Sólin, virkni hennar og hvernig mismunandi virkni hefur áhrif á veðurfar jarðar

Size: px
Start display at page:

Download "Sólin, virkni hennar og hvernig mismunandi virkni hefur áhrif á veðurfar jarðar"

Transcription

1 Sólin 1 Sólin, virkni hennar og hvernig mismunandi virkni hefur áhrif á veðurfar jarðar Ásgerður Kristrún Sigurðardóttir Það eru fáir sem ekki hafa horft upp í dimman næturhimin á vetrarkvöldi og dáðst að fegurð stjarnanna sem blika í svörtu tóminu. Það eru stjörnurnar sem lýsa upp alheiminn og ein þeirra er svo nátengd öllu lífi á jörðinni að ef hún hyrfi skyndilega á morgun mundi öll tilvera okkar hrynja til grunna. Galileó Galilei var fyrstur til að nota linsusjónauka (um 1600) til að skoða sólina. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og þekking manna á sólinni stóraukist. En hvað er þetta fyrirbæri, hvernig virkar það og hvaða áhrif mismunandi virkni sólar er talin hafa á veðurfar jarðar. Sólin Sólin er langmikilvægasti orkugjafinn við yfirborð jarðar og í lofthjúpnum. Varmaorku á yfirborði jarðar má rekja 99% til sólarinnar. Prósentið sem vantar upp á er ættað úr iðrum jarðar og er einnig til komið vegna þyngdarkrafts tunglsins. Sólin hefur að geyma 98 % af öllu efni sólkerfisins, hún er glóandi gashnöttur í um 150 milljón kílómetra fjarlægð. Hún er rúmlega hundrað sinnum stærri en jörðin að þvermáli eða 1,35 milljónir kílómetra í þvermál, massi hennar er hins vegar tæplega milljón sinnum meiri þannig að þrýstingur í miðju verður gríðarlegur. Reikna má út að hiti í miðju sólar er um 15 milljón K, en við slíkar aðstæður byrja frumeindirnar að bráðna saman og losnar við það sú orka sem sólin geislar frá sér. Sólkerfið okkar inniheldur eina stjörnu og níu reikistjörnur. Sólin er eina stjarnan því hún framleiðir eigið ljós en reikistjörnurnar eru ekki stjörnur í eiginlegri merkingu því þær endurkasta aðeins sólarljósinu. Yfirborð og gufuhvolf sólar er það eina sem hægt er að sjá með beinum hætti þannig að margt af því sem stjarnfræðingar telja að eigi við um innri gerð sólar er byggt á útreikningum. Reiknilíkön af innri gerð sólar eru nú orðin mjög vönduð. Einkum hafa orðið stórstígar framfarir á síðustu árum með rannsóknum á svonefndum sólskjálftum, bylgjum sem ferðast um ytri lög sólar og gefa upplýsingar um innri gerð sólar á svipaðan hátt og jarðskjálftar veita upplýsingar um

