Öldutúnsskóli. Námsvísir bekkur

Similar documents
VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Námsflokkar Hæfniviðmið Kennsluhættir Námsmat Getur fundið lykilupplýsingar í. Lesskilningur æfður uppúr textum úr stuttum texta með nokkuð ríkulegum

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

2. bekkur bekkur bekkur bekkur bekkur Bekkur bekkur bekkur bekkur...

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

GARÐASKÓLI NÁMSÁÆTLUN Í ENSKU, 10.BEKKUR ENSKA 1023

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Egilsstaðaskóli Kennsluáætlun vor 2017

Umsjónarkennarar: Gyða Gunnarsdóttir, Svandís B. Harðardóttir og Þórir Ingibergsson

Íslenska 7 kennslustundir á viku Lestur, málfræði, stafsetning, ritun, ljóð, bókmenntir, skrift, hlustun, tjáning.

Vopnafjarðarskóli. Kennsluáætlanir haust bekkur. Kennarar. Ása Sigurðardóttir: íslenska. Sólrún Dögg Baldursdóttir: stærðfræði og lego - val

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Umsjónarkennarar: Katrín S. Theodórsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Stefán Þór Sigurjónsson.

Bekkjarnámskrá Grunnskóla Hornafjarðar bekkur

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Kennsluáætlun í íslensku Haust 2015 Íslenska 9.bekkur

Námsvísar Hvolsskóla. Elsta stig GLEÐI, VIRÐING, VINÁTTA

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

GARÐASKÓLI VOR 2017 NÁM OG KENNSLA Í ENSKU Í 10.BEKK

Val í bekk Sjálandsskóla

Valgreinar og samvalsgreinar

Valgreinar fyrir 8. bekk skólaárið

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Námsáætlun 6. bekkjar. 1. Íslenska. Lestur

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Skipulag skólastarfs í bekk

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Áfangar í frjálsu vali fyrir 3. og 4. bekk

Kennsluáætlun - Íslenska Haust 2015

Námsáætlun á haustönn bekkur

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Valgreinar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Tálknafjarðarskóli unglingakjarni áætlanir haustið 2013

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Ég vil læra íslensku

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Valgreinar í 6. bekk

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Ná msgrein: Í slenská Bekkur: 4.-5.

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011

Náms- og kennsluáætlun

Inngangur... 3 Markmið Holts... 4 Þættir máls og læsis... 4 Orðaforði og málskilningur Leiðir að markmiðum... 9

Framhaldsskólapúlsinn

LESTRARSTEfnA LEik- og grunnskóla BoRgARByggðAR

Leikskólar Dalvíkur, Krílakot og Kátakot. Leikskólar Dalvíkur. Krílakot og Kátakot Námskrá

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 8. bekkjarnámskrá skólanámskrá Hraunvallaskóla

Aðalnámskrá grunnskóla, hæfni og hæfnimiðað námsmat

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA

Tálknafjarðarskóli eldri kjarni áætlanir haustið 2014

Námsáætlanir haustönn 2010

Hafnarfjörður Grunnskólar Hafnarfjarðar Skólanámskrá. 3. bekkjarnámskrá. Skólanámskrá Hraunvallaskóla

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Aðalnámskrár grunnskóla og samræmd könnunarpróf í íslensku

Fylgiskjal 1. Íris Anna Steinarrdóttir. Kæri skólastjóri.

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Skólanámskrá og Starfsáætlun Dalvíkurskóla

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Grunnnám í viðskiptafræði -Staðnám og fjarnám- Námskrá fyrir nám til BS gráðu

SMIÐJUR Í NORÐLINGASKÓLA Samþætt nám í list- og verkgreinum, náttúrufræði og samfélagsgreinum í bekk

1.hluti: yngsta stig bekkur

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Námsmat í þágu hvers? Skýrsla um þróunarverkefni um einstaklingsmiðað námsmat í Ingunnarskóla og Norðlingaskóla

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

Læsisstefna Grunnskóla Reyðarfjarðar

UNGT FÓLK BEKKUR

Náms- og kennsluáætlun

Námsáætlanir vorönn 2011

Miðlun og Almannatengsl. Námskrá fyrir nám til BA gráðu

Greinabundin kennsla greinabundið nám í Hvassaleitisskóla

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér

Málþroski, nám og sjálfsmynd

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

Guðný Sigríður Ólafsdóttir

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla

Erindi. Skriða 9:.00 til 9:15 Setning ráðstefnu Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Grunnnám í viðskiptafræði. Námsskrá fyrir nám til BS gráðu

Heimspeki, Hagfræði og Stjórnmálafræði (HHS) (Staðnám og fjarnám) Námskrá fyrir nám til BA gráðu

Handbók Laugargerðisskóla starfsáætlun

Transcription:

Öldutúnsskóli Námsvísir 2012-2013 10. bekkur

Umsjónarkennarar 10.J: Sigþór Örn Rúnarsson 10.K: Rannveig Þorvaldsdóttir 10. L: Sigríður Ingadóttir Námsver: Leifur Reynisson Aðalnámskrá grunnskóla Öll markmið náms og kennslu í öllum námsgreinum byggja á markmiðum Aðalnámskrár. Vísað er til þrepamarkmiða í Aðalnámskrá grunnskóla 1999 með áorðnum breytingum sem gilda frá 1. janúar 2007. Til frekari glöggvunar má skoða námskrána á vef Menntamálaráðuneytisins: www.mrn.stjr.is Viðmiðunarstundaskrá Fjöldi vikulegra kennslustunda eftir námsgreinum skólaárið 2012-2013. Samtals 37 stundir. Íslenska 6 st. Stærðfræði 6 st. Danska 4st. Enska 4 st. Skólaíþróttir 2 st. Skólasund 1 st. Lífsleikni 2 st. Náttúrufræði og umhverfismennt 3 st. Þjóðfélagsfræði 2 st. Kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði 1 st. Valgreinar 6 st. Íslenska Kennarar: Halldóra Pálmarsdóttir og Sigrún Valdimarsdóttir Almenn markmið Auknar kröfur um skilning nemenda á grunnhugtökum í málfræði og bókmenntum. Nemendur fá yfirlit yfir bókmenntasögu til þess að þeir geri sér grein fyrir samhengi bókmennta, uppbyggingu málsins og eigin málnotkun. Lögð er áhersla á að nýta hvers konar texta í náminu. Nemendur fá viðfangsefni við hæfi með markvissri þjálfun í framsögn og rituðu máli. Til nemenda eru gerðar skýrar kröfur um frágang verkefna. Lestur, talað mál, framsögn, hlustun og áhorf Að nemendur þjálfi hraðlestur, leitarlestur, yfirlitslestur, nákvæmnislestur og raddlestur geti lesið 400-600 atkvæði á mínútu í hljóði og 300-350 atkvæði upphátt á mínútu geti lesið sér til gagns og ánægju geti lesið margvísleg fyrirmæli og farið eftir þeim 2

geti lesið texta með gagnrýnu hugarfari og áttað sig á markmiði með texta geti greint aðalatriði og aukaatriði í texta þekkja margvíslegar textategundir og helstu einkenni þeirra geti unnið úr tölulegum og myndrænum upplýsingum geti talað skýrt og með áheyrilegum framburði og viðeigandi talhraða þjálfist í að taka þátt í umræðum í stórum og litlum hópum geti endursagt skipulega það sem þeir hafa lesið eða heyrt geti tjáð eigin skoðanir og haldið athygli áheyrenda þjálfist í að hlusta á fyrirmæli og fara eftir þeim kynnist menningarlegu efni í hljóð-og myndformi Bókmenntir Að nemendur lesi og hlýði á fjölbreytta bókmenntatexta, forna og nýja lesi og ræði um mismunandi lausamálstexta, s.s. skáldsögur, smásögur, þjóðsögur, goðsögur, ævintýri og valda texta úr Íslendingasögum eða þáttum, ljóð og dægurtexta lesi bókmenntaverk að eigin vali sér til ánægju og afþreyingar geri sér grein fyrir grunnhugtökum í umfjöllun um bókmenntir geti túlkað bókmenntatexta með gagnrýnu hugarfari taki þátt í leikrænni tjáningu bókmenntatexta geti flutt ljóð, túlkað og greint Ritun og málfræði Að nemendur nái færni í stafsetningu og þekki flestar reglur geti nýtt sér orðabækur og handbækur þjálfist í ritun fjölbreyttra texta fái uppbyggilega gagnrýni og læri að nýta sér hana leggi sig fram um að skrifa skýrt og greinilega og vandi allan frágang geti nýtt sér málfræðileg hugtök og átti sig á flokkun í sagnorð, fallorð og óbeygjanleg orð og í hverju flokkunin felst þekki beygingarleg og merkingarleg einkenni allra orðflokka og geri sér grein fyrir hlutverki þeirra í texta skilji hugtökin setning, málsgrein og efnisgrein og geti nýtt sér þau geti fundið stofn orða og nýtt sér þá þekkingu við stafsetningu þekki helstu mállýskueinkenni þekki og geti útskýrt mun orðtaka og málshátta fái tækifæri til að leika sér með tungumálið á fjölbreyttan hátt Kennsluaðferðir Lesið, spurt og spjallað, félagakennsla, fyrirlestrar og vinnubókarkennsla, samræðuaðferðir og spurnaraðferðir, hlustunarefni, ritun, yfirferð námsefnis, efnis- og heimildakönnun, sjálfstæð vinnubrögð, tjáning o.fl. 3

