SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í bekk

Similar documents
Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Námsmat í þágu hvers? Skýrsla um þróunarverkefni um einstaklingsmiðað námsmat í Ingunnarskóla og Norðlingaskóla

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Ég vil læra íslensku

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla

Valgreinar fyrir 8. bekk skólaárið

Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 3. bekkjarnámskrá. Skólanámskrá Hraunvallaskóla

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 8. bekkjarnámskrá skólanámskrá Hraunvallaskóla

Skóli án aðgreiningar og einstaklingsmiðað nám

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Val í bekk Sjálandsskóla

Lotukerfi í list- og verkgreinum

Valgreinar og samvalsgreinar

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Nemandinn í forgrunni

Bekkjarnámskrá Grunnskóla Hornafjarðar bekkur

Skólanámskrá og Starfsáætlun Dalvíkurskóla

Valgreinar í 6. bekk

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

Sæmundarskóli heildarmat á skólastarfi

Milli steins og sleggju

2. bekkur bekkur bekkur bekkur bekkur Bekkur bekkur bekkur bekkur...

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins,

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Skóli án aðgreiningar

Lónsöræfi. Leyndarmál í ríki Vatnajökuls. Verkefni 10. bekkjar Grunnskóla Hornafjarðar

Námsflokkar Hæfniviðmið Kennsluhættir Námsmat Getur fundið lykilupplýsingar í. Lesskilningur æfður uppúr textum úr stuttum texta með nokkuð ríkulegum

LISTGREINAKENNSLA Í GRUNNSKÓLUM REYKJAVÍKUR

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér

Valgreinar

Virk námskrá í íslensku í 6. og 7. bekk grunnskóla í ljósi samræmda íslenskuprófsins

Framhaldsskólapúlsinn

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Leiðbeinandi á vinnustað

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Erindi. Skriða 9:.00 til 9:15 Setning ráðstefnu Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Leikskólar Dalvíkur, Krílakot og Kátakot. Leikskólar Dalvíkur. Krílakot og Kátakot Námskrá

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

20 ÁRA AFMÆLISRIT FLATAR 2013 / 1 FLATARMÁL

Ársskýrsla Grunnskóla Vestmannaeyja

Skólanámskrá Waldorfskólans Sólstafa

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla

Heilsuleikskólinn Fífusalir

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Leikskólinn Heklukot Ársskýrsla

Lokaorð Heimildaskrá Viðauki I Myndaskrá Viðauki II... 40

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar. Ása Sigurðardóttir: íslenska. Sólrún Dögg Baldursdóttir: stærðfræði og lego - val

Hugarhættir vinnustofunnar

Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Rannsóknin sem hér er lýst og nefnd hefur verið

Tölvu- og upplýsingatækni í fjórum grunnskólum Garðabæjar

Menntun til sjálfbærni og samstarf skóla og samfélags

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Íslenska 7 kennslustundir á viku Lestur, málfræði, stafsetning, ritun, ljóð, bókmenntir, skrift, hlustun, tjáning.

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Námsvísar Hvolsskóla. Elsta stig GLEÐI, VIRÐING, VINÁTTA

Efnahagshrunið og skólastarf í tveimur íslenskum sveitarfélögum

UNGT FÓLK BEKKUR

Dagskrá Kaffihlé Málstofur 2 lotur Samantekt í lok dags og námstefnuslit

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

Starfsþróun eflir nemendamiðaða faglega forystu. (Professional Development for Student Centered Leadership) Lokaskýrsla Erasmus+ verkefnis

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Transcription:

Ingvar Sigurgeirsson Ágúst Ólason Sif Vígþórsdóttir Áfangaskýrsla um þróunarverkefnið SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í 5. 10. bekk

Efnisyfirlit INNGANGUR... 3 MARKMIÐ VERKEFNISINS... 3 UNDIRBÚNINGUR... 4 FRAMKVÆMD... 5 DÆMI UM SMIÐJUR... 6 NÁMSMAT Í SMIÐJUM... 10 MAT Á STARFINU... 11 LOKAORÐ... 12 2