2 Sólin 2 innri gerð jarðar. Einnig hefa komið fram margvíslegar upplýsingar með sérlega nákvæmum myndum SOHOgervitunglsins sem hefur verið á braut um sólina síðan Mælingarnar sem nú hafa komið fram eru það nákvæmar að þær gefa gagnlegar upplýsingar um það sem fram fer í iðuhvolfi sólar og jafnvel enn dýpra. Tilurð sólarinnar Upphafið að stórbrotinni ævi stjörnu lætur lítið yfir sér. Smávægileg ytri truflun (til dæmis höggbylgjur vegna árekstra milli gasþoka, eða þá frá nálægri sprengistjörnu) veldur því að kyrrlát geimþoka verður óstöðug, örlítil samþjöppun efnis á einum stað eykur þyngdarkraft þar og hinn aukni þyngdarkraftur sópar að sér meira gasi sem svo aftur veldur meiri samþjöppun og þannig stig af stigi. Um leið og samþjöppun þokunnar hefst eru örlög hennar ráðin, þegar þyngdarkrafturinn nær yfirhöndinni verður ekki aftur snúið. Við samdrátt gassins losnar umtalsverð þyngdarstöðuorka. Helmingur hennar hverfur venjulega jafnharðan með geislun en hinn helmingurinn breytist í innri orku gassins þannig að hiti þess og þrýstingur eykst. Samþjöppun gengur hraðast fyrir sig í miðju og þar myndast fljótlega þéttur kjarni. Þegar gasið þéttist, sleppur varmageislun ekki burt og hiti vex í nokkur hundruð gráður. Um leið eykst þrýstingur og verður nægilega mikill til að stöðva samþjöppunina. En kjarninn heldur áfram að sópa til sín efni þannig að massi hans og þrýstingur aukast stöðugt. Stöðugur straumur innfallandi efnis rekst á kjarnann Mynd 1. Stjörnur að fæðast í Arnarþokunni M16, í um 7000 ljósára fjarlægð. Í hinum gríðarmiklu gassstólpum, sem hver um sig er nokkur ljósár að lengd, er gasið nógu þétt til að þjappast saman undan eigin þyngd og mynda stjörnur. og mikil þyngdarstöðuorka breytist í varmaorku. Það er athyglisvert að ljósafl stjörnunnar er nú mjög mikið, nokkrum sinnum meiri en ljósafl sólar. Ljósgeislunin sleppur þó ekki beint út heldur stöðvast í yrti lögum gasþokunnar og hitar gasið þar upp. Þar sem stjörnumyndun á sér stað getum við því ekki búist við því að sjá sjálfa stjörnuna meðan hún er að myndast því umliggjandi gas og ryk byrgir sýn. Þegar hér er komið við sögu hafa liðið um milljón ár og litlar stjörnur á borð við sólina halda áfram að sópa til sín því sem eftir er af gasinu, eða þá að sólvindur frá nýmyndaðri stjörnunni feykir burtu síðustu leifum gassins. Myndunarskeiði hennar er þó ekki lokið þó hún sé orðin sýnileg, hún heldur áfram að þjappast saman, hiti í kjarna nær 10 milljón K og vetnisbruni hefst. Að lokum tekur hún á sig endanlega mynd. Hafa þá liðið ef til vill 50

3 Sólin 3 milljón ár frá því að gasþokan byrjaði að þjappast saman. Það er sameiginlegt öllum stjörnum að myndast lifa og deyja, rétt eins og þetta væru einhverjar risavaxnar lífverur alheimsins. Myndun stjarna getur tekið okkur hundruð þúsund ár, og ævilengd dæmigerðar stjörnu á borð við sólina nokkar er um 9-10 milljarðar ára. En að lokum hlýtur vetnisforði hennar að ganga til þurrðar og nær þá þyngdarkrafturinn yfirhöndinni á ný og samþjöppun heldur áfram. Á síðustu skeiðum ævi sinnar afmyndast síðan sólin á ýmsa lund, þenst út og verður að svonefndum rauðum risa. Að lokum missir stjarnan verulegan hluta lofthjúpsins en innri lögin verða eftir, en þegar rafeindaþrýstingur verður nægilega mikill til að sporna við þyngdarkraftinum nefnast þá stjörnur á borð við sólina hvítir dvergar. Sex hvolf sólar Hið eiginlega yfirborð sólar, ljóshvolfið er það sem við sjáum með berum augum en sólin hefur að sjálfsögðu ekki fast yfirborð. Sólin er gerð úr margvíslegu gasi sem er svo heitt að það verður rafleiðandi. Þess háttar gas hefur verið nefnt plasmi og hefur þann eiginleika að læsa segulsviðið inn í sér. Þegar plasminn færist til inn í sólinni fylgir segulsviðið með. Gufuhvolf sólar skiptist í lithvolf ( km þykkt) og kórónu, en innri gerðin skiptist í iðuhvolf yst, rétt undir ljóshvolfinu, geislahvolf og svo miðju sólar, kjarnann en þar myndast orka sólar við samruna vetnis (sjá mynd 2). Við það að fjórir vetniskjarnar sameinast myndast helínkjarni og þá losnar gríðarleg orka. En hvaðan kemur sú orka í raun? Málið er að samanlagður massi myndefnanna er minni en samanlagður massi hvarfefnanna og massamunurinn verður að orku. Mynd 2. Innri gerð sólar. Neðsta lag lofthjúpsins er hið svonefnda ljóshvolf (500 km þykkt). Sólin er samfelldur gashnöttur en þéttleiki gassins minnkar þegar utar dregur. Það er fyrst í ljóshvolfinu sem gasið verður nægilega þunnt til að ljóseindir komist í gegn um það án þess að rekast jafnharðar á rafeindir eða róteindir gassins (gasið verður þar gegnsætt). Í ljóshvolfinu losnar sólarljósið burt frá sólinni og streymir út í geiminn. Neðst í ljóshvolfinu er yfirborð sólarinnar alþakið svonefndum sólkornum sem eru um 1000 km í þvermál og síbreytileg, myndast og hverfa á fimm til tíu mínútum. Ljóshvolfið er því eins og síkvik sjóðandi iða þar sem sólkornin myndast við uppstreymi heits gass úr iðuhvolfinu, en við neðri mörk

