Ljúdmíla Petrúshevskaja

Size: px
Start display at page:

Download "Ljúdmíla Petrúshevskaja"

Transcription

1 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Rússneska Ljúdmíla Petrúshevskaja Umfjöllun um hversdagsbókmenntir og ævintýri Ritgerð til BA-prófs í rússnesku Árný Ösp Arnardóttir Kt.: Leiðbeinandi: Rebekka Þráinsdóttir September 2015

2 Ágrip Ljúdmíla Petrúshevskaja fæddist árið 1937 í Moskvu. Petrúshevskaja hefur átt einstaklega áhugaverða ævi. Æska hennar litaðist af stríði og hungri. Hún bjó í pínulítilli íbúð með móður sinni og afa og þúsundum bóka hans. Hún hóf ritstörf snemma og hefur upplifað tímana tvenna í bókmenntaheiminum á sínum starfsferli. Hún fékk sinn skerf af ritskoðun og var neitað um útgáfu vegna viðfangsefna verka sinna. En hún hélt þó áfram að skrifa og beið eftir sínu tækifæri. Er það tækifæri kom fékk hún m.a. þá gagnrýni að verk hennar væru langt frá því að teljast til fagurbókmennta, enda skrifaði hún um grimman raunveruleika Sovétríkjanna. Ekki lét hún þessa gagnrýni stöðva sig. Hún varð einn umdeildasti rithöfundur heimalands síns en er nú einn þekktasti núlifandi rithöfundur Rússlands. Petrúshevskaja skrifar ekki aðeins sögur og leikrit úr hvunndagslífinu, heldur skrifar hún einnig ævintýri og hryllingssögur. Ævintýri hennar henta jafnt börnum sem fullorðnum. Mörg hver bera boðskap og önnur eru hefðbundar dæmisögur. Ritgerðinni er skipt upp í þrjá kafla. Í þeim fyrsta verður farið yfir ævi og störf Petrúshevskaju. Í öðrum kafla verður fjallað um hvunndagsbókmenntir og gagnrýni sem höfundurinn þurfti að sæta fyrir ritverk sín. Þriðji kaflinn fjallar um ævintýri Petrúshevskaju í tengslum við kenningar Vladimir Propp. Einnig er fjallað um smásöguna Nína Komarova sem höfundur ritgerðar þýddi.

3 Efnisyfirlit Inngangur... bls. 1 Ljúdmíla Petrúshevskaja... bls. 3 Быт og gagnrýni... bls. 9 Ævintýri Petrúshevskaju... bls. 17 Nína Komarova... bls. 21 Lokaorð... bls. 25 Heimildaskrá... bls. 27 Viðauki: Nína Komarova: þýdd smásaga

4 Inngangur Rússland á sér ríka bókmenntasögu og hefur alið af sér heimsþekkta rithöfunda, á meðal þeirra er Ljúdmíla Petrúshevskaja. Petrúshevskaja hefur átt afar áhugaverða ævi. Hún hóf ritstörf snemma og hefur upplifað tímana tvenna í bókmenntaheiminum á sínum starfsferli. Petrúshevskaja skrifar svokallaðar hversdagsbókmenntir, þ.e. hún fjallar um blákaldan rússneskan veruleika. Vegna ritskoðunar, sem var ströng á tímum Sovétríkjanna, átti hún erfitt með að fá verkin sín útgefin. Ritgerðinni er skipt upp í þrjá kafla. Í fyrsta kaflanum verður sagt frá ævi og störfum Petrúshevskaju. Æska hennar litaðist af stríði og pólitísku ástandi seinni stríðsáranna og valdatíðar Stalíns. Hún kemur úr menntafjölskyldu en afi hennar var prófessor í málvísindum og foreldar hennar námu sagnfræði og heimsspeki, auk þess sem móðir hennar, Valentína, útskrifaðist úr Ríkisstofnun leikhúslista sem leikhúsgagnrýnandi. Fæstir fóru þó varhluta af fátækt og hungursneið, sama hvaða stétt fólk tilheyrði. Til dæmis sendi móðir Petrúshevskaju hana frá sér á barnaheimili um tíma til að hún fengi að borða. Þessi upplifun sem og afskiptaleysi föður hennar, mótuðu hana sem rithöfund, en faðir hennar kom ekki nálægt uppeldi Petrúshevskaju eftir skilnað foreldra hennar. Einnig verður sagt frá ritstörfum hennar, en eftir hana hefur birst fjöldinn allur af smásögum í blöðum og tímaritum auk safnrita. Petrúshevskaja er einnig þekktur leikritahöfundur. Í öðrum kafla verður fjallað um það sem kallað má hvunndagsbókmenntir og þá gagnrýni sem Petrúshevskaja þurfti að sæta fyrir verk sín. Útskýrð verða hugtök eins og byt (rús. быт), kvennaprósi (rús. женская проза) og tsjernúkha (rús. чернуха), sem fræðimenn eins og Benjamin Sutcliffe og Catriona Kelly, meðal annarra, hafa fjallað um. Rætt er um verk Petrúshevskaju út frá þessum hugtökum. Einnig er skoðað hvernig pólistískar aðstæður og ritskoðun höfðu áhrif á viðbrögð almennings við verkum hennar. Farið er yfir hvernig gagnrýni Petrúshevskaja hefur fengið, en hún hefur verið lofuð og dáð en líka sætt harðri gagnrýni. Petrúshevskaja hefur verið sögð færasti rithöfundur Rússlands en líka veil á geði vegna skrifa sinna. Reynt verður að skilgreina hvernig á því stóð að hún var svona umdeild. Einnig verður sú gagnrýni sem hún hlaut skoðuð í samhengi við gangrýni sem kvenrithöfundar á borð við Baranskaju og Grekovu hlutu og skoðað hvers vegna þær fengu öðruvísi meðferð en Petrúshevskaja. 1

5 Þriðji kaflinn fjallar um ævintýri Petrúshevskaju í tengslum við kenningar Vladimirs Propp. Einnig verður gerð stutt greinagerð um smásöguna Nínu Komarovu sem höfundur þessa ritgerðar þýddi. Ævintýri Petrúshevskaju eru ekki beinlínis hefðbundin og verður grafist fyrir því að hve miklu leyti ævintýri hennar úr samtímanum falla að kenningum Propps um hefðbundin ævintýri. 2

6 Ljúdmíla Petrúshevskaja Ljúdmíla Stefanovna Petrúshevskaja er einn af þekktustu samtímarithöfundum Rússlands, meira að segja hefur verið gengið svo langt að kalla hana þekktasta núlifandi rússneska rithöfundinn að Solzhenítsyn látnum. 1 En hún, líkt og svo margir kollegar hennar úr rithöfundarstétt, mátti þó árum saman berjast við ritskoðun og hræðslu ritstjóra við að gefa verk hennar út á Sovéttímanum. Petrúshevskaja fæddist í Moskvu þann 26. maí árið 1938, skömmu áður en seinni heimstyrjöldin braust út. Líkt og hjá mörgum af hennar kynslóð var barnæska hennar lituð af skuggahliðum stríðsins eins og t.d. hungri, almennum skorti, búferlaflutningum og ýmsum öðrum óþægindum sem átökunum fylgdu. 2 Foreldrar Petrúshevskaju, Valentína Nikolajevna Jakovleva, dóttir vel þekkts prófessors í málvísindum, Nikolajs Jakovlevs, og bóndasonurinn Stefan Antonovítsj Petrúshevskíj skildu stuttu eftir fæðingu Petrúshevskaju sem ólst upp fyrstu árin hjá móður sinni, ömmu og frænkum. 3 Vegna þessa telur Petrúshevskaja að faðir hennar hafi ekki haft mikil áhrif á sig, en hinsvegar gæti ég hafa erft frá honum einskonar bændahreysti og hagsýni, hæfileika til að komast af, sem er í sjálfu sér mjög mikilvægt 4, segir hún. Þetta er mat Petrúshevskaju sjálfrar, en spyrja má hvort fjarvera föður hennar gæti ekki hafa haft töluverð óbein áhrif á hana og hvort það endurspeglist ekki í skáldskap hennar. Fjölskyldan er oft helsta umfjöllunarefni hennar; konur eru oftar en ekki í aðalhlutverki en karlmenn fjarverandi, í aukahlutverkum eða veiklundaðir, þó það sé ekki algilt. Foreldrar Petrúshevskaju menntuðu sig í sagnfræði og heimspeki auk þess sem móðir hennar útskrifaðist frá Ríkisstofnun leikhúslista (rús. Государственный институт театрального искусства им. А. В. Луначарского) með áherslu á leikgagnrýni. Þrátt fyrir að móðir Petrúshevskaju hafi haft betri menntun en faðir hennar, var það þó hann sem seinna varð prófessor og deildarstjóri heimspekideildar í háskóla. Móðir hennar starfaði hins vegar sem ritstjóri hjá Gospolitizdat (rús. 1 Keith Gessen og Anna Summers, Introduction, í Ludmilla Petrushevskaya, There Once Lived a Woman who Tried to Kill her Neighbours Baby. Scary Fairy Tales, þýð. Keith Gessen og Anna Summers, Bandaríkin, Bretland: Penguin Books, 2009, 2011, bls. vii-xiii, hér bls. xii. 2 Sally Laird, Lyudmila Petrushevskaya, Voices of Russian Literature. Interviews with ten contemporary writers, Bretland, Oxford University Press, 1999, bls , hér bls Christine D. Tomei, Liudmila Petrushevskaia, Russian Women Writers, Bandaríkin, Garland Publishing, Inc. 1999,bls Sally Laird, Lyudmila Petrushevskaya, bls

