem nú á sér stað í álfunni (Khan, 2007:19; Norris og Inglehart, 2012:232,247). Ógnin stafar ekki af návist múslíma meðal Evrópubúa, heldur af auknum sýnileika þeirra og þrýstingi á stofnanaleg gildi, sem og önnur ríkjandi gildi í álfunni. Evrópa horfir nú fram á hugsanlega umbreytingu menningar sinnar og sumum finnst sú breyting gerast of hratt og í of stórum skömmtum til að viðhalda öryggi og vellíðan. Hin eru komin inn í okkar" rými og sem menningarberar munu þau hafa áhrif til góðs eða ills, allt eftir gildismati þess sem á horfir. Khan (2007:19) segir í þessu tilfelli að Evrópubúar hegði sér nú eins og umsetinn minnihlutahópur sem óttist um eigin samsömun. Varla verður þó aftur snúið, íslam og múslímar munu lita Evrópu sínum litum í framtíðinni, en áhrifin geta og þurfa að ganga í báðar áttir ef friður á að ríkja. 16

Óttinn sem nú herjar á Evrópu gæti hugsanlega leitt til þeirrar aðlögunar og sameiningar sem svo erfitt hefur verið að ná fram að þessu, en hann kann einnig að leiða til lokunar landamæra og einangrunar ríkja. Það þarf því að vinna með óttann og það sem veldur honum. Khan (2007:26) bendir á að bæði íslam og Evrópa sækist eftir menningarlegum hreinleika. Múslímar vilja ekki verða veraldlegir eins og þeir telja vestræna menn vera og kannski er það hluti ástæðu þess að ekki hefur enn gengið sem best fyrir þá að aðlagast. Ríki Evrópu hafa á móti krafist þess að múslímar sýni menningarlega aðlögun, áður en framandi menningu þeirra er hleypt alveg inn á gafl. Af þessu má sjá, að ef vel á til að takast með Evrópu framtíðarinnar, þurfa báðir aðilar að vera viljugir og koma að borði í þeirri samræðu sem verður að eiga sér stað. Evrópubúar verða að vinna úr ótta sínum á menningarflæðinu og múslímar þurfa að skilgreina hvað það er að vera Evrópu-múslími í samfélagi Evrópuþjóða. Er það til dæmis ekki Evrópu-íslam í hag að umvefja og rækta það trúfrelsi og umburðarlyndi sem álfan hefur áskapað sér (Tibi, 2010:147; Khan, 2007:31 )? Hvað er það sem mótar huga og afstöðu múslíma, hver er trúin sem fangað hefur líf þeirra og á hug þeirra allan? Lítum aðeins á rætur íslam og helstu áhrifaþætti þessara heimstrúarbragða. Rætur íslam þjóðfélagsbreytingar Ef Mekka hefði eitthvað aðdráttarafl, þá hefðu Himyar prinsarnir fyrir löngu síðan flýtt sér þangað með heri sína. Þar eru vetur og sumur álíka eyðileg. Engir fuglar fljúga yfir Mekka og ekkert grær þar grasið. Þar veiðast engin villidýr. Þar þrífst aðeins hið aumkunarverðasta allra starfa, verslun. Þannig mælti ljóðskáld fyrir daga íslam (Wolf, 2010:100). Það er í þessum nakta eyðidal sem ein af útbreiddustu trúarbrögðum heims eiga rætur sínar. Þegar Muhammad spámaður byrjaði útbreiðslu hins nýja siðar, höfðu kringumstæður á Arabíuskaganum þróast á þann veg að hinn mannlegi jarðvegur virtist nægilega gljúpur og móttækilegur. Á fyrstu öld samkvæmt okkar tímatali hófust reglulegir vöruflutningar um Arabíuskagann, þar sem langar lestir úlfalda fluttu fjölbreytt úrval dýrmæts varnings fram og til baka milli Sýrlands og Persíu annars vegar og Abyssiníu eða Eþíópíu hins vegar. Verslunarleiðin lá að miklu leyti um Hejaz héraðið á vestanverðum skaganum, þar sem íbúunum, Bedúínum, tókst oft að komast yfir hluta varningsins og hefja eigin verslun. Þetta leiddi síðar til fastrar búsetu í Mekka kringum árið 400 (Lammens, 1926:13). 17