4 Sólin 4 ljóshvolfsins kólnar gasið og sekkur aftur niður við jaðarinn milli sólkornanna. Lóðréttur hraði gassins er um 400 m/s en birtumunurinn milli miðju og jaðars hvers sólkorns svarar til töluverðs hitamunar. Virkni sólar Virkni sólar kemur fram með ýmsu móti. Sólblettir eru kaldari svæði í ljóshvolfinu. Þegar Galileo Galilei rannsakaði yfirborð sólar með sjónauka sínum árið 1610 tók hann eftir þessum dökku blettum sem nú kallast sólblettir. Dæmigerður sólblettur er um km í þvermál (til samanburðar er þess að segulsviðið takmarkar flæði heits efnis upp á við úr neðri lögum sólarinnar. Fjöldi sólbletta á yfirborði sólarinnar er breytilegur og nær hámarki að jafnaði á 11 ára fresti, en fjöldi sólbletta í hámarki er mismunandi. Tímabilið milli hámarka nefnist sólblettatímabil og í hverju tímabili hafa segulpólar sólarinnar sætaskipti. Lengd sólblettatímabila eru þó breytileg, allt frá 8 árum til 15 ára. Því styttra sem sólblettatímabilið er því meiri er virkni sólar. Í upphafi hvers tímabils er sólblettavirknin einkum nálægt 30. breiddargráðum norður og suður en færist síðan nær miðbaug og rétt fyrir næsta sólblettalágmark eru þeir algengastir við miðbaug. Þetta má sjá á mynd 4, þetta línurit er oft kallað fiðrildalínurit, þar sem tíðnin myndar mynstur sem speglast um miðbaug sólarinnar og minnir á fiðrildi. Mynd 3. Sólblettir. Sterkt segulsvið í blettunum stýrir stærð þeirra og lögun, stærri blettir hafa sterkara segulsvið. þvermál jarðar km) og umhverfis hann er hálfskyggt svæði. Athuganir á litrófinu sýna að hiti í miðju sólbletta er um 3900 K. Sólblettir eru því ekki kaldir í eiginlegri merkingu þess orðs, en útgeislun þeirra (á flatareiningu) er aðeins fimmti hluti af útgeislun ljóshvolfsins (við 5800 K) og því virðast blettirnir jafn dökkir og raun ber vitni. Enn fremur kemur í ljós að mjög sterkt segulsvið er við sólbletti og er talið að það valdi kælingu gassins vegna Mynd 4. Fiðrildislínurit sem sýnir dreifingu sólbletta á yfirborði sólar, þ.e. breiddargráða sólbletta sem fall af tíma. Hver sólblettur lifir aðeins í nokkra mánuði. Þegar sólblettavirkni er ekki í lágmarki geta komið kröftugir sólblossar, þá losnar mikil segulorka úr læðingi á virkum sólblettasvæðum. Þegar til lengri tíma er litið má sjá merki langvarandi sveiflu í fjölda sólbletta, síðan mælingar

5 Sólin 5 Mynd 5. Árlegur fjöldi sólbletta frá því að mælingar hófust. hófust. Eins og sjá má (mynd 5) var sólblettavirkni í lágmarki frá 1645 til 1715 og er þetta tímabil nefnt Maunderlágmarkið. Það er athyglisvert að á þessum tíma (sem nefndur hefur verið litla ísöldin) var afar kalt í veðri, sem bendir til að útgeislun sólar hafi minnkað um brot úr prósenti. Vísbendingar eru einnig um að slík langtímasveifla í sólblettavirkni tengist miklu leiti að, sem gefur tilefni til að áætla að þar sé einhver fylgni þar á milli sólblettavirkni og hitastigs á jörðinni (sjá mynd 6). Kóróna sólarinnar er ysta lag lofthjúpsins, mjög þunnt gas en hitinn þar nær allt að 2 milljónum gráða. Vegna hins mikla hita er útgeislun kórónunnar aðallega röntgengeislar og hún sést illa í sýnilegu ljósi. Í almyrkvum á sólu er þó hægt að sjá kórónuna og lítur hún út eins og óregluleg þokuslæða sem þynnist smátt og smátt þegar utar dregur (sjá mynd 7). Ekki er vitað með vissu hvers vegna kórónan er jafn heit og raun ber vitni. Talið er að höggbylgjur efst í lithvolfinu flytji orku út á við sem safnast upp í kórónu og vegna þess hversu þunnt gasið er nær það ekki að kólna aftur (því árekstrar milli agna eru sjaldgæfir). Gasið frá yfirborði sólar streymir gegnum kórónuna og síðan Mynd 6. Meðalhiti á norðurhveli og lengd sólblettatímabils borin saman sem fall af tíma, blái ferillinn er meðalhiti og sá rauði lengd sólblettatímabils. veðurfari lengra aftur eins og sjá má í 7000 ára gömlum trjásýnum. Einnig voru gerðar rannsóknir á meðalhita á norðurhveli jarðar og þær bornar saman við lengd sólblettatímabila Fylgdust þessir ferlar að Mynd 7. Kóróna sólar í almyrkva frá tungli.