7 Госполитиздат). 5 Petrúshevskaja ólst upp við sannkallað kvennaveldi fyrstu árin. Engir karlmenn voru á heimilinu, eingöngu kvenfólk. Þrjár kynslóðir kvenna: amma, mamma og hún sjálf, ásamt tveimur móðursystrum sínum. 6 Ástandið í Moskvu í lok fjórða áratugarins var óstöðugt. Margir ættingjar Petrúshevskaju höfðu verið handteknir og sendir burt og því taldi fjölskyldan sig betur setta að búa hjá kunningjum í Moskvu en að eiga hættu á að vera handtekin. 7 Eftir að seinni heimstyrjöldin var hafin, árið 1941, fór Petrúshevskaja ásamt sínum kvennaflokki til Kújbyshev (nú Samara). Erfiðustu árin fyrir fjölskylduna voru á tímabilinu 1943 til Það var enga vinnu að fá og matur var af mjög skornum skammti, og því leið fjölskyldan mikinn skort. Móðir Petrúshevskaju átti að lokum ekki aðra úrkosti en að senda dóttur sína á barnaheimili fyrir vannærð börn þegar hún var níu ára. Petrúshevskaja var þá orðin svo mjó að hún fékk uppnefnið eldspýtan frá Moskvu (rús. москвичка спичка). Á barnaheimilinu fengu börnin fæði og klæði. Á meðan Petrúshevskaja var á barnaheimilinu kom móðir hennar sér fyrir í Moskvu. Síðar deildu þær í átta ár litlu herbergi í kommúnölku 8 í Moskvu ásamt móðurafa Petrúshevskaju, og þeim þúsundum bóka sem hann átti. Seinni kona hans og fósturdóttir bjuggu einnig í íbúðinni. Herbergið var einungis tólf fermetrar það sem var eftir af íbúð afa hennar. Hann hafði misst vinnuna og eftirlaunin af pólitískum ástæðum. Hann hafði verið virtur málvísindaprófessor, talaði fjölmörg tungumál, vann mikið og var elskaður og dáður af nemendum sínum. En enginn kom honum til hjálpar þegar hann missti vinnuna. Hann þjáðist af svefnleysi, hrópaði formælingar út í nóttina, og missti að lokum vitið. Heimili okkar var eins og lítið Gúlag, án nokkurs næðis fyrir hann og við áttum ekki eina einustu friðsamu nótt. 9 Við þetta bættist að þáverandi kona afa Petrúshevskaju gerði mægðunum lífið erfitt og reyndi með öllum 5 Christine D. Tomei, Liudmila Petrushevskaia, bls Sama heimild, bls Sama heimild, bls Kommúnalka (rús. коммуналка) er stytting á kommúnalnja kvartíra (rúss. коммунальная квартира): félagsíbúð (með sameiginlegu eldhúsi o.þ.h. í eigu bæjarfélags), Helgi Haraldsson, Rússnesk-íslensk orðabók. Rússko-íslandskí slovar, ritstj. V. P. Berkov, Reykjavík: Nesútgáfan, 1996, bls Sameiginleg rými voru t.d. eldhús, gangur og baðherbergi. 9 Людмила Петрушевская, Маленькая девочка из «Метрополя», í Истории из моей собственной жизни. Aвтобиографический роман, St. Pétursborg: Амфора, 2009, bls. 5-91, hér bls

8 ráðum að flæma þær burt. 10 Auðvelt er að geta sér þess til að þessar aðstæður hafi haft áhrif á sögur hennar síðar meir. Á sumrin var Petrúshevskaja send á barnaheimilið þar sem hún fékk að borða og njóta sín við leik og störf. Lítið var við að vera á veturna svo hún fór á bókasafnið eftir skóla á hverju kvöldi og var þar fram að lokun. Mörg þúsund börn voru í sömu aðstæðum og hún. Samkvæmt því sem Petrúshevskaja segir í viðtali við Sally Laird, stóð valið á milli götunnar og bókasafnsins. Þarna skildi að miklu leyti á milli barna mennta- og verkafólks. Börn menntafólksins ólust upp á bóksafninu en hin börnin lærðu um lífið á götunni; að stela, slást og drekka. Samskiptin milli hópanna voru lítil. Petrúshevskaja upplifði sig yfirleitt utangátta þegar börnin voru að leik í garðinum. Og út frá þessu telur hún að dálæti hennar á almúgafólki hafi sprottið. Sem rithöfundur hef ég ætíð sóst eftir því að komast inn í þennan heim sem var mér óaðgengilegur í æsku, að uppgötva fegurð tungumáls hans og tjá þjáningu hans. 11 Petrúshevskaja lagði síðar stund á fjölmiðlafræði í Moskvuháskóla og útskrifaðist þaðan árið Af lokaritgerð hennar mátti ljóst vera hvert stefndi. Í fyrra hluta hennar var fjallað um kenningar um húmor, en smásögur fylltu seinni hlutann. Á sjöunda áratugnum vann hún sem fréttakona og gagnrýnandi bæði í sjónvarpi og útvarpi ásamt því að vinna við tímaritið Krúgozor (rús. Кругозор). En fréttamennska var aldrei hennar aðalstarf því hugur hennar stóð alltaf til ritstarfa. 12 Petrúshevskaja gifti sig ung en missti eiginmann sinn eftir stutt hjónaband. Hjónunum hafði fæðst sonur og lífsbarátta hinnar ungu móður og sonarins varð nokkuð erfið. Petrúshevskaja giftist aftur nokkrum árum síðar og fór þá að sinna skrifum í fullu starfi í kringum Hún vann einkum fyrir sér með handritaskrifum, þýðingum úr pólsku og gagnrýni. 13 Petrúshevskaja var enn í háskólanámi þegar hún fékk fyrstu sögu sína útgefna árið 1957, í tímaritinu Moskovskíj Komsomoljéts (rús. Московский Комсомолец). Þessi saga taldi sex línur og hét Þrjár stúlkur í bláu (rús. Три девушки в голубом) sem síðar varð að samnefndu leikriti Sama heimild, bls Sally Laird, Lyudmila Petrushevskaya, bls Sama heimild, bls Sama heimild, bls Christine D. Tomei, Liudmila Petrushevskaia, bls

9 Árið 1972 fékk hún smásögurnar Saga Klarissu (rús. История Клариссы ) og Sögukonan (rús. Рассказчица ) útgefnar í tímaritinu Avrora (rús. Аврора) 15 og á næstu árum fékk hún útgefnar fleiri sögur eftir sig í því í sama tímariti. Einnig birtust sögur eftir hana í Druzhba narodov (rús. Дружба Народов) og eistneska tímaritinu Raduga (rús. Радуга). Snemma kom þó í ljós að fáir ritstjórar vildu gefa út eftir hana. Árið 1969 fór hún með sínar fyrstu sögur til ritstjóra Novy mir (rús. Новый Мир), Alexanders Tvardovskís, sem á að hafa sagt: Bíðið með útgáfu, en missið ekki sjónar af rithöfundinum. Novy mir beið í tvo áratugi með að gefa út verk Petrúshevskaju. 16 Um miðjan áttunda áratuginn hóf Petrúshevskaja að skrifa handrit að leikritum eftir námskeið hjá Alexeij Arbúzov. Fyrstu leikritin hennar voru leikin í bakherbergjum og bráðabirgðaleikhúsum sem komu henni á kortið á meðal ákveðins hóps fólks sem lét sig listina varða. Það jók nokkuð á hróður Petrúshevskaju þegar Júríj Norshtein vann verðlaun fyrir teiknimyndina Ævintýri ævintýranna (rús. Сказка Сказок, 1979), sem hún skrifaði handritið að. Sama ár gaf tímaritið Teatr (rús. Театр) út leikrit hennar Ást (rús. Любов, 1974) sem var sett á svið tveimur árum síðar í Taganka leikhúsinu í leikstjórn Júríj Ljúbímov. Árið 1983 komu einnig út leikrit eftir hana ásamt félaga hennar Víktor Slavkín; Tónlistartímar (rús. Уроки музыки, 1973) og Stigagangurinn (rús. Лестничная клетка, 1974). 17 Petrúshevskaja skrifaði ekki einungis fyrir fullorðna, heldur skrifaði hún heilmikið af sögum og ævintýrum fyrir börn. Um miðjan níunda áratuginn jókst áhugi fólks á Petrúshevskaju í tengslum við leikverkin Þrjár stúlkur í bláu (rús. Три девушки в голубом, 1988) og Íbúð Kolumbinu (rús. Квартира Коломбины, 1988) sem sýnd voru í leikhúsum Moskvu. Árið 1988 gat hún loks gefið út safn leikrita og einleikja sem kallaðist Söngvar tuttugustu aldar: leikrit (rús. Песни ХХ века: пьесы). Petrúshevskaja gaf einnig út safn smásagna sem hún hafði skrifað á tuttugu ára tímabili og nefndi Ódauðleg ást: smásögur (rús. Бесстертная любовь: рассказы, 1988) П.А Николаев (ritstj.), Русские писатели ХХ века: Биографический сборник, Большая Российская энциклопедия; Мoskva, 2000, bls Sally Laird, Lyudmila Petrushevskaya, bls П.А. Николаев, Русские писатели ХХ века: Биографический сборник, bls Nokkrar sögur úr því safni komu út í íslenskri þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur hjá Máli og menningu, árið Sally Laird, Lyudmila Petrushevskaya, bls