Þegar útbreiðsla íslam er skoðuð, kemur í ljós að þéttbýli og föst búseta skipta þar miklu máli enda snerist boðskapurinn ekki aðeins um trú, heldur ekki síður um íslamskt ríki og útbreiðslumátt hins nýja siðar (Wolf, 2010:116). Verslun og viðskipti á Arabíuskaganum breyttu smátt og smátt hefðbundinni samfélagsskipan Bedúína í þorp og borgir. Bedúínar voru hreyfanlegir hópar sem samanstóðu af 1) höfðingja og fjölskyldu hans 2) svonefndum frjálsum fjölskyldum, sem tengdar voru höfðingjanum sifjaböndum 3) vernduðum útlendingum sem ekki voru blóðtengdir fjölskyldunni, en tengdir þeim táknrænum sifjum 4) þrælum (Levy, 1933; Wolf, 2010:99). Til að sinna verslun í Mekka hafði ættbálkur Kóresh aðskilið sig frá öðrum Bedúínahópum og lýst sig lausan undan kvöðum hirðingjalífsins um búsetuhætti. Þau sópuðu til sín viðskiptunum og komu í raun á miðstýringu peningavaldsins á Arabíuskaganum með eigin lánastofnun (Wolf, 2010:100-101). Borgarmenningin jók á rof sifjatengsla þar sem útlán, verðtaxtar og laun komu á nýjum tengslum og samskiptamynstri einstaklinga og hópa. Þjóðerniseinsleitni þynntist út og sifjatengsl þjónuðu að lokum aðeins sem dula fyrir aukna stéttaskiptingu. Eins og mannfræðingurinn Eric Wolf (2010:102,104) hefur bent á, þá hélt ættbálkasamfélagið ekki velli í borginni sem ráðandi afl og Mekka var nú stjórnað af vel efnuðum viðskiptajöfrum og þeirra tengslaneti. Fjölbreytni tók við af einsleitni hvort sem um þjóðerni var að ræða eða samfélagsstöðu. Mekka sogaði til sín bæði fólk og fjármagn langt út fyrir hin arabísku mörk. Samhliða þessari miklu breytingu frá ættbálkasamfélagi yfir í borgarmenningu fylgdi síðan áherslubreyting í átrúnaði. Fjöldi staðbundinna helgistaða eða hofa (shrines) lögðust af og tilbeiðslan varð miðlæg, með Kaba í Mekka sem helgasta musteri pílagríma. Mekka varð yfirlýst miðstöð valdsins. Hin hefðbundna svæðisskipting ættbálkanna var þar með aflögð og borgin öll tilheyrði nú Kóresh ættinni (Gibb, 1948:113; Wolf, 2010:105). Wolf (2010: 107-109) bendir á að hefðbundin sifjatengsl með tilheyrandi yfirráðasvæði ættanna hafi verið rofin og að allir þeir sem fæddir voru í næsta umhverfi Kaba höfðu sama rétt og Kóresh. Allir gátu sinnt viðskiptum og ef ekki blóðtengdir eða táknrænt sifjatengdir, þá opnaðist leiðin með skattgreiðslu þeirra til Kóresh. Samhliða aukinni sameiningu kom einnig áherslan á einn guð umfram aðra, guð án sifjabanda. Eins og sjá má af þessu var ættbálkasamfélagið að gliðna í sundur og grunnurinn lagður fyrir borgarsamfélag án sifjavalds. Wolf heldur því fram, að þegar sifjakerfið á Arabíuskaganum hafi ekki lengur getað haldið í við stöðugt flóknara viðskiptakerfi í Mekka, sem var hjarta viðskipta á skaganum, hafi spámaðurinn komið fram með nýja sýn á samfélagið sem gerði mögulegt að yfirstíga 18

