Sinfóníuhljómsveit Íslands (IS) Sæunn & Víkingur Eldborg, Harpa 19:30. Efnisskrá / Program. Sebastian Fagerlund Drifts (2017) 11

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Paul Lewis áritar geisladiska sína í hléi fyrir framan Eldborg á 2. hæð.

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikagestir eru beðnir um að klappa aðeins í lok tónverka.

Drumming. Slagverkshópurinn Kroumata Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands 2010/11

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

Hilary spilar Prokofiev. Benjamin Shwartz, hljómsveitarstjóri Hilary Hahn, einleikari 2009/10

Anna-Maria stjórnar Sibeliusi. 12. mars 2015 í Hörpu 13. mars 2015 í Hofi

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Tónsmíðar. Tónlist Leifs Þórarinssonar

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Áætluð tímalengd: Fyrri hluti: 48 Seinni hluti: 48

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Summer Concerts 2007

Ég vil læra íslensku

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Stríð og friður. Baldur Brönniman, hljómsveitarstjóri Ari Þór Vilhjálmsson, einleikari 2010/11

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

Einhvers staðar á milli Schuberts og Sigvalda Kaldalóns

Norrænir músíkdagar. Nordic Music Days

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Áætluð tímalengd: Sálmasinfónía: 22 Scheherazade.2: 50

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Ravel og Dvořák. 7. apríl 2016

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

Að störfum í Alþjóðabankanum

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Saga fyrstu geimferða

Reykholt í Borgarfirði

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Tónlistin í þögninni

Áhrif upplýsingarinnar sem koma fram í völdum ritum um veraldleg efni eftir aðra Íslendinga en Magnús Stephensen frá tímabilinu

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Aðventutónleikar. Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjóri Ingibjörg Guðjónsdóttir, einsöngvari Gissur Páll Gissurarson, einsöngvari 2009/10

Sigurjón ólafsson MUSEUM

Ashkenazy á Listahátíð. 25. maí 2016

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

OP LISTIN OG ÁHRIF HENNAR Á HÖNNUN

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Welcome to Reykjavík Gay Pride 2005 Velkomin á Hinsegin daga í Reykjavík

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum.

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Hljó!færaleikur. Kóngur vill sigla... Benny Goodman og sígilda tónlistin

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Íslendingar hafa löngum litið á sig sem bókaþjóð. Oft er sagt að

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Eyjar í álögum. Galápagos-eyjar rísa úr hai nær eitt. Söguleg ferð til Galápagos-eyja sumarið Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Blaðamaðurinn Mars tbl. 26. árgangur

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

Ólafur Björnsson HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

FRÉTTABRÉF. Harpa fékk LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS. viðurkenningu fyrir Lofsvert lagnaverk FRÉTTABRÉF nr. 118

Birgir Þór Runólfsson Nóbelsverðlaun í hagfræði 1993

... og með því gefið laginu íslenskan blæ, nokkuð harðan og fölan... Íslensk þjóðlög og þjóðlagasöfnun Bjarna Þorsteinssonar og Benedikts á Auðnum

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Transcription:

Sinfóníuhljómsveit Íslands (IS) Sæunn & Víkingur Eldborg, Harpa 19:30 Efnisskrá / Program Sebastian Fagerlund Drifts (2017) 11 Haukur Tómasson Píanókonsert nr. 2 (2017) 16 Hlé

