Íslenska málfræðifélagið og Málvísindastofnun Háskóla Íslands. 32. Rask-ráðstefnan. um íslenskt mál og almenna málfræði

Size: px
Start display at page:

Download "Íslenska málfræðifélagið og Málvísindastofnun Háskóla Íslands. 32. Rask-ráðstefnan. um íslenskt mál og almenna málfræði"

Transcription

1 Íslenska málfræðifélagið og Málvísindastofnun Háskóla Íslands 32. Rask-ráðstefnan um íslenskt mál og almenna málfræði Fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 27. janúar 2018 Ráðstefnan er helguð minningu Magnúsar Snædals (17. apríl desember 2017)

2 Dagskrá 09:00 Ráðstefnan sett 09:00-09:20 Margrét Jónsdóttir: Magnúsar Snædals minnst 09:20-09:50 Ásgrímur Angantýsson, Finnur Friðriksson og Sigurður Konráðsson: Íslenskt mál og málfræði í grunn- og framhaldsskólum 09:50-10:20 Elín Þórsdóttir: Breytingar á háttanotkun í íslensku innri breytileiki og áhrif ílags 10:20-10:50 Ágústa Þorbergsdóttir: Þvert á menningu og tungumál samnorrænt íðorðaverkefni 10:50-11:20 Hlé 11:20-11:50 Auður Hauksdóttir: Eckėrt er kverið þeim til leidarvísirs, er girnast ad læra dönsku edur eingelsku (Rasmus Rask 1815) 11:50-12:20 Már Jónsson: Dönsk áhrif á íslenskt mál í Grindavík á fyrstu árum 19. aldar 12:20-13:30 Hádegishlé 13:30-14:00 Dagbjört Guðmundsdóttir, Iris Edda Nowenstein og Sigríður Sigurjónsdóttir: Afturvirkni og tíðniáhrif í fallmörkun frumlaga 14:00-14:30 Einar Freyr Sigurðsson og Eiríkur Rögnvaldsson: Flókin færsla 14:30-15:00 Jóhannes Gísli Jónsson: Andlagsstökk í (vestur-)íslensku 15:00-15:30 Þorbjörg Þorvaldsdóttir: Samræmi með samtengdum nafnliðum 15:30-16:00 Hlé 16:00-16:30 Guðrún Þórhallsdóttir: Gleðimenn, gleðimeyjar og Gleðikvennafélag Vallahrepps 16:30-17:00 Haukur Þorgeirsson: Eðlissamræmi í íslensku að fornu og nýju 17:00-17:30 Halldór Ármann Sigurðsson: Um kyn í ensku og íslensku 17:30 Ráðstefnu slitið 2

3 Íslenskt mál og málfræði í grunn- og framhaldsskólum Ásgrímur Angantýsson, Finnur Friðriksson og Sigurður Konráðsson Í rannsóknarverkefninu Íslenska sem námsgrein og kennslutunga (ÍNOK) voru m.a. könnuð viðhorf nemenda og kennara til máls og málfræði. Í þeim nemendahópum sem teknir voru í viðtöl má samantekið segja að fjögur meginþemu og andstæður hafi komið í ljós. Í fyrsta lagi var áberandi að nemendurnir tengja umræðu um mál og málfræði skýrt við rétt mál og rangt, þ.e. að málfræðin sé ekki síst tæki til að ákveða hvað megi og hvað ekki þegar kemur að málnotkun. Í öðru lagi mátti greina hjá nemendum ákveðna togstreitu á milli gagnsemi og gagnsleysis málfræði því þó þeir telji hana öflugt tæki til að taka afstöðu til þess sem telst rétt og rangt mál voru ýmis málfræðihugtök oftast nefnd til sögunnar þegar þeir voru beðnir um að nefna þau viðfangsefni íslenskunnar sem gögnuðust þeim minnst. Í beinu framhaldi af þessu mátti í þriðja lagi greina ósamræmi á milli þess sem nemendur vildu læra og þess sem þeir læra í raun í skólanum, en nemendur vildu helst verða vel læsir og ritfærir og ná að tileinka sér rétt mál, og töldu of miklum tíma varið í hefðbundna skólamálfræði til að það markmið næðist. Í fjórða og síðasta lagi mátti svo sjá ákveðna andstæðu á milli þess sem nemendur læra í skólanum og þess menningarlega lærdóms sem þeir fá annars staðar, en skólarnir virðast á köflum umbuna nemendum fyrir færni og þekkingu sem þeir afla sér utan skólastofunnar. Svörum íslenskukennara má einnig skipta upp í nokkur meginþemu. Í fyrsta lagi var áberandi hve lítt mótaðar hugmyndir kennara um mál og málfræði virðast vera og þótt sumir þeirra hafi getað tengt málfræðikunnáttu við almenna málnotkun og þar með jafnvel aukna möguleika á velferð í gegnum lífið létu flestir sér nægja að segja að málfræðikunnátta sé mikilvæg, án frekari útfærslu nema hugsanlega í tengslum við einhver afmörkuð og tiltölulega smávægileg málfræðileg álitamál. Í öðru lagi var áberandi nokkurn veginn sama togstreita og greina mátti hjá nemendum á milli gagnsemi og gagnsleysis málfræðikennslu, einkum þeirrar greiningarvinnu sem hún virðist að mestu leyti byggjast á. Þannig sögðust kennararnir svo til allir telja málfræði mikilvæga en margir þeirra nefndu í næsta orði að hún væri sá þáttur íslenskunnar sem helst mætti draga úr. Í þriðja lagi virðast kennararnir sjá skýra snertifleti á milli málfræðikennslu og -kunnáttu og annarra þátta íslenskunnar og aðrir faggreinakennarar sem rætt var við sjá jafnframt skýra tengingu á milli kennslu íslenskrar málfræði og kennslu annarra tungumála enda verði málfræði erlendra tungumála ekki svo glatt útskýrð án vísana til íslenskrar málfræði. Þá telja aðrir faggreinakennarar málfræðina nýtast vel með óbeinum hætti í þeirra greinum, einkum við ritunarvinnu af ýmsum toga sem sinna þarf þar. Loks er vert að nefna að íslenskukennararnir virðast eiga það sammerkt að hafa fengið nokkuð strangt málfarslegt uppeldi, sem gjarnan var í höndum nánustu fjölskyldu og byggðist ekki síst á því að góðum bókum var haldið að þeim. 3

