Fjárfestakynning í aðdraganda almenns hlutafjárútboðs. Apríl 2013

Similar documents
Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Tryggingamiðstöðin hf.

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Ársskýrsla TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf.

Vátryggingafélag Íslands hf.

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Um Sjóvá 6. Frá stjórnarformanni 10. Frá forstjóra 12. Helstu viðburðir ársins 16. Af rekstri ársins tryggingaumhverfið 22. Skipulag og rekstur 28

Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR

Um Sjóvá Frá stjórnarformanni Frá forstjóra Helstu viðburðir ársins Af rekstri ársins Tjón og tjónaþjónusta...

Savings Banks Credit Undertakings. and investment funds. FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ The Financial Supervisory Authority Iceland

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Lýsing þessi er dagsett 11. júní Umsjónaraðili almenns útboðs og töku hlutabréfanna til viðskipta: Landsbankinn hf.

Íslenskur hlutafjármarkaður

Vátryggingafélag Íslands hf.

BS ritgerð. Fjárfestingar í hlutdeildarfélögum og reikningsskilareglur þeirra

Rekstur og efnahagur fyrirtækja 2015 Financial statements of Icelandic companies 2015

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Lýsing September 2006

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

Skýrsluskil og upplýsingatækni í Solvency II. Kynningarfundur FME 19. desember 2011

Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision

Efnisyfi rlit Ársreikningur Annual Report 2007

Össur hf. Ársreikningur. Össur hf. Grjóthálsi Reykjavík kt

Horizon 2020 á Íslandi:

STAPI LÍFEYRISSJÓÐUR ÁRSSKÝRSLA 2008

Marel hf. Ársreikningur samstæðu 2002

Efnisyfirlit. Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2012

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision

Hampiðjan hf. Ársreikningur samstæðu 2011

Skráningarlýsing. Hlutafjáraukning skráð á. Aðallista Kauphallar Íslands

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Gildi lífeyrissjóður Ársfundur apríl

Gildi Ársskýrsla Ljósmyndir Anton Brink Jóhannes Long Árni Guðmundsson. Hönnun og umbrot Brandenburg / SÍA.

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Hampiðjan hf. Ársreikningur samstæðu 2008

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Uppgjör 2. ársfjórðungs 2018 Fjárfestakynning 2. ágúst 2018

Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin?

Prentvinnsla: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta

HS Orka hf. Samstæðuársreikningur 2016 í þúsundum króna

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Þjóðhagsspá á vetri 2016 Economic forecast, winter 2016

Einkavæðing Landsbankans og Búnaðarbankans: Var verðið rétt?

GAMMA Capital Management hf.

Þjóðhagsspá að sumri 2018 Economic forecast, summer 2018

Nýherji hf. Ársreikningur samstæðunnar 2010

Prentvinnsla: Oddi, umhverfisvottað fyrirtæki

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

Eftirlaunasjóður F.Í.A.

Eftirlaunasjóður F.Í.A.

Íslandssjóðir hf. Verðbréfasjóðir Fjárfestingarsjóðir. Ársreikningur Íslandssjóðir hf. Kirkjusandi Reykjavík Kt.

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði

HNOTSKURN RITRÖÐ SFF HNOTSKURN 01. Sérstakir skattar á íslensk fjármálafyrirtæki

MARKAÐURINN. Flugfélögin. á krossgötum EINSTÖK BARNAGLERAUGU FRÁ LINDBERG. »2 WOW skoðar útgáfu breytanlegra skuldabréfa

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

Stefán B. Gunnlaugsson. Ögmundur Knútsson. Jón Þorvaldur Heiðarsson

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

Landsframleiðslan 2017 Gross Domestic Product 2017

Þjóðhagsspá að vetri 2018 Economic forecast, winter 2018

Þjóðhagsspá á vetri 2017 Economic forecast, winter 2017

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Fjárfestingar. Gagnamódel útgáfa 3.7

Marel hf. Árshlutareikningur samstæðu 30. júní 2003

Skýrsla Fjármálaskrifstofu. Við framlagningu ársreiknings Reykjavíkurborgar 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

Þjóðhagsspá að sumri 2017 Economic forecast, summer 2017

Ársskýrsla 2017 Ársskýrsla 2017 Húsi verslunarinnar Kringlunni 7, 103 Reykjavík Sími: Netfang: Heimasíða:

Skýrsla Fjármálaskrifstofu. Við framlagningu árshlutareiknings Reykjavíkurborgar janúar september 2017

GAMMA Capital Management hf.

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

Íslandssjóðir hf. Árshlutareikningur Íslandssjóðir hf. Kirkjusandi Reykjavík Kt

ÁRSSKÝRSLA 2005 ANNUAL REPORT

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Viðtakandi: Fjárlaganefnd og Efnahags- og skattanefnd Alþingis Sendandi: Hagfræðisvið og Alþjóða- og markaðssvið Seðlabanka Íslands

Stofnun og eignarhald. Stjórn. Starfsmenn

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Ársreikningur samstæðu. - fyrir árið 2015

Ársskýrsla. Lífeyrissjóðs sjómanna 2001

Mannfjöldaspá Population projections

Transcription:

Tryggingamiðstöðin Click to add author information hf. Fjárfestakynning í aðdraganda almenns hlutafjárútboðs Apríl 2013

Tækifæri til að fjárfesta í traustu tryggingafélagi Til sölu er 28,7% eignarhlutur Stoða í TM í hlutafjárútboði 22. 24. apríl 2013. Hlutir í TM verða boðnir til sölu á verðbilinu 17,75 20,10 krónur á hlut. Gert er ráð fyrir að viðskipti með TM hefjist í Kauphöllinni 8. maí. Rekstur TM er traustur og er félagið með lægsta samsetta hlutfall innlendra, alhliða vátryggingafélaga. Fjárhagslega sterkt félag með 10,2 ma.kr. eigið fé og gjaldþol sem er 3,8 sinnum lágmarkskrafan í árslok 2012. Eina íslenska vátryggingafélagið með styrkleikamat frá alþjóðlegu matsfyrirtæki. Öflug en íhaldssöm fjárfestingastarfsemi þar sem fjárfestingasafnið er vel dreift og ríkistryggð verðbréf og handbært fé vega þungt. Stefnt er að því að arðgreiðslur verði að lágmarki 50% af hagnaði eftir skatta. Vörumerki TM er sterkt og hefur félagið mælst með ánægðustu viðskiptavini íslenskra tryggingafélaga 12 af undanförnum 14 árum. Sterkt stjórnendateymi hefur náð góðum árangri í rekstri félagsins. 2

Yfirlit Um TM Saga Samstæða og skipurit Stjórnendur Starfsemi Mat S&P s Fjárhagur Rekstur Efnahagur Fjárfestingasafn Arðgreiðslustefna Framtíðarsýn 1 2 3 4 Vátryggingamarkaður Stærð og samkeppni Markaðshlutdeild Samanburður Útboð og skráning Útboð 22. 24. apríl Stærstu hluthafar Verðlagning í samanburði við önnur félög 3

UM TM 4

Saga sem nær aftur til ársins 1956 1956 TM stofnað af aðilum tengdum sjávarútvegi. 1970 TM stærsta sjótryggingafélag Landsins. 1996 TM Öryggi, vátryggingavernd sem sameinar öll tryggingamál fjölskyldunnar er markaðssett. 2002 Líftryggingamiðstöðin stofnuð og TM hefur sölu lífog sjúkdómatrygginga. 2007 Einkunn frá Standard & Poor s. 2008 Afskráning úr Kauphöll Íslands eftir yfirtöku Stoða hf. 1956 1967 1970 1991 1996 1998 1999 2002 2006 2008 2009 2012 1967 TM hefur sölu bifreiðatrygginga. 1991 TM tekur að sér ferðatryggingar fyrir VISA og MasterCard korthafa. 1998 TM skráð í Kauphöll Íslands. 1999 Sameining TM og Tryggingar hf. 2003 TM hefur sölu gæludýratrygginga. 2006 Kaup á norska tryggingafélaginu NEMI Forsikring ASA. 2009 TM selur NEMI Forsikring ASA. 2012 Stoðir selja samtals um 66% hlut í TM. 5

Víðtækt sölunet um land allt Höfuðstöðvar TM eru að Síðumúla 24 í Reykjavík en þjónustuskrifstofur eru 22 talsins um land allt. Útibú félagsins eru fjögur og eru þau staðsett á Akureyri, Egilsstöðum, Reykjanesbæ og Vestmannaeyjum. Umboðsmenn eru 18 og eru þeir staðsettir víðs vegar um landið. TM á auk þess samstarf við söluaðila og vátryggingamiðlara í ýmsum löndum. Hjá TM starfa um 130 starfsmenn og á þriðja tug samstarfsaðila sem veita um 50 þúsund viðskiptavinum þjónustu sína. Söluleiðir TM fara fram í gegnum: Vátryggingaráðgjafa í höfuðstöðvum og útibúum sem sinna ráðgjöf, sölu og þjónustu við lykilviðskiptavini félagsins. Úthringiver og söluráðgjafa í höfuðstöðvum sem vinna nær eingöngu að frumkvæðissölu af hálfu TM. Þeirra hlutverk er að hafa samband við eftirsóknarverða viðskiptavini og bjóða þeim að ganga til liðs við TM. Vefsíðuna www.elisabet.is, en TM hefur frá árinu 2006 veitt ráðgjöf í gegnum internetið. 6

