Áfengi og önnur vímuefni Ýmsar tölulegar upplýsingar

Size: px
Start display at page:

Download "Áfengi og önnur vímuefni Ýmsar tölulegar upplýsingar"

Transcription

1 Áfengi og önnur vímuefni Ýmsar tölulegar upplýsingar Þórunn Steindórsdóttir, félagsfræðingur, tók saman fyrir Áfengis- og vímuvarnaráð. Reykjavík 22

2 Áfengi og önnur vímuefni Ýmsar tölulegar upplýsingar Þórunn Steindórsdóttir, félagsfræðingur, tók saman fyrir Áfengis- og vímuvarnaráð. Reykjavík 22

3 Áfengi og önnur vímuefni Ýmsar tölulegar upplýsingar Áfengis- og vímuvarnaráð 22 Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósrita, ljósmynda, prenta, hljóðrita eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar. Ábyrgðarmaður: Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdarstjóri Áfengisog vímuvarnaráðs. Umbrot og myndir: Þórunn Steindórsdóttir Filmuvinnsla og prentun: Svansprent. Bókband: Svansprent. Áfengis- og vímuvarnaráð Barónstíg 47, 11 Reykjavík Sími Fax Netfang: Veffang:

4 Efnisyfirlit EFNISYFIRLIT Inngangur Áfengissala Meðferðarstofnanir Neyslutengd dauðsföll Fíkniefnabrot Áfengislagabrot Ölvunarakstur Slys og dauðsföll vegna ölvunaraksturs Kynferðisofbeldi Töfluskrá Áfengis- og vímuvarnarráð 22

5

6 Inngangur INNGANGUR Þessi skýrsla hefur að geyma fjölbreyttar upplýsingar sem gefa hugmynd um áfengis- og vímuefnaneyslu á Íslandi og skaðsemi af völdum hennar. Söfnun þeirra gagna sem skýrslan byggir á er liður í að uppfylla eitt af lagalega skilgreindum verkefnum Áfengis- og vímuvarnaráðs, sem er að annast gagnasöfnun í vímuefnamálum þannig að hjá ráðinu séu nýjustu og haldbærustu upplýsingarnar um stöðu mála hverju sinni. Skýrslan geymir í fyrsta lagi upplýsingar frá Hagstofu Íslands um áfengissölu hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Tölur Hagstofunnar um umsetningu gjaldlagðs áfengis eru gjarnan notaðar sem viðmiðun um heildaráfengisneyslu í landinu. Í öðru lagi er í skýrslunni að finna upplýsingar um áfengis- og fíkniefnabrot frá Ríkislögreglustjóraembættinu, en slíkar upplýsingar ásamt upplýsingum um aðra brotaflokka er að finna í ársskýrslum embættisins. Einnig gefur Lögreglustjóraembættið í Reykjavík út ársskýrslu með tölfræðilegum upplýsingum um stöðu mála innan umdæmisins. Í þriðja lagi eru upplýsingar um dóma vegna áfengislagabrota og fíkniefnalagabrota fengnar frá Fangelsismálastofnun ríkisins sem heldur utan um upplýsingar um dóma fyrir brot á hegningarlögum. Í fjórða lagi eru í skýrslunni upplýsingar um starfsemi meðferðarstofnana auk tölfræðilegra upplýsinga um þá hópa sem hafa nýtt sér þjónustu þeirra. Þá var ráðist í að safna upplýsingum um fjölda vínveitingaleyfa í landinu. Samkvæmt lögum eru leyfisveitingar í höndum sveitarfélaga. Því er nauðsynlegt að hafa samband við öll sveitarfélög landsins til að safna saman upplýsingum um heildarfjölda vínveitingaleyfa í landinu. Ennfremur eru í skýrslunni upplýsingar frá Umferðarráði og Rannsóknanefnd umferðaslysa um umferðarslys og óhöpp í umferðinni sem tengja má áfengisneyslu. Loks má nefna upplýsingar um fjölda tilkynntra nauðgana en kynferðisbrot tengjast oft og tíðum neyslu áfengis eða annarra vímuefna. Erfitt reyndist að fá nægjanlegar upplýsingar um slys og dauðsföll tengdum áfengisog/eða fíkniefnaneyslu en þó reyndust gögn frá Rannsóknarstofu í meinafræði hjálpleg. Gögnin sem skýrslan byggir á eru forsenda þess að hægt sé að meta skaðsemi af neyslu ágengis og annarra vímuefna í samfélaginu. Söfnun og umfang þess konar gagna er algjörlega háð því hve vel viðkomandi stofnanir og fyrirtæki halda utan um upplýsingar er snerta þeirra starfsemi. Þó víða sér hægt að leita fanga eru fyrirliggjandi upplýsingar takmarkaðar. Áfengis- og vímuvarnaráð 22 1

7 Inngangur Skýrslan gefur því aðeins hugmynd um áhrif og skaðsemi af völdum áfengis og vímuefna en heildarumfangið er enn á huldu. Áfengis- og vímuvarnaráð stendur einnig, í félagi við aðra, að ýmsum rannsóknum á lífsstíl og neyslu mismunandi aldurs- og þjóðfélagshópa. Slíkar rannsóknir veita annars konar upplýsingar um útbreiðslu og afleiðingar áfengis- og vímuefnaneyslu. Þær lýsa hugmyndum svarenda og gefa hugmynd um viðhorf þeirra til lífsstíls, neyslu, forvarna, lífskjara og fleiri þátta í daglegur lífi. Undanfarin ár hefur vaxandi áhersla auk þess verið lögð á að forvarnaverkefni séu metin með tilliti til framkvæmdar og árangurs í því skyni að bæta það forvarnastarf sem er unnið í landinu. Á vegum Áfengis- og vímuvarnaráðs verður áfram unnið að því að afla hvers kyns upplýsinga sem kunna að koma að gagni í starfi til að sporna gegn þeirri ógn sem stafar af vaxandi vímuefnaneyslu á Íslandi. Leiðarljósið er að heilsueflingar- og forvarnastarf megi verða almenningi til heilla í framtíðinni. 2 Áfengis- og vímuvarnaráð 22

8 Áfengissala ÁFENGISSALA Áfengissala er oft notuð sem mælikvarði á heildarneyslu áfengis og breytingar á henni. Áfengissalan veitir einnig mikilvægar upplýsingar um sambandið á milli heildarneyslu og áfengismisnotkunar sem kemur fram í margs konar skaðsemi af völdum áfengis. Hagstofa Íslands skráir árlega áfengissölu. Mynd 1.1 og tafla 1.1 sýna hvernig sala á gjaldskyldu áfengi hefur þróast á Íslandi síðustu 3 árin. Þar kemur hvorki fram áfengi, sem flutt er inn í gegnum fríhöfnina á Keflavíkurflugvelli, né heimabrugg og smygl. Miðað er við 15 ára og eldri þar sem slík viðmiðun tíðkast í samanburði á milli landa. Áfengissala jókst hægt og sígandi fram til 1989 en þá tók hún tímabundið stökk í kjölfar þess að sala bjórs var leyfð í landinu. Síðan dró aftur úr sölunni í kjölfar minnkandi kaupmáttar, en frá 1993 hefur hún aukist verulega og náði hámarki í 6 lítrum af hreinum vínanda á hvern íbúa 15 ára og eldri árið 2. Hugsanlegar skýringar á þessari aukningu eru nokkrar, m.a. aukið aðgengi að áfengi, bættur efnahagur, áhrif frá útlöndum, breyttur lífsstíll, aukinn straumur ferðamanna, hörð markaðssetning, auglýsingar og önnur umfjöllun. Mynd 1.1. Árleg áfengissala á hvern íbúa 15 ára og eldri, mæld í lítrum af hreinum vínanda. 7, 6, 5, 4, 3, 2, Lítrar á hvern íbúa 15 ára og eldri 1,, Heimild: Hagstofa Íslands. Skýringar: Sala sterks bjórs hófst 1. mars Frá og með 1. desember 1995 var einkaréttur ÁTVR til innflutnings áfengis og sölu til endurseljenda afnuminn og innflytjendum, framleiðendum og heildsölum, sem höfðu til þess sérstakt leyfi, heimiluð sala til endurseljenda. Frá árinu 1995 ná því tölur yfir sölu ÁTVR og annarra leyfishafa. Ekki er meðtalið það áfengi sem ferðamenn eða áhafnir skipa og flugvéla flytja með sér inn í landið. Áfengis- og vímuvarnaráð 22 3

9 Áfengissala Tafla 1.1. Áfengissala 197-2, mæld í lítrum af hreinum vínanda, á hvern íbúa 15 ára og eldri. Ár Lítrar Ár Lítrar Ár Lítrar 197 3, , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , ,91 2 6,14 Heimild: Hagstofa Íslands. Aukin áfengissala bendir til þess að neysla sé að aukast. Á mynd 1.2 sést hvernig salan frá þróaðist eftir flokkum áfengis. Bjórsalan minnkaði frá en hefur síðan farið vaxandi. Sala á léttvíni var stöðug en hefur aukist frá Á sama tíma hefur dregið úr sölu á sterku víni. Mynd 1.2. Árleg áfengissala á hvern íbúa 15 ára og eldri mæld í lítrum af hreinum vínanda. Lítrar af hreinum vínanda 7, 6, 5, 4, 3, 2, 1,, Sterkt vín Létt vín Bjór Heildarneysla Heimild: Hagstofa Íslands. Tafla 1.2. Áfengissala á hvern íbúa 15 ára og eldri, mæld í lítrum af hreinum vínanda Heildarneysla 5,24 5,14 4,73 4,45 4,61 4,76 4,89 5,9 5,56 5,91 6,14 Sterkt vín 2,75 2,76 2,49 2,2 2,2 1,93 1,79 1,72 1,74 1,76 1,73 Létt vín,76,8,79,76,78,71,91,97 1,18 1,25 1,38 Bjór 1,73 1,58 1,45 1,49 1,81 2,2 2,2 2,41 2,64 2,89 3,3 Heimild: Hagstofa Íslands. 4 Áfengis- og vímuvarnaráð 22