INNGANGUR Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir þróunarverkefninu Smiðjum í Norðlingaskóla skólaárið 2008 2009. Smiðjurnar eru nokkurs konar verkstæði þar sem nemendur vinna að samþættum verkefnum í aldursblönduðum hópum. Verkefnið naut styrks úr Þróunarsjóði grunnskóla Reykjavíkur. Markmiðum verkefnisins er lýst, fjallað um undirbúning þess og framkvæmd, gefin eru dæmi um nokkrar smiðjur, gerð grein fyrir tilhögun námsmats og mat lagt á starfið. MARKMIÐ VERKEFNISINS Markmið þróunarverkefnisins Smiðjur í Norðlingaskóla er að móta heildstætt skipulag um samþættingu verk- og listgreina við samfélags- og náttúrufræði. Megináhersla hefur verið lögð á verklega og skapandi vinnu þar sem list- og verkgreinar eru samþættar við aðrar námsgreinar, einkum náttúrufræði og samfélagsgreinum, en einnig íslensku og stærðfræði og ekki síst lífsleikni. Hugmyndin að baki smiðjunum byggist m.a. á því að móta samþætt nám sem felur í sér að nemendur nái markmiðum Aðalnámskrár í þessum greinum á þriggja ára tímabili. Námið er byggt á námseiningum, í fyrsta lagi fyrir 1. til 4. bekk, í öðru lagi fyrir 5. til 7. bekk og í þriðja lagi 8. til 10. bekk. Í þessu verkefni er athygli beint að smiðjum á miðog unglingastigi. Vert er þó að hafa í huga að vegna aldursblöndunar ná smiðjurnar fyrir mið- og unglingastig einnig oft til yngstu aldurshópanna. Smiðjunum er ætlað að styrkja stefnu skólans um einstaklingsmiðað nám en með því er átt við að starf skólans taki mið af því að börnin eru misjafnlega þroskuð, af margbreytilegum uppruna og hafa öðlast margháttaða og misjafna leikni, reynslu og þekkingu áður en þau hefja nám í grunnskóla. Einnig er mjög misjafnt hverjar eru sterkar og veikar hliðar þeirra. Í Norðlingaskóla er lögð áhersla á að búa nemendum 3

skilyrði til að læra og þroskast á eigin forsendum, veita þeim öryggiskennd, sjálfstraust og stuðla að því að þeir öðlist jákvæða sjálfsmynd. Sérstök áhersla er lögð á að sérhver nemandi fái námsaðstæður og viðfangsefni við sitt hæfi. Skólastarfið á að koma til móts við ólíkar þarfir, getu, námsstíl og áhuga allra nemenda. Þróunarverkefninu er ætlað að renna styrkari stoðum undir smiðjurnar, skapa ráðrúm til að útfæra þær betur og tengja þær markmiðum aðalnámskrár. Þá er stefnt að því að taka saman lýsingar á sem flestum smiðjum með markmiðum, skipulagi, kennsluaðferðum, verkefnum og mati. Þegar hefur verið hafist handa við að birta þetta efni á heimasíðu skólans, bæði til almennrar kynningar fyrir foreldra og skólafólk, en eins svo efnið geti nýst kennurum í öðrum skólum sem áhuga kunna að hafa á að þróa þessi vinnubrögð. UNDIRBÚNINGUR Skipaður var hópur (stefnumörkunarteymi) til að leggja drög að þessari vinnu. Í teyminu voru Arna Gná Gunnarsdóttir, Birna Hjaltadóttir, Elvar Þór Friðriksson, Hanna Mjöll Káradóttir, Íris Eva Backmann og Kolbrún Kristleifsdóttir. Stefnumörkunarteymið skilaði af sér tillögum og var þar m.a. var miðað við að hverri smiðju yrði lýst með eftirfarandi hætti: 1. Tímafjöldi 2. Innihaldslýsing a. Hvert er þemað? b. Tenging við námsefni c. Tenging við Aðalnámskrá grunnskóla d. Markmið e. Kennsluaðferðir f. Þverfaglegar tengingar g. Þáttur verkgreina 3. Gögn 4