4 Breytingar á háttanotkun í íslensku innri breytileiki og áhrif ílags Elín Þórsdóttir Nýverið hafa heyrst áhyggjuraddir um að viðtengingarháttur sé að veiklast eða hverfa úr íslensku (sjá t.d. umræðu Silju Bjarkar Huldudóttur, 2006). Þó taka ekki allir undir þetta, en t.d. hefur Guðrún Þórðardóttir (2006; 2012) fullyrt að viðtengingarháttur sé þvert á móti í sókn við ákveðnar málfræðilegar aðstæður. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar á tilbrigðum í íslensku nútímamáli styðja hugmyndir Guðrúnar en þær gefa til kynna að viðtengingarháttur sé ekki nauðsynlega á undanhaldi. Þær benda engu að síður til þess að breytingar séu að verða á háttanotkun íslenskra málhafa þar sem val viðtengingarháttar og framsöguháttar er á reiki (Höskuldur Þráinsson o.fl., 2015). Breytingar í háttanotkun eru ekki nýtilkomnar en til forna var notkun háttanna önnur en í dag. Þá hafa beygingarendingar háttanna einnig tekið töluverðum breytingum frá fornu fari (Halldór Ármann Sigurðsson, 1981). Í þessu erindi verður fjallað um háttanotkun þátttakenda í rannsóknarverkefninu Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis (Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson, 2015). Háttanotkun tveggja aldurshópa er borin saman í því skyni að athuga hvort breyting sé að verða á notkun þessara hátta í íslensku. Fyrstu niðurstöður gefa til kynna að svo sé, þar sem yngra fólk er mun jákvæðara gagnvart tilbrigðum í háttanotkun en það eldra. Dæmi (1) sýnir mat tveggja aldurshópa á setningu þar sem sögnin ætti að standa í viðtengingarhætti samkvæmt hefð. Prófsetningin birtist hins vegar í framsöguhætti, þrátt fyrir að sögnin í aðalsetningunni sé halda. Þetta er nýjung í háttanotkun: (1) María er ekki á skrifstofunni eins og vanalega. Ég held að hún er í útlöndum. - Hlutfall ára þátttakenda sem telja að setningin sé eðlileg: 29% - Hlutfall ára þátttakenda sem telja að setningin sé eðlileg: 3,1% Niðurstöður gefa því til kynna, rétt eins og nýlegar rannsóknir sýna og nefnt var hér að ofan, að háttanotkun Íslendinga sé meira á reiki en áður þar sem breytileiki (e. variation) eykst. Orsök breytinga af þessu tagi er óljós. Ein möguleg ástæða málbreytinga er breyting á ílagi (e. input). Breytt samfélagsgerð á Íslandi og aukin áhrif ensku gætu einmitt verið til marks um breytt ílag þar sem ílag á ensku hefur e.t.v. aukist á kostnað íslensku. Eitt markmið þessarar rannsóknar er einmitt að kanna áhrif ílags á tilbrigði í háttanotkun. Í því skyni var yngri hópnum, ára, skipt í tvennt þar sem miðað var við magn ílags á ensku. Í ljós kom að þeir sem verða fyrir miklum áhrifum frá ensku eru líklegri til að samþykkja nýleg tilbrigði í háttanotkun en aðrir, sbr. (2): (2) María er ekki á skrifstofunni eins og vanalega. Ég held að hún er í útlöndum. - Hlutfall ára þátttakenda sem fá mikið ílag á ensku og telja að setningin sé eðlileg: 36,8% 4

5 - Hlutfall ára þátttakenda sem fá lítið ílag á ensku og telja að setningin sé eðlileg: 23,4% Þessar niðurstöður gefa til kynna að ílag geti vissulega verið áhrifavaldur þegar kemur að málnotkun og málbreytingum. Viðtengingarháttur er horfinn úr ýmsum grannmálum íslensku. Þar má t.a.m. nefna færeysku en þar helst viðtengingarháttur nær einungis í stirðnuðum orðtökum (Höskuldur Þráinsson, 2004). Þar sem náskyld mál hafa tilhneigingu til að þróast á sama hátt er möguleiki á að íslenska hljóti sömu örlög og viðtengingarhátturinn muni hverfa á næstu áratugum eða öldum. Tilbrigðaverkefnið sem var til umræðu hér að ofan sýndi að ótvíræðar breytingar hafa orðið á notkun háttanna. Aðstæður á Íslandi hafa hins vegar breyst töluvert síðan sú rannsókn var framkvæmd. Svokölluð snjalltækjavæðing er t.a.m. talin hafa hafist árið 2010 en hún hefur haft umtalsverð áhrif hér á landi (sjá t.d. Sigríði Sigurjónsdóttur o.fl., 2017). Í þessu ljósi er athyglisvert að kanna hvort breyttar aðstæður og breytt ílag geti orðið til þess að hraða breytingum sem þegar eru hafnar. Þær niðurstöður sem voru til umræðu í (2) gefa til kynna að aukið ílag á ensku geti hraðað breytingum á háttanotkun í íslensku. Niðurstöðurnar benda jafnframt til þess að aukin enskunotkun Íslendinga hafi áhrif á tilfinningu þeirra fyrir ýmsum málfræðilegum atriðum í íslensku, t.a.m. viðtengingarhætti. Heimildir Guðrún Þórðardóttir. (2006). Er notkun viðtengingarháttar að breytast? Íslenskt mál 28: Guðrún Þórðardóttir. (2012). Viðtengingarháttur í sókn. Um breytingar á háttanotkun í spurnarsetningum í nútíð með tengingunni hvort. MA-ritgerð, Háskóla Íslands, Reykjavík. Halldór Ármann Sigurðsson. (1981). Deilni og andstæðukerfi formdeilda. Mímir 29: Höskuldur Þráinsson, Hjalmar P. Petersen, Jógvan í Lon Jacobsen og Zakaris S. Hansen. (2004). Faroese: an overview and reference grammar. Føroya Fróðskaparfelag, Tórshavn. (2004). Höskuldur Þráinsson, Ásgrímur Angantýsson og Einar Freyr Sigurðsson (ritstj.). (2015). Tilbrigði í íslenskri setnnigagerð II. Helstu niðurstöður. Tölfræðilegt yfirlit. Háskólaútgáfan, Reykjavík. Sigríður Sigurjónsdóttir o.fl. (2017, 5. september). Language contact without contact: A nationwide study of digital minoritization. Erindi flutt á ráðstefnunni DiGS 19 workshop, Stellenbosch, S-Afríku. Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson. (2015). Modeling the linguistic consequences of digital language contact. Umsókn um öndvegisstyrk til Rannsóknarsjóðs RANNÍS, 1. september Silja Björk Huldudóttir. (2006). Undirstöður tungumálsins að bresta. [Frásögn af ráðstefnu um stöðu málsins.] Morgunblaðið 23. janúar, bls. 1 og