10 Á tíunda áratugnum gaf hún út smásagnasafnið Söngvar Austur slavanna (rús. Песни восточных славян, 1990), sem er smásögusafn. Einnig gaf hún út söguna Það er nótt (rús. Время ночь) sem líklega er hennar þekktasta verk. Sú saga birtist í bókmenntatímaritinu Novy mir árið Árið 1993 gaf hún út sögusafn fyrir börn sem hét Komdu nú, mamma (rús. Ну, мама ну). 20 Árið 1996 var svo gefið út fimmbinda safn með verkum hennar í Rússlandi, Safn ritverka í fimm bindum (rús. Собрание сочинений в пяти томах). 21 Petrúshevskaja hefur gefið út nokkur verk á 21. öldinni. Til dæmis Svört kápa (rús. Черное пальто), Það gerðist í Sokolniki ( rús. Случай в Сокольниках) og Þar sem ég hef verið ( rús. Где я была), árið 2002; Gyðjan í garðinum (rús. Богиня парка) og Númer eitt, eða í görðum annarra möguleika (rús. Номер один, или в садах других возможностей) árið 2004 og Borg ljóssins (rús. Город света) árið Petrúshevskaja hefur unnið til fjölda verðlauna. Árið 1991 fékk hún Púskín verðlaunin frá Alfred Toepfer Foundation í Þýskalandi. Hún hefur einnig fengið verðlaun frá ýmsum blöðum í Rússlandi. Sögurnar hennar Það er nótt og Númer eitt, eða í görðum annarra möguleika voru tilnefndar til Rússnesku Booker verðlaunanna, sú fyrrnefnda árið 1992 og sú síðarnefnda árið Árið 2002 fékk Petrúshevskaja Triumf (rús. Триумф) verðlaunin fyrir ævistarf sitt. 23 Árið 2003 fékk Petrúshevskaya Rússnesku ríkisverðlaunin (rús. Госудaрственная прeмия Российской Федерaции). Einnig fékk hún verðlaun á The World Fantasy Awards árið 2010, fyrir smásagnasafnið Það var einu sinni kona sem reyndi að myrða barn nágranna síns: Hrollvekju-ævintýri (rús. Жила-была женщина, которая пыталась убить ребёнка своей соседки: Страшные рассказы). 24 Petrúshevskaja hefur prófað að semja tónlist, syngja og teikna. Vatnslitamálverk hennar hafa verið sýnd í Púskín-listasafninu (rús. Музей 20 N.N. Shneidman, Russian Literature, : The end of an era, University of Toronto Press; Toronto, 1995, bls Helena Goscilo, Ludmila Petrushevskaya, Russian Writers since 1980, ritstj. Marina Balina og Mark Lipovetsky, Gale: Detroit, 2004, bls , hér bls Goumen & Smirnova Literary Agency, Petrushevskaya, Ludmilla skoðað Московские писатели. (n.d.). Премия Триумф skoðað Русский Букер. Литературная Премия. (n.d.). skoðað Goumen & Smirnova Literary Agency, Petrushevskaya, Ludmilla. 7

11 изобразительных искусств им. А.С. Пушкина) og á Rússneska safninu í St. Pétursborg (rús. Государственный Русский музей). 25 Þegar Petrúshevskaja varð sjötug hóf hún nýtt ævintýri sem kabarett söngkona. Þessi ákvörðun hennar var mjög umdeild; ekki hefur öllum þótt við hæfi að kona í hennar stöðu og á hennar aldri tæki það að sér að syngja lög Edith Piaf á rússnesku. 26 Hún hefur einnig gefið út plötu með hljómsveitinni Inquisitorium árið Banke, Goumen & Smirnova Literary Agency, Ludmilla Petrushevskaya skoðað Viv Groskop, Russia s Last Writer, FT Magazine 14.janúar skoðað Banke, Goumen & Smirnova Literary Agency, Ludmilla Petrushevskaya. 8

12 Быт og gagnrýni Benjamin M. Sutcliffe fjallar um það sem kallað hefur verið byt (rús. быт), sem þýða má sem hversdagslíf, í bók sinni The Prose of Life: Russian Women Writers from Khrushchev to Putin. Sutcliffe telur að kyn og hversdags líf hafi verið vandamál sem gengu í erfðir á síðari árum Sovétríkjanna. Þau [séu] tveir helmingar af samjöfnun, sem felur í sér að kvenfólk hafi tilhneigingu til að hafa meiri áhyggjur af heimilislífi, barnauppeldi og eilífum smáatriðum og til að sinna fjölskyldunni, sem myndar stóran hluta hvunndagslífs. [ ] Um og eftir árið 1991 drógu kvenrithöfundar fram vandamál kvenna í þeirra daglega lífi, þar á meðal Petrúshevskaja. Safnrit kvenrithöfunda sem kom út á tíunda áratugnum sýndi að prósi þeirra væri framúrskarandi en jafnframt umdeildur hluti af menningunni. 28 Verk Petrúshevskaju má telja til kvenna-prósa. Catriona Kelly, prófessor í rússneskum fræðum við New College, Oxford, fjallar um kvenna-prósa í bók sinni A History of Russian Women s Writing og gerir grein fyrir þeirri neikvæðu umfjöllun sem skáldskapur kvenna hafði gjarnan fengið í Rússlandi. Kelly segir að Rússar hafi gjarnan talið að ritverk kvenna væru í raun ómerkilegri en verk karla, þar sem konur höfðu takmarkaðri lífsreynslu en karlrithöfundar sem hefðu viðamikla þekkingu á félagslegum- og pólitískum málefnum. 29 Kelly segir: Ritverk rússneskra kvenna eru afurð samfélags þar sem bókmennta-, stjórnmála-, efnahags- og menningarstofnunum hefur verið stjórnað af karlmönnum, þó með breytilegum hætti og áhrifum á mismunandi stigum. 30 Petrúshevskaja fjallar ekki um pólitísk viðfangsefni heldur um hversdagslífið og þau vandamál sem gjarnan fylgja daglegu lífi. Hún skrifar t.d. um kaldan raunveruleika Rússlands á Sovéttímanum, og það fólk sem bjó við erfiðar aðstæður. 31 Bent hefur verið á að Petrúshevskaja byggi persónur sínar oft á menntafólki í Sovésku 28 Benjamin M. Sutcliffe, The Prose of Life: Russian women writers from Khrushchev to Putin, University of Wisconsin Press: Wisconsin, 2009, bls Catriona Kelly. A history of Russian Women s Writing, , Clarendon Press: Oxford, 1994, bls Sama heimild, bls N.N. Shneidman, Russian Literature, : The End of an Era, bls

13 stórborgarlífi. 32 Shneidman bendir á að söguhetjur hennar séu gjarnan fráskildar konur og ekkjur. Sumar sviknar, bitrar og jafnvel grimmar konur sem eiga erfitt uppdráttar í hversdagslegu lífi sínu, á meðan aðrar eru hræsnarar sem einungis hugsa um eigin velferð. 33 Þegar verk Petrúshevskaju fóru að koma út fékk hún yfirleitt slæm viðbrögð frá gagnrýnendum. Kannski má rekja það til þess að almenningur var ekki tilbúinn fyrir viðfangsefnið sem var til umfjöllunar hjá höfundi. Má jafnvel rekja þessi viðbrögð til ritskoðunar sem átti sér aðdragana allt aftur á 4. áratug síðustu aldar, sem varði á tímum Stalíns, þegar einungis voru gefin út þau verk sem drógu upp jákvæða mynd af sovésku samfélagi. Verk sem áttu að draga upp raunverulega ímynd af Sovétríkjunum voru þögguð niður. Á valdatíð Khrúshjovs var dregið úr þeim kröfum að bókmenntir ættu að sýna jákvæða mynd af Rússlandi. 34 Það var ekki fyrr en í valdatíð Gorbatsjevs að ritskoðun var algjörlega afnumin, í kringum Verk Petrúshevskaju voru þó að mestu sett til hliðar þangað til um miðjan níunda áratuginn. Sigrid McLaughlin, sem talsvert hefur fjallað um rússneska kvenrithöfunda, ekki síst Petrúshevskaju, segir meðal annars að gagnrýnendur hafi brugðist illa við lýsingum hennar á öfgakenndum aðstæðum (misnotkun barna, fátækt, heimilisleysi, vonlausum hjónaböndum og fleira) og ásakað hana um sjúklegt hugarfar og um að mála aðstæður svartar. Þetta var, m.a., nóg til þess að banna útgáfu á verkum hennar um árabil. 36 Í grein sinni Petrushevskaya and Emptiness segir Olga Slavnikova meðal annars að Petrúshevskaja sé óhrædd og vægðarlaus 37, að hún fari langt út fyrir það sem mátti teljast eðlilegt í bókum sínum og hiki ekki við að skrifa um barnadauða eða munaðarleysingjahæli veikra barna. Petrúshevskaja er mjög opinská um þessi mál og þrátt fyrir að mörg verk hennar endurspegli með einhverjum hætti persónulega sýn þá fjarlægir hún sig frá skrifunum; hvergi koma fram hennar skoðanir eða tilfinningar. Þetta, segir Slavnikova, gerir lesandanum kleift að draga sínar eigin ályktanir Sama heimild, bls Sama heimild, bls Árni Bergmann, Bókmenntir í lífsháska, Skírnir 177(haust)/2003, bls , hér bls N.N. Shneidman, Russian Literature, : The End of an Era, bls Sigrid McLaughlin, Contemporary Soviet Women Writers, Canadian Woman Studies 10(4)/1989, bls , hér bls Olga Slavnikova, Petrushevskaya and Emptiness, Russian Studies in Literature 37(2)/2001, bls , hér bls Sama heimild, bls

