WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar

Similar documents
Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Ég vil læra íslensku

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 26. ágúst

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Horizon 2020 á Íslandi:

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Áhrif lofthita á raforkunotkun

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

10/25/16 APA-KERFIÐ MEÐFERÐ OG NOTKUN HEIMILDA APA-STAÐALL ÚTGÁFUREGLUR APA MAT Á HEIMILDUM

Könnunarverkefnið PÓSTUR

YFIRLIT ÁRSINS 2016 FLUGSVIÐ

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

Geislavarnir ríkisins

Desember 2017 NMÍ 17-06

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

12 Arndís Hilmarsdóttir. Arndís Hilmarsdóttir


Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR

UMFERÐARUPPLÝSINGAR TIL VEGFARENDA BEINT Í BÍLINN. Rannsóknarskýrsla 2012

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

Leiðbeinandi á vinnustað

Nokian eru meðal bestu vetrarog nagladekkja ár eftir ár

Saga fyrstu geimferða

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

UMFERÐARUPPLÝSINGAR TIL VEGFARENDA BEINT Í BÍLINN. Rannsóknarskýrsla 2012

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Álver í Helguvík. Nýr framkvæmdastjóri. Kjaramál. Áhættustjórnun. Framtíð verkfræðinnar við HÍ. Framkvæmdir á Engjateigi. VerkTækni golfmótið

ÁVARP FORSTJÓRA Hrafnkell V. Gíslason

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni!

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010

Framhaldsskólapúlsinn

Nýtt íslenskt-enskt grófþýðingarkerfi frá Máltæknisetri

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson.

Transcription:

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar Útgáfa 1.1

Efnisyfirlit WordPress viðbót fyrir greiðslusíðu borgunar... 1 Efnisyfirlit... 2 Inngangur... 3 WordPress... 3 WooCommerce... 4 Greiðsluviðbót borgunar fyrir WordPress... 4 Uppsetning á Greiðslusíðu Borgunar... 6 Stillingar fyrir greiðsluviðbót Borgunar... 11 Enable/disable... 11 Title... 11 Description... 11 Borgun test mode... 11 Merchant id... 11 Payment gateway id... 11 Secret key... 11 Select the language of payment page... 11 Success page url... 11 Cancel page url... 11 Error page url... 11 Kerfisaðlögun... 12 Tæknilegar upplýsingar... 12 Uppfærslur... 12

Inngangur WordPress greiðslusíðu viðbótin fyrir Borgun var hönnuð og forrituð til þess að auðvelda notendum WordPress vefumsjónarkerfisins að tengja WooCommerce netverslunarkerfið við greiðslusíður Borgunar. Greiðsluviðbótin hefur þegar verið sett upp og prufukeyrð á nokkrum vefsvæðum í raunumhverfi og hefur reynst vel. Við hönnun og frágang greiðsluviðbótarinnar var miðað við að fljótlegt og einfalt sé fyrir vefstjóra eða vefhönnuð að setja viðbótina upp og tengja hana án sérstakrar tækniþekkingar. Greiðsluviðbótin er (plugin) kerfisviðbót fyrir WordPress og WooCommerce og er því aðskilin frá efni og innihaldi vefsvæðis. Viðhald og uppfærslur eru fljótlegar og auðveldar og fara fram í gegnum vafra. WordPress WordPress er "Content Management System (CMS)", þ.e. hugbúnaður eða vefumsjónarkerfi sem notað er til að hanna og halda úti vefsíðum. Af 10 stærstu vefumsjónarkerfum heims er WordPress með 50.07 markaðshlutdeild og er því vinsælasta vefumsjónarkerfið í dag og keyrir yfir 72 milljón vefsvæði. Vinsældir kerfisins koma helst til vegna þess að þetta er einn auðveldasti og þægilegasti hugbúnaðurinn til að búa til vefsíður. Með nokkrum smellum er komin upp vefsíða sem hægt er að setja efni á og gefa út. Kerfið byggir á opnum hugbúnaði og er því ókeypis, það er gríðarlega öflugt og sveigjanlegt vegna mikils stuðning forritara og hönnuða við kerfið um allan heim og er notað jafnt af einstaklingum og stórum fyrirtækjum. Yfir 50% af 100.000 stærstu vefsvæðum heims eru sett upp í WordPress. Íslenskum fyrirtækjum sem keyra vefi sína í WordPress fjölgar með hverju árinu. Vafalaust spilar þar inn hversu fljótlegt það er í innleiðingu og hversu notendavænt það er, en einnig má gera ráð fyrir að kostnaðarvitund spili nokkuð stóran þátt í valinu.