6 Þvert á menningu og tungumál samnorrænt íðorðaverkefni Ágústa Þorbergsdóttir Norrænar málnefndir og íðorðastofnanir hafa síðustu ár unnið að sameiginlegu íðorðaverkefni (Termbase til støtte for nordisk mobilitet) sem á að auðvelda aðlögun norrænna borgara sem ætla að starfa, leggja stund á nám eða búa í öðrum norrænum löndum. Verkefnið á rætur að rekja í þeim hugmyndum sem fram koma í norræna tungumálasáttmálanum sem er samningur milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um rétt norrænna ríkisborgara til að nota eigin tungu í öðru norrænu landi. Með tungumálasáttmálanum skuldbundu samningsríkin sig til að stuðla að því að ríkisborgari samningsríkis geti eftir þörfum notað eigin tungu í samskiptum við yfirvöld og aðrar opinberar stofnanir í öðru samningsríki. Auk samskipta við dómstóla á þetta sérstaklega við samskipti við opinbera aðila, svo sem heilbrigðis-, félagsmála- og skólayfirvöld. Slíkt getur þó verið vandkvæðum bundið í raun og íðorð í eigin tungumáli á þessum sviðum geta jafnvel verið óljós. Sameiginlegur norrænn íðorðagrunnur, þar sem íðorð annarra norrænna landa á þessum sviðum eru skilgreind eða útskýrð, getur því verið mikilvægt framlag til að efla skilning á granntungumálum og haft það markmið að auka hreyfanleika (mobilitet) og minnka hindranir á Norðurlöndum. Enda þótt áður hafi verið gefnar út orðabækur milli norrænna tungumála, t.d. Skandinavisk ordbok frá 1994 og norræna veforðabókin ISLEX ( er þar þó fyrst og fremst að finna orð úr almennu máli. Það hefur því vantað að borgarar, sem óska eftir að búa eða stunda nám í öðru norrænu landi, gætu flett upp á einum stað sérhæfðum orðum sem notuð eru í samskiptum við yfirvöld. Nordplus Nordens Sprog veitti styrk gerð íðorðagrunns (Termbase til støtte for nordisk mobilitet) og árið 2015 hófu málnefndirnar í Danmörku, Íslandi, Noregi og Svíþjóð ásamt íðorðastofnunum DANTERMcentret (Danmörk), Terminologicentralen TSK (Finnland) og Terminologicentum TNC (Svíþjóð) vinnu við íðorðagrunninn. Språkrådet i Noregi fór með verkefnastjórn og DAN- TERMcentret í Danmörku sá um tæknimál í sambandi við gerð grunnsins. Ákveðið var um að taka fyrir fjögur efnissvið, þ.e. hugtök á sviði menntunar, vinnumarkaðar, dómsmála og heilbrigðismála, og byrjað var á hugtökum á tveimur fyrstnefndu sviðunum. Það markmið var sett að skilgreina 75 hugtök á dönsku, finnsku, íslensku, norsku (bókmál og nýnorsku), sænsku, finnlandssænsku og svíþjóðarfinnsku á báðum þessum efnissviðum. Alls var því um að ræða 1200 hugtök og lauk þessum áfanga í mars Útbúinn var sameiginlegur gagnagrunnur til að skrá hugtökin og sérstök vefsíða þar sem þau eru birt. Á vefsíðunni er hægt að leita að hugtökum á einu norrænu tungumáli og fá jafngildi og skilgreiningar á öðru norrænu tungumáli. Í þeim tilvikum þar sem ekki er um að ræða jafngildi fær notandinn þýðingu á skilgreiningu hugtaksins. 6

7 Í erindinu verður einkum sagt frá helstu áskorunum sem fram komu í verkefninu, s.s. við val á hugtökum og mat á jafngildi hugtakanna enda er munur á menntakerfi og vinnumarkaði í norrænu löndunum. 7

8 Eckėrt er kverið þeim til leidarvísirs, er girnast ad læra dönsku edur eingelsku. (Rasmus Rask 1815) Auður Hauksdóttir Á síðari hluta átjándu aldar fóru hugmyndir um þjóðerni að ryðja sér til rúms í Danmörku eins og víðar í álfunni og þar gegndi móðurmálið lykilhlutverki. Dönsk tunga þótti standa höllum fæti, ekki síst vegna mikilla áhrifa frá þýskri tungu og menningu. Mikill viðsnúningur átti sér stað þegar var farið að kenna á dönsku í stað latínu í Hafnarháskóla frá því um miðja átjándu öld, en í kjölfar þess fór kennsla í vaxandi mæli fram á dönsku í skólakerfinu, auk þess sem danskan varð sjálfstæð kennslugrein. Kennsluefni á dönsku í flestum greinum og aukin útgáfa bóka af ýmsum toga styrkti enn fremur stöðu dönskunnar. Þróunin í Danmörku hafði einnig áhrif á Íslandi, sem m.a. má sjá stað í auknum og fjölbreyttari tengslum Íslendinga við danska tungu en áður hafði tíðkast. Vegna áhuga Dana á íslensku styrkti móðurmálsvæðingin í Danmörku þó líka íslensku, þ.e. hún gerði hvort tveggja í senn að styrkja og veikja bæði stöðu dönsku og íslensku hér á landi. En í hverju fólust tengsl Íslendinga við dönsku um aldamótin átján hundruð? Hvaða Íslendingar lærðu dönsku og í hvaða tilgangi? Hvaða tækifæri höfðu þeir til að nota dönsku og hvernig háttaði til með dönskukunnátta þeirra? Skrif Rasks um Íslandsdvölina árin eru mikilvæg heimild um tengsl íslensku við dönsku. Aðrar mikilvægar samtímaheimildir sem varpa ljósi á þetta efni eru Ferðabók Eggerts og Bjarna og Landsnefndarskjölin frá áttunda áratugi átjándu aldar. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þessar heimildir og hvaða mynd þær gefa af tengslum íslensku við dönsku á ofanverðri átjándu öld. Rætt verður um hvaða vísbendingar heimildirnar gefa um dönskunotkun Íslendinga og hvaða ályktanir má draga af þeim um dönskukunnáttu þeirra almennt á þessum tíma. 8

9 Dönsk áhrif á íslenskt mál í Grindavík á fyrstu árum 19. aldar Már Jónsson Fljótlega eftir að Rasmus Rask kom til Íslands, 25 ára gamall, dró hann þá ályktun að íslenskri tungu væri ekki viðbjargandi. Í bréfi sem hann skrifaði Bjarna Thorsteinssyni dagana 30. ágúst til 3. september 1813 fullyrti hann: Annars þjer einlæglega að segja held jeg, að íslenzkan bráðum muni útaf deyja; reikna jeg, að varla muni nokkur skilja hana í Reykjavík að 100 árum liðnum, en varla nokkur í landinu að öðrum 200 árum þar upp frá... jafnvel hjá beztu mönnum er annaðhvort orð á dönsku; hjá almúganum mun hún haldast við lengst ( Brjef frá Rask, Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags 9 (1888), bls. 56). Í erindinu verður síðustu setningu Rasks fylgt eftir með könnun á því hvort málfar almennings á fyrsta fjórðungi 19. aldar hafi virkilega verið ósnortið af áhrifum frá danskri tungu. Byggt verður á tiltækum bréfum sem bændur og búalið í Grindavíkurhreppi skrifuðu sýslumanni um hversdagsleg málefni, einkum peningalega hagsmuni, og litið til orðanotkunar, orðalags og setningarskipunar. Tungutak þessa fólks verður borið saman við tungutak þeirra sýslumanna í Gullbringu- og Kjósarsýslu á sömu árum sem voru Íslendingar, en meðal þeirra var Halldór Thorgrimsen, annar góðvinur Rasmusar. Frumathuganir benda til þess að helstu áhrifin úr dönsku séu þau að eftir því sem menn voru hærra settir og efnaðri, svo sem hreppstjórar, jukust líkur á því að þeir slettu dönsku, til dæmis nafnorðinu begiæring eða sögnina forblífa. Djúpstæðari áhrifa gætir aðeins í ávarps- og kveðjuorðum, þar sem ætla má að stöðlun að ofan geri vart við sig; til dæmis í lok bréfs frá Þorvaldi Oddssyni 9. maí 1824, sem var 28 ára gamall og bjó á Stóra-Nýjabæ í Krísuvík: hvörs vegna ég er yður innilega og auðmjúkliga í undirgefni umbiðjandi veleðla og réttvísa herra sýslumanninn að vilduð álíta og úrskurða mér til handa hið besta hér út í (Þjóðskjalasafn Íslands. Sýsluskjalasafn. Gullbringu- og Kjósarsýsla ED2/16. Dánarbú , örk 2, nr. 6). 9