Alhliða vátryggingaþjónusta á Íslandi Sterk staða á fyrirtækjamarkaði, sérstaklega sjávarútvegi TM veitir einstaklingum og fyrirtækjum alhliða vátryggingaþjónustu á Íslandi. m.kr. 12.000 Þróun eigin iðgjalda eftir vátryggingaflokkum TM býður einnig afmarkaða vátryggingaþjónustu erlendis á sviði sjóog eignatrygginga. TM hefur starfsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu og í Færeyjum og um 6% af heildariðgjöldum félagsins koma erlendis frá. Samsetning eigin iðgjalda eftir vátryggingaflokkum hefur tekið litlum breytingum síðustu ár. Ökutækjatryggingar eru stærsti vátryggingaflokkurinn og nema um 42% eigin iðgjalda. TM er með um 22% markaðshlutdeild í þessum flokki. 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 249 235 232 2.112 1.959 2.022 538 371 433 4.626 4.441 4.568 1.283 1.286 1.455 1.697 1.827 2.000 2010 2011 2012 Líftryggingar Sjúkra og slysatryggingar Ábyrgðartryggingar Ökutækjatryggingar Skipa, farm og flugtryggingar Eignatryggingar TM er með sterka stöðu í skipa, farm og flugtryggingum, þar sem markaðshlutdeild félagsins er um 60%. Stærsti einstaki viðskiptavinur félagsins var með um 2,9% heildar iðgjalda árið 2012. Skipting eigin iðgjalda árið 2012 eftir vátryggingaflokkum 19% 2% 18% Eignatryggingar Skipa, farm og flugtryggingar Ökutækjatryggingar 5% 13% Ábyrgðartryggingar 42% Sjúkra og slysatryggingar Líftryggingar 7

Samstæða og skipurit TM Tryggingamiðstöðin hf. TM Forstjóri Sigurður Viðarsson Innra eftirlit, lögfræðiþjónusta og áhættustýring Líftryggingamiðstöðin hf. 100% Dótturfélag sem sér um líftryggingastarfsemina. Engir starfsmenn. Þjónustusamningur við TM. TM Fé ehf. 100% Dótturfélag sem sér um ákveðnar fjárfestingar. Engir starfsmenn. Þjónustusamningur við TM. Tjónaþjónusta Kjartan Vilhjálmsson Fjármála og rekstrarsvið Óskar B. Hauksson Samskiptasvið Ragnheiður D. Agnarsdóttir Einstaklingsþjónusta Ragnheiður D. Agnarsdóttir Fyrirtækjaþjónusta Hjálmar Sigurþórsson Fjárfestingar og viðskiptaþróun Garðar Þ. Guðgeirsson Íslensk endurtrygging hf. Trygging hf. 99,7% 100% Engin starfsemi og vinnur TM skv. þjónustusamningi að uppgjöri eldri skuldbindinga félaganna. 8

Framkvæmdastjórn TM Sigurður Viðarsson Forstjóri Sigurður hóf störf hjá TM í október 2007. Frá 1997 starfaði hann hjá Kaupþingi líftryggingum, m.a. sem forstöðumaður fjármálasviðs og staðgengill forstjóra. Áður starfaði Sigurður sem greinandi fyrirtækja á hlutabréfamarkaði hjá Glitni banka hf. Sigurður er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hjálmar Sigurþórsson Framkvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu Hjálmar hóf störf hjá TM í september 1988 fyrst sem starfsmaður í tjónaþjónustu en varð framkvæmdastjóri hennar árið 2005. Árið 2008 tók Hjálmar við starfi framkvæmdastjóra fyrirtækjaþjónustu TM. Hjálmar er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnheiður Agnarsdóttir Framkvæmdastjóri Einstaklingsþjónustu og Samskiptasviðs Ragnheiður hóf störf hjá TM í apríl 2006 sem forstöðumaður einstaklingsþjónustu. Ragnheiður hefur verið framkvæmdastjóri frá árinu 2006, fyrst vátrygginga og fjármálaþjónustu en frá árinu 2008 framkvæmdastjóri einstaklingsþjónustu og samskipta. Ragnheiður er með BA próf í sálfræði og MA gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla íslands. Óskar B. Hauksson Framkvæmdastjóri Fjármála og rekstrarsviðs Óskar hóf störf hjá TM í ágúst 2006 og hefur verið framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs frá árinu 2008. Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri upplýsingatækni og þróunarsviðs Vodafone og sem forstöðumaður upplýsingavinnslu hjá Eimskip. Óskar er með gráðu í verkfræði og B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Oxford Said Business School. TH E BU SIN ESS OF T M Kjartan Vilhjálmsson Framkvæmdastjóri tjónaþjónustu Kjartan hóf störf hjá TM í janúar 2005 sem lögfræðingur í tjónaþjónustu en hann útskrifaðist sem Cand. jur. frá lagadeild Háskóla Íslands sama ár. Kjartan var skipaður framkvæmdastjóri tjónaþjónustu í maí 2008 en áður var hann deildarstjóri líkams, ferða, ökutækja og ábyrgðartjóna. Kjartan er með Cand. Jur. gráðu frá Háskóla Íslands og er héraðsdómslögmaður. Garðar Þ. Guðgeirsson Framkvæmdastjóri Fjárfestinga og viðskiptaþróunar Garðar hóf störf hjá TM í júní 2008. Hann starfaði áður sem ráðgjafi hjá McKinsey & Company í Kaupmannahöfn og framkvæmdastjóri og meðeigandi Íslensku Verkfræðistofunnar ehf. Garðar er með B.Sc. gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands, M.Sc. gráðu í Hugbúnaðarverkfræði frá University of York og MBA frá IMD. 9

Sérkenni viðskiptalíkans vátryggingafélags Tryggingafélag kaupir endurtryggingar gagnvart stórtjónum til að takmarka vátryggingaáhættu sína. Eigin iðgjöld og eigin tjón eru vegna þeirrar vátryggingaverndar sem félagið veitir fyrir eigin reikning. Iðgjöld Tryggingafélag tekur að sér að bæta tiltekin tjón viðskiptavina gegn greiðslu iðgjalds. Iðgjald er greitt í upphafi þess tímabils sem vátryggingaverndin nær yfir. Tekjur af vátryggingastarfsemi Tjón Tjónsuppgjör getur tekið nokkurn tíma, háð eðli tjónsins og aðstæðum. Tekjur vátryggingafélags Í lögum um vátryggingastarfsemi eru gerðar kröfur um að eigið fé sé nægjanlegt miðað við umfang starfseminnar. Starfsemi tryggingafélags er undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. + Fjárfestingatekjur + Fjárfestingatekjur af vátryggingaskuld Iðgjöld og væntanlegar tjónabætur eru varðveittar þar til kemur að greiðslu. Tryggingafélag hefur af þessari ástæðu yfir að ráða umtalsverðu safni fjárfestinga á hverjum tíma. Fjárfestingatekjur af eigin fé 10

Í upphafi árs 2008 var nauðsynlegt að snúa við rekstri félagsins Lykilþættir í rekstri félagsins voru óviðunandi... Vátryggingareksturinn var óviðunandi því samsett hlutfall var langt yfir 100% og skilaði vátryggingareksturinn því neikvæðri framlegð. Hlutfallið var töluvert hærra en hjá stærstu samkeppnisaðilum. Samsett hlutfall 140% 120% 100% 80% 116,1% 128,1% 123,4% 112,6% 127,2% 2004 2005 2006 2007 2008 Fjárfestingasafn félagsins var áhættusamt og úrbóta þörf í fjárfestingastarfsemi. Stofnstýring og áhættumat viðskiptavina var óviðunandi....og því var ráðist í viðamiklar aðgerðir til að snúa honum við Verðlagningarstefnu félagsins var breytt. Hafin var smíði öflugs virðisgreiningarkerfis viðskiptavina. Fjárfestingastarfsemi var efld. Stefnumótun var tekin fastari tökum með gerð fimm ára áætlana. Ráðist var í víðtækt kostnaðaraðhald. Áætlanagerð var efld. Aðferðafræði við kaup á endurtryggingum var endurskoðuð. 11