Í bókmenntum eru lesnar skáldsögur bæði að vali kennara og nemenda, smásögur, örsögur, leikrit, ljóð og annar texti. Verkefni tengd lesefninu eru unnin heima og í tímum. Þau eru í formi spurninga, stuttra ritgerða, útdrátta og umræðna. Í málfræði er unnið með grundvallaratriði og lögð áhersla á að nemendur nái færni í beygingarfræði orðflokka og læri grundvallaratriði í setningafræði. Í stafsetningu er lögð áhersla á þjálfun grundvallaratriða. Í ritun er lögð áhersla á að nemendur geti byggt upp sjálfstæða frásögn, sagt frá persónulegri reynslu og sagt hlutlægt frá atburðum. Nemendur eru þjálfaðir í töluðu máli með upplestri á sögum og efni sem þeir semja sjálfir. Nemendur taka þátt í smásagnasamkeppni á vegum Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. Finnur III, Mályrkja III, Málfinnur, Skriffinnur og Hugfinnur. Gísla saga Súrssonar, skáldsögur og annað bókmenntaefni. Verkefni frá kennara. í lok haustannar: Bókmenntaverkefni 25% Haustannarpróf 30% Lestrardagbók 10% Málfræðiverkefni 10% Ritunarverkefni 25% að vori: Bókmenntaverkefni 30% Lestrardagbók 10% Ritunarverkefni 30% Vorpróf 30% Einkunnir verða gefnar í heilum og hálfum tölum frá 1-10 í lok hvorrar annar. Skrifleg umsögn mun fylgja í lok vorannar. Að vori er birt árseinkunn. Hún er samsett úr hausteinkunn og voreinkunn þar sem hvor um sig gildir 50%. Að jafnaði sex kennslustundir. Heimanám Nemendur eiga að fylgja kennsluáætlun og gætu þurft að vinna heima til að halda áætlun. Lestur og bókmenntaverkefni verða sett fyrir sem heimavinna. Upplýsingar um yfirferð námsefnisins, dagsetningu prófa og skiladag verkefna verða birtar á www.mentor.is. 4

Stærðfræði Kennarar: Hrafnhildur Sigurðardóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir Með kennslu í stærðfræði í skólum er stefnt að því að nemendur öðlist næga kunnáttu til að takast á við stærðfræðileg verkefni sem upp koma í daglegu lífi og geti notað stærðfræði við margs konar störf í þjóðfélaginu öðlist nægilega kunnáttu til að þeir geti stundað framhaldsnám í ýmsum greinum kynnist stærðfræði sem hluta af menningararfi og almennri menntun Að nemandi Stærðfræði og tungumál lesi og skrifi háar og lágar tölur sem koma fyrir í texta, töflum og myndritum, ræðar tölur, mælitölur af ýmsu tagi og prósentur. æfist í að skrifa skilgreiningar á hlutum og hugtökum Lausnir verkefna og þrauta glími við verkefni og þrautir þar sem lausnarleiðir eru ekki augljósar fyrir fram; þrautirnar geti verið með eða án talna, gestaþrautir jafnt og þrautir sem mæta fólki í daglegu lífi glími við þrautir sem leystar eru með því að búa til jöfnur temji sér að vinna að lausnum þrauta í samstarfi við aðra nemendur með því að varpa fram hugmyndum og hjálpa öðrum að þróa eigin hugmyndir Röksamhengi og röksemdafærslur öðlist svo góðan skilning á hugtökum og aðferðum í stærðfræði að honum sé tamt að nota þau við röksemdafærslur bæði í mæltu og rituðu máli öðlist góðan skilning á hugtökunum mengi, stak, hlutmengi, sammengi og sniðmengi Tengsl við daglegt líf og önnur svið setji stærðfræðileg hugtök í samhengi við hversdagslega hluti til að öðlast betri skilning á þeim setji upp töflu og jöfnu um línulegt samband og teikni samsvarandi graf beiti stærðfræði í verkefnum sem snerta samskipti einstaklingsins við samfélagið Tölur dragi ferningsrætur lágra ferningstalna með því að leysa þær upp í frumþætti einfaldi brotabrot breyti lotubundnum tugabrotum í almenn brot þekki mengi náttúrlegra talna, heilla talna, ræðra talna og rauntalna, tákn þeirra, N, Z, Q og R, og skilji samsvörun milli punkta á línu og rauntalna vinni með stærsta samdeili og minnsta samfeldi, bæði með frumþáttun talna og þáttun á óþekktum stærðum Reikniaðgerðir, reiknikunnátta og mat öðlist góða tilfinningu fyrir tölum og stærðum og áhrifum reikniaðgerða á þær þannig að hann geti lagt mat á útkomu 5

reikni algengan reikning með tölum á staðalformi vinni með tölurnar 0 og 1 sem hlutleysur í samlagningu og margföldun kunni skil á samlagningarandhverfum og margföldunarandhverfum, notfæri sér að deiling með tölu jafngildir margföldun með margföldunarandhverfu hennar nái leikni í að reikna samsett dæmi af ýmsu tagi þar sem reikniaðgerðum er blandað saman við veldi og sviga nái góðum tökum á öllum aðgerðum á reiknivél sem nota þarf í verkefnum námsefnis í grunnskóla, þ.m.t. ferningsrót, veldi, π og minnistakka venjist því að velja milli þess að reikna í huganum, á blaði eða með reiknivél eftir því hversu nákvæmrar niðurstöðu er krafist og viti að reikningur á blaði getur gefið nákvæmari niðurstöðu en reiknivél Hlutföll og prósentur fáist við hlutföll við samanburð á stærðum og geti notað þau í útreikningum nái góðum tökum á prósentureikningi sem algengur er í þjóðfélaginu Mynstur og algebra nái fullkomnu valdi á lausn fyrsta stigs jöfnu með einni óþekktri stærð tileinki sér aðferðir til að leysa saman tvær fyrsta stigs jöfnur með tveimur óþekktum stærðum leysi einföld orðadæmi með því að setja upp slíkar jöfnur leysi einfaldar annars stigs jöfnur með þáttun margfaldi upp úr svigum og þátti fyrsta og annars stigs margliður einfaldi margvíslegar táknasamstæður og geri skýran greinarmun á jöfnu og stæðu Rúmfræði tileinki sér hugtökin strýta, kúla og keila, geti lýst þeim í mæltu máli og með teikningum og reiknað rúmmál þeirra sýni góðan skilning á metrakerfinu hvað varðar mælingu flatar- og rúmmynda sýni góðan skilning á hugtakinu rúmmál, kunni reglur um helstu rúmmálsreikninga og geti beitt þeim þekki samsvörun milli rúmmáls og mælieininga fyrir vökva og geti breytt þar á milli sýni skilning á hugtakinu yfirborðsmál og geti beitt reglum um útreikninga á yfirborðsmáli einfaldra rúmmynda lesi jöfnu beinnar línu, setji hana fram í hnitakerfi og kunni að lesa úr jöfnunni hallatölu og skurðpunkt við y-ás geti athugað hvort línur skerast og reiknað skurðpunkta þeirra geti ákvarðað línu samsíða tiltekinni línu gegnum gefinn punkt og línu hornrétt á tiltekna línu gegnum gefinn punkt kynnist ferli annars stigs falls, þ.e. fleygboga kynnist sönnun á reglu Pýþagórasar, útskýri hana og beiti henni á rétthyrnda þríhyrninga Tölfræði og líkindafræði sýni þekkingu og skilning á hugtökunum tíðni, hlutfallstíðni, tíðnidreifing, meðaltal, vegið meðaltal, úrtak, tíðasta gildi og miðgildi ræði um hugtakið úrtak, hvað er handahófsúrtak og hvers kyns skekkjur gætu komið fram ef ekki væri um að ræða handahófsúrtak 6