10 Afturvirkni og tíðniáhrif í fallmörkun frumlaga Dagbjört Guðmundsdóttir, Iris Edda Nowenstein og Sigríður Sigurjónsdóttir Nokkuð viðurkennt er að gera ráð fyrir kenningum þar sem fall er að einhverju leyti fyrirsjáanlegt og bundið merkingarhlutverkum á reglubundinn hátt (Woolford 2006). Þrátt fyrir mikla grósku í rannsóknum á því hvernig börn tileinka sér merkingu sagna með setningafræðilegri mátun (e. syntactic bootstrapping) hafa fáar rannsóknir athugað hvaða hlutverki fallmörkun gegnir í því samhengi, mögulega því rannsóknirnar hafa ekki náð til tungumála með ríkuleg fallmörkunarkerfi (sjá þó Lidz, Gleitman og Gleitman 2002). Því er tilvalið að nýta íslensku til þess að kanna þessi tengsl og um leið nauðsynlegt að túlka breytileika í fallmörkun frumlaga í ljósi kenninga um sagnatileinkun og tengsla falls við merkingarhlutverk. Þágufallshneigð er þekktasta dæmið um breytingar á frumlagsfalli í íslensku. Minna er fjallað um nefnifallshneigð með þemasögnum en í henni felst að aukafallsfrumlög áhrifslausra sagna sem tákna hreyfingu eða breytingu birtast í nefnifalli (Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson 2005:225): (1) a. Bátinn (þf.) rak á land Báturinn (nf.) rak á land b. Bátnum (þgf.) hvolfdi Báturinn (nf.) hvolfdi Nefnifallshneigð er, líkt og þágufallshneigð, dæmi um alhæfingu þar sem reglubundið fall er alhæft á kostnað falls sem er markaðra. Þrátt fyrir að aukafallsfrumlög þemasagna geti bæði verið í þolfalli og þágufalli hefur lengi verið talið að þágufall sé ekki alhæft með þemasögnum, þó slíkt eigi sér stað með skynjandasögnum sem sýna þá þágufallshneigð. Raunar hefur þágufallshneigð með þemasögnum verið talin ómöguleg (Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson 2005) og gert ráð fyrir að nefnifallsalhæfingar séu eini kosturinn (nýleg tilraun til útskýringar á þessu er Yang 2016). Niðurstöður úr könnunum okkar sýna hins vegar að frumlög þemasagna með upprunalegu þolfalli geta komið fyrir í þágufalli. Þannig virðast þágufallsfrumlög (sem eru þó ekki vera virk með nýjum sögnum) koma fyrir með sögnum sem sýna breytileika í fallmörkun ekki aðeins skynjandasögnum heldur sögnum sem hafa almennt ekki gerendur sem frumlög. Þetta köllum við afturvirkni (e. retroproductivity) þágufallsfrumlaga. Við kynnum niðurstöður tveggja kannana á nefnifallshneigð í íslensku. Í fyrri könnuninni (N = 4545) voru fjórar þemasagnir prófaðar, tvær þolfallssagnir og tvær þágufallssagnir. Eins og sjá má á myndinni kom þágufall oftar fram en upprunalegt þolfall hjá yngstu aldurshópunum með sögninni daga uppi: 10

11 Daga uppi >70 NF 77,8 81,8 83,2 93,9 97,5 97,2 96,1 94,7 ÞF 5,8 3, ,1 3,6 4 ÞGF 16,2 14,8 12,6 4 1,3 0,6 0,2 1,1 NF ÞF ÞGF Til þess að skýra þessi óvæntu mynstur frekar var önnur könnun hönnuð fyrir börn í 6. bekk grunnskóla (sbr. aldurshóp í rannsóknum Ástu Svavarsdóttur 1982 og Jóhannesar Gísla Jónssonar og Þórhalls Eyþórssonar 2003). 57 börn hafa þegar tekið þátt, en í könnuninni velja þau fall með 24 þema- og skynjandasögnum sem hafa upprunalega frumlög í nefnifalli, þolfalli eða þágufalli. Tveir tíðnihópar voru notaðir fyrir hvert skilyrði: Eins algengar sagnir og kostur var á auk sagna með lága tíðni. Þátttakendur tóku einnig þátt í þekkingarprófi þar sem þau voru beðin um að merkja við þær sagnir úr fyrri liðnum sem þau þekktu fyrir, auk 22 annarra þemasagna með aukafallsfrumlagi. Með þessum hætti var athugað hvort ára börn notist við setningafræðilega og merkingarlega mátun þegar kemur að sögnum með lága tíðni og velji þá fall út frá rökliðagerð sagnarinnar (+/- áhrifssögn) og merkingarlegum einkennum frumlagsins (+/- gerandi, +/- lifandi). Heimildaskrá Ásta Svavarsdóttir Þágufallssýki. Breytingar á fallnotkun í frumlagssæti ópersónulegra setninga. Íslenskt mál og almenn málfræði 4: Jóhannes Gísli Jónsson Not so Quirky: On Subject Case in Icelandic. New perspectives on case and Case Theory, Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson Breytingar á frumlagsfalli í íslensku. Íslenskt mál og almenn málfræði 25:7-40. Jóhannes Gísli Jónsson og Þórhallur Eyþórsson Variation in subject case marking in Insular Scandinavian. Nordic Journal of Linguistics 28 (2): Lidz, Gleitman and Gleitman, Understanding how input matters: verb learning and the footprint of universal grammar. Cognition 87 (3): Yang, C The Price of Linguistic Productivity. How Children learn to break the Rules of Language. The MIT Press, Cambridge. Woolford, E Lexical Case, Inherent Case, and Argument Structure. Linguistic Inquiry 37 (1),

12 Flókin færsla Einar Freyr Sigurðsson og Eiríkur Rögnvaldsson Setningar á borð við (1a) og (2a) virðast tækar í máli allra sem hafa íslensku að móðurmáli en aðeins sumir málhafar telja setningar eins (1b) og (2b) tækar (og þess vegna merkjum við þær með % ). (1)a. Það er flókið að skilja geimvísindi. b. %Geimvísindi eru flókin að skilja. (2)a. Það var erfitt að dæma þennan leik. b. %Þessi leikur var erfiður að dæma. Setningagerðina í (1b) og (2b) köllum við hér flókna færslu og samsvarar hún að mörgu leyti tough movement í ensku sem hefur verið mikið rannsökuð (sbr. The problem is tough to solve). Íslenska heitinu er ætlað að vera lýsandi tvenna vegu. Annars vegar er hægt að nota lýsingarorðið flókinn í setningagerðinni (á sama hátt og hægt er að nota lýsingarorðið tough í tough movement ). Hins vegar hefur margt verið ritað um hvers konar færsla eigi sér stað í ensku setningagerðinni. Einkum hefur því verið haldið fram að um sé að ræða 1) lyftingu, 2) ósæmilega færslu (e. improper movement) eða 3) greiningu sem feli í sér virkja (e. operator) svipaðan og í tilvísunarsetningum (e. null operator analysis). Við færum fyrir því rök að ekki geti verið um lyftingu að ræða og því þurfi flóknari greiningu. Við teljum að greining 3) eigi best við um íslensku og þar með að um tiltölulega flókna færslu sé að ræða. Í fyrsta lagi er orðasafnsfall (þágufall, eignarfall) ekki varðveitt í setningagerðinni. Að vissu leyti minna dæmin í (1b) og (2b) á þolmynd þar sem þolfall germyndar (Ég dæmdi leikinn) verður að nefnifalli í þolmynd (Leikurinn var dæmdur). Aftur á móti er orðasafnsfall varðveitt í þolmynd (Þessum staðreyndum var kyngt), ólíkt flókinni færslu, sjá (3): (3)a. Það er erfitt að kyngja þessum staðreyndum. b. %Þessar staðreyndir eru erfiðar að kyngja. Þetta bendir til að ekki sé um lyftingu að ræða. Þetta virðist ekki heldur vera ósæmileg færsla en í slíkri færslu felst að nafnliður sé fyrst kjarnafærður og færist svo í rökliðarsæti (e. A-to-A -to-a movement) slík færsla ætti að viðhalda þágufallinu. Í öðru lagi getur nafnliðurinn í frumlagssæti móðursetningarinnar samsvarað andlagi forsetningar (4a); færsla úr forsetningarlið í frumlagssæti, svo sem í þolmynd (4b), er ótæk í íslensku. Þetta væri aftur á móti mögulegt með ósæmilegri færslu en þó ætti fall að varðveitast. (4)a. %Sigurður er erfiður að tefla við. b. *Sigurður var tefldur við. 12