10 Áfengissala Mynd 1.3 sýnir hvernig heildarsala áfengis skiptist hlutfallslega milli sterks víns, létts víns og bjórs. Hlutfallslega hefur sala á léttu víni á þessu 1 ára tímabili aukist meira en sala á bjór, eða um 81,6% á móti 75,1%. Þó að neysla á sterku áfengi dragist saman hefur sá samdráttur ekki vegið upp á móti aukningu í sölu léttra vína og bjórs. Heildarneyslan er því samkvæmt þessum tölum að aukast. Mynd 1.3. Árleg áfengissala á hvern íbúa 15 ára og eldri, mæld í hreinum vínanda. Hlutfallsleg skipting eftir tegundum. 1% 8% 6% 4% 2% % Sterkt vín Létt vín Bjór Heimild: Hagstofa Íslands. Í töflu 1.3 er að finna yfirlit yfir áfengissölu á Norðurlöndunum. Sumstaðar hafa ekki fengist tölur fyrir árið 2. Í þessum tölum er ekki meðtalið smyglað áfengi, bruggað eða það sem er flutt inn í gegnum fríhafnir. Þar sem sala og dreifing er með ólíkum hætti í þessum löndum er erfitt að gera samanburð á milli landanna eingöngu út frá þessum tölum. Tafla 1.3. Áfengissala á Norðurlöndunum Danmörk Finnland Færeyjar Grænland Ísland Noregur Svíþjóð ,6 9,5 6,7 15,5 5,2 4,9 6, ,5 9,2 6,7 15, 5,1 4,8 6, ,9 8,9 8,8 14, 4,7 4,6 6, ,7 8,4 6,3 12,8 4,5 4,5 6, , 8,2 6,4 13,2 4,6 4,6 6, ,1 8,3 6,3 12,6 4,8 4,8 6, ,2 8,2 6,7 12,6 4,9 5, 6, ,1 8,6 6,6 12,8 5,1 5,3 5, ,6 8,7 6,6 13,3 5,6 5, ,5 8,7 6,6 13,2 5,9 5,5 6,1 2 6,8 6,1 5,6 6,2 Heimild: Rusmidler i Norge og Hagstofa Íslands. Áfengis- og vímuvarnaráð 22 5

11 Áfengissala Samkvæmt neyslukönnun, sem gerð var 1995 af Hagstofu Íslands, verja heimilin að meðaltali meira fé í áfengi en samanlagt í kaffi, te, kakó, gosdrykki, safa og vatn. Í henni kom fram munur á milli landshluta þannig að þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu verja að jafnaði meira fé til áfengiskaupa en þeir sem búa annars staðar á landinu, hvort sem um ræðir dreifbýli eða þéttbýli (mynd 1.4). Höfuðborgarbúar kaupa líka meira af gosdrykkjum, safa og vatni en aðrir landsmenn. Hugsanleg skýring á þessum mun er meira aðgengi að áfengi og betri afkoma í Reykjavík en úti á landi Mynd 1.4. Meðalútgjöld heimila til ákveðinna drykkja á ári eftir búsetu samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands Krónur Áfengi Kaffi, te og kakó Gosdrykkir, safi og vatn Höfuðborgarsvæðið Annað þéttbýli Dreifbýli Meðaltal Heimild: Hagstofa Íslands. Tafla 1.4. Meðalútgjöld heimila til ákveðinna drykkja á ári samkv. neyslukönnun Hagstofu Íslands 1995, flokkuð eftir búsetu. (Meðalverðlag 1995) Höfuðborgarsvæðið Annað þéttbýli Dreifbýli Meðaltal Áfengi kr kr kr kr. Kaffi, te og kakó kr kr kr kr. Gosdrykkir, safi og vatn kr kr kr kr. Heimild: Hagstofa Íslands. 6 Áfengis- og vímuvarnaráð 22

12 Áfengissala Frá 199 til 21 hefur vínveitingastöðum á landinu fjölgað ört. Í Reykjavík hefur vínveitingastöðum fjölgað um 92,4%, eða úr 92 stöðum í 177 staði á tímabilinu. Á landsbyggðinni hefur stöðum með vínveitingaleyfi fjölgað enn meira, eða um 698%. Þannig hefur vínveitingaleyfum í landinu fjölgað um 282% (mynd 1.5 og tafla 1.4). Mynd 1.5. Fjöldi vínveitingaleyfa í landinu Landið allt Reykjavík 4 Fjöldi Heimild: Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, sveitarfélögin í landinu. Með breytingu á áfengislögunum 1998 voru leyfisveitingar færðar frá sýslumönnum til sveitarfélaganna. Eftir breytinguna er erfitt að nálgast upplýsingar um fjölda vínveitingaleyfa þar sem enginn sér um að halda utan um þau miðlægt. Áfengis- og vímuvarnaráð réðst því í að kanna fjölda vínveitingaleyfa á landinu með því að afla upplýsinga í hverju sveitarfélagi. Niðurstöður könnunarinnar sjást á mynd 1.5 (og í töflu 1.5) Á myndinni eru tölur frá 1998, 1999 og 2 því byggðar á áætlun. Í áætluninni er gert ráð fyrir að meðaltali 3,8% fjölgun milli Tafla 1.5. Fjöldi vínveitingaleyfa Ár Landið allt Reykjavík *** ** ** ** * Heimild: Áfengis- og vímuefnaneysla á Íslandi og sveitarfélögin á landinu. Miðað við stöðu í lok hvers árs. *Miðað við sumar 21. **Áætlun. ***Miðað við nóv Áfengis- og vímuvarnaráð 22 7

13 Áfengissala ára. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fengust ekki upplýsingar frá eftirfarandi sveitarfélögum: Leirár- og Melahreppi, Saurbæjarhreppi, Bæjarhreppi, Bólstaðahlíðarhreppi, Vindhælishreppi, Ólafsfjarðarkaupstað, Fljótshlíðarhreppi, Skeiðahreppi og Gnúpverjahreppi. Tafla 1.6. Fjöldi útsölustaða áfengis á Íslandi í júní 21. Staður Fjöldi Reykjavík 6 Seltjarnarnes 1 Kópavogur 2 Garðabær 1 Hafnarfjörður 1 Keflavík 1 Grindavík 1 Selfoss 1 Hvolsvöllur 1 Vestmannaeyjar 1 Höfn 1 Fáskrúðsfjörður 1 Neskaupsstaður 1 Egilsstaðir 1 Seyðisfjörður 1 Vopnafjörður 1 Þórshöfn 1 Húsavík 1 Akureyri 1 Dalvík 1 Siglufjörður 1 Sauðárkrókur 1 Blönduós 1 Hvammstangi 1 Ísafjörður 1 Patreksfjörður 1 Búðardalur 1 Stykkishólmur 1 Ólafsvík 1 Borgarnes 1 Akranes 1 Mosfellsbær 1 Grundarfjörður 1 Heilarfjöldi 39 Heimild: atvr.is Útsölustöðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) hefur fjölgað verulega á undanförnum árum, og við lok árs 21 voru þeir 39 (tafla 1.6). Þetta þýðir að rúmlega 18 verslanir eru á hverja 1 þúsund íbúa 18 ára og eldri hér á landi. Til samanburðar má nefna að í Svíþjóð eru um 6 verslanir eru á hverja 1 þúsund íbúa, 18 ára og eldri. Hér gæti talist eðlilegra að miða við löglegan áfengiskaupaaldur, þ.e. 2 ára og eldri, en þessi viðmiðun er notuð til að hægt sé að bera Ísland saman við Svíþjóð. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR var áætlað að útsölustaðir yrðu 4 í lok ársins 21, en það markmið náðist ekki. Þessu markmiði verður þó náð árið 22, þar sem að áætlað er að opna útsölu á Djúpavogi í maí 22. Í áfengislögunum 1998 var gerð sú breyting að úthlutun leyfa fyrir áfengisútsölur færðist frá dómsmálaráðuneytinu til sveitarfélaganna. Hugsanlegt að þetta skýri að einhverju leyti fjölgun áfengisútsölustaða á landinu. ÁTVR hefur stefnt að því að íbúar um allt land hafi svipað aðgengi að áfengi. Aukin ferðaþjónusta úti á landi hefur örugglega haft mikið að segja um fjölgun leyfa. 8 Áfengis- og vímuvarnaráð 22