Páll Ragnar Pálsson Quake fyrir selló og kammersveit (2017) 15 Magnús Blöndal Jóhannsson Adagio fyrir strengi (1980) 6 Haukur Tómasson Í sjöunda himni (2011) 7 Flytjandi: Sinfóníuhljómsveit Íslands Stjórnandi: Daníel Bjarnason Einleikararar: Víkingur Heiðar O lafsson og Sæunn Þorsteinsdóttir Daníel Bjarnason stundaði nám við Tónlistarskóla FÍH og Tónlistarskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan árið 2003. Hann stundaði framhaldsnám í hljómsveitarstjórn við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi á árunum 2004 2007 og lauk prófi með hæstu einkunn. Af hljómsveitum sem hann hefur stjórnað síðan má nefna Fílharmóníusveit Los Angeles, Sinfóníuhljómsveitirnar í Toronto og Tókýó, Fílharmóníusveit BBC, Ulster-hljómsveitina á Norður-Írlandi og Sinfóníettuna í Kraká í Póllandi auk Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hljómsveitar Íslensku óperunnar. Daníel er mikils metið tónskáld og hefur m.a. skrifað verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands, Fílharmóníusveit Los Angeles og Sinfóníuhljómsveitina í Cincinnati auk fjölda annarra tónsmíða. Hann er félagi í Bedroom Community og hefur gefið út þrjá hljómdiska á þess vegum, Processions (2010), Solaris (2012) og Over Light Earth (2013). Í ágústmánuði síðastliðnum voru frumflutt tvö ný verk eftir Daníel. Annars vegar var um að ræða óperuna Brothers, sem byggð er á kvikmynd Susanne Bier, Brødre, og var sýnd á vegum Jósku óperunnar í Árósum. Hitt verkið er nýr fiðlukonsert sem Pekka Kuusisto og Fílharmóníusveit Los Angeles frumfluttu í Hollywood Bowl undir stjórn Gustavo Dudamel. Í kjölfarið flutti Kuusisto konsertinn á fimm tónleikum í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi undir stjórn Esa-Pekka Salonen og Osmo Vänskä. Nýjasta verk Daníels, kammerverkið White Flags, var frumflutt þann 19. janúar í Frits Philips Muziekgebouw í Eindhoven þar sem hann er staðarlistamaður.

Daníel Bjarnason gegnir margþættu hlutverki hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands: hann er hljómsveitarstjóri og tónskáld ásamt því að sitja í verkefnavalsnefnd hljómsveitarinnar og stýra tónskáldastofu. danielbjarnason.net Víkingur Heiðar Ólafsson þreytti frumraun sína með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2001 og er löngu landsþekktur fyrir tónlistarstörf sín. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í júní síðastliðnum og hefur hlotið fjölda annarra viðurkenninga, til dæmis hefur hann fjórum sinnum verið valinn Flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Víkingur er eftirsóttur einleikari og hefur m.a. leikið með hljómsveitinni Fílharmóníu í London, Elbphilharmoniehljómsveitinni í Hamborg, Fílharmóníusveit Los Angeles, dönsku og sænsku útvarpshljómsveitunum og Konzerthaushljómsveitinni í Berlín. Hann mun á næstu mánuðum koma fram með Sinfóníuhljómsveitinni í Toronto, Fílharmóníusveitinni í Turku, NHK sinfóníuhljómsveitinni í Tókýó og Þjóðarhljómsveit Eistlands. Á nýliðnu ári hélt hann einleikstónleika í Elbphilharmonie, Fílharmóníunni í Köln, Konzerthaus í Vínarborg, í Eldborgarsal Hörpu og á La Roque d Anthéron

píanóhátíðinni í Frakklandi, MITO-hátíðinni í Mílanó, í tónleikaröðinni International Piano Series í Lundúnum, og á hátíðinni Mostly Mozart í Lincoln Center í New York. Mörg blöð hafa fjallað lofsamlega um leik hans, m.a. Dagens Nyheter, Le Monde, The Independent, New York Times, Gramophone og BBC Music Magazine Fyrsti hljómdiskur Víkings fyrir Deutsche Grammophon-útgáfuna, þar sem hann leikur píanóverk eftir Philip Glass, kom út fyrir ári og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Víkingur vinnur nú að næsta diski fyrir DG sem kemur út síðar á þessu ári og verður helgaður tónlist Johanns Sebastians Bach. Þá lék Víkingur tónlistina í kvikmynd breska leikstjórans Joe Wright, Darkest Hour, sem fjallar um Winston Churchill og gerist í upphafi seinni heimsstyrjaldar. Tónlistin er eftir ítalska tónskáldið Dario Marianelli og kom út hjá DG í nóvember síðastliðnum. Víkingur er listrænn stjórnandi tónlistarhátíðanna Reykjavík Midsummer Music og Vinterfest í Svíþjóð. Hann stóð að sjónvarpsþáttunum Útúrdúr (2012 13), ásamt Höllu Oddnýju Magnúsdóttur, og stofnaði útgáfufyrirtækið Dirrindí árið 2009. Víkingur stundaði píanónám hjá Erlu Stefánsdóttur og Peter Máté, og síðar hjá Jerome Lowenthal og Robert McDonald við Juilliard tónlistarháskólann í New York. Hann naut um árabil stuðnings úr Minningarsjóði um Birgi Einarson. vikingurolafsson.com Sæunn Þorsteinsdóttir er einn fremsti sellóleikari Íslands og hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir innblásinn leik sinn. Hún byrjaði fimm ára gömul að læra á selló hjá Hauki Hannessyni við Tónlistarskóla Íslenska Suzukisambandsins. Þegar hún var sjö ára fluttist hún til Bandaríkjanna þar sem hún hefur búið að mestu síðan. Hún lauk mastersnámi frá Juilliard tónlistarháskólanum í New York og doktorsprófi frá SUNY Stony Brook. Helstu kennarar hennar voru Richard Aaron, Tanya L. Carey, Colin Carr og Joel Krosnick. Sæunn hefur unnið til verðlauna í alþjóðlegum tónlistarkeppnum og komið fram á fjölda tónleika og tónlistarhátíða víða um heim, svo sem í Carnegie Hall í New York, Disney Hall í Los Angeles, Suntory Hall í Tókýó, Elbphilharmonie í Hamborg, Menningarmiðstöð Hong Kong, Kowloon og í Eldborgarsal Hörpu. Hún hefur m.a. leikið einleik með Fílharmóníusveit Los Angeles, Sinfóníuhljómsveitinni í Toronto,