Mikill viðsnúningur hefur orðið í rekstri félagsins Afkoma þess er í dag sambærileg við bestu vátryggingafélög í samanburðarlöndum Samsett hlutfall undir 90% Samsett hlutfall félagsins er 88,5% sem er töluvert lægra en hjá samkeppnisaðilum og sambærilegt við það besta sem gerist hjá erlendum vátryggingafélögum. 140% 120% 123,4% Samsett hlutfall TM 2006 2012 127,2% 112,6% 114,4% Ánægðustu viðskiptavinir tryggingafélaga eru hjá TM og markaðsrannsóknir staðfesta sterka ímynd félagsins Viðskiptavinir TM eru þeir ánægðustu á markaðinum. 1) Niðurstöður markaðsrannsókna 2) sýna að viðskiptavinir samkeppnisaðila eru móttækilegri fyrir því að eiga viðskipti við TM en við önnur félög á markaðnum. Tryggð núverandi viðskiptavina við TM er meiri en meðal viðskiptavina annarra félaga. Hlutfall þeirra sem myndu velja TM sem sitt vátryggingafélag, ef verð væri ekki áhrifaþáttur, hækkaði um 5 prósentustig og fór úr 25% í 30% á tímabilinu 2009 2012. 100% 80% 80 70 60 95,2% 92,5% 88,5% 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 TM og Íslenska ánægjuvogin 1 1 1 2 1 1 1 50 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 VÍS Sjóvá Vörður TM 1) Skv. Íslensku ánægjuvoginni frá Capacent. 2) Conversion mælingar Capacent. 12

Standard & Poor's hækkaði matseinkunn TM í febrúar 2013 The upgrade reflects our view of TM s improved capitalization and a track record of good operating performance * Our view of capitalization is supported by TM s prudent reserving and high quality reinsurance protection. * We think TM management has successfully executed its strategy and over the past four years has made significant steps toward strengthening the TM brand, advancing its customer segmentation, pricing, and risk selection * Hækkað mat er viðurkenning á stefnu félagsins Áframhaldandi saga um jákvæða afkomu af vátryggingarekstri. Fjárhagur félagins hefur styrkst. Minna vægi óskráðra hlutabréfa í fjárfestingasafninu skiptir máli. Árangur stefnunnar sem núverandi stjórnendur félagsins lögðu grunninn að í ársbyrjun 2008 og unnið hefur verið eftir af mikilli festu síðan. S&P s áætlar 2,3 ma.kr. hagnað fyrir skatta 2013 Áætla 2,5 ma.kr. árið 2014. Samsett hlutfall verði undir 95% bæði árin. Felur í sér aukin viðskiptatækifæri erlendis Möguleikar á að auka erlendar tekjur vegna matseinkunnar í fjárfestingaflokki. Í dag koma um 6% iðgjalda erlendis frá. Sérstaða meðal íslenskra vátryggingafélaga TM er eina íslenska vátryggingafélagið með matseinkunn frá erlendu matsfyrirtæki. Sama matseinkunn og íslenska ríkið Matseinkunn TM er nú sú sama og S&P s hefur veitt langtímaskuldbindingum íslenska ríkisins (BBB ; stöðugar horfur). Ár Matseinkunn Horfur 2007 BBB Stöðugar 2008 BBB Stöðugar 2009 BB Stöðugar 2010 BB Jákvæðar 2011 BB+ Stöðugar 2012 BB+ Stöðugar 2013 BBB Stöðugar Long term counterparty credit and insurer financial strength rating *Úr styrkleikamati Standard & Poor s febrúar 2013 (http://www.tm.is/tm/frettir/nr/4214) 13

Mikill árangur hefur náðst en markmið eru enn metnaðarfull Framtíðarsýn TM byggir á fjórum grunnstoðum.....sem skammtímaáherslur TM eru byggðar á......og eru undirstaða metnaðarfullra markmiða félagsins til framtíðar. Frekari aðgreining vörumerkis Lausnamiðuð þjónusta Áhættumat og verðlagning Fagmennska í fjárfestingum og áhættustýringu Áframhaldandi áhersla á nákvæmni í verðlagningu og áhættumati viðskipta. Óbreytt endurtryggingavernd. Óverulegar breytingar á vörusamsetningu. Markmið um lítilsháttar vöxt umfram verðbólgu. Hækkað mat S&P s gefur færi á auknum viðskiptum utan Íslands. Stýring fjárfestingasafns samkvæmt fjárfestingastefnu. Áhersla á aðhald í rekstrarkostnaði. Viðhalda sterkri ímynd TM. Skráning TM í Kauphöllina. Við viljum byggja upp framsækið og sterkt þekkingarfyrirtæki sem beitir nýjustu tækni við áhættutöku og markaðssókn. Við viljum vera hornsteinn á íslenskum hlutabréfamarkaði og greiða stöðugan arð til hluthafa, a.m.k. 50% af hagnaði. Við viljum vaxa hægt en örugglega hérlendis og erlendis og bæta þannig áhættudreifingu og arðsemi félagsins. 14

VÁTRYGGINGAMARKAÐUR 15

Íslenskur vátryggingamarkaður Markaðshlutdeild á skaðatryggingamarkaði Stærð og vöxtur 1) Stærð íslenska vátryggingamarkaðarins var 46 ma.kr. árið 2011. 2) 100% 7% 7% 9% 9% 10% 10% Skaðatryggingamarkaðurinn var 42,5 ma.kr. Líftryggingamarkaðurinn var 3,5 ma.kr. 34% 32% 30% 29% 27% 27% Vörður Vöxtur vátryggingamarkaðarins var umfram vöxt vergrar landsframleiðslu (VLF) á árunum 2000 2011. 34% 36% 36% 36% 37% 37% Sjóvá VÍS 8,7% árlegur meðalvöxtur vátryggingamarkaðarins samanborið við 7,0% árlegan meðal nafnvöxt VLF á mann. 26% 25% 26% 26% 26% 26% TM 0% 2006 2007 2008 2009 2010 2011 100% Markaðshlutdeild eftir flokkum á skaðatryggingamarkaði Árið 2011 10% 30% 5% 16% 18% 14% 11% 8% 6% 29% 30% 34% 19% 100% Markaðshlutdeild á líftryggingamarkaði 26% 27% 31% 30% 28% 29% 0,0% 0,0% 0,7% 2% 3% 4% Okkar líftryggingar Vörður líftryggingar 0% 40% 20% Eignatr. 61% Skipa, farmog flugtr. 35% 36% 37% 21% 23% 21% Lögboðnar ökutækjatr. Frjálsar ökutækjatr. Ábyrgðartr. 36% 39% Slysa og sjúkratr. Vörður Sjóvá VÍS TM 0% 46% 41% 37% 35% 35% 34% 22% 24% 22% 24% 24% 23% 6% 8% 10% 10% 10% 10% 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Sjóvá Almennar líftryggingar Líftryggingafélag Íslands Líftryggingamiðstöðin 1) Heimild: FME, www.fme.is/utgefid efni/tolulegar upplysingar. 2) Miðað við bókfærð iðgjöld allra íslenskra skaðatryggingafélaga að undanskilinni Viðlagatryggingu Íslands, auk íslensku líftryggingafélaganna á markaðinum. 16

Samsett hlutfall er lægst hjá TM Samsett hlutfall TM var 88,5% árið 2012 Það er lægsta hlutfallið meðal tryggingafélaganna fjögurra. Besti árangur sem TM hefur náð í rekstrinum. Umfram áætlun TM fyrir árið. 150% 140% 130% Þróun samsetts hlutfalls Vörður Hlutfallið var 92,5% árið 2011 Var á bilinu 95% 106% hjá samkeppnisaðilum. Umfram áætlun TM fyrir árið. Rekstrarárangur TM batnaði milli ára. 120% 110% 100% Sjóvá VÍS TM 90% Hlutfallið var 95,2% árið 2010 TM og Sjóvá voru með besta árangurinn það ár, um 95%. 80% 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Umfram áætlun TM fyrir árið. Rekstrarárangur TM batnaði milli ára. Heimild: FME, www.fme.is/utgefid efni/tolulegar upplysingar og ársreikningar félaganna (vis.is, sjova.is, vordur.is) Samsett hlutfall Sjóvár árið 2009 er ekki með í þessum samanburði vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar á starfsemi Sjóvár það ár. 17

Lykiltölur fyrir alhliða vátryggingafélögin 2012 Rekstur TM er arðsamastur og framlegð af vátryggingarekstri hærri en hjá hinum til samans. (milljónir króna) TM VÍS Sjóvá Vörður TM # Eigin iðgjöld 10.925 15.871 11.541 3 Framlegð af vátryggingarekstri 1) 1.260 385 700 1 Hagnaður fyrir skatta 3.006 3.682 2.552 513 2 Heildareignir 27.412 43.452 40.285 3 Eigið fé 10.231 14.470 14.991 3 Gjaldþol 10.047 13.466 10.048 3 Samsett hlutfall 2) 88,5% 97,6% 93,9% 99,1% 1 Arðsemi eigin fjár 3) 23,5% 23,2% 14,7% 1 Gjaldþolshlutfall 4) 3,83 3,80 3,62 1 Markaðshlutdeild 5) 26% 36% 28% 10% 3 Heimild: Ársreikningar félaganna fyrir árið 2012. Vörður hefur aðeins birt takmarkaðar upplýsingar um afkomuna 2012. 1) Framlegð af vátryggingarekstri er reiknuð sem: eigin iðgjöld eigin tjón rekstrarkostnaður í vátryggingastarfsemi. 2) Samsett hlutfall er reiknað sem: tjónahlutfall (eigin tjón/eigin iðgjöld) + kostnaðarhlutfall (rekstrarkostnaður í vátryggingastarfsemi /eigin iðgjöld). 3) Arðsemi eigin fjár er reiknuð sem: hagnaður eftir skatta sem hlutfall af meðaltali eigin fjár í ársbyrjun og árslok. 4) Aðlagað gjaldþolshlutfall samstæðu. 5) Áætluð markaðshlutdeild m.v. bókfærð iðgjöld 2012. 18