13 Ýmis fleiri rök verða færð fyrir því að formgerð setningagerðarinnar (flókinnar færslu) sé líkust tilvísunarsetningum. Hér má nefna að fljótandi magnliðir og sagnfyllingar í undirskipuðu setningunni standa í öðru falli en frumlag aðalsetningarinnar, sjá (5a); endurtekin fornöfn í undirskipuðu setningunni eru möguleg og þau standa í öðru falli en frumlagið, sjá (5b) (sbr. Höskuld Þráinsson 2007:431); og þá er ástæða til að ætla að í undirskipuðu setningunni sé ósagt frumlag en slíkt frumlag ætti að koma í veg fyrir lyftingu (en þó ekki ósæmilega færslu), sjá (5c). (5)a. %Sigurður er erfiður að tefla við ófullan. b. %Hinrik var erfiður að búa með honum. c. %Þessi bók er erfið að lesa þreyttur. Í fyrirlestrinum verða einnig athuguð hvers konar lýsingarorð eru möguleg með flókinni færslu og því haldið fram að frumlagið fái merkingarhlutverk frá lýsingarorðinu (það skýrir hvers vegna Jón er leiðinlegur að tala við er mun betri en Jón er leiðinlegur að tala um). 13

14 Andlagsstökk í (vestur-)íslensku Jóhannes Gísli Jónsson Í þessum fyrirlestri verður fjallað um andlagsstökk í vestur-íslensku í samanburði við heimaíslensku og byggt á viðtölum við vestur-íslenska málhafa sem tekin voru á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Í þessum gögnum má finna ýmis dæmi sem benda til þess að andlagsstökk sé ekki skyldubundið með andlagsfornöfnum. Þetta er mjög algengt með ábendingarfornafninu þetta (Og ég var lítill strákur og ég skildi ekki þetta) en kemur líka fyrir með persónufornafni í hvorugkyni eintölu (sbr. En mér líkaði ekki það). Þetta er áhugavert í ljósi þess að andlagsstökk í heimaíslensku er skyldubundið ef andlagið er áherslulaust fornafn (sbr. Mér líkaði ðað ekki; *Mér líka ekki ðað), eins og margoft verið bent á, en mögulegt ef fornafnið ber andstæðuáherslu (sbr. Mér líkaði ÞAÐ ekki, Mér líkaði ekki ÞAÐ). En þar sem andlagsfornafnið ber venjulega áherslu í vestur-íslensku dæmunum sem áður voru nefnd er hvorki hægt að bera þau saman við dæmi með áherslulausu fornafni í heimaíslensku né dæmi þar sem fornafnið ber andstæðuáherslu. Af þessu leiðir að ekki fæst raunverulegur samanburður milli málanna nema setningastaða andlagsfornafna með venjulega áherslu í heimaíslensku sé skoðuð sérstaklega. Þetta hefur þó aldrei verið gert eftir því sem ég best veit enda eru andlagsfornöfn langoftast áherslulaus í heimaíslensku, burtséð frá öllum færslum (sbr. Ég hef aldrei séð ða frekar en Ég hef aldrei séð það). Í þessum fyrirlestri verður reynt að varpa ljósi á þetta atriði svo hægt sé að meta í hverju munurinn á vestur-íslensku og heimaíslensku raunverulega felst. Í framhaldi af þessu verður hugað að þeirri staðreynd að ábendingarfornafnið þetta hefur mun sterkari tilhneigingu til að færast ekki en persónufornafnið það í vestur-íslensku og hún sett í samhengi við andlagsstökk í öðrum norrænum málum. 14

15 Samræmi með samtengdum nafnliðum Þorbjörg Þorvaldsdóttir Samtengdir nafnliðir t.d. friður og frelsi - valda íslenskum málhöfum gjarnan vandræðum í málnotkun, en samræmi með slíkum liðum er á töluverðu reiki. Í þessum fyrirlestri mun ég fjalla um þá samræmiskosti sem eru fyrir hendi með samtengdum nafnliðum í íslensku og dreifingu þeirra út frá merkingu, samræmismarki (e. agreement target) og málfræðilegu kyni. Yfirleitt er gert ráð fyrir því að tungumál hafi yfir tveimur kostum að ráða í samræmi með samtengdum nafnliðum; útreikningssamræmi (e. resolution) og hlutasamræmi (e. partial agreement) (Corbett, 1991, 2006). Íslenska leyfir báða þessa kosti og valið á milli þeirra virðist stýrast af merkingarþáttunum hlutstæður/óhlutstæður og teljanlegur/óteljanlegur (Jón G. Friðjónsson, 1991). Hlutasamræmi í íslensku hefur verið lýst þannig að kyn- og tölusamræmi sé yfirleitt haft með þeim nafnlið sem stendur næst samræmismarkinu (Jón G. Friðjónsson, 1991). Í íslensku útreikningssamræmi, þ.e. þegar samræmi er haft með báðum nafnliðum, er viðtekið að samræmismarkið komi alltaf fyrir í fleirtölu og kyn þess endurspegli kyn samtengdu nafnliðanna ef þeir eru af sama málfræðilega kyni. Ef kyn nafnliðanna aftur á móti stangast á stýrir samtengdi nafnliðurinn hvorugkynssamræmi (Jón G. Friðjónsson, 1991, Wechsler, 2009, Corbett, 1991). Rannsóknin sem hér verður kynnt byggir á könnun sem 405 málhafar fylltu út á netinu. Málhafar voru beðnir um að fylla inn samræmismörk samtengdra nafnliða úr fjórum mismunandi merkingarflokkum út frá afmörkunarstigveldinu (e. Individuation Hierarchy) MANNFÓLK > DÝR > TELJANLEGIR HLUTIR > ÓHLUTSTÆÐ ÓTELJANLEG HUGTÖK. Sambærileg stigveldi hafa reynst vel í rannsóknum á dreifingu hluta- og útreikningssamræmis í fjölda tungumála (sjá t.d. Lorimor, 2007 og umfjöllun í Corbett, 1991, 2006). Gögnum var safnað fyrir tvenns konar samræmismörk; lýsingarorð í stöðu sagnfyllingar og persónufornöfn í frumlagssæti. Samtengdu nafnliðirnir í könnuninni innihéldu jafnframt allar mögulegar samsetningar málfræðilegs kyns. Eins og við var að búast er útreikningssamræmi, þ.e. samræmi í fleirtölu, algengast með samtengdum nafnliðum sem eru ofarlega á afmörkunarstigveldinu. Athygli vekur þó að hvorugkyn fleirtölu er oft notað í aðstæðum þar sem búist væri við karlkyni eða kvenkyni. Þá eru mjög fá ótvíræð dæmi um samræmi með öðrum nafnliðnum, þ.e. um hlutasamræmi í kyni og tölu. Þess í stað er hvorugkyn nær alltaf notað þegar eintölusamræmi kemur fram, óháð kynjasamsetningu liðanna. Samræmi í eintölu er helst að finna með orðum neðarlega á afmörkunarstigveldinu og kemur oftar fyrir á persónufornöfnum en lýsingarorðum. 15