Elbphilharmonie-hljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveit Íslands og á næstunni mun hún leika þríleikskonsert Beethovens í Benaroya Hall í Seattle. Hljóðritun Sæunnar á einleikssvítum Brittens fyrir selló á vegum Centaur Records hlaut frábæra dóma. Sæunn kennir við Washington-háskóla í Seattle og er sellóleikari kammerhópsins Frequency þar í borg. Hún er líka ein af stofnendum og listrænum stjórnendum kammerhópsins Decoda í New York, sem hefur að markmiði að glæða flutning kammertónlistar nýju lífi með skapandi fræðslu og samfélagsþátttöku. Decoda ferðast víða; á liðnu ári fór hópurinn t.a.m. í tónleikaferð um Suður-Afríku og þau voru staðarlistamenn í Konunglega tónlistarháskólanum í Glasgow og í Guildhall tónlistarháskólanum í Lundúnum. Þá hefur Sæunn komið fram með Bedroom Community bæði austanhafs og vestan. www.saeunn.com Sebastian Fagerlund (f. 1972) er eitt fremsta tónskáld Finna af sinni kynslóð. Hann stundaði fiðlunám við tónlistarháskólann í Turku áður en hann innritaðist í tónsmíðanám við Sibeliusarakademíuna í Helsinki. Þaðan útskrifaðist hann árið 2004 og sló í gegn tveimur árum síðar með klarinettkonsert sínum. Með hljómsveitarverkinu Ignite vann Fagerlund til Teostoverðlaunanna árið 2011 en þau eru ein helstu tónlistarverðlaun Finna, veitt fyrir verk sem þykja bera með sér nýjabrum og frumleika. Tónsmíðum Fagerlunds hefur verið lýst svo, að þær einkennist af rytmískum púlsi, útleitinni hreyfingu og breiðum dúandi hljómum. Stundum er allt þrennt í gangi í senn, stundum er ein víddin ráðandi en alltaf einkennast verkin af krafti og fágaðri framvindu. Það er ljóst hvert stefnir: Áfram. Fagerlund er þekktastur fyrir konserta sína og hljómsveitarverk en á verkalista hans eru einnig fjölmörg einleiks- og kammerverk. Þá hefur hann samið tvær óperur, kammeróperuna Döbeln (2008 2009) og Höstsonaten, sem frumsýnd var í Finnsku þjóðaróperunni í Helsinki í september síðastliðnum. O peran er byggð á samnefndri kvikmynd Ingmars Bergman og skartaði mezzosópransöngkonunni Anne Sofie von Otter í aðalhlutverkinu. Um Drifts Drifts var samið að beiðni Sinfóníuhljómsveitar finnska útvarpsins, Sinfóníuhljómsveitarinnar í Gautaborg og