takmarkanir sifjakerfisins (Durrenberger og Erem, 2010:152). Valdahópar Mekka gerðu hvað þeir gátu til að kæfa niður þessar byltingarkenndu hugmyndir Muhammad og um tíma jaðraði við borgarastyrjöld, uns spámaðurinn var rekinn á brott árið 622, sem telst upphaf tímatals múslíma. Spámaðurinn Muhammad Ibn Abdullah fæddist um árið 570, samkvæmt okkar tímatali. Hann lauk samfélagsbreytingunum og stofnaði ríki íslam á rústum ættbálkasamfélagsins, með því meðal annars að boða nýja trú, trúarbrögð sem stór hluti mannkyns aðhyllist nú á dögum. Það má segja að grunnurinn að íslam og samfélagi múslíma hafi verið lagður í Medína árin eftir flótta spámannsins frá Mekka. Íbúar Medína voru mun móttækilegri fyrir hinum nýja boðskap en íbúar Mekka og þar tókst Muhammad að skipuleggja fyrsta trúarlega samfélagið, borgríki grundvallað á guðræði, hið fyrsta úmma (Morris, 2006:80). Úmma er sameiningarhugtak allra múslíma, ofar þjóð, ríki eða uppruna. Í úmma ræður guð ferðinni og lögin eða figh eru byggð á sharia, sem er forskrift íslam að hinni guðlegu samfélagsgerð. Eftir að Muhammad og fylgismenn hans lögðu undir sig Mekka nokkrum árum síðar, breiddist íslam hratt út um Arabíuskagann og Austulönd nær með miklum áhrifum á samfélög og menningu þeirra (Morris, 2006:80-81). Samkvæmt Morris, þá telja mannfræðingar helsta aðdráttarafl íslam hafa verið einfaldleikann í trúnni og trúrækninni, einn guð, ein bók, einn spámaður. Ritúölin eru skýr og einföld í aðgerð, engir prestar og engin trúarleg elíta, þó það megi eflaust deila um það í dag hvort sú elíta sé ekki í reynd til staðar og hafi kannski alltaf verið innan íslam (Saunders, 2008:312-315). Til að skilja múslíma dagsins í dag, sem vilja taka trú sína alvarlega, er mikilvægt að þekkja þann grunn sem spámaðurinn lagði og byggt var ofan á af arftökum hans sem leiðtogum íslam. Það er nauðsynlegt að skilja hver trúargrundvöllurinn er og hvaða hugtök eru ofarlega í hugum múslíma þegar kemur að ræktun trúarinnar og samskiptum við vantrúaða. Orðið íslam þýðir undirgefni, eða hlýðni við vilja hins eina guðs sem opinberaður er í Kóraninum, hinu helga orði. Auk Kóransins eru forskriftir þær sem kenningar íslam hvíla á að finna í hadith og sunna, sem ná yfir siði og hegðunarviðmið samkvæmt guðs lögum í því íslamska borgríki sem leyst hafði ættbálkasamfélagið af hólmi (Marranci, 2008:18; Morris, 2006:81). Af þessu má sjá, að ekki getur verið um að ræða mikinn aðskilnað milli hins geistlega og veraldlega. Íslam er einfaldlega það sem lífið snýst um, allt um vefjandi trú og hugmyndafræði, eða din. Kóraninn er bæði andleg og veraldleg ritning, sem segir ekki aðeins 19

til um ræktun trúarinnar á einstaklingsgrundvelli, heldur gerir grein fyrir samfélagsskipaninni, lögum og reglum. Birtingarmyndir íslam og vald Þrátt fyrir yfirlýsingu um að íslam væri fyrir alla og myndi sameina heiminn í einni trú og einum sið, þá hefur það aldrei orðið að veruleika (Tibi, 2010:134). Það var fljótlega eftir dauða spámannsins sem klofningur eða fitna átti sér stað og tvær af stærstu fylkingum múslíma, Shiah og Sunni, urðu til. Shiah er þar í miklum minnihluta og telur aðeins um 15-20% allar múslíma. Við klofninginn, sem stafaði af valdabráttu um það hver skyldi ríkja sem kalífi, voru múslímar ekki lengur eitt trúarsamfélag og birtist þessi klofningur enn á okkar tímum í alvarlegum átökum milli fylkinga og jafnvel stríði (Hjärpe, 2011:348-349, 375). Hjärpe bendir á í þessu sambandi, að bannað sé samkvæmt