álykti og tjái sig um tölfræðilegar upplýsingar, meti ályktanir sem dregnar eru af gögnum og kynnist því sem þarf að varast þegar slíkar ályktanir eru dregnar sýni þekkingu á mun á fræðilegum líkum, líkum sem leiddar eru af tilraunum og huglægu mati á líkum án tilrauna Fyrirlestrar, sýnikennsla, utanbókarnám, námsleikir/spil, rökstuðningur, umræður, hópverkefni, sjálfstæð vinnubrögð, rökþrautir og þrautalausnir Rúmfræði og algebra, tölur og talnafræði, líkur, reikningur og algebra, pýþagóras, líkön, algebra og jöfnur, dulmálsfræði, tölfræði, rökhugsun, rauntölur, horn, prósentur, algebra og fjármál. Átta tíu (5 og 6),spil, þrautir, vasareiknir, reglustika, hringfari og gráðubogi. Í lok haustannar fá nemendur eina einkunn. Vægi þátta er eftirfarandi: Jólapróf 30%, kaflapróf 20%, heimaverkefni 30% og tímaverkefni 20%. Í lok vorannar fá nemendur eina árseinkunn, sem samanstendur af einkunn haustannar 50% og einkunn vorannar 50%. Vægi þátta í einkunn vorannar er eftirfarandi: Vorpróf 30%, kaflapróf 20%, heimaverkefni 30% og tímaverkefni 20%. Lokaeinkunn er gefin í heilum og hálfum tölum, frá 1-10. Að auki fá nemendur umsögn að vori. Árseinkunn Haustönn 50% - Vorönn 50% Haustönn Lokaeinkunn 50% Jólapróf 30% Kaflapróf 20% Heimaverkefni 30% Tímaverkefni 20% Vorönn Lokaeinkunn 50% Vorpróf 30% Kaflapróf 20% Heimaverkefni 30% Tímaverkefni 20% 7

Að jafnaði sex kennslustundir. Heimanám Nemendur eiga að læra heima í stærðfræði eftir þörfum á hverjum degi. Nemendur klára þá áætlun sem sett er fyrir í tímanum. Heimaverkefni sem eingöngu eru unnin heima verða lögð fyrir mánaðarlega. Einnig eiga nemendur að læra heima fyrir kaflapróf sem eru eftir annan hvern kafla. Danska Kennari: Alma Guðrún Frímannsdóttir Almenn markmið Danska er annað erlenda málið sem nemendur læra í grunnskóla. Með námi í dönsku er stuðlað að því að viðhalda og efla samskipta- og menningartengsl norrænna þjóða. Lögð er áhersla á að nemendur geti notfært sér kunnáttu sína til að afla sér þekkingar, eiga samskipti og geta miðlað upplýsingum um sig og umhverfi sitt. Mikilvægt er að nemendur verði meðvitaðir um hvernig þeir geti sjálfir styrkt og bætt kunnáttu sína. Enn fremur að nemendur sýni sjálfstæði og beri ábyrgð á eigin námi og geri sér grein fyrir mismunandi námsstílum. Að nemandi Hlustun geti skilið fyrirhafnarlítið venjuleg fyrirmæli og leiðbeiningar í daglegu lífi geti skilið aðalatriði í töluðu máli þegar fjallað er um málefni úr daglegu lífi hans og viðfangsefnum tengt námsefninu geti fylgt atburðarás í frásögnum (3-5 mínútur) sem tengjast þeim orðaforða sem unnið er með skilji samtöl tveggja manna, tilkynningar og frásögnum úr þeim orðaforða sem unnið er með Lestur geti beitt yfirlitslestri, þ.e. skilið megininntak texta með því að lesa hann hratt yfir geti beitt leitarlestri þar sem hann leitar eftir ákveðnum upplýsingum geti áttað sig á megininntaki texta, sem tengjast orðaforðanum sem unnið er með, út frá lykilorðum eða fyrirsögnum geti skilið megininntak lengri texta, t.d. blaðagreina, smásagna eða skáldsagna, og haldið þræði án þess að skilja hvert einasta orð geti nýtt sér tölvupóst og aflað sér upplýsinga á netinu Ritun geti skrifað nokkrar einfaldar textagerðir, t.d. persónuleg sendibréf, tölvupóst, skilaboð (180-200 orð). geti tjáð skoðanir sínar og hugsanir á skiljanlegu rituðu máli hafi lært að skrifa texta með góðu samhengi geti notað tölvur til ritvinnslu Talað mál tekið þátt í óformlegu spjalli um áhugamál sín og daglegt líf 8

geti leiðrétt sig og afsakað sig geti haldið ræðu í 2-3 mínútur um undirbúið efni út frá lykilorðum geti hafið og endað samtal geti notað grunnorðaforða úr efnisflokkum sem unnið hefur verið með, á eigin forsendum í nýju samhengi geti notað málið sem samskiptamiðil í kennslustundum Unnið er með alla færniþætti tungumálsins (hlustun, lestur, ritun og talað mál) þemanám, hlustun, hringekjur og kannanir. Metið er fyrir hvern og einn hvaða verkefni eru unnin á hverjum tíma. Danmörk, matur, fólk, tónlist, fjölskylda og vinir, jólin og lesbækur. Málfræði og sagnapróf Dejlige Danmark, les- og vinnubók, hlustunarefni, Ekko les- og vinnubók, hlustunarefni, DVD myndir og verkefni frá kennara (þemaverkefni og hringekjur) Heimanám Nemendur eiga að fylgja áætlun og gætu þurft að vinna heima til að halda henni. Einnig þarf að undirbúa Taletid og sagnapróf. Heimanám er skráð í Mentor.is á haustönn: Glósukönnun 10% Verkefnavinna - Dejlige Danmark 20% Hringekjuverkefni 15% Musik-tema skrifleg og munnleg verkefni 15% Taletid 5% Lesbók 10% Annarpróf 25% á vorönn: Myndir og verkefni 5% Ekko les- og vinnubók 15% Sagnapróf 15% Lesbók 10% Hringekja 15% Hlustun 5% Taletid 10% Þemaverkefni 15% Verkefnavinna og ástundun 10% Lokaeinkunn í dönsku í 10. bekk byggist á lokaprófi 30% og símati 70% Nemendur fá eina einkunn í lok hvorrar annar. 9

Auk þess fá nemendur umsögn um eftirfarandi þætti: virkni, ástundun og hegðun. Einkunn er gefin frá 1-10 í heilum og hálfum tölum. Að vori er birt árseinkunn. Hún er samsett úr hausteinkunn og voreinkunn þar sem hvor um sig gildir 50%. Fjórar kennslustundir. Enska Kennarar: Flóki Árnason og Sigþór Örn Rúnarsson og helstu viðfangsefni Að nemandi Hlustun geti skilið fyrirhafnarlítið þegar talað er um málefni sem hann þekkir geti fylgt meginþræði í umræðum um efni sem hann þekkir þegar nokkrir tala geti skilið meginþráð í fréttaefni geti skilið þegar talað mál og myndefni fer saman Lestur geti lesið og skilið aðgengileg bókmenntaverk geti skilið megininntak í völdu blaðaefni og tímaritsefni geti nýtt sér orðabækur Ritun geti beitt almennum og sértækum orðaforða í ritun geti skrifað samfellda, viðeigandi og skipulega texta, þ.e. ritgerðir, skýrslur, gagnrýni, röksemdafærslur, fyllt út eyðublöð um gistingu og ferðalög geti skrifað lykilsetningar ( topic sentences ) geti beitt reglum um orðaröð geti beitt helstu málnotkunarreglum um ritmál Talað mál geti notað ensku til samskipta í kennslustofunni, m.a. komist að sameiginlegri niðurstöðu, látið í ljós aðdáun/vanþóknun, látið í ljós skoðanir (verið sammála/ósammála) geti bjargað sér við óvæntar aðstæður geti beitt eftirtöldum málfræðiatriðum: tíðum sagna nafnorðum lýsingarorðum greini atviksorðum forsetningum fornöfnum skilyrðissetningum þolmynd 10

