Stefnumótun í málefnum aldraðra Dagskrársetning og skilgreining á úrlausnum og útfærslu

Size: px
Start display at page:

Download "Stefnumótun í málefnum aldraðra Dagskrársetning og skilgreining á úrlausnum og útfærslu"

Transcription

1 Stefnumótun í málefnum aldraðra Dagskrársetning og skilgreining á úrlausnum og útfærslu Ferlisgreining Lára Kristín Sturludóttir Lokaverkefni til MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu Félagsvísindasvið Október 2014

2 Stefnumótun í málefnum aldraðra Dagskrársetning og skilgreining á úrlausnum og útfærslu Ferlisgreining Lára Kristín Sturludóttir Lokaverkefni til MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu Leiðbeinandi: Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Stjórnmálafræðideild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Október 2014

3 Ritgerð þessi er lokaverkefni til MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa. Lára Kristín Sturludóttir Reykjavík, Ísland 2014

4 Samantekt Þessi rannsókn beinist að undirbúningsferli við yfirfærslu málefna aldraðra frá ríki til sveitarfélaga, sérstaklega dagskrársetningu og skilgreiningu úrlausna og útfærslu og spannar tímabilið Tilgangur rannsóknarinnar er að komast að því hvað einkenni stefnumótunarferlið og hvað skýri niðurstöðu þess. Aðferð rannsóknarinnar er tilviksrannsókn með sniði ferlisgreiningar sem heyrir til eigindlegrar rannsóknarhefðar. Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum frá lykilaðilum um stefnumótunarferlið. Gagnaöflun miðaðist við tímabilið milli stefnumótandi ákvörðunar í ríkisstjórn og stöðu málsins í lok árs Atvikalýsingin var mátuð við kenningar á sviði stefnumótunar og var sérstaklega litið til nýrri hugmynda og skýringaramma höfunda á sviði dagskrársetningar, Kingdons, Baumgartners og Jones, Tuohy og Downs. Niðurstöður rannsóknar benda til þess að afmörkun og skilgreining málaflokksins hafi á öllu tímabili rannsóknar verið óljós og sama má segja um marga þætti yfirfærsluferlisins. Kenningar á sviði dagskrársetningar hlutu nokkurn stuðning. Vísbendingar eru um að gluggi tækifæranna hafi opnast snemma árs 2007 á vettvangi samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga en lokast fljótt aftur. Afl stjórnmálaleiðtogans fleytti málinu langt en dugði ekki andspænis samstöðuafli hagsmunaaðila. Ljóst er að ekki náðist pólitísk samstaða og einhugur um yfirfærsluna í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og stefnumótunarstarfið einkenndist meðal annars af seinagangi og töfum. Fyrra valdajafnvægi um stefnumótunina hefur raskast og hagsmunaaðilar virðast hafa náð undirtökum með því að beina athygli og umræðu frá markmiðum með yfirfærslunni að eigin hagsmunum. Tækifæri til stórfelldra stefnubreytinga í málefnum aldraðra virðist hafa runnið út í sandinn með nýrri ríkisstjórn 2013 með önnur sjónarmið og aðrar áherslur og gluggi tækifæranna lokaðist. Loks er það niðurstaða rannsóknarinnar að þessi framantalin megineinkenni til samans skýri stöðu málsins í lok árs 2013, að skilgreiningu úrlausna og útfærslu er enn ekki lokið og málið er nú í hægagangi í meðförum stefnusamfélagsins en er ekki á dagskrá stjórnmála. Bls. 1

5 Abstract This research is directed at the policy process for the transference of elderly issues from the state to the councils in Iceland, between years 2007 and It aims especially at processes of agenda setting and alternative specification. The purpose of the research is to find out what characterizes the process of policy making and what explains the outcome of it. The research method is processual analysis as developed by Andrew Pettigrew. The results of the research are grounded on content analyses of secondary data as well as primary data from key-informants. The narrative of the events was compared to theories in the field of policy making with emphasis on agenda-settings theories of Kingdon, Baumgartner & Jones, Tuohy and Downs. Theories in the field of agenda settings proved to be mostly sustained by the results. Bls. 2

6 Formáli Rannsóknarverkefnið sem hér greinir frá er 30 eininga (ECTS) meistaraprófsverkefni í opinberri stjórnsýslu við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Sérstakar þakkir fær leiðbeinandi minn, dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur og lektor í opinberri stefnumótun við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands fyrir góða leiðsögn, hvatningu og fræðilegar ábendingar. Lykilaðilum í stefnumótunarferli rannsóknarinnar þakka ég mikið vel fyrir þátttöku í rannsókninni og fyrir gagnlegar ábendingar og viðbætur um mikilvæg atriði atvikalýsingarinnar. Réttmæti hennar er þó endanlega á ábyrgð höfundar. Guðrún C. Emilsdóttir heimspekingur fær þakkir fyrir lestur handrits og góðar ábendingar um málfarsbætingar. Loks fær förunautur minn til margra ára og enn fleiri fjalla, Trausti Pálsson, bestu þakkir fyrir að draga mig reglulega frá skrifborðinu í fjallgöngu. Á fjöllum fæst jafnan betri yfirsýn og göngurnar reyndust búa yfir mætti til að greiða úr flækjum verkefnisins og veita ferska sýn á aðgreinda þætti þess. Inn og út um gluggann aldrei sömu leið Bls. 3

7 Efnisyfirlit SAMANTEKT... 1 ABSTRACT... 2 FORMÁLI INNGANGUR VIÐFANGSEFNI RANNSÓKNARINNAR TILGANGUR RANNSÓKNARINNAR UPPBYGGING RITGERÐARINNAR RANNSÓKNARSPURNINGAR AÐFERÐ OG FRAMKVÆMD AÐFERÐ OG RANNSÓKNARSNIÐ FRAMKVÆMD GÖGN OG GAGNAÖFLUN RÉTTMÆTI OG ÁREIÐANLEIKI ÚRVINNSLA OG GREINING FRÆÐILEG UNDIRSTAÐA ALMENNT UM OPINBERA STEFNUMÓTUN OPINBER STEFNUMÓTUN Á ÍSLANDI DAGSKRÁRKENNINGAR Stefnugluggar og straumar - Kingdon Röskun jafnvægis Baumgartner og Jones Gangverk stefnubreytinga Tuohy Hringrás athyglinnar - Downs ATRENNUR AÐ YFIRFÆRSLU ATVIKALÝSING STAÐA MÁLSINS Í LOK ÁRS YFIRLIT ÞJÓNUSTU VIÐ ALDRAÐA Í AÐDRAGANDA ÁKVÖRÐUNAR, Í KJÖLFAR ÁKVÖRÐUNAR UNDIRBÚNINGUR YFIRFÆRSLU, EFTIRMÁL UMRÆÐA OG NIÐURSTÖÐUR VÍÐARA SAMHENGI EINKENNI FERLISINS, ÁHRIFAÞÆTTIR OG ÞÁTTASKIL ATRENNUR AÐ YFIRFÆRSLU SAMANDREGNAR NIÐURSTÖÐUR LOKAORÐ BREYTINGAR Á UPPHAFLEGRI RANNSÓKNARÁÆTLUN OG RANNSÓKNARSNIÐI TAKMARKANIR RANNSÓKNAR FRAMLAG RANNSÓKNAR FREKARI RANNSÓKNIR HEIMILDIR VIÐAUKI Bls. 4

