Skýrsla innanríkisráðherra um framkvæmd samgönguáætlunar 2014 (Lögð fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

Size: px
Start display at page:

Download "Skýrsla innanríkisráðherra um framkvæmd samgönguáætlunar 2014 (Lögð fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )"

Transcription

1 Skýrsla innanríkisráðherra um framkvæmd samgönguáætlunar 2014 (Lögð fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi )

2 Skýrsla innanríkisráðherra um framkvæmd samgönguáætlunar 2014 (Lögð fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi ) Maí 2016 Inngangur Eftirfarandi samantekt er í samræmi við 5. gr. laga um samgönguáætlun, nr. 33/2008, en þar segir: Ráðherra skal árlega leggja fram á Alþingi skýrslu um framkvæmd samgönguáætlunar næstliðið ár. Gildandi langtímasamgönguáætlun spannar árin Gildandi fjögurra ára samgönguáætlun var fyrir árin Hér er lögð fram skýrsla um framkvæmd samgönguáætlunar árið Árið 2013 tók Samgöngustofa til starfa. Þann 1. júlí 2013 tók stofnunin við verkefnum Umferðarstofu, Flugmálastjórnar og að hluta Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar. Vegagerðin tók við framkvæmdum í hafnamálum frá sama tíma. Engar breytingar urðu á stjórnskipulegu fyrirkomulagi samgöngustofnana innanríkisráðuneytisins árið Upplýsingarnar eru byggðar á ríkisreikningi, skýrslum Isavia ohf., Samgöngustofu og Vegagerðarinnar, auk skýrslu um framkvæmd umferðaröryggisáætlunar. Rétt er að taka fram að tölur eru á verðlagi hvers árs nema annað sé tekið fram. Þingsályktunartillögur um samgönguáætlun lagðar fram á Alþingi Þingsályktunartillögur um samgönguáætlun hafa verið lagðar fyrir Alþingi sem hér segir: 128. löggjafarþing Þskj mál. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin Afgreidd sem ályktun Alþingis löggjafarþing Þskj mál. Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin Afgreidd sem ályktun Alþingis löggjafarþing Þskj mál. Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin Afgreidd sem ályktun Alþingis löggjafarþing Þskj mál. Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin Afgreidd sem ályktun Alþingis löggjafarþing Þskj mál. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin Lögð fram á Alþingi, ekki afgreidd löggjafarþing Þskj mál. Tillaga til þingsályktunar um viðauka við fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin Flýting framkvæmda. Afgreidd sem ályktun Alþingis löggjafarþing Þskj mál. Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin Ekki afgreidd en unnið 2009 skv. þegar gerðum skuldbindingum og fjárhagslegri getu Afgreidd sem ályktun Alþingis Unnið eftir fjárlögum og samþykktri áætlun eftir föngum (niðurskurður v. efnahagshruns) Unnið eftir fjárlögum og samþykktri áætlun eftir föngum (niðurskurður v. efnahagshruns). 1

3 140. löggjafarþing Þingskjal mál. Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin Afgreidd sem ályktun Alþingis löggjafarþing Þingskjal mál. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin Afgreidd. sem ályktun Alþingis löggjafarþing Þingskjal mál. Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin Lögð fram en ekki afgreidd. Unnið 2013 skv. fyrri áætlun og fjárlögum löggjafarþing Þingskjal mál. Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin Lögð fram en ekki afgreidd. Unnið 2014 skv. fyrri áætlun og fjárlögum löggjafarþing Þingskjal mál. Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin Lögð fram en óafgreidd enn sem komið er. Þingsályktunartillögur í gildi hvert ár fyrir sig Þingsályktanir sem í gildi hafa verið hverju sinni, bæði til tólf- og fjögurra ára, eru sem hér segir: Fjögurra ára sam- Tólf ára samgönguáætlun í gildi gönguáætlun í gildi Viðauki Viðauki Viðauki engin * engin * engin * áætlanir lagðar fram á Alþingi eins og fram kemur að ofan en voru ekki afgreiddar. Stefnumótun í samgöngum kemur fram í þingsályktun um samgönguáætlun til 12 ára en í henni eru sett fram markmið í samgöngum, leiðir að þeim auk stærstu verkefna sem rætt er um hverju sinni. Samgönguáætlun til 12 ára á að endurnýja og leggja fram á Alþingi á fjögurra ára fresti skv. lögum um samgönguáætlun, nr. 33/2008. Tillögur að fjárveitingum til tiltekinna framkvæmda í samgöngum eru settar fram í þingsályktun um samgönguáætlun til fjögurra ára. Ályktunina skal endurskoða og leggja fram á Alþingi á tveggja ára fresti. Þingsályktunartillaga samgönguáætlunar fyrir árin var tvívegis lögð fram á Alþingi, fyrst á 141. þingi og síðan á 143. þingi, en ekki náðist að ljúka umfjöllun. 1 Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin Var lögð fram á Alþingi, ekki afgreidd árið

4 Endurskoðun samgönguáætlunar, hefst á því að samgönguráð, að fengnum fjárhagsramma ráðuneytis, fer yfir mat Vegagerðarinnar og Isavia á hvað þurfi að gera til byggja upp, viðhalda og veita þjónustu við vegakerfið og flugvallakerfið og hver kostnaður er áætlaður við þau verkefni og forgangsraðar þeim verkefnum sem rúmast innan fjárhagsramma. Þá er farið yfir óskir sveitarfélaga um ríkisstyrki til hafna. Hafnamál eru ólík hinum samgöngumátunum tveimur að því leyti að eigendur hafna eru í flestum tilfellum sveitarfélög sem bera ábyrgð á og reka hafnirnar. Eigendur leggja fram óskir um framlög til tiltekinna verkefna en hafnaframkvæmdir hafa verið sameiginlegt verkefni ríkis og sveitarfélaga. Þrátt fyrir að í vinnu við samgönguáætlun til fjögurra ára sé lagður faglegur grunnur að því hvernig fjármunum sé ráðstafað til einstakra verkefna í samgöngumálum er áætlunin, þó samþykkt sé á Alþingi, ekki endanleg í þeim efnum. Fjárlög hvers árs eru sú heimild til ráðstöfunar fjármuna ríkisins sem gildir hverju sinni. Að samþykktum fjárlögum hvers árs þarf því að raða niður verkefnum og fjárheimildum að nýju miðað við heimildir fjárlaga.. Útgjöld Útgjöld til vegamála, siglingamála og flugmála hafa verið sem hér segir undanfarin ár í milljónum króna og á verðlagi hvers árs. Tafla I. Útgjöld til flug-, siglinga- og vegamála Flugmál 1.441, , , , , , ,3 Siglingamál 763, , , , , , ,4 Vegamál , , , , , ,9 R.nefnd samgönguslysa 129,8 144, Samgöngustofa 2.156, ,9 Farið var að starfa eftir nýrri skipan samgöngustofnana 1. júlí Nú er ein framkvæmdastofnun sem að uppistöðu til er Vegagerðin eins og hún var auk framkvæmdahluta Siglingastofnunar Íslands. Þá annast stjórnsýslustofnunin Samgöngustofa verkefni sem áður voru á vegum Umferðarstofu, stjórnsýsluverkefni Siglingastofnunar Íslands, einstök verkefni Vegagerðarinnar og verkefni Flugmálastjórnar Íslands, er m.ö.o. stjórnsýslu- og eftirlitsstofnun. Að megninu til er um formbreytingar að ræða. Framsetning talna tekur mið af þessu. Í tölum um flugmál eru heildarútgjöld til flugmála samkvæmt ríkisreikningi. Árið 2014 er þar eingöngu átt við flugvelli og flugleiðsöguþjónustu en Samgöngustofa og rannsóknarnefnd samgönguslysa eru taldar sér. Í rekstri ársins 2013 er átt við kostnað við flugvelli og flugleiðsöguþjónustu, Flugmálastjórn Íslands og Rannsóknarnefnd flugslysa fram til 30. júní það ár. Árið 2013 er Flugmálastjórn einungis rekin til 30. júní. Rannsóknarnefnd flugslysa varð hluti Rannsóknarnefndar samgönguslysa með lögum sem tóku gildi 1. júní Rekstrarkostnaður Rannsóknarnefndar samgönguslysa auk rannsóknarnefndanna þriggja sem þá sameinuðust var þús. krónur árið Í skýrslum um framkvæmd einstakra hluta samgönguáætlana hefur verið miðað við að sýna kostnað og markaðar tekjur, þ.e. tekjur sem eiga að renna til ákveðinna verkefna, en ekki rekstrartekjur. Í tölum um útgjöld til siglingamála voru talin með öll gjöld sem falla undir verksvið Siglingastofnunar Íslands, hvort sem er til hafnamála, siglingamála, vitamála eða annarra þátta á sviði stofnunarinnar. Samkvæmt því eru í útgjaldatölum siglingamála talin með verkefni eins og vitar og leiðsögukerfi, Vaktstöð siglinga, skipaeftirlit, rannsóknir, framlög til hafnarmannvirkja, Landeyja- 3

5 hafnar og sjóvarna. Til að halda samræmi eru tölur um heildarkostnað sýndar og markaðar tekjur þannig teknar út fyrir. Markaðar tekjur siglingamála, vitagjald, er sýnt með öðrum mörkuðum tekjum síðar í skýrslunni. Árið 2013 var Siglingastofnun rekin til 30. júní. Í heildarútgjöldum til vegamála eru öll útgjöld, svo sem rekstur og þjónusta, þ.m.t. umferðareftirlit, vetrarþjónusta, almenningssamgöngur, rannsóknir, viðhald þjóðvega, þ.á.m. endurnýjun slitlaga, styrkingar og öryggisaðgerðir. Þá eru einnig meðtalin útgjöld til stofnkostnaðar en í þeim lið eru allar nýframkvæmdir. Á móti koma síðan tekjur vegasjóðs: Bensíngjald, olíugjald og þungaskattur en nánar er gerð grein fyrir þeim liðum hér á eftir. Árið 2012 eru einnig talin framlög til Umferðarstofu en hún og starfsemi hennar töldust í fyrsta sinn til samgönguáætlunar árið 2011 og er leiðrétt fyrir því það ár. Árið 2013 var Umferðarstofa einungis rekin fyrstu sex mánuði ársins þar til Samgöngustofa tók til starfa og er sá kostnaður talinn með. Kostnaður við rekstur Samgöngustofu frá stofnun 1. júlí 2013 var kr kr. Umferðaröryggi Framkvæmd umferðaröryggismála var á árinu 2014 eins og áður á forræði Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og ríkislögreglustjóra. Tvö yfirmarkmið umferðaröryggisáætlunar eru að fjöldi látinna í umferð á hverja 100 þúsund íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum og að fjöldi látinna og alvarlega slasaðra lækki að jafnaði um 5% á ári til ársins Þróun slysa og slasaðra hefur verið með eftirfarandi hætti á árunum : Tafla II. Slys Banaslys Alvarleg slys Öll slys Látnir Alvarlega slasaðir Samtals slasaðir og látnir Akstur alls, milljarðar km Látnir á milljarð kílómetra 1,2 4,9 3,0 4,1 2,6 5,5 3,9 4,8 Alvarl. slasaðir á milljarð km 55,0 57,8 45,7 52,3 67,1 55,2 65,6 62,4 Slys á milljarð kílómetra Umferðaröryggisáætlun í Umtalsverður árangur hefur náðst í umferðaröryggismálum. Eins og sjá má hefur þeim fækkað sem hafa látist í umferðarslysum hér á landi undanfarin ár. Árið 2014 voru þeir 4. Sé litið lengra aftur í tímann er árangurinn enn meiri, sérstaklega þegar litið er til þess að akstur hefur aukist mjög. Á árinu 2001 létust 24 í 19 umferðarslysum. Akstur það ár var milljónir kílómetra. Látnir á milljarð ekinna kílómetra árið 2001 voru því 9,9. Á árinu 1977 létust 35 í umferðarslysum á landinu en heildarakstur það ár var 821,2 milljónir kílómetra. Látnir á hvern ekinn milljarð kílómetra voru því 42,6. Árið 1975 létust 33 í umferðarslysum en eknir voru alls 815,5 milljónir kílómetra það ár. Látnir á hvern milljarð ekinna kílómetra voru því 40,5. Sjá má samanburð Íslands og nokkurra annarra landa í umferðaröryggi í töflu III. Tölurnar eru miðaðar við árið

6 Tafla III. Ýmsar stærðir tengdar slysum á vegum Bifreiðir Akstur Látnir á Fjöldi slysa þar sem á þús. íbúa alls 100 þús. íbúa líkamstjón varð Ísland , Danmörk , Finnland , Noregur , Svíþjóð , Kýpur , Malta , Heimild: IRF World Road Statistics 2012 frá International Road Statistics Eins og sjá má stendur Ísland vel í þessum samanburði. Árið 2010 létust átta manns í umferðinni hér á landi, 2,52 á hverja 100 þús íbúa. Árið áður höfðu þeir verið 17, litlu fleiri en árin þar á undan, en árið 2006 lést þó 31 maður í umferðinni hér á landi. Samkvæmt því létust því hér 5,32 á hverja 100 þúsund íbúa í umferðinni 2009 og 10,34 árið Þar sem tölur eru lágar á Íslandi valda litlar breytingar tiltölulega miklum sveiflum í hlutföllum. Stofnkostnaður-fjárfestingar Fjárfestingar ríkisins í innviðum samgangna hafa undanfarin ár verið með eftirfarandi hætti í milljónum króna á verðlagi hvers árs: Tafla IV. Stofnkostnaður við flugvelli, hafnir og vegi Flugmál 181,6 331,4 403,6 360,9 387, , ,8 Siglingamál 763,0 735,6 725, , , , ,4 Vegamál 7.014, , , , , , ,9 Samtals 7.958, , , , , , ,1 Árið 2008 var framkvæmt fyrir 231,6 í Landeyjahöfn auk þess sem 31,1 fóru í hönnun og undirbúning vegna nýrrar Vestmannaeyjaferju. Árið 2009 námu framkvæmdir við Landeyjahöfn 1.557,2 auk þess sem framkvæmdir við önnur hafnarmannvirki voru 405,5 Árið 2010 var kostnaður við nýframkvæmdir í Landeyjahöfn 1.328,6 og við önnur hafnarmannvirki 285,2 Árið 2011 var kostnaður í Landeyjahöfn 502 Sjóvarnargarðar kostuðu 203,6 og önnur hafnamannvirki 355,9 Árið 2012 var framkvæmt í Landeyjahöfn fyrir 313,9 og í öðrum hafnarmannvirkjum fyrir um 331,2 Árið 2013 var framlag til Landeyjahafnar 510 og framlag til annarra framkvæmda, þ.m.t. ferjubryggja 215 Árið 2014 var framlag til ríkisstyrktra hafnaframkvæmda 594,8 og þar af fóru 326,3 til Landeyjahafnar. Ríkið styrkir hafnarframkvæmdir að ákveðnu hlutfalli. Þær tölur sem hér eru settar fram sýna eingöngu hlut ríkisins í hafnarframkvæmdum. Hafnir eru í eigu sveitarfélaga og reknar af þeim. Frumkvæði að hafnarframkvæmdum kemur í flestum tilfellum frá sveitarfélögunum. Hafnarframkvæmdir eru því meiri en sem nemur framlagi ríkisins. Þá er nokkuð um framkvæmdir á vegum hafna sem ekki eru styrkhæfar og eru Faxaflóahafnir nærtækasta dæmið um slíkar hafnir. Í samantekt þessari um nýframkvæmdir er eingöngu fjallað um ríkisstyrki til hafnarframkvæmda og sjóvarna. Fjárveitingar til vegaframkvæmda sem fjallað er um í samgönguáætlun eru til vega sem falla undir skilgreiningu vegalaga nr. 80/2007. Aðrir aðilar en ríkið, m.a. sveitarfélög, veita einnig fé til ýmissa vegaframkvæmda en þau framlög eru utan þessarar skýrslu. Sé reynt að tína til áberandi framkvæmdir sem lokið var við á árinu 2014 má nefna Álftanesveg, Suðurlandsveg um Hellisheiði og Vestfjarðaveg í Kjálkafirði og Mjóafirði. 5

7 Markaðar tekjur Markaðar tekjur stofnananna hafa breyst með þessum hætti undanfarin ár, tölur eru í milljónum króna á verðlagi hvers árs: Tafla V. Markaðar tekjur til flug-, siglinga- og vegamála Vegamál: Bensíngjald Þungaskattur Olíugjald Annað Alls Siglingamál: Vitagjald 317,0 291,8 296,4 241,4 248,7 151,8 145,6 Flugmál: Varaflugvallagjald Flugvallaskattur utanlandsflug Flugvallaskattur innanlandsflug Alls Samtals , , , , , , ,6 Markaðar tekjur í heild hafa breyst frá því sem áður var því að nú eru tekjur Isavia, tekjur til flugmála, eingöngu þjónustutekjur en voru áður markaðar tekjur. Tekjur af vitagjaldi hækkuðu um rúmlega 100% frá 2008 til Markaðar tekjur til vegagerðar hafa hækkað um 9,2% milli 2008 og Varaflugvallagjald og flugvallaskattur voru lögð niður í maí 2011 og ber að rekja lækkunina á mörkuðum tekjum til flugmála að ofan til þeirrar breytingar. Nú eru tekjur ISAVIA því eins og áður sagði eingöngu þjónustutekjur. Þær eru ekki taldar með samkvæmt því sem tekið er fram hér að ofan. Lækkun markaðra tekna til vegamála á ákveðnu tímabili má að verulegu leyti rekja til breytinga á efnahagslífinu, m.a. minni aksturs. Vitagjald var hækkað sérstaklega við fall krónunnar. Rétt er að geta þess að hér er fjallað um tölur á verðlagi hvers árs. Tekjur til vegamála eru nær eingöngu markaðar tekjur vegasjóðs. Þessar tekjur renna til viðhalds, framkvæmda, þjónustu og fleiri liða. Fyrir kemur að til málaflokksins renni einnig bein framlög úr ríkissjóði. Í töflu VI eru upplýsingar um gjöld af bifreiðaeigendum og framlög til vegamála í milljónum króna. Taflan er byggð á upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneyti auk talna frá stofnunum innanríkisráðuneytisins. Gjöld á bifreiðaeigendur Gjöld á bifreiðaeigendur hafa verið með þessum hætti frá árinu Tafla VI. Gjöld á bifreiðaeigendur og útgjöld til vegamála Vörugjald af ökutækjum Vörugjald af bensíni alm Vörugjald af bensíni sérst Kolefnisgjald á bensín Kolefnisgjald á gasolíu Olíugjald (kílómetragj.) Bifreiðagjald Þungaskattur

8 Kílómetragjald Samtals Framlög til vegamála Vörugjald af ökutækjum jókst með vaxandi innflutningi bifreiða. Aðrir liðir hækka vegna aukinna álaga. Síðustu ár hefur framlag til vegamála lækkað aftur. Hafa verður í huga að ekki er gerð grein fyrir öllum gjöldum af bifreiðaeigendum og má nefna að vörugjöld af varahlutum eru ekki talin með, ekki heldur virðisaukaskattur af eldsneyti, bifreiðum og varahlutum. Viðhald og þjónusta Vegir eru undir miklu álagi bæði frá umferð og umhverfi. Verðmætustu hlutar vega og jafnframt þeir sem verða fyrir mestri áraun eru efstu lögin, slitlag og burðarlag. Þeir brotna niður og þarf að endurnýja þá eða endurbyggja með reglulegu millibili. Þjónusta við vegfarendur er einkum tvíþætt. Annars vegar þjónusta á vegum og vegamannvirkjum, hins vegar bein þjónusta við vegfarendur. Þjónusta á vegakerfinu felst í viðgerðum og öðrum aðgerðum sem nauðsynlegar eru til að halda við vegum og tryggja greiða umferð og umferðaröryggi. Aðgerðir þessar felast einkum í viðgerðum og rekstri á vegum og vegamannvirkjum, vegmerkingum og vetrarþjónustu, þ.e. snjómokstri og hálkuvörnum. Viðhald felst fyrst og fremst í að viðhalda þeim verðmætum sem liggja bundin í vegakerfinu og auka öryggi þess. Þar er m.a. um að ræða endurnýjun á slitlagi, styrkingar og endurbætur, viðhald brúa, varnargarða, jarðganga og umferðaröryggisaðgerðir af ýmsum toga. Tafla VII. Framlög til þjónustu og viðhalds Þjónusta alls Viðhald Samtals Tölur í milljónum króna á verðlagi ársins Með minnkandi fjárveitingum hefur verið dregið úr endurbótum og styrkingum á vegakerfinu. Af þeirri ástæðu verða vegir fljótlega ósléttir og ójafnir, sem dregur úr umferðaröryggi, auk þess sem þjónusta við þessa vegi verður dýrari en ella. Á undanförnum árum hafa verið tekin í notkun ný vegamannvirki og nýjar leiðir, sem strax leiða til aukins kostnaðar við þjónustu, sumar og vetur og til lengri tíma litið, aukins viðhaldskostnaðar. Stór hluti vegakerfisins er þó gamall og byggður fyrir minni og léttari umferð en nú er. Umferð og flutningar Farþegafjöldi um flugvelli hefur verið með þessum hætti frá 2008 til Tölur um póst- og vöruflutninga eru í tonnum. Tafla VIII. Farþega- og póstflutningar um flugvelli Reykjavík Akureyri Vestmannaeyjar Egilsstaðir Ísafjörður Aðrir flugvellir Samtals Póstur og vörur alls