Kóraninum að drepa aðra múslíma eða framkvæma haram og þess vegna lýsi stríðandi fylkingar hvora aðra kafir, eða vantrúaða, sem þá réttlætir hernað á hendur þeim. Þjóðernisátök hafa mótað sögu íslam, svo sem átök um vald og aðgengi að auðlindum milli Araba, Persa og Tyrkja (Tibi, 2010:132). Tibi bendir á þá staðreynd, að jafnvel á meðal Araba hafi tryggð þeirra við ættbálkinn tekið tryggðinni við úmma fram og enn í dag vilji múslímar um heim allan ekki fara með föstudagsbænir nema undir stjórn síns eigin imam, eða leiðtoga. Þetta, segir Tibi, er í algjörri andstöðu við kenningar íslam, þar sem íslam tengist á engan hátt sifja- eða feðraveldiskerfi og er þjóðernisblind trú, eins og hann kallar það. Samkvæmt þessu eru múslímar ekki einn samstilltur einsleitur hópur fólks og þrátt fyrir einfalt og nokkuð staðlað viðmið sem íslam gefur, þá er langt frá því að hægt sé að fullyrða að allir múslímar séu eins, iðki trú sína á sama máta og hafi eins lífsviðhorf. Eðlilega eru samverkandi þættir, einhvers konar rauður þráður sem hægt er að finna, en múslímar eins og iðkendur annarra trúarbragða eru stöðugt að semja og endursemja um stöðu sína gagnvart bókstafnum og þeim kennisetningum sem hefðin hefur markað þeim (Cesari, 2009:159). Cesari bendir á, að þess vegna sé ekki hægt að rannsaka íslam sem staðlað einsleitt fyrirbæri og sjáist það til dæmis í mismunandi afstöðu múslíma til nútímavæðingar. Þrátt fyrir að reglulega kveði að svokölluðum jihadi hópum múslíma, sem álíta að nútímavæðing sé vestrænt afkvæmi hins illa, þá eru aðrir hópar múslíma sem umvefja nútímavæðinguna og vilja vestræna menningu. 20

Morris (2006:82) nefnir að til sé hópur vel menntaðra múslíma, sem segja teikningu að hinu fullkomna ríki íslam vera til og að byggingin muni einn daginn standa sterk og fögur, óháð félagslegu samhengi. Reynslan hefur hins vegar sýnt að mönnum innan íslam greinir á um samband pólitískra og trúarlegra yfirvalda. Hvorki Kóraninn né sunna leggja línurnar alveg skýrt um þessi samskipti og það sama gildir um samspil íslam og lýðræðis (Asad, 1961:22). Það má vera að teikningin sé til, segir Morris, en sagan kennir okkur að ekki hefur gengið of vel að sameinast um hana og hún lítur afar mismunandi út, allt eftir tíma og landfræðilegri staðsetningu. Með öðrum orðum, það er engin bein tenging milli textans og samfélagslegrar birtingar hans (Morris, 2006:82). Mismunandi birtingarmyndir eru svo sem ekki bundnar við íslam og þurfum við ekki að leita langt yfir skammt til að sjá það sama í kristnum samfélögum. Samskipti og aðlögun múslíma í Evrópu virðast að miklu leyti snúast um trúarþáttinn, að minnsta kosti í almennri umræðu. En það má líka spyrja hversu gott sé að styðjast eingöngu við hugtakið múslími þegar samband íslam við Evrópu er skoðað. Múslími er aðeins einn sjálfumleikinn (identity) af mörgum, því þó trúin spili þar stóran þátt, þá gerir kyngervi, stétt, þjóðerni og aldur það líka, svo eitthvað sé nefnt (Grillo, 2004:864). Mannfræðingurinn Talal Asad segir að þó íslam sé hvorki ákveðin félagsgerð né sundurleitt samansafn trúarþátta, siða og venja, heldur hefð, þá þýði það ekki að íslam sé óbreytanlegt safn regla sem lifi sjálfstæðu lífi án félagslegs