8 1 Inngangur It must be considered that there is nothing more difficult to carry out, nor more doubtful of success, nor more dangerous to handle, than to initiate a new order of things. For the reformer has enemies in all those who profit by the old order, and only lukewarm defenders in all those who would profit by the new order. (Niccolò Machiavelli ( ) Viðfangsefni rannsóknarinnar Aðkallandi úrlausnarefni víða um heim er ört vaxandi hópur aldraðra sem þarfnast þjónustu sem hið opinbera ber ábyrgð á samkvæmt lögum. Með auknum fjölda aldraðra hækka jafnframt opinber útgjöld sem renna til þessarar þjónustu. Á Íslandi hefur verið brugðist við með breyttum stefnum sem miða að því að ná tökum á útgjaldaþenslu vegna málaflokksins en jafnframt í því augnamiði að bæta þjónustuna á ýmsan hátt. Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að greina atburðarásina við mörkun stefnu í málefnum aldraðra á Íslandi og beinist sérstaklega að stefnumótun um fyrirkomulag við skiptingu verkefna milli ríkis og sveitarfélaga að því er varðar þjónustu við aldraða. Leitast er við að bregða nokkru ljósi á helstu áhrifaþætti ferlisins og skýringaþætti á niðurstöðu þess. Fyrri tímamörk rannsóknarinnar markast af stefnumarkandi ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá árinu 2007 um að flytja málefni aldraðra frá ríki til sveitarfélaga og síðari mörkin eru tímamörk rannsóknarinnar sjálfrar, í lok árs Staða yfirfærslunnar eins og hún blasir við í lok árs 2013 er í meginatriðum sú að framkvæmdaraðilar hafa á leið sinni við útfærslu og undirbúning yfirfærslunnar steitt á ýmsum skerjum og loks strandað áður en fleytan náði höfn. Mjög hefur verið hægt á starfinu og framkvæmdinni sjálfri hefur verið frestað til ársins 2016 meðan leitað er lausna á því hvernig koma megi fleyinu af skerjunum og aftur á flot. Ágreiningur er í hópi framkvæmdaraðila um ýmis atriði yfirfærslunnar til sveitarfélaga sem ekki hefur fundist lausn á. Helstu verkefnum til undirbúnings flutningnum hefur verið forgangsraðað þannig að áfram er unnið að breytingum á málaflokknum sem óháðar eru flutningnum sjálfum. Jafnframt er af hálfu sveitarfélaga lögð áhersla á að bíða eftir að niðurstaða liggi fyrir úr víðtæku endurmati á flutningi á málefnum fatlaðs fólks til sveitarfélaga. Áætlað er að sú niðurstaða liggi fyrir á árinu Machiavelli (1505/1950). The Prince and The Discourses, The Modern Library, Random House, Inc., bls. 21, kafli VI, sótt 4. júlí 2014 af Bls. 5

9 Í rannsókninni er stuðst við kenningar um opinbera stefnumótun til að bera kennsl á helstu áhrifaþætti ferlisins og varpa fræðilegu ljósi á atburðarásina og stöðu hennar í lok árs Rétt er að nefna að í rannsókninni er ekki fjallað um inntak stefnu eða reynt að meta það á neinn hátt. Öldrunarmál heyra í dag undir velferðarráðuneytið, nánar tilgreint undir félags- og húsnæðismálaráðherra, að undanskilinni heilbrigðisþjónustu við aldraða sem heyrir undir heilbrigðisráðherra, ásamt hjúkrunarheimilum, dvalarheimilum, dagdvöl aldraðra og Framkvæmdasjóði aldraðra. Framkvæmd þjónustu við aldraða var lengi framan af að mestu í höndum hins opinbera en síðustu tvo áratugi hefur hún í auknum mæli verið flutt á hendur einkafyrirtækja, félagasamtaka og sjálfseignarstofnana, í samræmi við stefnu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks um nýskipan í ríkisrekstri sem tekin var upp Umfangsmeiri hluti þjónustu við aldraða hefur hins vegar verið í höndum aðstandenda aldraðra og sjálfboðaliða, svonefnd óformleg þjónusta. Þar er yfirleitt um ólaunaða þjónustu að ræða sem veitt er á öðrum forsendum en opinber þjónusta, í meirihluta tilvika af konum. Breytingar hafa jafnframt orðið á hugmyndum um stefnumótun í nærþjónustu allri, þar á meðal þjónustu við aldraða. Einnig hefur orðið breyting á hugmyndum um réttindi aldraðra, í þá átt að þeir eigi rétt á að vera taldir með öðrum þegnum frekar en aðgreindir frá þeim á grundvelli aldurs, og því sé rétt að fella úr gildi sérlög um málefni aldraðra, leggja af sérstakar stofnanir fyrir þá o.s.frv. Almenn viðhorfabreyting hefur orðið í þá átt að aldraðir eigi rétt á einstaklingsmiðaðri þjónustu og að þeir hafi val um hvort sú nærþjónusta sem þeir þarfnist og eigi rétt á, sé veitt á heimilum þeirra eða á stofnunum. Loks er að nefna þá umræðu sem hefur vaknað meðfram þessum hugmyndum um nauðsyn þess að endurskipuleggja þjónustu og rekstur hins opinbera í ljósi síaukins kostnaðar við þjónustuna. Lögbundin þjónusta hins opinbera við ýmsa hópa, þar á meðal við aldraða, hefur lengst af verið sérgreind með lögum um réttindi til þjónustu. Sérlög gilda um réttindi aldraðra til þjónustu og um framkvæmd þjónustunnar, sérstakar stofnanir eru þeim ætlaðar og þjónustuúrræðin eru sérhönnuð fyrir þá. Allt þetta til samans hefur orðið til þess að stjórnvöld hafa í auknum mæli beint sjónum að því að færa alla nærþjónustu til sveitarfélaganna og þar með nær þjónustuþegum. Þannig megi ná markmiðum um að auka gæði í þjónustu, miða hana að þörfum einstaklinganna og spara útgjöld hins opinbera. Í sem einfaldastri mynd hefur þeirri hugmynd vaxið ásmegin að hverfa frá miðstýrðum ríkisrekstri og flytja þjónustuna til svæðisbundinna eininga, sveitarfélaga og samtaka þeirra í ýmsum myndum, s.s. þjónustusvæða. Einnig hafa verið skoðaðar Bls. 6

10 leiðir til að flytja framkvæmd á hluta þjónustunnar við aldraða alfarið frá hinu opinbera til einkafyrirtækja eða frjálsra félagasamtaka. Þar má nefna húsnæðis- og búsetumál, heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og ýmsa aðra þjónustu. Að auki hefur verið fjallað um breytingar á fyrirkomulagi á ýmsum þáttum þjónustunnar sem eru óháðar færslu hennar milli stjórnsýslustiga, s.s. þátttöku aldraðra í fjármögnun þjónustunnar. Í kjölfar alþingiskosninga 2007 tilkynnti ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar þá ákvörðun sína að flytja að mestu ábyrgð, framkvæmd og fjármögnun á nærþjónustu, þar með þjónustu við aldraða og fatlað fólk, frá ríki til sveitarfélaga og hóf strax nauðsynlegan undirbúning. Yfirfærslan skyldi fara fram í síðasta lagi árið Á sama tíma var ráðgert að innleiða nýja stefnu um málefni aldraðra á sama tíma sem jafnframt var fyrsta heildstæða opinbera stefnan um málaflokkinn. Meðal helstu markmiða með yfirfærslunni var að samþætta faglega og fjárhagslega ábyrgð á þjónustu og koma henni á sömu hendur, þ.e. sveitarfélaganna. Þannig myndi skapast hvati fyrir sveitarfélögin til að leita hagkvæmustu leiða til að ná markmiðum um að aldraðir búi við eðlilegt heimilislíf svo lengi sem unnt er. Jafnframt megi með þessu móti koma í veg fyrir ágreining um veitingu þjónustunnar. 1.2 Tilgangur rannsóknarinnar Rannsóknarefnið, stórfelld breyting á málefnum aldraðra í meðförum hins opinbera, var valið út frá sjónarhorni þekkingarleitar, þar sem höfundi hefur virst málaflokkurinn víðfeðmur og mikil áskorun að ná heildarsýn um hann. Slíkt sjónarmið fellur ágætlega að hugmynd Lockes og fleiri fræðimanna, að tilgangur eigindlegra rannsókna sé að öðlast skilning á tilteknum félagslegum kringumstæðum, atburðum, hlutverkum, hópum eða samskiptum (sjá í Creswell, 2003). Jafnframt var það nokkur áskorun í upphafi rannsóknar að velja eigindlega rannsóknaraðferð og að fjalla um stefnumótunarkenningar, hvoru tveggja var rannsakandanum nýmeti. Markmið með rannsókninni er að bregða ljósi á annars vegar þann þátt opinberrar stefnumótunar sem fjallar um hvernig og hvers vegna mál fara inn á og út af dagskrá stjórnmálanna og hins vegar á stefnumótunarferlið sem fer í gang í kjölfar stefnumarkandi ákvörðunar þar sem skilgreining úrlausna og útfærslu hefst formlega. Í rannsókninni eru helstu áhrifaþættir ferlisins greindir og þannig reynt að leiða í ljós hvað skýri stöðu málsins við lok tímabils rannsóknarinnar. Bls. 7