Sinfóníuhljómsveitarinnar í Galisíu á Spáni. Það var finnska útvarpshljómsveitin sem frumflutti það í maí í fyrra, undir stjórn Hannu Lintu. Fagerlund hefur verið listrænn stjórnandi kammertónlistarhátíðarinnar RUSK í Jakobstad í Finnlandi frá 2013 og veturinn 2016 17 var hann staðartónskáld Concertgebouw tónlistarhússins í Amsterdam. Haukur Tómasson (f. 1960) er í fremstu röð norrænna samtímatónskálda. Hann stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónlistarháskólann í Köln og Sweelinck listaskólann í Amsterdam áður en hann lauk meistaranámi í tónlist frá Kaliforníuháskóla í San Diego árið 1990. Haukur hlaut Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2004 fyrir kammeróperu sína Fjórði söngur Guðrúnar en verðlaunin eru æðsta viðurkenning sem norrænu tónskáldi getur hlotnast. Mörg fleiri verðlaun hafa fallið Hauki í skaut, hann hefur t.a.m. í þrígang hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin, síðast árið 2012 fyrir kammerverkið Moldarljós. Um Píanókonsert nr. 2 Píanókonsert nr. 2 var saminn að beiðni Elbphilharmoniehljómsveitar norðurþýska útvarpsins og Fílharmóníusveitar Los Angeles. Hann var frumfluttur í Hamborg á liðnu ári af Víkingi Heiðari O lafssyni og fyrrnefndu hljómsveitinni, undir stjórn Esa-Pekka Salonen sem í kjölfarið stýrði flutningi verksins í Los Angeles með hljómsveitinni þar. Konsertinn ber ýmis höfuðeinkenni tónsmíða Hauks, svo sem í hugmyndaríkri notkun slagverks og skýrt útfærðum rytmískum mynstrum í bland við þykkan hljóðvef. Hann er í einum kafla sem segja má að byggist í tvígang upp í hápunkt, með því móti að píanóið hefur leikinn ásamt stöku hljóðfæri en síðan bætast fleiri hljóðfæri og hljóðfærahópar í vefinn. Eftir síðari hápunktinn kemur eins konar vaggandi eftirþanki þar sem þrískiptur taktur eða þrjár nótur í sama takti eru áberandi um skeið, áður en píanóið eins og læðist upp á við og út úr myndinni. Haukur heldur einleikaranum við efnið, píanóið er inni á vellinum allan tímann, og hlutverki þess er meistaralega skipt milli sólistískra tilþrifa og náins samspils með hljómsveitinni. Um Í sjöunda himni Í sjöunda himni eftir Hauk Tómasson bar sigur úr býtum í

samkeppni um tónverk til flutnings á opnunarhátíð Hörpu og var frumflutt í Eldborg 13. maí 2011 undir stjórn Petris Sakari. Verkið er glaðlegt eins og heiti þess gefur til kynna. Í upphafinu eru flögrandi tónarunur blásaranna áberandi en síðan vex fram þéttur strengjavefur og slagverksdeildin, þar með talin harpa, píanó og selesta, hefur einnig nóg að starfa. Þegar líður á verkið staflast þessi element svo upp á rytmískan hátt uns kemur að hápunkti sem ber yfirskriftina Estatico í sjöunda himni! Um verkið segir Haukur: Við samningu verksins hafði ég meðal annars í huga að kanna hljómburð hússins. Þá hugsaði ég um allt þetta gler og þá speglun sem ég sá fyrir mér að yrði í glerhjúpnum. Það eru stef í tónlistinni sem vísa í það og ákveðin speglun í tónunum. Bókstafirnir h, a, r, p og a höfðu einnig mikil áhrif á hljóðvef verksins. Þannig hefst það á örveikum loftkenndum hljóðum sem maður hefði verið feiminn við að nota í Háskólabíói. Síðan taka við opnari tónar og hljómar (a), þá kliður (r), síðan blokkkenndir hljómar (p) og loks eins konar ítrekun á a. haukurtomasson.com Páll Ragnar Pálsson (f. 1977) lauk doktorsnámi í tónsmíðum frá Eistnesku tónlistarakademíunni í Tallinn árið 2014 en áður hafði hann numið við Listaháskóla Íslands, auk þess sem hann lék um árabil með rokkhljómsveitinni Maus þangað sem að vissu leyti má rekja hugmyndir hans um hljóð. Í tónsmíðum sínum sækir Páll í austur-evrópska tónsmíðahefð og verkum hans má lýsa sem organísku línulaga umbreytingaferli með sterkum andlegum undirtón. Á fjölbreyttum verkalista hans eru kammerverk, kórtónlist og hljómsveitarverk auk útsetninga fyrir hljómsveit. Fiðlukonsert Páls Nostalgia hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2013 og samnefnd plata kom út sumarið 2017 hjá Smekkleysu. Páll Ragnar kennir tónsmíðar við Listaháskólann og er í stjórn Tónskáldafélags Íslands. Um Quake Sellókonsertinn Quake var saminn að beiðni Elbphilharmonie-hljómsveitar norðurþýska útvarpsins og Fílharmóníusveitar Los Angeles og tileinkaður Sæunni Þorsteinsdóttur. Hún frumflutti hann ásamt fyrrnefndu hljómsveitinni í Hamborg í febrúar á liðnu ári undir stjórn Jonathans Stockhammer. Verkið var síðan flutt í Los An-