FJÁRHAGUR 19

Afkoma af vátryggingastarfsemi hefur verið mjög vaxandi Vöxtur í eigin iðgjöldum...... en minni tjón... 12.000 10.000 8.000 8.980 9.431 Eigin iðgjöld 10.170 10.252 10.925 12.000 10.000 8.000 9.373 8.859 Eigin tjón 7.794 7.324 7.368 6.000 6.000 4.000 4.000 2.000 2.000 0 2008 2009 2010 2011 2012 0 2008 2009 2010 2011 2012... og aðhald í rekstrarkostnaði...... hefur allt leitt til mikillar lækkunar á samsetta hlutfallinu. 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 Rekstrarkostnaður 2.320 2.192 2.145 2.454 2.613 140,0% 120,0% 100,0% 80,0% 60,0% 40,0% 20,0% 127,2% 114,4% Samsett hlutfall 95,2% 92,5% 88,5% 0 2008 2009 2010 2011 2012 0,0% 2008 2009 2010 2011 2012 20

Bætta afkomu af vátryggingastarfsemi má rekja til fjögurra meginþátta Bæði efnahagsaðstæður og aðgerðir félagsins hafa haft áhrif Gæði vátrygginga stofns Rekstrarkostnaður Endurtryggingar Efnahagsaðstæður Nýjar aðferðir í áhættumati og verðlagningu hafa bætt gæði vátryggingastofnsins. Markmiðið að: Fækka slæmum áhættum í stofninum. Verðleggja áhættur af meiri nákvæmni. Lækkun rekstrarkostnaðar með markvissum aðhaldsaðgerðum, m.a. með því að efla áætlanagerð og beita aðhaldi. Hagræðing hefur náðst í kaupum endurtrygginga og kostnaður vegna þeirra hefur lækkað sem hlutfall af tekjum. Aukin hagkvæmi án þess að það hafi komið niður á gæðum endurtryggingaverndarinnar. Samdráttur í efnahagslífinu hefur haft jákvæð áhrif á tjónaþróun. 21

Vaxandi arðsemi eigin fjár Bætt afkoma af vátryggingastarfsemi hefur skilað sér í aukinni arðsemi eigin fjár Leiðrétt fyrir áhrifum eignarhlutarins í Samherja, hefur verið stígandi í arðsemi eigin fjár 35% Arðsemi eigin fjár skv. ársuppgjöri (Hagnaður / meðalstaða eigin fjár) 32,7% 35% Aðlöguð arðsemi eigin fjár (Aðlagaður hagnaður / aðlöguð meðalstaða eigin fjár) 31,9% 30% 30% 25% 23,5% 25% 21,7% 20% 20% 15% 15% 10% 9,1% 10% 9,0% 5% 5% 0% 2010 2011 2012 0% 2010 2011 2012 Endurmat á eignarhlut félagsins í Samherja hafði mikil áhrif á hagnað félagsins árið 2011 (og í minna mæli árið 2010) og þar með á arðsemi eigin fjár. Hér til hægri er aðlögun sem sýnir arðsemi eigin fjár líkt og hún hefði verið ef eignarhluturinn í Samherja og tilsvarandi eigið fé hefði ekki verið til staðar. Í tengslum við sölu á 60% hlut í TM í fyrra varð að samkomulagi að selja eignarhlut TM í Samherja til Stoða gegn greiðslu í eigin bréfum og var hlutafé lækkað í kjölfarið. Eigið fé TM lækkaði við það um 4.647 m.kr. Viðskiptin höfðu ekki áhrif á rekstrarafkomu ársins því eignarhluturinn í Samherja var seldur á bókfærðu verði til Stoða. Árin 2010 og 2011 var hluti hagnaðar hins vegar vegna eignarhlutarins í Samherja, bæði vegna endurmats og arðgreiðslna frá félaginu. Myndin sýnir arðsemi eigin fjár síðustu þrjú árin líkt og hún hefði verið ef eignarhluturinn í Samherja og tilsvarandi eigið fé hefði ekki verið til staðar. Hagnaður hvers árs er þannig leiðréttur fyrir endurmati eignarhlutarins og arðgreiðslum frá félaginu og eigið fé er lækkað um sem nemur bókfærðri stöðu Samherjahlutarins á hverjum tíma. Arðsemin er síðan reiknuð miðað við aðlagaðan hagnað og aðlagaða meðalstöðu eigin fjár hvert ár. 22

Rekstrarreikningur 2010 2012 2010 2011 2012 (Fjárhæðir í milljónum króna) 1.1. 31.12. 1.1. 31.12. 1.1. 31.12. Iðgjöld ársins 10.901 11.021 11.611 Hluti endurtryggjenda í iðgjaldatekjum 731 769 686 Eigin iðgjöld 10.170 10.252 10.925 Fjármunatekjur 575 1.009 803 Gangvirðisbreytingar fjáreigna 717 2.433 1.167 Aðrar tekjur af fjárfestingum 72 92 108 Fjárfestingatekjur 1.363 3.534 2.078 Aðrar tekjur 35 102 91 Heildartekjur 11.568 13.888 13.094 Tjónakostnaður 7.922 7.977 7.584 Hluti endurtryggjenda í tjónakostnaði 128 653 215 Eigin tjón 7.794 7.324 7.368 Rekstrarkostnaður 2.145 2.454 2.613 Fjármagnsgjöld 393 422 79 Virðisrýrnun fjáreigna 429 164 27 Heildargjöld 10.761 10.363 10.088 Hagnaður fyrir tekjuskatt 806 3.525 3.006 Tekjuskattur 42 88 369 Hagnaður ársins 765 3.437 2.638 Hagstæð þróun í vátryggingarekstrinum Kemur fram í lækkun eigin tjóna á sama tíma og eigin iðgjöld hafa hækkað. Eigin iðgjöld voru 7,4% hærri og eigin tjón voru 5,5% lægri í fyrra en árið 2010. Tjónahlutfall lækkaði þannig úr 76,6% árið 2010 í 67,4% árið 2012. Fjárfestingatekjur eru sveiflukenndur liður Endurmat á eignarhlut félagsins í Samherja um 1,9 ma.kr. átti drjúgan hlut í hagnaði ársins 2011. Arðsemi eigin fjár var 32,7% en leiðrétt fyrir áhrifum eignarhlutarins hefði hún verið 21,7%. Gangvirðisbreytingar einstakra óskráðra eigna voru óverulegar á árinu 2012. Aðhald í rekstrarkostnaði Aðhald hefur verið í rekstri félagsins til að sporna við hækkun rekstrarkostnaðar. Kostnaðarhlutfall var óbreytt í 21% árin 2011 og 2012. Víkjandi lán greitt upp 2011 Fjármagnsgjöld lækka verulega árið 2012 vegna uppgreiðslunnar. 23

Hagnaður fyrir skatta áætlaður 2,3 ma.kr. árið 2013 Helstu forsendur rekstraráætlunar eru: 3,6% verðbólga Byggt á spám Seðlabanka Íslands eins og þær voru þegar áætlunin var unnin í nóvember 2012. 2,6% raunaukning iðgjalda Byggt á áætlun um þróun á fjölda vátryggingaskírteina og meðaliðgjöldum í einstökum vátryggingagreinum. Áætlað að tjónakostnaður aukist töluvert Í áætluninni er reiknað með að tjónakostnaður aukist töluvert á milli ára og umfram iðgjaldahækkanir. Gert er ráð fyrir að umsvif í þjóðfélaginu muni aukast með auknum hagvexti, sem auki tjónakostnað. Tjón eru stærsti einstaki kostnaðarliður félagsins en jafnframt er mest óvissa um þennan lið. Svipuð iðgjöld vegna endurtrygginga og 2012 Samið er um endurtryggingar ársins eftir að áætlun er gerð og er gengið út frá svipuðum verðum og 2012. Reiknað með hærri rekstrarkostnaði Meðal annars út af einskiptiskostnaði vegna skráningar TM, hækkun launakostnaðar og hækkun á fjársýsluskatti. Langtímaviðmið um ávöxtun fjárfestingasafns Áætlun um afkomu fjárfestinga byggir á langtímaviðmiðum einstakra fjárfestingaflokka. Áætlunin er ekki spá um hvernig markaðir munu þróast á árinu. Árstíðasveifla í afkomu Hagnaður félagsins er ekki jafnskiptur yfir árið vegna árstíðasveiflu en almennt er meira um tjón yfir vetrarmánuðina en yfir sumarmánuðina. (milljónir króna) Áætlun 2013 Raun 2012 Breyting Eigin iðgjöld 11.614 10.925 6,3% Fjárfestingatekjur 1.850 2.078 11,0% Aðrar tekjur 66 91 27,9% Heildartekjur 13.529 13.094 3,3% Eigin tjón 8.223 7.368 11,6% Annar kostnaður 2.981 2.720 9,6% Heildargjöld 11.203 10.088 11,1% Hagnaður fyrir tekjuskatt 2.326 3.006 22,6% Rekstraráætlunin felur ekki í sér spá um tekjuskatt Tekjuskattsstofn mun að hluta til ráðast af arði og hagnaði af hlutabréfum, sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum eftir lagabreytingu sem tók gildi 2012. Í rekstraráætluninni er ekki spáð fyrir um þróun markaða og því felur rekstraráætlunin ekki í sér spá um tekjuskatt vegna rekstrar á árinu. Til viðbótar greiðir TM sérstakan fjársýsluskatt sem nemur 6% af tekjuskattsstofni umfram einn milljarð. Aðrir þættir geta einnig haft áhrif á skattgreiðslu ársins, svo sem áhrif af samsköttun félaga samstæðunnar og áhrif vegna uppsafnaðs taps frá fyrri árum. 24