11 Við greiningu ferlisins er höfð hliðsjón af kenningum um dagskrársetningu og sérstaklega stuðst við kenningar Kingdons, Tuohys, Baumgartners og Jones og Downs. Rannsóknarlegt mikilvægi er fólgið í því að fjölga rannsóknum á málefnum sem snerta þjónustu við aldraða en því hefur lítt verið gerð skil í stjórnsýslulegu tilliti á Íslandi. Í víðara fræðilegu samhengi er gildi rannsóknarinnar fólgið í að auka þekkingu og skilning á því hvernig mál geta æxlast milli þess sem þau fara inn á og út af dagskrá stjórnmálanna, hvers konar breytingar verða, hvernig þær koma til og hvers vegna. Vonast er til að niðurstöður rannsóknarinnar geti bætt við þá þekkingu sem þegar er til um sama eða sambærileg viðfangsefni á fræðasviði opinberrar stefnumótunar. 1.3 Uppbygging ritgerðarinnar Í kjölfar inngangskafla taka við þrír rannsóknarkaflar, einn um aðferðir, einn um fræðilega undirstöðu og einn með atvikalýsingu sem endurspeglar gögn rannsóknarinnar. Þeir kaflar eru síðan leiddir saman í umræðu- og niðurstöðukafla, þar sem atvikalýsingin er fyrst rædd með hliðsjón af stefnumótunarkenningum og greind og túlkuð með aðferðum ferlisgreiningar. Í kjölfar umræðu eru síðan settar fram niðurstöður og rannsóknarspurningum svarað. Hefðbundin lokaorð er efni síðasta kaflans, þar sem sagt er frá framlagi og takmörkunum rannsóknarinnar. Gögn rannsóknarinnar eru fyrst og fremst fyrirliggjandi gögn um atburðarásina en einnig fengust upplýsingar hjá lykilþátttakendum í stefnumótunarferlinu. Ýmis orð og hugtök eru skilgreind eftir atvikum í aðferðakafla eða fræðakafla. 1.4 Rannsóknarspurningar Meginspurning rannsóknarinnar setur rannsóknarefnið í víðara samhengi fræða og rannsókna: Hvað einkennir opinbera stefnumótun á Íslandi? Afmörkun rannsóknarinnar felst síðan í tveimur undirspurningum: Hvað hefur einkennt ferlið við stefnumótun í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnar árið 2007 um að flytja ábyrgð, fjármögnun og framkvæmd á þjónustu við aldraða frá ríki til sveitarfélaga? Hvað skýrir stöðu málsins í dag? Bls. 8

12 2 Aðferð og framkvæmd Í þessum kafla er fyrst greint frá tilgangi með rannsókninni og hann skýrður út frá sjónarhorni rannsakanda. Útlistun á aðferðinni og rannsóknarsniðinu sem valin voru til að leita svara við rannsóknarspurningum eru gerð skil. Framkvæmdinni er síðan lýst og greint frá gögnum og hvernig staðið var að öflun þeirra, úrvinnslu og greiningu. Að lokum er fjallað um réttmæti og áreiðanleika eigindlegra rannsókna. Viðfangsefni rannsóknarinnar er mörkun stefnu í málefnum aldraðra á Íslandi og beinist hún sérstaklega að stefnumótun og fyrirkomulagi við skiptingu verkefna milli ríkis og sveitarfélaga að því er varðar þjónustu við aldraða. Nánari afmörkun hefur í rannsókninni verið gerð þannig að ljósi er brugðið sérstaklega á tímabilið frá maí 2007 til loka árs Upphaf tímabilsins markast af tilkynningu nýmyndaðrar ríkisstjórnar um þá ákvörðun að flytja málefni aldraðra frá ríki til sveitarfélaga og lok tímabilsins eru tímamörk rannsóknarinnar sjálfrar, sem sett voru við árslok Rannsóknarefnið var valið út frá sjónarhorni þekkingarleitar. Höfundi hefur virst málaflokkurinn um málefni aldraðra víðfeðmur og mikil áskorun að ná heildarsýn yfir hann. Slíkt sjónarmið fellur ágætlega að hugmynd Lockes og fleiri fræðimanna (sjá í Creswell, 2003), að tilgangur eigindlegra rannsókna sé að öðlast skilning á tilteknum félagslegum kringumstæðum, atburðum, hlutverkum, hópum eða samskiptum. Samkvæmt Andrew M. Pettigrew (1997) er ófrávíkjanlegur tilgangur ferlisrannsókna að gera grein fyrir og útskýra tengslin milli ferlisins, niðurstöðu þess og hins víðara samhengis stjórnmálanna, þ.e. hver þau eru, hvernig þau eru tilkomin og hvers vegna. Þetta þrennt þurfi allt að vera til staðar. Pettigrew leggur jafnframt áherslu á að markmið ferlisgreiningar er að öðlast skilning á félagslegum veruleika, sem hann lýsir sem dýnamísku ferli frekar en stöðugu ástandi: félagslegur veruleiki gerist fremur en að vera (occurs vs exists með orðum Pettigrews). Ástæða er til að skýra nokkur orð og hugtök rannsóknarspurninganna. Í ritgerðinni er jöfnum höndum talað um ferli (e. process) og atburðarás (e. narrative thread). Með ferli er vísað til hugmynda Pettigrews um skoðun og greiningu stefnumótunarferlis. Hann lítur á slíkt ferli sem (þýð. höf.): röð atburða, aðgerða og athafna, jafnt einstakra sem samanlagðra, sem koma í ljós í tímalegu samhengi (1997, bls. 338). Enska orðið event á sér ýmsar merkingarólíkar þýðingar í íslensku máli. Hér verður ýmist talað um atburð eða atvik. Með orðalaginu stöðu í dag í rannsóknarspurningu er átt við þá stöðu (e. outcome) sem stefnumótunarferlið var í við lok rannsóknartímabilsins í árslok 2013, án þess að tekin sé afstaða til þess hvort Bls. 9

13 ferlinu sjálfu sé endanlega lokið eða eigi eftir að þróast frekar. Ragin (1992) kallar það sögulega skilgreinda niðurstöðu (e. historically defined outcome) og Pettigrew nefnir það niðurstöðu stefnu (e. policy outcome). Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar. Rannsókn af þessu tagi þarf hins vegar ekki sérstakt leyfi vísindasiðanefndar Háskóla Íslands. 2.1 Aðferð og rannsóknarsnið Við leit að svörum við spurningum rannsóknarinnar er beitt ferlisgreiningu (e. process analysis), sem er ein tegund tilviksathugana (e. case studies). Þær heyra til eigindlegrar rannsóknarhefðar (e. qualitative research) sem byggir á grundaðri kenningu (e. grounded theory) (sjá Hart, 2005; Yin, 2009). Í stað hinnar hefðbundnu rannsóknaraðferðar að leggja upp með fyrirfram gefnar hugmyndir og kenningar um hvað skýri rannsóknarefnið, þá leitast rannsakandi við að láta gögnin leiða sig áfram við mótun hugmynda og tilgátna um ferlið og reynir að finna áhrifaþætti sem síðan eru settir í fræðilegt samhengi og mátaðir við þekktar hugmyndir og kenningar. Eigindleg aðferð hentar vel í rannsóknum þar sem rannsóknarefnið er greint frá heildrænu sjónarmiði. Creswell (2003) telur slíka aðferð henta þeim mun betur sem atvikalýsingin felur í sér flóknari atburðarás og meiri gagnverkan atburða. Þetta á vel við um rannsóknina sem hér er til umfjöllunar, þar sem hún fæst við atburðarás sem rakin er yfir tiltekið tímabil, frekar en að fengist sé við fjöldatölur eða algengi atburða. Tilviksrannsóknir þykja einkar viðeigandi í rannsóknum eins og hér greinir frá, þar sem a) notast er við hvernig eða hvers vegna spurningar, b) rannsakandinn hefur litla eða enga stjórn á atburðarás og c) sjónum er beint að samtímafyrirbæri í raunverulegu samhengi, sérstaklega þegar skilin eru óljós þar á milli (Yin, 2009). Tilviksrannsókn með sniði ferlisgreiningar á jafnframt vel við þar sem sjónum er beint að ferli stefnumótunar í kjölfar stefnumarkandi ákvörðunar sem tekin hefur verið á vettvangi stjórnmála. Í framvindu eigindlegrar rannsóknar eru verkþættir sjaldnast vel afmarkaðir og aðgreindir. Einn þáttur þáttur tekur ekki snyrtilega við af öðrum, heldur má gera ráð fyrir að farið sé fram og til baka milli verkþátta meðan á rannsókn stendur, þ.e. milli myndunar rannsóknarspurninga, söfnunar frekari gagna, greiningar á gögnum, ritunar atvikalýsingar og túlkunar gagna (Creswell, 2003). Ein afleiðing slíks rannsóknarferlis er að rökstyðja má að í Bls. 10