16 Ég mun kynna niðurstöður rannsóknarinnar og sýna hvernig gera má grein fyrir þessari víðtæku notkun hvorugkynsins út frá tvískiptingu Corbett og Fraser (2000) á sjálfgefnum gildum. Þá mun ég bera hvorugkynssamræmið í eintölunni saman við svokallað pönnukökusamræmi í skandinavísku málunum (e. pancake agreement, sjá Enger, 2004, 2013) og velta upp þeirri spurningu hvort hér geti verið um merkingarlegt samræmi að ræða. Heimildir Corbett, G. G. (1991). Gender. Cambridge: Cambridge University Press. Corbett, G. G. (2006). Agreement. Cambridge: Cambridge University Press. Corbett, G. G., & Fraser, N. M. (2000). Default genders. Í B. Unterbeck og M. Rissanen (Ritstj.), Gender in Grammar and Cognition (bls ). Berlin: Mouton de Gruyter. Enger, H.-O. (2004). Scandinavian pancake sentences as semantic agreement. Nordic Journal of Linguistics, 27(1), Enger, H.-O. (2013). Scandinavian pancake sentences revisited. Nordic Journal of Linguistics, 36(3), Jón G. Friðjónsson. (1991). Beygingarsamræmi með samsettu frumlagi. Íslenskt mál og almenn málfræði, (1), Lorimor, H. (2007). Conjunctions and grammatical agreement: When wholes differ from the sum of their parts (doktorsritgerð). University of Illinois. Wechsler, S. (2009). Elsewhere in gender resolution. Í K. Hanson & S. Inkelas (Ritstj.), The nature of the word: studies in honor of Paul Kiparsky (bls ). MIT press. 16

17 Gleðimenn, gleðimeyjar og Gleðikvennafélag Vallahrepps Guðrún Þórhallsdóttir Á síðustu árum hafa orðin gleðimaður fjörugur maður, samkvæmismaður og gleðikona vændiskona oft verið tekin sem dæmi um misræmi í merkingu orða um karla og konur. Dæminu er ætlað að sýna að orð, sem búast mætti við að hefðu sambærilega merkingu, hafi það ekki í raun og orðið um konuna hafi þá neikvæðari merkingu en orðið um karlinn. Þetta orðapar hefur bæði komið fyrir í fræðilegum skrifum, kennslu og fjölmiðlaumræðu; m.a. kom ekki á óvart að það væri notað sem sýnishorn í sjónvarpsþættinum Orðbragði. Hins vegar hefur nokkuð vantað á að staðhæfingar um orðin gleðimaður og gleðikona séu byggðar á traustri þekkingu á sögu þessara orða. Ásta Svavarsdóttir dró þó fram gagnlegan fróðleik um sögu orðsins gleðikona í stuttum pistli sem birtur var í ritinu Konan kemur við sögu (2016: ). Þar var sá misskilningur leiðréttur að orðin gleðimaður og gleðikona hafi aldrei haft sambærilega merkingu og sagt frá tengslum orðsins gleðikona við hliðstæð orð í nágrannamálum. Enn er þó ástæða til að kafa dýpra. Í þessum fyrirlestri verður í fyrsta lagi vakin athygli á fleiri íslenskum orðum um fólk sem eru mynduð með gleði- sem fyrri lið. Hér er um að ræða orð sem eru ekki auðfundin í orðabókum og ekki áberandi í þjóðfélagsumræðu eða umfjöllun málfræðinga. Nú verður orðum eins og gleðisveinn og gleðipinni, gleðidrós og gleðimær/ gleðimey bætt í safnið og fjallað með dæmum um sögu þessara gleði-orða í heild. Í öðru lagi verður fjallað um eðli þeirra málbreytinga sem (sum) orðanna hafa orðið fyrir. Meðal annars verður reynt að greiða úr því á hvern hátt fyrirbæri á borð við tökuþýðingu, tökumerkingu og skrauthvörf koma við sögu. Í þriðja lagi verður saga orðsins gleðikona sett í samhengi við baráttu fyrir málbreytingum af jafnréttisástæðum, þ.e. hvatningu til að endurheimta niðrandi orð (e. reclaiming pejorative expressions) sem birtist ekki síst sterkt í riti Mary Daly, Gyn/ecology (1978). Þess eru nefnilega dæmi að hvatt hafi verið til þess að fyrrnefnt misræmi í merkingu orðanna gleðimaður og gleðikona yrði leiðrétt; heiti félagsskaparins Gleðikvennafélag Vallahrepps er einmitt dæmi um slíka viðleitni. Hún leiðir óneitanlega hugann að málfarsbaráttu erlendis og umfjöllun málfræðinga um hana, en þar hafa verið tekin svipuð dæmi (e. He s a professional Hann er atvinnumaður, She s a professional Hún er vændiskona, Lakoff 2004:73 74). 17

18 Heimildir Ásta Svavarsdóttir Baráttan um tungumálið: Gleðikonur, gleðimenn og annað fólk. Í Svanhildur María Gunnarsdóttir og Þórður Ingi Guðjónsson (ritstj.): Konan kemur við sögu, bls Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar. Daly, Mary Gyn/ecology: The Metaethics of Radical Feminism. Boston: Beacon Press. Lakoff, Robin Tolmach Language and Woman s Place: Text and Commentaries. Ed. by Mary Bucholtz. Oxford: Oxford University Press. 18

