Varpfuglar á Seltjarnarnesi árið 2013

Similar documents
Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Fuglalíf í Elliðavogi og Grafarvogi

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Fuglalíf á virkjunarsvæði Villinganesvirkjunar

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Fuglalíf í Heiðmörk Unnið fyrir Reykjavíkurborg og Garðabæ vegna deiliskipulagsvinnu

Úttekt á fuglalífi í Dyrhólaey 2012

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Fuglalíf í Þerney á Kollafriði

Íslenski grágæsastofninn 2012: Fjöldi og dreifing á láglendi að vorlagi

Bliki. TÍMARIT UM FUGLA Nr. 9 - ágúst 1990

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

LV Heiðargæsir á vatnasviði Kárahnjúkavirkjun árið 2014

Bliki TÍMARIT UM FUGLA DESEMBER 2007

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

TÍMARIT UM FUGLA Nr. 5 - nóvember 1986

s Áhrif Norðlingaöldumiðlunar á fuglalíf í Þjórsárverum Kristinn Haukur Skarphéðinsson Unnið fyrir Landsvirkjun NÍ Reykjavík, nóvember, 1997

Bliki. TÍMARIT UM FUGLA Nr desember 1995

Vöktun heiðagæsa á vatnasviði Jökulsár á Dal og Jökulsár í Fljótsdal

Frumrannsókn á lífríki Daltjarnar á Seltjarnarnesi

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Áhrif lofthita á raforkunotkun

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

TIMARIT UM FUGLA Nr. 3 - nóvember 1984

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Ég vil læra íslensku

Helsingjar í Austur-Skaftafellssýslu

Forsíða: Húsandarpar á Mývatni 6. júní Ljósm.: Jóhann Óli Hilmarsson

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

TÍMARIT UM FUGLA Nr. 4 - desember 1985

Bliki. TÍMARIT UM FUGLA Nr júní BLIKI er gefinn út af dýrafræðideild Náttúrufræðistofnunar

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Greinar, sem óskast birtar, skulu sendar ritstjóra Blika á Náttúrufræðistofnun. Höfundar fá 25 sérprent af greinum sínum endurgjaldslaust.

Bliki TÍMARIT UM FUGLA DESEMBER 2006

LV Hávellutalningar á Lagarfljóti og á vötnum í Fljótsdalsheiði 2011

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Hverjar eru sjóendur?

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Bliki TÍMARIT UM FUGLA MAÍ 2003

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2012

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Hreindýr og raflínur

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Upphitun íþróttavalla árið 2015

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

Forsíðumynd: Lundar í Drangey Texti og ljósmyndir: Ingvar Atli Sigurðsson

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Bliki. TÍMARIT UM FUGLA Nr mars BLIKI er gefinn út af dýrafræðideild Náttúrufræðistofnunar

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Reykholt í Borgarfirði

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Reykholt í Borgarfirði

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Fuglaskoðun við Eyjafjörð

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Þróun Primata og homo sapiens

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Geislavarnir ríkisins

LV Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir

Reykholt í Borgarfirði

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

Mynd á forsíðu er frá Djúpalónssandi, ljósmyndari er Rene Biasone. Ástand friðlýstra svæða UST-2014:07. bls

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

Saga fyrstu geimferða

SVIFÞÖRUNGAR Í HVALFIRÐI OG SKELFISKEITRUN

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

VIÐAUKI 11. Aðalskipulag Hveragerðis. Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort. Jarðhitamælingar sumarið kort

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Sundmannakláði í Landmannalaugum

Veiðimálastofnun. Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði. Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson VMST/13017

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd í Austur-Skaftafellssýslu 2015

Reykholt í Borgarfirði

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

Transcription:

Varpfuglar á Seltjarnarnesi árið 2013 Unnið fyrir Umhverfisnefnd Seltjarnarness Desember 2013 Jóhann Óli Hilmarsson

Efnisyfirlit Efnisyfirlit...2 Ágrip...3 Inngangur...4 Aðferðir...4 Niðurstöður umræða...5 Kría...5 Aðrir varpfuglar...8 Aðrir fuglar...10 Aðrar athuganir og tilskrif...12 Varpfuglar 2012...12 Lokaorð...13 Heimildir...14 Viðaukar...16 Forsíðumynd: Hrossagaukar stíga dans við Bakkatjörn 27. apríl 2013. Hrossagaukur er algengur varpfugl í óræktarlandi á Seltjarnarnesi. Allar ljósmyndir eru teknar af höfundi. Loftmynd af Suðurnesi er af vef símaskrár, ja.is. 1. mynd. Talningarmynd af kríum í Dal í Suðurnesi 20. júní 2013. Talningamaður gengur inní varpið til að fá kríurnar á loft. Á myndinni eru 408 kríur. 2