14 rannsókninni sé bæði beitt aðleiðslu (e. induction) og afleiðslu (e. deduction). Hefð er fyrir því að beita annari aðferðinni en ekki báðum í sömu rannsókn. Aðleiðsla hefur löngum verið tengd eigindlegri rannsóknaraðferð, þar sem ályktað er um heild út frá þekkingu á stökum tilvikum. Út frá því eru tilgátur og kenningar síðan myndaðar. Afleiðsla hefur hins vegar verið tengd megindlegri rannsóknaraðferð, þá er spáð er fyrir um einstök tilvik út frá þekkingu á heild eða út frá tilgátum og kenningum. Í rannsókninni er fylgt reglum Stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands um lokaverkefni til meistaraprófs, eins og þeim er meðal annars lýst í Handbók meistaranema við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands (2013). Jafnframt hefur reglum og viðmiðum Vísindasiðanefndar Háskóla Íslands (2014) verið fylgt. 2.2 Framkvæmd Vinna við rannsóknina hófst haustið 2013 með gerð rannsóknaráætlunar og rannsóknarsniðs sem unnin voru í námskeiðinu Rannsóknaráætlanir og rannsóknarsnið meistararitgerða við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Rannsakandi byrjaði á að kynna sér málefni aldraðra í meðförum hins opinbera, sérstaklega hvað varðar stefnumótun, ábyrgð, fjármögnun og framkvæmd þjónustu við aldraða. Athyglin beindist fljótlega að því hversu brösuglega virtist ganga annars vegar að koma áætluðum breytingum í þjónustu við aldraða í framkvæmd og hins vegar að koma á yfirlýstri ákvörðun stjórnvalda um flutning á málaflokknum í heild frá ríki til sveitarfélaga til framkvæmdar. Liðin voru rúmlega sex ár frá yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um flutninginn, en upphaflega var áætlað að flutningurinn skyldi verða ekki síðar en árið Fljótlega var ákveðið að hentugast væri að beita aðferð ferlisgreiningar og markviss öflun upplýsinga á formi fyrirliggjandi gagna (e. secondary data) hófst. Pettigrew (1990, 1997) hefur fjallað um leiðir til afmörkunar í flóknum ferlisgreiningum. Þegar skýrir áhrifaþættir eða tiltekin þemu koma í ljós í atvikalýsingunni, gefst færi á umtalsverðri afmörkun. Snemma í rannsóknarferlinu var ákveðið að einskorða rannsóknina við tímabil stefnumótunarferlisins sem í hönd fór í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda um flutning málaflokksins til sveitarfélaga. Tímabilið er frá maí 2007 til ársloka Lok ferlisins í rannsókninni markast af tímamörkum rannsóknarinnar. Af fyrirliggjandi gögnum sem söfnuðust var rituð atvikalýsing ferlisins. Reynt var að halda hvoru tveggja til haga, að segja frá atburðum í tímaröð til að skapa skilning á atburðarásinni sem ferli, en einnig að halda efnislegu samhengi, til að skapa skilning á heildstæðum Bls. 11

15 áhrifaþáttum eða þemum. Með því að skrifa fyrst upp atvikalýsinguna eins og hún birtist af fyrirliggjandi gögnum setur rannsakandinn sig inn í málefnið, orðfærið sem notað er, hugmyndir og hugtök, og öðlast yfirsýn um það hvernig atburðarásin þróast í tímaröð. Þannig kemur meðal annars í ljós hverjir eru þátttakendur í stefnumótunarferlinu, hver staða þeirra er og hlutverk, hvaða úrræði þeir hafa á takteinum og hver áhrif þeirra eru. Einnig má þannig greina hver tengslin eru á milli framantalinna atriða og hverjir eru mikilvægustu atburðir og tímamót í atburðarásinni. Í samræmi við aðferð ferlisgreiningar var bætt við upplýsingum og gögnum eftir því sem atvikalýsingin varð ljósari og eins eftir því sem tengsl ferlisins við fræðin urðu skýrari. Flakkað var því nokkuð á milli gagnaöflunar, ritunar atvikalýsingar, þekkingarleitar á fræðilegri umfjöllun, úrvinnslu og greiningar á niðurstöðum, ásamt því að máta niðurstöður við fræðin og fyrirliggjandi þekkingu. Við greiningu á atburðarásinni voru mótaðar hugmyndir og tilgátur um orsakir og tengsl atburða hvers við annan innan atvikalýsingarinnar og við viðburði og sviðsmyndir utan atvikalýsingarinnar. Einnig við hvað annað sem var að gerast á sama tíma í stjórnmálum, eða það sem áður hafði gerst á sama málasviði stjórnmálanna. Þegar ferlið hafði verið kortlagt að mestu, var gert ráð fyrir að helstu áhrifaþættir væru komnir fram og þeir teknir til frekari greiningar. Með hliðsjón af ferlinu og atkvæðamestu þáttum þess var leitað í viðeigandi kenningasmiðjur til að skýra framvinduna. Það leiddi til enn frekari afmörkunar, sem fólst í því að draga fram mikilvæga þætti atburðarásarinnar en draga úr öðrum. Það útilokar þó ekki að aðrar kenningar og skýringar geti átt við, en á þessu stigi málsins hafa þær verið settar til hliðar. Við skoðun á skjalfestri atburðarás á árunum og í ljósi kenninga um ferli af þessu tagi, kom í ljós að órofatengsl væru að öllum líkindum að finna milli ferlisins sem rannsóknin beinist að og annarra atburða, meðal annars í aðdraganda ferlisins. Var því afráðið að bæta við skoðun á atburðum á tímaskeiði aðdragandans og það tímabil afmarkað frá upphafi tíunda áratugarins til maí Á síðari stigum rannsóknarinnar ljóst að umfang rannsóknarinnar var langt umfram þær kröfur sem gerðar eru um vinnuframlag við gerð 30 eininga MPA-verkefna. Brugðist var við því með því að falla frá upphaflegri áætlun um að taka viðtöl við lykilþátttakendur (e. key informants) í ferlinu og afla með þeim hætti nánari upplýsinga og staðfestingar á fyrirliggjandi skriflegum gögnum. Slík viðtöl hefðu að öllum líkindum aukið réttmæti upplýsinga og gegnt mikilvægu hlutverki margprófunar. Bls. 12

16 Í stað þess að afla frumgagna (e. primary data) með viðtölum var farin önnur leið í sama tilgangi. Aflað var ítarlegri upplýsinga og staðfestingar á fyrirliggjandi gögnum, með því að fá lykilþátttakendur í ferlinu til að lesa yfir nokkuð endanleg drög atvikalýsingarinnar og gera við hana athugasemdir, leiðréttingar eða viðbætur eftir því sem tilefni væri til. Söfnun þeirra gagna fór fram í júlí og ágúst 2014 og bættust þannig við gagnlegar upplýsingar og staðfesting á aðskildum þáttum atvikalýsingarinnar. Öll samskipti milli rannsakanda og lykilaðila sem lásu yfir atvikalýsinguna fóru fram með tölvuskeytum. Yfirlesarar fengu í upphafi samskonar tölvuskeyti með erindinu, ásamt kynningu á rannsókninni og hvernig hún tengdist erindinu. Þátttakendum sem veittu upplýsingar var heitið nafnleynd og er vitnað til þeirra sem ónefndra heimildarmanna. Upplýsingar frá þeim flokkast þær upplýsingar sem þeir veita sem óformlegar heimildir. þar af leiðandi er þeirra ekki getið í heimildaskrá ritgerðarinnar. Í sumum tilvikum urðu bréfaskipti í framhaldinu milli rannsakanda og yfirlesara þar sem skrifleg gögn bættust við, s.s. fundargerðir, minnisblöð og samningar. Til þeirra gagna er vísað eftir hefðbundnum aðferðum. 2.3 Gögn og gagnaöflun Öflun gagna fór fram á tímabilinu frá október 2013 til ágúst Fyrirliggjandi gagna var aflað að mestu frá október 2013 til janúar 2014 og upplýsinga frá lykilaðilum var aflað í júlí og ágúst Gögn rannsóknarinnar eru að mestu fyrirliggjandi gögn og samanstanda fyrst og fremst af fundargerðum þriggja hópa sem hafa haft með höndum undirbúning flutningsins í umboði yfirvalda. 2 Fyrst var starfandi Verkefnisstjórn um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði velferðarmála frá apríl 2007 til desember Þar var unnið að yfirfærslu á málefnum aldraðra sem hluta af stærri heild. Síðar tóku við yfirfærslunefnd og framkvæmdahópur um flutning á málefnum aldraðra. Fundargerðir yfirfærslunefndar spanna tímabilið frá nóvember 2011 til ágúst 2013 og fundargerðir framkvæmdahópsins spanna tímabilið febrúar 2012 til desember Meðal annarra fyrirliggjandi gagna sem notuð voru til að styðja og bæta við atvikalýsinguna er helst að nefna úttektir, skýrslur og greinargerðir, stefnur og viljayfirlýsingar stjórnvalda, lög og reglugerðir, frétta- og greinaskrif, minnisblöð og samningar. 2 Fundargerðir hópanna er flestar að finna á vef velferðarráðuneytisins, sjá nánar í heimildaskrá. Bls. 13