Bein kennsla, hlustunarefni, hópverkefni, margmiðlun, ritun, tónlist, umræður, verklegar æfingar og viðfangsefni tengd daglegu lífi. Spotlight 10, les-og vinnubók. Léttlestrarbækur, blaðagreinar, málfræðihefti, óreglulegar sagnir æfingablöð. Aukaefni frá kennara. - símat Nemendur fá eina einkunn í lok haustannar. Hún skiptist í sagnapróf (25%), ritunarverkefni (25%), málfræðipróf (25%) og munnlegt próf (25%). Einkunn á vorönn skiptist í sagnapróf (25% ritunarverkefni (25%), málfræðipróf (25%) og munnlegt próf (25%). Einkunn er gefin frá 1-10 í heilum og hálfum tölum. Að auki fá nemendur umsögn í lok hvorrar annar. Að vori er birt árseinkunn. Hún er samsett úr hausteinkunn og voreinkunn þar sem hvor um sig gildir 50%. 4 kennslustundir. Skólaíþróttir Kennarar: Oddný Anna Kjartansdóttir og Þóra Gísladóttir Að stuðla að alhliða þroska nemenda, bæði andlega, líkamlega og félagslega, með því að leggja fyrir þá verkefni sem krefjast líkamlegrar áreynslu og félagsþroska. Stefnt skal að því að bæta líkamshreysti og líkamsreisn barna og unglinga, meðal annars með markvissri þjálfun þrekþátta, þols, krafts,hraða, liðleika og æfingum sem bæta líkamsstöðu og líkamsreisn. Stefnt skal að því að efla nemandann sem félagsveru, kenna honum að taka tillit til annarra og beita sveigjanleika í samskiptum. Einnig skal stefnt að því að auka skilning og hæfni nemenda til þess að fara eftir reglum og fyrirmælum og auka innsæi nemenda í tilfinningar sínar og tilfinningar annarra. Stefnt skal að því að auka þekkingu og skilning nemenda á starfsemi líkamans og áhrifum skipulagðrar þjálfunar á líkama og heilsu. Þá skal einnig aðstoða nemendur við að finna sér leiðir til líkams- og heilsuræktar. Nemendur auki vitund sína varðandi eigin heilsu og heilbrigða lífshætti. Lögð verður áhersla á kynningu hinna ýmsu íþróttagreina svo nemandinn eigi auðveldara með að velja sér íþrótt sem hæfir honum til tómstunda í framtíðinni. Nemandinn þjálfist í því að bera ábyrgð á eigin heilsu, með því að tileinka sér markvissa ástundun íþrótta eða líkams- og heilsuræktar. Stefnt skal að því að halda áfram að örva þroska nemenda og efla afkastagetu þeirra. 11

Stefnt skal að því að nemendur þjálfist í að starfa saman í sátt og samlyndi og meta rétt annarra á við sinn eiginn. Að nemendur verði virkir þátttakendur í íþróttatímum. Sýnikennsla verklegar æfingar hreyfing hópverkefni sjálfstæð vinnubrögð og fleira. Námsþættir Smáleikir, fimleikar, frjálsíþróttir, badminton, borðtennis, stöðvaþjálfun, þrekþjálfun, ratleikir og knattleikir, s.s. fótbolti, blak, bandý, körfuknattleikur og handknattleikur. Íþróttatímarnir byggjast að hluta til á ýmsum leikjum (smáleikjum) og stöðvaþjálfun. Í þeim fá nemendur útrás fyrir hreyfiþörf sína og með þessu móti er hægt að setja upp verkefni sem henta hverjum og einum. Einnig verður rík áhersla á þrekþjálfun til að auka þol, kraft og liðleika nemenda. Farið verður í flóknari æfingar fimleika og frjálsíþrótta. Knattleikir skipa einnig stóran sess og aðallega í leikrænu formi. Borðtennis og badminton verða hlutar stöðvaþjálfunar. Hlaup verða stór hluti útikennslu til að auka þol og þrek nemenda. Reynt verður að örva jákvætt viðhorf nemenda til íþróttaiðkana, hvar og hvenær sem er ásamt því að skapa gott andrúmsloft í tímum. Kennsluaðstæður og námsgögn Kennt er í íþróttahúsinu við Strandgötu. Útikennsla er í ágúst, september og maí. Öll tæki og áhöld sem íþróttahúsin hafa upp á að bjóða. Nemendur eiga að mæta með sérstök föt í íþróttatíma og æskilegt er að koma með innanhússíþróttaskó. Lagt er mat á virkni í tímum, viðhorf, hegðun, fara eftir fyrirmælum, framfarir og sjálfsmat nemenda (70%), ásamt getu þeirra í ákveðnum íþróttaþáttum (30%). nemenda er stutt með umsögnum og prófum í liðleika, þoli (píptest), kviðæfingum, armbeygjum, sippi, uppstökki/langstökki og 30 m spretti. Fyrirgjöf er samkvæmt eftirfarandi mælikvarða: 1 10 og er gefið í heilum og hálfum tölum ásamt umsögn við annarskipti í janúar og síðan að vori. Athugið! Lokaeinkunn á prófskírteinum tekur mið af haustönn 50% og vorönn 50%. Tvær kennslustundir. Skólasund Kennarar: Dagbjört Hrönn Leifsdóttir og Ómar Freyr Rafnsson 10. sundstig Bringusund í 20 mín. (viðstöðulaust): Lámarksvegalengd 600 m 12

50 m bringusund, stílsund Björgun af botni laugar og 25 m björgunarsund 12 m kafsund, stílsund Tímataka. Nemendur velja tvær sundaðferðir af fjórum: - 100 m bringusund - 50 m skriðsund - 50 m baksund - 25 m flugsund Þrjú leysitök: Grip í fatnað framan frá grip um háls aftan frá grip um brjóst aftan frá Sundæfingar, þolsund, bringusund, skriðsund, flugsund, marvaði, köfun og björgun. Bein kennsla - Hreyfing Námsleikir Sýnikennsla Verklegar æfingar. Umsögn þar sem fram kemur virkni, hegðun og framfarir nemenda verður send í rafrænu formi til foreldra í nóvember. Lokapróf í 10. stigi er í maí fyrir nemendur á vorönn. Einkunn er frá 1-10 í heilum tölum. Ein kennslustund. Lífsleikni Kennarar: Rannveig Þorvaldsdóttir, Sigríður Ingadóttir og Sigþór Örn Rúnarsson Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll Nemandi geti sett sér raunhæf markmið til að stefna að í lífinu meti á sjálfstæðan hátt eigin lífsgildi og lífsstíl öðlist skilning á atvinnulífinu í samhengi við námsleiðir og starfsval nýti ráðgjöf um náms- og starfsleiðir geti greint og rökrætt áhrifamátt auglýsinga og gert sér grein fyrir óbeinum áróðri fjölmiðla Samfélag, umhverfi, náttúra og menning Nemandi geti útskýrt mun einkarekstrar og opinbers rekstrar kunni skil á einföldum launaseðlum og skilji reikningsyfirlit geti reiknað kostnað vegna afborgana Öldutúnsskóli vinnur að því að innleiða áætlun gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Unnið er markvisst að því að allir nemendur skólans geri sér grein 13