Ágrip Annað hvert ár eru varpfuglar og annað fuglalíf á Seltjarnarnesi skoðað að frumkvæði Umhverfisnefndar. Það er hluti af vöktunardagskrá, sem staðið hefur frá aldamótum, en upplýsingar ná þó mun lengra aftur. Krían er efst á lista yfir þá fugla sem fylgst er með; hún er algengasti varpfuglinn á Seltjarnarnesi, hefur staðið í ströngu undanfarin ár vegna ætisskorts í hafinu, er kær flestum vegna nábýlis við manninn og er afar merkilegur fugl fyrir þær sakir að hún fer allra dýra jarðarinnar lengst á árlegum ferðum sínum milli varpstöðva og vetrarstöðva. Kríuvarpið sumarið 2013 var í góðu meðallagi, rúmlega 2000 pör og jók það bjartsýni manna um að krían væri að ná sér á strik og að vonandi kæmust einhverjir ungar á legg. Varpið var öflugast í Suðurnesi, mest í óræktinni í Dal. Varpið í Gróttu var hlutfallslega lítið, sömuleiðis var lítið varp á Snoppu og nær ekkert við Bakkatjörn. Þó varpið hafi gengið vel framan af, var afkoma unga með afbrigðum slök, eins og raunin hefur orðið flest ár frá 2005. Því miður bendir ekkert til þess að aðalfæða kríunnar, sandsílið, sé að ná sér á strik. Varp misheppnaðist hjá álftahjónunum á Bakkatjörn, eggin voru ófrjó. Varpið gekk vel hjá grágæsum og æðarfugli, en lítið sást af andarungum. Árið áður, 2012, var varp skeiðandar staðfest í fyrsta sinn á Seltjarnarnesi, í Dal, þó grunur hafi leikið um að hún hafi orpið þar áður. Þá varp líka hávella í Dal. Varp mófugla gekk vel og ekki hafa jafnmörg tjaldspör fundist með unga fyrr. Lítið hettumáfsvarp var í Gróttu. Svartþröstur er nú algengur varpfugl í görðum á Seltjarnarnesi. Seltjarnarnes er mikilvægur viðkomustaður fyrir farfugla, bæði þá sem eiga leið um landið á ferðum sínum milli varpstöðva á Grænlandi og Íshafseyjum Kanada og vetrarstöðva í Evrópu og V-Afríku, sem og íslenska varpfugla. Margæsin er meðal þessara fugla og sá sem dvelur lengst á svæðinu á vorin, þær geta skipt hundruðum. Minna sást af rauðbrystingi við Bakkatjörn en oft áður, honum virðist fara fækkandi á Innnesjum. Brandönd er að festa sig í sessi sem reglulegur haustgestur á Bakkatjörn, auk þess sem steggur dvaldi þar í nokkra mánuði um vorið. Nokkrir sjaldgæfir fuglar sáust á árinu og ein tegund bættist við fuglalista Seltjarnarness 2012, ránfuglinn bláheiðir. Það er kominn tími á frekari friðlýsingar á Seltjarnarnesi. Garðabær og Kópavogur hafa friðlýst sína hluta af verndarsvæðinu Skerjafirði, nú er komið að Reykvíkingum og Seltirningum að hefja verndarmerkið á loft. Jafnframt er nauðsynlegt að friðlýsa Dal í Suðurnesi og kominn tími á að ljúka deiliskipulagi á golfvellinum og í Suðurnesi. Óræktarmói í Dal er mikilvægasta varpsvæði fugla á Seltjarnarnesi og stækkun bílastæða Golfklúbbsins inná þetta svæði er ekki til umræðu. Jarðvegstippur á Snoppu er til mikillar óprýði og hann drekkti hinni sjaldgæfu giljaflækju, sem eingöngu vex á örfáum stöðum á landinu. Um tíma hefur verið rætt um að bæta aðstöðu til fuglaskoðunar á Nesinu og er nú undirbúningur hafin við að reisa fuglaskoðunarhús við Bakkatjörn. Annað hús var reist á bólutímanum og stendur nú ónotað á Nestúni. Það átti að hýsa Lækningaminjasafn, en er kjörið fyrir Náttúruminjasafn á hrakhólum. Nauðsynlegt er að halda áfram vöktun þeirri á fuglalífi Seltjarnarness, sem hefur verið stunduð frá aldamótum. 3

Inngangur Að beiðni Umhverfisnefndar Seltjarnarness tók undirritaður að sér að kanna útbreiðslu og þéttleika varpfugla á Seltjarnarnesi sumarið 2013. Könnun með svipuðum hætti hefur verið gerð annað hvert ár frá aldamótum. Aðaláherslan er lögð á að telja kríuvarpið, en einnig voru fuglar á Bakkatjörn og í Dal í Suðurnesi taldir reglulega. Ítarleg úttekt var gerð á fuglalífi á Seltjarnarnesi sumarið 1986 (Jóhann Óli Hilmarsson & Ævar Petersen 1997). Árin 1996 og 1997 var stærð kríuvarpsins metin í Gróttu, en 1999 bæði þar og í Suðurnesi. Þéttleiki og útbreiðsla allra varpfugla var könnuð vorið 2000 og kríur í vörpunum taldar ítarlega árið 2001 og síðan annað hvert ár (Jóhann Óli Hilmarsson 1996, 1997, 2001, 2002, 2003, 2005, 2008, 2010 og 2011). Ólafur Einarsson aðstoðaði við talningar. Kristinn Haukur Skarphéðinsson las yfir uppkast að skýrslunni. Margrét Pálsdóttir er formaður Umhverfisnefndar. Þeim er þakkað samstarfið. Aðferðir Talningar á tjörnunum voru venjulega framkvæmdar úr bíl, tjörnin í Dal var talin frá bílastæðinu við golfvöllinn og Bakkatjörn talin af Bakkagranda. Notaður var handsjónauki með stækkuninni 8x32 og fjarsjá með stækkuninni 20-60x77. Fyrir utan talningar höfundar og Ólafs Einarssonar, var nú leitað upplýsinga á skráningarvefnum ebird (ebird 2012). Mófuglar voru taldir á þann veg að gengið var um svæðið og fuglar með óðalsatferli skráðir á kort eða í dagbók. Aðrir fuglar voru skráðir eftir föngum. Kríutalningar fóru fram 20. júní. Tveir menn töldu. Þetta er síðar en á árunum uppúr 2000, en fyrr en 2007, en varptími kríunnar virðist færast nokkuð til og fer hann væntanlega eitthvað eftir árferði og fæðuskilyrðum (óbirt gögn). Stærð kríuvarpa var metin með eftirfarandi aðferðum, sem voru svipaðar og beitt var í talningunum 2001-2009: Lítil vörp voru talin beint, fuglar á hreiðrum voru taldir úr fjarlægð af tveimur athugunarmönnum og síðan voru fuglarnir fældir upp og taldir að nýju á flugi. Bæri þeim ekki saman, var tekið meðaltal af niðurstöðum. Stærð stærri varpa var metin á þann hátt, að 1-2 handahófsvalin snið voru gengin þvert í gegnum varpið. Upphafs- og lokapunktar sniðs voru í jaðri varpsins. Öll kríuhreiður á 3 m breiðri sniðlínu voru talin, talningarmenn gengu línuna með 3 m band strekkt á milli sín og töldu öll kríuhreiður undir bandinu. Urpt (eggjatala) hvers hreiðurs var skráð. Lengd sniðs var mæld með fjarlægðarmæli fyrir og eftir talningu og það var afmarkað á kort. Flatarmál varpa var mæld með GPS tæki á vettvangi og vörpin afmörkuð á kort í kvarðanum 1:2000 (5. mynd). Flatarmál sniðs var fundin, útfrá henni þéttleiki á fermetra, sem síðan var margfaldaður með flatarmáli varpsins og með því fékkst heildartala hreiðra (1. viðauki). Kríur í stærri vörpum voru jafnframt taldar af ljósmyndum; annar talningamaður fældi kríurnar upp, meðan hinn ljósmyndaði fuglana á flugi og voru þeir síðan taldir á myndunum (1. mynd). Síðan var deilt með stuðli þeirra Bullock og Gomershall (1981), sem sýnir mismunandi viðveru fugla í vörpunum eftir því hvenær álegutímans talið er (1. viðauki). 4