6 Sólin 6 áfram út í geiminn sem sólvindur. Sólvindurinn dregur segulsvið sólarinnar með sér, en annars er hann straumur rafhlaðinna agna, aðallega rafeinda og róteinda, sem að streymir út frá sólinni. Þegar þessar hlöðnu agnir rekast á segulsvið jarðar taka þær að hreyfast samsíða segulsviðinu, fara í spíral umhverfis segulsviðslínurnar og berast þannig ofan í lofthjúpinn, þar sem segulsviðslínurnar stingast niður til jarðar umhverfis norður og suðurskaut og myndar norður- og suðurljós. Þegar virkni sólar er í hámarki er sólvindurinn sérlega kraftmikill og verða þá norður- og suðurljós meira áberandi en ella. Þegar sólvindurinn er sterkur skýlir hann betur jörðinni fyrir geimgeislum (orkumiklum efniseindum á ferð um geiminn) og lítið af þeim nær til jarðar (sjá mynd 8). Mynd 8. Sólvindur og segulsvið jarðar Á hinn bóginn fáum við aukaskammt af geimgeislun þegar tiltölulega kyrrt er í sólinni og segulsvið hennar og sólvindur ekki eins öflug. Þessa vitneskju hafa vísindamenn nýtt sér, eins og ég hef áður nefnt við rannsóknir á trjásýnum, því kolefnis-ísótrópan 14 C er hlutfallslega meiri þegar sólin er í lægð en það má greina í árhringjum trjáa. Áhrif á veðurfar jarðar Margir hallast að því að breyting í geislun sólar eigi mestan þátt í meiriháttar lofslagsbreytingum. En rannsóknir á hvernig mismunandi virkni sólar hefur áhrif á veðurfar, hafa aðallega verið þrenns konar og enn sem komið er, eru þetta aðeins kenningar. Í fyrsta lagi er heildarútgeislun sólar breytileg en hún er metin út frá sólstuðli sem er mælikvarði á styrk geislunar frá sól við ytri mörk lofthjúpsins. Sólstuðullinn er talin fylgja sólblettatímabilum furðuvel. Mikil sólblettavirkni þýðir þá hærri heildarútgeislun. Í öðru lagi, er um að ræða breytilegan sólvind, sem hefur áhrif á skýjafar. T.d. ef sólvindurinn er veikur þá kemst mun meira af geimgeislum til jarðar. Með viðkomu sinni í háloftunum jónisera geimgeislarnir gas. Síðar flytja jónirnar hleðslu yfir á vatnsdropana, en vegna hleðslunnar draga vatnsdroparnir að sér rykagnir sem flýta fyrir þéttingu rakans (ský myndast) sem veldur síðan meira endurvarpi sólargeisla. Mælingar hafa sýnt að þegar geimgeislar eru í hámarki þekur skýjahulan um 68% af yfirborði jarðar en aðeins um 65 % þegar þeir eru í lágmarki. Sterkur sólvindur þýðir þá lítið magn geimgeisla, sem ætti að orsaka minni skýjahulu, þannig að sólargeislar kemst frekar til jarðar og skila frá sér meiri varmaorku.. Í þriðja lagi er breytileg útfjólublá geislun. Óson (O 3 ) er eitruð gastegund í heiðhvolfinu. Myndar það ósonlag í efri hluta lofthjúpsins sem gleypir útfjólubláa sólgeislun og aðra orkuríka geislun og kemur í veg fyrir að þeir nái til jarðar og valdi skaða á lífríki. Óson myndast við það