Fjárfestingasafninu er stýrt samkvæmt vel skilgreindri fjárfestingastefnu Áherslan í fjárfestingastefnunni er á eignadreifingu, stýringu líftíma eigna á móti skuldbindingum og stýringu lausafjár. Markvisst unnið að því að byggja TM upp sem fagfjárfesti. Eignastýringarreglur Skilgreining á eignaflokkum fjárfestingasafnsins ásamt hámarki, lágmarki og markmiði í hverjum flokki. Reglur um samþjöppun fjárfestingasafnsins. Ákvæði um áhættustýringu. Undirskriftarreglur Skilgreining á heimildum fjárfestingasviðs og forstjóra til fjárfestinga. Nákvæmar upphæðir innan hvers eignaflokks fyrir alla aðila. Fjárfesting utan heimildar verður að vera samþykkt af stjórn félagsins. Lausafjárstýring Skilgreining á reglum um stýringu lausafjár. Reglur um flæði lausafjár frá rekstri til fjárfestinga og frá fjárfestingum til rekstrar. Reglur um hámarks mótaðilaáhættu við einstakar bankastofnanir. Lánareglur Skilgreining á reglum um lánastarfsemi félagsins og hlutverki lánanefndar. Heimildir til lánveitinga eftir lántakendum, tegundum lána, eðli veða, o.fl., auk skilgreininga á ferlum vaxtaákvarðana og ákvarðana um hámarks lánshlutfall. Lánveiting utan heimildar verður að vera samþykkt af stjórn félagsins. Reglur um fasteignafjárfestingar Skilgreining á reglum um fjárfestingar í fasteignum og fasteignasjóðum. Heimildir til fjárfestinga í fasteignum, reglur um skuldsetningu og beinar og óbeinar fjárfestingar, reglur um skýrslugjöf, o.fl. 25

Fjárfestingasafnið er vel áhættudreift og hlutfall auðseljanlegra eigna er hátt Fjárfestingasafnið nam 23.105 m.kr. í árslok 2012 Til fjárfestingasafnsins teljast eftirtaldar eignir á efnahagsreikningi: Verðbréf (14.390 m.kr.) Handbært fé (4.843 m.kr.) Útlán (2.842 m.kr.) Eignir til sölu (1.030 m.kr.) Nánari sundurliðun á safninu er í töflunni hér til hliðar, ásamt mörkum í fjárfestingastefnu. Sundurliðun á fjárfestingasafni TM Mörk í fjárfestingastefnu: (milljónir króna) 31.12.2012 Hlutfall af heild Neðri mörk Efri mörk Handbært fé 4.843 21,0% 0% 100% Skuldabréf 8.829 38,2% 30% 100% Ríkisskuldabréf 5.241 22,7% Fyrirtækjaskuldabréf 2.075 9,0% Skuldabréfasjóðir 1.513 6,5% Útlán 2.842 12,3% 0% 20% Hlutabréf 4.662 20,2% 0% 35% Óskráð hlutabréf 1) 2.387 10,3% Skráð hlutabréf 1) 1.157 5,0% Hlutabréfasjóðir 1.118 4,8% Aðrar fjárfestingaeignir 2) 1.929 8,3% 0% 30% Samtals 23.105 100,0% 1) Hlutabréf í HB Granda eru hér flokkuð með óskráðum hlutabréfum en eru meðal skráðra hlutabréfa í ársreikningi 2012, í samræmi við IFRS. 2) Meðal annarra fjárfestingaeigna eru fasteignir, eignir haldið til sölu og aðrar eignir. Tíu stærstu eignir í fjárfestingasafni TM (milljónir króna) 31.12.2012 Hlutfall af heild HB Grandi 1.481 6,4% Lán til Reita 1.442 6,2% RIKH 18 1009 1.007 4,4% GAMMA:Liquidity 886 3,8% Hagar hf. 727 3,1% DnB NOR Likviditet 20 (IV) 703 3,0% RIKS 21 0414 524 2,3% Stefnir lausafjársjóður 507 2,2% ISLA CBI 16 419 1,8% RIKB 19 387 1,7% Önnur hlutföll í fjárfestingasafninu Handbært fé og auðseljanlegar eignir 63% Verðtryggðar verðbréfaeignir 25% Erlendar eignir 10% Safnið er vel dreift en stærsta einstaka eignin nemur 6,4% af heildinni. Hátt hlutfall safnsins er í handbæru fé og auðseljanlegum eignum. Umtalsverður hluti safnsins er í verðtryggðum eignum. Einnig eru erlendar eignir í safninu. 26

Útlánasafnið hefur dregist verulega saman Lánastarfsemi er hluti af heildarþjónustu félagsins TM býður viðskiptavinum sínum upp á neytendalán í tengslum við vátryggingaviðskipti. Lánastarfsemin styður við vátryggingastarfsemina, þar sem vátryggingaviðskipti eru skilyrði lánaviðskipta. Góðar eignir á móti vátryggingaskuldbindingu félagsins Stutt verðtryggð útlán eru góðar eignir á móti stuttum, verðtryggðum vátryggingaskuldbindingum félagsins. Útlánasafnið hefur dregist saman vegna minni eftirspurnar og afskrifta Eftirspurn eftir lánum almennt og verðtryggðum lánum sérstaklega hefur verið lítil og safnið því minnkað jafnt og þétt. Árin 2008 2011 voru færðar verulegar afskriftir vegna endurmats útlánasafnsins. Öll lánin eru í íslenskum krónum. Stöðugleika í mati á útlánasafninu er náð Árið 2012 var niðurstaða endurmats útlánasafnsins, í ljósi stöðu þess og þróunar, að ekki væri þörf á frekari niðurfærslu, heldur var hluti afskriftareiknings bakfærður. Staða afskriftareiknings útlána var 283 m.kr. í árslok 2012 sem jafngildir um 10% af bókfærðri stöðu útlánasafnsins. Endurmat á útlánasafninu er unnið ársfjórðungslega. TM mun áfram fylgjast grannt með tækifærum og þróun mála á útlánamarkaði m.kr. 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 Þróun útlánasafns TM 212 600 935 903 7.752 7.018 5.966 4.144 547 283 3.589 2.842 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Bókfært virði Afskriftareikningur Skipting útlánasafnsins 31.12.2012 19% 30% Bílalán Lán til Reita Önnur lán 51% 27

Vátryggingaskuld um 15 ma.kr. Vátryggingaskuld TM nam 15.250 m.kr. í árslok 2012 Vátryggingaskuld er stærsta skuldbinding félagsins en í árslok 2012 jafngilti hún um 56% af stærð efnahags félagsins. Vátryggingaskuld skiptist í tjónaskuld og iðgjaldaskuld Tjónaskuld er mat félagsins á óuppgerðum tjónum. Fjárhæð tjónaskuldarinnar byggist á mati á endanlegum kostnaði við öll óuppgerð tjón og er þar bæði um að ræða ótilkynnt tjón og tjón sem þegar hafa verið tilkynnt en eru óuppgerð. Tjónaskuld nam 12.232 m.kr. í árslok 2012. Iðgjaldaskuld er sá hluti iðgjalda sem tilheyrir næstu reikningsárum. Í langflestum tilfellum gerir félagið vátryggingasamninga til eins árs í senn og felur iðgjaldaskuldin þá í sér iðgjöld næsta árs, en í einstökum tilvikum getum verið um fleiri ár að ræða. Iðgjaldaskuld nam 3.018 m.kr. í árslok 2012. Skipting í tjónaskuld og iðgjaldaskuld Tjónaskuld 12.232 Iðgjaldaskuld 3.018 Vátryggingaskuld alls 15.250 m.kr. 0 4.000 8.000 12.000 16.000 Standard & Poor's álítur mat á vátryggingaskuld varfærið Í nýjustu matsskýrslu S&P s frá febrúar 2013 segir Our view of capitalization is supported by TM s prudent reserving and high quality reinsurance protection. Aðferð TM við að meta vátryggingaskuld sína hefur ekki breyst á síðustu árum. Félagið lét erlent ráðgjafarfyrirtæki á sviði tryggingastærðfræði gera mat á tjónaskuld við árslok 2011 og staðfesti það mat í stórum dráttum mat félagsins sjálfs. Sundurliðun vátryggingaskuldar Tjónaskuld, tilkynnt tjón 10.020 193 Tjónaskuld, ótilkynnt tjón 2.003 Iðgjaldaskuld Vátryggingaskuld alls 14.989 15 2.965 53 261 m.kr. 0 4.000 8.000 12.000 16.000 Í eigin hlut Hlutdeild endurtryggjenda 28