Heildartölur fugla á Bakkatjörn og í Dal árið 2013 500 450 400 Bakkatjörn Dalur Fuglar 350 300 250 200 150 100 50 0 21.2. 29.3. 10.4. 27.4. 19.5. 26.5. 20.6. 11.7. 21.7. 19.8. 1.9. 4.10. 20.10. Dags. 2. mynd. Heildartölur fugla á Bakkatjörn og í Dal í talningum árið 2013. Talið var 13 sinnum á Bakkatjörn og 11 sinnum í Dal. 3. mynd. Kría fær sér vatnssopa. Niðurstöður umræða Kría Kríuvarpið var í góðu meðallagi, miðað við tölur frá aldamótum (1. tafla, 4. mynd, 1. viðauki). Varpið í friðlandinu við Bakkatjörn er horfið, eitt hreiður sást í hólmanum, annað var ekki á því svæði. Varpið þar fór uppí mest 150 hreiður árið 2001. Hugsanlega er ástæðan ágangur húsdýra, katta og hunda, frá nálægri byggð. Varpið í Dal er nú langstærsta varpið á Seltjarnarnesi. Það er mjög þétt á bletti sem merktur er L á 5. mynd. Varpið sem nefnt er B, kringum Kóngsstein, er nú aðeins svipur hjá sjón 5

eftir að móinn þar var lagður undir golfvöllinn. Varpið C (austan við bílastæðið) hvarf, en það var aldrei stórt. Varpið Q, nyrst í Suðurnesi, minnkaði, svo og I, sem voru blettir meðfram göngustígnum við sjóvarnargarðinn, vestan- og sunnanmegin í Suðurnesi sem og í hólmanum í Búðatjörn. Einu kríurnar sem fundust urpu á I árið 2013 voru í hólmanum. Vörpin D og E, sitthvoru megin við vinnuskúra golfvallarins, voru nú mjög öflug, með mörgum pörum. Frekar dró úr fjölda í öðrum vörpum í Suðurnesi og í heildina hafa vörpin minnkað að flatarmáli, en á móti hefur þéttleikinn aukist (1. tafla, 5. mynd, 1. viðauki). 1. Tafla. Dreifing og tala kríuhreiðra á Seltjarnarnesi sumarið 2005. Til samanburðar eru tölur frá fyrri talningum. Svæði 1986 1996 1997 1999 2000 2001 2003 2005 2007 2009 2011 2013 Bakkatjörn 200 50 150 110 120 10 65 0 1 Suðurnes, Dalur 50 700 770 750 710 85 220 0 750 Suðurnes, annað 200 700 1090 1240 1630 205 640 5 890 Snoppa 60 200 280 250 340 110 390 0 61 Grótta 450 1150 820 200 200 360 800 1750 100 660 5 358 Samtals 960 1850 2650 3150 4550 510 1975 10 2060 Kríur á Seltjarnarnesi 1986-2013 5000 4500 4000 3500 Grótta Suðurnes Alls Hreiður 3000 2500 2000 1500 1000 500 0 1986 1996 1997 1999 2000 2001 2003 2005 2007 2009 2011 2013 Ár 4. mynd. Niðurstöður 12 talninga á kríuvarpi á Seltjarnarnesi 1986 2013. Aðeins var talið í Gróttu á árunum 1996, 1997 og 1999. Varpið á Snoppu var óvenju rýrt, aðeins 60 pör í aðalvarpinu. Þar sem syðra varpið var áður, er nú jarðefnageymsla og mikill haugur af möl. Þar ofaná hafði eitt kríupar gert sér hreiður. Varpið í Gróttu var í minna lagi og aðeins vestan- og sunnanmegin við vitavarðarhúsin. Það var flatarmálsmælt að nýju og minnkaði úr 12.500 m 2 í 8.400 m 2 (1. tafla, 4. mynd, 1. viðauki). Meðalurpt var skráð í 218 kríuhreiðrum. Hún reyndist vera 1,46 egg á hreiður, engin hreiður með þremur eggjum fundust (2. tafla). Samanborið við fyrri ár er þetta svipað varp og árin 2000 og 2009, en minna en varpið á uppgagnsárunum 2001-2005. Nú var varpið mun stærra en 2007, svo ekki 6

sé minnst á 2011, þegar það mistókst algerlega. Ungaafkoma var aftur á móti afar slæm. Kríur voru í varpinu þangað til 18. júlí, þá yfirgáfu þær það. Eitthvað fannst af eggjaskurn, nýklöktum dauðum ungum og óklöktum eggjum (Jón Hjaltason, skrifl. uppl.). Fáeinir ungar hafa þó væntanlega komist á legg. Þó sást kríuger (mörg hundruð fuglar) í síli útaf Gróttu hinn 29. júlí (Kristinn Haukur Skarphéðinsson), en það var þá orðið of seint, kríurnar höfðu þá þegar gefist upp. Þar með brást von bjartsýnna manna, um að kríurnar væru að nú að ná sér á strik eftir ófarirnar sem hófust 2005, en þó þá hafi verið metár í varpi, komust fáir ungar á legg. Nýliðun sandsílis hefur meira og minna brugðist síðan þá og sér ekki fram á að það rétti úr kútnum í bráð. Eftir því sem lengra líður milli góðra árganga verður erfiðara fyrir sílið að rétta úr kútnum. Það þarf að koma til góð nýliðun i nokkur ár til að það nái sér á strik. Ekkert bendir til að það sé að gerast nú (Erpur Snær Hansen & Arnþór Garðarsson 2013). Þessi óáran er ríkjandi um sunnanvert 5. mynd. Kríuvörp í Suðurnesi 2013. Berið saman við skýrslu fyrir 2009 (JÓH 2010). L var hluti af varpinu í Dal (A), en það var óvenju þétt. Önnur vörp eru gömul. 7