WooCommerce WooCommerce netverslunarkerfið er viðbót við WordPress kerfið (plugin) og er einnig byggt á opnum hugbúnaði eins og WordPress og fæst grunnkerfið því ókeypis. Af 10 stærstu netverslunarkerfum heims er WooCommerce með stærstu markaðshlutdeildina eða 12.07%. WooCommerce er því vinsælasta netverslunarkerfið og er notað á yfir 245 þúsund vefsvæðum. Það er mjög fljótt í uppsetningu, þægilegt í notkun og með traustan og öruggan kóða sem uppfyllir ströngustu öryggiskröfur vottaðan af virtum fagaðilum. WooCommerce er í stöðugri þróun og hefur nýlega bæst við öflug viðbót þ.e. bókunarkerfi þar sem gististaðir, ferðaskipuleggjendur, bílaleigur, ferðaskrifstofur, bókunarþjónustur og upplýsingamiðstöðvar geta tekið við pöntunum og bókunum. Greiðsluviðbót Borgunar fyrir WordPress WordPress greiðsluviðbót Borgunar tekur við og flytur upplýsingar um pantanir og bókanir á örugga vefþjóna og greiðslusíður Borgunar. Eigendur vefsvæða þurfa ekki að vera með SSL öryggislykil á vefsvæði sínu til þess að geta notað greiðsluviðbótina. Uppsetning og stilling greiðsluviðbótarinnar er einföld og fljótleg og getur vanur vefari sett inn viðbótina á innan við 30 mínútum án tæknilegrar aðstoðar. Söluaðilar sem nýta sér greiðsluviðbót Borgunar fyrir WordPress og WooCommerce þurfa ekki að taka við né geyma kortanúmer viðskiptavina sinna. Greiðsluviðbót Borgunar tryggir að kortaupplýsingar viðskiptavina vefverslana eru meðhöndlaðar í PCI vottuðu og dulkóðuðu umhverfi. Upplýsingar sem fara í gegnum greiðsluviðbótina eru aldrei aðgengilegar þriðja aðila.

Söluaðilar sem koma til með að geta nýtt sér þessa viðbót eru m.a.: - Gististaðir - Hótel - Ferðaskipuleggjendur - Bílaleigur - Ferðaskrifstofur - Bókunarþjónustur - Upplýsingamiðstöðvar - Veitingahús - Íbúðaleigur - Bændagisting - Netverslanir - Hönnunar- og tískuhús - Nuddstofur - Einkaþjálfun - Hárgreiðslustofur - Námskeiðshaldarar - Ráðstefnuskipuleggjendur - Fjármálaaðstoð - Ráðgjafaþjónustur - O.fl. Helstu kostir greiðsluviðbótarinnar - Fullkomin samþætting við WordPress og WooCommerce. - Einföld og fljótleg tenging vefsíðu við greiðslusíður Borgunar án tæknilegrar sérþekkingar. - Stillingar fyrir prófunarumhverfi þegar verið er að prófa flutning gagna á milli netverslunar og greiðslusíðu Borgunar. - Kaupandi fer sjálfkrafa á milli netverslunar, greiðslusíðu og aftur á vef söluaðila þar sem hann fær yfirlit yfir pöntun og staðfestingu á greiðslu. - Söluaðili og kaupandi fá staðfestingu á kaupunum í tölvupósti. - Uppfærslur á greiðsluviðbót með hverri nýrri uppfærslu á WordPress og WooCommerce kerfunum til þess að tryggja samræmingu og virkni.

Uppsetning á greiðslusíðu Borgunar Eftirfarandi eru skjámyndir af uppsetningarferlinu eftir að söluaðili er búinn að halar niður greiðsluviðbótinni frá vefsvæði Borgunar. Greiðsluviðbót er sett inn í vefumsjónarkerfið og virkjuð af fagaðila eða vefstjóra.

Nú hefur greiðsluviðbótin verið sett inn og virkjuð.

Næsta skref er að stilla greiðsluviðbótina á "Test mode" og setja inn tengiupplýsingar fyrir færslur í prófunarumhverfi.

Næsta skref er að setja vörur í WooCommerce netverslunarkerfið og stilla og aðlaga pöntunarferlið í prófunarumhverfi Borgunar.

Þegar búið er að stilla greiðsluviðbótina og aðlaga hana að netversluninni þá gerir Borgun úttekt á vefsvæði og greiðsluviðbót og opnar fyrir móttöku á greiðslum þegar öllum skilyrðum hefur verið uppfyllt. Vefstjóri tekur greiðsluviðbót úr Test mode og er vefurinn þá tilbúinn að taka við greiðslum í gegnum greiðslusíður Borgunar.

Stillingar fyrir greiðsluviðbót Borgunar Enable/Disable Virkja greiðsluviðbót eða gera hana óvirka þannig að hún sjáist ekki sem greiðslumáti. Title Titill á greiðslumáta Borgunar. Description Lýsing á greiðslumáta Borgunar. Borgun Test Mode Haka við til að setja greiðsluviðbótina í prófunarfasa. Afhaka til þess að hafa greiðsluviðbót í raunumhverfi. Merchant ID Merchant ID tengiupplýsingar sem Borgun úthlutar söluaðila. Payment Gateway ID Payment Gateway ID tengiupplýsingar sem Borgun úthlutar söluaðila. Secret Key Secret Key tengiupplýsingar sem Borgun úthlutar söluaðila. Select the language of Payment Page Söluaðili getur valið um þau tungumál sem sett hafa verið inn í kerfið. Success Page URL Kaupandi fer á þessa síðu þegar greiðslu er lokið. Cancel Page URL Kaupandi fer á þessa síðu ef hann hættir við á greiðslusíðu Borgunar. Error Page URL Kaupandi fer á þessa síðu ef óvænt villa kemur upp í ferlinu.

Kerfisaðlögun Greiðsluviðbót Borgunar hefur verið aðlöguð að WordPress 3.7 og nýrri útgáfum, WooCommerce 2.1.8 og nýrri útgáfum og eftirfarandi vöfrum IE7, IE8, IE9, IE10, Firefox, Safari, Opera, Chrome. Tæknilegar upplýsingar Skráarstærð: 16KB Skráartegundir: PHP, TXT Þjöppun: ZIP Uppfærslur Greiðsluviðbótin er stöðugt prófuð og aðlöguð með hverri nýrri uppfærslu á WordPress og WooCommerce kerfunum til þess að tryggja samræmingu og virkni. Allar uppfærslur eru fáanlegar hjá tæknideilda Borgunar.