9 Farþegum með innanlandsflugi hefur fækkað frá því þeir voru flestir árið Áætlunaflug hófst að nýju um Húsavíkurflugvöll. Samgöngubætur á landi og í Landeyjahöfn hafa dregið úr farþegaflutningum með flugi til Vestmannaeyja, Ísafjarðar, Þórshafnar og Vopnafjarðar. Vöru- og póstflutningar hafa dregist saman í allmörg ár en póstflutningar hafa að mestu flust á vegi nema til staða eins og Vestmannaeyja og Grímseyjar. Póstflutningar jukust lítillega, eða um ríflega 1% milli áranna 2013 og Vöruflutningar um hafnir landsins í þúsundum tonna voru með þessum hætti árin 2007 til 2014: Tafla IX. Vöruflutningar um hafnir Reykjavík 1.623, , , , , , , ,2 Grundartangi 1.574, , , , , , , ,9 Hvalfjörður/Litlisandur 45,3 90,3 19,0 81,0 81,2 138,9 83,2 67,8 Akranes ,9 46,8 105,4 Akureyri 202,0 170,5 96,5 118,8 100,3 96,3 153,6 128,8 Neskaupstaður 124,1 142,5 140,0 112,2 122,0 115,7 107,9 113,1 Reyðarfjörður 1.271, , , , , , ,3 407,9 Vestmannaeyjar 106,3 139,4 134,9 122,8 101,4 107,0 125,5 110,6 Þorlákshöfn 93,4 59,8 81,0 86,4 91,3 60,1 86,7 115,4 Reykjaneshöfn 286,5 249,0 203,6 188,9 166,3 197,5 251,5 333,4 Straumsvík 815,3 723,4 -* 747,0 745,9 680,2 698,8 662,5 Hafnarfjörður 106,6 127,3 902,2 94,0 94,7 104,2 321,1 251,1 Aðrar hafnir 425,2 433,1 422,4 290,2 323,4 367,5 372,1 415,1 Samtals 6.674, , , , , , ,3 * Árið 2012 eru flutningar um Straumsvíkurhöfn og Hafnarfjarðarhöfn taldir saman. Flutningar um hafnir hafa vaxið á undanförnum árum, þó að lítilsháttar samdráttur hafi orðið á árinu Veldur því minni loðnuafli sem hefur áhrif á hve mikið er flutt af mjöli og lýsi. Mesta athygli vekur samdráttur í flutningum um Reykjavíkurhöfn á tímabilinu en hann skýrist af minni flutningum á olíu og iðnaðarvörum. Flutningar um Akraneshöfn voru að mestu sementsflutningar sem nú hafa lagst af. Heildarflutningar hafa aukist á tímabilinu vegna meiri flutninga um Grundartangahöfn og Reyðarfjörð hvort tveggja vegna aukinna umsvifa í stóriðju. Afli sem barst á land í höfnum landsins árin var í tonnum eins og taflan sýnir. Samdráttur var í veiðum á uppsjávarfiski. Tafla X. Afli um hafnir landsins Neskaupstaður Vestmannaeyjar Eskifjörður Reykjavík Seyðisfjörður Vopnafjörður Hornafjörður Þórshöfn Fáskrúðsfjörður Grindavík Akranes Aðrar hafnir Samtals

10 Akstur Akstur hefur breyst með eftirfarandi hætti. Tölur eru í milljónum km en tölur um fólksflutninga eru í milljónum persónukílómetra. Tafla XI. Akstur Akstur alls 3.218, Tonnkílómetrar Heildarfólksfl. einkab Heildarfólksfl. hópbifr Akstur tengist að miklu leyti almennu efnahagsástandi. Sé farið aftur til ársins 2001 hefur akstur aukist úr milljónum km og tonnkílómetrar úr 750 milljónum. Til ársins 2007 er það um 30% aukning í eknum kílómetrum. Eftir nokkur samdráttarár hefu akstur aftur aukist umfram það sem var árið Samanburður við önnur lönd vegamál Sjá má samanburð á akstri á Íslandi við nokkur önnur lönd í töflu XII. Tölurnar eru miðaðar við árið 2010 nema aksturstölur frá Svíþjóð og Möltu sem eru frá Tafla XII. Akstur í ýmsum löndum Vegir Bifreiðir Fólks- Akstur Gasolía Bensín Km/km 2 á km vega fjöldi alls US$/l US$/l Ísland 0,12 18, ,71 1,71 Danmörk 1,72 36, ,79 2,00 Finnland 0,23 41, ,60 1,94 Noregur 0,29 30, ,01 2,12 Svíþjóð 1,28 8, ,82 1,87 Kýpur 1,35 47, ,47 1,47 Malta 6, ,66 1,63 Heimild: IRF World Road Statistics 2012 frá International Road Statistics og Vegagerðin Eins og sjá má er þéttni vega á hvern ferkílómetra lang minnst hér á landi. Eingöngu Noregur og Finnland eru í námunda við Ísland í þeim efnum og þó með meira en tvisvar sinnum meiri þéttni en hér. Í þeim löndum er fjöldi bifreiða á hvern kílómetra vegar um og yfir tvisvar sinnum meiri en hér á landi. Í Svíþjóð eru bifreiðir á hvern kílómetra fáar en þar í landi er vegakerfið mjög langt eða 578 þús. km en sem dæmi er vegakerfið í Noregi um km og í Finnlandi rúmlega 78 þús. km. Bifreiðir á hverja þúsund íbúa eru 462 í Svíþjóð, svipað og í Noregi. Framfylgd samgönguáætlunar Í þingsályktun um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin eru tíunduð verkefni sem lúta að fimm meginmarkmiðum samgönguáætlunar. Markmið um greiðar samgöngur. Rannsóknar-, úttektar- og stefnumótunarverkefni: a. Skilgreindir verði atvinnu- og þjónustukjarnar landsins í sóknaráætlunum landshluta og landsskipulagsstefnu. Ekki var unnið skipulega að verkefninu á árinu

11 b. Grunnnet samgangna verði endurskilgreint. Jafnframt verði litið til þróunar í flutningaþjónustu með tilliti til þjónustusvæða og flutningaleiðir formlega skilgreindar. Endurmat á þessum atriðum er stöðugt í skoðun með hliðsjón af byggðaþróun, breytingum á flutningaleiðum, þ.m.t. sjóflutningum, þróun í samgöngutækni auk annarra atriða. c. Landshlutasamtök sveitarfélaga taki yfir almenningssamgöngur á landi sem hingað til hafa verið ríkisstyrktar. Öll fjárframlög verði sameinuð vegna sérleyfa, einkaleyfa og skólaaksturs í hverjum landshluta. Þessi yfirrærsla var gerð með samningum við landshlutasamtökin árið Fylgst er reglulega með árangri af þessari breytingu og framlagi ríkisins en hún er talin hafa gefið góða raun. d. Gerð verði félagshagfræðileg úttekt á framtíð áætlunarflugs innan lands. Úttektin var gerð árið 2013 og niðurstöður kynntar og gefnar út í febrúar e. Teknar verði upp viðræður milli ríkis og Reykjavíkurborgar og tryggt að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt. Viðræður standa stöðugt yfir um ýmsa þætti málsins svo komast megi að sem farsælastri niðurstöðu. f. Efld verði samskipti skipulagsyfirvalda sveitarfélaga og samgönguyfirvalda. Verkefnið er nú hýst hjá Skipulagsstofnun og er áfram unnið að því, m.a. hefur samvinna verið aukin við landshlutasamtök sveitarfélaga. g. Unnið verði að greiningum og samanburðarrannsóknum á þjóðhagslegri hagkvæmni landog strandflutninga með það að markmiði að aðkoma ríkisins í útgjöldum og skattlagningu stuðli að auknu jafnræði milli flutningsmáta. Ekki var unnið að verkefninu á árinu Markmið um greiðari samgöngur: Stefnt verði að greiðari umferð almenningssamgangna, endurskoðun á tilhögun og fjármögnun þeirra með það m.a. að markmiði að auka hlut almenningssamgangna í þjónustu við íbúa. Á árinu 2014 hafa landshlutasamtök sveitarfélaga unnið samkvæmt nýju skipulagi almenningssamgangna hvert á sínu svæði en almenningssamgöngur eru nú á forræði landshlutasamtakanna skv. samningum þar um. Skipulagning almenningssamgangna og aðlögun þeirra að þörfum þeirra sem þær þjóna er verkefni sem eðli málsins samkvæmt lýkur ekki. Unnið verði að eflingu reiðhjólanotkunar, m.a. með markvissri uppbyggingu reiðhjólastíga. Haldið áfram með framkvæmdir á árinu Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir fjármagni til þessa verkefnis og mótframlögum frá viðkomandi sveitarfélögum. Stærstu verk í Reykjavík sem lokið var á árinu voru stofnstígur milli Höfðatúns með Suðurlandsbraut um Vogahverfi og Súðarvogs. Einnig lauk framkvæmd við göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa auk göngustíga í 4. áfanga í Fossvogi. Þá var lokið við minniháttar stíga í Hafnarfirði og Kópavogi. Í Garðabæ var lokið við stofnstíg meðfram Reykjanesbraut vestanverðri milli Molduhrauns og Vífilsstaðavegar. Einnig hófst framkvæmd við hjólreiðastíg í Öskjuhlíð milli Flugvallarvegar og Háskólans í Reykjavík og við stofnstíg milli Hlíðardalsvegar í Lindahverfi í Kópavogi og Árskóga í Mjódd. Unnið var við hönnun á ýmsum stígum. 10

12 Unnin verði áætlun um að vinna gegn flöskuhálsum og að greiðari umferð og auknu umferðaröryggi á völdum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Unnið var fyrir 132 millj.kr. á árinu Unnið var við strætóreinar á Hafnarfjarðarvegi við Fífuhvammsveg. Þá var unnið við breytingar á Strandgötu í Hafnarfirði í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og sett upp gangbrautarljós á Hringbraut og Eiðsgranda í samvinnu við Reykjavíkurborg. Aukinn verði hlutur upplýsingakerfa í samgöngum til að auka afköst og bæta stýringu og öryggi umferðarkerfa. Unnið er að því að setja upp tölvustýringu á umferðarljósum á höfuðborgarsvæðinu til að bæta flæði umferðar. Líta verður á það sem langtímaverkefni og verður unnið að því enn um skeið. Gera úttekt á því með hvaða hætti megi koma á strandsiglingum að nýju með það að markmiði að draga úr landflutningum með tilheyrandi álagi á vegakerfið. Í lok mars 2013 hófu Samskip hf. og Eimskip hf. strandsiglingar sem hluta af siglingakerfi sínu milli Íslands og meginlands Evrópu. Þar með var ekki lengur þörf á því að ríkið beitti sér í þessum málum og var því þeim fyrirætlunum hætt. Á árinu 2014 var út- og innflutningur um 11 hafnir á landinu. Af hálfu ríkisins hafði verið miðað við ríkisstuðning fyrir að sigla hringinn í kringum Ísland, vörum yrði síðan umskipað og siglt til Evrópu. Markmið um hagkvæmar samgöngur. Rannsóknar-, úttektar- og stefnumótunarverkefni: a. Unnið verði markvisst að þróun og innleiðingu aðferðafræði við forgangsröðun framkvæmda í samgöngukerfinu og ákveðið hvernig arðsemisútreikningar og félagshagfræðilegt mat koma þar inn. Verkefninu lauk 2013 og var kynnt m.a. á rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar. b. Unnið verði að því að þróa áfram og festa í sessi formlegt verklag við ákvarðanir um uppbyggingu vegakerfisins í dreifbýli og þéttbýli þar sem kostnaður og ábati mismunandi leiða að markmiðum samgönguyfirvalda er borinn saman. Sjá næsta lið fyrir ofan. Unnið er í samræmi við þetta verklag. c. Kannaður verði samfélagslegur kostnaður við þungatakmarkanir á vegum, ábati þess að draga úr tíðni þungatakmarkana og hraða endurbótum á burðarþoli tiltekinna vegarkafla. Unnin hafa verið rannsóknarverkefni á þessu sviði og þau m.a. kynnt á rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar. Kostnaður og ábati er mismunandi eftir landshlutum, m.a. vegna þess hvernig vegir eru gerðir og fjölda þungra bifreiða í umferð. Niðurstöðurnar eru notaðar við ákvarðanatöku. Verkefninu sjálfu er lokið. d. Upplýsingasöfnun og miðlun á haggögnum um samgöngur verði bætt. Upplýsingar um tekjur og kostnað hins opinbera við flutning á hverri einingu í fólks- og vöruflutningum verði birtar eftir því sem tök eru á og uppfærðar reglulega. Verkefnið snýst um samanburð á mismunandi flutningsmátum. Verkefnið fór ekki af stað á árinu e. Greindur verði ávinningur af áhrifum aukinnar notkunar eignastýringar (e. asset management), þ.e. kerfisbundnu bókhaldslegu utanumhaldi samgöngumannvirkja. Verkefnið var styrkt af rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar og niðurstöður kynntar á rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar. Niðurstöðurnar sýna ótvíræða kosti þess að beita þessar aðferðafræði. 11

13 f. Breytt skipan gjaldtöku fyrir umferð á vegum verði könnuð. Greindir verði kostir og gallar þess að í framtíðinni greiði ökutæki í samræmi við ekna vegalengd þar sem tillit yrði tekið til ytri kostnaðar jafnhliða því að núverandi kerfi sérstakra eldsneytisskatta yrði lagt niður. Upp úr aldamótum var unnið að þróun nýrrar tækni til gjaldtöku, m.a. að frumkvæði Vegagerðarinnar. Áður var miðað við að ný tækni yrði innleidd árið 2011 eins og stefnt var að í Evrópusambandinu. Náið er fylgst með framvindu nýrra gjaldtökuleiða í öðrum löndum. g. Unnin verði greining og tillaga að hliðrun á opnunartíma og starfsemi stórra opinberra stofnana til að minnka álagstoppa í morgunumferð einkabíla og almenningsvagna. Verkefnið hefur ekki verið unnið með samræmdum hætti. Rannsóknir styrktar af rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar hafa farið fram. Rannsóknirnar sem aðallega hafa snúist um að kanna kosti þess að lengja fleytitíð með sveigjanlegum vinnutíma og breytilegum opnunartíma fjölmennra stofnana. Samhliða hefur frumkvæði verið hjá ýmsum stofnunum samfélagsins, t.d. með samgöngustefnu og samgöngustyrkjum. Markmið um umhverfislega sjálfbærar samgöngur. Rannsóknar-, úttektar- og stefnumótunarverkefni: a. Unnin verði sérstök aðgerðaáætlun á öllum sviðum samgangna með tímasettum og tölulegum markmiðum til að ná langtímamarkmiði um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þar verði lögð áhersla á að tryggja að framkvæmdar verði þær aðgerðir sem fjallað er um í áætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum og tengjast samgöngum. Unnið er samkvæmt aðgerðaráætlun í loftslagsmálum frá Samkvæmt henni á 10% af eldsneyti sem notað er í samgöngum að vera af endurnýjanlegum uppruna árið 2020 og miðar vel í þá átt. Árið 2030 á samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda að vera 40% miðað við árið Innanríkisráðuneytið tekur þátt í stefnumótun í málaflokknum með þátttöku í verkefnisstjórn um aðgerðir í loftslagsmálum og stjórn grænu orkunnar. Að frumkvæði hennar hafa verið veittar ívilnanir af aðflutningsgjöldum og virðisaukaskatti af umhverfisvænum ökutækjum. Þá eru unnin rannsóknarverkefni á vegum bæði Samgöngustofu og Vegagerðarinnar. Áfram var unnið að þessum markmiðum á árinu b. Áætlun um sjálfbærar samgöngur verði unnin í samvinnu við sveitarfélögin með aukinni áherslu á almennings-samgöngur, -göngu og hjólreiðar. Með sjálfbærri samgönguáætlun verði lokið við skilgreiningu á grunnneti hjólreiðastíga og grunnneti almenningssamgangna innan helstu þéttbýliskjarna. Áfram verði unnið að auknum forgangi almenningssamgangna í umferðinni með uppbyggingu sérreina, forgangi á umferðarljósum og öðrum aðgerðum. Árið 2011 voru undirritaðir samningar við landshlutasamtök sveitarfélaga um að þau tækju að sér almenningssamgöngur á sínum svæðum. Samningarinar gilda til Þá er í gildi samingur við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um framlag ríkisins til eflingar almenningssamgangna til ársins 2022 með það markmið að tvöfalda notkun þessa samgöngumáta. Á samgönguáætlun er framlag til að byggja upp göngu- og hjólreiðastíga innan þéttbýliskjarna. Notkun þessara samgöngumáta hefur aukist jafnt og þétt um allt land. c. Unnin verði aðgerðaáætlun um aukin loftgæði í helstu þéttbýliskjörnum í samstarfi við sveitarfélögin. Kortlagningu umferðarhávaða verði lokið og tilheyrandi framkvæmdaáætlun unnin. Unnið er kortlagningu umferðarhávaða hjá einstökum sveitarfélögum. Reiknað er með því að verkefninu verði lokið á árinu Unnið er að gerð hávaðakorta fyrir tiltekin þéttbýlissvæði af tilteknum sveitarfélögum og Vegagerðinni í samræmi við reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir, nr. 1000/2005. Sjá annars umfjöllun um lið j. 12

14 d. Unnið verði tilraunaverkefni um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgar-svæðinu og áhrifasvæði þess í samræmi við viljayfirlýsingu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, fjármálaráðuneytis, innanríkisráðuneytis og Vegagerðarinnar. Árangur af þessu tilraunaverkefni verði metinn í framvindumati á tveggja ára fresti og framlög verði þá endurskoðuð. Unnið hefur verið að verkefninu frá árinu Áfram verður unnið að því með svipuðum hætti. Farþegum hefur fjölgað mikið og ánægja með þjónustuna aukist. e. Sérleyfi og einkaleyfi til aksturs verði endurskoðuð og sett verði skilyrði um umhverfisvæn samgöngutæki. Jafnframt verði innkaupastefna endurskoðuð og kröfur gerðar um að kaup ríkisins á akstursþjónustu séu háð skilyrðum um visthæf ökutæki. Stofnunum ríkisins verði sett ákveðin skilyrði um að þær leitist við að nota ökutæki sem eru sparneytin og hafa lágt CO2-gildi í útblæstri. Útboð voru vegna endurskipulagningar almenningssamgangna árinu Í útboðum var gerð krafa um aldur bifreiða sem veldur því að þær eru ekki með lakari Euro-staðal en Euro-4. Samningarnir eru til langs tíma og því tekur Euro-5 staðall við á samningstímanum. Samningar sem undirritaðir voru árið 2011 gilda til 2018 og er unnið í samræmi við þá. Með ívilnunum á opinberum gjöldum og virðisaukaskatti er stuðlað að auknum kaupum og notkun á sparneytnum og loftslagsvænum bílum. Opinber innkaup eru á ábyrgð fjármálaráðuneytis og sveitarfélaga. f. Unnið verði að því að samgöngustofnanir ríkisins taki upp vistvæna samgöngustefnu sem stuðli að orkusparnaði og orkuskiptum og verði öðrum stofnunum til fyrirmyndar í þeim efnum. Stjórnvöld vinni með fyrirtækjum og stofnunum að því að móta og útfæra markvissa samgöngustefnu fyrir vinnustaði. Samgöngustofa og Vegagerðin hafa báðar samgöngustefnu sem byggist á að ökutæki eru valin með hliðsjón af losun gróðurhúsalofttegunda, svo og samgöngustyrkjum til starfsmanna og hvatningu til að nota umhverfisvæna samgöngumáta. g. Innleitt verði umhverfisvænt verklag um grænt aðflug og brottflug og vottun á umhverfisstjórnunarkerfi flugvalla. Verkefnið byggist á að nota GPS-hnit til að stýra aðflugs- og flugtaksleiðum flugvéla. Grænt aðflug að Keflavíkurflugvelli er langt komið. Grænt aðflug að öðrum flugvöllum er skemmra á veg komið.unnið verði að endurskoðun gjaldskrár og uppbyggingu fyrir landtengingu rafmagns í höfnum landsins. Unnið var að verkefninu á vettvangi Hafnasambands Íslands eftir því sem það snýr að höfnum. Aðrir þættir sem hafa mikil áhrif á hvernig verkefnið tekst til þurfa að athugast í stærra samhengi. h. Möguleikar miðlægrar stýringar umferðarljósa á höfuðborgarsvæðinu verði nýttir til þess að draga úr mengun á fjölförnum leiðum. Unnið hefur verið að verkefninu á undanförnum árum. Áfram er unnið að verkefninu. i. Með lagasetningu verði sveitarfélögum gert kleift að skilgreina sérstök umhverfissvæði og um leið að takmarka þar umferð til að auka loftgæði. Með lögum um breytingu á lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir (færanleg starfsemi og EB-gerðir: umhverfismerki, loftgæði og efri losunarmörk) var lögum breytt í þessa veru. Þar var Umhverfisstofnun heimilað að flokka svæði í þessum tilgangi og heimildir veittar til að krefjast þess að upplýsingar væru veittar í þeim tilgangi að kortleggja þau og gera stefnumörkun með tímasettri áætlun um úrbætur. j. Unnið verði mat á ávinningi aðgerða til að draga úr svifryki frá framkvæmdasvæðum. Mengun af svifryki er helst frá umferð, iðnaði, af foki jarðvegs auk svifryks frá framkvæmdasvæðum. Svifryk frá framkvæmdasvæðum er helst þar sem malað er grjót, brotin niður eldri 13

