Hafnarfjarðarbær Beiðni um stuðning við rannsóknir á styrk þungmálma og brennisteins í mosa

Similar documents
Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

rn ORKUSTOFNUN Gaslosun jarovarmavirkjana a islandi /02 ivar Baldvinsson, JJora H. JJorisdottir, Jonas Ketilsson

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Náttúrufræðistofa Kópavogs Natural History Museum of Kópavogur

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.


Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa -

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey?

Könnun á ólífrænum snefilefnum og fjölhringja kolvatnsefnum (PAH) í kræklingi og seti við Grundartanga, Hvalfirði, 2016

Ég vil læra íslensku

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Mat á eiginleikum malbiks fyrir íslenskar aðstæður Áfangaskýrsla I. Unnið fyrir rannsóknasjóð Vegagerðarinnar. Arnþór Óli Arason Pétur Pétursson

Efnasamsetning, rennsli og aurburður straumvatna á Suðurlandi XX. Gagnagrunnur Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar RH

Sýnir sauðfé við Hvalfjörð merki um líffræðilegt álag af völdum mengunar?

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Áhrif Lagarfossvirkjunar og Kárahnjúkavirkjunar á gróður og landbrot við Lagarfljót

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin Umfang, aðferðir og úrvinnsla

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2012

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Horizon 2020 á Íslandi:

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna

LV ORK Mælingar á aurburði og rennsli í Jökulkvísl árin 2015 og 2016

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

FRAMKVÆMDAÁÆTLUN UM VARNIR GEGN MENGUN SJÁVAR FRÁ LANDI

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009

Geislavarnir ríkisins

Styrkur radons í húsum á Íslandi

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Lykilorð Blýblandað tin, blýmengun, eirlagnir, Keflavíkurflugvöllur, NASKEF, neysluvatn, Varnarliðið.

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Lágsvæði viðmiðunarreglur fyrir landhæð

YFIRLIT ÁRSINS 2016 FLUGSVIÐ

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Mannfjöldaspá Population projections

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

Mat á stuðningsþörf barna: Supports Intensity Scale for Children: SIS-C Innleiðing á Íslandi

Efnasamsetning, rennsli og aurburður í útfalli Mývatns

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

LV Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar

UNGT FÓLK BEKKUR

Mannfjöldaspá Population projections

UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR. Forathugun. Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni

LV ORK Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Transcription:

Hafnarfjarðarbær Beiðni um stuðning við rannsóknir á styrk þungmálma og brennisteins í mosa Upphæð sem óskað er eftir: Árið 2015 kr. 175.000 Árið 2016 kr. 175.000 Sjá nánar í meðfylgjandi kostnaðaráætlun. -------------------------------------------------------------------------------------------------------- Umsækjandi Nafn: Náttúrufræðistofnun Íslands Sími: 5900500 Kennitala: 480269 5869 Netfang: ni@ni.is Heimili: Urriðaholtsstræti 6-8 Staður: Garðabær Verkefnisstjóri: Nafn: Sigurður H. Magnússon Beinn sími: 5900502 Kennitala: 091145-7319 Netfang: sigurdur@ni.is Aðrir þátttakendur Sótt er um fjárframlög til eftirfarandi: Rio Tinto Alcan í Straumsvík, Norðuráls Grundartanga, Elkem Ísland Grundartanga, Alcoa Fjarðaáls, Orkuveitu Reykjavíkur, HS Orku, Hafnarfjarðarbæjar, Landsvirkjunar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Umhverfis- og auðlindaráðuneytis, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar. Heiti verkefnis Vöktun þungmálma og brennisteins í andrúmslofti með mælingum á mosa. Stutt lýsing á verkefninu Verkefnið er hluti af evrópsku vöktunarverkefni (ICP vegetation http://icpvegetation.ceh.ac.uk). Í verkefninu er fylgst með þungmálmamengun í andrúmslofti með því að mæla styrk þeirra í mosa á fimm ára fresti víðs vegar um álfuna. Í mosanum er mælt magn As, Cd, Cr, Cu, Fe, Hg, Ni, Pb, V og Zn auk fleiri efna, mismunandi eftir löndum. Ísland hefur tekið þátt í verkefninu frá árinu 1990. Hér á landi hefur frá árinu 1995 einnig verið mælt magn brennisteins. Niðurstöður hafa verið birtar bæði á ensku og íslensku (t.d. Rühling o.fl. 1992, Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon 1993, Rühling o.fl. 1996, Rühling og Steinnes 1998, Sigurður H. Magnússon 2002ab, Harmens o.fl. 2004, Sigurður H. Magnússon og Björn Thomas, 2007abc, Harmens o.fl. 2008, Harmens o.fl. 2013, Sigurður H. Magnússon 2013). 1