2. tafla. Urpt kríu í 7 talningum á Seltjarnarnesi. Engar kríur urpu 2011. Urpt 1997 2001 2003 2005 2007 2009 2013 1 egg 7 15 19 14 20 57 117 2 egg 28 59 81 161 2 56 101 3 egg 13 18 21 26 0 2 0 Hreiður - n 48 92 121 201 22 115 218 Meðalurpt 2,13 2,62 2,02 2,06 1,1 1,3 1,46 landið, um línu dregna frá Arnarfirði í Stöðvarfjörð eða þar um bil. Norðan línunnar gengur varp sjófugla mun betur, bæði er meira af sandsíli og svo eru fleiri fæðutegundir fyrir fuglana að gæða sér á. Allar kríur voru horfnar af Seltjarnarnesi 1. september. Aðrir varpfuglar Álftarpar varp í hólmann í Bakkatjörn sem fyrr, en eggin voru ófrjó. Kvenfuglinn (Svandís) lá á helmingi lengur en tíðkast, þá gafst hún upp og héldu fuglarnir sig á tjörninni það sem eftir lifði sumars (3. tafla). Grágæsavarp gekk vel, 9 pör með 36 unga voru í Dal 21. júlí og 2 pör með 5 unga sama dag á Bakkatjörn. Grágæsir verpa í óræktarmóa í Dal, við Bakkatjörn og hreiður hafa fundist í Gróttu (3. tafla). 3. tafla. Nokkrar tölur yfir varp og varpafkomu andfugla á Seltjarnarnesi 2000-2013. 2000 2003 2005 2007 2009 2011 2013 Álft Ungar 4 5 5 4 4 4 0 Grágæs Pör með unga 5? 3 5? 8 11 Grágæs Ungar??? 17 32+? 41 Stokkönd Kollur með unga 7? 4 10 12 1 1 Stokkönd Fellisteggir?? 49 60 76 46 39 Gargönd Kollur með unga 1? 0 2 5 0 1 Gargönd Vorhámark?? 13 17 11 6 8 Skúfönd Kollur með unga 2 5 0 2 9 2 1 Skúfönd Fellisteggir?? 9 10 6 7 0 Lítið sást af andarungum sumarið 2013, að æðarungum undanskyldum. Gargandarhreiður fannst í Dal í kríutalningu 20. júní. Átta fuglar sáust þar um vorið og par á Búðatjörn í júní. Mjög fáar sáust á Bakkatjörn. Seltjarnarnes var um tíma höfuðvígi gargandar á Innnesjum, á árunum 2008 og 2009 sáust 5 kollur með unga á Bakkatjörn og í Dal, t.d. 21 unga 27. júlí 2009. Síðan hefur þeim fækkað, engir ungar sáust 2011 og nú fannst eitt hreiður (3. tafla). Einungis stakar stokkandar- og skúfandarkollur sáust með unga. en aðrar endur ekki. Til samanburðar fundust 10 stokkandarkollur með unga 2009, en aðeins ein 2011 (3. tafla). Níu skúfandarkollur voru með unga 2009, en aðeins tvær 2011. Varpárangur anda virðist hafa verið betri sumarið 2009 en gengur og gerist (3. tafla). Gæti það tengst veðráttu, vorið 2011 var kalt og sumarið 2013 blautt, en 2009 hlýtt og þurrt. Nú felldu 39 stokkandarsteggir flugfjaðrir á Bakkatjörn, en engir skúfandarsteggir (3. tafla). Æðurin var sem fyrr algengasti varpfuglinn, á eftir kríu. Hreiður voru ekki talin, en kollur með unga við Suðurnes (16 kollur með 36 unga) og Gróttu (25 kollur með 49 unga) þann 20. júní. Sama dag voru 14 kollur með 34 unga í Dal í Suðurnesi, en engar á Bakkatjörn. Það er svipað og 15. júní tveimur árum áður, þegar ferskvatnsdæling var reynd í tjörnina í fyrsta sinn. Mér er ekki kunnugt um hvort dælt var í tjörnina í sumar, en sumarið var votviðrasamt á SV-landi og hugsanlega ekki verið þörf á því. Skeiðönd var í fyrsta 8

sinn staðfest sem varpfugl í Dal sumarið 2012, eins og kemur fram hér síðar (10. mynd). Engar skeiðendur sáust vorið 2013 og aðeins tvisvar komu þær fram í talningum, 6 þann 13. september og tvær 4. október. Hávella varp sömuleiðis í Dal 2012. Ekki varð vart við neina varptilburði 2013 og engar hávellur sáust þá í Dal. Aftur á móti voru hávellur í öllum talningum nem einni á Bakkatjörn. Að venju var mest um þær um vorið, hámarkið voru 39 fuglar 27. apríl (6. mynd, 2. viðauki). 6. mynd. Hávellupar, steggurinn nær. Hávellan er algeng á Bakktjörn, sérstaklega á vorin og hefur orpið þar og í Dal. Mófuglar voru kortlagðir meðfram kríutalningu 20. júní. Þetta var ekki heildarúttekt á mófuglavarpi, heldur var ætlunin að sjá tegundasamsetningu og grófa dreifingu. Tegundasamsetning var sú sama og varpþéttleiki svipaður og 2011. Tjaldur og sandlóa voru þeir fuglar sem skiluðu sér trúlega best. Tjaldi fjölgaði frá síðustu talningu (2011), 11 pör fundust nú, miðað við 8 pör tveimur árum áður. Flest voru pörin 2003, alls 18. Heldur færri stelks- og maríuerlupör fundust nú en 2011 (4. tafla). Hrossagaukur og þúfutittlingur eru sennilega vanmetnustu fuglarnir í þessari könnun. Lítið hettumáfsvarp var í kríuvarpinu í Gróttu, 12 pör voru þar í varpi 20. júní. Ekkert varp var nú í hólmanum í Bakkatjörn, né annars staðar á Seltjarnarnesi. 4. tafla. Áæltuð mófuglapör á Framnesinu 2013, lágmarkstölur. Suðurnes Snoppa Nes o.nágr. Grótta Alls Tjaldur 9 0 1 1 11 Sandlóa 1 1 0 2 4 Hrossagaukur 2 1 2 1 6 Stelkur 4 3 4 1 12 Þúfutittlingur 4 1 4 1 10 Maríuerla 1 0 0 0 1 Alls 21 6 11 6 44 9