og sögulegs samhengis (Morris, 2006:77). Morris nefnir, að oft á tíðum þrífist mismunandi áherslur og athafnir hlið við hlið innan íslam. Lifandi dæmi eru þeir múslímar sem nú finnast um allan heim í mismunandi samfélögum og því mætti segja að íslam sé eins fjölbreytt og fólkið er margt. Birtingarmynd íslam er margvísleg vegna mismunandi félagslegs bakgrunns og forsenda til að takast á við það samfélagslega umhverfi sem hefur áhrif á myndina. Íslam er því mótað af sögulegum, félagslegum, menningarlegum og pólitískum kringumstæðum. Er þá hægt að tala um eitt samfélag múslíma eða segja að allir múslímar í Evrópu séu eins, þegar þjóðernislegur og menningarlegur margbreytileiki er svona mikill? Í þessu samhengi, segir Morris (2006:77-80), skiptir öllu máli að skilja þá valdauppbyggingu sem býr að baki. Fjölbreytileiki íslam snýst ekki einungis um mismunandi trúarlegar áherslur og athafnir, heldur um valdið sem ákveður hvaða hugmyndafræði og stofnanir fá framgang hverju sinni. Hér er vitnað í Asad, sem telur að venjur séu íslamskar ef þær eru valdefldar af orðræðuhefð íslam. Við þetta styður Gregory Starret (1997:288) og 21

segir umræðuna um hvað sé íslam og hvað ekki, snúast miklu fremur um það hver notar textann og á hvaða hátt til að valdefla ákveðna hugmyndafræði, fremur en það hvort samfélagið endurspegli textann. Með öðrum orðum, íslamskur rétttrúnaður er nátengdur valdi og Bassam Tibi (2010:130) segir að í íslam séu trúarbrögðin samofin menningunni. Þessu er öðruvísi varið í Evrópu, en þar hefur allt kapp verið lagt á, frá og með Upplýsingunni, að menningin væri veraldleg. Því er það, að samtengin trúar og menningar hjá múslímum er af mörgum Evrópubúum talin gamaldags og óæskileg. Hér er því samsömunarsmíð í gangi með andstæða aðgreiningu (dichotomisation) að markmiði. Ríkjandi veraldleg frjálshyggja Vesturlanda skilur stjórnmál og trúarbrögð að, og vissulega er þessi aðskilnaður notaður í pólitískum tilgangi (Hurd, 2007:351). Með aðskilnaði ríkis og trúarbragða lýsa yfirvöld sig hlutlaus og ógildishlaðin fyrir opinbera rýmið, en andstætt þessu eru trúarbrögðin gildishlaðin og einstaklingsbundin fyrir einkarýmið. Þetta, segir Hurd, þýðir að opinbera rýmið stendur fyrir rökhyggju, gagnsæi, hlutleysi og áhrif. Hugmyndafræðin varar við trúarbrögðum í hinu opinbera rými, því þau eru ólýðræðisleg og jafnvel guðræðisleg. Trúarbrögðum er því fundinn staður utan við hið opinbera. Í þessu samhengi má benda á það sem Tibi (2010:857) segir, að pólitísk staðfesta íslam beinist einmitt gegn hinu veraldlega fyrirkomulagi Vesturlanda. Hurd (2007:352) segir að í hinum veraldlegu ríkjum Vesturlanda sé talað um hið pólitíska íslam sem ógn við nútíma vísindasamfélagið og það verði að taka stjórn á stöðunni þar sem trúarbrögðin séu að ryðjast inn í hið opinbera rými í andstöðu við nútíma lifnaðarhætti. Franski fræðimaðurinn Gilles Kepel (2004:295) telur að hér liggi hundurinn grafinn og segir aðskilnað milli hins veraldlega og trúarlega algjöra forsendu umbóta í hinum múslímska heimi og að íslam verði að ná sáttum við nútímavæðinguna. Súdanski lagaprófessorinn Ahmed An-Na im (2008:1) tekur undir þessi orð og segir að til að geta lifað sem frjáls