17 Við þessi gögn bættust síðan upplýsingar frá lykilaðilum sem lásu atvikalýsinguna yfir og gerðu athugasemdir við hana, leiðréttingar og/eða mikilvægar viðbætur. Val á yfirlesurum fór fram með markmiðsúrtaki (e. purposive-sampling) (Hart, 2005) sem felst í því að valdir eru þátttakendur sem eru líklegir til að búa yfir mikilli þekkingu og yfirsýn um ferlið. Fyrst var haft samband við þrjá lykilaðila, sem komu að ferlinu með ólíkum hætti og þeir beðnir að nefna hver um sig þrjá til fimm aðra sem hefðu að þeirra mati bestar upplýsingar um atburðarásina í ferlinu í heild eða aðgreinda þætti hennar. Þannig komu fram lykilaðilar sem einnig var boðið að lesa atvikalýsinguna yfir og gera við hana athugasemdir. Endanlega fengust þannig athugasemdir, viðbætur og leiðréttingar frá níu aðilum sem komu að eða þekktu náið til ferlisins. Gætt er að öryggi gagna og trúnaði við yfirlesara með því að aðgangur að gögnum er takmarkaður við rannsakandann og leiðbeinanda með rannsókninni. 2.4 Réttmæti og áreiðanleiki Gagnrýni á eigindlegar rannsóknir beinist oft að skorti á réttmæti, áreiðanleika og möguleikum á að alhæfa um niðurstöður eða yfirfæra þær á önnur svipuð eða sambærileg tilvik. Að mati ýmissa fræðimanna (sjá í Creswell, 2003) er mikilvægi hlutlægni og sannverðugleika afar mikið í hvorum tveggja rannsóknarhefðunum, eigindlegum og megindlegum, en viðmiðin sem notuð eru til að meta aðferðirnar eru hins vegar ólík. Hart (2005) setur fram gagnlegt leiðarhnoða fyrir rannsakendur sem felst í því að með vönduðu verklagi í hvívetna megi flétta inn í rannsóknina réttmæti og trúverðugleika. Yin (2009) hefur sett fram þrjú til fjögur gagnleg viðmið til að meta gæði rannsóknarsniða. Fyrst má nefna réttmæti hugsmíðar (e. construct validity) sem felur í sér að rannsakandinn mæli það sem hann segist vera að mæla, í öðru lagi er ytra réttmæti (e. external validity) sem lýtur að því hvort yfirfæra megi niðurstöður rannsóknarinnar yfir á víðara samhengi og loks má meta áreiðanleika rannsóknarinnar (e. reliability), þ.e. hvort sama niðurstaða fengist ef rannsóknin yrði endurtekin. Í tilfelli eigindlegra rannsókna sem eru með sniði skýrandi rannsókna, en ekki aðeins lýsandi, bætist við mat á innra réttmæti (e. internal validity) sem felst í að sýna fram á orsakatengsl milli tiltekinna aðstæðna. 3 Creswell (1998) hefur tekið saman lista yfir átta mikilvæg verklagsferli til að auka réttmæti (e. verification) rannsókna og mælir með að stuðst sé við að lágmarki tvö þeirra í eig- 3 Í Lincoln og Guba, 2000, er að finna gagnrýna umfjöllun um þetta efni. Bls. 14

18 indlegum rannsóknum. Í þessari rannsókn hefur ýmsum aðferðum verið beitt til að auka réttmæti og trúverðugleika. Sérstaklega er að nefna eftirtaldar aðferðir: Fyrri rannsóknir sem beita sambærilegum aðferðum og fjalla um sambærilegt viðfangsefni voru teknar til skoðunar og reynt að draga lærdóm af þeim um framkvæmd rannsóknar, svo sem varðandi gagnaöflun og rannsóknarsnið. Sérstaklega má þar nefna rannsókn Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur (2006b) um sameiningu sjúkrahúsa, þar sem beitt var ferlisgreiningu og er rannsóknarsniði hennar fylgt í mikilvægum atriðum. Hliðsjón var einnig höfð af rannsókn Kingdons (2011) þar sem hann studdist við ferlisgreiningu. Þar sem ekki hefur verið mikið ritað eða rannsakað um síðari stig stefnumótunar á Íslandi, s.s. útfærslu á stefnuvalkostum eða innleiðingu stefnu, og ekki er um margar íslenskar rannsóknir á sviði stjórnmála eða stjórnsýslu að ræða þar sem beitt hefur verið ferlisgreiningu eru nokkuð mörg hugtök sem ekki hafa öðlast hefðbundinn og almennan skilning í íslensku máli. Jafnframt er lítið til af rituðu efni á íslensku um kenningar þær sem hér er er fjallað um. Rannsakanda er ljós sú hætta sem af þessu getur skapast og hefur leitast við að skýra mikilvæg orð og hugtök í ritgerðinni og gera grein fyrir sínum skilningi á þeim. Nokkuð endanleg atvikalýsing var borin undir lykilaðila í ferlinu og staðfesting þeirra fengin á að rétt væri farið með og stundum leiðrétt eftir því sem viðmælendur sögðu til um eða upplýsingum bætt við. Jafnframt bættust við upplýsingar um mikilvæga þætti í ferlinu sem ekki höfðu áður komið fram eða ekki fengið tilhlýðilega áherslu í atvikalýsingunni. Fundargerðir, sem eru grunngögn rannsóknarinnar, eru traustar heimildir, því auk þess að vera ritaðar í tímalegri nálægð við atburði, aðgerðir og ákvarðanir, þá eru þær staðfestar af fundarmönnum. Fundargerðir af þessu tagi eru yfirleitt ekki ítarlegar né nákvæmar, en þó má nokkurn veginn treysta því að sagt sé frá mikilvægum atriðum og ákvörðunum. Margprófun aðferða (e. triangulation) er hér beitt, með þeim hætti að aðilar sem komu að ferlinu voru fengnir til að lesa yfir ferlissöguna eins og hún blasti við eftir söfnun fyrirliggjandi gagna og leiðrétta eða bæta við upplýsingum eftir því sem tilefni gæfi til. Þessir aðilar voru valdir með markmiðsúrtaki og höfðu allir einhverja aðkomu að ferlinu. Staðfesting á atvikalýsingunni fékkst þannig frá þátttakendum með ólíka aðkomu að ferlinu og jafnframt bættust við upplýsingar sem ekki höfðu komið fram í fyrirliggjandi gögnum. Þetta eykur á trúverðugleika atvikalýsingarinnar. Þegar mótsagnir af einhverju tagi hafa komið fram í gögnum var kappkostað að skoða þær og gera grein fyrir þeim í niðurstöðum. Hlutleysi rannsakanda er margslungið efni og ekki eru allir á einu máli um hvort rannsakandi geti yfirhöfuð verið hlutlaus, hvort heldur um megindlega eða eigindlega rannsókn ræðir. Yin (2009) og Creswell (2003) árétta að við gerð tilviksrannsókna byggja rannsak- Bls. 15

19 endur einatt á fyrri rannsóknum og þekkingu þeir eru aldrei alveg hlutlausir sem óskrifað blað. Rannsakandi hefur hér leitast við að beita ígrundun (e. reflexivity) til að draga úr hættu á að fyrirfram mótaðar skoðanir og hugmyndir hafi áhrif á rannsóknina, þ.e. á rannsóknarspurningarnar sjálfar, greiningu gagnanna eða túlkun þeirra. Stuðlað er að gagnsæi og trúverðugleika rannsóknarsniðsins með því að vísa í gögnin í niðurstöðum og umræðu um þær. Jafnframt hefur gagnaöflun og framkvæmd rannsóknarinnar verið lýst eins nákvæmlega og frekast er unnt. Greint er frá ýmis konar þróun og breytingum sem rannsóknin hefur tekið. Einnig er hægt að nálgast mikilvæg tæki rannsóknarinnar, s.s. flokkunarlykil, tímalínu og staðlað bréf til lykilaðila sem eykur gagnsæi rannsóknarsniðs og aðferða. Öllum sem skoða ætti að vera ljóst hvernig eitt leiddi af öðru og hvernig gögnin leiddu rannsakandann áfram. Ytri endurskoðun rannsóknarinnar er tryggð með því að leiðbeinandi og prófdómari rýna rannsóknina og afurðir hennar. Kennari í námskeiðinu Rannsóknaráætlanir og rannsóknarsnið meistararitgerða hafði áður samþykkt í öllum atriðum rannsóknaráætlunina, sem þar var lögð fram sem lokaafurð námskeiðsins. Alhæfing niðurstaðna þykir af mörgum eftirsóknarverður eiginleiki í eigindlegum rannsóknum. Samt sem áður eru ekki allir fræðimenn sannfærðir um að tilgangur eigindlegra rannsókna sé að alhæfa um niðurstöður. Creswell (2003) meðal annarra telur að þegar á heildina sé litið gegni áreiðanleiki og alhæfing lítilvægu hlutverki í eigindlegum rannsóknum. Atvikalýsingin sem birt er í næsta kafla er háð þeim annmarka að vera lýsing og huglæg túlkun rannsakandans á gögnum um flókið ferli. Samkvæmt Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur er því ekki hægt að yfirfæra niðurstöður rannsóknarinnar á önnur svipuð tilvik (2006b). Bls. 16