a. Efni og áhöld 4. Mat á smiðjum a. Hvað skal meta? b. Nemendur v.s. smiðjan sjálf c. Hvernig verður nám nemenda metið, t.d. i. einstaklingsmat ii. námsmappa iii. jafningjamat iv. sjálfsmat Teymið lagði til að gögnum um smiðjurnar yrði safnað saman í lok hvers smiðjutímabils í gagnagrunn eða hugmyndabanka sem skyldi vera öllum starfsmönnum aðgengilegur, bæði í áþreifanlegu og rafrænu formi. Þá var hugmyndin að skipaðir yrðu sérstakir smiðjustjórar til að halda utan um þessi verkefni og mat á þeim. Þeirri skipan var frestað en að öðru leyti farið að tillögum hópsins. Ákvarðanir um hvaða smiðjur eru í boði eru teknar af öllum starfshópnum sameiginlega. Kennarar setja fram hugmyndir, þær eru ræddar og lokaákvarðanir teknar. Hópar kennara taka síðan að sér útfærslu á hverri smiðju. Verkefni þeirra er að setja smiðjunum markmið, ákveða inntak þeirra og fyrirkomulag og huga að námsmati í samræmi við þá forskrift sem mótuð var (sjá hér á undan). Sérstaklega er gætt að tengslum hverrar smiðju við Aðalnámskrá grunnskóla. Þá skoðar teymið hvernig smiðjan getur t.d. tengst útikennslu, tónlist, myndlist, leiklist, lífsleikni, heimilisfræði, kvikmyndagerð, upplýsinga- og tæknimennt, hönnun, dansi og íþróttum. FRAMKVÆMD Skólaárinu er skipt niður í sex til átta tímabil sem starfsmenn í Norðlingaskóla kalla sín á milli smiðjutímabil. Hvert smiðjutímabil spannar fjórar til sex vikur og í hverri viku eru smiðjur í boði í tvo daga, tvær sjötíu mínútna kennslulotur hvorn dag, eða sem jafngildir sjö kennslustundum á viku. Rök fyrir því að hafa loturnar 70 mínútna langar eru einkum að það eykur líkur á því að nemendur geti sökkt sér niður í viðfangsefni sín. 5

Mynd 1 sýnir dæmigerða stundatöflu og staðsetningu smiðjanna í henni. Mynd 1 Stundatafla 6. bekkjar (vika í janúar 2009) Smiðjurnar eru alltaf aldursblandaðar en misjafnt er eftir tímabilum hvaða árgangar vinna saman hverju sinni. Þá er mismunandi eftir tímabilum hversu margar smiðjur eru í boði hverju sinni. Þó er ekki fjarri lagi að ætla að nemandi fari á hverju skólaári í um 30 ólíkar smiðjur. DÆMI UM SMIÐJUR Á síðasta skólaári voru eftirfarandi smiðjur í boði. Fyrir 5. 7. bekk: Ævintýrasmiðja Jólasmiðja (1. 10. bekkur) Árshátíðin - Eniga Meniga Landnámssmiðja 6

Landafræði Íslands Jafnréttissmiðja (1. 10. bekkur) o Jafnrétti kynja o Jafnrétti kynþátta o Jafnrétti með tilliti til fötlunar Fyrir 8. 10. bekk: Sjálfsþekkingar- og samskiptasmiðja Samfélagsfræðismiðja Skapandi hugur og hönd: o Tálgun og útskurður o Prjón og hekl o Ljósmyndun o Tónsmíðar og upptaka o Kvikmyndagerð o Textíl Jólasmiðja (1. 10. bekkur) Ritunarsmiðja Jafnréttissmiðjur (1. 10. bekkur) Til að gefa gleggri hugmynd um uppbyggingu smiðjanna verða hér tekin tvö dæmi: Landnámssmiðja (5. - 7. bekkur) Meginmarkmið landnámssmiðjunnar, sem tók fimm vikur, var að kenna nemendum um landnám Íslands samkvæmt markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla. Að smiðjunni komu bæði umsjónarkennarar nemenda og list- og verkgreinakennarar. Meðan á smiðjuvinnunni stóð var sagan Vítahringur eftir Kristínu Steinsdóttur lesin fyrir nemendur í sérstökum bókmenntatímum. Með hliðsjón af Aðalnámskrá var efninu skipt í fjóra flokka: Stjórnarfar, daglegt líf, vopn og deilur, og trú og tákn. Nemendum var skipt í fjóra aldursblandaða hópa. Hver smiðjueining var tvískipt. Í fyrri hluta var fyrirlestur og umræður, en í þeim seinni var fengist við fjölbreytt verkefni. 7