7 Sólin 7 að útfjólubláir geislar frá sólinni sundra venjulegu súrefni (O 2 ) í súrefnisatóm (O) sem síðan geta tengst venjulegu súrefni og myndað óson (O 3 ). Þannig að magn ósons breytist með virkni sólbletta. Það séstmikill munur á milli þess, þegar sólblettavirkni er í lægð og í hámarki. Ef sólin er mynduð í útfjólubláu ljósi er sýnilegur munur mun meiri hlutfallslega en í heildarútgeislun. Með öðrum orðum ef sólblettavirkni er mikil myndast meira óson, sem ætti að vernda lífríkið. Niðurlag Virknin í sólinni fer í eins konar hring á 11 árum og mikil virkni á ytra borði er aðeins tákn um mikil umskipti í stjörnunni, við það að segulsviðið hefur endaskipti á sjálfu sér, þannig að norður- og suðurskaut snúast við. Það er augljóst að sólin hefur áhrif á veðurfar jarðar og það má sjá skýrast á skiptingu árstíða þegar möndulhalli jarðar snýr að eða frá sólu og mismunandi mikið sólarljós fellur á hverja flatareiningu. Aðal spurningin er hvort heildaútgeislun sólar og sólvindar geti haft áhrif á veðurfar jarðar. Margir halda að jörðin sé að hitna í dag, og telja sumir hverjir að skýra megi það með aukinni virkni sólar en ekki vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa, en vísindamenn deila hart um þetta allt saman. Ef þetta reyndist rétt að hægt væri að gera spár út frá virkni sólar, gæfi þetta gríðarlega mikla möguleika varðandi langtímaveðurspár. Að sögn Haraldar Ólafssonar veðurfræðings, hafa menn í Háskólanum í Kaupmannahöfn skoðað þessi mál, en niðurstöðurnar eru umdeildar. Pierce Corbyn (eða Corbin) byggði líka daga veðurlagsspár með hliðsjón að sólarvirkni en ég gat því miður ekki fundið frekari gögn þar af lútandi. Samt sem áður eru ekki öll kurl komin til grafar í þessum málum og verður forvitnilegt að fylgjast með hvað framtíðin ber í skauti sér. Á næstu árum munu fást ítarlegri niðurstöður með hjálp gervitungla og má reikna með að þekking stjarnvísindamanna á innri gerð og virkni sólar taki stórstígum framförum. Heimildaskrá Carrol, W. Bradley og Dale A. Ostlie An Introduction to Modern Stellar Astrohysics, bls Addison- Wesley Publishing Company, Inc, New York. Eggert Lárusson Veður- og haffræði, bls 19. Mál og menning, Reykjavík. Haraldur Ólafsson Bréf til höfundar, 11. nóvember. Vefsíður: (síða skoðuð ) (síða skoðuð ) s/ast22jul99_1.htm (síða skoðuð ) (síða skoðuð ) (síða skoðuð ) earth.html (síða skoðuð )

8 Sólin 8 te.htm (síða skoðuð ) M16WF2.html (síða skoðuð ) dex. htm (síða skoðuð ) d/solin/solin_virkni.html (síða skoðuð ) sunspot_num_graph_big_jpg_image.html (síða skoðuð ) endur.ppt (síða skoðuð ) ur.html (síða skoðuð ) (síða skoðuð )

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Bjarni Tryggvason. Fór út í geim með geimferjunni Discovery ágúst Geimferðin tók 11daga 20 klst og 28 mínútur.

Bjarni Tryggvason. Fór út í geim með geimferjunni Discovery ágúst Geimferðin tók 11daga 20 klst og 28 mínútur. Bjarni Tryggvason Fór út í geim með geimferjunni Discovery 7. - 19. ágúst 1997. Geimferðin tók 11daga 20 klst og 28 mínútur. http://www.spacefacts.de/mission/english/sts-85.htm Bjarni Tryggvason Úti í

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Hringrás kolefnis. Freyr Pálsson

Hringrás kolefnis. Freyr Pálsson Hringrás kolefnis Freyr Pálsson Freyr Pálsson. 2005 (nóvember): Hringrás kolefnis á jörðunni. Ritgerð í jarðsögu 1 við Háskóla Íslands. Kolefni er fjórða algengasta frumefnið í heiminum. Á jörðinni flyst