19 Eðlissamræmi í íslensku að fornu og nýju Haukur Þorgeirsson Í íslensku, eins og mörgum skyldum málum, er að finna togstreitu milli formlegs samræmis og eðlissamræmis (lat. constructio ad sensum). Ein gerð togstreitu kemur upp þegar málfræðilegt kyn nafnorðs stangast á við raunverulegt kyn þeirrar manneskju sem vísað er til. Þá geta orðið til setningar eins og Talaðu við kennarann og láttu hana vita ef ljóst er í samhenginu að kennarinn er kona. Sá misskilningur virðist stundum skjóta upp kollinum að setningar af þessu tagi séu nýmæli í íslensku. Hið rétta er þó að þessi fornafnanotkun hefur alltaf verið eðlileg í málinu og jafnvel eini eðlilegi kosturinn. Eftirfarandi er dæmi úr Guðmundar sögu biskups: Síðan reið hann vatni á kryplinginn ok blezaði hana. Í fornum textum má finna allmörg dæmi af þessu tagi en skýr dæmi um hið gagnstæða eru vandfundin. Að sama skapi er persónufornafnið það ekki notað um fullorðnar vitibornar manneskjur skáldið er hann en ekki það. Hvorugkynsvísun er notuð í háði. Önnur gerð togstreitu kemur fram þegar eintöluorð er notað um hóp fólks og getur þá brugðið til beggja vona hvort fornafnanotkun og sagnbeyging í framhaldinu miðast við eintölu eða fleirtölu. Einnig hér er íslenska sjálfri sér lík hvort sem litið er á forna texta eða talmál nútímans. Dæmum eins og Fólkið óttaðisk mjök ok vissu at hann mundi mikinn skaða gera (Ragnarssona saga) bregður víða fyrir. Í erindinu verða sýnd dæmi um eðlissamræmi í gömlum og nýjum textum, meðal annars í biblíuþýðingum og í kveðskap. Í þýðingum Nýja testamentisins er athyglisvert að sjá hvernig íslenskir þýðendur hafa glímt við eðlissamræmi í hinum gríska frumtexta. Þýðingin frá 1908 er sérstaklega trú frummálinu og þar má finna dæmi um eðlissamræmi sem seinni þýðendur hafa veigrað sér við að leika eftir. Loks má í kveðskap, ekki síst rímnakveðskap, finna mörg orð sem ekki eru málfræðilega kvenkyns notuð um konur (t.d. svanni og fljóð ) og þar eru því ríkuleg tækifæri til togstreitu milli formlegs samræmis og eðlissamræmis. Reynt er að draga upp mynd af eðlissamsvörun í íslensku með hliðsjón af samræmisstigveldi Corbetts og fyrri niðurstöðum Guðrúnar Þórhallsdóttur um mótun íslensks málstaðals á 19. öld. 19

20 Um kyn í ensku og íslensku Halldór Ármann Sigurðsson Þetta spjall byggist á þeirri hugmynd að vert sé að greina á milli óhlutstæðs kyns og málfræðilegs yfirborðskyns. Óhlutstætt kyn gegnir hlutverki samvísis (identity index, sbr. Baker 2003) og tilheyrir algildamáfræðinni (Universal Grammar) en er einungis merkt í yfirborðsgerð kynjamála, eins og t.d. íslensku. Kynlaus mál (eins og t.d. finnska) hafa samvísa í túlkunargerð en merkja þá ekki (með kyni) í yfirborðsgerðinni. Kyn hefur löngum verið talið vera orðasafnsþáttur í nafnorðum, en ýmsar nýlegar athuganir á rússnesku og fleiri málum (Matushanksy 2013, Pesetsky 2013, Landau 2016 o.fl.) benda til að það sé of einföld eða beinlínis röng greining. Og þegar þetta er athugað í íslensku (sjá m.a. Guðrúnu Þórhallsdóttur 2015, Finn Friðriksson 2017, Einar Frey Sigurðsson 2017) verður ekki betur séð en kyn sé þar virkt bæði á n-plani og D-plani, þar sem n er á lægsta plani í nafnliðnum (np) en D á efsta nafnliðar- eða ákveðniliðarplaninu (DP) [auk þess má færa rök að því að kyn sé líka virkt á setningarplaninu (CP), þótt það verði ekki gert hér]. Það virðist því sem kyn sé í rauninn formgerðarlegur þáttur og að greina verði á milli n-kyns og D-kyns. Þar að auki virðist sem málfræðileg kynmörkun sé einhvers konar samstarfsverkefni setningafræðinnar og pragmatíkurinnar, lúti stundum lögmálum setningafræðinnar en ákvarðist stundum af pragmatík, þekkingu á umheiminum eða væntingum um hann. Stuðningur við þessar hugmyndir kemur úr allóvæntri átt, nefnilega ensku og öðrum málum (s.s. afrikaans og defaka, sjá Audring 2008) sem hafa kynjuð fornöfn en ekkert nafnorðakyn. Mál af þessu tagi sýna að D-kyn getur þrifist án n- kyns. Aftur á móti er ekki vitað um nein tungumál sem hafa n-kyn en ekkert D- kyn. Það er því svo að sjá að n-kyn í tungumálum eins og íslensku sé eins konar aukageta, sem fyrst og fremst hafi það hlutverk að styðja við samvísunar- og tengihlutverk D-kyns. Því má svo skjóta inn hér að fornafnið hán hefur (eða mundi hafa) þá sérstöðu að tjá D- kyn án nokkurra tengsla við n-kyn og svipar að því leyti til fornafna í ensku (en að sjálfsögðu ekki að því er varðar merkingu). Í sænsku á þetta hins vegar ekki bara við um nýja fornafnið hen heldur líka han og hon (öndvert den og det). Til að varpa ljósi á þetta allt saman verða athuguð ýmis dæmi, þar á meðal eftirarandi dæmi úr ensku og íslensku: (1) Clintoni campaigned hard, but shei lost in the end. (2) Clintoni campaigned hard, and hei won in the end. (3) [The doctor]i was young, but shei/hei seemed competent. (4) Look at this! She/He is strong! (5) [DP Hans [np æruverðuga hágöfgi]] var afar vinsamlegur. kk. kvk. kk. (6) Þá var gott [CP að vera svona sterk]. kvk.et. 20

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Hugvísindasvið. Ga bangsa? Spurnarfærsla í barnamáli. Ritgerð til B.A.-prófs í íslensku. Tinna Sigurðardóttir

Hugvísindasvið. Ga bangsa? Spurnarfærsla í barnamáli. Ritgerð til B.A.-prófs í íslensku. Tinna Sigurðardóttir Hugvísindasvið Ga bangsa? Spurnarfærsla í barnamáli Ritgerð til B.A.-prófs í íslensku Tinna Sigurðardóttir Maí 2010 Háskóli Íslands Íslensku-og menningardeild Íslenska Ga bangsa? Spurnarfærsla í barnamáli

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

FRÆÐILEGT SAMHENGI...4

FRÆÐILEGT SAMHENGI...4 Efni 1 INNGANGUR...2 2 FRÆÐILEGT SAMHENGI...4 2.1 BESTUNARKENNING...4 2.2 HRYNJANDI OG MÖRKUN...6 2.3 SAMSPIL SETNINGAFRÆÐI OG HLJÓÐKERFISFRÆÐI...9 3 KÖNNUNIN...11 3.1 ÞÁTTTAKENDUR...11 3.2 PRÓFBLAÐ...12

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Þungar hefir þú mér þrautir fengið

Þungar hefir þú mér þrautir fengið Hugvísindasvið Þungar hefir þú mér þrautir fengið Um þróun slitinna setningarliða í íslensku Ritgerð til B.A.-prófs Brynhildur Stefánsdóttir Maí 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn málvísindi Þungar

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Freyja Birgisdóttir Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Kynntar verða niðurstöður langtímarannsóknar á þroska,

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar Hanna Ragnarsdóttir dósent Menntavísindasviði HÍ Menntakvika 22. okt. 2010 1 Skipulag erindis Alþjóðlega rannsóknaverkefnið Diverse Teachers for Diverse

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA)

Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA) Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA) Fræðslufundur 26. nóvember 2010 Hildur Gunnlaugsdóttir Málþing um RDA í ágúst 2010 RDA in Europe: making it happen! Málþing um nýju skráningarreglurnar (RDA = Resource