múslími, eftir eigin sannfæringu, þarfnist hann veraldlegs ríkis sem er hlutlaust gagnvart trúnni og hvorki reynir eða þykist innleiða trúarlög íslam, sharia. Kannski er það einmitt hér sem núningurinn er hvað mestur, tvö gjörólík sjónarmið til samspils samfélags, menningar, valds og trúar. Benjamin Barber (1996:206) segir að í íslam séu trúin og ríkið óaðskiljnaleg og þar sé minna rúm fyrir veraldarhyggju en í nokkrum öðrum hinna stóru heimstrúarbragða. Það má færa fyrir því rök, að síðan veraldarhyggjan hóf innreið sína í vestri hafi pólitískt og trúarlegt yfirvald fjarlægst hvort annað þar, en að sama skapi nálgast hvort annað í Mið-Austurlöndum (Lewis, 1994:135-136). Þessir umpólandi 22

þættir hafa náð þeim hæðum í samskiptum íslam og Evrópu, að þeir eru nú grunnur þeirrar samsömunarsköpunar sem á sér stað og byggir á þjóðernisafmörkunum (Tibi, 2010:134-135, 128). Tibi segir slíkar jaðarsetningar og afmarkanir ýta undir áherslur á við og hin og mynda virka þjóðernishópa eins og sést best á íslömskum gettóum víða um Evrópu, þar á meðal í Skandinavíu. Sömuleiðis verða þjóðir Evrópu einstaklega þjóðernislegar í hegðun gagnvart innflytjendum, öðrum en vestrænum. Þjóðernis- og kenningarlegur fjölbreytileiki meðal múslíma er svo mikill að enginn einn hópur þeirra getur talist hinn sanni fulltrúi íslam, þó margir slíkir sjálfskipaðir komi reglulega fram á sjónarsviðið (Grillo, 2004:862). Þvert á móti þá hafa múslímar frekar verið sundraðir en sameinaðir í gegnum tíðina og gjarnan skort sameiginlegan talsmann (Khan, 2007:28-30; Saunders, 2008:309). Þegar fjölbreytileikinn er svona mikill, er varla hægt að tala um einn hóp Evrópumúslíma eða einn hóp þýskra múslíma, sem einhvers konar samnefnara? Grillo (2004, 864-865) bendir á, að enn einn þátturinn sem geri samskiptin flókin og oft erfiðleikum háð, sé þverþjóðleiki íslam. Þverþjóðleiki með félagslegum, menningarlegum, efnahagslegum og pólitískum samskiptum einstaklinga langt út fyrir þjóðríkið sem hýsir viðkomandi. Þverþjóðlegir innflytjendur lifa þannig lífi sínu þvert á og yfir öll landamæri. Unnur Dís Skaptadóttir og Anna Wojtynska (2007:83) benda á, að við rannsóknir á högum innflytjenda hafi áherslan flust frá aðlögun þeirra og þjóðernisbakgrunni yfir til hreyfanleika og þverþjóðlegra tengsla. Þessi þverþjóðleiki hefur í dag mikið að segja um þá gerjun sem á sér stað í hinum múslímska heimi, en það er úmmaisminn. Ofurættbálkurinn úmma Gilman (2005:66) líkir stöðu múslíma í dreifingunni (diaspora) nú við stöðu Gyðinga í Evrópu fyrir upplýsingaöld, þar sem áherslan er á varðveislu ákveðinnar trúararfleifðar í veraldlegu þjóðfélagi og því sé alþjóðleg pólitísk hreyfing á borð við zíonisma ekki óraunhæf á meðal múslíma. Þetta þver-múslímska verkefni kallar Saunders (2008:309-311) úmmaisma. Það má segja að úmmaismi sé eigin þjóðernisafmörkun múslíma í nútímanum. Þessi hyggja er þá pólitísk kenning sem stuðlar að sameiginlegu markmiði, viðhorfum og hagsmunum. Hreyfing sem virkjar alla múslíma til aðgerða óháð búsetu eða trúrækni. Úmma er gjarnan notað í samhenginu þjóð, en Ronald Judy (2004:139) bendir á að varhugavert sé að nota orðið þannig á vestræna vísu, því strangt til tekið þýði orðið 23