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Stjörnufræði og myndmennt

Stjörnufræði og myndmennt Stjörnufræði og myndmennt Samþætting námsgreina Kennsluhandbók myndmennt Lokaverkefni B. Ed. náms. Árný J. Stefánsdóttir og Nína H.Guðmundsdóttir Maí 2007 2 Leiðsagnarkennari Stefán Bergmann Efnisyfirlit

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Efasemdir um hnattræna hlýnun Hinn vísindalegi leiðarvísir

Efasemdir um hnattræna hlýnun Hinn vísindalegi leiðarvísir Efasemdir um hnattræna hlýnun Hinn vísindalegi leiðarvísir John Cook skeptical science.com Þakkir Hinn vísindalegi leiðarvísir um efasemdir hnattrænnar hlýnunnar eftir John Cook (skepticalscience.com).

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK Hjörtur Smárason, janúar 2014 Borgir og mikilvægi þeirra í framtíðinni Borgir eru í auknum mæli að taka yfir hlutverk

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

6 Súrnun sjávar. Samantekt. 6.1 Inngangur

6 Súrnun sjávar. Samantekt. 6.1 Inngangur 6 Súrnun sjávar Samantekt 1. Súrnun hafsins er staðreynd, staðfest með beinum mælingum og fræðilegum reikningum. 2. Til að komast hjá stórfelldum breytingum á lífríki og vistkerfum í höfunum þarf að minnka

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

NMÍ Verknúmer 6EM Viðtakarannsóknir 2011: Setgildrur

NMÍ Verknúmer 6EM Viðtakarannsóknir 2011: Setgildrur NMÍ 15-03 Verknúmer 6EM08081 Viðtakarannsóknir 2011: Setgildrur Guðjón Atli Auðunsson Apríl 2015 Viðtakarannsóknir 2011: Setgildrur Efnisyfirlit Ágrip 2 1 Inngangur 3 1.1 Fyrri rannsóknir á seti á Sundunum

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Wilson hringrásin og myndun risameginlanda í jarðsögunni

Wilson hringrásin og myndun risameginlanda í jarðsögunni Wilson hringrásin og myndun risameginlanda í jarðsögunni 1 Wilson hringrásin og myndun risameginlanda í jarðsögunni Gísli Örn Bragason Gísli Örn Bragason. 2006 (nóvember) Wilson hringrásin og myndun risameginlanda

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar Greinargerð 03030 Trausti Jónsson Langtímasveiflur V Hitabylgjur og hlýir dagar VÍ-ÚR21 Reykjavík September 2003 Hitabylgjur og hlýir dagar Inngangur Íslenskar hitabylgjur verða að teljast fremur vesælar

More information

Rafhleðsla og rafsvið

Rafhleðsla og rafsvið Eðlisfræði II: Rafhleðsla og rafsvið Kafli 1 Jón Tómas Guðmundsson tumi@hi.is 2. vika vor 2016 1 Rafsegulkraftar Rafsegulvíxlverkun verður á milli agna sem hafa rafhleðslu Eins og hlutir sem hafa massa

More information

Mat á eiginleikum malbiks fyrir íslenskar aðstæður Áfangaskýrsla I. Unnið fyrir rannsóknasjóð Vegagerðarinnar. Arnþór Óli Arason Pétur Pétursson

Mat á eiginleikum malbiks fyrir íslenskar aðstæður Áfangaskýrsla I. Unnið fyrir rannsóknasjóð Vegagerðarinnar. Arnþór Óli Arason Pétur Pétursson NMÍ 9-5 Mat á eiginleikum malbiks fyrir íslenskar aðstæður Áfangaskýrsla I Unnið fyrir rannsóknasjóð Vegagerðarinnar Arnþór Óli Arason Pétur Pétursson 1 Skilgreining verkefnis, útdráttur Þær malbiksblöndur

More information

Greinargerð Ásdís Auðunsdóttir Guðmundur Hafsteinsson Trausti Jónsson. Greinargerð um veðurfar og hafís á Drekasvæði (Jan Mayen-hrygg)

Greinargerð Ásdís Auðunsdóttir Guðmundur Hafsteinsson Trausti Jónsson. Greinargerð um veðurfar og hafís á Drekasvæði (Jan Mayen-hrygg) Greinargerð 07002 Ásdís Auðunsdóttir Guðmundur Hafsteinsson Trausti Jónsson Greinargerð um veðurfar og hafís á Drekasvæði (Jan Mayen-hrygg) VÍ-VS-02 Reykjavík Febrúar 2007 Greinargerð um veðurfar og hafís