Markmið Meginmarkmið verkefnisins er að kanna dreifingu þungmálma í Evrópu, finna helstu uppsprettur þungmálmamengunar og kanna hvort breytingar verða milli ára. Með þátttöku Íslands í verkefninu fæst yfirlit yfir dreifingu þungmálma á landinu. Auk þess fæst mikilvægur samanburður við önnur Evrópulönd og upplýsingar um styrk efna í nágrenni nokkurra helstu iðjuvera á landinu. Annað markmið verkefnisins er að kanna áhrif nýlegrar eldvirkni í Holuhrauni á styrk mengandi efna í umhverfinu með mælingum í mosa og mati á skemmdum í honum um allt land. Þannig fæst vísbending um hve mikil mengun er frá gosinu og hve langt frá upptökum hún nær. Bakgrunnur Þungmálmar finnast víða í náttúrunni og eru sumir þeirra nauðsynlegir lífverum. Þeir geta hins vegar haft eiturverkanir, jafnvel í mjög lágum styrk. Í Evrópu má rekja helstu uppsprettur þungmálma til málmiðnaðar (Al, As, Cr, Cu, Fe, Zn); til annars konar iðnaðar og mannvirkjagerðar (As, Cd, Cr, Hg, Ni, Pb); raforku- og varmavera (Cd, Hg, Ni); samgangna (Cu og Sb sem losna við slit á bremsubúnaði, Pb, V, Zn frá hjólbörðum); vinnslu og hreinsunar jarðolíu (Ni, V) og til notkunar fosfóráburðar í landbúnaði (Cd) (Harmens o.fl. 2008). Vegna skaðlegra áhrifa þungmálma á lífverur er mikilvægt að fylgast með magni þeirra í náttúrunni. Vöktun á þungmálmum með mosaaðferðinni byggir á því að mosategundir, einkum þær sem mynda breiður, taka mestan hluta næringar sinnar með úrkomu og ryki úr lofti (Taylor og Witherspoon 1972, Wallin 1976). Þungmálmar safnast fyrir í mosanum og því endurspeglar magn þeirra hreinleika þess lofts sem um mosann hefur leikið. Með því að mæla magn efna í mosasýnum má á fremur ódýran hátt fá haldgóðar upplýsingar um magn þungmálma í andrúmslofti á þeim stað sem mosinn hefur vaxið. Með allþéttu mælineti er síðan unnt að vinna kort sem sýnir styrk efna eftir svæðum. Vöktun með mosaaðferðinni hófst í Svíþjóð og Danmörku fyrir 1980. Þegar mosa var síðast safnað til mælinga á þungmálmum í Evrópu árið 2010, tóku alls 25 lönd þátt í vöktuninni en þá var safnað um 4.500 sýnum (Harmens o.fl. 2013). Hér á landi getur eldvirkni haft veruleg áhrif styrk sumra þungmálma og brennisteins í mosa (Sigurður H. Magnússon 2013). Við síðustu mælingu árið 2010 varð vart við skemmdir á mosa sem að hluta mátti rekja til eldvirkni í Eyjafjallajökli sama ár en einnig til starfsemi iðjuvera hér á landi (Sigurður H. Magnússon 2013). Gosið í Holuhrauni sem hófst haustið 2014 hefur losað gífurlegt magn af SO 2 út í náttúruna sem hugsanlega getur haft áhrif á styrk brennisteins í mosa og valdið skemmdum á gróðri. Söfnun mosa á landinu sumarið 2015 og mæling á brennisteini og þungmálmum í honum gefur gott tækifæri til að meta umhverfisáhrif af gosinu. 2