14 Áfengissala Í töflu 1.7 má sjá hvernig vínbúðum ÁTVR hefur fjölgað á síðasta áratug, en 21 voru þær nánast tvöfalt fleiri en árið 199. Einnig hefur stöðum sem hafa leyfi til að vera með vínveitingar fjölgað verulega. Þetta þýðir aukið aðgengi að áfengi sem álitið er að auki Tafla 1.7. Fjöldi verslana ÁTVR og vínveitingaleyfa á tímabilinu ÁTVR-verslanir vínveitingaleyfi Heimild: ÁTVR og sveitarfélögin í landinu. almenna neyslu þess. (Edwards, Griffith. Alcohol Policy and the Public Good, bls ). Tafla 1.8. Heildarfjöldi vínveitingastaða á hverja 1 þús. íbúa 15 ára og eldri á Norðurlöndunum Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð Ísland * Heimild: Rusmidler i Norge. * Reiknað út frá mannfjöldatölum Hagstofu Íslands. Í töflu 1.8 (og á mynd 1.8) er að finna yfirlit yfir heildarfjölda staða sem mega selja áfengi á Norðurlöndum. Af þessum tölum má sjá að vínveitingastaðir eru hlutfallslega flestir í Danmörku. Vínveitingaleyfum hefur fjölgað í öllum löndunum en fjöldi þeirra náði hámarki í Danmörku og Finnlandi 1995 og í Svíþjóð árið Hlutfallslega hefur vínveitingaleyfum fjölgað mest hér á landi Mynd 1.8. Heildarfjöldi vínveitingastaða á hverja 1 þús. íbúa 15 ára og eldri á Norðurlöndunum 199 til Fjöldi Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð Ísland Áfengis- og vímuvarnaráð 22 9

15 Meðferðarstofnanir MEÐFERÐARSTOFNANIR Við gagnasöfnun um meðferðarstofnanir var víða leitað fanga en því miður reyndist erfitt að fá tæmandi upplýsingar frá einstaka stofnunum. Þá eru þær upplýsingar sem hér er að finna misýtarlegar og því oft erfitt að bera þær saman. Sumstaðar er til að mynda einungis hægt að fá upplýsingar um heildarfjölda innlagna en hætt er við að hver einstaklingur sé margtalinn því ekki er óalgengt að fólk innriti sig oftar en einu sinni á ári. Einnig verður að fara varlega í að taka saman heildarfjölda þeirra sem innritast á allar meðferðarstofnanir þar sem skráning er ekki samræmd. Einstaklingar geta flakkað milli nokkurra meðferðastofnana á ári hverju og komið fram á mörgum stöðum. Þessar upplýsingar eru því ekki mjög áreiðanlegur mælikvarði á umfang vímuefnavandans. Auk þess eru þær ekki að öllu leyti sambærilegar þar sem uppbygging þeirra, skipulag og menntun starfsfólks er mismunandi og hafa slíkir þættir vissulega áhrif á starfsemi þeirra. Nánari samanburður á meðferðarstofnunum er verðugt rannsóknarefni en ekki gefst tækifæri á svo ýtarlegri greiningu í þessari skýrslu. Á tveimur stofnunum hérlendis, þar sem læknir er á staðnum allan sólarhringinn, er afeitrun í boði sem hluti af meðferð vegna misnotkunar áfengis og/eða annarra vímuefna fyrir 16 ára og eldri. Þetta er annars vegar á Landsspítalanum-háskólasjúkrahúsi við Hringbraut, þar sem rekin er sérstök vímuefnadeild, og hins vegar hjá sjúkrahúsinu Vogi. Að Hlaðgerðarkoti er afeitrun í boði sem hluti af meðferð en þar er ekki læknir á sólarhringsvakt. Mun fleiri stofnanir bjóða meðferð, ýmist langtímameðferð eða framhaldsmeðferð. Meðferðarstofnanir, sem taka á móti börnum og unglingum að 18 ára aldri eru að mestu reknar af, eða í samstarfi við, Barnaverndarstofu. Barnaverndarstofa var stofnuð 1995 og með stofnun hennar breyttist ýmislegt í málefnum barna og unglinga. Meðal annars hefur meðferðarúrræðum fyrir börn og unglinga, sem hafa lent í vanda vegna áfengis- og vímuefnaneyslu, fjölgað. Auk formlegra meðferðarstofnana eru rekin áfangaheimili sem eru hugsuð sem stoðbýli fyrir þá sem hafa leitað sér áfengis- og/eða vímuefnameðferðar hjá ofangreindum stofnunum. Upplýsingar um þessi heimili er að fá hjá forstöðumönnum viðkomandi heimilis. 1 Áfengis- og vímuvarnaráð 22

16 Meðferðarstofnanir Í töflu 2.1 er yfirlit yfir fjölda vistrýma sem í boði eru fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga 16 ára og eldri. Tafla 2.1. Fjöldi meðferðarstofnana og vistrými fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur í ágúst 21. Nafn Lýsing á Fjöldi Aldur stofnunar þjónustu vistrýma sjúklinga Landspítali - vímuefnaskafeitrun/meðferð 8 16 Landspítali - Teigur Göngudeild/dagdeild/meðferð Landspítali - Gunnarsholt 31 SÁÁ - Vogi Afeitrun/göngudeild/meðferð SÁÁ - Vík Framhaldsmeðferð SÁÁ - Staðarfelli Framhaldsmeðferð 3 16 Krýsuvík: Meðferðar- oglangtímavistun fyrir langt vistheimili leidda vímuefnaneytendur Hlaðgerðarkot Afeitrun/meðferð Götusmiðjan - Árvellir Meðferð og eftirmeðferð Byrgið - Rockville Áfanga- og meðferðarheimili Byrgið Afeitrun 9 18 SAMTALS 351 Heimild: Forstöðumenn viðkomandi stofnana, 21. Áfengis- og vímuvarnaráð 22 11

17 Meðferðarstofnanir Í töflu 2.2 er yfirlit yfir starfrækt áfangaheimili hér á landi árið 21, sem meðal annars eru stoðbýli fyrir fólk sem er að koma úr meðferð. Tafla 2.2. Áfangaheimili 21. Nafn Lýsing á Fjöldi Aldur stofnunar þjónustu vistrýma sjúklinga Takmarkið Stoðbýli fyrir karla rekið af samnefndu félagi Risið Stoðbýli fyrir karla rekið af samnefndu félagi Dyngjan Stoðbýli fyrir konur rekið af samnefndu félagi Krossgötur Áfangaheimili fyrir karla rekið af samnefndu félagi Heimili Verndar Stoðbýli fyrir fyrrv.fanga sem 2 18 hafa lokið vímuefnameðferð SÁÁ - Miklabraut Stoðbýli eftir meðferð SÁÁ - Eskihlíð Stoðbýli eftir meðferð SÁÁ - N Fjólan Stoðbýli eftir meðferð Gistiskýlið Neyðarathvarf fyrir heimilislausa > Þingholtsstræti áfengissjúklinga rekið af Félagsþjónustunni í R.vík og R.víkurborg Samhjálp-Hverfisgötu Stoðbýli eftir meðferð Samtals 211 Heimild: Forstöðumenn viðkomandi stofnunar, Áfengis- og vímuvarnaráð 22

18 Meðferðarstofnanir Í töflu 2.3 er yfirlit yfir þær stofnanir sem eru reknar á vegum Barnaverndarstofu. Ekki eru þó öll vistrýmin eingöngu fyrir börn og unglinga sem eiga við áfengis- og/eða fíkniefnavanda að stríða. Þar eiga einnig athvarf börn og unglingar með annars konar vanda, t.d. vegna hegðunarvanda og sálrænna erfiðleika. Tafla 2.3. Meðferðastofnanir á vegum Barnaverndarstofu 21. Stofnun Tegund þjónustu Aldur Vistrými Stuðlar - Meðferðarstöð Greiningarmeðferð, neyðar ára 12 ríkisins fyrir unglinga vistun og eftirmeðferð Hvítárbakki Langtímameðferð ára 6 meðferðarheimili fyrir unglinga Varpholt Vímuefnameðferð ára 8 meðferðarheimili fyrir unglinga Torfastaðir Langtímameðferð ára 6 meðferðarheimili fyrir unglinga Árbót/Berg Langtímameðferð ára 1 meðferðarheimili fyrir börn/unglinga Háholt Langtímameðferð ára 6 meðferðarheimili fyrir börn og unglinga Geldingalækur Langtímameðferð ára 6 meðferðarheimili fyrir börn og unglinga Árvellir Vímuefnameðferð ára 13 meðferðarheimili fyrir börn og unglinga Jökuldalur Vímuefnameðferð ára 6 meðferðarheimili fyrir börn og unglinga Samtals 73 Heimild: Alþingistíðindi, 18, ; Skýrsla Barnaverndarstofu, 2. Áfengis- og vímuvarnaráð 22 13

19 Meðferðarstofnanir Í töflu 2.4 er yfirlit yfir meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu, fjölda vistrýma hjá hverju heimili og fjölda vistaðra barna. Rýmum hefur fjölgað um rúmlega helming á þessu tímabili. Vistunum á tímabilinu hefur fjölgað um rúm 1%. Tafla 2.4. Vistrými og fjöldi vistaðra barna hjá meðferðarheimilum Barnaverndarstofu. Heimili Fjöldi vistrýma Fjöldi vistaðra barna Árbót/Berg Bakkaflöt Geldingalækur Laugamýri Sólheimar Torfastaðir Varpholt Hvítárbakki Háholt 6 17 Götusmiðjan - Virkið 2 12 Alls Heimild: Barnavernd á Íslandi Skiptingu á heildarfjölda vistunarrýma og vistunarrýma, sem sérstaklega eru ætluð börnum og unglingum sem eiga í áfengis- og vímuefnavanda, er að finna í töflu 2.5. Tafla 2.5. Heildarfjöldi meðferðarrýma á vegum Barnaverndarstofu og fjöldi áfengis- og vímuefnameðferðarrýma Vistrými á vegum Barnaverndarstofu Áfengis- og vímuefnameðferðarrými Heimild: Barnaverndarstofa. 14 Áfengis- og vímuvarnaráð 22