Traust eiginfjárstaða Eiginfjárstaða TM er sterk Í lok 2012 nam eigið fé TM 10.231 m.kr. m.kr. 14.000 Þróun eigin fjár Eiginfjárhlutfall 37,3%. Þrátt fyrir að eignarhlutur í Samherja hafi verið skilinn frá félaginu í fyrra, með tilsvarandi lækkun eigin fjár, var eiginfjárstaðan í árslok 2012 hærri en í árslok 2010 og einungis um 16% lægri en í árslok 2011. 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 8.039 765 3.437 4.647 2.638 10.231 2.000 0 Eigið fé 1.1.2010 Hagnaður 2010 Hagnaður 2011 Lækkun hlutafjár 2012 Hagnaður 2012 Eigið fé 31.12.2012 Gjaldþolshlutfall TM er hátt Óefnislegar eignir eru litlar hjá TM (samsvara um 2% af eigin fé) og eignarhlutur minnihluta er óverulegur. Ekki eru því mikil frávik milli gjaldþols og eigin fjár en gjaldþol nam 10.047 m.kr. í árslok 2012. Lágmarkskrafan um gjaldþol er til samanburðar 2.628 m.kr. Gjaldþol félagsins var því 3,83 föld lágmarkskrafan í árslok 2012 (gjaldþolshlutfall) 5,0 4,0 3,0 2,0 1,0 3,21 Gjaldþolshlutfall 4,46 3,83 0,0 2010 2011 2012 29

Efnahagsreikningur 2010 2012 (Fjárhæðir í milljónum króna) 31.12.2010 31.12.2011 31.12.2012 Eignir Rekstrarfjármunir 587 539 496 Viðskiptavild og aðrar óefnislegar eignir 192 188 183 Útlán 4.144 3.588 2.842 Verðbréf 15.951 17.105 14.390 Skatteign 189 120 129 Eignir til sölu 1.071 1.033 1.030 Endurtryggingaeignir 343 445 261 Viðskiptakröfur 2.686 2.636 3.238 Handbært fé 4.244 3.648 4.843 Eignir samtals 29.407 29.302 27.412 Eigið fé Hlutafé 1.082 1.082 760 Varasjóðir 6.827 6.827 2.501 Óráðstafað eigið fé 893 4.331 6.968 Eigið fé hluthafa móðurfélags 8.802 12.239 10.230 Hlutdeild minnihluta 1 1 1 Eigið fé samtals 8.803 12.241 10.231 Skuldir Víkjandi lán 3.994 0 0 Vátryggingaskuld 15.111 15.549 15.250 Skuldir vegna eigna sem haldið er til sölu 785 813 841 Viðskiptaskuldir og aðrar skuldir 713 699 1.089 Skuldir samtals 20.603 17.061 17.180 Eigið fé og skuldir samtals 29.407 29.302 27.412 Fjárfestingasafnið nemur 23,1 ma.kr. eða 84% af efnahag Skiptist á efnahagsreikningi í verðbréf, handbært fé, útlán og eignir til sölu. Þessar eignir standa á móti vátryggingaskuld félagsins. Eigið fé félagsins er jafnframt að mestu fjárfest í fjárfestingaeignunum. Vátryggingaskuldin er stærsta skuldbinding félagsins Nam 15,2 mö.kr. í árslok 2012. Um þriðjungs lækkun hlutafjár 2012 Helsta breytingin á efnahag TM árið 2012 var lækkun hlutafjár og varasjóða félagsins sem fól í sér 4.647 m.kr. lækkun eigin fjár. Að langstærstum hluta var hér um að ræða eigin hluti sem félagið eignaðist við sölu á eignarhlut félagsins í Samherja til Stoða. Þau viðskipti höfðu ekki áhrif á rekstrarafkomu ársins því eignarhluturinn var seldur á bókfærðu verði til Stoða, í samræmi við samkomulag samhliða kaupum fjárfesta á 60% hlut í TM. Víkjandi lán var greitt upp 2011 Vaxtaberandi skuldir eru lán sem hvíla á yfirteknum fasteignum. Óverulegar óefnislegar eignir Jafngilda innan við 2% eigin fjár. Sterkur efnahagur Eiginfjárhlutfall 37,3%. Aðlagað gjaldþolshlutfall 3,83. 30

Stjórnendaábyrgðartrygging Glitnis og ágreiningur við VBS Stjórnendaábyrgðartrygging Glitnis Glitnir banki hf. keypti stjórnendaábyrgðartryggingu (e. Directors and Officers liability insurance) hjá TM árið 2008. TM keypti á sama tíma endurtryggingu að fullu leyti hjá 9 erlendum endurtryggjendum og ber enga eigin áhættu vegna vátryggingarinnar. Allir endurtryggjendur sem um ræðir höfðu lánshæfiseinkunn A eða betri hjá Standard & Poor s þegar vátryggingin var tekin og hafa enn í dag. Gerðar hafa verið kröfur um bætur úr vátryggingu þessari. Þeim hefur verið hafnað. Ekki er þó unnt að útiloka að Glitnir banki hf. höfði nýtt mál á hendur TM vegna stjórnendaábyrgðartryggingarinnar. Ef til þess kæmi að dómsmál vegna stjórnendaábyrgðartryggingar Glitnis banka hf. félli TM í óhag, kæmi til kasta endurtryggingar TM. Eins og áður segir keypti TM fulla endurtryggingu og ber enga eigin áhættu vegna vátryggingarinnar. Skilmálar endurtryggingarinnar eru að fullu samhljóða skilmálum frumtryggingarinnar og utanaðkomandi lögmenn hafa farið yfir samskipti TM við Glitni banka hf. annars vegar og endurtryggjendur hins vegar og staðfest að samskiptin hafa verið í samræmi við skilmála vátryggingarinnar. Eins og varðandi aðrar endurtryggingar ber TM endurtryggjendaáhættu vegna þessarar vátryggingar. Ábyrgðartrygging stjórnenda og stjórnarmanna Glitnis er að fullu endurtryggð. TM ber endurtryggjendaáhættu af málinu, en allir endurtryggendur TM eru með A lánshæfiseinkunn eða betri. Ágreiningsmál við VBS VBS eignasafn hf. (áður VBS fjárfestingarbanki hf., nú í slitameðferð) hefur krafist riftunar á greiðslum að fjárhæð 1.118 m.kr. vegna skuldauppgjörs VBS fjárfestingabanka hf. við TM. Stjórnendur TM telja málatilbúnað VBS eignasafns langsóttan m.a. þar sem viðskiptin áttu sér stað meira en 6 mánuðum fyrir frestdag og því utan hefðbundins riftunarfrests. Við kaup fjárfesta á 60% hlut í TM árið 2012 varð að samkomulagi að Stoðir tryggðu TM skaðleysi vegna beins tjóns af ágreiningsmálum við VBS eignasafn. Skaðleysisábyrgðin felur þannig í sér að TM ber mótaðilaáhættu vegna Stoða. Þeirri áhættu er að verulegu leyti mætt með því að Stoðir hafa bundið fé inn á veðsettum reikningi til að mæta mögulegum greiðslum til TM á grundvelli skaðleysisábyrgðarinnar. Stoðir tryggja TM skaðleysi vegna beins tjóns af ágreiningsmálum við VBS. TM ber mótaðilaáhættu vegna Stoða, en henni er mætt með fé á veðsettum reikningi. 31