20 2.5 Úrvinnsla og greining Úrvinnsla fyrirliggjandi gagna og frumgreining fór fram meðfram gagnasöfnuninni og í kjölfar hennar og ritunar atvikalýsingarinnar. Meðan á þeirri vinnu stóð mótuðust hugmyndir, vangaveltur og spurningar um áhrifaþætti, atburði og tengingar. Var þá leitað frekari gagna til að fá fram fyllri sögu (e. thick description). Grunnvinna var hafin við að kóða atburði og tengingar með hliðsjón af meginspurningum rannsóknarinnar og þeim fræðum sem lesin höfðu verið og sem fjalla um svipuð ferli og viðfangsefni rannsóknarinnar. Annars vegar um það hvernig og af hverju stefnumál fara inn og út af dagskrá stjórnmála og hins vegar um ferlið sem fylgir í kjölfar stefnumarkandi ákvörðunar stjórnvalda, þar sem skilgreining á úrlausnum og útfærslu fer fram. Samkvæmt ýmsum fræðimönnum, til dæmis Ragin (1992), má búast við því fyrirfram í tilviksrannsóknum að tilvikið sé ekki fullráðið fyrr en í lok rannsóknar. Þannig megi segja að rannsóknin feli einnig í sér að komast að því hvert tilvikið og eðli þess er, eða jafnvel tilvik um hvað hafi verið tekið til rannsóknar. 4 Það reyndist vera tilfellið í rannsókninni. Það má skýra með því að rannsóknin hefur verið visst lærdómsferli hjá rannsakandanum sem hér framkvæmir sína fyrstu eigindlegu rannsókn og beitir til þess nýstárlegum aðferðum. Fræðasvið stefnumótunar var henni jafnframt ókunnugt sem og viðfangsefnið, málefni aldraðra. Lengi vel áleit rannsakandi að hún væri að fást við innleiðingu stefnu, en síðar kom á daginn að um dagskrársetningu og stefnuútfærslu var að ræða. Þegar atvikalýsingin hafði verið skrifuð upp voru lykilþátttakendur í stefnumótunarferlinu fengnir til að lesa yfir endanleg drög hennar og benda á það sem betur mætti fara, leiðrétta ef þeim þætti þurfa og bæta við upplýsingum. Upplýsingar sem þannig söfnuðust voru færðar inn í atvikalýsinguna. Greining atvikalýsingarinnar fólst í mati á atburðum út frá tengslum, endurtekningum og sameiginlegum þáttum. Matið var síðan tengt við þær kenningar um stefnumótun sem kynntar eru í fræðakafla. Niðurstöður voru síðan leiddar af því og rannsóknarspurningum svarað. Greiningartæki var útbúið með aðstoð excel-töflureiknis, þar sem flokkun atburða, aðgerða, þátttakenda og áhrifa var sett upp. Allt framangreint var síðan kóðað með hliðsjón af helstu greiningarbreytum, til dæmis flokkun eftir samhengi og tíma, tenging við aðra atburði, hlutverk, staða, aðgerðir og áhrif, stefna áhrifa, staðsetning og tenging við fræðilega þætti, eðli og réttmæti gagna. 4 Ragin gengur raunar svo langt (1992, bls. 6) að fullyrða að rannsakandi muni líklega ekki fyllilega vita hvert tilvikið er fyrr en rannsókninni, þar með talin niðurstöðuskrifum, er nánast lokið. Bls. 17

21 Í samræmi við rannsóknarspurningarnar er kannað hvað gerist í ferlinu, hvaða aðilar og misjafnlega tengdir atburðir hafi þar áhrif, hvernig ferlið hefst, hvernig það þróast og lýkur og jafnframt hvað skýri atburðarrásina og niðurstöðu hennar. Stuðst var að nokkru við flokkunaraðferð Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur (2006b) við greiningu gagnanna. Atburðir ferlisins voru flokkaðir samkvæmt eftirfarandi viðmiðum: 1. Atburðir sem rannsóknin beinist að. 2. Atburðir sem gerast fyrir meginatburði rannsóknar og geta varpað ljósi á þá. 3. Samtímaatburðir sem tengjast atburði sem rannsóknin beinist að (e. related events). 4. Samtímaatburðir í ytra umhverfi (e. contemporaneous events). 5. Atburðir sem hugsanlega hafa leitt af atburðum sem rannsóknin beinist að. Á grunni atvikalýsingarinnar voru sigtaðir út þeir atburðir í ferlinu sem litu út fyrir að vera helstu skýringarþættir ferlisins og niðurstöðu þess. Atburðirnir voru flokkaðir í samhengi við fræðilega umfjöllun (sbr. aðferð grundaðrar kenningar). Hver atburður var settur í samhengi við aðra atburði og fékkst þannig jafnframt tímalegt samhengi. Þessum atburðum var raðað upp á tímalínu 5 og rannsóknarspurningunum (B1-spurningum) beint að þeim. Byggt er á fyrirmynd rannsóknar dr. Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur um sameiningu sjúkrahúsa (2006b), sem aftur byggir á aðferð Barzelays og teymis hans (sjá í sömu, 2006b). B1-spurningar eru opnar undirstöðuspurningar, sem beinast að viðfangsefni rannsóknar og tilteknum atburðum (e. events), án þess að vera litaðar af beinum athugasemdum eða túlkunum spyrjandans. Með þessum spurningum má ná fram lýsandi greiningu (e. descriptive analysis) á rannsóknarefninu (raungreining). 6 B1-spurningar um hvern atburð eru þessar: a) hvenær, hvert og hvað skýrir upphaf þessa atburðar, b) hvernig varð framvinda málsins og hvað skýrir hana og c) hver er staða málsins í dag og hvað skýrir niðurstöðu þess? (Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, 2006b). B1-spurningar eru grundaðar í þeim skilningi að með þeim er leitast við að dýpka skilning á atriði eða viðburði, kafað er dýpra inn í efnið, frekar en að setja það í víðara samhengi. Með B1-spurningum er rannsakandinn knúinn til að halda sig við efnið, þ.e. halda sig innan þeirra efnismarka sem tilgreind eru í spurningunni og viðfangi rannsóknarinnar. Spurningarnar eru þannig lyklaðar við tiltekinn atburð og undiratburði hans. 5 Tímalínu ferlisins er að finna í viðauka. 6 Umfjöllun hér um B1-, B2- og A-gerð spurninga er byggð á efni námskeiðs Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur, Stefnubreytingar og stýrinet, við stjórnmálafræðideild HÍ, haustmisseri 2013 og doktorsritgerð hennar (2006b), Health policy and hospital mergers, bls og Bls. 18

22 B2-spurningar verða til í heimi hugmyndanna og eru því byggðar á fræðilegum kenningum. Þeim beinir rannsakandinn að þeirri mynd sem B1-spurningarnar drógu upp af rannsóknarefninu. Athugasemdir og túlkanir rannsakandans sem settar eru fram í umræðukafla eru svörin við þessum spurningum. Svörin við B2-spurningum veita fræðilega greiningu (e. explanatory theoretical analysis) og þeim er beitt sem tæki eða verkfæri til að varpa ljósi á það sem A-spurningin leitar svara við. Spurningar af A-gerð eru rannsóknarspurningar sem ávarpa stærra og víðara samhengi fræðanna um það málefni sem rannsóknin beinist að. Þær eru almennar, frekar en sértækar, til að fanga athygli alþjóðasamfélags á fræðasviði stefnumótunar (Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, 2006b). Spurningum af A-gerð er þannig ekki ætlað að svara spurningum rannsóknarinnar heldur að varpa ljósi á efni hennar og spurningar hennar og geta þær gefið vísbendingar fyrir stefnumótun eða frekari rannsóknir. Bls. 19