Aðrir fuglar Alls sáust 46 tegundir í 14 talningum á Bakkatjörn (2. viðauki) og 29 tegundir í 11 talningum í Dal (3. viðauki). Í Dal sáust tvær tegundir, sem sáust ekki á Bakkatjörn. Með sjaldgæfum gestum og flækingsfuglum fór heildartala tegunda því eitthvað yfir 50 á Seltjarnarnesi árið 2013. 7. mynd. Margæsir á golfvellinum 15. maí 2012. Margæsir voru algengar á vorfarinu, í apríl og maí, en sáust einnig á haustfarinu, september og október (7. mynd). Flestar sáust um vorið 19. maí, 223 fuglar og um haustið 69 þann 1. september. Þann 19. maí var kviðdökk, austræn margæs (Branta bernicla bernicla) í hópnum. Stök kanadagæs sást í lok maí. Rauðhöfðaendur og urtendur eru reglulegir og algengir vetrargestir (2. og 3. viðauki). Rauðhöfðinn hélt sig aðallega á Bakkatjörn, en minna í Dal, frá október fram í apríl, hámarkið var 21. febrúar, 36 fuglar. Sextán voru þó í Dal 21. júlí, sem er á skjön við hið hefðbundna. Urtöndin var tíðust frá því í ágúst og fram í apríl, bæði á Bakkatjörn og í Dal, þó sáust 5 fuglar í júní. Hámarkið var 13. september, 52 fuglar. Með rauðhöfðunum sást tíðum ljóshöfðasteggur og með urtöndunum murtandarsteggur. Þetta eru sjálfsagt sömu fuglar og hafa sést þarna um árabil. Brandönd virðist orðin árviss haustgestur á Bakkatjörn. Þó hélt steggur þar til frá apríl og fram í júní (8. mynd). Hann var óvenju gæfur og komst á síður fjölmiðla fyrir vikið. Kolla með 3 unga sást í ágústlok og 5 fullorðnar í október. Loks sást æðarkóngur í maí. Einungis fáeinir rauðbrystingar sáust síðsumars, sanderlur um vorið og síðsumars, en talsvert sást af lóuþræl, einkum síðsumars (2. og 3. viðauki). Tildrur voru alltíðar árið um kring, þó þær séu aðallega umferðarfuglar eða fargestir, eins og þeir vaðfuglar sem nefndir voru hér á undan. Á vetur sækja tildrur nokkuð í brauðgjafir við Bakkatjörn. Fækkun rauðbrystings er í takt við fækkun í Arnarnesvogi og Kópavogi (Jóhann Óli Hilmarsson & Ólafur Einarsson 2013). Aðrir 10

8. mynd. Brandandarsteggur á Bakkatjörn 7. apríl 2013. Brandönd sést orðið reglulega á Bakkatjörn. vaðfuglar sem komu fram í talningum og urpu ekki svo vitað væri, voru heiðlóa, sendlingur, rúkragi og óðinshani. Nokkur óðinshanahópur var á Bakkatjörn síðsumars, flestir 33 þann 21. júlí. Fyrir utan rúkraga, sem sást í október, sáust hrísastelkur í júní (9. mynd) og vaðlatíta í september (11. mynd). 9. mynd. Hrísastelkur til hægri ásamt stelki. Dalur í Suðurnesi 11. júní 2013. Máfar voru algengir í fjörum og á Bakkatjörn, þangað sem þeir sækja til að baðast og hvíla sig, jafnframt sem þeir sækja í brauð sem er gefið fuglum við tjörnina (2. viðauki). Sílamáfur er algengastur yfir sumartímann, hann sást frá marslokum fram í byrjun september, flestir 77 þann 21. júlí. Hettumáfur sást í flestum talningum, en var tíðastur í apríl og ágúst september, hámarkið var 1. september, 65 fuglar. Stormmáfur er vetrargestur, flestir voru 40 þann 21. febrúar. Silfurmáfur, hvítmáfur og svartbakur sáust árið um kring, silfurmáfarnir voru flestir 11 þann 11

19. ágúst, hvítmáfarnir 31 sama dag og svartbakarnir 19 þann 1. september. Fáeinir bjartmáfar sáust á tímabilinu október til apríl. Rita var aðallega síðsumarsgestur, hámarkið var 23 ritur þann 19. ágúst (2. viðauki). Þeir máfar sem sáust í Dal voru hettumáfur, sílamáfur og svartbakur (3. viðauki). Af sjaldgæfari tegundum sáust 1-2 hringmáfar af og til við Bakkatjörn nema yfir sumarið, frá maí til ágúst. Allavega annar fuglinn hefur haldið þar til í nokkur ár, hann þekkist á að annar fóturinn er snúinn. Dvergmáfur sást í apríl, þernumáfur í september og rósamáfur í október (Birding Iceland 2014). Sá síðastnefndi hefur aðeins sést einu sinni áður, vorið1997, dvergmáfur er árviss, en þernumáfur sjaldgæfari. Stari er algengur varpfugl í húsum og mannvirkjum á Seltjarnarnesi. Hann sást í flestum talningum við Bakkatjörn frá apríl og fram í september. Hámarkið voru 27 fuglar 10. apríl. Í Dal sást hann í sömu mánuðum og var hámarkið 30 þann 27. apríl. Aðrir spörfuglar, utan varpfuglanna þúfutittlings og maríuerlu, voru hrafn og steindepill (2. og 3. viðauki). Í görðum Seltirninga verpa auk þess skógarþröstur, svartþröstur og auðnutittlingur. Aðrar athuganir og tilskrif Síðan síðasta skýrsla kom út, í október 2011, voru eftirtaldar skýrslur og minnisblöð gefin út eða samin að beiðni Umhverfisnefndar: Í desember 2011 sendi Náttúrustofa Kópavogs frá sér skýrslu um rannsóknir á lífríki tjarnarinnar í Dal á Suðurnesi (Haraldur R. Ingvason o.fl. 2011) og í desember 2012 sendi stofan frá sér samsvarandi skýrslu um Búðatjörn (Haraldur R. Ingvason o.fl. 2012). Í apríl 2012 ritaði ég minnisblað um álftir á Bakkatjörn (Jóhann Óli Hilmarsson 2012a). Í febrúar 2013 ritaði ég minnisblað vegna hugmynda Golfklúbbsins um stækkun bílastæðis í Suðurnesi (Jóhann Óli Hilmarsson 2013a). Lagt var til að bílastæðið yrði stækkað til norðurs, inná óræktarmóa í Dal. Þessir móar eru mikilvægt varpland og til þess að gera ósnortnir. Niðurstöðurnar voru að raska þeim ekki meira en orðið er. Ef klúbburinn telur nauðsyn að fjölga bílastæðum, verði það gert innan núverandi athafnasvæðis, en ekki verði gengið frekar á móana. Jafnframt var ítrekuð nauðsyn þess að ljúka deiliskipulagi í Suðurnesi og á golfvellinum. Í bígerð er að reisa fuglaskoðunarhús á Bakkagranda og voru nokkrir fundir og vettvangsferðir vegna þess á árinu. Varpfuglar 2012 Í september 2012 samdi ég lauslegt yfirlit yfir varpið á Nesinu 2012, en það ár var ekki talningaár (Jóhann Óli Hilmarsson 2012b). Kríuvarp fór seint af stað og gekk vel framan af. Síðan gerði hinn þráláti ætisskortur vart við sig og komust sennilega engir ungar upp á Snoppu og í Gróttu, en eitthvað lítilsháttar í Suðurnesi. Svo virðist sem varpið hafi gengið vel hjá öðrum fuglum en kríu. Álftirnar í Bakkatjörn urpu snemma að vanda og komu upp ungum. Skeiðönd með unga var á tjörninni í Dal í Suðurnesi 20. júlí og er það í fyrsta sinn sem varp þessarar sjaldgæfu andar er staðfest á Nesinu. Grunur lék þó á varpi á sama stað 1999, en engir ungar sáust það sumar. Hávella með 4 unga sást einnig í Dal 20. júlí og sást ungi þar fram eftir ágúst. Hávella hefur ekki orpið á Seltjarnarnesi í meira en tvo áratugi, þó tugir fugla haldi til á Bakkatjörn á vorin. Í lok árs 2011, eftir að skýrslu var skilað, bættist ný tegund við fuglalista Seltjarnarness. Það var ránfuglinn bláheiðir, sem sást af og til víða í sveitarfélaginu á tímabilinu 5.-15. desember (Birding Iceland 2014). 12