15 mannvirki og ekið á malarvegum á og við framkvæmdasvæði og þar sem aur berst frá framkvæmdasvæðum út í almennt gatnakerfi. Helst er ástæða til að draga úr þessari tegund svifryks á fjölmennum svæðum einmitt vegna fjölmennisins. Ekki var unnið að verkefninu árið Markmið um öryggi í samgöngum. Rannsóknar-, úttektar- og stefnumótunarverkefni: a. Gerðar verði sérstakar aðgerðaáætlanir á öllum sviðum samgangna með mælanlegum undirmarkmiðum sem miði að því að auka öryggi í samgöngum og draga verulega úr líkum á alvarlegum slysum eða banaslysum. Gerð er umferðaröryggisáætlun sem er hluti veghluta samgönguáætlunar. Útfærð er framkvæmdaáætlun í upphafi hvers árs og unnið samkvæmt henni. Sérstök áætlun um öryggi sjófarenda er einnig gerð en um öryggi í flugi fer samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og reglum. Þá starfa rannsóknarnefndir á vettvangi allra þessara greina samgangna sem m.a. taka saman upplýsingar um öryggi og koma með ábendingar um það sem betur mætti fara. b. Stjórnvöld rannsaki kosti þess og galla að taka upp núllsýn í öryggismálum, m.a. á forgangsröðun verkefna, kostnað og hönnunarreglur. Núllsýnin verði borin saman við aðrar leiðir sem hafa reynst vel erlendis. Ætíð er stefnt að því af opinberum aðilum að engin banaslys verði í umferð. Gerð var úttekt á aðferðafræði núllsýnar. Verkefnið var unnið sem rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar og því lokið 22. nóvember Þrátt fyrir að niðurstaða hafi sýnt að ekki væri mögulegt að taka upp þessa aðferðafræði að svo stöddu er það ávallt markmið að ekki verði banaslys í umferðinni. Markmið um jákvæða byggðaþróun. Rannsóknar-, úttektar- og stefnumótunarverkefni: a. Við forgangsröðun framkvæmda verði tekið mið af þörfum einstakra svæða fyrir bættar samgöngur í samræmi við sóknaráætlanir landshluta og svæðaskiptingu landsins. Horft er til þessara markmiða við forgangsröðun framkvæmda. Allar framkvæmdir á landsbyggðinni, stórar og smáar, eru byggðaframkvæmdir í þeim skilningi að þær auðvelda aðgengi, gera umferðina öruggari o.s.frv. Að mati innanríkisráðuneytisins er að mestu leyti um að ræða verkefni sem með einum eða öðrum hætti tengjast markmiðum byggðaáætlunar og samgönguáætlunar um jákvæða byggðaþróun. Einstakar framkvæmdir hafa mismunandi mikil áhrif á byggðir landsins. b. Skilgreindar verði og skipulagðar samgöngumiðstöðvar í hverjum landshluta til að stuðla að hagkvæmum flutningum innan einstakra landsvæða. Unnið er að þessu máli. Það er fyrst og fremst gert á vettvangi einstakra sveitarfélaga sem fara með skipulagsvald hvert á sínu svæði en í samstarfi við landshlutasamtökin á hverjum stað sem hafa með almenningssamgöngur að gera. Í fjárlögum á þessu ári var veitt sérstaklega fé til almenningssamgangna og var það að hluta hugsað til að aðstoða við þróunarverkefni svo sem eins og vinnu við að skipuleggja samgöngumiðstöðvar. 14

16 Skýrsla Isavia um framkvæmd flugmálahluta samgönguáætlunar 2014 Desember 2015

17 EFNISYFIRLIT FLUGMÁLAÁÆTLUN Fjármál Tekjur og framlög Markaðar tekjur Framlög úr ríkissjóði Gjöld Rekstur og þjónusta Sundurliðun einstakra gjaldaliða Viðhald Yfirborð brauta og hlaða Byggingar og búnaður Ýmis verk vegna flugleiðsögu, ljósabúnaðar og leiðréttingar frávika Stofnkostnaður Alþjóðaflugvellir í grunnneti Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Grunnnet, aðrir áætlunarflugvellir Vestmannaeyjaflugvöllur Gjögursflugvöllur Hornafjarðarflugvöllur Grímseyjarflugvöllur Aðrir flugvellir og lendingarstaðir Önnur mannvirki, búnaður og verkefni GPS hönnun AIS/GPS/upplýsingaþjónusta Flokkun flugvalla Flokkun flugvalla eftir hlutverki Flugvellir í grunnneti Lendingarstaðir utan grunnnets Þróun flutninga Fylgiskjal I Fjárveitingar til flugmálaframkvæmda Fylgiskjal II Stofnkostnaður flugvalla Fylgiskjal III Fjárfestingar á innanlandsflugvöllum & fjölda farþega Þróun flutninga

18 TÖFLUR Tafla 1. Þróun tekna af flugvallagjöldum árin (millj. kr.)... 5 Tafla 2. Kostnaður og tekjur af flugvöllum Tafla 3. Sundurliðun viðhalds borin saman við ráðstöfunarfé Tafla 4. Sundurliðun, alþjóðaflugvellir í grunnneti, bornir saman við ráðstöfunarfé Tafla 5. Sundurliðun, grunnnet og aðrir áætlunarflugvellir bornir saman við ráðstöfunarfé Tafla 6. Sundurliðun annarra flugvalla og lendingarst. borin saman við ráðstöfunarfé Tafla 7. Sundurliðun, önnur mannvirki og verkefni borin saman við ráðstöfunarfé Tafla 8. Stofnkostnaður, viðhald og annar kostnaður árið Tafla 9. Áætlunarflugvellir í grunnneti, farþegaflutningar 1999 og Tafla 10. Farþegaflutningar eftir landshlutum Tafla 11. Vöru- og póstflutningar í tonnum eftir landshlutum Tafla 12. Fjárveitingar, stofnkostnaður og viðhald (þús. kr.) Tafla 13. Stofnkostnað einstakra flugvalla árin : Tafla 14. Heildarfjárfestingar og fjöldi farþega til einstakra flugvalla MYNDIR Mynd 1. Tekjur af flugvallagjöldum... 5 Mynd 2. Farþegaflutningar í innanlandsflugi Mynd 3. Vöru- og póstflutningar með innanlandsflugi Mynd 4. Fjárveitingar til flugmálaframkv., stofnkostnaður og viðhald (þús. kr.) Mynd 5. Þróun farþega- og póstflutninga um Reykjavíkurflugvöll árin Mynd 6. Þróun farþega- og póstflutninga um Akureyrarflugvöll árin Mynd 7. Þróun farþega- og póstflutninga um Egilsstaðaflugvöll árin Mynd 8. Þróun farþega- og póstflutninga um Vestmannaeyjaflugvöll árin Mynd 9. Þróun farþegaflutninga um Bakkaflugvöll árin Mynd 10. Þróun farþega- og póstflutninga um Ísafjarðarflugvöll árin Mynd 11. Þróun farþega- og póstflutninga um Þingeyrarflugvöll árin Mynd 12. Þróun farþega- og póstflutninga um Hornafjarðarflugvöll árin Mynd 13. Þróun farþega- og póstflutninga um Sauðárkróksflugvöll árin Mynd 14. Þróun farþega- og póstflutninga um Grímseyjarflugvöll árin Mynd 15. Þróun farþega- og póstflutninga um Bíldudalsflugvöll árin Mynd 16. Þróun farþega- og póstflutninga um Þórshafnarflugvöll árin Mynd 17. Þróun farþega- og póstflutninga um Vopnafjarðarflugvöll árin Mynd 18. Þróun farþega- og póstflutninga um Gjögursflugvöll árin Mynd 19. Þróun farþega- og póstflutninga um Húsavíkurflugvöll árin

19 FLUGMÁLAÁÆTLUN Skýrslur innanríkisráðherra um framkvæmd samgönguáætlunar, flugmálaáætlun, voru samdar af Flugmálastjórn Íslands fram til ársins 2006 og lagðar fram á Alþingi í nafni ráðherra eftir yfirferð í ráðuneytinu. Árin 2007 og 2008 voru skýrslur samdar í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í samvinnu við Flugstoðir ohf., nú Isavia ohf. Frá árinu 2009 hefur skýrslugerðin verið hjá Isavia ohf. Þar sem ýmsar upplýsingar sem voru í fyrri skýrslum ráðherra eru nú í ársskýrslu Isavia ohf., eru þær ekki endurteknar hér. Í þessari skýrslu er einblínt á fjárveitingar ríkisins til málaflokksins og í hvað þessar fjárveitingar renna. Um upplýsingar vegna reksturs einstakra hluta fyrirtækisins sem og einstakra deilda er vísað í ársskýrsluna. 4

20 1. Fjármál. Tilgangur með skýrslu þessari er að rekja hversu vel hefur tekist til við að efna þau verkefni sem Alþingi ályktar um í Samgönguáætlun hverju sinni. Samgönguáætlun sú sem var í gildi fyrir árið 2014 kvað á um fjölda verkefna sem ekki reyndist unnt að vinna vegna ósamræmis milli fjármagns samkvæmt Samgönguáætlun annars vegar og fjárlaga hins vegar. Þar sem til lítils væri að bera fjárframlög samkvæmt Samgönguáætlun saman við raunkostnað þeirra verkefna sem farið var í, er í þessari skýrslu miðað við fjárframlög ríkisins eins og þau birtust í fjárlögum árið 2014 og verkefni eins og þau eru skilgreind í þjónustusamningi milli innanríkisráðuneytis og Isavia ohf Tekjur og framlög Markaðar tekjur. Frá árinu 2004 var innheimtur flugvallaskattur en í maí 2011 var því breytt. Isavia ohf. innheimtir nú þjónustugjöld á flugvöllum, skv. 1. mgr. 71. gr. laga um loftferðir, nr. 60/1998. Hér að neðan verður fjallað um hvernig þróun flugvallatekna breyttist í gegnum árin þangað til að flugvallaskattar voru lagðir af. Flugvallagjöld. Eftirfarandi tafla og mynd sýna þróun tekna af flugvallagjöldum árin : Tafla 1. Þróun tekna af flugvallagjöldum árin (millj. kr.) Varaflugvallagjald Flugvallaskattur, millilanda Flugvallaskattur, innanlands Samtals: Mynd 1. Tekjur af flugvallagjöldum Í október 2004 var gjaldskrá flugvallagjalda breytt og tekinn upp flugvallaskattur sem allir farþegar greiddu og varaflugvallagjald sem einungis farþegar í millilandaflugi greiddu. Varaflugvallagjaldinu var ætlað að standa undir þeim viðbótarkostnaði sem af því hlýst að Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvellir sinni varaflugvallahlutverki sínu vegna millilandaflugs. Eins og tafla nr. 1 og mynd nr. 1 sýna hækkuðu tekjur af flugvallagjöldum stöðugt til ársins 2007 en lækkuðu nokkuð árin 2008 og Árið 2010 stóðu tekjurnar í stað miðað við árið Hafa breytingar undanfarinna ára endurspeglað efnahagsástand hverju sinni en fjöldi farþega veltur að miklu leyti á því. Í maí 2011 var gjaldskrá flugvallagjalda aftur breytt og flugvallaskattur og varaflugvallagjald lögð af. Er það í takt við þá þróun að hverfa frá skattlagningu til að afla tekna til að standa straum af rekstri 5

21 flugvallarkerfisins og taka þess í stað upp gjaldtöku þar sem notandi greiðir fyrir þá þjónustu sem hann notar hverju sinni Framlög úr ríkissjóði. Árið 2014 var framlag ríkissjóðs til flugvalla og flugleiðsöguþjónustu, fjárlagaliður , sem hér segir. Almennur rekstur: 1.01 Flugvellir og flugleiðsöguþjónusta 1.563,2 millj. kr. Með fjárlagalið er fjármagnaður hluti rekstrar, viðhald og uppbygging flugvalla í ríkiseigu á Íslandi, þar með talinn hluti af rekstri Keflavíkurflugvallar. Fjárlagaliðurinn er fjármagnaður af almennum skatttekjum ríkissjóðs Gjöld. Gjöld flugvallanna falla til vegna almenns rekstrar, t.d. eftirlit með flugbrautum, turnþjónustu, snjómoksturs, slökkviþjónustu, umsjónar og viðhalds fasteigna og fleira. Í næstu liðum verður farið yfir hvernig þau gjöld skiptast Rekstur og þjónusta. Opinbera hlutafélagið Isavia sinnir öllum flugvallarekstri og rekstri flugleiðsöguþjónustu á vegum ríkisins. Líkt og fyrri ár gerði innanríkisráðuneytið árið 2014 þjónustusamning við Isavia ohf. um rekstur flugleiðsöguþjónustu og flugvalla. Sem opinbert hlutafélag gefur Isavia ohf. út ársskýrslu en í henni er ársreikningur félagsins, ýmsar lykiltölur sem og yfirlit yfir starfsemi félagsins. Heildar rekstrartekjur samstæðunnar í heild á árinu 2014 námu milljónum króna og heildar rekstrargjöld námu milljón króna. Rekstrarhagnaður félagsins var því milljónir króna. Hreinn hagnaður ársins var milljónir króna. Heildar rekstrartekjur móðurfélagsins á árinu 2014 námu milljón króna og heildar rekstrargjöld námu milljónum króna. Rekstrarhagnaður félagsins var því milljónir króna. Hreinn hagnaður ársins var milljón króna Sundurliðun einstakra gjaldaliða. Endurgjald þjónustusamnings milli innanríkisráðuneytis og Isavia ohf. skiptist á eftirfarandi hátt árið Keflavíkurflugvöllur Flugvellir í innanlandskerfi, flugmálahandbók og aðflugshönnun Framkvæmdir og viðhald flugvalla í innanlandskerfi 131,0 millj. kr ,2 millj. kr. 149,0 millj. kr. Isavia ohf. rekur hvern og einn flugvöll í innanlandskerfinu sem sérstaka einingu og bókfærir tekjur og kostnað eftir því hvar hann fellur til. Tafla 2 hér á eftir sýnir þessa skiptingu milli flugvalla í innanlandskerfinu. Til viðbótar eru tekjur af lendingar-, farþega-, flugverndar- og stæðisgjöldum, ásamt opnunargjöldum, sýndar í öðrum dálki. Rétt er að geta þess að þetta er ekki tæmandi upptalning á tekjum flugvallanna þar sem leigutekjur og tekjur af verksölu eru ekki sýndar. Í aftasta dálki er sýnt framlag þjónustusamnings til hvers farþega um hvern flugvöll á árinu og er þá hver farþegi tvítalinn, þ.e. við komu annars vegar og brottför hins vegar, eins og venjan er í þessum geira. 6

22 Eftirfarandi tafla sýnir kostnað eftir einstökum flugvöllum og lendingarstöðum: Tafla 2. Kostnaður og tekjur af flugvöllum 2014 Flugvellir Kostnaður Notendagjöld Tekjur þjónustusamnings Þjónustusamningur pr. farþega Farþegafjöldi Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Bíldudalsflugvöllur Ísafjarðarflugvöllur Þingeyrarflugvöllur Gjögursflugvöllur Sauðárkróksflugvöllur Grímseyjarflugvöllur Þórshafnarflugvöllur Vopnafjarðarflugvöllur Hornafjarðarflugvöllur Vestmannaeyjaflugvöllur Bakkaflugvöllur Húsavíkurflugvöllur Norðfjarðarflugvöllur Lendingarstaðir Suðvesturlandi Lendingarstaðir Vestfjörðum Lendingarstaðir Norðurlandi Lendingarstaðir Austurlandi Eins og sést á töflunni er kostnaður við rekstur flugvalla í innanlandskerfi um milljónir króna. Kostnaður við rekstur alþjóðaflugvallanna þriggja, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll, nemur um milljónum króna sem er 78% af heildarkostnaði við rekstur innanlandskerfisins. Þess ber að geta að kostnaður við rekstur Keflavíkurflugvallar er ekki talinn með í þessum samanburði. Einnig er kostnaður við flugmálahandbók, aðflugshönnun, stjórnun og eftirlit með framkvæmdum ekki upptalinn í ofangreindri töflu. 7

23 2. Viðhald. Viðhaldi flugvalla er skipt í þrjá flokka: Yfirborð flugbrauta og flughlaða, byggingar og búnað og ýmis önnur verk vegna flugleiðsögu, ljósabúnaðar og leiðréttingar frávika. Hér að neðan verður farið yfir hvaða helstu verk voru unnin árið Yfirborð brauta og hlaða. Undir þennan lið fellur allt yfirborðsviðhald flugbrauta og flughlaða sem hefur bundið slitlag, þ.e. malbik eða klæðingu og yfirborðsmerkingar. Flugbrautir voru sprautaðar með bikþeytu til að lengja líftíma þeirra og yfirborð lagað á Reykjavíkurflugvelli fyrir 24,4 milljónir króna. Nýtt Ralumac yfirlag var lagt á Hornafjarðaflugvöll fyrir 52,1 milljón króna. Ný klæðning var sett á Grímseyjarflugvöll fyrir 24 milljónir króna. Yfirborðsmerkingum var viðhaldið, þ.e. flugbrautir málaðar, á Grímseyjarflugvelli og Hornafjarðarflugvelli fyrir 2 milljónir króna. 2.2 Byggingar og búnaður. Undir þennan lið fellur allt meiriháttar viðhald bygginga sem gert er sjaldnar en árlega. Kostnaður við viðhald og endurbætur nam 34,2 milljónum króna en til ráðstöfunar voru 41,1 milljón króna. Verkefnin voru flest minniháttar og dreifðust á umdæmin eins og hér segir: Umdæmi I 27,9 milljónir króna, umdæmi II 0,1 milljón króna, umdæmi III 4,8 milljónir króna og umdæmi IV 8,3 milljónir króna. Ýmsum verkum er enn ólokið. 2.3 Ýmis verk vegna flugleiðsögu, ljósabúnaðar og leiðréttingar frávika. Alls voru fjárveitingar samkvæmt áætlun ársins 2014, 10,3 milljónir króna en bókfærður kostnaður á árinu nam 0,4 milljónum króna. Eftirfarandi tafla sýnir sundurliðun viðhalds borna saman við ráðstöfunarfé ársins 2014: Tafla 3. Sundurliðun viðhalds borin saman við ráðstöfunarfé 2014 Ráðstöfunarfé Bókfærður Staður/verkefnaflokkur (millj. kr.) 2014 kostn Yfirborð brauta og hlaða 102,6 102,6 Byggingar og búnaður 41,1 34,2 Ýmis verk v/flugleiðsögu og tæknibúnaðar 10,3 0,4 Samtals: 154,0 137,2 8

24 3. Stofnkostnaður. Stofnkostnaður árið 2014 var 62,7 milljónir króna. Hér að neðan er gerð grein fyrir kostnaði við nokkra málaflokka sem fjárveitingar af liðnum stofnkostnaður/nýframkvæmdir Alþjóðaflugvellir í grunnneti. Þrír flugvellir eru flokkaðir sem alþjóðaflugvellir í grunnneti og eru það Reykjavíkurflugvöllur, Akureyrarflugvöllur og Egilsstaðaflugvöllur. Hér að neðan er farið yfir hvaða framkvæmdir voru unnar árið 2014 á framangreindum flugvöllum Reykjavíkurflugvöllur. Á Reykjavíkurflugvelli var framkvæmt á árinu 2014 fyrir 5,9 milljónir króna en ráðstöfunarfé var 9,8 milljónir króna. Flugbrautir og hlöð. Engar framkvæmdir Byggingar. Hafið var niðurrif Nauthólsvegar 62A. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður. Settur var upp aukinn öryggismyndavélabúnaður. Annað Unnið var að áhættumati fyrir flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. Gerð var ítarleg greining á veðurgögnum í tengslum við vinnu við áhættumatið sem kostaði 2, Akureyrarflugvöllur. Á Akureyrarflugvelli var ráðstöfunarfé 5,8 milljónir króna vegna öryggismyndavéla. Vegna afgreiðslufresta var ekki hægt að setja kerfið upp árið 2014 en búnaður pantaður. Flugbrautir og hlöð. Engar framkvæmdir Byggingar. Engar framkvæmdir Aðflugs- og flugöryggisbúnaður. Engar framkvæmdir 9

25 3.1.3 Egilsstaðaflugvöllur. Á Egilsstaðaflugvelli var framkvæmt á árinu 2014 fyrir 25,3 milljónir króna en ráðstöfunarfé var 38,5 milljónir króna. Flugbrautir og hlöð. Engar framkvæmdir Byggingar. Sett var upp kælikerfi fyrir rafeindabúnað á flugvellinum fyrir 1,7 Girðing var reist vestanvert við flugvöllinn að virði 8,9 Unnið var að fráveitu regnvatns fyrir 10,5 og skólplögnum var breytt fyrir 3,9 Aðflugs- og flugöryggisbúnaður. Kostnaður á árinu vegna endurnýjunar aðflugshallageisla flugvallarins var 6,6 og öryggismyndavélar voru settar upp fyrir 3,2 Annað Unnið var áfram að deiliskipulagi og skipulagsreglum fyrir flugvöllinn og nam kostnaður ársins við það 386 þ.kr. Tafla 4. Sundurliðun, alþjóðaflugvellir í grunnneti, bornir saman við ráðstöfunarfé 2014 Ráðstöfunarfé Bókfærður Flokkur Staður/verkefnaflokkur (millj. kr.) 2014 kostn I Reykjavíkurflugvöllur 1. Flugbrautir og flughlöð 0,0 0,0 2. Byggingar 2,2 0,1 3. Aðflugs- og öryggisbúnaður 2,7 0,9 4. Annað 4,8 4,8 Samtals 9,8 5,9 I Akureyrarflugvöllur 1. Flugbrautir og flughlöð 0,0 0,0 2. Byggingar 0,0 0,0 3. Aðflugs- og öryggisbúnaður 5,8 0,0 Samtals 5,8 0,0 I Egilsstaðaflugvöllur 1. Flugbrautir og flughlöð 0,0 0,0 2. Byggingar 26,7 19,9 3. Aðflugs- og öryggisbúnaður 10,3 5,0 4. Annað 1,5 0,4 Samtals 38,5 25,3 Samtals alþjóðaflugvellir í grunnneti 54,0 31, Grunnnet, aðrir áætlunarflugvellir. Framkvæmdir ársins á áætlunarflugvöllum landsins voru á Vestmannaeyjaflugvelli, Gjögursflugvelli, Hornafjarðarflugvelli og Grímseyjarflugvelli. Framkvæmdunum er skipt í þrjá liði; Flugbrautir og hlöð, byggingar og aðflugs- og flugöryggisbúnað. 10