Stjórnarfar Áhersla var m.a. lögð á frásagnir af landnámi Ingólfs Arnarsonar, stéttaskiptingu í landinu, skiptingu landsins í goðorð, hvernig Alþingi kom til sögunnar og hvernig Alþingi var stjórnað. Mikil áhersla var lögð á að tengja fræðsluna og umræðuna við stétt og stöðu sögupersóna í bókinni Vítahring sem lesin var samhliða smiðjunum. Í seinni hlutanum unnu nemendur stóra veggmynd af sögupersónum úr Vítahring og var áhersla lögð á að nemendur notuðu eigin stærð sem viðmið. Nemendum voru kenndar nýjar aðferðir við notkun lita oghvernig verklag á við þegar stór veggmynd er búin til. Vopn og deilur Rætt var um landnámið af hverju landnámsmenn komu hingað og hvaðan. Hvernig menn helguðu sér land hvernig menn leystu ýmis mál sín á milli, um Alþingi og Lögréttu. Nemendur lærðu um fóstbræðralagið (lýsing í Gíslasögu) og nokkrir nemendur voru fengnir til að leika það. Því næst var talað um hefndir og sagan Hvalrekinn lesin fyrir nemendur. Eftir umræðurnar kynnti smíðakennari þau verkefni sem í boði voru. Gátu nemendur valið um að smíða sverð eða skjöld. Þeir sem völdu að búa til skjöld lærðu aðferð við að teikna hring með bandspotta og nagla en hún var notuð fyrr á öldum. Sverðið var svo búið til úr tveimur bútum, límt saman og bundið. Vopnin voru skreytt með brennipenna og nýttu nemendur vitneskju sína um rúnaletur sem þeir höfðu lært í smiðjunni um Trú og tákn. Daglegt líf Eftir samræður var verkum skipt. Nemendur tóku til við byggingarvinnu annarsvegar og eldamennsku hinsvegar. Sá hópur sem eldaði hlóð hlóðir og kveikti eld. Á stórri pönnu steikti hópurinn brauðmeti og í keðju hékk ketill sem í var soðið vatn. Byggingarhópurinn safnaði timbri og þurfti sjálfur að finna leiðar til að flytja það á staðinn. Reyndi það mjög á útsjónarsemi. Sumir hópar báru níðþunga stofna í fanginu og hjálpuðust þá allir að, aðrir drógu timbrið með köðlum og einn hópur fleytti því áfram á tilhöggnum bútum. Því næst súrraði hópurinn saman þrjá og þrjá stofna og reisti turna. Utan á turnana voru súrraðar þverspýtur og utan á allt settur strigi. Trú og tákn Fyrstu tvær loturnar voru teknar undir trúarbrögð á landnámsöld. Notast var við myndir úr bókinni Huginn og Muninn sem settar höfðu verið á glærur var varpað upp á vegg og kennari sagði sögur af ásunum út frá hverri mynd fyrir sig. Miklar umræður sköpuðust og var mikið lagt upp úr að nemendur tækju þátt í frásögninni. Í lok seinni lotunnar fengu nemendur kynningu á rúnaletrinu Fúþark og kynningu á verklega þættinum en hann fólst í því að búa til merkispjald úr tré með nafninu sínu á Fúþark og venjulegum stöfum. Einnig var spjaldið skreytt með táknum og myndum í víkingaaldarstíl. Þeir sem kláruðu snemma gátu unnið skartgripi í anda víkinga úr vír, leðri, perlum og fleira tilfallandi efni. 8

Námsmat byggði á mati á skrifum nemenda, virkni, sjálfstæði í vinnubrögðum og hópvinnu (sjálfsmat, kennaramat). Þá var farið í spurningaleik (Landnámsleik) í Björnslundi sem einnig gilti til mats. Sjá nánar um þetta verkefni á þessari slóð: http://www.nordlingaskoli.is/images/stories/pdf/starfshaettir/smidjur/landnamssmidja.pdf Ritunarsmiðja (8. 10. bekkur) Markmið: Að nemendur efli færni í ritun á fjölbreyttan hátt. Nemendur kynnist kvikmyndarýni, túlkun á myndlist, þjálfist í skapandi skrifum og bréfaskrifum (bæði formlegum og persónulegum). Auk þess eiga nemendur að skrifa um eigin upplifun á kvikmynd, gera teiknimyndasögur og búa til bók fyrir sín verkefni. Nemendum er skipt í fjóra hópa, tvo stelpuhópa og tvo strákahópa og hver hópur fer einu sinni á hverja stöð. Að auki eru þrjú verkefni sem allir nemendurnir vinna saman á sama tíma. Þeir færniþættir sem smiðjan tekur á eru skynjun með hlustun og áhorfi, tjáningu með ritun, gagnrýn hugsun, ögun, vandvirkni, handverk o.fl. Kennt verður á miðvikudögum í 2. og 3. lotu og á fimmtudögum í 2. og 3. lotu. Í boði eru eftirfarandi stöðvar: Bíóhúsið: Kennari kynnir ákveðin kvikmyndarýni- og bókmenntahugtök fyrir nemendum og þeir horfa síðan á kvikmynd með þessi hugtök í huga. Úrvinnsla er í þriðja tíma þar sem nemendur gagnrýna kvikmyndina sem horft var á. Listasafnið: Nemendur fara í vettvangsferð og skoða myndlistarsýningu. Þeir nýta fimmtudagstímann til úrvinnslu á ferðinni og skrifa um eigin upplifun á sýningunni í heild, um listamanninn eða eitthvað ákveðið verk sem hafði áhrif á þá. Hús skáldsins: Nemendur æfa skapandi skrif og skrifa smásögu eða örsögu. Stefnt er að því að hafa samkeppni með verðlaunum og fá starfandi rithöfunda til að dæma. Pósthúsið: Nemendur læra um bréfaskriftir og skrifa ýmsar gerðir af bréfum; formleg bréf, mótmælabréf, persónuleg bréf o.fl. Nemendur kynnist bréfum Vestur Íslendinga, skoði vef Vesturfarasetursins og skoði bókina Bréf Vestur Íslendinga eftir Böðvar Guðmundsson. Sameiginleg verkefni unnin í lok apríl og í maí. Bókargerð: Allir nemendur vinna að bókargerð á síðasta vetrardag (22/4). Unnið verður í flæði í fjórum kennslustofum. Teiknimyndasögur: Nemendur 8. og 9. bekkjar vinna teiknimyndasöguverkefni meðan 10. bekkingar þreyta samræmd próf. Draumalandið: Allir nemendur fara að sjá kvikmyndina Draumalandið og skrifa um kvikmyndina og hvaða áhrif hún hafði á þá. 9