20 Meðferðarstofnanir Tafla 2.6. Meðferðarheimili sem eru sérstaklega ætluð unglingum sem eiga við áfengis-og vímuefnavanda að stríða. Heimili fjöldi vistrýma 21 Jökuldalur 6 Varpholt 8 Árvellir 13 Háholt 6 Hvítárbakki 6 Samtals 39 Heimild: Barnaverndastofa. Í töflu 2.6 sést hve mörg vistrými voru sérstaklega ætluð börnum og unglingum, sem eiga í vanda vegna neyslu áfengis og annarra vímuefna, á hverju meðferðarheimili árið 21. Meðferðarými á Háholti og Hvítárbakka eru ekki sérstaklega ætluð börnum og unglingum með vímuefnavanda en þó eiga um 9-95% þeirra sem þar eru vistuð við slík vandamál að stríða auk annars konar vanda. Áfengis- og vímuvarnaráð 22 15

21 Meðferðarstofnanir Í töflum 2.7, 2.8 og 2.9 eru upplýsingar um starfsemi Meðferðarheimilis ríkisins að Stuðlum. Starfsemin á Stuðlum er þrískipt, á meðferðardeild fer fram sérhæfð greining og meðferð, í boði er eftirmeðferð að lokinni útskrift af meðferðardeild og neyðarvistun á lokaðri deild. Vistunardögum á meðferðardeild Stuðla fjölgaði nokkuð á milli 1997 og 1998 en árið 1999 fækkaði þeim aftur (tafla 2.7). Meðalaldur barna á Tafla 2.7. Meðferðardeild Stuðla. Stuðlum er um 15 Fjöldi Meðalfjöldi Heildarfjöldi Meðalaldur ár og hefur hann vistunardaga barna á mán. barna á ári barna , 3 14,8 hækkað örlítið frá , ,3 árinu 1997 eftir að , ,4 Heimild: Barnavernd á Íslandi sjálfræðisaldur hækkaði úr 16 í 18 ár. Að jafnaði eru 35 börn vistuð á meðferðardeild Stuðla á ári hverju. Þeir sem dvelja á meðferðardeild Stuðla eiga það flestir sameiginlegt að hafa lent í vandræðum með áfengi- og vímuefni. Tafla 2.8. Lokuð deild á Stuðlum. Fjöldi Meðalfjöldi Heildarfjöldi vistunardaga barna á mán. barna á ári , , ,9 65 Heimild: Barnavernd á Íslandi Vistunardögum á lokaðri deild Stuðla fjölgaði nokkuð árið 1999 en þá voru þeir 168 dögum fleiri en árið áður (mynd 2.8). Þetta jafngildir 31% aukningu. Að meðaltali hafa rúmlega sextíu börn verið vistuð á lokaðri deild Stuðla á ári undanfarin þrjú ár. Í töflu 2.9 má sjá hlutfall þeirra sem sækja meðferð að Stuðlum vegna áfengis- og vímuefnaneyslu. Ef meðaltal þessara þriggja ára er skoðað sést að 83% stúlkna og 73% pilta, sem þangað leita, eiga í vanda vegna áfengis- og vímuefnaneyslu. Tafla 2.9. Hlutfall þeirra barna sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða af heildarfjölda barna á Stuðlum. Stúlkur Piltar 1997,8,8 1998,93,6 1999,75,79 meðaltal,83,73 Heimild: Barnavernd á Íslandi Áfengis- og vímuvarnaráð 22

22 Meðferðarstofnanir Sjúkrahúsið Vogur er rekið af SÁÁ, Samtökum áhugafólks um áfengisvandann. Á Vogi fer fram meðferð fyrir fólk sem hefur misst stjórn á áfengis- og/eða vímuefnaneyslu sinni, afeitrun, ráðgjöf og sálfræðimeðferð. Að lokinni dvöl þar á fólk kost á framhaldsmeðferð, t.d. á meðferðarheimilunum að Staðarfelli og Vík. Tafla 2.1. Fjöldi einstaklinga á Vogi. Fjöldi einstaklinga Fjöldi í meðferð nýliða Í töflu 2.1 er að finna yfirlit yfir fjölda þeirra sem sótt hafa meðferð á Vogi frá árinu 1991 til 2. Heildarfjöldi sjúklinga á ári helst nokkuð stöðugur frá 157 upp í Að jafnaði sækja 165 manns meðferð þangað vegna áfengis- og/eða vímuefnavanda. Fjöldi nýliða, sem aldrei áður hafa verið í meðferð á Vogi, er á bilinu 55 til 68 sem er um 38% af heildarfjölda sjúklinga á ári. Heimild: Ársrit SÁÁ og Aldursdreifingin á Vogi hefur verið að breytast. Þetta má sjá í töflu 2.11 (og á mynd 2.1) var fjölmennasti aldursflokkurinn 3-39 ára, og meðalaldurinn 39 ár hafði meðalaldur færst niður í 34 ár og fjölmennasti flokkurinn er nú 2-29 ára. Mest hefur dregið úr innlögnum í aldurshópnum Tafla Aldursdreifing á sjúkrahúsinu Vogi <2 ára ára ára ára ára ára >69 ára Alls Meðalaldur 39,1 ára 36,1 ára 34,2 ára 34,6 ára Heimild: Ársrit SÁÁ og til 39 ára og má kannski að nokkru leyti rekja það til þess að fólk leitar sér fyrr hjálpar nú en áður. Áfengis- og vímuvarnaráð 22 17

23 Meðferðarstofnanir Verulega hefur færst í aukana að unglingar undir tvítugu fari í meðferð á Vogi. Árið 1989 var hlutfall þeirra sem voru 2 ára eða yngri 5% en 1999 og 2 var hlutfall þeirra orðið 16%. Hlutfall Mynd 2.1. Aldursdreifing á Vogi 1978 til 2. 1% 9% 8% 7% 6% 5% 4% 3% 2% 1% % >69 ára 6-69 ára 5-59 ára 4-49 ára 3-39 ára 2-29 ára <2 ára Tafla Fjöldi þeirra sem eru 19 ára og yngri á sjúkrahúsinu Vogi og hlutfallsleg skipting þeirra eftir kyni. <2 ára Stúlkur% Piltar% ,1 65, ,3 57, ,2 62, ,3 61, ,4 63, ,3 68, , 65, ,1 64,9 meðaltal 195,4 36,2 63,8 Fjölgað hefur umtalsvert í aldursflokknum yngri en 2 ára. Þessi þróun hefur átt sér stað jafnt og þétt á undanförnum árum eins og sjá má í töflu (og á mynd 2.2). Skýringar geta verið nokkrar, s.s. að þeim hefur fjölgað sem eiga við vanda að etja, aukið framboð af meðferðarúrræðum, vandinn er fyrr greindur og meðvitund um og viðurkenning á vandanum hefur aukist. Heimild: Ársrit SÁÁ og Mynd 2.2. Fjöldi þeirra sem eru yngri en 2 ára á sjúkrahúsinu Vogi Fjöldi Áfengis- og vímuvarnaráð 22

24 Meðferðarstofnanir Tafla Kynjaskipting á sjúkrahúsinu Vogi. Karlar Konur Hlutfall ,3/2, ,1/25, ,5/29, ,/3, Meðaltal ,5/26,5 Karlar eru um 75% þeirra sem fengu meðferð á Vogi miðað við meðaltal áranna 1979 til Í töflu 2.13 (og á mynd 2.3) er yfirlit yfir kynjaskiptingu á sjúkrahúsinu Vogi árin 1979, 1989, 1999 og 2. Þó hefur konum í meðferð að fjölga og hækkaði hlutfall þeirra úr tæpum 21% 1979 í 3% 2. Heimild: Ársrit SÁÁ og Þó svo að meirihluti þeirra sem Mynd 2.3. Kynjaskipting á sjúkrahúsinu koma á Vog eigi við Vogi 1979 til 2. áfengisvanda að etja hefur þeim fjölgað sem eiga við margs konar vanda að stríða, bæði áfengis- og vímuefnavanda. 1. Konur Karlar Stórneytendum kannabisefna og amfetamíns hefur til að mynda 5 fjölgað á þessu tímabili Samkvæmt upplýsingum frá Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni á Vogi, eru stórneytendur kannabis og/eða amfetamíns þeir Mynd 2.4. Fjöldi stórneytenda sem hafa neytt þessara efna kannabis og amfetamíns á sjúkrahúsinu Vogi 1997 til 2. vikulega í hálft ár séu þeir 19 ára eða yngri, en í heilt ár séu þeir 6 5 eldri en 2 ára. Einnig eru þeir flokkaðir sem stórneytendur sem hafa neytt þessara efna daglega í hálft ár. Á mynd 2.4 er að finna yfirlit yfir fjölda stórneytenda kannabis og amfetamíns á Vogi Stórneytendur kannabisefna Stórneytendur amfetamíns 1997 til 2. Stórneytendum kannabis og amfetamíns hefur fjölgað um 23% á þessu tímabili. Þó verður að taka fram að stærstur hluti þessa hóps eru stórneytendur á bæði kannabis og amfetamín, þannig að þeir eru taldir með í báðum flokkunum. Fjöldi Fjöldi Áfengis- og vímuvarnaráð 22 19