geles með Fílharmóníusveitinni þar, undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Verk Páls Ragnars kvikna gjarnan út frá hugleiðingum hans um efni sem liggja utan heims tónlistarinnar. Honum eru náttúruöflin hugleikin og um leið sú samsvörun sem sjá má með þeim og hræringum mannssálarinnar. Hann valdi eftirfarandi lýsingu úr skáldsögunni Stóra skjálfta eftir Auði Jónsdóttur sem inngangsorð sellókonsertsins: Í þúsundir ára safnaðist upp spenna í kvikunni og hún losnaði á einu augabragði í stórum skjálfta svo bergið undir fótum mér gliðnaði og steingervingar og silfurkristallar brutust upp á yfirborðið, löngu liðnir atburðir grafnir í eldgömul lög af jarðefnum, áður óþekktir hverir gusu og allt sem áður var varð að einhverju nýju, landslagið verður aldrei samt og áður. Ég stari ofan í hyldýpið, sprunguna í lífi sjálfrar mín, og heyri hvernig það brestur allt í kringum mig. pallragnarpalsson.com Magnús Blöndal Jóhannsson (1925 2005) hóf ungur nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og nam síðan við Juilliard tónlistarháskólann í New York um sex ára skeið, frá 1947 til 1953. Hann varð einna fyrstur íslenskra tónskálda til að tileinka sér raðtækni sem tónsmíðaaðferð. Verkið Fjórar abstraksjónir var fyrsta verk hans með tólftónaaðferð og samið meðan hann var enn í New York en eftir heimkomuna til Íslands 1954 hélt hann áfram á sömu braut. Magnús var einn af stofnendum Musica Nova árið 1959 og hóf um líkt leyti að gera tilraunir með raftónlist. Frumraun hans á því sviði var Elektrónísk stúdía með blásarakvintetti og píanói sem frumflutt var á tónleikum Musica Nova í apríl 1960 og strax í kjölfarið fylgdu verkin Constellations (1961) og Punktar (1962). Magnús var sannkallaður brautryðjandi á þessu sviði enda þótt aðstæður til raftónsmíða væru þá bágbornar hérlendis. Hann starfaði hjá Ríkisútvarpinu, fékk leyfi til þess að nýta sér tæki þess utan hefðbundins vinnutíma og vann þannig að verkum sínum. Því fór reyndar fjarri að tónsmíðar Magnúsar einskorðuðust við framúrstefnu; hann samdi einnig sönglög, kvikmynda- og leikhústónlist og er tónlist hans við kvikmynd O svaldar Knudsen Sveitin milli sanda þar best þekkt. Um Adagio fyrir strengi Upp úr 1970 verður nærri áratugshlé á tónsmíðum Magnúsar en þegar hann rýfur þögnina er það með verkum í allt öðrum stíl

en þeim sem markaði helstu tónsmíðar hans á sjöunda áratugnum. Þessi nýrri verk hafa verið kennd við nýrómantík og þekktast þeirra er Adagio, sem er frá árinu 1980. Magnús samdi það upphaflega á hljóðgervil og lék inn á tölvu en umskrifaði síðar fyrir strengjasveit, selestu og slagverk, auk þess sem það er til í útsetningu fyrir orgel. www.sinfonia.is