23 3 Fræðileg undirstaða Hér er gerð grein fyrir kenningum á sviði opinberrar stefnumótunar sem geta skýrt stefnumótunarferlið eins og það blasir við af gögnum rannsóknarinnar og sem atvikalýsingin sem rakin er í næsta kafla endurspeglar. Í rannsókninni er sjónum helst beint að þeim þáttum stefnumótunar sem heyra til dagskrársetningar og skilgreiningu úrlausna og útfærslu í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda um að taka upp nýja eða breytta stefnu eða stjórnhætti. Ætlunin er ekki að gera fræðunum í heild skil heldur einungis þeim þáttum er þjóna markmiðum rannsóknarinnar sem er að svara rannsóknarspurningum sem settar voru fram í inngangskafla. Fyrst er í stórum dráttum gerð grein fyrir helstu atriðum opinberrar stefnumótunar, síðan um stefnumótun á Íslandi en loks greint frá skýringalíkönum sem skýra stórfelldar stefnubreytingar og sýnast gagnleg til að skýra framvindu og niðurstöðu stefnumótunarferlis rannsóknarinnar. Um er að ræða líkön þeirra Kingdons um strauma og glugga tækifæranna, Baumgartners og Jones um röskun stefnueinokunar, Tuohy um gangverk stórfelldra breytinga og Downs um athyglihringrás mála. 3.1 Almennt um opinbera stefnumótun Tilgangur opinberrar stefnu í hnotskurn er oft sagður felast í því að leysa vandamál. Í þeirri skilgreiningu birtast jafnframt tvö helstu viðfangsefni opinberrar stefnumótunar, vandamál og lausnir. Opinber stefnumótun snýst þannig í sinni einföldustu mynd um að velja vandamál og lausnir á þeim, þó ekki endilega í þessari röð. Stefnumótun er hins vegar hvorki einföld né augljós og ferli hennar langt frá því að vera að öllu leyti fyrirsjáanlegt. Til opinberrar stefnu heyra þær aðgerðir sem gripið er til í þágu markmiða stefnunnar, svo sem beiting laga og reglna, hagnýting fjármuna og nýting mannafla. Opinber stefna birtist í almennri afstöðu stjórnvalda til viðfangsefnis, svo sem með yfirlýsingum og beitingu stjórntækja, og getur verið misjafnlega samkvæm sjálfri sér og misjafnlega áhrifarík (Gunnar Helgi Kristinsson, 2007a). Í ritgerðinni er ýmist talað um ákvörðun eða stefnu en fræðimenn greinir nokkuð á um hver munurinn annars vegar er á opinberri stefnu og hins vegar ákvörðunum stjórnvalda um aðgerðir. Sumir gera ráð fyrir að stefna sé víðari en ákvörðun, að í henni felist röð mismargra ákvarðana. Hér er tekinn sá póll í hæðina sem sífellt fleiri aðhyllast (sjá t.d. Sigurbjörg Bls. 20

24 Sigurgeirsdóttir, 2006b), að í reynd er munurinn óljós á milli ákvörðunar og stefnu og skilin jafnframt óljós milli þeirra áfanga sem hefð er fyrir að skipta stefnu í. Ýmis líkön hafa verið sett fram um stefnuferli (e. policy process), þar sem til einföldunar er gert ráð fyrir röð misjafnlega tengdra aðgerða og afleiðinga þeirra sem móta þróun stefnunnar og framkvæmd hennar (Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, 2006b). Hefð hefur skapast fyrir því að líta á heildarferli stefnu sem hringrás (e. policy cycle) þar sem gert er ráð fyrir helstu áföngum, atvikum og aðgerðum stefnumótunarferlisins og samskiptum þeirra sem koma að því. Stefnuhringurinn hefst með að mál kemst á dagskrá stjórnmála (e. agenda setting) og stefnumörkun fer fram í málinu, þaðan fer málið í stefnumótun í höndum sérfræðinga innan og utan stjórnsýslunnar og útfærsla stefnuvalkosta fer fram með vali á leiðum, þá er stefnan samþykkt og sett í framkvæmd í höndum stofnana. Að afloknum misjafnlega löngum tíma er síðan lagt mat á hvernig til hafi tekist og í kjölfarið eru jafnvel gerðar lagfæringar eða smávægilegar breytingar á stefnunni og þar með lokast hringurinn. Greinarmunur er jafnframt gerður á stefnumörkun annars vegar og stefnumótun hins vegar. Í ákvörðun stjórnvalda á hverjum tíma um að taka upp tiltekna opinbera stefnu og koma henni í framkvæmd felst stefnumörkun, þ.e. málið kemst á dagskrá stjórnmálanna. Slíkar ákvarðanir geta stjórnvöld tekið á Alþingi með setningu laga eða með þingsályktunum en einnig með ákvörðunum sitjandi ríkisstjórnar, eða ráðherra sem með gerð reglugerða og annarra fyrirmæla getur markað stefnu um áherslur og forgang málsins sem um ræðir hverju sinni með því að taka fram hvaða markmiðum skuli ná fram með stefnunni (Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, 2006a, 2006c). Það eru þannig pólitískt kjörin stjórnvöld sem marka stefnuna og eðli málsins vegna getur sú stefna verið undirorpin umtalsverðum breytingum á fjögurra ára fresti þegar ný stjórn tekur við völdum í kjölfar almennra alþingiskosninga. Stefnumótunin sem fer í gang í kjölfar ákvörðunarinnar verður fyrir margs konar áhrifum í ferli sínu. Áhrifin eru meiri og fjölbreytilegri eftir því sem um stórfelldari stefnubreytingu ræðir. Eftir því sem ferlið dregst á langinn aukast líkur á að forsendur allar breytist, til viðbótar ýmiskonar hindrunum sem geta orðið í vegi á leið að framkvæmd stefnunnar. Niðurstaða máls getur því orðið nokkuð ólík því sem í fyrstu var ætlað með stefnumörkuninni og er skýringanna yfirleitt helst leitað í ferlinu sem fylgir í kjölfar ákvörðunar, útfærslu stefnunnar þar sem skilgreining á stefnuvalkostum fer fram eða innleiðingu stefnunnar, þegar málin eru komin úr höndum Alþingis, ríkisstjórnar eða ráðherra, yfir til framkvæmdaraðila (Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, 2006a, 2006c). Í stefnumótun felst yfirleitt umfangsmeira vinnuferli og fleiri aðilar koma að því en að stefnumörkun. Ráðherra setur í hendur framkvæmdaraðilum að finna ákvörðuninni vettvang Bls. 21

25 eða farveg sem talinn er þjóna markmiðum hennar, að teknu tilliti til annarra sjónarmiða, svo sem annarra laga, markmiða um kostnað í rekstri og fleiri atriða (Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, 2006a, 2006c). Ferli stefnumótunar fara fram jafnt í aðdraganda sem í kjölfar þess að stjórnvöld taka stefnumarkandi ákvarðanir. Í aðdraganda er mótunin oftast í höndum sérfræðinga og ráðgjafa innan og utan stjórnkerfisins. Mótunin sem fer fram í kjölfar stefnumörkunar er í höndum framkvæmdaraðila stefnunnar eða stefnusamfélagsins, sem í lýðræðisríkjum samanstendur af sérfræðingum innan og utan stjórnkerfisins og hagsmunaaðilum. Við útfærslu stefnunnar leika embættismenn og starfsfólk stjórnsýslunnar jafnan stærsta hlutverkið en eins og áður hefur verið nefnt eru mörkin milli stefnumörkunar og stefnumótunar ekki alltaf skýr og sama er að segja um aðkomu þeirra aðila sem koma að ólíkum þáttum stefnumótunarinnar. Til viðbótar stjórnmálamönnum og starfsfólki stjórnsýslunnar koma fulltrúar ýmissa hagsmunahópa að opinberri stefnumótun í lýðræðisríkjum, í mismiklum mæli eftir málaflokkum. Áhrifa þeirra getur gætt á öllum stigum stjórnsýslunnar, s.s. í lagasetningu, stefnumótun, innleiðingu breytinga og í stjórnun stofnana. Einkennni öflugra hagsmunahópa eru fyrst og fremst gott skipulag og samstaða (Rainey, 2009). Hagsmunaaðilar koma í ríkum mæli að opinberri stefnumótun í lýðræðisríkjum. Stjórnvöldum er í sjálfsvald sett hvort og hversu mikið tillit þau taka til sjónarmiða einstakra hagsmunaaðila en virðast sjá sér nokkurn hag í slíku samráði. Með samráðinu fást meðal annars fram sjónarmið allra aðila snemma í mótunarferli ákvarðana og stefna sem eykur líkur á að samstaða muni ríkja um niðurstöðuna og að hún muni þjóna hag íbúa og atvinnulífs. Á móti koma ókostirnir sem felast í því að hætta er á að hagsmunasamtök sveigi opinbera stefnumótun frá almannahag að eigin sérhagsmunum og eftir því sem þátttakendum fjölgar sem koma að stefnumótuninni aukast líkur á að mál nái ekki fram að ganga vegna illsamrýmanlegra markmiða þátttakenda (Gunnar Helgi Kristinsson, 2007a). 3.2 Opinber stefnumótun á Íslandi Lítillega hefur verið fjallað um framvindu stefnumótunarferla á Íslandi, svo sem innleiðingu breyttrar stefnu, breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, útvistunarstefnu, breytingar í opinberri stjórnsýslu með stýrinetum og fleira mætti telja til. Ýmsar rannsóknir um opinbera stefnumótun á Íslandi hafa verið gerðar, en þó ekki margar frá stjórnmálalegum sjónarhóli. Lítið er um að ákvarðanataka í íslensku samhengi sé Bls. 22

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017 Skýrsla nr. 2017-024 24. nóvember 2017 Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017 Guðrún Erla Jónsdóttir Skrifstofa forstjóra Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Umsjón og ábyrgð: Guðrún Erla Jónsdóttir

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla

Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Læsi til samskipta og náms Ráðstefna MSHA um læsi 13. september 2014 Rannsókn á Byrjendalæsi: Markmið, snið, gögn og úrvinnsla Rúnar Sigþórsson Háskólanum á Akureyri runar@unak.is Örstutt um Byrjendalæsi

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur RAFRÆNN REIKNINGUR Eiginleikar, ávinningur og kröfur EIGINLEIKAR REIKNINGUR (HEFÐBUNDINN) Inniheldur/flytur gögn. Viðskiptaaðilar, Hvað er selt, Greiðsluupplýsingar Skattaupplýsingar ofl. Birtir gögn Prentað

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

Undirbúningur fyrir 5G. Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,...