14 Einnig nefnir Slavnikova að flestir sem fjallað hafa um Petrúshevskaju hafi haft orð á því að verk hennar fjalli aðallega um konur og heim kvenna. Hér er ástæða til að nefna að ritverk Petrúshevskaju fjalla bæði um konur og börn, karlmenn koma við sögu líka en yfirleitt í aukahlutverki. Börnin eru þó oft miðpunktur og hugsanlega upphafið af skrifum hennar. Petrúshevskaja segir sjálf í viðtali að hún hafi ekki byrjað að skrifa eitthvað af viti fyrr en sonur hennar fæddist. 39 Þá fyrst upplifði hún hræðslu og ótta um annað líf en sitt eigið. Benda má á að við uppsetningu á einu leikrita hennar, velti leikstjórinn Oleg Efremov þessu upp og sagði við leikarana; þetta fjallar allt um börn um mæður. 40 Taka má dæmi af sögu hennar, Vinahópurinn (rús. Свой круг) sem skrifuð var á árinu 1979 en útgefin árið 1988 og fékk mikla athygli gagnrýnenda. Josephine Woll skrifar í grein sinni, The Minotaur in the Maze: Remarks on Lyudmila Petrushevskaya, að lesendur muni líklega ekki skilja hvers vegna sögumaður hagar sér eins og hann gerir. Það er ekki fyrr en eftir hápunkt sögunnar sem hann útskýrir gjörðir sínar. 41 Þegar höfundur þessarar ritgerðar las söguna ofbauð henni grimmd söguhetjunnar, sem beitir son sinn harkalegu ofbeldi í viðurvist annarra til að tryggja framtíð hans. En eins og Shneidman kemst svo vel að orði þá er hroki söguhetjunnar [ ] augljós, en vegna vansældar söguhetjunnar fyrirgefur lesandinn henni þessa velviljuðu grimmd. 42 Söguhetjan, sem vissi að hún var dauðvona, vildi einungis koma syni sínum inn á öruggt heimili áður en hún kvaddi þennan heim. Barnið var henni efst í huga en þó má deila um hvort þessi grimmileg meðferð hafi verið nauðsynleg til að tryggja framtíð þess. Prófessorinn og rithöfundurinn Helena Goscilo hefur fjallað um viðtökur á verkum Petrúshevskaju, bæði í Rússlandi og á Vesturlöndum og segir meðal annars í umfjöllun um söguna Það er nótt, að þrátt fyrir að vestrænir lesendur hafi tekið skrifum Petrúshevskaju vel, þá hafi landar hennar í áranna rás ýtt þeim frá sér og úthúðað skrifum hennar og kallað þau ósæmandi, viðbjóðsleg og sjúk. Undir 39 Татьяна Прохорова, Дочки-матери Петрушевской, Октябрь 4/2008; Журнальный зал skoðað Людмила Петрушевская, Десять лет спустья, í Истории из моей собственной жизни, Амфора: St. Pétursborg, 2009, bls , hér bls Josephine Wall, The Minotaur in the Maze: Remarks on Lyudmila Petrushevskaya, World Literature Today 67(1)/1993, bls , hér bls N.N. Shneidman, Russian Literature, : The End of an Era, bls

15 lok síðustu aldar taldi hávær minnihluti Rússa að Petrúshevskaja væri ekki rithöfundur heldur fyrirbæri sem væri veikt á geði 43, þrátt fyrir að hún hefði þá fengið viðurkenningu út um allan heim og tilnefningu til rússnesku Booker verðlaunanna. 44 Helena Goscilo skrifar í grein sinni Mother as Mothra: Totalizing Narrative and Nurture in Petrushevskaia : Petrushevskaia s overnight post-glastnost recognition, for which she struggled approximately a quarter-century, is less dramatic and smaller in scale. The unremitting bleakness of her vision disquiets both Russian and Western readers, and, together with the difficulty of rendering her deceptively shorn style into English, may explain the comparative neglect she has encountered in the West. Whereas Tolstaia s narratives seduce readers, Petrushevskaia s devastate them. Yet anyone seeking documentation of women s experience in contemporary Russian literature would be foolhardy to bypass Petrushevskaia s quantitatively modest but stylistically complex oeuvre, for Petrushevskaia engages readers passions partly through her highly rhetorical and psychologically harrowing inscription of womanhood. 45 Að mati Josephine Wall varð Petrúshevskaja einn umdeildasti prósa- og leikritahöfundur Rússlands þegar hún kom fram á sjónarsviðið á tíunda áratugnum. Hinsvegar halda sumir því fram að hún sé einn af færustu rithöfundum Rússlands. Sögur Petrúshevskaju eru oft taldar and-kvenlegt afbrigði af kvenna-prósa. Þrátt fyrir að kvenna-prósi sé mikið lesinn þá hafa sögur hennar oft verið lítilsvirtar af gagnrýnendum vegna þess að þær draga upp nákvæma mynd af fjölskyldu og tilfinningalegum áhyggjum sem samkvæmt venju voru tengd kvenfólki í Sovétríkjunum. Wall bendir einnig á að Petrúshevskaja hefur verið gagnrýnd fyrir það sem Evgenía Shcheglova kallar ögrandi andkvenlegt épatage, 46 þ.e. fyrir að 43 Helena Goscilo. The Unbearable Heaviness of Being, The Women's Review of Books 2(3)/1994, bls. 9-20, hér bls Sama heimild, bls Helena Goscilo, Mother as Mothra: Totalizing Narrative and Nurture in Petrushevskaia, Sona Stephan Hoisington (ritstjóri), A Plot of Her Own: The female protagonist in Russian literature, Northwestern University Press: Illinois, 1995, bls , hér. bls Épatage hegðun sem felur í sér skandal og andóf gegn hefðinni. 12

16 einblína á eymdina sem umlykur heim persóna hennar, líkamlegar raunir og erfiði sem og andlegt ofbeldi, sársauka og misnotkun. 47 Í bókinni Voices from the Void, varpar Sally Dalton-Brown fram spurningunni um orðspor Petrúshevskaju, og á hverju það byggist. Má þar nefna að verk Petrúshevskaju eru ekki pólitísk, og hún hefur ekki sett fram neinar pólitískar alhæfingar. Petrúshevskaja skrifaði um lifnaðarhætt Rússa sem bjuggu í þéttbýli, vandamál með matvæli, sjúkrahús og skrifstofuveldi. Hún sýnir lesendum raunveruleikann í landi þar sem áfengissýki, einmannaleiki og örvilnun ræður ríkjum. Að mati Dalton-Brown eru verk Petrúshevskaju farsakennd og hægt sé að flokka þau með svörtum húmor sérstaklega þar sem Petrúshevskaja vill að lesendur hafi gaman af skrifum hennar. 48 I want readers to enjoy themselves. In the end that s why I write, in the hope that readers who can appreciate and smile at a word or a phrase that s just right, at some precise observation, at the way the words can magically transform things. I want readers who won t take everything literally who are capable, let s say, of looking at a painting of St. Sebastian and not just burst into tears but saying how beautiful it is! 49 En miðað við að sögur hennar fjalla um þungbæran raunveruleika getur oft verið erfitt að brosa eftir lestur þessara umdeildu verka. Í greininni Down the Intertextual Lane: Petrushevskaia, Chekov,Tolstoy, segir höfundur að gagnrýnendur hafi beint spjótum sínum að viðhorfi Petrúshevskaju til þeirra dapurlegu atburða sem hún lýsir. Annað hvort er grófleiki hennar gegnsýrður sársauka og lesandanum er þrýst inn í geðhreinsandi viðurkenningu á ábyrgð hans á sársauka annarra eða að þessi grófleiki merkir ákveðið afskiptaleysi að hálfu rithöfundar sem á endanum skilar sér í að lesandinn venst þessu afskiptaleysi. 50 Catriona Kelly segir í fyrrnefndri bók að Petrúshevskaja sé mjög hæfileikaríkur rithöfundur enda hafi verk hennar fengið mikla athygli með semingi 47 Josephine Wall, The Minotaur in the Maze: Remarks on Lyudmila Petrushevskaya, bls Sally Dalton-Brown, Introduction, Voices from the void: The genres of Liudmila Petrushevskaia, Berghahn Books: New York, 2000, bls Sama heimild, bls Lyudmila Parts, Down the Intertextual Lane: Petrushevskaya, Chekov, Tolstoy, The Russian Review 64(1)/2005, bls , hér bls