26 3.2.1 Vestmannaeyjaflugvöllur. Á Vestmannaeyjaflugvelli var ráðstöfunarfé 4,1 milljón króna en ekkert var framkvæmt á árinu Flugbrautir og hlöð. Engar framkvæmdir Byggingar. Engar framkvæmdir Aðflugs- og flugöryggisbúnaður. Engar framkvæmdir. Áætlað hafði verið að endurnýja hluta af ljósabúnaði flugvallarins og búnaður var pantaður. Verkefnið verður unnið Gjögursflugvöllur. Á Gjögursflugvelli var framkvæmt á árinu 2014 fyrir 2,5 milljón króna en ráðstöfunarfé var 2,6 milljónir króna. Flugbrautir og hlöð. Efnisvinnslu var lokið vegna undirbúnings fyrir klæðingu flugbrautar og nam kostnaður ársins 1,8 Byggingar. Til að tryggja nægt vatnsmagn til slökkvistarfa á flugvellinum voru lagfæringar gerðar á vatnsbóli flugvallarins að andvirði 754 þ.kr. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður. Engar framkvæmdir Hornafjarðarflugvöllur. Á Hornafjarðarflugvelli var ráðstöfunarfé 1 milljón króna en ekkert var framkvæmt á árinu Flugbrautir og hlöð. Engar framkvæmdir Byggingar. Áætlað var að fara í lagfæringar á vegtengingu við Langholtsvita fyrir 1 en verkefninu var frestað vegna veðuraðstæðna. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður. Engar framkvæmdir Grímseyjarflugvöllur. Á Grímseyjarflugvelli var ráðstöfunarfé 1 milljón króna og framkvæmt var fyrir 0,2 milljón króna á árinu Flugbrautir og hlöð. Engar framkvæmdir Byggingar. Engar framkvæmdir 11

27 Aðflugs- og flugöryggisbúnaður. Endurnýjun ljósabúnaðar er hafin og nam vinna við verkið 239 þ.kr. á árinu. Verkið hefur dregist vegna veðurfars. Tafla 5. Sundurliðun, grunnnet og aðrir áætlunarflugvellir bornir saman við ráðstöfunarfé 2014 Ráðstöfunarfé Bókfærður Flokkur Staður/verkefnaflokkur (millj. kr.) 2014 kostn II Vestmannaeyjar 1. Flugbrautir og flughlöð 0,0 0,0 2. Byggingar 0,0 0,0 3. Aðflugs- og öryggisbúnaður 4,1 0,0 Samtals 4,1 0,0 II Gjögur 1. Flugbrautir og flughlöð 1,9 1,8 2. Byggingar 0,8 0,8 3. Aðflugs- og öryggisbúnaður 0,0 0,0 Samtals 2,6 2,5 II Hornafjörður 1. Flugbrautir og flughlöð 0,0 0,0 2. Byggingar 1,0 0,0 3. Aðflugs- og öryggisbúnaður 0,0 0,0 Samtals 1,0 0,0 II Grímsey 1. Flugbrautir og flughlöð 0,0 0,0 2. Byggingar 0,0 0,0 3. Aðflugs- og öryggisbúnaður 1,0 0,2 Samtals 1,0 0,2 Samtals grunnnet, aðrir flugvellir 8,7 2,8 12

28 3.3. Aðrir flugvellir og lendingarstaðir. Flugbrautir og hlöð. Engar framkvæmdir Byggingar. Engar framkvæmdir Aðflugs- og flugöryggisbúnaður. Engar framkvæmdir Tafla 6. Sundurliðun annarra flugvalla og lendingarstaða borin saman við ráðstöfunarfé 2014 Ráðstöfunarfé Bókfærður Staður/verkefnaflokkur (millj. kr.) 2014 kostn Flugbrautir og hlöð 0,0 0,0 2. Byggingar 0,0 0,0 3. Aðflugs- og flugöryggisbúnaður 0,0 0,0 Samtals: 0,0 0, Önnur mannvirki, búnaður og verkefni. Eftirfarandi tafla sýnir ýmsan stofnkostnað, búnað og verkefni: Tafla 7. Sundurliðun, önnur mannvirki og verkefni borin saman við ráðstöfunarfé 2014 Ráðstöfunarfé Bókfærður Staður/verkefnaflokkur (millj. kr.) 2014 kostn GPS Hönnun 1,1 1,1 GPS/AIS/upplýsingaþjónusta 10,1 9,4 Samtals: 11,1 10, GPS hönnun Unnið var að GPS aðflugi og GPS mælingum fyrir Þórshöfn, Ísafjörð, Reykjavík fyrir 1,1 milljón króna AIS/GPS/upplýsingaþjónusta Undir þennan lið heyrir ýmis kostnaður vegna AIS þjónustu við innanlandsflugvelli, meðal annars kaup á landfræðilegum gögnum og uppfærslu á gagnagrunnum, samtals 9,4 milljónir króna. 13

29 Eftirfarandi tafla sýnir heildar framkvæmda- og viðhaldskostnað árið Ráðstöfunarfé 2014 samanstendur af 78,8 sem fluttist frá 2013 og 149,0 af þjónustusamningi Eftirstöðvar ársins 2014, 46,2, færast á árið Tafla 8. Stofnkostnaður, viðhald og annar kostnaður árið 2014 Ráðstöfunarfé Bókfærður Verkefnaflokkur (millj. kr.) 2014 kostn Stofnkostnaður, alþjóðaflugvellir í grunnneti 54,0 31,2 Stofnkostnaður, aðrir flugvellir í grunnneti 8,7 2,8 Stofnkostnaður, önnur mannvirki 0,0 0,0 Önnur mannvirki og búnaður 11,1 10,4 Viðhald 154,0 137,2 Samtals: 227,8 181,6 14

30 4. Flokkun flugvalla Flokkun flugvalla eftir hlutverki. Flugvellir eru flokkaðir í tvo flokka: 1. Flugvellir í grunnneti. 2. Aðrir flugvellir og lendingarstaðir utan grunnnets Flugvellir í grunnneti. Eftirfarandi eru áætlunarflugvellir í grunnneti: Reykjavíkur-, Akureyrar-, Egilsstaða-, Vestmannaeyja-, Ísafjarðar-/Þingeyrar-, Hornafjarðar-, Sauðárkróks-, Grímseyjar-, Bíldudals-, Gjögurs-, Vopnafjarðarog Þórshafnarflugvöllur Lendingarstaðir utan grunnnets. Flugvellir utan grunnnets eru flokkaðir í þrjá flokka þ.e. flugbrautir með bundnu slitlagi, flugbrautir með malarslitlagi og flugbrautir með grasyfirborði. Flugbrautir með bundnu slitlagi: Bakka-, Húsavíkur-, Reykjahlíðar-, Rifs-, Siglufjarðar- og Stóra-Kroppsflugvöllur. Flugbrautir með malarslitlagi: Blönduós, Borgarfjörður eystri, Breiðdalsvík, Búðardalur, Djúpivogur, Fagurhólsmýri, Grímsstaðir, Herðubreiðarlindir, Hólmavík, Húsafell, Hveravellir, Kerlingarfjöll, Kirkjubæjarklaustur, Kópasker, Melgerðismelar, Norðfjörður, Nýidalur, Raufarhöfn, Reykhólar, Reykjanes, Sandskeið, Skálavatn, Skógarsandur, Sprengisandur, Stykkishólmur, Vík og Þórsmörk. Flugbrautir með grasyfirborði: Bakki, Hella, Flúðir, og Kaldármelar. 15

31 5. Þróun flutninga. Mynd 2. Farþegaflutningar í innanlandsflugi Eins og mynd nr. 2 sýnir fækkaði farþegum árið 2014 sem fóru um íslenska innanlandsflugvelli frá 2013 eða um -3,62%. Fækkun var á áætlunarleiðum stærstu flugvalla landsins: Reykjavík -4,2%, Akureyri - 3,7%, Egilsstaðir -5,28%. Fjölgun var hins vegar á Hornafjarðarflugvelli, Vestmannaeyjaflugvelli og á Gjögursflugvelli. Áætlunarflug lagðist af á Sauðárkróksflugvelli í árslok 2013 og því fækkaði farþegum umtalsvert um flugvöllinn árið Verkfall starfsmanna á Herjólfi síðla vetrar 2014 hafði þau áhrif á flug til Vestmannaeyja að það jókst umtalsvert og fjölgaði farþegum um flugvöllinn um10% á ársgrunni. Samgöngubætur á landi þýða færri farþega í innanlandsflugi til Þórshafnar en farþegum um Þórshafnarflugvöll fækkaði um 29,6% á árinu. Nýting Þingeyrarflugvallar sem varaflugvallar fyrir Ísafjörð minnkaði milli ára enda varð flugbrautin fyrir frostskemmdum sem ollu því að ekki var hægt að hafa flugvöllinn opinn að vetrarlagi frá október Heildarfarþegafjöldinn hefur sveiflast töluvert mikið á undanförnum árum. Flutningarnir náðu hámarki árið 1999 en á árunum 1997 til 2000 ríkti mikil samkeppni í innanlandsfluginu sem leiddi af sér hagstæðari flugfargjöld á innanlandsleiðum. Á árunum 2001 til 2003 voru flutningarnir í lágmarki en fara upp úr því að aukast aftur og ná hámarki árið 2007 en það ár fóru farþegar um íslenska innanlandsflugvelli í fyrsta skipti yfir eina milljón. Þess ber að geta að farþegum sem fóru um Egilsstaðaflugvöll fjölgaði jafnt og þétt á árunum 2004 til 2007 vegna virkjana- og stóriðjuframkvæmda á Austurlandi og var mikill hluti þeirrar fjölgunar vegna millilandaflugs til og frá Egilsstöðum. Á árinu 2007 fóru rúmlega 157 þúsund farþegar um Egilsstaðaflugvöll, um 85% aukning frá árinu Farþegum fækkaði verulega frá árinu 2008 niður í um árið Árið 2014 fóru um 89 þúsund farþegar um Egilsstaðaflugvöll. Sveiflur í farþegafjölda milli ára eiga sér líka skýringu í veðurfari. Þannig hafa snjóþungir vetur þá þýðingu að landsmenn nýta sér meira innanlandsflugið í stað þess að keyra, sérstaklega í þeim landshlutum þar sem snjóþyngsli geta leitt til lokunar vega í styttri eða lengri tíma. 16

32 Eftirfarandi tafla sýnir fjölda farþega sem fór um áætlunarflugvelli árin 1999 annars vegar og 2014 hins vegar. Tafla 9. Áætlunarflugvellir í grunnneti, farþegaflutningar 1999 og 2014 Flugvellir 1999 Hlutfall 2014 Hlutfall Breyting Reykjavík ,7% ,0% -19,7% Akureyri ,4% ,7% -9,2% Vestmannaeyjar ,3% ,7% -78,2% Egilsstaðir ,1% ,5% 16,0% Ísafjörður ,7% ,9% -35,5% Hornafjörður ,1% ,4% -50,1% Sauðárkrókur ,5% 42 0,0% -99,7% Bíldudalur ,8% ,5% -52,7% Grímsey ,4% ,5% -4,6% Þórshöfn ,2% 718 0,1% -62,4% Þingeyri ,3% 54 0,0% -97,9% Bakki ,8% 282 0,0% -98,3% Vopnafjörður ,3% ,2% -44,1% Gjögur 492 0,1% 220 0,0% -55,3% Húsavík ,4% ,3% -25,6% Norðfjörður 115 0,0% 49 0,0% -57,4% Samtals % % -25,0% Taflan sýnir að farþegum, sem fóru um minni áætlunarflugvellina, hefur fækkað verulega á undanförnum árum. Þegar borin eru saman árin 1999 þegar farþegaflutningar voru áður mestir og árið 2014 hefur farþegum sem fóru um áætlunarflugvelli í grunnneti, að Keflavíkurflugvelli undanskildum, fækkað um 25%. Farþegum sem fóru um Egilsstaðaflugvöll fjölgaði á þessu tímabili. Aukið framboð á flugferðum til Egilsstaða hefur átt sinn þátt í aukningu á farþega sem fyrr segir. Þegar þróun farþegaflutninga með flugi frá árinu 1999 er skoðuð eftir landshlutum kemur eftirfarandi í ljós. Tafla 10. Farþegaflutningar eftir landshlutum Flugvellir 1999 Hlutfall 2014 Hlutfall Breyting Vestfirðir ,8% ,4% -40,1% Norðurland ,9% ,7% -16,3% Austurland ,5% ,1% 1,0% Suðurland ,1% ,8% -81,4% Reykjavík ,7% ,0% -19,7% Samtals % % -25,0% Eins og taflan sýnir hefur farþegum með flugi til og frá Vestfjörðum og Vestmannaeyjum fækkað mikið á þessu tímabili á sama tíma og farþegaflutningar til Austurlands hafa aukist um Egilsstaðaflugvöll þó ekki nema um 1%. 17

33 Vöru- og póstflutningar með flugi voru að jafnaði um 3000 tonn á ári á síðasta áratug, eins og sést á mynd 3, en hafa dregist saman frá Frá árinu 1998 hafa vöru- og póstflutningar aldrei verið minni en árið 2013 þegar þeir námu 1804 tonnum, árið 2014 fjölgaði þeim og nam flutningurinn tonnum. Á næstu töflu sést hvernig þróunin hefur verið frá árinu 1999 eftir landshlutum. Tafla 11. Vöru- og póstflutningar í tonnum eftir landshlutum Flugvellir 1999 Hlutfall 2014 Hlutfall Breyting Vestfirðir ,6% 152 8,3% -60,7% Norðurland ,8% ,4% -56,6% Austurland ,0% ,7% -36,9% Suðurland 183 5,1% 71 3,9% -59,4% Reykjavík ,5% ,9% -45,8% Samtals % % -48,5% Mynd 3. Vöru- og póstflutningar með innanlandsflugi

34 Fylgiskjal I Fjárveitingar til flugmálaframkvæmda Eftirfarandi tafla og mynd sýna fjárveitingar til flugmálaframkvæmda frá því að fyrsta þingsályktun um flugmálaáætlun var samþykkt árið Tafla 12. Fjárveitingar, stofnkostnaður og viðhald (þús. kr.) Framreiknað til núvirðis samkvæmt byggingarvísitölu mars 2015, sem er 617,2 stig. Ár Fjárhæð Núvirði Samtals Mynd 4. Fjárveitingar til flugmálaframkv., stofnkostnaður og viðhald (þús. kr.) 19

35 Fylgiskjal II Stofnkostnaður flugvalla Eftirfarandi tafla sýnir stofnkostnað einstakra flugvalla árin framreiknaðan til núvirðis samkvæmt byggingarvísitölu (617,2 stig í mars 2015) í milljónum króna. Tafla 13. Stofnkostnað einstakra flugvalla árin : Staður Samtals Hlutfall Reykjavík 5.763,0 57,1 6,2 42,0 10, ,3 20,0% Akureyri 4.674,1 33,0 0,0 4,8 6, ,9 16,0% Egilsstaðir 4.176,9 64,6 26,6 43,7 39, ,7 14,8% Alþjóðaflugvellir ,0 154,7 32,8 90,5 56, ,0 51% Bíldudalur 375,6 1,0 0,0 0,0 0,0 376,6 1,3% Ísafjörður 1.159,1 1,7 0,0 0,0 0, ,8 3,9% Þingeyri 561,8 0,0 0,0 0,0 0,0 561,8 1,9% Gjögur 140,8 0,0 2,7 45,4 2,7 191,7 0,7% Sauðárkrókur 484,5 1,4 0,0 0,0 0,0 485,9 1,7% Grímsey 516,1 2,5 0,0 0,0 1,0 519,6 1,8% Þórshöfn 651,8 1,5 0,0 0,0 0,0 653,3 2,2% Vopnafjörður 130,1 0,5 0,0 0,0 0,0 130,6 0,4% Hornafjörður 522,5 0,0 0,0 0,0 1,0 523,6 1,8% Vestmannaeyjar 1.293,6 11,6 0,0 4,3 4, ,7 4,5% Húsavík 462,9 0,0 2,9 6,4 0,1 472,3 1,6% Bakki 246,8 0,0 0,0 0,0 0,0 246,8 0,8% Aðrir áætlunarflugvellir 6.545,7 20,2 5,6 56,1 9, ,6 23% Lendingarstaðir 2.029,4 18,5 0,0 0,0 0, ,9 7,0% Önnur flugmálaverkefni 5.654,5 130,5 11,0 0,0 11, ,5 19,7% Samtals ,6 323,9 49,4 146,6 76, ,0 100,0% Hlutfallsleg skipting

36 Fylgiskjal III Fjárfestingar á innanlandsflugvöllum og fjöldi farþega Eftirfarandi tafla sýnir heildarfjárfestingar til einstakra flugvalla ásamt fjölda farþega sem fóru um flugvellina á sama tíma. Hver farþegi er tvítalinn, þ.e. við komu og brottför. Framreiknað til núvirðis samkvæmt byggingarvísitölu (617,2 stig í mars 2015). Tafla 14. Heildarfjárfestingar og fjöldi farþega til einstakra flugvalla Fjárhæð í Fjöldi Fjárfesting í kr. Staður millj. kr. farþega á hvern farþega Reykjavík 5.878, Akureyri 4.717, Egilsstaðir 4.351, Bíldudalur 376, Ísafjörður 1.160, Þingeyri 561, Gjögur 191, Sauðárkrókur 485, Grímsey 519, Þórshöfn 653, Vopnafjörður 130, Hornafjörður 523, Vestmannaeyjar 1.313, Bakki 246, Húsavík 472, Norðfjörður 145, Samtals ,

37 Fylgiskjal IV Þróun flutninga Eftirfarandi myndir sýna þróun farþega,- vöru- og póstflutninga milli áranna 1998 og Mjög mikil breyting hefur átt sér stað í farþegaflutningum í innanlandsflugi á fyrrgreindu tímabili. Flug til margra áfangastaða hefur lagst af. Áætlunarflug lagðist af um Sauðárkróksflugvöll árið 2014 eftir tilraun árið 2013 til að endurvekja það. Í apríl 2012 hófst áætlunarflug um Húsavíkurflugvöll eftir margra ára hlé. Nýting Þingeyrarflugvallar sem varaflugvallar fyrir Ísafjörð minnkaði milli ára enda varð flugbrautin fyrir frostskemmdum sem ollu því að ekki hefur verið hægt að hafa flugvöllinn opinn að vetrarlagi frá október Bættar vegasamgöngur til og frá Þórshöfn hafa valdið því að mjög hefur dregið úr notkun innanlandsflugs um flugvöllinn. Vöru- og póstflutningar með flugi hafa minnkað verulega frá árinu Póstflutningar milli landshluta eru nú að mestu leyti með bílum og vöruflutningar einnig nema til staða eins og Grímseyjar. Áætlunarflugvellir í grunnneti: Reykjavíkurflugvöllur Mynd 5. Þróun farþega- og póstflutninga um Reykjavíkurflugvöll árin Akureyrarflugvöllur Mynd 6. Þróun farþega- og póstflutninga um Akureyrarflugvöll árin

38 Egilsstaðaflugvöllur Mynd 7. Þróun farþega- og póstflutninga um Egilsstaðaflugvöll árin Vestmannaeyjaflugvöllur Mynd 8. Þróun farþega- og póstflutninga um Vestmannaeyjaflugvöll árin Bakkaflugvöllur Mynd 9. Þróun farþegaflutninga um Bakkaflugvöll árin Engir vöru- og póstflutningar né farþegaflutningar voru skráðir árið 2014 á Bakkaflugvelli. 23

39 Ísafjarðarflugvöllur Mynd 10. Þróun farþega- og póstflutninga um Ísafjarðarflugvöll árin Þingeyrarflugvöllur Mynd 11. Þróun farþega- og póstflutninga um Þingeyrarflugvöll árin Hornafjarðarflugvöllur Mynd 12. Þróun farþega- og póstflutninga um Hornafjarðarflugvöll árin

40 Sauðárkróksflugvöllur Mynd 13. Þróun farþega- og póstflutninga um Sauðárkróksflugvöll árin Grímseyjarflugvöllur Mynd 14. Þróun farþega- og póstflutninga um Grímseyjarflugvöll árin Bíldudalsflugvöllur Mynd 15. Þróun farþega- og póstflutninga um Bíldudalsflugvöll árin Þórshafnarflugvöllur Mynd 16. Þróun farþega- og póstflutninga um Þórshafnarflugvöll árin

41 Vopnafjarðarflugvöllur Mynd 17. Þróun farþega- og póstflutninga um Vopnafjarðarflugvöll árin Gjögursflugvöllur Mynd 18. Þróun farþega- og póstflutninga um Gjögursflugvöll árin Húsavíkurflugvöllur Mynd 19. Þróun farþega- og póstflutninga um Húsavíkurflugvöll árin

42 Skýrsla Samgöngustofu um framkvæmd samgönguáætlunar 2014

43 Skýrsla Samgöngustofu um framkvæmd samgönguáætlunar 2014 Fjármálauppgjör ársreikningur Í fjárlögum ársins 2014 var gert ráð fyrir 1.711,1 kostnaði við rekstur Samgöngustofu. Raunkostnaður nam 2.140,6 eða 429,5 umfram fjárlög og halli ársins varð 65,5 Hallann má rekja til sameiningarkostnaðar, þ.m.t. biðlauna og flutnings í sameiginlegt húsnæði en hvorugur þessara kostnaðarliða var fjármagnaður sérstaklega. Í árslok 2014 var uppsafnaður kostnaður Samgöngustofu vegna sameiningar sem fjármagnaður var úr rekstri 356,9 Um miðjan september 2014 komst starfssemi Samgöngustofu á höfuðborgarsvæðinu öll undir eitt þak. Stjórnsýsla og eftirlit Samgöngustofa fer með stjórnsýslu flugmála, hafna, siglinga og sjóvarnamála, umferðar- og vegamála. Stofnunin annast eftirlit, þ.m.t. ýmsar mikilvægar úttektir á öryggismálum, vottanir og leyfisveitingar íslenskra fyrirtækja sem starfa á sviði samgangna á landi, í lofti og á sjó. Í starfsemi hennar felast einnig samskipti við alþjóðastofnanir um samgönguöryggi en