Undirbúningur fyrir 5G. Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,... Undirbúningur fyrir 5G Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,... Þorleifur Jónasson 5. apríl 2017 Dagskrá Drifkraftar 5G og helstu þjónustur Stefnumótun og markmið EU

More information

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag og ásýnd Aðferðir grunngögn og gildismat 7. júní 2018 Ólafur Árnason Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag Efnistök Gögn um grunnástand Aðferðir við mat á áhrifum á landslag og ásýnd Gildismat,

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017 TRS II tekur við af TRS Kynningarfundur, 30. maí 2017 Dagskrá Almennt um TRS og breytingar í tengslum við innleiðingu MiFID II og MiFIR Yfirlit yfir TRS kerfið Helstu breytingar á kerfinu Mikilvægi þess

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Ímynd stjórnmálaflokka

Ímynd stjórnmálaflokka Tengsl ímyndar og árangurs Sandra María Sævarsdóttir Þórhallur Guðlaugsson Viðskiptafræðideild Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013

More information

Umhverfisþing 2015 STRAUMAR OG STEFNUR Í REKSTRI ÞJÓÐGARÐA OG FRIÐLÝSTRA SVÆÐA

Umhverfisþing 2015 STRAUMAR OG STEFNUR Í REKSTRI ÞJÓÐGARÐA OG FRIÐLÝSTRA SVÆÐA Umhverfisþing 2015 STRAUMAR OG STEFNUR Í REKSTRI ÞJÓÐGARÐA OG FRIÐLÝSTRA SVÆÐA Af heimsþingi IUCN um friðlýst svæði World Parks Congress 2014 Jón Geir Pétursson Skrifstofa landgæða, umhverfis- og auðlindaráðuneytið

More information

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins?

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins? Verkefni styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar Apríl 2016 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 105 Reykjavík vso@vso.is 15168 S:\2015\15168\v\03_Greinargerð\15168_160329_skýrsla_drög.docx Apríl 2016 Nr.

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

YFIRLIT ÁRSINS 2016 FLUGSVIÐ

YFIRLIT ÁRSINS 2016 FLUGSVIÐ YFIRLIT ÁRSINS 216 FLUGSVIÐ Efnisyfirlit TILKYNNINGAR UM ATVIK ALVARLEG FLUGATVIK FLUGSLYS... 3 TEKIÐ TIL RANNSÓKNAR Á ÁRINU... 4 RANNSÓKNIR SEM LOKIÐ VAR ÁRINU... 5 NEFNDARFUNDIR... 6 TILLÖGUR Í ÖRYGGISÁTT...

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL, forst.m. Þekkingarnets Þingeyinga AKADEMÍSK FERÐAÞJÓNUSTA LEIÐIN FRÁ HUGMYND TIL VERULEIKA Akademísk ferðaþjónusta Yfirferð dagsins... I. Inntak

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Hvernig hljóma blöðin?

Hvernig hljóma blöðin? Hvernig hljóma blöðin? Um áherslur í tónlistarumfjöllun íslenskra dagblaða Sunna Þrastardóttir Lokaverkefni til MA gráðu í blaða- og fréttamennsku Félagsvísindasvið Hvernig hljóma blöðin? Um áherslur í

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Ed Frumvarp tillaga [143. mál]

Ed Frumvarp tillaga [143. mál] Ed. 148. Frumvarp tillaga [143. mál] um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd. um álbræðslu við Straumsvík. (Lagt fyrir Alþingi á 107. löggjafarþingi, 1984.) 1. gr.

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013 Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214 Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Viðhorf sérkennara í grunnskólum til stefnunnar skóli án aðgreiningar Rannveig Klara Matthíasdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Skóli án aðgreiningar

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA)

Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA) Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA) Fræðslufundur 26. nóvember 2010 Hildur Gunnlaugsdóttir Málþing um RDA í ágúst 2010 RDA in Europe: making it happen! Málþing um nýju skráningarreglurnar (RDA = Resource

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

Skemmtiferðaskip við Ísland. Úttekt á áhrifum. Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson

Skemmtiferðaskip við Ísland. Úttekt á áhrifum. Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson Skemmtiferðaskip við Ísland Úttekt á áhrifum Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson Rannsóknamiðstöð ferðamála 2014 Útgefandi: Titill: Höfundar: Rannsóknamiðstöð ferðamála, Borgum v/ Norðurslóð, IS-600

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing!

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! Erindi á morgunverðarfundi ParX og Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands 29. maí 2008. INNFORM á Íslandi: 1. Aðdragandinn... 2. Fyrirmyndin:

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Við sem heima sitjum Taka konur síður þátt en karlar í umræðunni um Evrópusambandið og Ísland? -Innihaldsgreining á fjölmiðlaumfjöllun 2009-

Við sem heima sitjum Taka konur síður þátt en karlar í umræðunni um Evrópusambandið og Ísland? -Innihaldsgreining á fjölmiðlaumfjöllun 2009- FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Við sem heima sitjum Taka konur síður þátt en karlar í umræðunni um Evrópusambandið og Ísland? -Innihaldsgreining á fjölmiðlaumfjöllun 2009- Ritgerð til MA gráðu í Evrópufræði Nafn nemanda:

More information

Trúðboð sannleiksengla á Íslandi

Trúðboð sannleiksengla á Íslandi Trúðboð sannleiksengla á Íslandi Hefðbundin list trúða fyrr og nú Andrea Elín Vilhjálmsdóttir Lokaverkefni til BA gráðu í Þjóðfræði Félagsvísindasvið Trúðboð sannleiksengla á Íslandi Hefðbundin list trúða

More information

Ferðaþjónusta á jaðrinum: Um tilurð og mótun ferðaþjónustu á Íslandi frá 1944

Ferðaþjónusta á jaðrinum: Um tilurð og mótun ferðaþjónustu á Íslandi frá 1944 Gunnar Þór Jóhannesson (2008) Um tilurð og mótun ferðaþjónustu á Íslandi frá 1944, í I. Hannibalsson (ritstj.) Rannsóknir í félagsvísindum IX, bls. 209-217 (Reykjavík: Háskólaútgáfan) Ferðaþjónusta á jaðrinum:

More information

Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar

Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar og reynsla almennt góð. Það hefur verið eftirsótt að

More information

Þróun starfa íslenskra þroskaþjálfa í alþjóðlegu ljósi

Þróun starfa íslenskra þroskaþjálfa í alþjóðlegu ljósi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Vilborg Jóhannsdóttir og Kristín Lilliendahl Þróun starfa íslenskra þroskaþjálfa

More information

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands 2. nóvember 2015 Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands Samantekt Markmið þessarar rannsóknar er að

More information

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Eyþór Ívar Jónsson Forstöðumaður fyrir Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti RANNSÓKNARMIÐSTÖÐ Í STJÓRNARHÁTTUM Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum Rannsóknarmiðstöð um

More information

Peningastefnunefnd í sjö ár

Peningastefnunefnd í sjö ár Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 13. árgangur, 2. tölublað, 2016 Peningastefnunefnd í sjö ár Karen Áslaug Vignisdóttir 1 Ágrip Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur starfað í meira en sjö ár.

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Algengi reykinga og langvinnrar lungnateppu hjá skjólstæðingum heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri

Algengi reykinga og langvinnrar lungnateppu hjá skjólstæðingum heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri Á g r i p Algengi reykinga og langvinnrar lungnateppu hjá skjólstæðingum heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri Guðrún Dóra Clarke 1 læknir, Jón Steinar Jónsson 2,3 læknir, Magnús Ólafsson 1 læknir, Sigrún

More information