fyrir hvað einelti er og hvaða afleiðingar það getur haft. Hver nemandi er ábyrgur fyrir hegðun sinni og framkomu og ef þörf er á fær hann leiðbeiningar um að bæta sig. Bekkjarfundir eru haldnir með nemendum þegar málefni er varða allan hópinn er til umræðu, s.s. einelti, líðan í skóla, bekkjarreglur, skólareglur o.fl. Hver bekkur kemur til með að semja sínar eigin bekkjarreglur, tilgangur þeirra er að skapa meiri samkennd í hópnum og að tryggja að allir hafi sömu sýn og markmið til að stefna að. Öldutúnsskóli er SMT-skóli. Með SMT skólafærni þjálfum við félagsfærni og veitum æskilegri hegðun aukna athygli með markvissu hrósi og umbunum. Við höfum skýr fyrirmæli að leiðarljósi og leggjum rækt við góð samskipti. Þannig skapast enn betra námsumhverfi fyrir bæði nemendur og kennara. Reglur skólans eru skýrar og sýnilegar þannig að bæði nemendur og kennarar vita mjög vel til hvers er ætlast. Skólareglurnar eru kenndar í upphafi hvorrar annar og rifjaðar upp eftir þörfum. Allur bekkurinn nýtur góðs af þegar nemandi fær stjörnu sem sérstaka umbun og þegar vissum fjölda er náð gera kennarar og nemendur sér dagamun með ýmsu móti. Nemendur og starfsfólk Öldutúnsskóla vinna að því að framfylgja umhverfissáttmála skólans. Skólinn hefur nú fengið Grænfánann til marks um að hafa unnið gott starf á sviði umhverfismála. Í því felst flokkun pappírs, ferna og ávaxtaúrgangs, orkusparnaður og aukin útivera. Fræðslumyndir, fyrirlestrar, hópaverkefni, hugmyndavinna, samræðuaðferðir, samvinnunám, tjáning, umræður og viðfangsefni tengd daglegu lífi. Fræðsla og verkefni frá námsráðgjafa. Forvarnarfræðsla mismunandi frá ári til árs. Mismunandi hvaða aðilar sem sjá um fræðsluna. SMT skólareglur, eineltishringurinn Náðu tökum á náminu! Námstækni Leið þín um lífið Margt er um að velja Auraráð, valin verkefni. Verkefni frá kennurum. byggir á: Verkefnamöppu 50% og hópverkefni 50%. Einkunn er gefin í einkunnarorðum ásamt umsögn að vori. Ein kennslustund. 14

Náttúrufræði og umhverfismennt Kennari: Nanna Traustadóttir Náttúruvísindi Að nemendur vinni með grunnhugtök í erfðafræði kannist við erfðatækni og þekki helstu aðferðir þar sem erfðatækni er beitt skilji að beiting erfðatækni vekur upp siðferðislegar spurningar þekki hvernig náttúruval leiðir til þróunar lífs vinni með grunnhugtök vistfræði og þekki sérstöðu Íslands skilji að maðurinn geti haft umtalsverð umhverfisáhrif öðlist þekkingu til þess að geta tekið ábyrga afstöðu í kynferðismálum kynnist félagslegum, tilfinningalegum og líffræðilegum hliðum kynþroskans þekki helstu hugtök varmafræðinnar, rannsóknir og einingar sem notaðar eru þekki helstu hugtök rafmagnsfræðinnar, rannsóknir og einingar sem notaðar eru þekki nokkur helstu hugtök í kjarneðlisfræði, rannsóknir og einingar sem notaðar eru Vinnubrögð Að nemendur geti lesið og skrifað um náttúruleg fyrirbrigði geti tjáð sig skilmerkilega og tekið þátt í umræðum um vísindi og efni tengd þeim skilji vísindaleg hugtök um mælingar og aðferðir kynnist fjölbreyttu tungutaki, sjónarhornum og vísindamönnum sem fjalla um náttúruleg fyrirbrigði kynnist Hinni vísindalegu aðferð og læri að nota hana geri sér grein fyrir að skýr röksemdafærsla og kerfisbundin framsetning er mikilvæg vinnuaðferð Varmaorka, rafmagn, kjarnorka, kynfræðsla, erfðafræði, mannerfðafræði, þróun manna, vistfræði. Fyrirlestrar, innlögn, samræðuaðferð, verklegar æfingar, fræðslumyndir, sýnikennsla, tilraunir, hópverkefni og heimildavinna. Tilfallandi heimavinna miðast við virka daga. Maður & náttúra, mannslíkaminn og Orka. Auka námsgögn eru sunflower kennsluforrit, veraldarvefurinn, myndbönd, glærur, verkefnablöð, ljósrit, reiknivélar og áhöld í náttúrufræðistofu. 15

Nemendur fá einkunn í lok hvorrar annar. Einkunn byggist á Fyrir áramót Heimildaritgerð (15%) Tímaverkefni (15%) Hópverkefni (10%) Skilaverkefni (10%) Lokaprófseinkunn (50%). Skriflegt próf í lok hvorrar annar. Eftir áramót Líkami mannsins lokapróf (15%) Tímaverkefni (15%) Hópverkefni (10%) Skilaverkefni (10%) Lokaprófseinkunn (50%). Skriflegt próf í lok hvorrar annar. Lokaeinkunnir eru gefnar í heilum og hálfum tölum, frá 1-10. Að auki fá nemendur umsögn. Að vori er birt árseinkunn. Hún er samsett úr hausteinkunn og voreinkunn þar sem hvor um sig gildir 50%. Þrjár kennslustundir. Þjóðfélagsfræði/Trúarbragðafræði Kennari: Sigríður Ingadóttir og Sigþór Örn Rúnarsson. Að nemendur hugleiði hverjir þeir eru í augum sjálfs sín og annarra hugleiði eigin sjálfsmynd velti fyrir sér hvað mestu máli skiptir í lífinu kanni hvað þeim leyfist og leyfist ekki samkvæmt lögum og reglugerðum og ræði réttmæti þeirra kynnist og hugleiði stjórnkerfi samfélagsins kynnist stöðu Íslendinga í alþjóðasamfélaginu hugleiði hvaða kosti og galla það hefur í för með sér að búa á Íslandi fjalli um valin málefni sem rætt er um í fjölmiðlum læri að bera virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra þjálfist í að tjá og rökræða skoðanir sínar þekki inntaksþætti og útbreiðslu helstu trúarbragða heims og ólíkra lífsviðhorfa og geti borið þau saman kynnist helgiritum annarra trúarbragða öðlist færni í að fást við siðferðileg álitamál í ljósi mismunandi gildismats, trúarbragða og lífsviðhorfa, temji sér sjálfsvirðingu og 16

virðingu fyrir öðrum og læri að standa við eigin sannfæringu og að virða sannfæringu annarra tileinki sér ábyrg samskipti í jafnaldrahópnum með því að fást við viðfangsefni sem tengjast samskiptum kynjanna, vináttu, heiðarleika, trúnaðar og orðheldni. Leiðir og kennsluaðferðir Bein kennsla, myndmiðlar, verkefnavinna, umræður, samvinnuverkefni, hópverkefni, tjáning, hugmyndavinna og viðfangsefni tengd daglegu lífi. eru sjálfsmyndin, réttindi og skyldur, samfélög, stjórnskipan, lýðræði og vald, hvað það þýðir að vera Íslendingur, Ísland og alþjóðasamfélagið. Umfjöllun um helstu trúarbrögð heims, svo sem islam, búddisma, hindúisma Þjóðfélagsfræði eftir Garðar Gíslason. Myndbönd, verkefni og annað ítarefni frá kennara. Maðurinn og trúin, myndbönd og ítarefni frá kennara. Haustönn: 40% kaflapróf, 15% verkefni, 25% hópverkefni og 20% hugleiðingar. Vorönn: 40% kaflapróf, 20% verkefni, 40% hópverkefni. Gefin er einkunn í heilum og hálfum tölum frá 1-10. Skrifleg umsögn mun jafnframt fylgja í lok vorannar. Að vori er birt árseinkunn. Hún er samsett úr hausteinkunn og voreinkunn þar sem hvor um sig gildir 50%. Þrjár kennslustundir. Heimildavinna (upplýsingalæsi) Nemandi geti leitað að gögnum eftir flokkunarkerfi skólasafnsins (Dewey) kunni á leitarkerfi safnsins kunni að leita í helstu handbókum, alfræðiorðabókum, fræðibókum og margmiðlunardiskum kunni að nota efnisyfirlit og skrár, s.s atriðisorðaskrá og nafnaskrá í fræðibókum þekki helstu leitarmöguleika á Netinu geti leitað að tímaritsgreinum og dagblaðsgreinum og þekki til rafrænna gagnasafna kunni að afla heimilda; það felur í sér að nemandi geti skilgreint hvaða upplýsinga er þörf í tengslum við ákveðin viðfangsefni flokkað og metið heimildir á gagnrýninn hátt með tilliti til áreiðanleika þeirra 17