44 alþjóðlegt eftirlit og niðurstöður erlendra úttekta í flugi og siglingum geta haft bein áhrif á trúverðugleika og samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegu umhverfi. Stofnunin sér um undirbúning og innleiðingu laga og reglna á starfsviði hennar, fer með gerð áætlana í öllum samgöngugreinum og sinnir fræðslu sem unnin er út frá greiningu á atvikum og slysum. Flug Samgöngustofa annast skráningu loftfara og heldur loftfaraskrá, gefur út starfsleyfi og hefur eftirlit með fyrirtækjum í flugtengdum rekstri og einstaklingum sem þurfa á starfsleyfum eða sérstökum heimildum að halda til að stunda rekstur og þjónustu. Stofnunin hefur umsjón með framkvæmd flugprófa fyrir einkaflugmenn, atvinnuflugmenn og prófa fyrir flugumsjónarmenn og gefur út einstaklingsskírteini fyrir flugmenn, flugumferðarstjóra og flugvirkja. Ítarlegar alþjóðlegar kröfur eru um stjórnsýslu þessara verkefna sem markast af kröfum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og Evrópusambandsins með reglugerðum sem taka gildi hér á landi á grundvelli EES-samningsins auk þess sem í gildi eru íslenskar reglugerðir um flug sem kröfur EASA ná ekki til. Samgöngustofa tekur fyrir hönd Íslands virkan þátt í starfsemi sameiginlegrar skrifstofu Norðurlandanna (Nordicao) hjá Alþjóðaflugmálastofnuninni í Montreal. Samgöngustofa sinnir heimildarveitingum og eftirliti á sviði flugleiðsögu, flugvalla og flugverndar auk þess að sinna stjórnsýsluverkefnum tengdum þeim málaflokkum. Í flugleiðsögu hefur Samgöngustofa hlutverk í samskiptum sem tengjast stjórnsýslu og framkvæmd hennar á Norður-Atlantshafi. Ísland sinnir mun stærra loftrými en sem nemur lofthelgi Íslands og byggist það annars vegar á samningum við Danmörku og hins vegar á samningi á vegum ICAO. Eftirlit með flugvöllum felst í að tryggja að íslenskir flugvellir uppfylli alþjóðlegar kröfur. Á árinu 2014 hófst undirbúningur á innleiðingu evrópskrar reglugerðar EASA um flugvelli og eiga fjórir íslenskir flugvellir að uppfylla kröfur hennar fyrir árslok Stofnunin sér einnig um svonefnt SAFA-eftirlit (Safety Assessment of Foreign Aircraft) á erlendum loftförum sem hafa viðkomu á íslenskum flugvöllum en niðurstöður þess eru skráðar í samevrópskan gagnagrunn. Ýmis önnur tölfræði flugs, starfsárið 2014 Fjöldi bóklegra atvinnuflugmannsprófa Fjöldi bóklegra einkaflugmannsprófa Leyfisskyldir alþjóðaflugvellir 4 Leyfisskyldir áætlunarflugvellir 9 Leyfisskyldir lendingarstaðir 46 Útgefin eða endurnýjuð flugafgreiðsluleyfi 8 Útgefin leyfi vegna millilandaflugs 15 Fjöldi SAFA-skoðana á erlendum loftförum 70 Fjöldi frávika og athugasemda í SAFA-skoðunum 22 Skírteini flugmanna ný, endurútgefin eða breyttar heimildir 717 Skírteini flugvirkja ný, endurútgefin eða breyttar heimildir 104 Skírteini flugumferðarstjóra ný, endurútgefin eða breyttar heimildir 58 Heildarfjöldi loftfara 362 Fjöldi atvinnuflugvéla 79 Fjöldi þyrla 10 Fjöldi sviffluga 28 Nýskráningar loftfara 10 Afskráningar loftfara 13

45 Siglingar Á sviði siglinga annast Samgöngustofa skráningar, leyfisveitingar og eftirlit með skipaflota landsins. Gefin eru út skírteini fyrir einstaklinga og veittar heimildir til hverskonar reksturs. Samgöngustofa annast stjórnsýsluverkefni hafnalaga, laga um sjóvarnir, laga um vitamál og laga um vaktstöð siglinga. Ákvæði í lögum og reglum á sviði siglingamála eru markaðar af erlendum kröfum og samstarfi, t.d. við Alþjóðasiglingamálastofnunina (IMO), Siglingaöryggisstofnun Evrópu (EMSA), Evrópusambandið (ESB) og Alþjóðavinnumálastofnunina (ILO). Á árinu 2014 hófst vinna við endurskoðun reglugerðar um menntun, þjálfun og atvinnuréttindi farmanna (STCW), svonefndar Manila-breytingar sem voru nauðsynlegar til að tryggja áframhaldandi viðurkenningu alþjóðlegra atvinnuréttinda farmanna og veru Íslands á svokölluðum hvítlista Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar. Á árinu hófst vinna við að tryggja á næstu árum árleg skil stofnunarinnar til Siglingaöryggisstofnunar Evrópu á gögnum um alþjóðlega skírteinaútgáfu samkvæmt svokölluðu STCW-IS-kerfi en kveðið er á um þessi skil í tilskipun ESB um lágmarksþjálfun sjómanna 2008/106/EB, með breytingum. Unnið var við útgáfu skírteina fyrir íslenska sjómenn, atvinnukafaraskírteina og skírteina fyrir leiðsögumenn skipa og hafnsögumenn skipa. Samgöngustofa hefur umsjón með lögskráningu sjómanna og gefin er út heildarskrá yfir skip 6 m að lengd eða lengri. Skráin miðast við skráningu 1. janúar hvers árs. Samgöngustofa heldur aðalskipaskrá samkvæmt lögum um skráningu skipa. Þar er m.a. að finna upplýsingar um skráningarnúmer, umdæmisnúmer, kallmerki, fyrra nafn, heimahöfn, smíðastað, gerð, efni, afl vélar, vélartegund, rafspennu, brúttótonn og brúttórúmlestir, lengd, breidd og dýpt auk annarra upplýsinga. Á árinu hófst undirbúningur við endurnýjun þessara kerfa (skráa) í eitt kerfi sem hýsa á nýja skipaskrá og skírteinakerfi. Meðal markmiða með nýju kerfi er að auðvelda aðgengi að upplýsingum og að kerfið vinni vel með öðrum kerfum stofnunarinnar. Við hönnun upplýsingakerfisins er tekið mið af lögum og reglum sem gilda um skipa- og lögskráningar auk þess sem kerfið er hannað í samræmi við ákvæði alþjóðasamninga um markmið gæðastjórnunar og til að tryggja nauðsynlegan rekjanleika gagna sem liggja til grundvallar skírteinisútgáfu. Jafnframt verða allar færslur í kerfinu rekjanlegar og heimildir til þess að breyta færslum eftirá sæta miklum takmörkunum. Sá þáttur starfseminnar sem snýr að útgáfu starfsleyfa fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og öryggiseftirlit með þeim hefur farið vaxandi með síaukinni eftirspurn ferðamanna eftir afþreyingu. Samgöngustofa veitti á árinu 2014 samtals 13 starfsleyfi vegna fyrirtækja í ferðaþjónustu á sjó, ám og vötnum. Önnur tölfræði siglinga, starfsárið 2014 Útgefin íslensk atvinnuskírteini í siglingum 912 Alþjóðleg atvinnuskírteini í siglingum 267 Skírteini leiðsögumanna 9 Skírteini atvinnukafara 35 Skírteini björgunarskipa 1 Skírteini skemmtibáta 80 Haffæriskírteini Lögskráningar í áhöfn Fjöldi skipa á skipaskrá Fjöldi afskráðra skipa 38

46 Fjöldi skoðana í hafnarríkiseftirliti (PSC) 70 Fjöldi kyrrsettra erlendra skipa 7 Eftirlit með öryggismálum í skráðum höfnum 84 Umferð Samgöngustofa annast stjórnsýslu umferðar á vegum, þ.m.t. eftirlit með henni auk þess sem lýtur að stefnumótun í umferðarmálum og vegamálum. Kröfur til stjórnsýslu umferðarmála eru að miklu leyti byggðar á evrópskum reglugerðum þótt einnig séu í gildi sér íslenskar reglur. Samgöngustofa annaðist á árinu skráningu ökutækja sem og aðra umsýslu með ökutækjum, gerð þeirra og búnaði. Stofnunin hafði eftirlit með starfsemi þeirra þriggja fyrirtækja sem sjá um skoðanir ökutækja og hafa gilt starfsleyfi. Þá fór einnig fram ytra eftirlit en í því felst eftirlit með fulltrúum umboðanna og skoðunarstofum. Samgöngustofa annast ökupróf, veitir leyfi til að starfrækja ökuskóla og ökugerði og hefur umsjón með ökunámi og eftirlit með ökukennslu. Á árinu skiluðu 198 ökukennarar nemendum til ökuprófs, kennsla fór fram á vegum 28 ökuskóla og tveggja ökugerða. Frumherji hf. annast framkvæmd ökuprófa samkvæmt samningi við Samgöngustofu. Alls luku einstaklingar prófi til almennra ökuréttinda á árinu, nánast sami fjöldi og á ári hverju undangengin þrjú ár. Almenn ökuréttindi, fjöldi verklegra prófa sem nemendur hafa staðist: Fólksbifreið Hlutfall nemenda sem stóðst ekki verklegt ökupróf til almennra ökuréttinda á árinu var um 10% skrifleg próf voru lögð fyrir til almennra ökuréttinda og var fallprósenta á þeim um 42% í heild. 402 stóðust próf til aksturs vörubifreiðar og 287 til akstur með eftirvagn. 425 stóðust próf til aksturs hópbifreiðar. 464 stóðust próf til aksturs fólksbifreiðar til farþegaflutninga í atvinnuskyni. Fjöldinn sem tók próf til farþegaflutninga í atvinnuskyni hefur ekki verið meiri síðan Aukin ökuréttindi, fjöldi verklegra prófa sem nemendur hafa staðist: Vörubifreið Hópbifreið Eftirvagn C/D Fólksbifreið, farþegafl Lítil vöruhópbifreið Lítil hópbifr. farþegafl Eftirvagn C1/D

47 Dregið hefur úr þeim fjölda einstaklinga sem afla sér bifhjólréttinda miðað þann mikla fjölda sem var á árunum 2005 til Fyrir þann tíma voru á bilinu 200 til 300 einstaklingar á ári sem öfluðu sér þessara réttinda og fjöldinn nú því líkur því sem þá var. Fjöldi verklegra prófa sem nemendur hafa staðist: Bifhjól Bifhjól A Létt bifhjól Dráttarvél Eftivagn B Leyfisveitingar 2014 Samgöngustofa annast útgáfu á leyfum leigubílstjóra, forfallamanna leigubílstjóra, hóp- og farmflutninga og leyfa til reksturs bílaleigu. Ennfremur um allt sem viðkemur þessum starfsstéttum í daglegum samskiptum eins og t.d, skírteini, umsóknir, bréfaskriftir, læknisvottorð, skattskýrslur, ársreikninga, sakavottorð svo fátt eitt sé nefnt. Ökuskólinn í Mjódd annast námskeiðahald, samkvæmt samningi við Samgöngustofu, fyrir leigubílstjóra, forfallamenn leigubílstjóra, forráðamenn rekstraraðila í farþega- og farmflutningum. Námskeið fyrir leigubílstjóra er haldið tvisvar á ári, fyrir forfallamenn leigubílstjóra að jafnaði 11 sinnum á ári og vegna farþega- og farmflutninga einu sinni á ári. Leyfi í gildi í árslok Rekstrarleyfi til fólksflutninga Leyfi fyrir sérbúnar bifreiðar Farmflutningar Bílaleiguleyfi Leigubílar atvinnuleyfi leyfishafa Atvinnuleyfi forfallamanna Eðalvagnaleyfi 7 12 Umferðareftirlit Eitt af verkefnum Samgöngustofu er að sinna umferðareftirliti. Í því felst eftirlit með stærð, heildarþyngd og ásþunga ökutækja, hleðslu, frágangi og merkingu farms, ökumælum, ökuritum, olíugjaldi og kílómetragjaldi, leyfisskyldri starfsemi sem varðar fólksflutninga og farmflutninga á landi, akstri leigubíla og aksturs- og hvíldartíma ökumanna. Önnur tölfræði umferðar, starfsárið 2014 Heildarfjöldi ökutækja í ökutækjaskrá Fjöldi bílaleigubíla Fjöldi nýskráðra ökutækja Afskráningar ökutækja Fjöldi eigendaskipta í ökutækjaskrá Fjöldi aðalskoðana ökutækja

48 Öryggisáætlanir Í kjölfar skipulagsbreytinga og sameiningar samgöngustofnananna voru allar öryggisáætlanir í samgöngumálum færðar til Samgöngustofu. Markmið stofnunarinnar var að samræma verklag eins og hægt var milli þessara áætlana og læra af því sem vel hefur verið gert hjá hverri stofnun. Ein áætlun er þó enn rekin fyrir hverja tegund samgangna í öryggisáætlanadeild stofnunarinnar. Gott samstarf er við rannsóknarnefnd samgönguslysa. Samgöngustofa leitast við að skapa sem mest öryggi í samgöngum fyrir alla hópa notenda í lofti, á láði og legi, m.a. með því að ná fram hugarfarsbreytingu og að auka virðingu fyrir lögum og reglum. Samgöngustofa stýrir fræðslu og miðlun upplýsinga um öryggismál samgangna og stuðlar að þátttöku og samstarfi allra aðila sem vilja vinna að framgangi þeirra. Flugöryggisáætlun Flugrekendum og starfsleyfishöfum flugleiðsögu ásamt skírteinishöfum ber að tilkynna til Samgöngustofu öll flugatvik og flugslys samkvæmt sérstakri skilgreiningu sem verða í flugi eða flugleiðsögu. Tilgangurinn með skráningunni er sá að komast að því hvers konar atvik eða slys eiga sér stað og hver vettvangurinn og aðstæður eru svo hægt sé að stuðla að því að sambærileg slys eða atvik endurtaki sig ekki. Slys eru mjög fátíð en skráningarskyld flugatvik sem hægt er að læra af nokkuð mörg. Slysa- og atvikaskráning Samgöngustofu er mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun mála í umferð, í lofti og á láði. Samgöngustofa útfærir og framkvæmir flugöryggisáætlun. Í því felst að innleiða og fylgja eftir alþjóðlegum reglum, skráning flugatvika í samevrópskan gagnagrunn, greining flugatvika, áhættumat, áframhaldandi innleiðing öryggisstjórnunarkerfa flugrekenda og miðlun fræðslu í þágu flugöryggis. Árið 2014 urðu 8 flugslys og 21 alvarlegt flugatvik. Tilkynnt flugatvik voru sem er um 12 prósent aukning á milli ára. Rauntölur: Fjöldi flugslysa Fjöldi alvarlegra flugatvika Áætlun um öryggi sjófarenda Samgöngustofa fer með framkvæmd öryggisáætlunar sjófarenda en markmið áætlunarinnar er m.a. að treysta og auka öryggi íslenskra skipa og áhafna þeirra sem og farþega, fækka slysum á sjó og draga úr tjóni vegna þeirra. Helstu verkefni áætlunarinnar eru menntun og þjálfun sjómanna, gerð fræðsluefnis og leiðbeininga, söfnun og miðlun upplýsinga, þátttaka í gerð gæða- og öryggiskrafna um borð í skipum og rannsókna- og þróunarverkefni. Á árinu 2014 var lögð áhersla á öryggisstjórnun um borð í skipum. Tilgangur öryggisstjórnunar er að tryggja sem best að öryggisþættir séu undir öruggri stjórn og að búnaður skips og hæfni skipverja sé eins góð og mögulegt er hverju sinni. Á árinu var lögð áhersla á að viðhalda menntunarkröfum sem lúta alþjóðlegum kröfum. Í því felst að leiða í reglur þær breytingar sem verða á alþjóðasamþykktum sem Ísland er aðili að um menntun, þjálfun og skírteinisútgáfu fyrir farmenn. Liður í því var að undirbúa gerð kennslubókar í vélfræði.

49 Undir hatti öryggisáætlunar sjófarenda var unnið að fræðslu með útgáfu ýmiskonar fræðsluefnis um öryggismál sjófarenda. Hugað var að öryggisstjórnun um borð í skipum og upplýsingum safnað um hvernig haldið er utan um verkefnið í þeim löndum sem Ísland vill bera sig saman við. Hugað var að áhættumati og slysaskráningu en verkefni tengd skráningu atvika og slysa á sjófarendum eru ekki vistuð hjá Samgöngustofu ólíkt því sem gerist í umferð og flug. Rannsókna- og þróunarverkefni Eitt af meginverkefnum áætlunarinnar eru styrkveitingar með það að markmiði að hvetja hugvitsmenn til að koma með hugmyndir og tillögur að nýjum lausnum í öryggismálum sjófarenda. Veittir voru styrkir til nokkurra rannsóknar- og þróunarverkefna sem tengjast öryggismálum sjófarenda. Skilgreining stefnumótandi áherslna og markmiða Meginmarkmið áætlunar um öryggi sjófarenda er að fækka slysum á sjó. Engin dauðaslys urðu árin 2008, 2011 og Stefnt verður áfram að því að öryggi íslenskra skipa verði eins og það gerist best með öðrum þjóðum. Árangri sem náðst hefur í fækkun alvarlegra dauðaslysa á sjó verður áfram haldið á lofti á alþjóðlegum vettvangi, m.a. hjá Alþjóðasiglingamálastofnuninni og Siglingaöryggisstofnun Evrópu. Mælanleg undirmarkmið Í samgönguáætlun kemur fram að stefnt er að því að banaslysum á sjó fækki um 5% á ári á tímabilinu eða niður í 1,2 banaslys á hverja tíu þúsund starfandi sjómenn. Stefnt er að því að skipssköðum fækki enn frekar á ári á tímabilinu Stefnt er að því að slysum tilkynntum til Tryggingastofnunar fækki um 5% á ári á tímabilinu eða í mest 160 tilkynnt slys á hverja tíu þúsund sjómenn. Helstu áherslur næstu ára eru markmið um fækkun slysa um borð í skipum, aukin öryggisvitund með innleiðingu öryggisstjórnunarkerfa og eigin skoðun skipa til að auka vitund sjómanna um öryggisatriði. Lögð verði áhersla á slysaskráningu og gagnagrunn til að efla markvissar aðgerðir til að fækka slysum. Með miðlun upplýsinga um veður og sjólag verði óhöppum á fiskiskipum haldið í lágmarki. Í áætlun um öryggi sjófarenda kemur fram stefna Íslands í því að nýjar reglur Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar verði fullgiltar og reglur Siglingaöryggisstofnunar Evrópu innleiddar svo fljótt sem verða má. Hér á eftir má sjá samantekt frá rannsóknarnefnd samgönguslysa, sjóslysasviði.

50 Umferðaröryggisáætlun Stofnunin tekur þátt í markmiðssetningu og framkvæmd umferðaröryggisáætlunar, sér um skráningu og greiningu umferðarslysa og nýtir þau gögn til rannsókna og fræðslu í þágu aukins umferðaröryggis innan skólakerfis, meðal íslensks almennings og erlendra ferðamanna. Samgöngustofa heldur skrá yfir öll umferðarslys sem skráð eru af lögreglu. Framkvæmd umferðaröryggismála er á forræði innanríkisráðuneytisins. Yfirmarkmið umferðaröryggisáætlunar til ársins 2026 eru: Að fjöldi látinna í umferð á hverja 100 þúsund íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum árið Að fjöldi látinna og alvarlega slasaðra lækki að jafnaði um 5% á ári til ársins Fyrra markmiðið þýðir í raun að í samanburði við aðrar þjóðir viljum við vera sem allra neðst. Síðustu ár hefur það tekist en hins vegar verður áskorun að halda þeirri stöðu við vegna þess að slysatíðni um alla Evrópu er nú á niðurleið og þeirri þróun þarf að fylgja. Síðara markmiðið miðast í grunninn við meðaltal áranna sem var 201,2 alvarlega slasaðir og látnir. Til þess að ná settu markmiði má þessi tala ekki vera hærri en 109 árið Síðara markmiðinu til stuðnings hafa verið sett undirmarkmið sem gera kleift að fylgjast nánar með þróuninni, sjá hvað gengur vel og hvar úrbóta er þörf. Yfirflokkar verkefna eru þeir sömu og þeir voru í síðustu áætlun og eru eftirfarandi: Vegfarendur, vegakerfið, ökutækið og stefnumótun, rannsóknir og löggjöf. Ítarlega umfjöllun um markmið og stefnu í umferðaröryggismálum er að finna í greinargerð með tólf ára samgönguáætlun Samgöngustofa beitti sér fyrir að auka umferðaröryggi til dæmis með aukinni umferðarfræðslu bæði innan skólakerfisins og meðal almennings. Grundarskóli á Akranesi hefur verið móðurskóli í umferðarfræðslu í skólum frá árinu Hlutverk skólans er að vera öðrum grunnskólum á Íslandi til fyrirmyndar og til ráðgjafar á sviði umferðarfræðslu. Margir grunnskólar í landinu nýttu sér það að fá verkefnastjóra umferðarfræðslu í heimsókn til að kynna efni umferðarfræðslunnar. Unnið var að gerð námsefnis við hæfi hvers skólastigs og upplýsingum er komið á framfæri í fjölmiðlum og á heimasíðu Samgöngustofu.