10. mynd. Skeiðandarpar á Bakkatjörn 20. apríl 2005. Lokaorð Enn var hefðbundinn núningur við Golfklúbbinn útaf varplandi fugla og urðu málalyktir sitt á hvað. Í síðustu skýrslu voru breytingar á landinu umhverfis Kóngsstein harðlega gagnrýndar, áratuginn þar á undan hafði þessi blettur borið öflugasta kríuvarpið (þéttasta varpið og aðgangshörðustu kríurnar) á öllu Seltjarnarnesi (Jóhann Óli Hilmarsson 2011). Enda hrundi varpið við breytingarnar. Golfklúbburinn á hrós skilið fyrir að dæla fersku vatni í tjörnina í Dal frá 2011. Það hefur haft mikil og góð áhrif á lífríki tjarnarinnar og næsta nágrennis hennar (Jóhann Óli Hilmarsson 2011, Haraldur R. Ingvason o.fl. 2011). Kríuvarpið í Dal í Suðurnesi var hið öflugasta á Seltjarnarnesi árið 2013. Auk þess sem þar verpa ýmsir aðrir fuglar; hreiður grágæsa, stokkanda, garganda, skúfanda, æða, hrossagauka, stelka og þúfutittlinga hafa fundist í óræktarmóanum kringum tjörnina. Verndargildi þessa svæðis er því mikið. Af þessum ástæðum var lagst gegn erindi Golfklúbbsins um stækkun bílastæðis yfir í þetta varpland, sem kom fram snemma á árinu. Það er eitt af brýnustu málum í náttúruvernd í sveitarfélagin að vernda þetta svæði með öllum tiltækum ráðum og takmarka umferð um það. Friðlýsing liggur beinust við, jafnvel þyrfti að grípa til örþrifaráða eins og girðingar. Það er löngu tímabært að ljúka deiliskipulagi fyrir Suðurnes og golfvöllinn. Friðlýsing Skerjafjarðarhluta Seltjarnarness er orðin brýn. Skerjafjörðurinn allur, frá Bala á Álftanesi að Bygggörðum á Seltjarnarnesi, er á skrá Alþjóða fuglaverndarsamtakanna, BirdLife International, yfir mikilvæg fuglasvæði (IBA, Important Bird Areas; Ólafur Einarsson 2000). Skerjafjarðarhluti Garðabæjar (fyrir sameiningu við Álftanes), Kópavogur og hluti Fossvogs í landi Kópavogs hefur verið friðlýstur, en aðeins bútar úr landi Reykjavíkur (Háubakkar í Fossvogi) og Seltjarnarness (Grótta). Bæði leirur í Bakkavík og Seltjörn er mikilvægur viðkomustaður farfugla og vetrardvalarstaður vaðfugla. Ég skora á umhverfisnefnd og bæjarstjórn Seltjarnarness, að skoða þessi friðlýsingarmál gaumgæfilega. Miklir jarðvegshaugar eru nú á Snoppu, þar sem áður voru kálgarðar, en fuglar voru í auknum mæli að taka sér bólfestu þar, meðal annars kríur. Fyrir utan lýti af þessum haugum, spilla þeir varpi. Þeir hafa einnig kaffært vaxtarstað giljaflækju, 13