25 Meðferðarstofnanir Einnig hefur stórneytendum Mynd 2.5. Stórneytendur kókaíns, heróíns, LSD og e-pillna á sjúkrahúsinu Vogi kókaíns og e-pillna (ecstasy) á Vogi fjölgað ört á milli áranna og 2 sbr. upplýsingar á mynd 2.5. Stórneytendum 15 kókaíns hefur fjölgað um % á þessum 2 árum og 42 stórneytendum e-pillna (ecstacy) Kókaín Heróín LSD E-pillur að sama skapi um 41%. Hins vegar virðist sem notkun heróíns og LSD meðal sjúklinga á Vogi vera óbreytt. Stórneytendur þessara efna eru þeir sem hafa notað þau a.m.k. vikulega í hálft ár óháð aldri (skilgreining Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi). Upplýsingar um neyslu eru fengnar frá neytendunum sjálfum og munur getur verið á því sem neytandinn segist neyta og þess sem neytt er. Fjöldi Á Vogi hefur þeim einnig fjölgað milli ára sem hafa nokkrum sinnum notað kókaín, heróín og e-pillur (ecstasy). Á mynd 2.6 er hægt að sjá þessa þróun. Fjöldi Mynd 2.6. Fjöldi einstaklinga á sjúktahúsinu Vogi sem nokkrum sinnum hafa notað kókaín, heróín, LSD og e-pillur Kókaín Heróín LSD E-pillur Áfengis- og vímuvarnaráð 22

26 Meðferðarstofnanir Meðferðarheimilið að Árvöllum, sem rekið er af Götusmiðjunni, var formlega opnað í janúar 2. Þar er tekið á móti ungmennum 15 til 2 ára í áfengis- og fíkniefnameðferð. Þó hafa börn yngri en 15 ára fengið meðferð á Árvöllum enda er Barnaverndarstofa með þjónustusamning við Götusmiðjuna um nýtingu 13 vistrýma fyrir börn undir sjálfræðisaldri. Fjöldi Mynd 2.7. Fjöldi innlagna á meðferðarheimilið að Árvöllum. 3 Heimild: Götusmiðjan, tölfræðileg samantekt Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des Á mynd 2.7 má sjá fjölda innlagna í hverjum mánuði árið 2 og hálft árið 21. Heildarfjöldi innlagna á þessu 18 mánaða tímabili var 17. Að jafnaði voru um sex innlagnir í hverjum mánuði á tímabilinu janúar 2 til júní 21. Af þeim sem komu í meðferð að Árvöllum voru 69% piltar en 31% stúlkur. Þetta hlutfall samræmist kynjahlutfallinu á öðrum meðferðarstofnunum. Mynd 2.8. Kynjahlutfall á meðferðarheimilinu að Árvöllum frá janúar 2 til júní 21. Stúlkur 31% Piltar 69% Heimild: Götusmiðjan, tölfræðileg samantekt. Áfengis- og vímuvarnaráð 22 21

27 Meðferðarstofnanir Fjöldi Mynd 2.9. Aldursskipting á Árvöllum eftir kyni janúar 2 til júní 21. Piltar Stúlkur Aldur Algengast er að ungmenni sem sækja meðferð að Árvöllum séu á aldrinum 17 til 18 ára. Á mynd 2.9 má sjá aldursdreifinguna fyrir áður umrætt tímabil. Heimild: Götusmiðjan, tölfræðileg samantekt. Af þeim sem fá meðferð að Árvöllum eru 65% undir 18 ára aldri. Þar af voru um 82% stúlknanna en 58% piltanna undir sjálfræðisaldri. Fjöldi Mynd 2.1. Skipting unglinga á Árvöllum eftir því hvort þeir voru undir eða yfir sjálfræðisaldri. Piltar Piltar Stúlkur 1 Stúlkur Sjálfráða Ósjálfráða Heimild: Götusmiðjan, tölfræðileg samantekt. Fjöldi Mynd Aldur við upphaf neyslu á meðal þeirra sem sóttu meðferð að Árvöllum frá janúar 2 til júní Aldur 1 Á mynd 2.11 er yfirlit yfir aldur við upphaf neyslu, en upphafsaldur er talinn hafa áhrif á neyslu og neyslumynstur síðar um ævina. Flestir þeirra sem voru í meðferð að Árvöllum á umræddu tímabili hófu neyslu við 12 ára aldur. Af myndinni má sjá að meðalaldur við upphaf neyslu er einhvers staðar í kringum ár. Heimild: Götusmiðjan, tölfræðileg samantekt. 22 Áfengis- og vímuvarnaráð 22

28 Meðferðarstofnanir Meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot er rekið af Samhjálp, félagasamtökum. Að Hlaðgerðarkoti fer fram meðferð fyrir áfengis- og vímuefnaneytendur. Þar fer fram afeitrun/læknismeðferð og ráðgjöf. Að lokinni meðferð á fólk þess kost að sækja áframhaldandi stuðning á stoðbýli Samhjálpar að Hverfisgötu í Reykjavík og/eða á göngudeild. Í töflu 2.14 er yfirlit yfir innlagnir á meðferðarheimilið árin 2 og fyrstu sex mánuði ársins 21. Tafla Hlaðgerðarkot 2 og 21: Fjöldi innlagna, meðalfjöldi innlagna á mánuði, og meðallegutími. Fjöldi innlagna Meðalfjöldi innlagna á mán. Meðallegutími , * ,3 25** Heimild: Heiðar Guðnason, forstöðumaður Samhjálpar *Fyrstu 6 mánuðirnir **Áætlun Árið 2 voru innlagnir á meðferðarheimilið að Hlaðgerðarkoti 413 sem þýðir að um 34 einstaklingar voru að meðaltali lagðir inn í hverjum mánuði. Til samanburðar má geta þess að um 31 einstaklingur var innritaður í hverjum mánuði á fyrstu sex mánuðum ársins 21. Í töflu 2.15 eru upplýsingar um kynjaskiptingu á meðferðarheimilinu að Hlaðgerðarkoti. Af þeim sem komu í meðferð að Hlaðgerðarkoti árið 2 voru 68,3% karlar en um þriðjungur konur. Hlutfallið er svipað fyrir fyrstu sex mánuði ársins 21. Hér er því sams konar kynjahlutfall og á öðrum meðferðarstofnunum sem fjallað hefur verið um í þessum kafla. Tafla Hlaðgerðarkot 2 og 21: Kynjaskipting Meðalfjöldi Meðalfjöldi Karlar Konur %karlar %konur karla á mánuði kvenna á mánuði ,3 31,7 23,5 1,9 21* , 33, 21, 1,3 Heimild: Heiðar Guðnason, forstöðumaður Samhjálpar *Fyrstu 6 mánuðir ársins Áfengis- og vímuvarnaráð 22 23

29 Meðferðarstofnanir Byrgið, kristilegt líknarfélag, rekur Tafla Fjöldi innlagna í meðferð hjá Byrginu frá til meðferðarheimili og endurhæfingarsambýli í Innlagnir Fjöldi einstaklinga Rockville á svæði varnarliðsins á Miðnesheiði. Í töflu 2.16 er að finna yfirlit Heimild: Byrgið, kristilegt líknarfélag. yfir fjölda innlagna og fjölda einstaklinga í Rockville. Á tímabilinu frá 1. október 1999 til 1. júní 21 leituðu 316 einstaklingar til Byrgisins og voru innlagnir 665. Af þessu má ætla að hver einstaklingur sé að meðaltali lagður inn tvisvar á tímabilinu. Af þeim 316 einstaklingum sem leituðu til Byrgisins voru 74 konur og 242 karlar. Hlutfall kvenna í meðferð er því örlítið lægra en á öðrum meðferðarstofnunum eða meðferðarheimilum. Tafla Kynjaskipting einstaklinga í Byrginu frá til Konur % Karlar % 74 23, , Heimild: Byrgið, kristilegt líknarfélag. Tafla Aldursdreifing í Byrginu frá til Fæddir Fjöldi % fyrir , , eftir , Heimild: Byrgið, kristilegt líknarfélag. Af þeim sem leita til Byrgisins eru 62% fæddir á milli 195 og 197. Tæplega fjórðungur er fæddur eftir 197 og 15% fyrir Áfengis- og vímuvarnaráð 22

30 Meðferðarstofnanir Krýsuvíkursamtökin reka meðferðarheimili fyrir fíkniefnaneytendur sem þurfa framhaldsmeðferð eftir afeitrun. Afeitrun fer ekki fram þar og ekki er tekið við fólki sem eru í neyslu. Í töflu 2.2 má sjá fjölda þeirra sem voru í meðferð hjá samtökunum árin 1998 og Árið 1999 fjölgaði einstaklingum um rúm 4%. Tafla Fjöldi einstaklinga í meðferð á meðferðarheimili Krýsuvíkursamtakanna Heimild: Axið 1. tbl. 6. árg og Axið 1. tbl. 7. árg. 2. Tafla 2.2. Kynjaskipting á meðferðarheimili Krýsuvíkursamtakanna. Karlar % Konur % ,6 3 6, , ,7 Heimild: Axið 1. tbl. 6. árg og Axið 1. tbl. 7. árg. 2. Mun fleiri konur leituðu til samtakanna árið 1999 en árið áður (sjá töflu 2.21). Árið 1998 voru konur einungis 6,3% þeirra sem þangað leituðu en 1999 voru þær 16,7%. Engu að síður er mikill meirihluti þeirra sem leita sér meðferðar hjá Krýsuvíkursamtökunum karlar. Meðalaldur þeirra sem leituðu sér meðferðar er svipaður bæði árin, 1998 var hann 35 ár en 1999 var hann 37 ár. Að meðaltali var dvalartími 3 mánuðir árið 1998 (þó var ekki reiknaður með sá einstaklingur sem lengst dvaldi á heimilinu þar sem hann þótti skekkja meðaltalið of mikið) en meðaldvalartíminn var 3,4 mánuðir árið Tafla Meðalaldur og meðaldvalartími í mán. á meðferðarheimili Krýsuvíkursamtakanna. Meðalaldur Meðaldvalartími ,4 Heimild: Axið 1. tbl.. 6. árg og Axið 1. tbl. 7. árg. 2. Áfengis- og vímuvarnaráð 22 25