metið, túlkað og hagnýtt upplýsingar til að svara ákveðnum spurningum eða leysa ákveðin vandamál metið eigin niðurstöður geti sett upplýsingar fram í samræmi við inntak og markmið viðfangsefnisins og miðlað þeim til annarra gert heimildaskrá samkvæmt Chicago-staðlinum vitnað í heimildir, þekki muninn á beinni og óbeinni tilvitnun og geri ávallt tilvísun til heimilda samkvæmt Chicago-staðlinum geti sett saman eigin texta með viðeigandi efnisskipan viti hvernig heimildaritgerð er byggð upp, þ.e. forsíða efnisyfirlit inngangur meginmál lokaorð heimildaskrá skilji þýðingu höfundarréttar og þekki inntak laga um höfundarrétt og persónuupplýsingar geri sér grein fyrir siðferðislegri og lagalegri ábyrgð sem fylgir því að vinna með upplýsingar og hafi tileinkað sér tilhlýðilegar venjur og reglur þar um Heimildavinna, efniskönnun, sjálfstæð vinnubrögð, gagnrýnin hugsun, rökstuðningur og vinna með ólíka miðla. Samstarf við skólasafnið um kennslu í notkun fræðibóka á flokkunarkerfi Dewey í upplýsingaleit Nemendur vinna heimildaritgerðir, læra að búa til heimildaskrá og vísa til heimilda samkvæmt Chicago-staðlinum. Nemendur læra muninn á framsetningu beinna og óbeinna tilvitnana. Nemendur læra réttan frágang heimildaritgerða, þ.e. útlit forsíðu og uppbyggingu ritgerðar og skili verkefninu eins og til er ætlast. Nemendur upplýstir um höfundarétt, kennd rétt meðferð upplýsinga og öguð vinnubrögð í því sambandi. Markviss notkun fræðibóka og annarra upplýsingamiðla í heimildavinnu. Nemendur kunni að móta rannsóknarspurningar og leita svara við þeim. Nemendur noti Dewey flokkunarkerfið, efnisyfirlit, atriðaorðaskrá og aðrar skrár við leit að upplýsingum. Efla þekkingu og færni nemenda í að afla, flokka og vinna úr upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt. Safnkostur skólasafnsins, s.s. tölvur, fræðibækur, myndbönd, námsvefir o.fl. Verkefni tengd flokkunarkerfi safnsins og notkun fræðibóka. Vegna þess hversu upplýsingalæsi er samþætt öðrum námsgreinum er mælst til þess að námsmatið verði í höndum viðkomandi bekkjar- eða námsgreinakennara. 18

Valgreinar Aðstoð við heimanám og námstækni (val) Kennarar: Sigrún Valdimarsdóttir (íslenska) og Rannveig Þorvaldsdóttir (stærðfræði) Nemendur fái aðstoð við heimanám eftir því sem þeir þurfa hverju sinni. Nemendur tileinki sér vandvirkni við frágang og skil heimaverkefna. Nemendur fái leiðsögn í námstækni, læri að gera sér grein fyrir eigin námsstíl og nýti sér þá innsýn til að auðvelda sér námið. Virkni, þrautseigja, áhugi og sjálfstæði í vinnubrögðum. Nemendur fá umsögn við annaskipti. Ein kennslustund á viku. Enska 103 (val) Kennari: Flóki Árnason Nemandi hafi aukið vald á ritmáli með fjölbreyttari orðaforða kunni að beita mismunandi lestrarlagi, þ.e. yfirlitslestri, leitarlestri og nákvæmnislestri geti skilið talað enskt mál eins og það er notað við raunverulegar aðstæður geti skýrt munnlega frá því sem hann hefur heyrt, séð eða lesið og leiðrétt sig og umorðað geti unnið sjálfstætt að þekkingaröflun, nýtt sér heimildir og fagbækur Málfræði og orðaforði Undanfari: 7 á grunnskólaprófi. Undirstöðuatriði enskrar málfræði rifjuð upp. Áhersla lögð á vandlegan lestur texta til að efla orðaforða. Markvissar hlustunaræfingar. Hraðlesið efni valið við hæfi nemenda. Enskt talmál æft, skriflegi þátturinn þjálfaður. Nemendum leiðbeint við notkun orðabóka. Bein kennsla, hlustunarefni, hópverkefni, ritun, tónlist, umræður, verklegar æfingar og viðfangsefni tengd daglegu lífi. Fast Track to FCE Coursebook e. Alan Stanton and Mary Stephens. 19

Longman. Kaflar 1-6. The Killer s Cousin höf: Nancy Werlin. The road (skáldsaga) höf: Cormac McCarthy. Ein hraðlestrarbók valin í samráði við kennara. - símat Nemendur fá eina einkunn á vorönn Einkunnin samanstendur af eftirfarandi þáttum : The Killer s Cousin 15%. Book report 15%. Revision tests 20 %. Final exam on NewFirst Certificate and short stories 50%. Þrjár kennslustundir á viku Gaflaraleikhúsið (val) Leiksýning. Ígildi tveggja kennslustunda á viku. Sett verður upp leiksýning sem áætlað er að sýna á grunnskólahátíð. Æfingar hefjast í nóvember og standa fram í febrúar. Æfingar verða óreglulegar og þéttari eftir því sem nær dregur sýningu. Heimilisfræði (val) Kennari: Helga Guðlaug Einarsdóttir Að nemendur fái þjálfun í að matreiða fjölbreytt hráefni með áherslu á hollustu fái þjálfun í bakstri fái þjálfun í að tengja næringarfræði og matreiðslu í verki kynnist ráðlögðum dagskömmtum (RDS) og næringarefnatöflum geri sér grein fyrir áhrifum auglýsinga á neyslu læri að skipuleggja innkaup með tilliti til hagsýni (verð, gæði og umhverfissjónarmið) læri að skipuleggja og útbúa litlar veislur og hátíðir læri að þrífa eldhús Samvinna, einstaklingsverkefni, sýnikennsla, verklegar æfingar og vinnubókarkennsla. Verklegar æfingar, matreiðsla, bakstur og frágangur. Verkefni og umræður m.a. um matvæli, næringarefni og neytendafræði. Nemendur fá 5 heimavinnuverkefni sem felast í því að safna saman fróðleik m.a. um næringu og hollustu/óhollustu matvæla og skrá upplýsingar og myndskreyta. Útkoman er vinnubók sem metin er í lok lotu. Nemendur safna saman uppskriftum og búa til sína eigin uppskriftarbók. Nemendur eru hvattir til þess að koma með uppskriftir að heiman og fá leyfi hjá kennara til þess að prófa þær í tíma. 20

Fjölritaðar uppskriftir útgefnar af Námsgagnastofnun. Uppskriftabækur, stílabók, skriffæri, límstifti. Næringarefnatöflur, tölva, fjölmiðlar s.s. dagblöð og tímarit. Matur og menning. fer fram í kennslustundum. Lagt er mat á vinnubrögð, frágang, sjálfstæði og samvinnu. Metin er viðleitni og færni nemenda til þess að fara eftir leiðbeiningum og uppskriftum. Þekking nemenda á mælieiningum, hráefnum, aðferðum, næringarfræði, hreinlæti og meðferð heimilistækja. Vinna í tímum gildir 80%, heimavinna (vinnubók) gildir 10% og uppskriftabók gildir 10%. Einkunn er gefin í heilum og hálfum tölum frá 1-10. Einnig er gefin skrifleg umsögn þar sem þekking, umgengni, samvinna og sjálfstæði í vinnubrögðum er lögð til grundvallar. Einkunn er birt í verkefnabók í Mentor og í skólalok að vori. Tvær kennslustundir á viku hálfan vetur. Hönnun og smíði (val) Kennari: Júlíus Már Þorkelsson Að nemandinn öðlist færni, þekkingu og skilning á eðli hönnunar og smíði. Að nemandi geti sýnt frumkvæði og kunnáttu í að nota viðeigandi verkfæri og véla. Að nemandinn geti valið viðeigandi efni sem hæfa verkefnum. Að nemendur þjálfist í að móta hugmyndir í efni með þeirri verktækni og verkþekkingu sem greinin býr yfir. Að nemendur temji sér öguð vinnubrögð og vandvirkni. Að nemendur geti hagnýtt sér það verklag sem kennt hefur verið á fyrri árum og dýpkað þekkingu sína. Að nemendur geti notað fríhendisteikningu og grunnteikningu við hönnun hlutar. Viðfangsefni nemenda verða margvísleg. Aðallega verður unnið í tré, plast, járn og aðra málma. Einnig verður nemendum kennt að málsetja teikningar og lesa út úr þeim. Það verða nokkur skylduverkefni, einnig er lögð áhersla á að nemendur finni sér verkefni og útfæri hönnun þeirra í samvinnu við kennara. Í gegnum raunhæf verkefni er nemendum kenndar aðferðir til að finna lausnir á vandamálinu með ögrun á eigin hugsun. Nemendur fá aukna fræðslu um formfræði og læra hvernig nota má þá þekkingu til að ná fram markmiðum sínum varðandi útlit og notagildi í hönnun hluta eða rýmis. Nemendum eru kynnt tölvuforrit og þeim kennt að nota þau til þess að koma hugmyndum sínum niður á frambærilegan hátt. Nemandinn kynnist því hvernig mismunandi efnisval og frágangur breytir ásýnd og 21