sjaldgæfustu jurtar sem óx á Seltjarnarnesi. Giljaflækja er á válista sem tegund í yfirvofandi hættu (Náttúrufræðistofnun 2014). Stórar skógarkerfilsbreiður voru í friðlandinu við Bakkatjörn og kerfill var jafnframt að stinga sér niður í Gróttu. Kerfilsbreiður eru svo þéttar, að þar þrífast engir fuglar. Garðyrkjustjóri, Steinunn Árnadóttir, brást skjótt við og sagði kerflinum stríð á hendur. Ég vil taka undir hugmyndir bæjarstjóra um Náttúruminjasafn í hinu hálfkaraða safnahúsi við Nes. Ef húsið hentar undir starfsemi safnsins, hljómar það mun betur í mín eyru, heldur en safn í Perlunni í Öskjuhlíð. Að endingu vil ég ítreka mikilvægi þeirrar reglulegu vöktunar á fuglalífi, sem hér er fjallað um. Ítarlegar upplýsingar um fuglafánuna létta undir með allri ákvarðanatöku, auka á fræðslugildið og eru nauðsynlegur þáttur í að viðhalda því auðuga og sérstaka fuglalífi, sem þrífst á þessum viðkvæma stað í jaðri mesta þéttbýlis landsins, þær eru leiðbeinandi í allri umgengni mannsins við villta náttúru og hina fiðruðu drótt himinsins. Heimildir Birding Iceland 2014. https://notendur.hi.is//~yannk/index-eng.html og https://www.facebook.com/birdingiceland. (Skoðað 24.01.2014). Bullock, I.D. & C.H. Gomershall 1981. The breeding population of terns in Orkneyand Shetland in 1980. - Bird Study 28(3):187-200. ebird 2012. ebird: An online database of bird distribution and abundance [web application]. ebird, Cornell Lab of Ornithology, Ithaca, New York. Available: http://www.ebird.org. (Skoðað 20. des. 2013). Erpur Snær Hansen & Arnþór Garðarsson 2013. Lundarannsóknir 2013. Vöktun viðkomu, fæðu, líftala og könnun vetrarstöðva. Náttúrustofa Suðurlands, 59 bls. Haraldur R. Ingvason, Finnur Ingimarsson og Stefán Már Stefánsson 2011. Frumrannsókn á lífríki Dalstjarnar á Seltjarnarnesi. Unnið fyrir Umhverfisnefnd Seltjarnarnesbæjar. Náttúrufræðistofa Kópavogs, fjölrit nr. 2-11, 12 bls. Haraldur R. Ingvason, Finnur Ingimarsson og Stefán Már Stefánsson 2012. Frumrannsókn á lífríki Búðatjarnar á Seltjarnarnesi. Unnið fyrir Umhverfisnefnd Seltjarnarnesbæjar. Náttúrufræðistofa Kópavogs, fjölrit nr. 4-12, 14 bls. Jóhann Óli Hilmarsson 1996. Kríuvarp og annað fuglalíf í Gróttu sumarið 1996. Greinargerð unnin fyrir Umhverfisnefnd Seltjarnarness, 4 bls. Jóhann Óli Hilmarsson 1997. Fuglalíf í Gróttu sumarið 1997. Greinargerð unnin fyrir Umhverfisnefnd Seltjarnarness, 4 bls. Jóhann Óli Hilmarsson 1999. Álitsgerð vegna hugmynda um gerð nýs hólma í Bakkatjörn. Greinargerð til Umhverfisnefndar Seltjarnarness, 2 bls. Jóhann Óli Hilmarsson 2001. Varpfuglar á Seltjarnarnesi sumarið 2000. Skýrsla unnin fyrir Umhverfisnefnd Seltjarnarness, 6 bls. + kort. Jóhann Óli Hilmarsson 2002. Kríuvarpið á Seltjarnarnesi sumarið 2001. Skýrsla unnin fyrir Umhverfisnefnd Seltjarnarness, 4 bls. Jóhann Óli Hilmarsson 2003. Varpfuglar á Seltjarnarnesi sumarið 2003. Skýrsla unnin fyrir Umhverfisnefnd Seltjarnarness, 7 bls. Jóhann Óli Hilmarsson 2005. Varpfuglar á Seltjarnarnesi sumarið 2005. Skýrsla unnin fyrir Umhverfisnefnd Seltjarnarness, 12 bls. Jóhann Óli Hilmarsson 2007. Fuglaskoðunarskýli á Seltjarnarnesi fáein áhersluatriði. Unnið fyrir Fræðslu- og menningarsvið Seltjarnarness, 4 bls. Jóhann Óli Hilmarsson 2008. Varpfuglar á Seltjarnarnesi sumarið 2007. Skýrsla unnin fyrir Umhverfisnefnd Seltjarnarness, 12 bls. 14

Jóhann Óli Hilmarsson 2010. Varpfuglar á Seltjarnarnesi sumarið 2009. Skýrsla unnin fyrir Umhverfisnefnd Seltjarnarness, 11 bls. Jóhann Óli Hilmarsson 2011a. Fuglalíf við tjörnina í Dal í Suðurnesi. Minnisblað unnið fyrir Umhverfisnefnd Seltjarnarness, 2 bls. Jóhann Óli Hilmarsson 2011b. Minnisblað vegna fuglalífs við Kóngsstein í Suðurnesi, Seltjarnarnesi. Unnið fyrir Umhverfisnefnd Seltjarnarness, 1 bls. Jóhann Óli Hilmarsson 2011c. Varpfuglar á Seltjarnarnesi sumarið 2011. Skýrsla unnin fyrir Umhverfisnefnd Seltjarnarness, 11 bls. Jóhann Óli Hilmarsson 2012a. Minnisblað vegna álfta á Bakkatjörn. Unnið fyrir Umhverfisnefnd Seltjarnarness, 2 bls. Jóhann Óli Hilmarsson 2012b. Stutt yfirlit yfir varp fugla á Seltjarnarnesi sumarið 2012. Punktar fyrir Umhverfisnefnd Seltjarnarness, 1 bls. Jóhann Óli Hilmarsson 2013. Minnisblað vegna hugmynda um stækkun bílastæðis í Suðurnesi. Unnið fyrir Umhverfisnefnd Seltjarnarness, 3 bls. Jóhann Óli Hilmarsson & Ólafur Einarsson 2014. Fuglalíf í Kópavogi 2013. Unnið fyrir Umhverfissvið Kópavogs, 21 bls. Jóhann Óli Hilmarsson & Ævar Petersen 1997. Fuglar og spendýr á Seltjarnarnesi. Bls. 43 61 og 97 110 í: Kristbjörn Egilsson (ritstj.), Sveinn Jakobsson, Jóhann Óli Hilmarsson, Ævar Petersen, Agnar Ingólfsson og María Björk Steinarsdóttir 1997. Náttúrufar á Seltjarnarnesi. - Seltjarnarnesbær, 112 bls. Náttúrufræðistofnun 2014. Válisti háplantna. http://www.ni.is/grodur/valisti/ (skoðað 26.01.2014). Ólafur Einarsson 2000. IBAs in Iceland. Bls. 341-363 í: M. F. Heath and M. I. Evans (ritstj). Important Bird Areas in Europe: Priority sites for conservation. (Um Ísland í: Skrá um alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði í Evrópu). BirdLife International, Cambridge. Margmiðlunarefni um náttúrfar og sögu Seltjarnarness: HUwww.seltjarnarnes.is/brunnurUH 11. mynd. Vaðlatíta til vinstri og veimiltíta til hægri við Bakkatjörn 20. júlí 2012. 15