31 Meðferðarstofnanir Á Landspítalanum við Hringbraut er rekin áfengis- og vímuefnameðferð á deild 33A. Þar gefst kostur á afvötnun og ráðgjöf. Á Teigi eru einnig tvær meðferðardeildir á vegum Landspítalans, deild 16 og 16D, þar er boðið upp á ráðgjöf. Í töflu 2.22 (og Tafla Komufjöldi í áfengis- og vímuefnameðferð mynd 2.12) er á deildum 33A, 16 og 16D á Landspítalanum. yfirlit yfir innritanir eða komur í áfengis- og vímuefnameðferð Heimild: Upplýsingatæknisvið Landspítala-háskólasjúkrahúss við Hringbraut. á deildum Landspítalans. Miðað við þessar tölur er meðalfjöldi innritana á ári um 723. Flestar urðu komurnar árið 1996 eða 92. Á þessu 15 ára tímabili hefur fjöldi innritana sveiflast frá ári til árs. Á fyrstu fimm árunum voru innritanir að jafnaði 664, á næstu fimm árum voru þær að meðaltali 78 og síðustu fimm árin voru þær að jafnaði 798. Á heildina litið hefur því innskráningum fjölgað á þessu 15 ára tímabili. Mynd 2.12.Komufjöldi í áfengis- og vímuefnameðferð á deildum 33A, 16 og 16D á Landspítalanum. Fjöldi Heimild: Upplýsingasvið Landspítala-háskólasjúkrahúss við Hringbraut. 26 Áfengis- og vímuvarnaráð 22

32 Meðferðarstofnanir Í töflu 2.23 eru upplýsingar um aldur þeirra sem innrituðust í meðferð á deildum Landspítalans. Fjöldi innritana í hverjum aldursflokki sveiflast nokkuð milli ára og því getur verið erfitt að skoða slíka töflu til að meta þróun aldursdreifingar. Sé þetta tekið saman í þrjú 5 ára tímabil og meðalfjöldinn í hverjum aldursflokki reiknaður sést betur hver þróunin hefur verið. Tafla Aldursdreifing þeirra sem sóttu áfengis- og vímuefnameðferð á deildum 33A, 16 og 16D á Landspítalanum. 2 ára árs og yngri ára ára ára ára ára og eldri Heimild: Upplýsingatæknisvið Landspítala-háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Í töflu 2.24 er tekinn sama meðalfjöldi innritana í hverjum aldursflokki á fyrrgreindum tímabilum. Þar má sjá að þróunin hefur í grófum dráttum verið sú að innritunum hefur fjölgað verulega í þrem yngstu aldursflokkunum en fækkað eða staðið nokkurn veginn í stað í eldri aldursflokkunum. Tafla 2.24 Meðalfjöldi í hverjum aldursflokki á meðferðardeildum Landspítalans. 2 ára árs og yngri ára ára ára ára ára og eldri ,2 128, 171,2 149,6 112,2 57,6 2, , 143, 192, 147,8 94,8 44,2 16, ,2 267, 194, 156,8 97,5 46,4 16, Heimild: Upplýsingatæknisvið Landspítala-háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Áfengis- og vímuvarnaráð 22 27

33 Meðferðarstofnanir Á mynd 2.13 getur að líta þróun innritana hjá þremur yngstu aldursflokkunum. Þar má sjá að á síðustu þremur árunum hefur innritunum í aldursflokknum 21-3 ára fjölgað það mikið að hann er nú sá aldursflokkur sem vegur þyngst. Mynd Fjöldi þeirra sem fengu meðferð á áfengis- og vímuefnadeildum Landspítalans í aldurshópum < 4 ára ára og yngri 21-3 ára 31-4 ára 2 Fjöldi Mynd 2.14 hefur að geyma upplýsingar um kynjaskiptingu innritana í áfengis- og vímuefnameðferð á deildum Landspítalans. Þar má sjá að innritunum kvenna hefur fjölgað verulega á þessu 15 árum, en flestar voru innritanir kvenna árið 1996 eða 421. Hafa verður í huga að hér er um innritanir að ræða en ekki fjölda einstaklinga svo að mögulegt er að sama manneskja sé talin oftar en einu sinni á hverju ári. 7 Mynd Heildarfjöldi þeirra sem sótt hafa meðferð á deildum 33a, 16 og 16D á Landspítalanum, flokkað eftir kyni. 6 konur karlar Fjöldi Áfengis- og vímuvarnaráð 22

34 Meðferðarstofnanir Á mynd 2.15 má sjá hlutfall innritana karla og kvenna í meðferð á deildum Landspítalans. Athyglisvert er að hér er kynjahlutfallið nokkuð annað en á öðrum meðferðarstofnunum, því algengast er að 3% þeirra sem leita meðferðar við áfengis- og/eða vímuefna vanda séu konur. Á Landspítalanum var þetta hlutfall hins vegar komið upp í 47% árið 21. Skýringar á þessu liggja ekki ljósar fyrir. Þó má leiða líkur að því að þangað leiti einstaklingar sem eiga við fjölbreyttari geðræn vandamál að stríða en áfengisfíkn eða eiturlyfjafíkn. Konurnar, sem þangað leita, hafa m.a. reynst þunglyndari og kvíðnari en þær sem leita sér meðferðar á öðrum meðferðastofnunum. Einnig er hugsanlegt að dagdeildarfyrirkomulag eins og á Teigi henti konum betur og því leiti þær frekar meðferðar á Landspítalanum en annars staðar. Mynd Hlutfall karla og kvenna í meðferð á deildum 33A, 16 og 16D á Landspítalanum.,8,7,6,74,68,74,63,68,69,64,63,58,54,58,59,6,56,53,5 %,4,3,2,1,26,32,26,37,32,31,36,37,42,46,42 Karlar Konur,41,4,44,47, Áfengis- og vímuvarnaráð 22 29

35 Neyslutengd dauðsföll NEYSLUTENGD DAUÐSFÖLL Misnotkun áfengis og annarra vímuefna hefur skaðleg áhrif á líkamann. Þessi áhrif eru margvísleg og misalvarleg. Efnin eru ýmist örvandi eða róandi og hafa áhrif á skynjun og viðbrögð líkamans. Þegar kemur að því að fá upplýsingar um dauðsföll sem tengja má neyslu áfengis- og/eða annarra vímuefna er því miður ekki um auðugan garð að gresja. Upplýsingum um neyslutengdar dánarorsakir hefur ekki verið haldið til haga sérstaklega og er skráningin takmörkuð. Þannig er líklegast að dánarorsök manns, sem deyr í bílslysi sem rekja má til ölvunaraksturs, sé einungis skráð sem slysfarir. Þetta gerir allan samanburð ómarktækan og þróunin liggur ekki ljós fyrir. Telja má líklegt að mun fleiri dauðsföll megi rekja á einn eða annan hátt til neyslu áfengiseða annarra vímuefna en fram kemur í opinberum skýrslum þar sem greining á dánarorsökum er erfið og krufning ekki framkvæmd nema í örfáum tilfellum. Eins er með krufningu einungis hægt að staðfesta hvort viðkomandi hafi verið undir áhrifum þegar hann lést en erfiðara er að greina hvort hann hafi misnotað áfengi eða önnur vímuefni fyrr um ævina svo að það hafi leitt til heilsubrests eða hugsanlega dauða. Rannsóknir hafa sýnt að ein helsta orsök einbílaslysa er áfengisneysla og hugsanlega neysla annarra vímuefna. Þau óbeinu áhrif misnotkunar, sem hér um ræðir, verða því miður seint nákvæmlega mælanleg. Þau gögn, sem stuðst er við í þessum kafla, eru mjög takmörkuð og segja einungis til um fjölda dauðsfalla sem staðfest hafa verið með meinafræðirannsókn, þ.e. í krufningu. Þessar upplýsingar er að finna í rannsóknarverkefni sem Guðrún Þórisdóttir, læknanemi, vann undir umsjón Gunnlaugs Geirssonar, prófessors við læknadeild Háskóla Íslands, Áfengis- og vímuvarnaráð 22