51 Upplýsingum er einnig komið á framfæri við erlenda ökumenn hér á landi. Í töflunni hér á eftir má sjá hvernig gekk að ná markmiðum ársins Markmið og rauntölur 2014 Markmið 2014 Raun 2014 Gengi 2014 Hámarksfjöldi látinna og alvarlega slasaðra 163, ,4% Látin og alvarlega slösuð börn 11, ,9% Dauðsföll vegna beltaleysis 3,2 1-68,8% Slys vegna ölvunar og fíkniefnaaksturs 52,1 48-7,9% Umferðarslys með aðild ára 250, ,4% Alvarlega slasaðir og látnir bifhjólamenn 26, ,0% Slasaðir óvarðir vegfarendur 126, ,3% Slasaðir erlendir borgarar 140, ,5% Slys vegna útafaksturs 207, ,8% Slys vegna ónógs bils á milli bíla 36, ,3% Slys vegna hliðaráreksturs 158, ,1% Skrár í umsjón Samgöngustofu Hjá Samgöngustofu eru haldnar lögbundnar skrár um farartæki á Íslandi. Þetta eru loftfaraskrá, aðalskipaskrá og ökutækjaskrá. Skrár þessar geyma ýmsar upplýsingar eins og um skrásetningarskírteini farartækja og ýmsar tæknilegar upplýsingar. Jafnframt má sjá upplýsingar um veðbönd ökutækja og ferilskrá farartækja. Haldin er lögbundin skrá yfir lögskráningu, atvinnuskírteini og undanþágur sjómanna. Eins og fram hefur komið er unnið að endurnýjun kerfa sem notuð eru til að halda utan um skírteinamál og skipaskráningar en sú þróun mun taka nokkurn tíma. NorType 2014 NorType er samstarfsverkefni Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands við að halda úti gagnagrunni yfir tækniupplýsingar ökutækja. Tækniupplýsingarnar eru teknar úr evrópskum gerðarviðurkenningum og settar upp í staðlað form og svo inn á sameiginlegan gagnagrunn. Þessar upplýsingar eru notaðar við skráningu ökutækja og koma m.a. fram á skráningarskírteinum. Við nýskráningu heildargerðarviðurkenndra ökutækja eru upplýsingar úr NorType-gagnagrunninum notaðar og tryggja að eingöngu séu skráð ökutæki sem uppfylla evrópskar kröfur um gerð og búnað. Árið 2014 voru skráðar gerðarviðurkenningar með samtals mismunandi útgáfum ökutækja. Skiptast þær í M1 fólksbíla (76%), N1 sendibíla (16%) og L3e bifhjól (8%). Hjá NorType hér á landi starfa 13 manns.

52 Flug- og siglingavernd Flugvernd Markmið flugverndar í almenningsflugi er að tryggja öryggi farþega, áhafna, starfsfólks flugvalla og almennings með því að nauðsynlegar flugverndarráðstafanir séu innleiddar og viðhafðar á flugvöllum og hjá flugrekendum sem sinna millilandaflugi á farþegum, farmi, pósti, birgðum og fleira. Samgöngustofa fer með stjórnsýslu og eftirlit með flugvernd og afgreiðir auk þess heimildir, samþykki og leyfi varðandi flugvernd. Eftirlitið fer fram í formi úttekta (úttektir, eftirlit og prófanir) sem starfsmenn annast. Úttektirnar taka meðal annars mið af reglugerðum Evrópusambandsins á sviði flugverndar sem innleiddar eru með reglugerð um flugvernd, flugverndaráætlun Íslands og eftirlitsskyldra aðila, þjálfunaráætlunum og gæðakerfum. Flugvernd Samgöngustofu sætir eftirliti erlendra aðila. Á árinu tengdist flugverndardeild Samgöngustofu tveimur úttektum á sviði flugverndar. Í janúar 2014 gerði Transport Security Administration (TSA), sem er hluti af heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna (Department of Homeland Security), úttekt á flugvernd á Keflavíkurflugvelli. Í september 2014 komu sömu aðilar til landsins og gerðu úttekt á flugrekendum sem fljúga milli Keflavíkurflugvallar og Bandaríkjanna. Siglingavernd Markmið siglingaverndar er að tryggja vernd sjóflutninga, skipa, hafna, farms, útgerða og viðeigandi fyrirtækja gegn hryðjuverkum eða ógn sem stafar af vísvitandi ólögmætum aðgerðum. Samgöngustofa veitir heimildir, samþykki og leyfi vegna siglingaverndar. Eftirlitið er einnig í formi úttekta (úttektir, eftirlit og prófanir) sem starfsmenn annast. Úttektirnar taka meðal annars mið af reglugerðum Evrópusambandsins á sviðum siglingaverndar, sem innleiddar eru með lögum um siglingavernd, reglugerð um framkvæmd siglingaverndar, siglingaverndaráætlun Íslands og gæðakerfum. Til viðbótar er þeim veitt sérfræðiþjónustu sem þess óska um þessa málaflokka. Samgöngustofa sætir eftirliti erlendra aðila hvað varðar framkvæmd siglingaverndar hér á landi. Á árinu 2014 var gerð úttekt af hálfu Eftirlitsstofnunar EFTA (EFTA Surveillance Authority) á framkvæmd siglingaverndar hjá einni höfn á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmd siglingaverndar reyndist fullnægjandi í flestum atriðum og engir stórvægilegir ágallar komu í ljós í úttektinni. Gerðar voru athugasemdir við tiltekin atriði sem bætt hefur verið úr. Hafnir með alþjóðlega verndarvottun (ISPS): Skip með alþjóðlegt siglingaverndarskírteini (ISSCskírteini): 33 hafnir (78 hafnaraðstöður) 2

53 Rannsóknir og þróun Í 11. grein laga um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012, er að finna ákvæði um rannsóknir og þróunarstarf þar sem kveðið er á um að Samgöngustofa taki þátt í og annist rannsóknir, greiningu og þróun á starfssviði sínu. Þá eru ákvæði í 10. grein laganna um alþjóðlegt samstarf að Samgöngustofa taki þátt í alþjóðlegu samstarfi og mótun alþjóðareglna á starfssviði sínu eftir því sem kveðið er á um í lögum, alþjóðasamningum eða með ákvörðun ríkisstjórnar. Samgöngustofa framfylgdi á árinu rannsókna- og þróunaráætlun í samræmi við markmið stofnunarinnar og markmið samgönguáætlunar. Á áætlun beggja eru meðal annars verkefni er snúa að öflun ýmissa grunnupplýsinga og rannsóknir sem stuðla að öryggi í samgöngum. Markmið um umhverfislega sjálfbærar samgöngur miða að því að dregið verði úr neikvæðum umhverfisáhrifum samgangna. Stefnt er að því að losun gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna verði undir 750 Gg árið 2020 í samræmi við aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Markvissar aðgerðir og ívilnanir miða að minni notkun jarðefnaeldsneytis og að samgöngutæki nýti orku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum og að efldar verði rannsóknir sem miða að sjálfbærni í framleiðslu á vistvænum orkugjöfum, m.a. með stuðningi við þróun og framleiðslu á vistvænu eldsneyti og við uppbyggingu innviða. Til að ná þessum markmiðum verði meðal annars dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. stuðlað að nýtingu umhverfislega skilvirkra orkugjafa (kr./tonn CO 2 -ígildi). auknar rannsóknir á umhverfisvænum orkugjöfum, orkusparnaði og aðgerðum til að draga úr mengun í samgöngum. dregið úr útblæstri frá skipum í höfnum landsins með uppbyggingu fyrir landtengingu við rafmagn og endurskoðun gjaldskrár. Í skiparannsóknum Samgöngustofu á árinu var unnið að rannsóknum á umhverfisvænum og endurnýjanlegum orkugjöfum. Einnig var unnið að rannsóknum sem stuðla eiga að minni losun gróðurhúsalofttegunda frá skipum með aðferðafræði afgashreinsunar frá aðalvélum skipa, loftgæða í skipum, orkugreiningu skipa og loftræstikerfum skipa sem og eigin skoðun skipa þar sem hugsunin er að auka öryggisvitund sjómanna. Í umhverfisrannsóknum Samgöngustofu eru meðal annars verkefnaflokkar þar sem lögð er sérstök áhersla á verkefni er tengjast siglingum stórra skipa á norðausturleiðinni svokölluðu og í íslenskri efnahagslögsögu. Einnig verkefni um rek stórra skipa, rek hafíss og um mengandi efni ásamt könnun á sjávarflóðum, rannsóknum og undirstöðukönnun á virkjun vinds, öldu og sjávarfalla. Í alþjóðlegu samstarfi um rannsóknir og þróun tók Samgöngustofa á árinu þátt í verkefni Evrópusambandsins Martec II þar sem styrktar eru rannsóknir um skip og skipahönnun ásamt rannsóknum á umhverfisvænum og endurnýjanlegum orkugjöfum. Einnig verkefnið Nordic Marina sem fjallar um orkuskipti í skipum með áherslu á umhverfisvæna orkugjafa í stað jarðefnaeldsneytis. Norræna ráðherranefndin styrkir Marina-verkefnið í þrjú ár og er að frumkvæði Íslands sem hafði formennsku árið Á rannsóknar- og þróunaráætlun eru m.a. verkefni er snúa að öflun ýmissa grunnupplýsinga og almennra rannsókna sem stuðla að öryggi og umhverfisvernd til sjós.

54 Umhverfismál Umhverfismál eru vaxandi málaflokkur hjá Samgöngustofu. Tækniþekking um farartæki í samgöngum er mjög sérhæfð og leita aðrar stofnanir gjarnan eftir ráðgjöf til sérfræðinga stofnunarinnar. Veittar eru tæknilegar upplýsingar um útbúnað og útblástur farartækja, t.d. vegna viðskiptakerfis Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) í flugi. Væntanlegar eru svipaðar kröfur í siglingum. Samgöngustofa veitir upplýsingar úr bifreiðaskrá vegna mælinga á losun á Co 2. Kröfur hafa verið settar s.s. varðandi hávaða á flugvöllum og umgengni í höfnum. Umhverfisstofnun fer með hluta eftirlits sem og sveitarfélög en góð samvinna er milli stofnana. Ber þá Samgöngustofu að upplýsa um gildandi kröfur sem fram koma í alþjóðlegum reglum er settar eru og gilda um eftirlitsskylda aðila. Orkugjafar nýskráðra bifreiða: Bensín 41,6% Bensín og metan 0,26% Bensín og rafmagn 1,84% Bensín og raftengill 0,24% Dísil 54,21% Metan 0,11% Rafmagn 0,03% Óþekkt 0,03% Neytendamál Evrópusambandið setti reglugerð nr. 261/2004 um bætur og aðstoð til handa farþegum í flugi sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst eða seinkað til að tryggja réttindi farþega. Reglugerðinni er ætlað að tryggja rétt farþega gagnvart flytjendum. Það sem einkennir sögu framkvæmdar þessarar reglugerðar er hversu margir dómar Evrópudómstólsins hafa fallið til að túlka hana og það oftast neytanda í hag. Þar má helst til telja að núorðið falla bilanir sjaldnast undir óviðráðanlegar aðstæður sem og flugfarþegar geta fengið bætur ef seinkun á flugi þeirra verður meiri en þrjár klukkustundir. Áður var eingöngu hægt að fá bætur vegna aflýsingar á flugi eða neitun á fari. Samgöngustofa ber ábyrgð á framkvæmd reglugerðarinnar á Íslandi en skv. 16. gr. reglugerðarinnar miðast framkvæmd við brottfararflugvöll þess flugs sem brot á reglugerðinni átti sér stað innan EES-svæðisins og fyrsta komuflugvöll ef flug hófst utan EES. Umfang við framfylgd reglugerðarinnar hefur aukist ár frá ári og þá sérstaklega eftir gosárin 2010 og 2011 þar sem ákvæði reglugerðarinnar tryggðu réttindi farþega sem lentu í aflýsingum og seinkunum. Árangur reglugerðarinnar sem vörn fyrir neytendur hefur svo orðið til þess að ESB hefur gefið út sambærilegar reglugerðir fyrir farþega með ferjum, langferðabílum og lestum. Á árinu 2014 tók Samgöngustofa á móti alls 173 kvörtunum frá farþegum, 54 þeirra voru vegna aflýsingar, 99 vegna seinkunar og 4 vegna neitunar á fari, 8 kvörtunum var vísað til réttra yfirvalda í samræmi við 16. gr. reglugerðarinnar, 6 voru vegna farangurs og 2 vegna annars. Fjöldi kvartana hefur aukist með árunum, sem skýrist einkum af því að farþegar eru meðvitaðri um rétt sinn.

55 Samkvæmt c-lið 126. gr. loftferðalaga nr. 60/1998 er Samgöngustofu heimilt að skera úr ágreiningi milli aðila með ákvörðun, sem er kæranleg til innanríkisráðherra samkvæmt almennum reglum stjórnsýslulaga. Á árinu 2014 gaf Samgöngustofa út 70 ákvarðanir vegna kvartana flugfarþega og eru ákvarðanirnar birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Samgöngustofa er einnig framkvæmdaraðili reglugerðar (EB) nr. 1107/2006 sem á að tryggja jafnan rétt fatlaðra og hreyfihamlaðra til ferðalaga. Engar kvartanir bárust á grundvelli reglugerðarinnar. Niðurlag Hér hefur verið stiklað á stóru í starfsemi Samgöngustofu á árinu Auk venjubundinna verkefna einkenndist árið af flutningi allrar starfsemi í eitt húsnæði sem og upphafi raunverulegrar samþættingar innan stofnunarinnar. Þær breytingar kölluðu á mikið samstarf starfsfólks, ráðuneytis og viðskiptavina, sveigjanleika og aðlögun, enda mikið mótunar- og umbreytingaár. Leiðarljósið var samvinna og skilvirkni í átt að sameiginlegu markmiði um öruggar samgöngur.

56 desember 2015

57 INNGANGUR UMFERÐARÖRYGGISRÁÐ SAMRÁÐSHÓPUR UMFERÐARÖRYGGISÁÆTLUNAR FJÁRHAGSÁÆTLUN AÐGERÐIR OG VERKEFNI Á ÁRINU 2014: VEGFARENDUR EFTIRLIT LÖGREGLU OG VINNSLA ÚR LÖGGÆSLUMYNDAVÉLUM... 5 Sérstakt hraðaeftirlit lögreglu... 5 Sérstakt ölvunareftirlit lögreglu... 8 Úrvinnsla gagna úr sjálfvirkum löggæslumyndavélum SJÁLFVIRKT HRAÐAEFTIRLIT ÁRÓÐUR Framleiðsla auglýsinga Birting auglýsinga Árangur aðgerða gegn hraðakstri Ölvunarakstur: Staðan í dag SAMSKIPTAVEFIR OG NÝIR MIÐLAR FRÆÐSLA Í SKÓLUM Fræðsla í grunnskólum Fræðsla í framhaldsskólum FRÆÐSLA TIL ERLENDRA ÖKUMANNA FRAMLEIÐSLA OG BIRTING FRÆÐSLUEFNIS Framleiðsla fræðslumynda Birting fræðslumynda Umferðarstofu í sjónvarpi ÖNNUR VERKEFNI Endurskinsvesti fyrir leikskóla Umferðarsáttmálinn Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa AÐGERÐIR OG VERKEFNI Á ÁRINU 2014: VEGAKERFI EYÐING SVARTBLETTA, LAGFÆRINGAR Á UMHVERFI VEGA OG UPPSETNING VEGRIÐA HVÍLDARSVÆÐI VIÐ ÞJÓÐVEGI OG UNDIRGÖNG FYRIR BÚFÉ ÝMIS VERKEFNI Umferðaröryggisúttekt á vegum Umsjón öryggisaðgerða á vegum Gerð leiðbeininga um gönguþveranir AÐGERÐIR OG VERKEFNI Á ÁRINU 2014: STEFNUMÓTUN, RANNSÓKNIR OG LÖGGJÖF KÖNNUN Á AKSTURSHEGÐUN ALMENNINGS VERKEFNI ÁN SÉRSTAKRAR FJÁRVEITINGAR ALÞJÓÐLEGT SAMSTARF VIÐAUKI I. EFTIRLIT MEÐ HRAÐAKSTRI VIÐAUKI II. EFTIRLIT MEÐ ÖLVUNAR- OG FÍKNIEFNAAKSTRI VIÐAUKI III. SJÁLFVIRKT UMFERÐAREFTIRLIT VIÐAUKI IV. LYKILSTÆRÐIR ÚR SLYSASKRÁ SAMGÖNGUSTOFU VIÐAUKI V. EYÐING SVARTBLETTA, LAGFÆRINGAR Á UMHVERFI VEGA OG UPPSETNING VEGRIÐA VIÐAUKI VI. HVÍLDARSVÆÐI VIÐ ÞJÓÐVEGI OG UNDIRGÖNG FYRIR BÚFÉ VIÐAUKI VII. SKÝRSLUR GRUNDASKÓLA UM GRUNNSKÓLAFRÆÐSLU Ljósmynd á forsíðu: Einar Magnús Magnússon 2

58 Inngangur Á grundvelli laga um samgönguáætlun nr. 71/2002 var þingsályktun um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin lögð fram af samgönguráðherra og samþykkt á Alþingi, en umferðaröryggisáætlun var þá í fyrsta sinn hluti af fjögurra ára samgönguáætlun. Á grundvelli laga um samgönguáætlun nr. 33/2008 var gerð samgönguáætlun fyrir árin og hún samþykkt á Alþingi á vorþingi árið Einnig var á því sama þingi samþykkt samgönguáætlun til tólf ára, , en í henni var að finna fyrstu umferðaröryggisáætlunina til tólf ára. Í núgildandi umferðaröryggisáætlun samgönguáætlunar er framkvæmdaáætlun um sérstakar aðgerðir sem eiga að leiða til fækkunar slysa og lækkunar kostnaðar samfélagsins af umferðarslysum. Við val aðgerða í fyrstu umferðaröryggisáætluninni var m.a. stuðst við tillögur starfshóps um umferðaröryggisáætlun til ársins 2012 markmið og aðgerðir. Við mat á forsendum um virkni aðgerða var í flestum tilfellum stuðst við erlendar rannsóknir og ber þá sérstaklega að nefna handbók TransportØkonomisk Institutt í Noregi um virkni umferðaröryggisaðgerða. Síðustu árin hefur ekki verið ráðist í nýja greiningu af þessu tagi heldur hefur verið byggt á niðurstöðum upphaflegu greiningarinnar og reynt hefur verið eftir fremsta megni að uppfæra þær í takt við tímann. Aðgerðir á framkvæmdaáætlun skiptast í eftirtalda flokka: Vegfarendur Vegakerfi Ökutæki Stefnumótun, rannsóknir og löggjöf. Markmið stjórnvalda um aukið umferðaröryggi til ársins 2022 eru tvö. Annars vegar að fjöldi látinna í umferð á hverja íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum það ár. Hins vegar að fjöldi látinna og alvarlega slasaðra í umferð minnki að jafnaði um ekki minna en 5% á ári til ársins Umferðaröryggisráð Sérstakt umferðaröryggisráð, sem ætlað er að vinna að framgangi umferðaröryggisáætlunar tók til starfa árið Árið 2014 sátu í umferðaröryggisráði Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, og formaður ráðsins, Hermann Guðjónsson, forstjóri Samgöngustofu og í stað hans frá 6. ágúst 2014 Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. 2. Samráðshópur umferðaröryggisáætlunar Samráðshópur um framkvæmd umferðaröryggisáætlunar var skipaður Hlutverk samráðshópsins er að gera starfs og framkvæmdaáætlun á grundvelli umferðaröryggisáætlunar, samkvæmt ályktun Alþingis. Árið 2014 starfaði Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, sem formaður samráðshópsins. Marta Jónsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, kom inn í hópinn í lok ársins. Aðrir fulltrúar hópsins voru Haraldur Sigþórsson, deildarstjóri öryggisáætlanadeildar hjá Samgöngustofu, Gunnar Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri umferðarsviðs Samgöngustofu, Auður Þóra Árnadóttir forstöðumaður umferðardeildar hjá Vegagerðinni og Jónína Sigurðardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. 3

59 3. Fjárhagsáætlun Frá vegaáætlun 375,0 Vegfarendur 123,5 Umferðaröryggisgjald 0 Vegakerfið 248 Sérstök fjárv. til umferðaröryggismála 0 Ökutæki 0 Ónýttar fjárheimildir Samgöngustofu 0 Stefnumótun, rannsóknir og löggjöf 3,5 4.1 Eftirlit lögreglu og vinnsla úr löggæslumyndavélum 52,0 50,4 4.2 Sjálfvirkt hraðaeftirlit 30,0 23,0 4.3 Áróður 20,0 18,3 4.4 Samskiptavefir og nýir miðlar 3,5 5,2 4.5 Fræðsla í skólum 7,5 6,0 4.6 Fræðsla til erlendra ökumanna 3,5 3,3 4.7 Framleiðsla og birting fræðsluefnis 7,0 6,0 4.8 Önnur verkefni 1,0 0,8 5.1 Eyðing svartbletta, umhverfi vega og vegrið 223,0 236,2 5.2 Undirgöng fyrir búfé og hvíldarsvæði við þjóðvegi 10,0 8,9 5.3 Ýmis verkefni 15,0 10,4 Stefnumótun, rannsóknir og löggjöf 6.1 Könnun á aksturshegðun almennings 2,5 2,4 4

60 4. Aðgerðir og verkefni á árinu 2014: Vegfarendur Í þessum flokki eru verkefni sem miða að því að bæta æskilega hegðun og viðhorf hjá ökumönnum og öðrum vegfarendum. Um er að ræða eftirlit lögreglu, sjálfvirkt eftirlit sem og fræðslu og áróðursverkefni Samgöngustofu Eftirlit lögreglu og vinnsla úr löggæslumyndavélum Sérstakt hraðaeftirlit lögreglu Sumarið 2014 var framkvæmt sérstakt hraðaeftirlit í maí til september en alls voru það 13 embætti sem framkvæmdu eftirlitið. Á því tímabili voru vinnustundir vegna eftirlitsins klukkustundir og eknir voru km. Fjöldi hraðakstursbrota var en heildarfjöldi brota var en þar falla undir m.a. hraðakstursbrot, ökuskírteini var ekki meðferðis, viðkomandi hafði ekki ökuréttindi, ljósanotkun var ábótavant, bílbelti var ekki notað, viðkomandi ökumaður var ölvaður undir stýri, vítaverður akstur og réttindaleysi. Lögreglan á Hvolsvelli ók mest á meðan á eftirlitinu stóð eða km. Þar á eftir var lögreglan á Blönduósi með km. akstur og lögreglan í Selfossi ók km. Minnstur var aksturinn hjá lögreglunni á Akranesi eða 991 km (mynd 1). Á árinu 2014 voru eknir km. en á árinu 2013 voru þeir , þetta jafngildir um 1% minnkun í akstri milli ára. Akranes Akureyri Blönduós Borgarnes Eskifjörður Húsavík Hvolsvöllur Höfuðborgarsvæðið Sauðárkrókur Selfoss Seyðisfjörður Snæfellsnes Suðurnes Eknir km. 14 Eknir km. ' Fjöldi Í heildina var eftirlitinu sinnt í klukkustundir. Lögreglan á Suðurnesjum eyddi flestum vinnustundum í eftirlitið eða 682 en þar á eftir var það lögreglan á Selfossi með 636 vinnustundir. Lögreglan á Akranesi eyddi minnstum tíma í eftirlitið eða 45 vinnustundum og lögreglan á Snæfellsnesi 87 (mynd 2). Heildarfjöldi vinnustunda minnkaði um 8% frá árinu 2013 til ársins