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

HÖRÐNUN STEYPU ÁHRIF STEYPUHITA Á STEYPUSPENNUR. Gylfi Magnússon Mars Borgartún Reykjavík

HÖRÐNUN STEYPU ÁHRIF STEYPUHITA Á STEYPUSPENNUR. Gylfi Magnússon Mars Borgartún Reykjavík ÁHRIF STEYPUHITA Á STEYPUSPENNUR Gylfi Magnússon Mars 2012 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 105 Reykjavík vso@vso.is Gylfi Magnússon S:\2008\08299\v\Greinargerð\Hordnun steypu-ahrif hita a steypuspennur.docx

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar Greinargerð 32 Trausti Jónsson Langtímasveiflur IV Illviðrabálkar VÍ-ÚR14 Reykjavík Maí 23 Illviðrabálkur Inngangur Hér er fjallað um ýmislegt varðandi illviðri á Íslandi. Tilraunir eru gerðar til þess

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns LV-2014-094 Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2014-094 Dags: október 2014 Fjöldi síðna: 26 Upplag: Rafræn Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Úttekt

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

Umhverfi Íslandsmiða

Umhverfi Íslandsmiða Íslenskur sjávarútvegur Auðlind úr hafinu á alþjóðamarkaði Umhverfi Íslandsmiða Hreiðar Þór Valtýsson Landgrunnið við Ísland og 200 mílna efnahagslögsagan í kringum landið. Grynnsti hluti hafsins er ljósblár

More information

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM 2001-2002 Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley Raunvísindastofnun Háskólans Febrúar 2003 RH-01-2003 1 ÁGRIP Í kjölfar

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey?

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? BÚVÍSINDI ICEL. AGR. SCI. 1, 1996: 273 289 Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? SVEINN P. JAKOBSSON Náttúrufræðistofnun Íslands, Hlemmi 3, 15 Reykjavík YFIRLIT Upphaf Surtseyjarelda

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu?

Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu? Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu? Björn S. Harðarson, Sigurður G. Kristinsson, Ragna Karlsdóttir, Gunnlaugur M. Einarsson

More information

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013 Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214 Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur III Árstíðasveiflur á Íslandi

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur III Árstíðasveiflur á Íslandi Greinargerð 33 Trausti Jónsson Sveiflur III Árstíðasveiflur á Íslandi VÍ-ÚR1 Reykjavík Október Árstíðasveiflur Inngangur Hér verður fjallað um árstíðasveiflu nokkurra veðurþátta á Íslandi. Mest er stuðst

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

Frostþol ungrar steinsteypu

Frostþol ungrar steinsteypu Frostþol ungrar steinsteypu Fyrirspurnir: Kristján Andrésson ka@verkis.is Greinin barst 30. september 2015. Samþykkt til birtingar 26. janúar 2016. ÁGRIP Kristján Andrésson a,b, Björn Marteinsson b,c,

More information

Frostþol ungrar steypu. Kristján Andrésson

Frostþol ungrar steypu. Kristján Andrésson Frostþol ungrar steypu Kristján Andrésson Umhverfis- og byggingarverkfræði Háskóli Íslands 2015 Frostþol ungrar steypu Kristján Andrésson 60 eininga ritgerð sem er hluti af Magister Scientiarum gráðu

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Notkun segulnæmra myndaraða í greiningu á örblæðingum og járnupphleðslu í heila

Notkun segulnæmra myndaraða í greiningu á örblæðingum og járnupphleðslu í heila Notkun segulnæmra myndaraða í greiningu á örblæðingum og járnupphleðslu í heila Samanburðarrannsókn á SWAN og T2*-vigtaðri GRE- EPI Margrét Theodórsdóttir Ritgerð til diplómaprófs Háskóli Íslands Læknadeild

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 8 Félagsleg skylda að vinna að hagsmunum bænda 12 Forseti Íslands á afmæli í dag: Landbúnaður er náðargjöf 16-18 Fósturdauði í gemlingum og ám 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 20.200

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Hljóðvist, rafsvið og segulsvið

Hljóðvist, rafsvið og segulsvið Hljóðvist, rafsvið og segulsvið EFLA Verkfræðistofa Jón Bergmundsson rafmagnsverkfræðingur Dr Ragnar Kristjánsson rafmagnsverkfræðingur Árni Guðni Einarsson rafmagnstæknifræðingur Apríl 2009 2 Efnisyfirlit