17 þó þar sem verk hennar eru oft ekki eins gegnsæ og koma einstaklingum meira úr jafnvægi en verk t.d. höfunda eins og Grekovu eða Baranskaju. 51 Natalíja Baranskaja og Irína Grekova (Irína Grekova var dulnefni stærfræðingsins Jelenu Venttsel) fæddust árið Þær byrjuðu ekki að skrifa fyrr en þær voru hættar að vinna. Líkt og Petrúshevskaja skrifuðu þær einnig um hverdagslífið. Grekova og Baranskaja sóttu persónur sínar úr umhverfi sínu, sem vanalega voru einhleypar mæður, ógiftar konur eða ekkjur (líkt og þær sjálfar). 52 Til að mynda fjallar Baranskaja, í sögunni Vika eins og hver önnur (rús. Неделя как неделя, 1969), um unga, útivinnandi Sovéska eiginkonu og móður sem er dauðþreytt á íþyngjandi kröfum sem til hennar eru gerðar. Í þessari sögu gagnrýndi Baranskaja hvorki feðraveldið né samfélagið í feminískum tón. Hennar tilgangur var að skrifa um innhaldsríkt en jafnframt erfitt líf hinnar týpísku sovésku konu. 53 Grekova var útivinnandi móðir sem missti eiginmann sinn í seinni heimstyrjöldinni. Hennar helstu söguhetjur voru eldri konur og einhleypar mæður í störfum þar sem karlmenn voru í meirihluta eða að þær bjuggu í kommúnölkum. 54 Mörg verk Grekovu fjölluðu um konur á hennar aldri sem upplifðu skort af völdum seinni heimstyrjaldarinnar og afleiðingar hennar; fátækt, hungur, yfirfylli af fólki og fjarveru karlmanna. Hún skrifar m.a. um sambandsmynstur fjölskyldna með eitt foreldri (t.d., Sumar í borginni, rús. Летом в городе, 1963) og um samviskubit foreldra sem setja börn sín í annað sæti vegna atvinnu (Hárgreiðslumeistarinn, rús. Дамский мастер, 1963). Baranskaja og Grekova fengu aðra meðferð hjá gagnrýnendum en Petrúshevskaja. Þrátt fyrir að viðfangsefni þessara þriggja kvenna hafi verið svipuð var einkum litið til þess hversu nákvæmar lýsingar á sovéskum raunveruleika voru í verkum Baranskaju og Grekovu. 55 Gagnrýnendur meðhöndluðu verk Petrúshevskaju á annan máta. Hún var sett í hóp með rithöfundum bókmennta sem kallaðar voru tsjernúkha (rús. чернуха). Tsjernúkha eru prósar sem innihalda bersöglar lýsingar á t.d. grófu ofbeldi og kynlífi. 56 Karla Hielscher and others have demonstrated, the 51 Catriona Kelly, A history of Russian Women s Writing, , bls Benjamin Sutcliffe, The Prose of Life, bls Sigrid McLaughlin, Contemporary Soviet Women Writers, bls Sama heimild, bls Benjamin Sutcliffe, The Prose of Life, bls Sama heimild, bls

18 author s novelty lies in a narrative style fueled by rumor, gossip and polemic as cornerstones of oral communication. 57 Um síðusutu aldamót höfðu verk Petrúshevskaju hlotið almenna viðurkenningu en þó bendir Dalton-Brown á að gagnrýnendur hafi enn ekki verið lausir við óþægindin sem þeir fundu fyrir við lestur verka hennar og hafi því reynt að finna merki um frelsi eða von í myrkum ritum hennar. 58 Nýlega var gefið út smásagnasafn á ensku, í þýðingu Önnu Summers [2013] sem ber nafnið There once lived a girl who seduced her sister s husband, and he hanged himself. Love Stories (Einu sinni var stúlka sem táldróg eiginmann systur sinnar, og hann hengdi sig. Ástarsögur). 59 Sögurnar höfðu áður verið birtar á rússnesku í hinum ýmsu tímaritum, þar á meðal Oktyabr (Октябрь), Novy Mir (Новый мир), Neva (Нева), Avrora (Аврора) og Literaturnaya Gazeta (Литературная газета). 60 Þetta safn af sögum hefur fengið frábæra dóma frá vestrænum gagnrýnendum. Nora Fitzgerald, sem skrifar fyrir Russia, Beyond the Headlines, segir að enginn rithöfundur nái að lýsa hversdagslegum hryllingi í örvæntingu heimilisins líkt og Petrúshevskaja. 61 Elissa Schappell segir í grein sinni, Women on the Verge sem birtist í tímaritinu New York Times, að Petrúshveskaja elski kvenpersónur sínar of mikið til þess að upphefja líf þeirra. Eiginmenn þeirra leggja á þær hendur og halda framhjá þeim, samt finna þær sér ástmenn. Þær hafa sína vinnu og eiga sín börn, en þær hafa kannski ekki brjóst í sér að henda þessum ræflum út, eða læsa hurðum, heldur halda þær fast í lyklana. 62 Washington Independent birti grein eftir Mariu Kontak þar sem hún fjallar um nýjustu bók Petrúshevskaju. Hún segir að 57 Sama heimild, bls Sally Dalton-Brown, Voices from the void: The genres of Liudmila Petrushevskaia, bls Ludmilla Petrushevskaya, There once lived a girl who seduced her sister s husband and he hanged himself, ritstjóri Anna Summers. Penguin Books, New York [Úr káputexta]. 60 Sama heimild. 61 Nora Fitzgerald. Revealing the mundane horrors of the Russian family, Russia Beyond the Headlines,18.febrúar skoðað Elissa Schappell Women on the Verge: Love Stories by Ludmilla Petrushevskaya, ritdómur um There once lived Girl who Seduced her Sister s Husband and He Hanged Himself: Love Stories eftir Ljúdmílu Petrúshevskaju, New York Times 15. febrúar skoðað

19 ferskleiki rammi inn myndir af þreyttum rússneskum konum sem ríkja og dreyma á barmi ofskynjanna. Þeirra þrotlausa eðli, sem tjáð er í beinskeyttri orðræðu, stuttorðri viðlíkingu og ítarlegri skýringu, fylla blaðsíðurnar. [ ] Og taumlaust hjartað með sínu einstaklingsbundna tísti og stunum, slær dáleiðandi takt fyrir lesandann þegar hann flettir næstu blaðsíðu. 63 Umfjöllunin um gagnrýni á verk Petrúshevskaju hefur verið ansi myrk á köflum. En miðað við viðtökur gagnrýnenda á nýrri verkum hennar má sjá vonarglætu eftir allt saman. Gagnrýnin hefur verið jákvæðari, Petrúshevskaju er hrósað fyrir ritstíl og persónusköpun, og hún hefur notið mikilla vinsælda heima og heiman um nokkurt skeið. Vera má að lesendur meðtaki verk hennar á annan máta en áður var og kannski má líta svo á að fordómaleysi gagnvart innihaldi sagnanna hafi sitthvað að segja. Í umfjöllun hér að ofan um gagnrýni samlanda hennar á árum áður, má sjá að þessir fordómar voru sterkir og ritskoðunin hafði líka sitt að segja. Ákveðin samfélagsmein sem Petrúshevskaja fjallaði um áttu ekki að vera til umræðu. Þess vegna var henni ýtt til hliðar og jafnvel var gengið svo langt að væna hana um geðveilu. En Petrúshevskaja hélt ótrauð áfram og skrifaði sínar sögur þar til hún fékk sín verk útgefin, þrátt fyrir að ljónin á veginum væru mörg. 63 Maria Kontak, There Once lived a Girl who Seduced Her Sister s Husband and He Hanged Himself: Love Stories, ritdómur um There Once Lived A Girl Who Seduced Her Sister s Husband and He Hanged Himself: Love Stories eftir Ljúdmílu Petrúshevskaju, The Washington Independent Review Of Books skoðað