61 Fjöldi Í töflu 3 má sjá hlutfall hvers embættis af heildarfjölda brota í nokkrum brotaflokkum. Þar má sjá að hlutfallslega voru flest hraðakstursbrot skráð hjá lögreglunni á Suðurnesjum (21,4%) en næstflest hjá lögreglunni á Hvolsvelli (19,5%). Af þeim tilvikum þar sem ökuskírteini var ekki meðferðis voru flest skráð hjá lögreglunni á Suðurnesjum (41,7%). Jafnmörg tilvik um ölvunarakstur voru skráð hjá embætti Selfoss, Borgarness og Eskifjarðar (33,3%). Notkun bílbelta var helst ábótavant í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum (62,5%) og þar voru brot sem falla undir flokkinn önnur brot einnig hlutfallslega flest (49,1%) en þar undir falla m.a. brot er varða réttindaleysi, vanrækslu á skoðun og svo framvegis. Akranes Akureyri Blönduós Borgarnes Eskifjörður Húsavík Hvolsvöllur Höfuðborgarsvæðið Sauðárkrókur Selfoss Seyðisfjörður Snæfellsnes Suðurnes Akranes 0,6 0,0 0,0 0,0 0,0 Akureyri 5,5 0,0 0,0 0,0 1,9 Blönduós 7,4 0,0 8,3 0,0 3,8 Borgarnes 6,7 0,0 8,3 33,3 5,7 Eskifjörður 6,9 0,0 0,0 33,3 0,9 Húsavík 0,8 0,0 0,0 0,0 0,0 Hvolsvöllur 19,5 12,5 8,3 0,0 5,7 Höfuðborgarsvæðið 0,6 0,0 0,0 0,0 8,5 Sauðárkrókur 9,1 0,0 0,0 0,0 0,0 Selfoss 9,5 25,0 25,0 33,3 18,9 Seyðisfjörður 9,9 0,0 8,3 0,0 4,7 Snæfellsnes 2,1 0,0 0,0 0,0 0,9 Suðurnes 21,4 62,5 41,7 0,0 49, Fjöldi stunda'14 Fjöldi stunda'13 6

62 Í hraðaeftirlitinu árið 2014 voru hraðakstursbrot um 94% allra brota. Af öðrum brotum vörðuðu flest þeirra að stöðvunarskylda var ekki virt, eða 15%. Hlutfall hraðakstursbrota af öllum brotum hefur aukist frá 2013 til Á árinu 2013 var hlutfall hraðakstursbrota tæp 85% en 94% árið Á mynd 3 má sjá samanburð milli áranna 2014 og 2013, þar má sjá að afskipti voru fleiri árið 2014 en árið 2013 eða miðað við Lögreglan skráði færri brot í átakinu á árinu 2014 og voru vinnustundirnar einnig færri, sem og akstur borið saman við árið 2013 (mynd 3). Fjöldi % breyting frá síðasta ári 11% -1% -7% -9% Fjöldi afskipta Fjöldi brota Fjöldi km. Fjöldi klst. 20% 0% -20% -40% -60% -80% -100% Meðalhraði ökumanna sem voru stöðvaðir í eftirlitinu 2014 var frá 112,8 km/klst. hjá lögreglunni á Eskifirði upp í 125,1 km/klst. hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Er þá reiknaður út meðalhraði miðað við niðurstöðu hraðamælingar þá mánuði sem viðkomandi embætti sinnti eftirlitinu. Hér er miðað við hraðamælingar þar sem að hámarkshraði var 90 km/klst. Sjá mynd 4. Meðalhraði 130,0 125,0 120,0 115,0 110,0 105,0 100,0 95,0 90,0 Akranes Akureyri Blönduós Borgar nes Eski fjörður Húsavík Hvols völlur Höfuðb. svæðið Sauðár krókur Selfoss Seyðis fjörður Snæfells nes Suðurnes ,6 117,2 114,9 116,1 111,4 114,9 117,6 118,3 117,4 117,9 114,4 115,0 122, ,4 118,4 116,2 114,5 112,8 116,5 118,6 115,8 116,1 118,7 115,5 113,9 125,1 Nánar má sjá um hraðaeftirlit lögreglunnar og þá sérstaklega skiptingu milli embætta í Viðauka I. 7

63 Sérstakt ölvunareftirlit lögreglu Á aðventunni 2014 var sérstakt átak gegn ölvunar og fíkniefnaakstri. Fimm milljónum var varið í verkefnið. Lögregluembætti sem tóku þátt í eftirlitinu voru embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og embætti ríkislögreglustjóra. Tekin voru öndunarsýni til að mæla ölvun ökumanna og einnig voru tekin fíkniefnapróf ef ástæða þótti til og blóðsýni. Einn til tólf lögreglumenn voru við eftirlit í 78 eftirlitsteymum. Á þessum 31 degi var varið 633 klukkustundum í verkefnið. Þá voru eknir kílómetrar. Stöðvaðir voru ökumenn eða tæplega 5 á hverri klukkustund sem eftirlitinu var sinnt (tafla 4). Fjögur lögregluembætti tóku þátt árið 2014 eins og árið 2013 en árin 2008 og 2009 þegar sambærilegt eftirlit fór fram voru þau 14. Ekkert eftirlit fór fram árin , ýmist vegna manneklu (2010) eða niðurskurðar (2011 og 2012). Höfuðborgarsvæðið Ríkislögreglustjóri Selfoss Suðurnes Í eftirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru að meðaltali stöðvaðir 23 ökumenn á hverri klukkustund, fimm í eftirliti lögreglunnar á Suðurnesjum, tveir í eftirliti Ríkislögreglustjóra og einn á Selfossi (mynd 5) Höfuðborgarsvæðið Ríkislögreglustjóri Selfoss Suðurnes Fjöldi klukkustunda Fjöldi stöðvaðra ökumanna á klst. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varði fæstum stundum í eftirlitið, en var hins vegar með allt upp í sex starfsmenn í hverju teymi lögreglumanna og stöðvaði flesta ökumenn, eða einstakling sem jafngildir um 23 einstaklingum á hverri klukkustund eins og áður sagði. Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði næstflesta (557 manns) og varði um 198 stundum í verkefnið. Þar voru fæst eftirlitsteymi (tíu) og einn til tveir starfsmenn í hverju teymi (tafla 4). Þegar borinn er saman fjöldi klukkustunda árin 2008, 2009, 2013 og 2014 sem varið var til eftirlitsins má sjá að öll embætti sem tóku þátt í eftirlitinu árið 2014 vörðu fleiri stundum til þess árið 2014 en

64 Höfuðborgarsvæðið Ríkislögreglustjóri Suðurnes Selfoss Fjöldi klukkustunda manns voru stöðvaðir árið 2014 en árið öndunar eða fíkniefnapróf voru tekin við eftirlitið 2014 en árið Teknar voru 26 blóðprufur í eftirlitinu 2014 en 20 árið 2013 (mynd 7) Fjöldi Stöðvaðir Öndunar- eða fíkniefnapróf Blóðprufur Framkvæmd eftirlitsins er ólík milli embætta. Lögreglan á Selfossi tók öndunarsýni hjá öllum ökumönnum sem stöðvaðir voru en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók öndunarsýni hjá 87% þeirra sem stöðvaðir voru. Lögreglan á Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóri valdi hins vegar út þá sem þeir töldu æskilegt að taka í próf og tóku sýni hjá minnihluta ökumanna (16% og 8%). Fjöldi blóðprufa vegna eftirlitsins voru á bilinu 118 talsins og fjöldi fíkniefnaprófa frá 05 (tafla 5). 9

65 Fjöldi Fjöldi Fjöldi Fjöldi % öndunarsýnprufa % blóð- fíkniefnaprófa stöðvaðra öndunarsýna blóðprufa % fíkniefnaprófa Höfuðborgarsvæðið % 0,86% 0,00% Ríkislögreglustjóri % 0,42% 0,84% Selfoss % 0,00% 0,63% Suðurnes % 1,26% 0,90% Alls % 0,85% 0,26% Nánar má lesa um sérstakt ölvunareftirlit lögreglu í viðauka II. Úrvinnsla gagna úr sjálfvirkum löggæslumyndavélum Lögreglan fær fjármagn til þess að sinna úrvinnslu gagna úr löggæslumyndavélum. Í raun er um að ræða rekstrarkostnað og má ætla að þessu verkefni verði í framtíðinni tryggður annar fjárstofn Sjálfvirkt hraðaeftirlit Á árinu 2014 voru 18 stafrænar hraðamyndavélar í notkun. Fyrstu vélarnar voru teknar í notkun í júlí 2007 og höfðu því verið virkar í um 7 og hálft ár í árslok árið Hraðamyndavélar eru í umdæmi lögreglustjóranna á Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum. Brotin eru skráð hjá lögreglustjóranum á Snæfellsnesi samkvæmt ákvörðun ríkislögreglustjóra, fyrir utan tvær vélar sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu, og eru þau brot skráð hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglustjórinn á Hvolsvelli annast sektargerðir og sendir þær ökumönnum. Á árinu 2014 voru virkar hraðamyndavélar þremur fleiri en árið áður en þær höfðu verið keyptar 2012 og Ein vélanna er notuð í dreifbýli en hinar tvær til löggæslu á höfuðborgarsvæðinu. Vélarnar eru staðsettar víða um land en þó eru flestar á suðvesturhorninu. Tvær eru í Hvalfjarðargöngum, tvær í Fáskrúðsfjarðargöngum, tvær á Suðurlandi, ein á Suðurnesjum, tvær í Hvalfjarðarsveit, þrjár í Héðinsfjarðargöngum, tvær í Bolungarvíkurgöngum og tvær á Kjalarnesi. Þá eru tvær til notkunar á höfuðborgarsvæðinu. Skráð voru brot á árinu Þetta eru yfir 100% fleiri brot en árið Brot skráð með stafrænum hraðamyndavélum hafa aldrei verið fleiri, en voru næst flest árið 2009 þegar þau voru rúmlega 23 þúsund. Að meðaltali voru 78 brot á dag árið Miklar sveiflur hafa verið á heildarfjölda brota en ýmsar ástæður geta verið fyrir því (sjá töflu 6). 10

66 Á mynd 8 sést dreifing brotanna á árunum 2012 til 2014 eftir mánuðum. Brotin eru tíðust í kringum sumarmánuðina, og voru yfir á mánuði yfir tímabilið maíágúst og voru 48% brotanna skráð í þeim mánuðum. Fæst brot voru skráð í janúar. Þegar borinn er saman fjöldi hraðakstursbrota eftir mánuðum árin 2013 og 2014 má sjá að brotin voru fleiri en árið á undan alla mánuðina nema í janúar. Mest hlutfallsleg fjölgun var á brotum í maí eða úr 809 brotum í 3.374, sem jafngildir 317% fjölgun. Fjöldi jan. feb. mar. apr. maí jún. júl. ágú. sept. okt. nóv. des. Mánuðir/ár Suðurlandsvegur Fáskrúðsfjarðargöng Suðurnes Höfuðb.svæðið (2 vélar) Fiskilækur Árvellir á Kjalarnesi Hvalfjarðargöng Héðinsfjarðargöng Bolungarvíkurgöng Fjöldi brota 11

67 Á mynd 9 sést fjöldi skráðra hraðakstursbrota, greindur eftir vettvangi, en fjallað verður nánar um hvern vettvang í viðauka III. Fjöldi brota var misjafn og ræðst það einkum af virkni véla og umferðarþunga. Flest brotin voru skráð á vélunum á höfuðborgarsvæðinu, eða og næstflest við Fiskilæk í Hvalfjarðarsveit, eða Brotin voru á Suðurlandsvegi og á Kjalarnesi en skráð tilvik voru færri í Fáskrúðsfjarðargöngum, Hvalfjarðargöngum, Héðinsfjarðargöngum, Bolungarvíkurgöngum og á Suðurnesjum. Þannig voru 24 brot á dag skráð með vélum höfuðborgarsvæðisins en 1 brot á hverjum 2 dögum að meðaltali á Suðurnesjum, þar sem fæst brot voru skráð. Þegar fjöldi brota á árinu 2014 er borinn saman eftir vettvangi við árið áður má sjá að brot eru fleiri á öllum svæðum, nema í Fáskrúðsfjarðargöngum. Mest fjölgun milli ára var við Fiskilæk í Hvalfjarðarsveit og á Suðurlandsvegi. Vegagerðin sér um gerð og viðhald mælistaða fyrir sjálfvirkt hraðaeftirlit, en jafnframt rekstur vélanna. Hér á eftir er nánari sundurliðun hvað þetta varðar. Önnur hraðamyndavélanna á Kjalarnesi varð fyrir tjóni í lok árs 2013 sem rekja mátti til óveðurs og fór viðgerð fram árið Vegna fræsingar og malbikunar í Hvalfjarðargöngum haustið 2014 þurfti að endurnýja skynjara sem tengjast hraðamyndavélum. Hugbúnaður í norsku hraðamyndavélunum var uppfærður vorið 2014 og var úrvinnslukerfi lögreglu jafnframt uppfært. Auk þess sem að ofan er nefnt sá Vegagerðin, eins og áður, um almennan rekstur myndavélanna. M.a. þurfti að endurnýja svokallaðar myndavélalínur við mælistaði og halda áfram vinnu við styrkingu myndavélakassa. Vegagerðin sér jafnframt um að senda búnaðinn til útlanda í kvörðun með reglulegu millibili, eftir því sem við á. Árið 2014 var greiddur kostnaður vegna kvörðunar á 10 hraðamyndavélum. Um leið og vélarnar eru kvarðaðar er viðhaldi þeirra sinnt. Eins og greint var frá í síðustu tveimur ársskýrslum var, í samstarfi við Reykjavíkurborg, keypt ein hraðamyndavél af þýskri gerð árið Vélin passar í myndavélakassa sem eru til staðar við allmörg gatnamót í Reykjavík. Stofnkostnaður vegna kaupa á vélinni, nettengingar myndavélakassanna og fl. skiptist á milli Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. Fyrri hluta árs 2014 tókst að koma þessari vél í gagnið. Samkvæmt minnisblaði sem undirritað var 2. apríl 2014 er kostnaður við viðgerðir og viðhald vélarinnar, þ.m.t. kvörðun, greiddur af fjármunum til umferðaröryggisáætlunar. Eins og fram kom í ársskýrslu fyrir árið 2013 var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu það ár veittur styrkur til að kaupa hraðamyndavél til notkunar í bíl. Kostnaður við rekstur þeirrar vélar er þó ekki greiddur af fjármunum til umferðaröryggisáætlunar. 12

68 4.3. Áróður Framleiðsla auglýsinga Árið 2014 var lokið við framleiðslu á nýrri auglýsingu sem hafist var handa við árið áður. Herferðin hét Bara einn er einum of mikið og beindist gegn ölvunarakstri. Var herferðin gerð í samstarfi við Vínbúðina. Inntakið í auglýsingunni var rauðvínsglas sem fylgt var eftir í veislu, út í umferðina og inn á slysadeild þar sem það breytist í blóðpoka. Skilaboðin voru þau að einum af hverjum þremur Íslendingum þyki í lagi að aka bíl eftir að hafa fengið sér einn áfengan drykk. Með þau skilaboð í huga var einnig útbúinn trékassi með þremur notuðum rauðvínsglösum þar sem eitt þeirra var brotið. Var slíkur kassi sendur á stjórnendur 20 stærstu fyrirtækja landsins með þeirri ósk að stjórnendur fyrirtækjanna viðhefðu smá umræðu um málefnið þegar fögnuður væri á vegum fyrirtækjanna. Einnig fengu þeir fræðsluefni á usblykli sem leit út eins og bíllykill. Birting auglýsinga Ný auglýsing, Bara einn er einum of mikið, var sýnd í samstarfi við Vínbúðina. Lesa má um hana í greininni hér á undan. Einnig voru nokkrar eldri auglýsingar Umferðarstofu sýndar. Auglýsingin Notaðu bílbelti, sem var framleidd árið 2006, var birt í sjónvarpi. Sú auglýsing sýnir ungt fólk sem lendir í bílslysi þar sem þau stíga upp eitt af öðru sem englar, nema sá eini sem var í belti; beltið olli því að honum tókst ekki að stíga upp og lifir því slysið af. Höldum Fókus herferðin frá árinu 2013 var endurvakin og var í þetta sinn útbúin örstutt glefsa úr myndbandinu sem sýnd var í sjónvarpi til þess að minna á boðskapinn og síðuna holdumfokus.is þar sem herferðina sjálfa var að finna. Á árinu breyttust reglur um mynsturdýpt hjólbarða og voru af því tilefni auglýstar nýjar kröfur ásamt því að minna fólk á mikilvægi þess að hafa hjólbarðana og mynstrið í lagi. Einnig var sýnd auglýsingin 30 km sem minnir á hámarkshraða í íbúðahverfum (30 km/klst). 13

69 Árangur aðgerða gegn hraðakstri Á mynd 10 eru upplýsingar um þróun umferðarhraða að sumarlagi á 10 stöðum á Hringveginum, á tímabilinu , skv. umferðargreinum Vegagerðarinnar en hraðinn hefur verið mældur á sambærilegan hátt frá árinu Athuga þó að árið 2012 eru staðirnir 9 en ekki 10. Bilun varð í umferðargreini á Hringvegi við Pétursey og vantar því gögn frá honum fyrir árið Meðalökuhraði á 10 stöðum á Hringvegi sumarið 2014 var 92,7 km/klst og er það hækkun um 0,1 km/klst frá sumrinu áður. Meðaltal v 85 hraða (v 85 er sá hraði sem 15% ökumanna fara yfir) var 102,8 km/klst og hafði hækkað um 0,3 km/klst frá fyrra ári. Þegar breytingar á meðalhraða að sumarlagi frá fyrra ári voru skoðaðar kom í ljós að meðalhraðinn hækkaði um 0,6 km/klst við Gljúfurá í Húnavatnssýslu og um 0,5 km/klst í Langadal og í Öxnadal. Meðalhraðinn hækkaði um 0,2 km/klst í Hrútafirði og um 0,1 km/klst á Hafnarmelum en stóð í stað við Pétursey. Meðalhraðinn lækkaði hins vegar um 0,6 km/klst við Árvelli á Kjalarnesi og um 0,4 km/klst í Eldhrauni. Meðalhraðinn lækkaði um 0,2 km/klst við Hvassafell í Norðurárdal og um 0,1 km/klst á Hellisheiði. Ofangreindar hraðatölur gilda fyrir umferð í frjálsu flæði, en það þýðir að bil milli ökutækja og umferðarmagn er með því móti að reiknað er með að hver ökumaður velji sinn ökuhraða. Á mynd 11 er sýnt hvernig það hlutfall ökumanna sem aka hraðar en 30 km/klst yfir leyfilegum hámarkshraða breytist á völdum mælistöðum á tímabilinu Sumarið 2014 var þetta hlutfall, þriðja árið í röð, hæst á Hringvegi í Langadal, þar sem það var 3,32%. 14

70 Ölvunarakstur: Staðan í dag Árið 2014 lést enginn af völdum ölvunar eða fíkniefnaaksturs en hins vegar slösuðust 14 manns alvarlega vegna ölvunar eða notkunar fíkniefna við akstur. Upplýsingar um afleiðingar ölvunar og fíkniefnaaksturs fyrri ára má sjá í töflunni hér að neðan % % % % % % % % % % Árið 2006 var brotaflokknum akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna bætt við málaskrárkerfi lögreglunnar (á grundvelli breytinga á umferðarlögum nr. 50/1987 með lögum nr. 66/2006). Lögin öðluðust gildi 14. júní 2006 og í framhaldinu tók lögreglan að prófa hjá ökumönnum hvort ekið væri undir áhrifum ávana og/eða fíkniefna. Prófið felur í sér að munnvatn eða sviti er tekið af ökumanni til að sjá hvort hann er undir áhrifum. Ef prófið bendir til þess að grunur sé á rökum reistur er blóð tekið til rannsóknar. 15