More information

Íslenskar rannsóknir á vatnshringrás skóga

Íslenskar rannsóknir á vatnshringrás skóga Fræðaþing landbúnaðarins 2006 Íslenskar rannsóknir á vatnshringrás skóga Bjarni Diðrik Sigurðsson 1,2 1 Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri, 311 Borgarnesi; 2 Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, 116 Reykjavík

More information

KENNSLULEIÐBEININGAR

KENNSLULEIÐBEININGAR Þorsteinn Helgason Miðaldafólk á ferð KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit Til kennara.... 3 Fólk á ferð á miðöldum... 4 Guðríður Þorbjarnardóttir... 6 Pílagrímar og krossfarar.... 8 Silkileiðin og Markó

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Upphitun íþróttavalla árið 2015 Rit LbhÍ nr. 99 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson og Svavar Tryggvi Óskarsson 2018 Rit LbhÍ nr. 99 ISSN 1670-5785 ISBN 978-9979-881-70-4 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson

More information

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Markaðurinn ECONOMICS The U.S. economy underperformed vs forecasts the 1 st quarter of

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

Björn Björnsson & Valdimar I. Gunnarsson (ritstj.): Þorskeldi á Íslandi 1. Þorskeldi á Íslandi

Björn Björnsson & Valdimar I. Gunnarsson (ritstj.): Þorskeldi á Íslandi 1. Þorskeldi á Íslandi Björn Björnsson & Valdimar I. Gunnarsson (ritstj.): Þorskeldi á Íslandi 1 Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 111 Þorskeldi á Íslandi Ritstjórar: Björn Björnsson og Valdimar Ingi Gunnarsson Reykjavík 2004

More information

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Reyðarál hf. NÍ-02011 Reykjavík, júní 2002 NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS ISSN 1670-0120 ENGLISH SUMMARY

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa -

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa - Skýrsla nr. 02-04 Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa - Þórir Ingason Keldnaholti, nóvember 2002 Heiti skýrslu: Skýrsla nr: 02-04 Dreifing Opin Lokuð Hraðamerkingar á hættulegum

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta Lagfæring vegamóta á hringveginum Skoðun á hagvæmni úrbóta Janúar 2005 Samantekt Flest vegamót á þjóðvegum á Íslandi eru óstefnugreind. Umferðaróhöpp eru þar nokkuð tíð og öryggi þarf að auka. Í þessari

More information

Samband vinda og strauma í Dýrarði. Tómas Zoëga

Samband vinda og strauma í Dýrarði. Tómas Zoëga Samband vinda og strauma í Dýrarði Tómas Zoëga Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2016 SAMBAND VINDA OG STRAUMA Í DÝRAFIRÐI Tómas Zoëga 10 eininga ritgerð sem er hluti af Baccalaureus Scientiarum gráðu

More information

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 NÍ-14001 Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Hafnarfjarðarbæ Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við

More information

Frásagnir og upplýsingatextar barna í 1. bekk grunnskóla

Frásagnir og upplýsingatextar barna í 1. bekk grunnskóla Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2012 Rannveig Oddsdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Freyja Birgisdóttir Textaritun byrjenda Frásagnir og upplýsingatextar barna í 1.

More information

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson Svana Björg Ólafsdóttir Ritgerð til BA-prófs í listfræði Maí 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Háskóli Íslands

More information

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Öruggar snyrtivörur Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Snyrtivara sem er boðin fram á markaði á evrópska efnahagssvæðinu skal vera örugg fyrir heilbrigði manna og uppfylla

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Greinargerð Einar Sveinbjörnsson. Veðurþjónusta og upplýsingakerfi fyrir vetrarumferð á vegum - SIRWEC

Greinargerð Einar Sveinbjörnsson. Veðurþjónusta og upplýsingakerfi fyrir vetrarumferð á vegum - SIRWEC Greinargerð 08008 Einar Sveinbjörnsson Veðurþjónusta og upplýsingakerfi fyrir vetrarumferð á vegum - SIRWEC VÍ-VS-05 Reykjavík Maí 2008 Efnisyfirlit 1.0 Inngangur... 5 1.1 14. ráðstefna SIRWEC í Prag 14.

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson.

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson. Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson Þá er þetta annað tölublað Mótor & Sport orðið að veruleika og viljum við þakka fyrir allar þær hringingar og tölvupósta sem okkur hafa borist. Miðað við viðtökurnar

More information