20 Ævintýri Petrúshevskaju Ljúdmíla Petrúshevskaja hafði lagt áherslu á ritverk handa fullorðnum en sumar smásögurnar hennar urðu að barnasögum. Börn eru hennar hjartans mál og eru þau oft í öndvegi skáldverka hennar. Hún segir sjálf að allt hafi snúist um börn. Hún skapar annan heim fyrir börnin sem eru í aðalhlutverki í sögunum. Eins og nefnt hefur verið hafði leikstjóri að verki Petrúshjevskaju á orði að skrif hennar snérust um börn og um mæður, en þó aðallega um börnin. Petrúshevskaju varð meira ágengt með útgáfu á ævintýrum fyrir börn heldur en á skáldsögum fyrir fullorðna á tímum ritskoðuninnar og fékk hún samþykki fyrir því að gefa út nokkur ævintýri á áttunda áratugnum. Þetta voru t.d. Það sagði vélin (rús. Что говорил самолет 1971), Misskilin (rús. Все непонятливые 1972), Hvernig þeir læknuðu Vasja (rús. Как Васю лечили 1975), Kötturinn sem gat sungið (rús. Кот, который умел петь 1975), Hnúðurinn á kameldýrinu (rús. Верблюжий горб 1976) og Hvítir tekatlar (rús. Белые чайники 1976) 64 Ævintýri eru gerð þjóðsagna sem fjalla oft á tíðum um yfirnáttúrulegar verur á borð við tröll, dverga og álfa, og oftar en ekki koma einhvers konar galdrar við sögu. Sögutími ævintýra er yfirleitt í óljósri fortíð. 65 Vladimir Propp, rússneskur formalisti, rannsakaði rússnesk ævintýri í bók sinni Морфология сказкы (e. Morphology of the Folktale), sem var gefin út árið 1928, og setti upp formúlu fyrir ævintýri. Vésteinn Ólason fjallar um þessa bók í grein sinni í Skírni, árið 1978, Frásagnarlist í fornum sögum. Skilgreining Propps á frásagnarliðum ævintýra, í þýðingu Vésteins, hljóma svo: Frásagnarliður er athöfn persónu skilin og greind í ljósi þeirrar þýðingar sem hún hefur fyrir atburðarrásina í heild. (Function is understood as an act of a character, defined from the point of view of its significance for the course of action) Sally Dalton-Brown, Voices from the void: The genres of Liudmila Petrushevskaia, bls Rósa Þorsteinsdóttir, Hvernig byrja ævintýri?, Vísndavefurinn skoðað Vésteinn Ólason, Frásagnarlist í fornum sögum, Skírnir 152(Haust)/1978, bls , hér bls

21 Frásagnarliðir eru skildir sem grunneiningar ævntýra. Samvæmt Propp eru fyrstu frásagnarliðirnir til dæmis: 1. Einn af meðlimum fjölskyldu fer að heiman, hetjan eða einhver sem hetjan bjargar síðar í sögunni, 2. Hetjan er kynnt fyrir boðum og bönnum um hvað má og þannig vöruð við. 3. Boð og bönn brotin og skúrkur sögunnar er kynntur. 67 Propp setur einnig fram fjórar kennisetningar sem styðja frásagnarformið. Þær eru eftirfarandi: 1. Frásagnarliðirnir eru óbreytilegir og stöðugir frumþættir í sögu án tillits til þess hver er gerandi. Þeir mynda grundvöll sögunnar. 2. Fjöldi þeirra frásagnarliða, sem fyrir koma í ævintýrum, er takmarkaður. 3. Röð liðanna er alltaf hin sama. 4. Öll eiginleg ævintýri hafa sömu frásagnargerð. 68 Niðurstaða Propps verður sú að rússnesk ævintýri hafa 31 frásagnarlið en þeir eru ekki alltaf allir með, en koma þó nánast undantekningalaust í sömu röð. Auk þessa tilgreinir hann sjö svokölluð athafnasvið ævintýra. Þau eru; hetjan, skúrkurinn, sendandinn, gefandinn, hjálparmaðurinn, svikahetjan og prinsessan/eftirsótta persónan. 69 Þegar ævintýri Petrúshevskaju eru skoðuð sést fljótt að ekki er um hefðbundin ævintýri að ræða. Sally Dalton-Brown segir í bók sinni um ævintýri hennar: It is not surprising, therefore, that Petrushevskaia, rather than searching for mythic voices or the beauty of fairytales, producestexts that contradict their genre; these are folk genres which deal with highly urbanized situations and ideas, and which offer little fairytale wonder but, instead, large helpings of black realism. Her texts 67 Vladimir Propp, Morphology of the Folktale, Eleventh Paperback Printing: Texas, Vésteinn Ólason, Frásagnarlist í fornum sögum, bls Sama heimild, bls

22 are in fact not so much fairytales per se, but subverted skazki, in which elements of the genre with its supposed stress on unreality, a childlike vision, and the possibilites of magic, are often used to offer a clear message that only this with a realistic and adult view of life survive in this world. Ultimately, her message appears to be that mankind should never quite believe in its own fairytales. As such, Petrushevskaia s skazki provide a perfect medium for her themes. 70 Í þessum ævintýrum má finna hennar venjulega ritefni en þó á léttari nótum. Sögurnar hafa léttan söguþráð og töfrandi lýsingar sem falla á bakvið raunveruleika textanna, sem Petrúshevskaja ætlaði fullorðnum til lestrar. Ævintýri koma lesandanum oftast fyrir sjónir sem munnmælasögur eða hefðbundar þjóðsögur, en óvenjulegur stíll og innihald sagna Petrúshevskaju, auk þess að þær eru upphaflega ætlaðar fullorðnum, gera þær einstakar. 71 Ævintýri, Petrúshevskaju eru við fyrstu sýn nokkuð frábrugðin hefðbundnum ævintýrum, enda gerast þau gjarnan í samtímanum og eru full af vísunum í þann raunveruleika. Í. J. Khúbítska hefur fjallað um mótív borgarsamfélagsins í ævintýrum Petrúshevskaju. Hún segir að ævintýrin hafi veitt höfundinum tækifæri til að opna lesandanum skemmtilega og metafóríska sýn á samtímann hvort sem um er að ræða samfélagsheild eða erilsama tilveru einstaklingins í samfélaginu. Í ævintýrum sínum, segir Khúbítska, lýsir höfundur sýn sinni á veröldina, listina og samfélagstengsl og það sé í ævintýrunum sem listræn sýn Petrúsheskaju komi hvað gleggst í ljós. 72 Sjálf segir Petrúshevskaja að ævintýrin séu hennar uppáhalds bókmenntagrein. Ég hef verið að skrifa ævintýr allt mitt líf. Þau eru orðin fleiri en 300. Þegar börnin hennar voru lítil fór hún að skálda fyrir þau ævintýri fyrir svefninn og þau fóru að líta svo á að þau hefðu tilkall til að fá nýtt ævintýri á hverju kvöldi Sally Dalton-Brown, Voices from the void: The genres of Liudmila Petrushevskaia, bls Sama heimild, bls И.Я. Хубицка, Городские топосы в сказкaх Л. Петрушевской, Актуальнi проблеми слов янськоï фiлологïï XXIII(2)/2010, bls , hér bls Ольга Лебёдушкина, Шехерезада жива, пока О новых сказочниках и сказках, Дружба Народов 3/2007; ; Журнальный зал skoðað

23 Upphaflega gaf Petrúshevskaja út níu ævintýri þegar enginn vildi gefa út hin verkin hennar. Fyrstu tvö ævintýrin voru gefin út árið 1971 í tímaritinu Piones (rús. Пионер). Þetta voru sögurnar Það sagði vélin (rús. Что говорил самолет ) 74 og Ferðataska full af rusli (rús. Чемодан чепухи ) sem seinna varð að leikriti. Báðar sögurnar kljást við sömu viðfangsefnin; ást, græðgi og kænsku. 75 Þrátt fyrir að smásögur Petrúshevskaju séu aðgengilegar öllum og ætlaðar til skemmtunar, jafnt ungum sem öldnum, þá falla margar smásögur hennar undir víðari flokk þjóðsagna þar sem háðsádeila og dýrasögur tilheyra einnig. Þar má nefna sögurnar Það sagði vélin, þar sem flugvél á í samskiptum við ungan pilt og Ferðataska full af rusli. 76 Höfundur þessarar ritgerðar þýddi eina smásögu, ævintýri, eftir Petrúshevskaju sem birt er í viðauka með ritgerðinni. Þetta er sagan Нина Комарова sem útleggst á íslensku Nína Komarova. Hér á eftir verður fjallað um söguna og skoðað hvort og hversu vel hún fellur að frásagnarliðum Propps. 75 Sally Dalton-Brown, Voices from the void: The genres of Liudmila Petrushevskaia, bls Sama heimild, bls