Undirbúningur vegna Solvency II er kominn vel á veg Gjaldþol TM er vel yfir lágmarki samkvæmt Solvency II Solvency II er ný evrópsk löggjöf um vátryggingastarfsemi Kjarni breytinganna er í svokallaðri Solvency II tilskipun ESB frá 2009. Löggjöfin hefur lengi verið í undirbúningi en nú er áætlað að hún taki gildi árið 2016. Ýmis konar útfærsla hefur tafið innleiðingu. Solvency II er ætlað að samræma löggjöf um vátryggingastarfsemi milli aðildarríkja EES og við löggjöf um bankastarfsemi (BASEL II og III). Solvency II skiptist í þrjár stoðir Stoð I Viðeigandi fjárhagsgrundvöllur (e. Pillar I: Quantitative Requirements) TM hefur þegar reiknað SCR (Solvency Capital Requirement) og MCR (Minimum Capital Requirement) sem hluti af svokölluðum QIS æfingum (Quantitative Impact Studies). Felur í sér markvissari áhættustýringu Vátryggingafélög eiga að leggja sjálfstætt mat á áhættu sína og fjármagnsþörf. Meðal annars verður fullt tillit tekið til markaðsáhættu sem ekki hefur verið gert í gjaldþolsreglum fram að þessu. Reglum um lágmark eigin fjár verður gjörbreytt sem leiðir til mun hærri gjaldþolskröfu en verið hefur. Gjaldþol TM er vel yfir áætluðu lágmarki samkvæmt Solvency II. Solvency II mun jafnframt fela í sér ýmsar breytingar á daglegum rekstri vátryggingafélaga, en sem dæmi verða gerðar auknar kröfur um formlega og trausta stjórnarhætti og áhersla á gagnsæi og festu í rekstrinum verður aukin. Stoð II Stoð III Viðeigandi stjórnunarhættir og eftirlitsferli (e. Pillar II: Governance and Risk Management) Stjórn TM hefur samþykkt áhættustýringarstefnu félagsins og tvær skýrslur um eigið áhættu og gjaldþolsmat (ORSA) hafa verið sendar FME. Skýrslugjöf (e. Pillar III: Reporting) TM hefur lagt áherslu á að allar upplýsingar séu tiltækar fyrir skýrslugerð skv. stoð III, en endanlegar reglur eru enn ekki tiltækar frá ESB. TM hefur unnið markvisst að undirbúningi, sem er á áætlun Umbætur í áhættustýringu hafa verið innleiddar. TM hefur framkvæmt eigið áhættu og gjaldþolsmat (e. Own Risk and Solvency Assessment, ORSA) og skilað til FME, bæði árin 2011 og 2012. 32

Arðgreiðslustefna gerir ráð fyrir að greiddur verði arður að lágmarki 50% af hagnaði eftir skatta Arðgreiðslustefna TM var samþykkt af stjórn félagsins í febrúar 2013 og skal endurskoðuð a.m.k. einu sinni á ári. Arðgreiðslustefnan er eftirfarandi: Hluthöfum verður greiddur arður árlega. Stefnt skal að því að arðgreiðslur verði að lágmarki 50% af hagnaði eftir skatta. Arðgreiðslur eru háðar eftirfarandi fyrirvörum: Félagið skal ávallt uppfylla reglur um gjaldþol. Nægt laust fé skal ávallt vera tiltækt til reksturs félagsins. Félagið skal ávallt vera fjárhagslega traust. Jafnframt skulu arðgreiðslur fylgja lögum og reglugerðum sem í gildi eru á hverjum tíma, þar með töldum hlutafélagalögum nr. 2/1995 og lögum um vátryggingastarfsemi nr. 56/2010. Innan þess laga og reglugerðaramma sem í gildi er hverju sinni er TM heimilt að kaupa eigin bréf ásamt eða í staðinn fyrir arðgreiðslur. 33

Mikill árangur hefur náðst, en TM horfir fram á veginn Áður en núverandi stefna var innleidd árið 2008 var afkoma félagsins óviðunandi og reksturinn ekki sjálfbær. Árið 2008 mótuðu stjórnendur TM skýra framtíðarsýn og settu sér metnaðarfull markmið. Efnahagshrun gerði okkur erfitt fyrir en setti okkur ekki út af sporinu. Úrbætur og nýjungar náðu til allra þátta starfseminnar og hver einasti starfsmaður var virkjaður til að leggja sitt af mörkum. Tekist hefur að snúa rekstri félagsins við og afkoma þess er nú á við það sem best gerist. Þau markmið sem sett voru hafa náðst og gott betur. Rekstur félagsins er á við það besta sem gerist hjá erlendum vátryggingafélögum. Samsett hlutfall er það lægsta sem náðst hefur á íslenskum vátryggingamarkaði og töluvert lægra en hjá samkeppnisaðilum. Fagmennska er ríkjandi í því sem við gerum og um það höfum við vitnisburð S&P s. Þrátt fyrir góðan árangur eru markmið stjórnenda enn metnaðarfull. Við viljum byggja upp framsækið og sterkt þekkingarfyrirtæki sem beitir nýjustu tækni við áhættutöku og markaðssókn. Við viljum vera hornsteinn á íslenskum hlutabréfamarkaði og greiða stöðugan og góðan arð til hluthafa, a.m.k. 50% af hagnaði árlega. Við viljum vaxa hægt en örugglega hérlendis og erlendis og bæta þannig áhættudreifingu og arðsemi félagsins. 34

ÚTBOÐ OG SKRÁNING 35

Hlutafjárútboð 22. 24. apríl 2013 Hlutir í TM verða boðnir til sölu á 17,75 20,10 krónur á hlut Stoðir bjóða 218.550.000 hluti í TM eða sem nemur 28,7% útgefins hlutafjár til sölu í almennu hlutafjárútboði. Allir hlutir í útboðinu verða seldir á sama útboðsgengi sem verður á framangreindu verðbili. Heildarvirði alls hlutafjár í TM er á bilinu 13,5 15,3 ma.kr. miðað við fyrrgreint verðbil. Áskriftarhluti Útboðið skiptist í tvo hluta; áskriftarhluta og tilboðshluta. Skila skal áskriftum í tilboðshluta til Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans. Fjármálastofnunum sem sinna eignastýringu er gefinn kostur á að skila áskrift fyrir hönd fjárfesta á sérstöku áskriftarformi sem inniheldur eina heildartölu ásamt upplýsingum um hversu margir áskrifendur eru á bak við viðkomandi áskrift. Eignastýringar skulu skila áskriftum til Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag útboðsins er að finna í lýsingu TM sem stefnt er að verði birt 11. apríl nk. Áskriftarhluti Tilboðshluti Fjöldi hluta: Tilboðsgengi: Lágmarkskaupverð: Hámarkskaupverð: Skráning áskrifta: Meginreglur í úthlutun áskrifta: 72.850.000 hlutir 17,75 20,10 kr. á hlut 100.000 kr. 49.999.999 kr. Rafrænt á www.landsbankinn.is Áskriftir undir útboðsgengi verða ekki samþykktar. Leitast verður við að skerða ekki áskriftir sem eru allt að 500.000 kr. að kaupverði. Að öðru leyti verður skerðing hlutfallsleg. 145.700.000 hlutir 17,75 20,10 kr. á hlut 50.000.000 kr. Heildaráskrift má skipta í undirtilboð á mismunandi verði. Ekkert hámarkskaupverð. Áskriftareyðublað sem nálgast má hjá Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. Áskriftir undir útboðsgengi verða ekki samþykktar. Áskriftir á og yfir útboðsgengi verða samþykktar, þó þannig að verði umframeftirspurn verða áskriftir þeirra skertar hlutfallslega. Áskriftir verða skertar hlutfallslega með tilliti til heildartilboðsfjárhæðar þeirra tilboðsgjafa sem buðu á og yfir útboðsgengi að teknu tilliti til tilboðsgengis þeirra. 36

Með útboðinu er ætlunin að uppfylla skráningarskilyrði Kauphallarinnar Hluthafar eru nú þegar 131 talsins Til að uppfylla skilyrði Kauphallarinnar þurfa 25% hlutafjár í félagi að vera í eigu a.m.k. 500 hluthafa sem eiga hluti í félaginu sem eru a.m.k. 100.000 kr. að markaðsvirði. Hafi Kauphöllin ekki samþykkt umsókn TM um töku hluta í félaginu til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar fyrir 7. maí 2013 þegar til stendur að afhenda þá hluti sem keyptir voru í útboðinu verður útboðið ógilt og allar áskriftir felldar niður. TM hefur gert samninga um viðskiptavakt við Íslandsbanka og MP banka. Gjalddagi og eindagi greiðsluseðla vegna útboðsins er 3. maí 2013. Afhending hluta fer fram gegn greiðslu áskriftarloforða og mun eiga sér stað þann 7. maí 2013. Fyrsti dagur viðskipta með hluti í TM í Kauphöllinni verður í fyrsta lagi 8. maí 2013 og verður fyrsti viðskiptadagur tilkynntur af Kauphöllinni með minnst eins viðskiptadags fyrirvara. Hluthafalisti TM Nafn Fjöldi hluta Atkvæðisréttur Stoðir hf. 255.674.947 33,6% Lífeyrissjóður verslunarmanna 75.278.995 9,9% Sameinaði lífeyrissjóðurinn 45.623.633 6,0% Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 44.932.366 5,9% JÖKÁ ehf. 35.254.625 4,6% L175 ehf. 24.194.351 3,2% Lífeyrissj.starfsm.rík A deild 22.811.816 3,0% Stafir lífeyrissjóður 20.738.015 2,7% Lífeyrissjóður starfsm. sveitarfélaganna 20.738.015 2,7% Sundagarðar hf. 15.207.878 2,0% Almenni lífeyrissjóðurinn 13.825.343 1,8% Festa lífeyrissjóður 13.825.343 1,8% Lífeyrissj.starfsm.rík B deild 13.306.893 1,7% Auður Capital safnreikningur 11.690.930 1,5% Íslandssjóðir hf., Úrval innlend. 10.369.008 1,4% 116 aðrir hluthafar 136.921.730 18,0% Samtals 760.393.888 100,0% 37