Framkvæmdalýsing, verk- og tímaáætlun Framkvæmd 2015 2016 Samhliða söfnun á mosa og mælingum á þungmálmum á landsvísu verður styrkur þeirra mældur í sýnum sem tekin verða við álverið í Straumsvík (15 sýni), álverið í Reyðarfirði (15 sýni) og við iðjuverin á Grundartanga (15 sýni) (1. mynd). Mosasýni verða einnig tekin í nágrenni jarðvarmavirkjana Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði og á Nesjavöllum (15 sýni), við orkuver HS Orku í Svartsengi og Gunnuhver á Reykjanesskaga (5 sýni), við fyrirhuguð orkuver Landsvirkjunar við Þeistareyki og Bjarnarflag (5 sýni). Auk þess verða tekin 5 sýni á Völlunum í Hafnarfirði en þar var styrkur þungmálma í mosa kannaður haustið 2013 (Sigurður H. Magnússon 2014). Á hverjum sýnatökustað verða mosaskemmdir kannaðar og þær flokkaðar eftir því hversu miklar þær eru. Teknar verða ljósmyndir á öllum sýnatökustöðum. Miðað er við að sýnum verði safnað sumarið 2015 og þau hreinsuð og efnagreind á fyrri helmingi árs 2016. Niðurstöðum fyrir landið í heild verður síðan komið til Centre for Ecology and Hydrology í Bangor sem nú hefur með höndum yfirstjórn verkefnisins. Þar verður unnið úr gögnunum og niðurstöður síðan birtar í sameiginlegri skýrslu allra þátttökulanda líkt og gert hefur verið við fyrri mælingar (Rühling o.fl. 1992, Rühling o.fl. 1996, Rühling og Steinnes 1998, Harmens o.fl. 2004, Harmens o.fl. 2008, Harmens o.fl. 2013). Reiknað er með að taka alls 165 sýni af tildurmosa (Hylocomium splendens) víðs vegar um land (1. mynd). Sýnataka fer fram á tímabilinu frá 1. júlí til 30. september. Sýni verða tekin á sömu stöðum og árið 2010 en allir sýnatökustaðir hafa verið GPS-mældir (1. mynd). 3

1. mynd. Söfnunarstaðir tildurmosa árið 2010. Í söfnuninni 2015 er miðað við að sýni verði tekin á sömu stöðum en sýnum fjölgað við virkjanir Orkuveitu Reykjavíkur á Hengilssvæðinu, við orkuver HS Orku í Svartsengi og á Reykjanesi en einnig á Völlunum í Hafnarfirði. Öll sýni verða meðhöndluð samkvæmt þeirri aðferð sem notuð hefur verið við þungmálmamælingar í mosa í Evrópu (t.d. Rühling og Steinnes 1998). Í því felst að á hverjum stað verða tekin 5 10 smásýni og þeim síðan slegið saman í eitt samsýni (e. composite sample). Gert er ráð fyrir að sýnin verði geymd frosin uns hreinsun fer fram en það verði gert í byrjun árs árið 2016. Sýnin verða síðan þurrkuð og efnagreind. Miðað er við að hreinsun sýna verði unnin hér á landi en þau verði efnagreind við Lundarháskóla í Svíþjóð eins og gert hefur verið við fyrri mælingar. Efnagreiningum verði lokið í maí 2016. Að loknum efnagreiningum verða niðurstöður sendar til Englands þar sem unnið verður úr þeim. Árangur og birting niðurstaðna Með þátttöku í þessu evrópska verkefni fæst yfirlit yfir dreifingu þungmálma á Íslandi og hvort breytingar verða milli ára. Auk þess fæst mikilvægur samanburður við önnur Evrópulönd. Gildi vöktunarinnar er verulegt í ljósi þess að hér á landi hefur ýmis konar iðnaður og umferð farið vaxandi á undanförnum árum, jarðvarmavirkjunum fjölgað, auk þess sem eldvirkni getur haft veruleg áhrif á magn sumra efna í lofti. 4