More information

Breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimilis- og heilsugæslulæknum

Breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimilis- og heilsugæslulæknum http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.01.61 RANNSÓKN Breytt viðhorf til sýklalyfjaávísana hjá íslenskum heimilis- og heilsugæslulæknum Anna Mjöll Matthíasdóttir 1 læknanemi, Þórólfur Guðnason 2 læknir, Matthías

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Inngangur... 4 Tillögur starfshópsins... 5 Samantekt... 9

Inngangur... 4 Tillögur starfshópsins... 5 Samantekt... 9 Skýrsla starfshóps námsárangur um drengja September 2011 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Óttar Proppé Nanna K. Christiansen Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir Jón Páll Haraldsson Bryndís Jónsdóttir Ingveldur Hrönn

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

KENNSLULEIÐBEININGAR

KENNSLULEIÐBEININGAR Þorsteinn Helgason Miðaldafólk á ferð KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit Til kennara.... 3 Fólk á ferð á miðöldum... 4 Guðríður Þorbjarnardóttir... 6 Pílagrímar og krossfarar.... 8 Silkileiðin og Markó

More information

Frásagnir og upplýsingatextar barna í 1. bekk grunnskóla

Frásagnir og upplýsingatextar barna í 1. bekk grunnskóla Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2012 Rannveig Oddsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Freyja Birgisdóttir Textaritun byrjenda Frásagnir og upplýsingatextar barna í 1.

More information

Stjórnarbylting á skólasviðinu

Stjórnarbylting á skólasviðinu Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Eggert Lárusson og Meyvant Þórólfsson Stjórnarbylting á skólasviðinu Um kennslufræði Ögmundar Sigurðssonar Um 1890 skrifaði Ögmundur Sigurðsson,

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Betra er autt rúm en illa skipað

Betra er autt rúm en illa skipað Hugvísindasvið Betra er autt rúm en illa skipað Forsetningar sem vísa til rúms í íslensku og rússnesku Ritgerð til B.A.-prófs Svetlana Malyutina Janúar 2009 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska fyrir

More information

Kennarinn í skóla án aðgreiningar

Kennarinn í skóla án aðgreiningar Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Hermína Gunnþórsdóttir Kennarinn í skóla án aðgreiningar Áhrifavaldar á hugmyndir og skilning íslenskra og hollenskra grunnskólakennara

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna Sylvía Rut Sigfúsdóttir Janúar 2010 Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna

More information

Íslendingar hafa löngum litið á sig sem bókaþjóð. Oft er sagt að

Íslendingar hafa löngum litið á sig sem bókaþjóð. Oft er sagt að ÞÓrHILDur ODDSDÓTTIr HÁSKÓLa ÍSLanDS Þýðingar úr norðurlandamálum Þýdd skáldverk á íslensku frá 1960 til 2010 1. Inngangur Íslendingar hafa löngum litið á sig sem bókaþjóð. Oft er sagt að hvergi í heiminum

More information

1. tbl. 32. árgangur Málgagn móðurmálskennara

1. tbl. 32. árgangur Málgagn móðurmálskennara Skíma 1. tbl. 32. árgangur 2009 Málgagn móðurmálskennara MIÐALDA- BÓKMENNTIR FYRIR NÚTÍMAFÓLK DYNAMO REYKJAVÍK Hér er í máli og myndum fjallað um íslenskar bókmenntir frá landnámi til siðaskipta á nýstárlegan

More information

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006 Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006 Erlendur Haraldsson Árin 1974-1975 framkvæmdi höfundur, þá nýráðinn lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, umfangsmikla könnun um dulræna

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri.

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Fræðslufundur fyrir grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu Mánudaginn 18. september 2017 í Skriðu, Menntavísindasviði

More information

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Kristján Erlendsson læknir dósent kennslustjóri læknadeildar HÍ, yfirlæknir á vísinda- og þróunarsviði Landspítala krerlend@landspitali.is Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Á síðustu þremur áratugum

More information

málfregnir Jóhannes B. Sigtryggsson Yfirlit yfir notkun strika í íslensku

málfregnir Jóhannes B. Sigtryggsson Yfirlit yfir notkun strika í íslensku l málfregnir Jóhannes B. Sigtryggsson Yfirlit yfir notkun strika í íslensku 1 Inngangur Í þessari grein er fjallað um fjölbreytilega notkun strika í íslenskri stafsetningu. 1 Strik eru gagnleg og oft vannýtt.

More information

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Ágrip Laufey Steingrímsdóttir 1,2 næringarfræðingur Elínborg J. Ólafsdóttir 3 verkfræðingur Lilja Sigrún Jónsdóttir 4 læknir Rafn Sigurðsson 3, tölfræðingur

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Mannfjöldaspá Population projections

Mannfjöldaspá Population projections 3. október 217 Mannfjöldaspá 217 266 Population projections 217 266 Samantekt Samkvæmt miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands verða íbúar landsins 452 þúsund árið 266, bæði vegna fólksflutninga og af náttúrlegum

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

Ritrýnd grein birt 31. desember Guðmundur Sæmundsson og Sigurður Konráðsson

Ritrýnd grein birt 31. desember Guðmundur Sæmundsson og Sigurður Konráðsson Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2013 Yfirlit greina Guðmundur Sæmundsson og Sigurður Konráðsson Hvílík snilld! Íslenskt íþróttamálfar í fjölmiðlum og einkenni þess 1 Um

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

Virk námskrá í íslensku í 6. og 7. bekk grunnskóla í ljósi samræmda íslenskuprófsins

Virk námskrá í íslensku í 6. og 7. bekk grunnskóla í ljósi samræmda íslenskuprófsins Ritrýnd grein Tímarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (Iceland) 8, 2011, 124.-143. Virk námskrá í íslensku í 6. og 7. bekk grunnskóla í ljósi samræmda íslenskuprófsins í 7. bekk Rúnar

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Mannfjöldaspá Population projections

Mannfjöldaspá Population projections 29. júní 216 Mannfjöldaspá 216 265 Population projections 216 265 Samantekt Í miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir að íbúar gætu orðið 442 þúsund árið 265. Þeim hefði þá fjölgað úr

More information

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995 2007 Þóroddur Bjarnason Háskólanum á Akureyri Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri 1 ISBN 978-9979-834-72-4 Útgefið á Akureyri

More information

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu Ágrip Í þessari ritgerð, sem er lokaverkefnið mitt til B.Ed gráðu, mun ég fjalla um samvinnu á milli myndlistarskóla og grunnskóla. Í því samhengi mun ég skoða Billedskolen i Tvillingehallen og Myndlistarskólann

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Viðhorf sérkennara í grunnskólum til stefnunnar skóli án aðgreiningar Rannveig Klara Matthíasdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Skóli án aðgreiningar

More information

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014 UNGT FÓLK 14 GRUNNSKÓLAR Menntun, menning, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsa, líðan og vímuefnaneysla unglinga í 8., 9. og. bekk á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 14 Grunnskólar

More information

Hægra heilahvels málstol Sjúkratilfelli

Hægra heilahvels málstol Sjúkratilfelli Hægra heilahvels málstol Sjúkratilfelli Sigríður Magnúsdóttir talmeinafræðingur Ester Sighvatsdóttir íslenskufræðingur Lykilorð: heilablóðfall, hægra heilahvels málstol, aðblástur. Talmeinaþjónustu Landspítala

More information