eiginleikum afurðar og hvernig hægt er að nota liti til þess að koma ákveðnum boðum til skila í hönnun. Lögð er áhersla á sjálfstæða vinnu og sköpunarhæfileika nemenda, einnig verður sýnikennsla í grunnteikningu og nemendum kynnt tölvuforrit. Kennslan miðast við að nemendur læri að tileinka sér rétt vinnubrögð og rétta notkun verkfæra. (20%) Bókleg verkefni sem byggist á: frágangi skilum á réttum tíma vinnusemi (15%) Símat kennara sem framkvæmt er reglulega og byggist á: námsvenjum og vinnubrögðum ástundun og hegðun umgengni og öryggi (65%) Lokaafurðir nemenda metnar af kennara og byggist á: hugmyndaauðgi og hönnun verkfærni og vandvirkni Lokaeinkunn samanstendur af ástundun, virkni, þátttöku, vinnubrögðum og verkefnaskilum ásamt skriflegri, uppbyggilegri og jákvætt gagnrýnni umsögn er gefin í smiðjulok og birt í verkefnabók á Mentor.is og á vitnisburði nemenda við skólalok. Gefið er eftir einkunnaskalanum 1 til 10 í heilum og hálfum tölum. Tvær kennslustundir á viku. Íþróttir (val) Kennari: Þóra Gísladóttir Stefnt skal að því að auka þekkingu og skilning nemenda á starfsemi líkamans og áhrifum skipulagðrar þjálfunar á líkama og heilsu. Þá skal einnig aðstoða nemendur við að finna sér leiðir til líkams- og heilsuræktar. Nemendur auki vitund sína varðandi eigin heilsu og heilbrigða lífshætti. Stefnt skal að því að bæta líkamshreysti og líkamsreisn nemenda meðal annars með markvissri þjálfun þrekþátta, þols, krafts og hraða og æfingum sem bæta líkamsstöðu og líkamsreisn. Stefnt skal að því að efla nemandann sem félagsveru, kenna honum að taka tillit til annarra og beita sveigjanleika í samskiptum. Einnig skal stefnt að því að auka skilning og hæfni nemenda til þess að fara eftir 22

reglum og fyrirmælum og auka innsæi nemenda í tilfinningar sínar og tilfinningar annarra. Nemandinn þjálfist í því að bera ábyrgð á eigin heilsu, með því að tileinka sér markvissa ástundun íþrótta eða líkams- og heilsuræktar. Stefnt skal að því að nemendur þjálfist í að starfa saman í sátt og samlyndi og meta rétt annarra á við sinn eiginn. Nemendur kynnist nánasta umhverfi sínu og fái þjálfun í að ganga á fjöll. (Sjá Aðalnámskrá Grunnskóla, íþróttir, líkams- og heilsurækt) Undirbúningur fyrir Skólahreysti 2013 Þrek Teygjur Kynning á íþróttagreinum vettvansferðir Fjallganga Nemendur eiga að mæta með sérstök föt í íþróttatíma og æskilegt er að koma með innanhússíþróttaskó. Íþróttatímarnir verða mjög fjölbreyttir. Áhersla verður lögð á þrekþjálfun til að auka þol og kraft nemenda. Einnig mun vera lögð áhersla á teygjur og sýnt fram á mikilvægi liðleika við ástundun allra íþróttagreina. Farið verður í vettvangsferðir ásamt fjallgöngu. Reynt verður að örva jákvætt viðhorf nemenda til íþróttaiðkana, hvar og hvenær sem er, ásamt því að skapa gott andrúmsloft í tímum. Lagt er mat á virkni í tímum, viðhorf, hegðun, ástundun, fara eftir fyrirmælum og framfarir nemenda (100%). Fyrirgjöf er samkvæmt eftirfarandi mælikvarða: 1 10 og er gefið í heilum og hálfum tölum ásamt umsögn að vori. Kennsluaðstæður Íþróttahúsið í Kaplakrika Ein kennslustund. Mannkynssaga (val) Kennari: Gunnar Bjartmarsson Að nemendur kynnist fornum menningarheimum og áhrifum þeirra á seinni tíma kynslóðir. Fyrirlestrar, glæru- og myndbandasýningar, umræður og verkefnavinna. Viðfangsefni Rómaveldi, arfur fornaldar, veldi Araba, Islam, kirkja og trúboð, 23

lénsskipulag, riddarar, krossferðir, Mongólar, Endurreisnarhreyfingin, landafundir, Aztekar, Mayar, Inkar, siðaskipti. Samferða um söguna. Glærur, myndbönd Próf í lok anna, einkunn er gefin frá 1-10. Tvær kennslustundir. Myndmennt (val) Kennari: Kolbrún Kjartansdóttir Námið skal þroska sköpunargáfu, efla sjálfsvitund og auka þekkingu á myndlist. Nemendur kynnist efnum og áhöldum, hugmyndum og tækni sem er undirstaða myndsköpunar. Nemandi vinni verkefni sem fela í sér hugmyndavinnu takist á við þróunarvinnu og tilraunir, s.s. skissugerð, mismunandi útgáfur og lausnir geti útfært myndverk frá skissu til fullunnins verks geti gengið frá myndverki til sýningar geri sér grein fyrir verðmæti efna og áhalda sem unnið er með Fyrirlestrar, sýnikennsla, verklegar æfingar, bein kennsla, fræðslumyndir og safnaferðir. Unnin eru ýmis teikni- og málunarverkefni með áherslu á ítarlega skissuvinnu, formfræði, myndbyggingu, litafræði, hugmyndavinnu og frágang verka. Mótun og þrykk. Námsefni kennara, handbækur, listaverkabækur, vefurinn, glærur. Lagt er mat á verkefnaskil, færni, skilning og sköpun. Vægi hvers þáttar er 25%. Gefið er fyrir með heilum og hálfum tölum frá 1-10. Stutt umsögn fylgir þar sem metið er: Vinnubrögð, virkni, framkoma og framfarir. Einkunn er gefin í annarlok. Tvær kennslustundir á viku hálfan veturinn. 24

Spænska (val) Kennari: Sigríður Ingadóttir Að nemendur byggi upp orðaforða um athafnir daglegs lífs og tileinki sér þann orðaforða sem er í námsefninu skilji almenn orð og einfaldar setningar skilji það lesefni sem farið er í í tímum og geti unnið verkefni tengd því læri nafnorð og greini, lýsingarorð og atviksorð, persónufornöfn, töluorð, eignarfornöfn, forsetningarliði, nútíð og framtíð sagna, spurningar og neitun læri framburðarreglur og æfi framburð Sjálfstæð vinnubrögð, ritun, námsleikir/spil, endurtekningaræfingar, yfirferð námsefnis, vinnubókarblöð, myndmiðlar og hlustunarefni. Byggður upp orðaforði úr nánasta umhverfi og um athafnir daglegs lífs.ýmsar tómstundir og afþreying ungs fólks eins og t.d. spænsk tónlist, kvikmyndir og leikir. Markviss málfræðikennsla. Mundos Nuevos 1, kennslubók og æfingahefti, málfræðihefti, tónlist og kvikmyndir. Spænsk tónlist, námsleikir og margmiðlunarefni. Skilaverkefni 25% og orðaforðapróf 25 % af lokaeinkunn. Í lok hvorrar annar er 50% lokapróf. Tilhögun námsmatsins er það sama fyrir bæði vor- og haustönn. Lokaprófið á vorönn er sambærilegt lokaprófi í spænsku 103 á framhaldsskólastigi. Einkunn er gefin í heilum og hálfum tölum frá 1-10. Einnig fá nemendur umsagnir um ástundun í lok hvorrar annar. Tvær kennslustundir. Heimanám Heimanám felur í sér lestur í textabók fagsins. Nemendur glósa upp úr textanum. Unnar eru æfingar upp úr verkefnabók og málfræðihefti, bæði munnlegar og skriflegar. Heimavinna er í hverri viku, í lesbók, málfræðihefti og/eða verkefnabók. Stærðfræði 103, framhaldsskólaáfangi (val) Kennt í Flensborgarskólanum Valáfangi í stærðfræði fyrir grunnskólanema. Námsefni, vinnutilhögun og kröfur eru þær sömu og gerðar eru til nemenda í áfanganum STÆ 103 á fyrstu önn í framhaldsskóla. Þessi valgrein gerir miklar kröfur til nemenda og 25