Viðaukar 1. Viðauki. Kríutalningar á Seltjarnarnesi í júní 2009. Fyrsti dálkurinn sýnir staðsetningu varps, annar dálkurinn heiti á meðfylgjandi korti (4. mynd). Næstu dálkar tengjast sniðtalningum: næsti dálkur sýnir flatarmál varps í fermetrum fundið útfrá loftmynd í kvarðanum 1:2000. Fjórði dálkurinn eru hreiður á sniðum í sniðtalningu, þriðji dálkur sýnir lengd sniðs, en öll sniðin voru 3 m breið. Síðan er þéttleiki eða tala hreiðra á fermetra og reiknaður þéttleiki útfrá sniðtalningum á hverjum stað. Næst eru dálkar, sem tengjast mati á stærð varps útfrá talningum af fuglum af ljósmyndum, talningum af fuglum á flugi eða beinum talningum á hreiðrum. Margföldunarstuðullinn er fenginn frá Bullock & Gomershall 1981. Þar sem notaðar voru fleiri en ein aðferð, er oftast tekin hærri tala kríuhreiðra. Loks er samtala hreiðra í vörpunum og að endingu tölur frá árinu 2003 til samanburðar. Staður Heiti á korti Stærð varps Hreiður í úrtaki Lengd sniðs m Þéttleiki á m² Pör skv. sniðtalningu Kríur á flugi skv. ljósmyndum Deilistuðull Talið beint 2005 2007 2009 Pör 2013 Suðurnes A (Dalur) 14.247 m² 78 263 0,099 1400 848 1,3 710 85 220 750 Suðurnes B 365 m² 21 23 160 30 30 23 Suðurnes C 30 6 10 0 Suðurnes D 1154 m² 37 50 0,247 285 160 40 70 285 Suðurnes E 1667 m² 36 59 0,203 338 260 25 20 338 Suðurnes F 1521 m² 85 1,3 290 24 40 65 Suðurnes I 18 140 15 65 18 Suðurnes J+K 3474 m² 154 1,3 81 290 40 80 126 Suðurnes Q 3719 m² 35 300 25 325 35 Suðurnes Alls 2340 290 860 1640 Bakkatjörn Friðlandið 120 0 45 0 Bakkatjörn Hólminn 0 10 20 1 Snoppa, norður Snoppa A 33.014 m² 38 270 100 340 60 Snoppa, suður Snoppa B 70 10 50 1 Grótta, Grótta A 8400 m² 24 190 0,042 288 1600 100 540 358 aðalvarp Grótta, norður Grótta B 150 0 120 0 Grótta Alls 1750 100 660 358 Heildartala 4550 510 1975 2060 16

2. viðauki. Talningar á Bakkatjörn 2013. Feitletraðar dagsetningar eru talningar höfundar og Ólafs Einarssonar, aðrar eru af skráningarvefnum ebird. Talningarmenn voru Ingvar Atli Sigurðsson, Edward B. Rickson, Christophe Pampoulie, Böðvar Þórisson og Yann Kolbeinsson. 21.2. 29.3. 10.4. 27.4. 19.5. 26.5. 20.6. 11.7. 21.7. 19.8. 1.9. 13.9. 4.10. 20.10. Fýll 1 Dílaskarfur 1 Álft 15 2 2 2 2 2 2 2 1 2 2 Grágæs 12 27 16 1 14 7 24 45 45 23 Heiðagæs 1 Margæs 76 110 25 69 17 17 Brandönd 1 1 1 1 2 4 2 5 Rauðhöfði 36 19 22 4 2 2 2 2 18 18 Ljóshöfði 1 Gargönd 4 2 Urtönd 28 4 5 18 6 35 14 3 Murtönd 1 Stokkönd 94 47 52 33 25 31 32 45 44 10 42 9 99 Skeiðönd 6 2 Skúfönd 11 7 2 3 5 2 5 20 Æður 2 12 16 71 145 27 46 7 1 Hávella 7 20 2 39 3 5 2 1 2 2 4 13 15 Toppönd 11 3 1 4 1 1 4 Tjaldur 6 8 1 2 3 8 8 24 5 8 Heiðlóa 1 1 36 Sandlóa 4 5 2 4 3 Rauðbrystingur 2 2 Sanderla 3 2 Lóuþræll 1 5 3 3 126 130 36 Sendlingur 13 15 3 16 Rúkragi 1 Hrossagaukur 2 1 2 1 Jaðrakan 3 Stelkur 1 16 1 3 5 2 2 3 Tildra 23 16 12 2 3 17 12 20 112. viðauki, frh. 21.2. 29.3. 10.4. 27.4. 19.5. 26.5. 20.6. 11.7. 21.7. 19.8. 1.9. 13.9. 4.10. 20.10. 17

Óðinshani 19 33 4 1 Kjói 3 Hettumáfur 10 1 45 43 1 10 10 5 63 65 1 Hringmáfur 1 1 1 Stormmáfur 40 3 2 1 Sílamáfur 2 21 26 58 37 52 48 77 35 17 Silfurmáfur 2 7 6 4 6 11 5 2 Hvítmáfur 7 2 3 12 24 31 9 8 21 Bjartmáfur 5 1 1 Svartbakur 3 3 1 3 15 4 8 4 4 19 2 1 Rita 1 23 10 20 Kría 3 30 105 60 15 14 Þúfutittlingur 2 Maríuerla 4 Stari 27 8 4 3 3 15 15 9 Hrafn 2 3 2 1 2 Samtals 303 155 230 376 406 199 318 233 417 464 354 85 117 252 18

3. viðauki. Talningar í Dal í Suðurnesi 2013. Feitletraðar dagsetningar eru talningar höfundar og Ólafs Einarssonar, aðrar eru af skráningarvefnum ebird. Talningarmenn voru Talningarmenn voru Edward B. Rickson, Christophe Pampoulie, Böðvar Þórisson og Yann Kolbeinsson. Dalur 29.3. 14.4. 27.4. 19.5. 26.5. 20.6. 11.7. 21.7. 19.8. 1.9. 13.9. Álft 3 2 Grágæs 1 21 13 14 21 55 40 75 Margæs 10 113 120 Rauðhöfði 4 2 16 Gargönd 8 5 3 6 Urtönd 5 4 1 17 17 Stokkönd 4 2 2 4 3 3 4 3 5 Skúfönd 5 6 5 3 Æður 30 15 61 1 Fálki 1 Tjaldur 6 4 4 4 6 Heiðlóa 1 2 1 Sandlóa 5 1 Sanderla 1 Sendlingur 8 Lóuþræll 5 5 1 3 Hrossagaukur 1 Stelkur 7 5 1 1 2 Tildra 1 Óðinshani 9 6 2 9 6 Hettumáfur 1 10 2 Sílamáfur 2 2 1 4 2 1 1 2 Svartbakur 1 2 Kría 120 3 4 15 10 Þúfutittlingur 1 Maríuerla 2 1 1 Steindepill 1 Hrafn 1 Stari 30 2 10 10 15 19

Samtals 25 39 97 332 186 151 77 130 21 22 17 20