Fyrir 1. 4. bekk voru eftirfarandi smiðjur í boði á síðasta skólaári: Vísindasmiðja o Vatn Tilraunir o Vatn - Bátagerð o Loft - Flugdrekar o Loft - Svif o Land - Myndlist o Land - Smíði Enskusmiðja Vináttan Jólasmiðja (1. 10. bekkur) Heimilisfræði Leiklist - Rauðhetta Tákn með tali Páskasmiðja Umhverfis- og ferðasmiðja Jafnréttissmiðja (1. 10. bekkur) o Jafnrétti kynja o Jafnrétti kynþátta o Jafnrétti með tilliti til fötlunar Lýsingar á smiðjum er að finna á heimasíðu Norðlingaskóla á þessari slóð: http://www.nordlingaskoli.is/index.php?option=com_content&view=article&id=54&itemid=107 NÁMSMAT Í SMIÐJUM Mikil umræða hefur verið um fyrirkomulag námsmats í smiðjum. Afar áríðandi er að þannig sé hugað að námsmati í smiðjum þannig að það sé fjölbreytt og áreiðanlegt. Í upphafi var leitast við að samræma námsmatið en fljótlega kom í ljós að þær voru innbyrðis svo ólíkar að það reyndist erfitt og óæskilegt. Því var farin sú leið að þróa hugmyndabanka með fjölbreyttum námsmatsaðferðum sem henta ólíkum smiðjum. 10

Dæmi um fyrirkomulag námsmats í smiðjum er að finna á heimasíðu skólans á þessari slóð: www.nordlingaskoli.is MAT Á STARFINU Mat okkar af námi og starfi í smiðjum er í heild mjög jákvætt. Mikil ánægja er með hvernig til hefur tekist. Ekki verður um villst að smiðjurnar veita nemendum kærkomið tækifæri til að nálgast námsefni á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt og vekja þannig áhuga þeirra. Smiðjurnar eru að verða einn af meginþáttum skólastarfsins og hafa vakið athygli utan skólans. Benda má á að námið í smiðjunum höfðar til mismunandi greinda og færni nemenda og oft hefur mátt sjá nemendur verða gagntekna af viðfangsefnum sínum og gleyma stund og stað. Aldursblöndunin sem byggt er á í smiðjunum hefur sérstakt gildi. Hún hefur félagslegt gildi í þá veru að nemendur kynnast vel þvert á aldurshópa. Þá má oft sjá nemendur á mismunandi aldri læra hver af öðrum, þeir eldri kenna þeim yngri og öfugt. Í þessu felst vitaskuld mikil lífsleikni, en í skólanum er lögð áhersla á að hún sé samofin öllu starfi. Starfsmenn hafa verið beðnir um að leggja mat á hvernig til hefur tekist við þróun smiðjanna og er afstaða þeirra mjög jákvæð. Jákvætt mat kennara á smiðjum felst m.a. í því að í smiðjunum kynnast þeir mjög mörgum nemendum og hitta jafnvel alla nemendur skólans. Ekki fer á milli mála að þetta hefur jákvæð áhrif á skólabrag. Fyrirkomulagið leiðir til þess að á einu skólaári fá starfsmenn skólans tækifæri til að vinna í smiðju með öllum öðrum. Þessi samvinna er líka þýðingarmikil fyrir skólamenninguna. Þá eru starfsmenn í smiðjunum oft að fást við viðfangsefni sem þeir 11