24 Nína Komarova Sagan um Nínu Komarovu segir frá þriggja ára gamalli stúlku sem er send út með eldri bróður sínum að leika. Telpan ákveður að ganga ein heim á meðan drengurinn er við leik en hún villist af leið, fer inn í skóg og týnist. Nína var búin að vera týnd yfir heila nótt í skóginum og fjölskylda hennar búin að leita að henni án árangurs. Foreldrar stúlkunnar leituðu til lögreglunnar en þar sem þar var einungis einn maður á vakt þá ætlaði hann að senda lögreglumann á mótorhjóli daginn eftir að leita að stúlkunni. Hjón sem eru að tína sveppi í skóginum ganga fram á kalda og hrædda stúlku. Hún kemur ekki upp neinu orði svo þau taka hana með sér til borgarinnar sem er langt í burtu. Hjónin ná engum upplýsingum upp úr stúlkunni og telja hana mállausa og stúlkan er á barnaheimili. Enginn vissi hvað hún hét og var hún því kölluð Nína Komarova þar sem hún var útbitin af mýi, en orðið комар ( komar ) þýðir mýfluga á rússnesku. 77 Mörg ár liðu og dafnaði Nína vel á barnaheimilinu. Hún lærði að tala, gekk í skóla og það var hugsað um hana af alúð. En þrátt fyrir þetta velti Nína fyrir sér hvaðan hún kom. Hún óskaði eftir því að hitta fólkið sem kom með hana á barnaheimilið, sem fór með Nínu í skóginn þar sem þau höfðu fundið hana forðum. Þaðan gekk hún af stað þar til hún fann lítið þorp. Með hjálp gamallar konu sem hafði búið í mörg ár í þorpinu gat hún fundið fjölskyldu sína aftur Sagan er þriðju persónu frásögn þar sem vitneskja sögumanns er takmörkuð og hann einblínir aðallega á eina sögupersónu þ.e. Nínu. Hann sér inn í hugarheim Nínu Komarovu, meðal annars þegar hún veltir því fyrir sér hvort hana sé að dreyma eða ekki. Greint er frá hugsunum og vonum Valeriks, bróður Nínu, sem þó eru séðar utan frá. Gott dæmi er þegar Valerik sér systur sína aftur eftir þessa löngu fjarveru: Hann þekkti systur sína strax, varð þegar rórri, fór að spauga, hélt á henni líkt og hún væri barn og sagði: Ég hélt alltaf að hún myndi koma til baka en þið neituðu að trúa mér. 78 Hugarástandi móður Nínu og föður er einnig lýst utan frá með gjörðum þeirra og hegðun. sem eru mjög lýsandi fyrir líðan þeirra. Sem dæmi má nefna þegar sagt er frá því að faðir Ninu Komarovu varð hljóðlátur, en ekki er farið nánar út í hans hugarástand. Hann fékk sér starf sem skógarvörður til að halda áfram leitinni. Móðir hennar lagðist inn á sjúkrahús um stund en hélt leit sinni áfram er hún útskrifaðist 77 Endingin ова ( ova ) er ættarnafnsending 78 Sjá Viðauka, Nína Komarova: þýdd smásaga, bls

25 þaðan. Miðað við tímann sem þau eyddu í skóginum við leit að dóttur sinni, þá misstu þau aldrei von um að finna hana á ný. Atburðarás sögunnar er í réttri tímaröð, frá því að stúlkan týnist og þar til hún finnur leið sína aftur heim. Sagan gerist á ellefu ára tímabili. Stúlkan er þriggja ára þegar hún týnist í skóginum og er orðin fjórtán ára þegar hún kemur heim. Áhugavert er að skoða þroskasögu Nínu Komarovu sem aðalpersónu sögunnar. Þegar hún týndist þá virtist hún vera mállaus, sem gæti verið vegna ungs aldurs hennar en líklegra er þó að þar hafi áfallið haft sitt að segja. Á þessu ellefu ára tímabili lærir Nína að tala og gengur í skóla. Hún dafnar vel og virðist vel gefin. Vegna forvitni og þrautseigju Nínu leggur hún af stað til að finna foreldra sína. Hún fer aftur í skóginn með aðstoð hjónanna sem fundu hana í byrjun sögunnar. Stór þáttur í sögunni er skógurinn þar sem Nína Komarova villist í upphafi. Heimili fjölskyldunnar er greinilega staðsett við þennan skóg. Móðir hennar leitar stöðugt að dóttur sinni í þessum skógi þrátt fyrir veikindi. Vegna hvarfs dóttur sinnar fer faðirinn að vinna sem skógarvörður til þess að geta leitað eftir ummerkjum um týndu dóttur sína. Enn og aftur kemur skógurinn til sögunnar og þarna sem vinnustaður föður Nínu. Skógurinn kemur fyrir sem hættulegur staður, sérstaklega í minningu stúlkunnar. Þar eru nefndar brenninetlur sem skriðu um í feninu. En í síðara skiptið sem Nína gengur ein í gegnum skóginn þá hvorki grætur hún né öskrar, eins og gerðist fyrst. Hún sigrast á ótta sínum og gengur áfram í átt að takmarki sínu. Hún gekk lengi, lengi, það sveið illa undan brenninetlunni sem skreið í feninu, alveg eins og forðum, en núna hvorki grét hún né öskraði, heldur leitaði að réttu leiðinni. 79 Móðir hennar eyðir talsverðum tíma í skóginum við leit að dótturinni, en hún virðist vera heimavinnandi þar sem sögumaður segir; og það var bara þegar hann [bróðirinn] fór í skólann að móðirin tók fram skó og kjól af stúlkunni, þrýsti því upp að brjósti sér og gat grátið. 80 Lýsing Nínu Komarovu á reynslu sinni á barnaheimilinu er alls ekki slæm eða full eftirsjá, heldur þvert á móti. Þar er hugsað vel um Nínu og hún dafnar, gengur í 79 Sama heimild, bls Sama heimild, bls 1. 22

26 skóla og var á leið í verkmenntaskóla, og starfsmenn barnaheimilisins virðast hafa komið vel fram við Nínu sem og aðra; Börnin höfðu mjög góða og ljúfa fóstru. 81 Petrúshevskaja sjálf var send á barnaheimili. Ef til vill er hún að vísa í eigin reynslu af því að dvelja á barnaheimili. Hún segir ekkert slæmt um dvöl sína þar. Annað sem einkennir þessa sögu er að engin sögupersóna virðist vera í hlutverki illmennis. Flestir vilja aðstoða stúlkuna og koma henni til bjargar, það er einungis lögreglumaðurinn í upphafi sögunnar sem bregst ekki við, ber fyrir sig að ekkert sjáist í myrkrinu og mannekla er á staðnum. Því má kannski segja að boðskapur sögunnar sé að hafa trú á hinu góða í manninum. Ef kenning Propps um ævintýri er skoðuð í samhengi við söguna um Nínu þá koma margir þættir fram sem hann telur einkenna frásagnarliði ævintýra sem eru kannski ekki bersýnilegir við fyrstu sýn. Í fyrsta lagi hlítir bróðirinn ekki fyrirmælum móður sinnar, aðalhetja sögunnar týnist og þá fer atburðarrásin í gang. Allir fara að leita að stúlkunni. Nína er fundin, en ekki af fjölskyldu hennar heldur ókunnugu fólki. Henni er bjargað og komið fyrir á óhultum stað þar sem hún vex og dafnar. Stúlkan fer af stað og tekst á við þrautir á leið sinni í leit að uppruna sínum. Hún finnur leið sína heim og sameinast fjölskyldu sinni. Hér á eftir er nákvæmari greining á því hvernig sagan um Nínu Komarovu passar inn í frásagnarliði Propps: Hvarf/brottför Stúlkan og bróðir hennar fara út að leika og í framhaldinu týnist stúlkan. Bann Móðirin biður drenginn um að hafa auga með systur sinni, þ.e. bannar honum að missa hana úr augsýn. Bann brotið Drengurinn fylgist ekki nógu vel með systur sinni og hún villist í kjölfarið í skóginum. Milliganga Hjón finna stúlkuna og koma því þannig fyrir að hún er send á barnaheimili. Brottför Stúlkan er fjarlægð frá sínu heimaþorpi. Fyrsta virkni gefanda Nína lærir að tala og hefur skólagöngu á barnaheimilinu. Viðbrögð hetjunnar Nína stendur sig vel í skóla Móttaka á töfrakrafti hér má segja að töfrakrafturinn birtist að einhverju leiti í formi þeirrar visku sem Nína öðlast gegnum lærdóm á barnaheimilinu. Í 81 Sama heimild, bls

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Leiðir frumtextans. Um þýðingar og endursagnir á Heidi eftir Johönnu Spyri. Hugvísindasvið. Ritgerð til MA-prófs í þýðingafræði

Leiðir frumtextans. Um þýðingar og endursagnir á Heidi eftir Johönnu Spyri. Hugvísindasvið. Ritgerð til MA-prófs í þýðingafræði Hugvísindasvið Leiðir frumtextans Um þýðingar og endursagnir á Heidi eftir Johönnu Spyri Ritgerð til MA-prófs í þýðingafræði Aleksandra Maria Cieślińska Maí 2015 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslensku-

More information

Íslendingar hafa löngum litið á sig sem bókaþjóð. Oft er sagt að

Íslendingar hafa löngum litið á sig sem bókaþjóð. Oft er sagt að ÞÓrHILDur ODDSDÓTTIr HÁSKÓLa ÍSLanDS Þýðingar úr norðurlandamálum Þýdd skáldverk á íslensku frá 1960 til 2010 1. Inngangur Íslendingar hafa löngum litið á sig sem bókaþjóð. Oft er sagt að hvergi í heiminum

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Einmana, elskulegt skrímsli

Einmana, elskulegt skrímsli Hugvísindasvið Einmana, elskulegt skrímsli Birtingarmyndir forynja í Bjólfskviðu Ritgerð til BA-prófs í Almennri Bókmenntafræði Helga Guðmundsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn Bókmenntafræði