65% hlutafjár hefur verið selt fjárfestum frá júlí 2012 60% hlutafjár var selt hópi fjárfesta þann 31. júlí 2012 Sölugengi var 14,7 miðað við afhendingu þann 20. nóvember 2012. Heildarávöxtun þeirra félaga sem nú skipa Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands (OMXI6) hefur numið allt að 74% frá söludegi miðað við dagslokaverð 27. mars 2013. Meðalávöxtun þessara félaga nemur 37,3% á tímabilinu. 5% hlutafjár var selt fagfjárfesti þann 19. desember 2012 Sölugengi var 17,75. Heildarávöxtun þeirra félaga sem nú skipa Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands (OMXI6) hefur á sama tíma numið allt að 44% miðað við dagslokaverð 27. mars 2013. Meðalávöxtun þessara félaga nemur 23,9% á tímabilinu. 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Ávöxtun félaga í Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands ÖSSUR ICELANDAIR MAREL HAGAR EIMSKIP Frá 31/7 2012 Frá 19/12 2012 REGINN Verðþróun TM frá 31/7 2012 Verðbil í útboði er allt að 13,2% yfir síðasta viðskiptaverði Á mynd sést hvernig verð hluta í TM hefur þróast síðan 60% hlutur var seldur í lok júlí 2012. Hækkun á sölugengi TM frá júlí til desember 2012 nemur 20,7%. Eigið fé TM hækkaði um 21,7% frá miðju ári og til loka árs 2012 að teknu tilliti til lækkunar hlutafjár TM í október 2012. 25 20 15 10 14,7 20,10 17,75 17,75 5 0 60% sala 31/7 2012 5% sala 19/12 2012 Verðbil í útboði 38

Verðlagning íslenskra félaga og gengisþróun tryggingafélaga á OMX Samanburður við félög í Íslensku Úrvalsvísitölunni (OMXI6) V/H hlutfall TM miðað við hagnað 2012 og verðbil í útboði er á bilinu 5,1 til 5,8. Til samanburðar er V/H hlutfall félaga í OMXI6 á bilinu 6,8 til 25,5 miðað við dagslokaverð 27. mars 2013 og hagnað þeirra árið 2012. V/H hlutfall félaganna er að meðaltali 15,6. Verðlagning TM er því hagstæð í þessum samanburði. Góð ávöxtun erlendra tryggingafélaga Vísitala tryggingafélaga á OMX Nordic markaði (N Insurance EUR GI) hefur hækkað um 46% frá byrjun apríl 2012 til 27. mars 2013. Hækkunin er töluvert umfram vísitölu 40 stærstu félaga á OMX Nordic (OMXN40) en hækkun hennar á sama tímabili nemur um 14%. Ársávöxtun skaðatryggingafélaga m.v. 27. mars 2013 í Norðurog Vestur Evrópu sem notuð eru í samanburði við TM nam um 38% að miðgildi. 30 25 20 15 10 5 0 150 140 130 120 110 100 90 80 V/H hlutföll félaga í Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands 25,5 19,3 19,7 12,5 10,2 6,8 5,8 5,1 ÖSSUR ICELANDAIR MAREL HAGAR EIMSKIP REGINN TM Þróun vísitalna á OMX Nordic markaði frá apríl 2012 OMX Nordic Vísitala tryggingafélaga OMX Nordic 40 vísitala 39

Samanburður við skráð erlend félög í skaðatryggingum V/I gildi TM svipað og miðgildi erlendra samanburðarfélaga Erlend samanburðarfélög byggja á gögnum og flokkun frá Thomson Reuters og samanstanda af skráðum félögum í Norðurog Vestur Evrópu sem hafa skaðatryggingar að aðalstarfsemi. V/I hlutfall samanburðarfélaganna er að miðgildi 1,41 miðað við stöðu eiginfjár í árslok 2012. Til samanburðar felur verðbil í útboði TM í sér V/I hlutfall á bilinu 1,32 til 1,49. Erlendu félögin skiluðu þó lægri arðsemi eigin fjár (ROE%) árið 2012 eða 13,6% að miðgildi samanborið við 23,5% hjá TM. Skýringar á ólíkum V/I gildum geta verið margar, s.s. ólík arðsemi af starfseminni, duldar eignir eins og ríflegir bótasjóðir, ólík samsetning starfseminnar, gæði eigna, viðskiptavild, o.fl. 3,0 2,5 2,0 1,5 1,0 0,5 0,0 Samanburður á V/I og ROE% 23,5% 13,6% 1,49 1,41 1,32 Samanburðarfélög TM V/I hlutfall, v.ás ROE%, h.ás 25% 20% 15% 10% 5% 0% V/H gildi TM lægra en miðgildi erlendra samanburðarfélaga V/H gildi erlendu samanburðarfélaganna er að miðgildi 12,2 miðað við hagnað síðasta árs. Til samanburðar felur verðbil í útboði TM í sér V/H hlutfall á bilinu 5,1 til 5,8. Samsetta hlutfallið hjá erlendu félögunum var að miðgildi nokkuð svipað fyrir síðasta ár og hjá TM eða 89,3% samanborið við 88,5% hjá TM. Einskiptisliðir í rekstri geta skekkt þennan samanburð og eins ber að hafa í huga að vaxtastig sem félögin búa við er mismunandi. 18 16 14 12 10 8 6 4 2 0 Samanburður á V/H og samsettu hlutfalli 89,3% 88,5% 12,2 5,8 5,1 Samanburðarfélög TM 90% 89% 88% 87% 86% 85% 84% 83% 82% 81% 80% V/H hlutfall, v.ás Samsett hlutfall %, h.ás 40

Samband V/I hlutfalls og ávöxtunar eigin fjár Sterkt samband er á milli arðsemi eigin fjár tryggingafélaga og verðlagningar þeirra á mælikvarða V/I verðkennitölunnar. Eftir því sem rekstur tryggingafélags skilar hærri arðsemi eigin fjár ætti verðlagning hlutabréfa þess að hækka sem margfeldi af bókfærðu eigin fé. Fyrst og fremst eru það þó væntingar um arðsemi félaganna í framtíðinni sem ráða verðlagningu þeirra. Á mynd til hliðar eru V/I hlutföll erlendu samanburðarfélaganna borin saman við arðsemi eigin fjár þeirra 2012 og er fylgnin töluverð. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að verðlagning eigin fjár félaga er misjöfn. Þær geta m.a. verið álitamál um hversu góða mynd bókfært eigið fé gefur (til dæmis hvort þurfi að færa þurfi niður eignir, hvort ríflegur bótasjóður feli í sér dulið eigið fé eða mat á viðskiptavild). Einnig getur afkoman á viðmiðunartímabilinu hafa litast af einskiptisliðum. Ávöxtun eiginfjár (ROE) m.v. V/I hlutföll samanburðarfélaga 4,00 3,50 3,00 2,50 2,00 1,50 1,00 0,50 0,00 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 35% 40% 41

Samantekt Rekstur TM er traustur Arðsemi félagsins er góð og hefur verið vaxandi undanfarin ár. Samsett hlutfall var 88,5% árið 2012, hið lægsta meðal alhliða vátryggingafélaganna. Fjárfestingasafnið er vel áhættudreift og hátt hlutfall auðseljanlegra eigna. Samheldið stjórnendateymi hefur náð eftirtektarverðum árangri við stjórnun félagsins. Góður fjárhagslegur styrkleiki Félagið stenst gjaldþolskröfur vel samkvæmt núverandi löggjöf og samkvæmt væntanlegri Solvency II löggjöf. Nýtt BBB styrkleikamat frá Standard & Poor s er mikilvæg viðurkenning á árangri félagsins. Matið opnar á aukin viðskiptatækifæri utan Íslands. Góð endurtryggingavernd takmarkar áhættu félagsins. Góð viðbót við flest eignasöfn Hlutabréf í traustu tryggingafélagi er góð viðbót við flest eignasöfn. Nýsamþykkt arðgreiðslustefna mælir fyrir um reglulegar arðgreiðslur,að lágmarki 50% af hagnaði. Verðbil 17,75 20,10 krónur á hlut í útboði Þegar hafa 65% verið seld fjárfestum þ.a. meginlínan í hluthafahópnum liggur því fyrir. Hlutur Stoða fer niður í 5% í kjölfar útboðsins. Drjúg hækkun á innlendum og erlendum mörkuðum frá síðustu viðskiptum með TM. V/H hlutfall TM miðað við verðbil er hagstætt í innlendum og erlendum samanburði. 42