36 Neyslutengd dauðsföll Í töflu 3.1 og á mynd 3.1 er að finna flokkun dauðsfalla sem Tafla 3.1. Flokkun dauðsfalla vegna áfengisog vímuefnaneyslu skv. dánarorsök rekja má á einhvern hátt til Karlar Konur Alls neyslu áfengis og/eða annarra Sjúkdómar vímuefna á árabilinu Slys Sjálfsvíg Grunur um sjálfsvíg Algengast er að Manndráp neyslutengd dauðsföll flokkist Annað sem slys af einhverju tagi. Á Heild Heimild: Guðrún Þórisdóttir. Voveifleg dauðsföll tengd þessu tímabili hafa 223 ávana- og fíkniefnum einstaklingar látist þannig. Næstalgengasta dánarorsök vegna neyslu eru sjálfsvíg en 153 einstaklingar sviptu sig lífi undir áhrifum vanabandandi vímuefna, að meðtöldu áfengi. Á þessu 1 ára tímabili má rekja dauða 494 einstaklinga, með einum eða öðrum hætti, til neyslu áfengis eða annarra vímuefna. Samkvæmt því létust að meðaltali um 5 einstaklingar á ári af þessum orsökum á tímabilinu. Mynd 3.1. Flokkun dauðsfalla vegna áfengis- og vímuefnaneyslu skv. dánarorsök , eftir kyni Karlar Konur Alls Fjöldi Sjúkdómar Slys Sjálfsvíg Grunur um sjálfsvíg Manndráp Annað Áfengis- og vímuvarnaráð 22 31

37 Neyslutengd dauðsföll Tafla 3.2. Banvæn eitrunarslys vegna áfengisog vímuefnaneyslu Tafla 3.2 og mynd 3.2 gefur yfirlit yfir fjölda eitrunarslysa sem leitt hafa til dauða á Karlar Konur Alls Áfengi tímabilinu Á Lyf Áfengi og fíkniefni þessum 1 árum lést 81 Fíkniefni 1 1 einstaklingur vegna eitrunar. Annað 1 1 Algengust er eitrun af völdum Heild Heimild: Guðrún Þórisdóttir. Voveifleg dauðsföll tengd lyfja, m.a. svefnlyfja og ávana- og fíkniefnum geðdeyfilyfja. Þegar hlutdeild áfengis er athuguð kemur í ljós að 47 einstaklingar létust vegna áfengiseitrunar eða samverkunar áfengis við önnur skaðleg efni, en það er rúmur helmingur allra sem létust af völdum eitrana á tímabilinu. Það vekur athygli að þrátt fyrir að almennt sé talið að dauðsföll af völdum fíkniefna verði fyrst og fremst vegna of stórra skammta þá var aðeins um eitt slíkt tilfelli að ræða á þessu tímabili. Mynd 3.2. Banvæn eitrunarslys vegna áfengis- og vímuefnaneyslu , flokkuð eftir kyni. Fjöldi Karlar Konur Alls Áfengi Lyf Áfengi og fíkniefni Fíkniefni Annað 32 Áfengis- og vímuvarnaráð 22

38 Neyslutengd dauðsföll Hér að framan hefur verið fjallað um eitrun sem beina afleiðingu óhóflegrar neyslu skaðlegra efna. Hins vegar má rekja nokkurn hluta slysadauðsfalla til neyslu áfengis og/eða annarra vímuefna án þess að endilega hafi verið um óhóflega neyslu að ræða. Tafla 3.3. Dauðsföll vegna slysa, að eitrunum undanskildum, sem rekja má til áfengis- og vímuefnaneyslu Karlar Konur Alls Umferðarslys Bruni Fall Drukknun Köfnun Ofkæling Annað 3 3 Heild Heimild: Guðrún Þórisdóttir. Voveifleg dauðsföll tengd ávana- og fíkniefnum Í töflu 3.3 og á mynd 3.3 er að finna yfirlit yfir fjölda slysadauðsfalla, annarra en eitrunar, sem rekja má til þannig neyslu. Umferðarslys eru þar algengust, en 37 létust á tímabilinu í umferðarslysum sem rekja mátti til neyslu á slíkum efnum. Fast á eftir fylgja banaslys þar sem viðkomandi hefur hrapað eða fallið. Á tímabilinu urðu því að jafnaði 14 slysadauðsföll á ári sem tengja má á einhvern hátt neyslu áfengis og/eða annarra vímuefna. Mynd 3.3. Dauðsföll vegna slysa, að eitrunum undanskildum, sem rekja má til áfengis- og vímuefnaneyslu , flokkað eftir kyni Fjöldi Umferðarslys Bruni Fall Drukknun Köfnun Ofkæling Annað Karlar Konur Alls Áfengis- og vímuvarnaráð 22 33

39 Neyslutengd dauðsföll Tafla 3.4. Aldur þeirra sem létust af völdum áfengis- eða fíkniefnaneyslu Yfirlit yfir aldur þeirra sem létust af völdum neyslu áfengis- og Karlar Konur Alls vímuefna á tímabilinu <19 ára ára er að finna í töflu 3.4 (og á mynd 3-39 ára ). Flestir þeirra voru á aldrinum 4-49 ára ára til 59 ára. Ef aldursdreifingin er 6-69 ára ára skoðuð eftir kyni þá virðist 8 ára algengara að ungir karlmenn látist Óþekktur aldur 1 1 Heild af völdum áfengis- og Heimild: Guðrún Þórisdóttir. Voveifileg dauðsföll tengd ávana- og fíkniefnum vímuefnaneyslu en ungar konur. Þannig voru 8,7% þeirra kvenna, sem létust, á aldrinum 2 til 29 ára en 19,5% þeirra karla, sem létust, á sama aldri. Hins vegar voru 23,5% þeirra kvenna sem létust á aldrinum 6 til 69 ára, en 15,6% karla voru á þeim aldri. Hafa þarf þó í huga að, mun fleiri karlar en konur látast af þessum orsökum. Mynd 3.4. Aldur þeirra sem létust af völdum áfengis- eða fíkniefnaneyslu Karlar Konur Alls 1 8 Fjöldi <19 ára 2-29 ára 3-39 ára 4-49 ára 5-59 ára 6-69 ára 7-79 ára 8 ára 34 Áfengis- og vímuvarnaráð 22

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum.

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum. Inngangur Skýrslan sem hér er birt er framhald skýrslu sem kom út í fyrra um sama efni. Með upplýsingum sem koma fram í skýrslunni gefst tækifæri til þess að meta þróun fíkniefnamála og mæla árangur af

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks í Reykjavík

Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks í Reykjavík Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks í Reykjavík Velferðarsvið Reykjavíkurborgar Skrifstofa sviðsstjóra deild gæða og rannsókna Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir Gopro: VEL2017010031 September 2017

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson Staða og horfur á vinnumarkaði Staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Mannfjöldaspá Population projections

Mannfjöldaspá Population projections 3. október 217 Mannfjöldaspá 217 266 Population projections 217 266 Samantekt Samkvæmt miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands verða íbúar landsins 452 þúsund árið 266, bæði vegna fólksflutninga og af náttúrlegum

More information

Notkun vímuefna í æð: Afdrif sjúklinga eftir innlögn á gjörgæslu og niðurstöður réttarefnafræðilegra

Notkun vímuefna í æð: Afdrif sjúklinga eftir innlögn á gjörgæslu og niðurstöður réttarefnafræðilegra Notkun vímuefna í æð: Afdrif sjúklinga eftir innlögn á gjörgæslu og niðurstöður réttarefnafræðilegra rannsókna við andlát Kristinn Sigvaldason 1 læknir, Þóroddur Ingvarsson 1 læknir, Svava Þórðardóttir

More information

Mannfjöldaspá Population projections

Mannfjöldaspá Population projections 29. júní 216 Mannfjöldaspá 216 265 Population projections 216 265 Samantekt Í miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir að íbúar gætu orðið 442 þúsund árið 265. Þeim hefði þá fjölgað úr

More information

Félagsvísar: Ungt fólk í foreldrahúsum Social indicators: Young people living with their parents

Félagsvísar: Ungt fólk í foreldrahúsum Social indicators: Young people living with their parents 21. nóvember 16 Félagsvísar: Ungt fólk í foreldrahúsum Social indicators: Young people living with their parents Samantekt Hlutfall ungs fólks sem býr með foreldrum sínum hefur hækkað á undanförnum árum.

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995 2007 Þóroddur Bjarnason Háskólanum á Akureyri Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri 1 ISBN 978-9979-834-72-4 Útgefið á Akureyri

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir Háskóli Íslands Læknadeild Barnaslys í Reykjavík 2010-2014 alvarleiki og orsakir Heiðar Örn Ingimarsson, 3. árs læknanemi. Leiðbeinandi: Brynjólfur Mogensen Maí 2015 Þakkarorð Ég vil þakka Brynjólfi Mogensen

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Hagstærðir Verzlunarmannafélags

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi ISSN 1670-5556 Vífill Karlsson Hagvísir Vesturlands Skýrsla nr. 1 2015 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi E F N I S Y F I R L I T Myndir... 1 Töflur... 2 1 Samandregnar niðurstöður... 3 2 Inngangur...