Helstu notendur eru allir þeir sem vilja fylgjast með mengun hér á landi. Upplýsingarnar sem verkefnið gefur ættu því að nýtast m.a. landbúnaði, iðnfyrirtækjum, Vegagerðinni, orkufyrirtækjum, stjórnvöldum og stofnunum sem hafa með mengun að gera. Niðurstöðum fyrir landið í heild verður komið til Centre for Ecology and Hydrology í Bangor sem nú hefur með höndum yfirstjórn verkefnisins. Þar verður unnið úr gögnunum og niðurstöður síðan birtar í sameiginlegri skýrslu allra þátttökulanda. Niðurstöður mælinga verða varðveittar á Náttúrufræðistofnun Íslands og verða aðgengilegar þeim er þess óska. Fyrirkomulag rannsókna - þátttaka fyrirtækja og stofnana Fyrirkomulag rannsóknanna hefur verið þannig að sýnataka, hreinsun og efnagreining hefur verið kostuð af hverju landi fyrir sig en úrvinnsla gagna fyrir Evrópu og útgáfa skýrslu hefur verið greidd af erlendu fé. Hér á landi hafa ýmsir aðilar kostað verkefnið. Árið 2010 var verkefnið t.d. kostað af Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, umhverfisráðuneyti, Landsvirkjun, Vegagerðinni, Elkem Ísland ehf. og Norðuráli á Grundartanga, Rio Tinto í Straumsvík og Alcoa Fjarðaáli. Kostuðu fyrirtækin sýnatöku og efnagreiningu sýna sem tekin voru í nágrenni iðjuverannna (Sigurður H. Magnússon 2013). Með þessu fyrirkomulagi fylgja verulegir kostir bæði fyrir fyrirtækin og verkefnið í heild. Bakgrunnsgildi eru tiltæk fyrir allt landið sem kemur fyrirtækjunum vel og aukin sýnataka við fyrirtækin eykur gildi verkefnisins á landsvísu. Kostnaður Kostnaður við verkefnið 2015 2016 er áætlaður samtals kr. 10.192.425, sem reiknast u.þ.b. kr. 62.000 á hvert sýni (sjá meðfylgjandi yfirlit). Miðað er við að fyrirtækin Rio Tinto í Straumsvík, Alcoa Fjarðaál og Orkuveita Reykjavíkur greiði u.þ.b. sem svarar kostnaði við 15 sýni. Á Grundartanga skiptist kostnaður af 15 sýnum til helminga á Elkem Ísland ehf og Norðurál. Landsvirkjun greiði fyrir u.þ.b. 10 sýni, HS Orka, og Hafnarfjarðarbær greiði fyrir 5 sýni hvor aðili. Ath. í þessum hluta verkefnisins er ekki gert ráð fyrir úrvinnslu gagna eða skýrslugerð fyrir iðjuverin í Straumsvík, á Grundartanga, í Reyðarfirði eða vegna jarðvarmavirkjana við Hellisheiði, á Reykjanesskaga eða vegna þeirra sýna sem tekin verða á Völlunum í Hafnarfirði. Verði þess óskað er mögulegt að gera það í kjölfarið, eins og við fyrri mælingar (Sigurður H. Magnússon 2013). Kostnaðaráætlanir yrðu unnar fyrir þau verk. Heimildir Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon 1993. Umhverfisvöktun: Þungmálmar í mosum á Íslandi og á meginlandi Norður-Evrópu. Ráðunautafundur 1993, bls. 60-71. Harmens, H, Buse, A., Buker, P., Norris, D., Mills, G., Williams, B., Reynolds, B., Ashenden, TW., Ruhling, A., Steinnes, E. 2004. Heavy metal concentrations in European mosses: 2000/2001 survey. Jourrnal of Atmospheric Chemistry, 49: 425-436. 5