hafa sjálfir mikinn áhuga á sem vitaskuld er smitandi. Sem dæmi um viðhorf kennara til smiðjanna má nefna þessi: Sú djörfung að leggja fimmtung kennsluvikunnar í Norðlingaskóla undir smiðjur, allt árið, finnst mér aðdáunarverð og er ein aðalástæða þess hvað mér finnst gaman að vinna í þessum skóla. Mér hefur virst starfsfólki skólans vaxa ásmegin með hverju árinu sem líður að skipuleggja skemmtilegar, markvissar og árangursríkar smiðjur. Að sama skapi uppfylla smiðjurnar fleiri og fleiri markmið aðalnámskrár með hverju árinu. Í unglingadeild hefur orðið kúvending á viðhorfi nemenda til smiðjuvinnunnar. Fyrir aðeins tveimur árum var ríkjandi sú skoðun að smiðjur væru ekki alvöru" kennslustundir heldur frekar eins konar leikur, uppbrot eða tilbreyting. Þetta hefur nú breyst og má sjá mikinn metnað lagðan í alla vinnu nemenda í smiðjutímum á þessum vetri. Mín skoðun er sú að smiðjur bæti skólastarfið, þær bjóða upp á meiri fjölbreytileika í námi. Nemendur sýna jákvætt viðhorf og áhuga á náminu. Smiðjur er skemmtileg vinna þar sem mikið, fjölbreytt, faglegt og gott nám fer fram. Viðhorf nemenda til smiðjanna eru mjög jákvæð. Haldnir hafa verið fundir með öllum aldurshópum þar sem þeir hafa verið beðnir um að leggja mat á smiðjurnar. Nemendur í öllum árgöngum voru sammála um að smiðjurnar væru sérstaklega skemmtilegar og gæfu þeim tækifæri til að læra á annan hátt en úr bókunum. Ráðgjafi verkefnisins hefur spurt nemendur um uppáhalds viðfangsefni þeirra í Norðlingaskóla og eru smiðjurnar lang oftast nefndar. Kemur fram í svörum þeirra að verkefnin séu áhugavekjandi og að þau fái svo mikið skemmtilegt að gera. Mat foreldra hefur einnig verið mjög jákvætt og þeir látið í ljós ánægju sína með ýmsum hætti bæði í samtölum og í tölvupósti. LOKAORÐ Eins og fram hefur komið í þessari skýrslu eru starfsmenn og nemendur Norðlingaskóla mjög sáttir við hvernig til hefur tekist við smiðjurnar á þessu skólaári. Erfitt er að taka eitt atriði fram yfir annað þegar litið er til þeirra þátta sem jákvæðir eru en nefna má 12

mikla fjölbreytni, sköpun, virkni og áhuga nemenda og samstarf starfsfólks við undirbúning og framkvæmd smiðjanna. Það sem helst má betur fara er að gögnum sé haldið betur til haga ekki síst lýsingum og skýrslum um hverja smiðju sem og öll gögn (skjásýningar, verkefni, leiðbeiningar, námsmatsgögn, eyðublöð). Á næsta skólaári verður skipaður sérstakur smiðjustjóri til að halda betur utan um starfið og þá sérstaklega lýsingar og mat á smiðjunum. Skólaárinu 2009 2010 verður skipt niður í fjögur aðaltímabil. Í hinu fyrsta verður umhverfið aðalþema, annað tímabilið verður opið, þ.e. ekki verður eitt ákveðið heildarþema, á því þriðja verður leiklist rauður þráður í öllum smiðjum og í því síðasta verður lífríkið aðal þema. Þá verður leitast við að kynna smiðjustarfið betur fyrir foreldrum, t.d. með kynningarbæklingum, með því að bjóða þeim að koma í skólann og fylgst með starfinu, með því að hluti af smiðjuvinnunni fari fram á heimilunum og með sýningu. Loks verður stefnt að fjölbreyttara námsmati í smiðjunum. Stefnt er að því að sækja um styrk í Sprotasjóð leik-, grunn- og framhaldsskóla en hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. 13