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

Rannsóknarskýrslur um áfengismál samantekt

Rannsóknarskýrslur um áfengismál samantekt Rannsóknarskýrslur um áfengismál samantekt Rannsóknarskýrslur um áfengi, neyslumynstur áfengis, áhrif áfengisneyslu á einstaklinga og samfélög, áhrif breytinga á sölufyrirkomulagi áfengis og gagnreyndar

More information

Ársskýrsla

Ársskýrsla Ársskýrsla 2008 2011 Ársskýrsla 2008 2011 Barnaverndarstofa 2012 Ársskýrsla 2008 2011 Barnaverndarstofa 2012 ISSN 1670 3642 Ritstjóri: Halla Björk Marteinsdóttir Ábyrgðarmaður: Bragi Guðbrandsson Barnaverndarstofa

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og interneti 2002 og 2003 Use of ICT and Internet by households and individuals 2002 and 2003

Notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og interneti 2002 og 2003 Use of ICT and Internet by households and individuals 2002 and 2003 2004:3 15. mars 2004 Notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og interneti 2002 og 2003 Use of ICT and Internet by households and individuals 2002 and 2003 Samantekt Næstum öll heimili á Íslandi hafa

More information

Ávísanir á lyfseðilsskyld. lyf á Íslandi 2007

Ávísanir á lyfseðilsskyld. lyf á Íslandi 2007 Ávísanir á lyfseðilsskyld lyf á Íslandi 27 Janúar 29 Heilbrigðistölfræðisvið Ávísanir á lyfseðilsskyld lyf á Íslandi 27 Ávísanir á lyfseðilsskyld lyf á Íslandi 27 Í þessari skýrslu er farið yfir lyfjaávísanir

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995 2015 Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri Rannsóknastofa í tómstunda- og félagsmálafræðum

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Tengsl fæðingardags á brottfall úr knattspyrnu Hjá 4. flokki karla og kvenna

Tengsl fæðingardags á brottfall úr knattspyrnu Hjá 4. flokki karla og kvenna Hjá 4. flokki karla og kvenna Jakob Leó Bjarnason og Vilberg Sverrisson Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.S. -gráðu í íþróttafræði við Háskóla Íslands, menntavísindasvið maí 2009 Ágrip Aðalmarkmið

More information

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 2011:2 6. september 2011 Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 Samantekt Nettenging er til staðar á 93% íslenskra heimila. Árleg fjölgun nettengdra heimila

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Fíkniefnavandinn á Íslandi

Fíkniefnavandinn á Íslandi Þróun neyslu, neyslumynstur og kostir í stefnumótun Helgi Gunnlaugsson Félags- og mannvísindadeild Ritstjórar: Helga Ólafs Thamar Melanie Heijstra Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Ungir innflytjendur og aðrir einstaklingar með erlendan bakgrunn í íslensku samfélagi og íslenskum skólum

Ungir innflytjendur og aðrir einstaklingar með erlendan bakgrunn í íslensku samfélagi og íslenskum skólum Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 211 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 211 Ólöf Garðarsdóttir og Guðjón Hauksson 1 Ungir innflytjendur og aðrir einstaklingar með erlendan

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Ágrip Laufey Steingrímsdóttir 1,2 næringarfræðingur Elínborg J. Ólafsdóttir 3 verkfræðingur Lilja Sigrún Jónsdóttir 4 læknir Rafn Sigurðsson 3, tölfræðingur

More information

Börnum rétt hjálparhönd

Börnum rétt hjálparhönd Börnum rétt hjálparhönd Rannsókn á aðgerðum barnaverndar vegna barna sem bíða tjón af áfengiseða vímuefnaneyslu foreldra Apríl 2013 Hildigunnur Ólafsdóttir Kristný Steingrímsdóttir Velferðarráðuneyti:

More information

Fiskiskipastóllinn í árslok 2006 The fishing fleet at the end of 2006

Fiskiskipastóllinn í árslok 2006 The fishing fleet at the end of 2006 2007:2 28. febrúar 2007 Fiskiskipastóllinn í árslok 2006 The fishing fleet at the end of 2006 Samantekt Í lok árs 2006 voru á skrá hjá Siglingastofnun 1.692 fiskiskip og hafði þeim fækkað um 60 frá árinu

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Tölvu- og netnotkun á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum 2014 Computer and Internet usage in Iceland and other European countries 2014

Tölvu- og netnotkun á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum 2014 Computer and Internet usage in Iceland and other European countries 2014 2015:1 23. janúar 2015 Tölvu- og netnotkun á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum 2014 Computer and Internet usage in Iceland and other European countries 2014 Samantekt Netnotkun Íslendinga eykst um tæp tvö

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

Félagsvísar: Skortur á efnislegum gæðum 2014 Social indicators: Material deprivation 2014

Félagsvísar: Skortur á efnislegum gæðum 2014 Social indicators: Material deprivation 2014 2015:6 3. júlí 2015 Félagsvísar: Skortur á efnislegum gæðum 2014 Social indicators: Material deprivation 2014 Samantekt Hlutfall fólks sem skorti efnisleg gæði á Íslandi lækkaði úr 6,6 í 5,5 milli áranna

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Febrúar Íslensk ferðaþjónusta

Febrúar Íslensk ferðaþjónusta Febrúar 216 Íslensk ferðaþjónusta Umsjón: Greining Íslandsbanka, greining@islandsbanki.is Ásta Björk Sigurðardóttir 44 4636, Elvar Orri Hreinsson 44 4747, Ingólfur Bender 44 4635, Íris Káradóttir 44 3539,

More information

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta Lagfæring vegamóta á hringveginum Skoðun á hagvæmni úrbóta Janúar 2005 Samantekt Flest vegamót á þjóðvegum á Íslandi eru óstefnugreind. Umferðaróhöpp eru þar nokkuð tíð og öryggi þarf að auka. Í þessari

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima FRÆÐIGREINAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR Geir Karlsson 1 Pedro Riba 2 Ingvar Þóroddsson 3 Björn Guðbjörnsson 1 Frá 1 lyflækninga- og 2 röntgendeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 3 Heilsugæslustöð Akureyrar.

More information

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Vetrarferðamenn utan þjónustusvæðis Vegagerðarinnar. Greinargerð unnin með stuðningi rannsóknasjóðs

More information

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Læknadeild Háskóla Íslands 4. árs rannsóknarverkefni Vorið 1997 SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Gunnhildur Guðnadóttir, Bárður Sigurgeirsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Ágrip Inngangur: Sveppasýkingar í tánöglum

More information

Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010

Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010 2012:11 18. desember 2012 Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010 Samantekt Árið 2010 voru meðallaun á Íslandi rétt undir meðaltali Evrópusambandsríkjanna. Þegar horft er

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

sjálfsöryggi. Sj PIAAC Á NORÐURLÖNDUM INNGANGUR GRUNNLEIKNI FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ ATVINNULÍFSINS ANDERS ROSDAHL

sjálfsöryggi. Sj PIAAC Á NORÐURLÖNDUM INNGANGUR GRUNNLEIKNI FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ ATVINNULÍFSINS ANDERS ROSDAHL ANDERS ROSDAHL PIAAC Á NORÐURLÖNDUM Niðurstöður umfangsmestu al þjóð legrar könnunar á grunnleikni fullorðinna í lestri, reikningi og úrlausn verkefna með upplýsingatækni. Grunnleikni fullorðinna í Danmörku,

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins?

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins? Verkefni styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar Apríl 2016 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 105 Reykjavík vso@vso.is 15168 S:\2015\15168\v\03_Greinargerð\15168_160329_skýrsla_drög.docx Apríl 2016 Nr.

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Tekjur og menntun 2014 Income and education 2014

Tekjur og menntun 2014 Income and education 2014 2015:5 22. júní 2015 Tekjur og menntun 2014 Income and education 2014 Samantekt Niðurstöður um samband menntunar og tekna sem byggjast á lífskjararannsókn Hagstofunnar leiða í ljós að háskólamenntun veitir

More information

Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu

Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu Eiríkur Líndal 1 klínískur sálfræðingur Jón G. Stefánsson 2 geðlæknir 1 áður, Geðsviði Landspítala, nú, HVERTstarfsendurhæfingu, 2 geðsviði Landspítala.

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Ísland í evrópsku upplýsingasamfélagi 2006 The Icelandic Information Society in a European context 2006

Ísland í evrópsku upplýsingasamfélagi 2006 The Icelandic Information Society in a European context 2006 2007:1 8. mars 2007 Ísland í evrópsku upplýsingasamfélagi 2006 The Icelandic Information Society in a European context 2006 Samantekt Að meðaltali voru tölvur á 62% heimila í aðildarlöndum Evrópusambandsins

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Alþingiskosningar 28. október 2017 General elections to the Althingi 28 October 2017

Alþingiskosningar 28. október 2017 General elections to the Althingi 28 October 2017 21. desember 2017 Alþingiskosningar 28. október 2017 General elections to the Althingi 28 October 2017 Samantekt Kosið var til Alþingis 28. október 2017. Við kosningarnar voru alls 248.485 á kjörskrá eða

More information

Rannsókn á útgjöldum heimilanna Household expenditure survey

Rannsókn á útgjöldum heimilanna Household expenditure survey 2011:2 9. desember 2011 Rannsókn á útgjöldum heimilanna 2008 2010 Household expenditure survey 2008 2010 Samantekt Niðurstöður úr samfelldri rannsókn á útgjöldum heimilanna eru nú birtar fyrir árin 2008

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er:

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: Febrúar 217 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Sala tiltekinna bólgueyðandi lyfja á Íslandi og tengsl við blæðingar í meltingarvegi Kostir og gallar aukins aðgengis lausasölulyfja

Sala tiltekinna bólgueyðandi lyfja á Íslandi og tengsl við blæðingar í meltingarvegi Kostir og gallar aukins aðgengis lausasölulyfja Sala tiltekinna bólgueyðandi lyfja á Íslandi og tengsl við blæðingar í meltingarvegi 2003-2013 Kostir og gallar aukins aðgengis lausasölulyfja Auður Elín Finnbogadóttir Ritgerð til meistaragráðu Háskóli

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information