Harmens, H., Norris, D., and Participants of the moss survey 2008. Spatial and temporal trends in heavy metal accumulation in Europe (1990-2005). Bangor, Wales, Programme Coordination centre for the ICP Vegetation, Centre for Ecology and Hydrology, 51 bls. Harmens, H., Norris, D., Mills, G., and the participants of the moss survey 2013. Heavy metals and nitrogen in mosses: spatial patterns in 2010/2011 and long-term temporal trends in Europe. ICP Vegetation Programme Coordination Centre, Centre for Ecology and Hydrology, Bangor, UK, 63 bls. Rühling, Å., Brumelis, B., Goltsova, N., Kvietkus, K., Kubin, E., Liiv, S., Magnússon, S., Makinen, A., Pilegaard, K., Rasmussen, L., Sander, E. og Steinnes, E. 1992. Atmospheric heavy metal deposition in Northern Europe 1990. NORD 1992: 12. Rühling, Å., Steinnes, E. og Berg, T. 1996. Atmospheric heavy metal deposition in Northern Europe 1995. NORD 1996:37. Rühling, Å. og Steinnes, E. 1998. Atmospheric heavy metal deposition in Europe 1995-1996. NORD 1998:15. Sigurður H. Magnússon 2002a. Þungmálmar í mosa í nágrenni álversins í Straumsvík. Náttúrufræðistofnun Íslands, skýrsla unnin fyrir Íslenska álfélagið hf. NÍ 02-010, 35 bls. Sigurður H. Magnússon 2002b. Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers við Reyðarfjörð árið 2000. Náttúrufræðistofnun Íslands, skýrsla unnin fyrir Reyðarál hf. NÍ 02-011, 19 bls. Sigurður H. Magnússon og Björn Thomas 2007a. Heavy metals and sulphur in mosses around the aluminium smelter site in Reyðarfjörður in 2005. Náttúrufræðistofnun Íslands NÍ-07005. 50 bls. Sigurður H. Magnússon og Björn Thomas 2007 b. Heavy metals and sulphur in mosses at Grundartangi in 2005. Náttúrufræðistofnun Íslands NÍ-07004. 50 bls. Sigurður H. Magnússon og Björn Thomas 2007c. Heavy metals and sulphur in mosses around the aluminium smelter in Straumsvík in 2005. Náttúrufræðistofnun Íslands NÍ- 07003. 52 bls. Sigurður H. Magnússon 2013. Þungmálmar og brennisteinn í mosa á Íslandi. Áhrif iðjuvera. Náttúrufræðistofnun Íslands NÍ 13-003, 90 bls. Sigurður H. Magnússon 2014. Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013. NÍ-14001, 34 bls. Taylor, F. G. og Witherspoon, J. P. 1972. Retention of simulated fallout particles by lichens and mosses. Health Physics, 23: 867 869. Wallin, T. 1976. Deposition of airborne mercury around six Swedish chlor-alkali plants surveyed by moss analysis. Environmental Pollution, 10: 101 114. 6

Vöktun þungmálma í andrúmslofti með mælingum á mosa á Íslandi og á meginlandi Evrópu Kostnaðaráætlun 2015-2016 Árið 2015 Verkþáttur Einingar Verð/ein Alls Undirbúningur, sýnataka, frágangur og frysting sýna (165 sýni) kr kr Sérfræðingur I, tímar 190 13.200 2.508.000 Sérfræðingur II, tímar 160 11.800 1.888.000 Dagpeningar, gisting og fæði - dagar 15 31.300 469.500 Dagpeningar, fæði - dagar 6 10.800 64.800 Akstur, km 5.700 116 661.200 Efni Pokar 1 20.000 20.000 Samtals 5.611.500 Árið 2015 Verkþáttur Einingar Verð/ein Alls Hreinsun og frágangur sýna til efnagreiningar kr kr Aðkeypt vinna, sýni 160 6.000 960.000 Vinna við sýni o.fl á NÍ, tímar 40 13.200 528.000 Efnagreining (As, Cd, Cr, Cu, Fe, Pb, Hg, Ni, V, Zn, S) Efnagreining, verð á sýni SKR 1.150 Gengi SEK 16,3 Sýni 165 18.745 3.092.925 Samtals 4.580.925 Samtals undirbúningur, vettvangsvinna og sýnagreining 10.192.425 Áætluð kostnarskipting Skipting 2015-16 2015 2016 Fyrirtæki Fj. sýna % Upphæð Upphæð Upphæð Rio Tinto Alcan á Íslandi 15 10% 1.000.000 500.000 500.000 Elkem Ísland Grundartanga 7,5 5% 500.000 250.000 250.000 Norðurál Grundartanga 7,5 5% 500.000 250.000 250.000 Orkuveita Reykjavíkur 15 10% 1.000.000 500.000 500.000 Alcoa Fjarðaál 15 10% 1.000.000 500.000 500.000 Landsvirkjun 10 6% 600.000 300.000 300.000 HS Orka 5 3% 350.000 175.000 175.000 Hafnarfjarðarbær 5 3% 350.000 175.000 175.000 Ráðuneyti/stofnanir Vegagerðin 5,9% 600.000 300.000 300.000 Umhverfisstofnun 5,9% 600.000 300.000 300.000 Umhverfis- og auðlindaráðuneyti 9,8% 1.000.000 500.000 500.000 Náttúrufræðistofnun 21,5% 2.192.425 1.096.213 1.096.213 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 4,9% 500.000 250.000 250.000 Samtals 100,00% 10.192.425 5.096.213 5.096.213 7