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Fjölmenning á Íslandi Maí 2018 Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Multicultural Iceland May 2018 In Icelandic the word menning (culture) does not exist in the plural form yet at the same time Icelandic

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

Leitin að hinu sanna leikhúsi

Leitin að hinu sanna leikhúsi Hugvísindasvið Leitin að hinu sanna leikhúsi Grimmdarleikhús Antonin Artaud og skrif Jean Genet fyrir leiksviðið Ritgerð til BA-prófs í Almennri bókmenntafræði Haukur Hallsson Janúar 2013 Háskóli Íslands

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði Hin grátandi kona Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso Ritgerð til BA- prófs í listfræði Maríanna Jónsdóttir Janúar 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Hin grátandi kona Kynjafræðileg

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

Snemma hafði jeg yndi af óð

Snemma hafði jeg yndi af óð Hugvísindasvið Snemma hafði jeg yndi af óð Herdís og Ólína Andrésdætur Ritgerð til BA-prófs í almennri bókmenntafræði Ingveldur Thorarensen Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir Beethoven og tæknikröfur píanósónötu nr. 26 Les Adieux Elín Arnardóttir Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Píanó Beethoven og tæknikröfur píanósónötu nr. 26 Les Adieux Elín Arnardóttir 2013 Útdráttur

More information

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 1 Maðurinn í málverki eftir Ragnar Þórisson Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 2 Efnisyfirlit INNGANGUR 3 ABSTRAKTMYNDIR 3 Þrír málarar abstrakt

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig

Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig Hugvísindasvið Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig Þórður Sigtryggsson, Mennt er máttur og íslenzk menning á tuttugustu öld Ritgerð til M.A.-prófs Svavar Steinarr

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna Sylvía Rut Sigfúsdóttir Janúar 2010 Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson Svana Björg Ólafsdóttir Ritgerð til BA-prófs í listfræði Maí 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Háskóli Íslands

More information

Lokaorð Heimildaskrá Viðauki I Myndaskrá Viðauki II... 40

Lokaorð Heimildaskrá Viðauki I Myndaskrá Viðauki II... 40 Ágrip Íslenskar barnateikningar á upplýsingaöld hafa ekki fengið verðskuldaða athygli. Þær eru dýrmætir upplýsingagjafar um þroskastig, hugarheim, áhugamál, upplifanir og reynslu einstaklinga, innsýn í

More information

Hvað er svona merkilegt við það að vera karlmaður?

Hvað er svona merkilegt við það að vera karlmaður? Hugvísindasvið Hvað er svona merkilegt við það að vera karlmaður? Um birtingarmynd kvenna í íslenskum glæpasögum Ritgerð til BA-prófs í almennri bókmenntafræði Tinna Eiríksdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Freyja Birgisdóttir Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Kynntar verða niðurstöður langtímarannsóknar á þroska,

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Frásagnir og upplýsingatextar barna í 1. bekk grunnskóla

Frásagnir og upplýsingatextar barna í 1. bekk grunnskóla Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2012 Rannveig Oddsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Freyja Birgisdóttir Textaritun byrjenda Frásagnir og upplýsingatextar barna í 1.

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 19. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Saman látum við hjólin snúast GRUNNNÁM

More information

Hlið við hlið. Ástráður Eysteinsson. Tapað-fundið í framandi borgum. Borg ohoj!

Hlið við hlið. Ástráður Eysteinsson. Tapað-fundið í framandi borgum. Borg ohoj! Borg ohoj! Hlið við hlið Tapað-fundið í framandi borgum Eftirfarandi línur eiga rætur í margbreytilegri borgarreynslu. Þær tengjast efnislegu þéttbýli sumar eru sóttar til hugleiðinga um Kaupmannahöfn

More information

Lífsfylling HRÓBJARTUR ÁRNASON. Kristín Aðalsteinsdóttir. (2013). Lífsfylling: Nám á fullorðinsárum. Akureyri: Háskólinn á Akureyri. 196 bls.

Lífsfylling HRÓBJARTUR ÁRNASON. Kristín Aðalsteinsdóttir. (2013). Lífsfylling: Nám á fullorðinsárum. Akureyri: Háskólinn á Akureyri. 196 bls. Uppeldi og menntun 22. árgangur 1. hefti 2013 HRÓBJARTUR ÁRNASON MENNTAVÍSINDASVIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS Lífsfylling Kristín Aðalsteinsdóttir. (2013). Lífsfylling: Nám á fullorðinsárum. Akureyri: Háskólinn

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 16. TBL 2. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Betri er lítill fiskur

More information

Trúðboð sannleiksengla á Íslandi

Trúðboð sannleiksengla á Íslandi Trúðboð sannleiksengla á Íslandi Hefðbundin list trúða fyrr og nú Andrea Elín Vilhjálmsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í Þjóðfræði Félagsvísindasvið Trúðboð sannleiksengla á Íslandi Hefðbundin list trúða

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst JÓHANNES BJÖRN Falið vald Kúnst 1979, 2009 Jóhannes Björn Lúðvíksson ISBN 978-9979-70-580-2 IV. Þangað sem auðurinn streymir Þegar talað er um eigendur alþjóðlegra banka og margar undirtyllur þeirra, verður

More information

Vaxandi ójöfnuður? Tekjudreifing og fátækt í OECD ríkjum

Vaxandi ójöfnuður? Tekjudreifing og fátækt í OECD ríkjum Growing Unequal? : Income Distribution and Poverty in OECD Countries Summary in Icelandic Vaxandi ójöfnuður? Tekjudreifing og fátækt í OECD ríkjum Útdráttur á íslensku Hefur tekjuójöfnuður aukist í tímans

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit...1 Upprættan av kundum við INDIVID...2 Allar fyritøkur og persónar, ið hava føroyskt A-,

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ LANGAR ÞIG AÐ KOMAST FRÍTT Á STÆRSTA

More information

KENNSLULEIÐBEININGAR

KENNSLULEIÐBEININGAR Þorsteinn Helgason Miðaldafólk á ferð KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit Til kennara.... 3 Fólk á ferð á miðöldum... 4 Guðríður Þorbjarnardóttir... 6 Pílagrímar og krossfarar.... 8 Silkileiðin og Markó

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK Hjörtur Smárason, janúar 2014 Borgir og mikilvægi þeirra í framtíðinni Borgir eru í auknum mæli að taka yfir hlutverk

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Áhrif upplýsingarinnar sem koma fram í völdum ritum um veraldleg efni eftir aðra Íslendinga en Magnús Stephensen frá tímabilinu

Áhrif upplýsingarinnar sem koma fram í völdum ritum um veraldleg efni eftir aðra Íslendinga en Magnús Stephensen frá tímabilinu Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Áhrif upplýsingarinnar sem koma fram í völdum ritum um veraldleg efni eftir aðra Íslendinga en Magnús Stephensen frá tímabilinu 1796 1820 Ritgerð til BA-prófs í

More information

OP LISTIN OG ÁHRIF HENNAR Á HÖNNUN

OP LISTIN OG ÁHRIF HENNAR Á HÖNNUN OP LISTIN OG ÁHRIF HENNAR Á HÖNNUN Ari S. Arnarsson Ari S. Arnarsson - Grafísk hönnun - Op listin og áhrif hennar á hönnun Leiðbeinandi: Aðalsteinn Ingólfsson Janúar 2010 Efnisyfirlit: 1. kafli - Inngangur...

More information

Hreyfingar ferðaþjónustu: Skipun þróunarverkefnis í ferðaþjónustu á Vestfjörðum

Hreyfingar ferðaþjónustu: Skipun þróunarverkefnis í ferðaþjónustu á Vestfjörðum Hreyfingar ferðaþjónustu: Skipun þróunarverkefnis í ferðaþjónustu á Vestfjörðum Gunnar Þór Jóhannesson * ÁGRIP Í umræðu um byggðamál og atvinnuþróun er oft horft til ferðaþjónustu sem mögulegs bjargráðs.

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Í gegnum kynjagleraugun

Í gegnum kynjagleraugun Hugvísindasvið Í gegnum kynjagleraugun Konur, karlar og námsefni í íslensku frá Námsgagnastofnun Ritgerð til MA-prófs í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu Ellen Klara Eyjólfsdóttir Júní 2014 Háskóli Íslands

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Eðli rúms og tíma: Ólafur Dan Daníelsson og greinar hans um afstæðiskenninguna

Eðli rúms og tíma: Ólafur Dan Daníelsson og greinar hans um afstæðiskenninguna Tímarit um raunvísindi og stærðfræði 3. árg. 1. hefti 2005 raust.is/2005/1/02 Eðli rúms og tíma: Ólafur Dan Daníelsson og greinar hans um afstæðiskenninguna Einar H. Guðmundsson og Skúli Sigurðsson Raunvísindastofnun

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Í draumi sérhvers manns er fall hans falið

Í draumi sérhvers manns er fall hans falið Hugvísindasvið Í draumi sérhvers manns er fall hans falið Órar og aldarhvörf í Eyes Wide Shut Ritgerð til BA-prófs í Kvikmyndafræði Sigurður Kjartan Kristinsson Maí 2013 Háskóli Íslands Hugvísindasvið

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information