því þurfa þeir sem velja hana að hafa mjög góðan grunn úr því námsefni sem þeir hafa þegar lokið í grunnskólanum og hafa vilja og metnað til að leggja á sig mikla vinnu. Þjálfa rökræna hugsun og skilmerka framsetningu. Auka kunnáttu nemenda í grundvallaratriðum stærðfræðinnar til að þeir séu færir um að takast á við stærðfræðinám á náttúrufræðibraut framhaldsskóla. Helstu námsþættir Talnareikningur, jöfnur, prósentureikningur, rúmfræði, algebra, hnitarúmfræði, föll. Gert er ráð fyrir að nemendur reikni sem flest dæmi úr kennslubókinni, en kennari velur sérstaklega þau dæmi sem nauðsynlegt er að allir reikni. Auk þess er nemendum gert að skila til kennara sérstökum heimaverkefnum a.m.k. þrisvar sinnum á hvorri önn. Þessi verkefni fá nemendur í hendur viku fyrir skiladag. Nemendum ber að skila öllum verkefnum á réttum tíma og gefin er einkunn fyrir öll verkefni. Einnig eru 2 hlutapróf á haustönn og 2 á vorönn. Tímasetning hlutaprófs er kynnt með a.m.k. viku fyrirvara. Hlutapróf taka að jafnaði 1 klst. Þrjú bestu hlutaprófin gilda til einkunnar. Fimm bestu heimadæmin gilda til einkunnar Áætlun um yfirferð Mikilvægt að nemendur vinni jafnt og þétt allan tímann til að dragast ekki aftur úr. Nauðsynlegt að taka glósur í kennslustundum og ekki er síður mikilvægt að líta alltaf yfir námsefni dagsins aftur samdægurs, þannig situr það betur í minni. Sérstaklega er bent á að lesa vel leiðbeiningar til nemenda í kennslubókinni. STÆ 103 eftir Jón Þorvarðarson (útgáfa 2007 eða síðar). Nemendur fá stöðueinkunn í desember eftir haustmisseri. Lokapróf fer fram í maí Lokapróf gildir 60% en sérstök heimaverkefni, hlutapróf og stöðueinkunn í desember gilda 40%. Nemendur þurfa að standast lokapróf til að mat á öðrum þáttum komi inn í einkunn. Þrjár kennslustundir, eða 2 klukkustundir á viku. 26

Textílmennt (val) 10. bekkur Kennari: Edda Lilja Guðmundsdóttir Nemendur tileinki sér vandvirkni og rétta meðferð áhalda og véla. Nemendur verði færir um að beita hugmyndavinnu í útfærslu verkefna sinna og geti nýtt sér greinina í samræmi við langanir og þarfir. Nemendur öðlist færni í að skreyta flík á persónulegan hátt, noti fagbækur og gögn greinarinnar og verði færir um að meta eigin verkefni og rökstyðja matið. Bein kennsla, sýnikennsla, verklegar æfingar, sköpun og hugmyndavinna. Endurvinnsla, prjón með perlum, nálarþæfing í þrívídd, fylgihlutir og skart. Glærur, ítarefni frá kennara, prjónablöð og bækur, tískublöð og tölvur. Lagt er mat á færni (25%), kunnáttu (25%), skilning (25%) og sköpun (15%). Sjálfsmat gildir 10%. ið er símat sem stutt er með gátlistum. Gefið er fyrir í lok hvers verkefnis og birt meðaltal á einkunnarblaði við annarlok í janúar eða að vori. Gefið er fyrir í heilum og hálfum tölum frá 1-10. Einnig er gefin skrifleg umsögn þar sem vinnubrögð, virkni, sjálfstæði og umgengni eru lögð til grundvallar Tvær kennslustundir á viku hálfan veturinn. Tómstunda og félagsmálafræði (val) Kennarar: Sigríður Ingadóttir og Valdimar Víðisson Að þjálfa nemendur í fundarsköpum, ræðumennsku, skipulagsvinnu og lýðræðislegum vinnubrögðum í hópastarfi. Að stuðla að sjálfstæðum vinnubrögðum og ábyrgð. Að byggja upp heilbrigða sjálfsmynd nemenda. Að vera öflugur stuðningur við nemendaráð. Að nemendur hjálpi til við undirbúning og útfærslu á félagslífi í félagsmiðstöð og skóla. Hópverkefni, sjálfstæð vinnubrögð, einstaklingsverkefni, hlutverkaleikir, sýnikennsla og námsleikir/spil. Í hverjum tíma verða umræður um tiltekið málefni. Nemendur eiga að ræða saman og komast að niðurstöðu. Stuðst verður við fjölbreytta kennsluhætti og þátttaka nemenda nauðsynleg. 27

Námið verður tengt félagsstarfi skólans og félagsmiðstöðinni Öldunni að hluta til. Valið er í nemendaráð og önnur ráð úr hópi þeirra sem verða í þessum áfanga. Í áfanganum felst fræðsla sem viðkemur félagsmálum, skipulagi á félagslífi nemenda, klúbbastarfi og undirbúningi og framkvæmd ýmissa verkefna og viðburða. Auk þess verður farið markvisst í ræðumennsku og framkomu. Vertu með 1 og 2, greinar úr tímaritum og dagblöðum, sjónvarpsþættir og klípusögur. Heimanám Heimanám byggir á hugleiðingum sem nemendur eiga að skila, lestur tímaritsgreina og áhorf á heimildarmyndir, fréttir og þætti. Nokkur samvinnunámsverkefni þar sem nemendur eiga að vinna saman. byggir á símati sem verður skráð reglulega inn á mentor og birt nemendum og foreldrum. Á vorin fá nemendur skriflega umsögn og einkunnarorð á vitnisburðarblað. Símatið byggir á: Hugleiðingum (20%). Lokaverkefni að vori (20%). Jafningjamat og sjálfsmat (20%). Verkefnavinna í tíma (40%). Tvær kennslustundir. Tónlist (val) Kennari: Baldvin Eyjólfsson Að nemandi kynnist fjölbreyttum stílbrigðum tónlistar. Að nemandi öðlist færni á sitt hljóðfæri og æfi samspil. Að nemandi öðlist grunnskilning á meðferð magnara og upptökutækni.. Kennsla í samspili, bæði eftir nótum, hljómum og eyra. Hljóðfæraleikur, nemendur mynda samspilshópa og takast á við fjölbreytt verkefni. Vinna með upptökuforrit. Nótur, hljómablöð og ýmis hljóðfæri. 28

Einkunn byggð á námsframvindu og iðju í hljóðfæraleik. Ein kennslustund á viku. Útivist og umhverfi Að nemendur skynji mikilvægi þess að vera í tengslum við náttúruna. Að skapa nemendum tækifæri til útivistar í íslenskri náttúru. Að efla skilning á góðri umgengni um náttúru, híbýli og nánasta umhverfi. Að nemendur nýti upplýsingatækni til þess að auka þekkingu á umhverfi og útivistarmöguleikum. Að nemendur geri sér grein fyrir gildi umhverfisverndar. Kennsla verður að mestu í formi útivistar. Nemendur læra að búa sig til útivistar eftir veðri. Nemendum verður kennt að afla sér upplýsinga um fjallgöngur, hættur sem þeim fylgja og nauðsynlegar varúðarráðstafanir. Gefin er umsögn í lok skólaárs þar sem ástundun, virkni og áhugi eru metin.. Tími Greinin er reiknuð sem ígildi einnar kennslustundar á viku að jafnaði yfir veturinn. Nemendur mæta í nokkur skipti og þá nokkra tíma í senn. 29