71 4.4. Samskiptavefir og nýir miðlar Árið 2014 var talsverð áhersla lögð á öryggi barna. Ráðist var í endurskrift á umferðarleiknum sem finna má inni á Nauðsynlegt reyndist að endurskrifa hann þar sem hann virkaði ekki í farsímum og spjaldtölvum en börnin nálgast netið æ meira í gegnum slík tæki. Einnig var hafist handa við að endurhanna vefsvæðið þar sem börn, kennarar og foreldrar geta nálgast námsefni, fræðsluefni, leiki, bækur og fleira sem tengist umferð og umferðaröryggi Fræðsla í skólum Fræðsla í grunnskólum Skólaárið var níunda starfsár Grundaskóla sem móðurskóla í umferðarfræðslu. Hefur umferðarfræðsla í skólum á landsvísu tekið miklum stakkaskiptum á þessum tíma. Í upphafi var vart hægt að finna þann skóla á landinu sem sinnti umferðarfræðslu en síðustu ár hafa verið yfir 100 skólar með umferðarfræðslu í sinni skólanámskrá. Hlutverk Grundaskóla er margþætt. Honum er ætlað að gera og safna námsefni og koma því á vefinn og jafnframt að halda umferðarfræðslunni að grunnskólum landsins, minna á námsefnið og hvetja til notkunar þess. Honum er ætlað að sinna umferðarfræðslu í sínu nærumhverfi og vera þannig fyrirmynd annarra skóla þannig að aðrir skólar geti lært af þessari starfsemi. Einnig ber honum að starfa að verkefnum á landsvísu. Fyrir tæpum áratug tóku eingöngu tveir til þrír skólar fyrir umferðarfræðslu með sínum nemendum. Fleiri og fleiri skólar og starfsmenn þeirra taka fræðsluna upp og sinna af miklum myndarbrag. Líklegt verður að teljast að fræðslan sem fer fram í grunnskólum sé farin að vega þyngra í umferðaröryggisstarfinu en áður. Í fjölmörgum skólum er nú ráðist í stór umferðarþemaverkefni sem eru samþætt öðru starfi skólanna en ekki í stutt stök námskeið sem haldin voru gjarnan hér áður fyrr. Í dag er algengara að foreldrar og nærsamfélagið taki allt þátt í verkefnunum og slík vinna mun skila meiru þegar til lengri tíma er litið. Örugg umferð er ekki verkefni skólanna einna heldur samfélagsins alls. Áhersla var lögð á vefinn umferd.is og það námsefni sem þar er að finna en einnig, líkt og síðustu ár, var lögð áhersla á úthringingar í skóla. Var það gert í margþættum tilgangi; til þess að athuga stöðuna á umferðarfræðslunni, til þess að minna á umferðarfræðsluna og að lokum til þess að aðstoða skóla við að sinna fræðslunni. Nánar má sjá um starf Grundaskóla og útlistun á verkefnum í Viðauka VII. 16

72 Fræðsla í framhaldsskólum Árið 2009 hófst Umferðarstofa handa við að framleiða fræðsluefni fyrir framhaldsskóla. Nefnist það verkefni Svo kom það fyrir mig og byggist það upp á stuttum kvikmyndum um raunveruleg umferðarslys sem átt hafa sér stað á Íslandi. Flest þeirra eru banaslys þar sem ungir ökumenn koma við sögu og verða jafnvel vinum sínum og ættingjum að bana. Í myndunum er fjallað um slysið, orsakir þess og aðdraganda auk þess sem rætt er við hlutaðeigandi; bílstjórann í sumum tilfellum en einnig aðstandendur fórnarlamba og gerenda. Nemendurnir eru látnir gera verkefni fyrir og eftir sýningu myndanna og er því verkefni ætlað að ramma myndina inn með þeim hætti að hún nýtist sem best til forvarna. Í þeim sex myndum sem hafa verið framleiddar undir merkjum þessa verkefnis hefur verið tekið á mjög mörgum áhættuþáttum meðal ungra ökumanna. Ein myndin fjallar um ungt fólk í spyrnu (hraðakstur), ein fjallar um ölvunarakstur, ein fjallar um beltanotkun á stuttum leiðum innanbæjar, ein fjallar um beltanotkun í aftursæti og truflun bílstjóra við akstur og sú nýjasta fjallar um farsímanotkun undir stýri. Auk þessara er ein myndin frásögn föður sem missti son sinn í umferðarslysi. Allir framhaldsskólar hafa fengið afhentar þessar myndir og tók Umferðarstofa mikinn þátt í kennslu þessa efnis fyrstu árin. Nú orðið er skólunum sjálfum hins vegar í auknum mæli falið að nýta þetta efni og hafa kennarar víðast staðið sig mjög vel við kennsluna. Starfsmenn Samgöngustofu hafa að sjálfsögðu verið kennurum innan handar þegar þess er óskað. Óhætt er að segja að mikil almenn ánægja sé með myndirnar og hafa þær vakið sterk viðbrögð og miklar tilfinningar. Engin ný mynd var framleidd árið 2014 og kom því ekki til kostnaðar á þessum lið þetta árið. 17

73 4.6. Fræðsla til erlendra ökumanna Árið 2013 var framleidd ný mynd ætluð erlendum ferðamönnum þar sem fjallað er um aðstæður á íslenskum vegum og það sem er sérstakt og óvenjulegt við íslenska vegakerfið. Myndina má sjá á síðunni Árið 2014 var sett fjármagn í það verkefni að auglýsa myndina á netinu og var þeirri markaðssetningu beint til þeirra sem voru að kynna sér landið og þeirra sem skoðuðu ferðaskrifstofur, bílaleigur o.þ.h. sem gefur til kynna að viðkomandi sé á leiðinni til Íslands. Í samstarfi við bílaleigur landsins var haldið áfram með stýrisspjöld fyrir bílaleigubíla en það samstarf hófst árið Á slíku spjaldi eru upplýsingar fyrir erlenda ferðamenn um séríslenskar aðstæður, s.s. sérstök umferðarmerki sem ekki þekkjast annars staðar og almennar varúðarreglur. Í töflunni hér að neðan má sjá tölur yfir slasaða erlenda ríkisborgara. Er þá bæði átt við erlenda ferðamenn sem og erlenda ríkisborgara sem búa hérlendis Þegar skoðuð er þróun slysa á erlendum ríkisborgurum er gagnlegt að skoða til samanburðar hver þróunin hefur verið í komu ferðamanna til landsins og einnig þróunina á fjölda innflytjenda á Íslandi , , , , ,4 18

74 4.7. Framleiðsla og birting fræðsluefnis Framleiðsla fræðslumynda Engar nýjar fræðslumyndir voru framleiddar árið Aðeins kom til kostnaðar vegna mynd og hljóðvinnslu á eldri fræðslumyndum. Birting fræðslumynda Umferðarstofu í sjónvarpi Árið 2014 var fimmta árið í röð sem farið var í virkt samstarf við sjónvarpsstöðvarnar RÚV, Stöð 2 og Skjáinn um birtingu fræðslumynda Samgöngustofu gegn gjaldi. Var þá sjónvarpsstöðvunum greidd ein upphæð fyrir árið og þeim svo falið að nota fræðslumyndir Samgöngustofu sem uppfyllingarefni þar sem pláss var fyrir þær í dagskránni, þó þannig að einhverjar lentu á tímum með mikið áhorf. Myndirnar eru um 40 talsins og eru þær á bilinu 30 sekúndur til þrjár mínútur. Vel hefur tekist til og hafa myndirnar fengið mikla birtingu og á góðum tímum og má því segja að sjónvarpsstöðvarnar hafi stutt rækilega við bakið á yfirvöldum í því verkefni að auka umferðaröryggi Önnur verkefni Endurskinsvesti fyrir leikskóla Samgöngustofa tók þátt í verkefni sem Landsbjörg og Dynjandi ehf. stóðu fyrir þar sem um endurskinsvestum var dreift á leikskóla landsins. Nýtast þau vesti við vettvangsferðir 45 ára barna allt árið um kring. Verkefnið var einnig fjármagnað af fjölda fyrirtækja. Umferðarsáttmálinn Samgöngustofa tók þátt í kostnaði við hönnun, prentun og dreifingu á umferðarsáttmálanum auk kostnaðar við kynningarfund vegna hans. Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa Samgöngustofa tók þátt í kostnaði við veggspjöld og annað kynningarefni vegna minningardags um fórnarlömb umferðarslysa. 19

75 5. Aðgerðir og verkefni á árinu 2014: Vegakerfi 5.1. Eyðing svartbletta, lagfæringar á umhverfi vega og uppsetning vegriða Á árinu 2014 var unnið að lagfæringum á 47 stöðum skv. samþykktum verkefnalistum. Vegrið voru sett upp eða lengd á 19 stöðum. Einn af stöðunum var á Djúpvegi um Kambsnes í Ísafjarðardjúpi en þar var vegur breikkaður og víravegrið sett upp á 1500 metra kafla. Á Hringvegi á Mývatnsöræfum var sett vegrið beggja vegna vegar á um 500 m kafla þar sem djúpar hraungjótur eru sitt hvorum megin vegar. Á 6 stöðum var unnið að lagfæringum á öryggissvæði vegar, m.a. með breikkun axla, lagfæringu vegfláa og lengingu ræsa. Þar má sérstaklega nefna umfangsmiklar aðgerðir á Hringvegi í Langadal, sem farið er í á grundvelli niðurstaðna umferðaröryggisúttektar sem fram fór haustið 2013, en um fyrsta áfanga er að ræða. Unnið var að því að bæta öryggi gangandi vegfarenda á 6 stöðum. Sem dæmi má nefna að á Norðfjarðarvegi (Fagradalsbraut) við vegamót Tjarnarbrautar á Egilsstöðum var vegur breikkaður og gerð hellulögð miðeyja með gangbraut. Einnig voru sett gangbrautarljós á Hafnarfjarðarveg (Fjarðarhraun) móts við Helluhraun í Hafnarfirði en þar er fjölfarin gönguleið. Kostnaður við ljósin skiptist til helminga milli Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins. Unnið var að bættu öryggi á 5 vegamótum. Sérstaklega skal nefna umfangsmiklar lagfæringar, m.a. stefnugreiningu, á vegamótum Þingvallavegar og Haksvegar en sá vegur liggur að gestastofu Þingvalla og eiga því margir erlendir ferðamenn leið um vegamótin. Einnig var lokið við lagfæringar sem hófust árið 2013 á vegamótum Hringvegar og Borgarfjarðarbrautar, sunnan Borgarfjarðarbrúar, en vegamótin voru m.a. stefnugreind og lýst upp. Á vegamótum Hringvegar og Hvalfjarðarvegar, í grennd við Laxá, var framhjáhlaup lengt og útbúin sérstök hægri beygju rein ( finnskur kíll ). Hraðaviðvörunarljós voru sett upp á 5 stöðum. Merkingar voru bættar á þremur stöðum. Unnið var að færslu og endurbótum á frágangi vegriða á tveimur stöðum og aðvörunarljós var sett upp við eina einbreiða brú, Jökulsá á Sólheimasandi, en hún er fyrsta einbreiða brúin á Hringveginum þegar ekið er til austurs. Á vegum þjónustustöðva Vegagerðarinnar á landsbyggðinni var jafnframt unnið að ýmsum lagfæringum á umhverfi vega. Þar má nefna grjóthreinsun vegsvæðis meðfram Hringvegi, Snæfellsnesvegi, Djúpvegi, Norðausturvegi, og Drangsnesvegi. Einnig má nefna hreinsun trjágróðurs meðfram Hringvegi og Norðausturvegi en slíkur gróður getur m.a. verið varhugaverður í sambandi við snjósöfnun auk þess sem sverustu stofnarnir geta valdið hættu við útafakstur. Auk þess getur slíkur gróður dregið verulega úr vegsýn, m.a. við vegamót. Unnið var að lagfæringum öryggissvæðis með því að lengja ræsi og laga fláa á mörgum stöðum. Það á við um Hringveg norðan Reykjabrautar, Hringveg um Jökuldal, Biskupstungnabraut á móts við Laugarbakka, Stykkishólmsveg, Vestfjarðaveg um Svínadal og Siglufjarðarveg milli Hringvegar og vegar að Flugumýri. Á Hringvegi um Jökuldal og í Hamarsfirði sem og á Suðurfjarðavegi, sunnan Fáskrúðsfjarðar, var unnið að lagfæringum á öryggissvæði með því að færa skurð fjær vegi, fylla í skurð eða jafna skurðbakka. Síðast en ekki síst voru fláar við tengingar lagaðir á nokkrum stöðum. 20

76 Nákvæmt yfirlit yfir þau verkefni sem unnið var að undir þessum lið árið 2014 má sjá í viðauka V. Auk þeirra öryggisaðgerða sem gerð er grein fyrir í þessari skýrslu var unnið að fleiri verkefnum í þágu umferðaröryggis sem fjármögnuð voru af öðrum liðum og tengjast því umferðaröryggisáætlun ekki beint. Uppsetningu miðjuvegriðs á Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur var haldið áfram. Nánar til tekið var vegrið sett upp á rúmlega 3 km kafla austan við Kúagerði, sem tengist núverandi víravegriði við Kúagerði, og á um 6 km kafla vestan við Kúagerði. Miðjuvegrið var sett upp á milli akstursstefna á Hringvegi sunnan Rauðavatns en undirbúningur verksins hófst árið Þarna hafa ökumenn sem taka Ubeygju skapað hættu. Haldið var áfram breytingum á vegamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu annars vegar og vegamótum Reykjanesbrautar og Keflavíkurvegar hins vegar sem gengu út á að breikka vegamótin svo hægt væri að útbúa vinstri beygju vasa með yfirborðsmerkingum. Vinstribeygjuvasar voru málaðir á báðum stöðum. Á Hringvegi við brú yfir Úlfarsá (Korpu) var unnið að lagfæringum á vegriðum. Á 10 stöðum á höfuðborgarsvæðinu var niðurgröfnum vegriðsendum skipt út fyrir eftirgefanlega enda. Á nokkrum staðanna þurfti jafnframt að lengja vegriðið. Fjármagn til þessara verkefna, sem eru utan umferðaröryggisáætlunar, kom af úthlutun til nýbygginga en almennt eru öryggisaðgerðir fjármagnaðar með viðhaldsfé Hvíldarsvæði við þjóðvegi og undirgöng fyrir búfé Sett var búfjárræsi undir Hringveg við Kross í Berufirði en efnið hafði verið keypt árið Einnig var sett búfjárræsi undir Laugarvatnsveg á móts við Hjálmsstaði en efnið hafði líka verið keypt 2013 í því tilviki. Sjá nánar í viðauka VI. 21

77 5.3. Ýmis verkefni Umferðaröryggisúttekt á vegum Umferðaröryggisúttekt er einn þáttur umferðaröryggisstjórnunar og felst í því að reglulega fer fram skoðun á vegakerfinu þar sem sjónum er beint að ýmsum öryggisþáttum á eða við veg. Markmiðið með umferðaröryggisúttekt er að finna þá staði þar sem hætta er á að slys geti orðið og gera áætlun um lagfæringar í kjölfarið. Markmið lagfæringanna er að koma í veg fyrir slys eða draga úr afleiðingum slysa sem verða. Árið 2014 gerði Vegagerðin umferðaröryggisúttekt á Hringvegi milli Akrafjallsvegar (við Innrihólm) og Hafnarvegar í Hvalfjarðarsveit, á Hringvegi milli Hvítárvallavegar og Borgarfjarðarbrautar, á Hringvegi milli Gljúfurár í Húnavatnssýslu og Svínvetningabrautar í grennd við Blönduós og á Hringvegi milli Skagafjarðarvegar og Kjálkavegar í Skagafirði. Einnig var unnið að umferðaröryggisúttekt á Þingvallavegi, milli Skeggjastaða og Hringvegar, og á Akrafjallsvegi. Jafnframt var unnið að skýrslum um umferðaröryggisúttektir sem fram fóru árið Kostnaður Vegagerðarinnar vegna þessa liðar árið 2014 var kr Umsjón öryggisaðgerða á vegum Vinna við umsjón öryggisaðgerða á vegum er greidd af umferðaröryggisáætlun. Kostnaður Vegagerðarinnar vegna þessa árið 2014 var kr Gerð leiðbeininga um gönguþveranir. Vegagerðin vann að gerð leiðbeininga um gönguþveranir í samstarfi við verkfræðistofuna Mannvit. Sjá nánar á slóðinni: 13_Leidbeiningar_gangbrautir.pdf Hluti kostnaðar við verkið árið 2014, kr , var greiddur af umferðaröryggisáætlun. 22

78 6. Aðgerðir og verkefni á árinu 2014: Stefnumótun, rannsóknir og löggjöf 6.1. Könnun á aksturshegðun almennings Í desember 2014 framkvæmdi Capacent Gallup könnun á aksturshegðun og viðhorfi til umferðar meðal almennings fyrir Samgöngustofu, Vegagerðina og Ríkislögreglustjóra. Sambærileg könnun hefur verið framkvæmd frá árinu 2005 og gefur könnunin mjög góða mynd af núverandi ástandi ásamt þróun á hegðun og viðhorfi fólks til umferðar. Úrtakið var 1484 manns, 18 ára og eldri og var svarhlutfallið 64,8%. Sjötta árið í röð var könnunin aðeins framkvæmd á netinu. Flestar spurningarnar eru þær sömu ár eftir ár og því er hægt að fylgjast með þróun á hegðun og viðhorfi almennings. Að vísu var skipt úr símaspurningum yfir í netspurningar fyrir sex árum og virðist sú breyting hafa einhver áhrif. Sérfræðingar telja þó að líklegra sé að spurningum sé heiðarlegar svarað á netinu og að fólk sé líklegra til þess að segja ósatt í könnunum til þess að fegra sjálft sig þegar átt er í samskiptum við aðra manneskju (í gegnum síma). Um helmingur Íslendinga heldur sig innan hámarkshraða og innan við 10% Íslendinga aka hraðar en 10 km/klst yfir hámarkshraða. Heilt yfir má segja að þróunin í ökuhraða sé jákvæð. Fleiri aka á hámarkshraða og færri aka hraðar en 10 km/klst yfir hámarkshraða árið 2014 en flest síðustu árin. Þessu þarf þó að taka með þeim fyrirvara að þetta er byggt á svörum einstaklinganna sjálfra en ekki athugunum á vegum úti. 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 30 km/klst 60 km/klst 90 km/klst Meira en 10 km/klst yfir hámarkshraða 1-10 km/klst yfir hámarkshraða Á eða undir hámarkshraða 30 km/klst 46,8% 46,6% 40,0% 43,0% 43,7% 44,3% 46,0% 45,4% 30 km/klst 3140 km/klst 42,7% 44,7% 51,4% 46,3% 47,7% 45,1% 46,5% 48,1% >40 km/klst 10,5% 8,7% 8,6% 10,7% 8,7% 10,5% 7,5% 6,6% 60 km/klst 49,8% 47,4% 43,5% 47,6% 49,7% 49,1% 51,7% 53,6% 60 km/klst 6170 km/klst 43,3% 44,0% 47,6% 45,0% 42,3% 43,4% 39,5% 38,9% >70 km/klst 6,9% 8,6% 8,9% 7,4% 8,1% 7,4% 8,8% 7,5% 90 km/klst 42,1% 38,6% 35,0% 41,8% 44,0% 41,6% 44,0% 45,7% 90 km/klst km/klst 52,7% 56,4% 60,2% 52,9% 52,0% 54,6% 50,7% 50,7% >100 km/klst 5,2% 5,0% 4,8% 5,3% 4,0% 3,8% 5,2% 3,6% 76% ökumanna telja hegðun annarra vegfarenda valda sér truflun eða álagi við akstur. Er þá helst talað um skort á notkun stefnuljósa en einnig er áberandi almennt tillitsleysi sem og of 23

79 hægur akstur. Truflun vegna farsímanotkunar ökumanna eykst mikið á milli ára og hefur hegðun hjólreiðamanna einnig valdið aukinni truflun undanfarin ár. Fjöldi þeirra sem segjast aldrei tala í símann undir stýri hefur farið vaxandi síðustu ár og hefur þannig aukist úr 15,9% árið 2009 í 26,4% árið Hins vegar eykst notkun símtækja til annarra nota (netnotkun, smáskilaboð) talsvert á milli ára. Þannig sögðust 75,8% aldrei nota síma undir stýri til annars en að tala í hann árið 2013 en sú tala er komin niður í 65,8% árið Ökumenn innanbæjar hafa síðustu ár sagst í 7578% tilfella aldrei aka án öryggisbeltis og hefur þessi tala lítið breyst síðustu ár, e.t.v. hækkað örlítið síðustu tvö ár. Ökumenn utanbæjar segjast árið 2014 hins vegar í 94,5% tilfella aldrei aka án öryggisbeltis og hefur þessi tala hækkað jafnt og þétt úr 91,1% árið Um 85% segjast aldrei vera farþegar í framsæti án beltis. Um 65% aðspurðra segjast hins vegar alltaf spenna beltin í aftursæti sem er talsvert frá því sem best var (73% árið 2010). Tæplega fjórðungur Íslendinga á það til að aka eftir að hafa fengið sér einn drykk (oft, stundum eða sjaldan). Er það talsverð bæting frá árinu 2012 þegar um þriðjungur Íslendinga virtist stunda sömu hegðun. Hjólreiðar virðast vera á undanhaldi ef marka má þessa könnun. Árið 2014 sögðust 4,2% hjóla daglega yfir sumartímann en árið 2012 sögðust 6,6% hjóla daglega yfir sumartímann. Yfir vetrartímann hefur þetta hlutfall farið úr 1,3% í 0,9%. Að sama skapi sögðust 47,8% aldrei hjóla yfir sumartímann árið 2014 en 41,0% sagðist aldrei hjóla yfir sumartímann árið Yfir vetrartímann hefur þetta hlutfall farið úr 78,9% árið 2012 í 80,4% árið Þess ber að geta að þessi niðurstaða um minnkun hjólreiða er ekki í samræmi við ferðavenjukönnun sem Reykjavíkurborg og Vegagerðin létu gera haustið Hjálmanotkun virðist vera að aukast aðeins. Þannig segjast 56,6% svarenda alltaf nota hjálm á reiðhjóli árið 2014 m.v. 52,2% árið Aðeins voru þeir spurðir sem sögðust einhvern tíma hjóla. 7. Verkefni án sérstakrar fjárveitingar 7.1. Alþjóðlegt samstarf Samgöngustofa, Vegagerðin og embætti ríkislögreglustjóra eiga hver um sig í umfangsmiklu samstarfi við sínar systurstofnanir og þá sérstaklega á Norðurlöndum. Vegagerðin og Samgöngustofa taka virkan þátt í þeirri nefnd NVF sem fjallar um umferðaröryggi en NVF er norrænn samstarfsvettvangur á sviði vegamála. Á tímabilinu er m.a. starfandi undirnefnd innan umferðaröryggisnefndarinnar sem fjallar um umferðaröryggisáætlanir í löndunum. Árið 2014 sótti fulltrúi Vegagerðarinnar einn formanna og ritarafund í tengslum við þetta samstarf en fundurinn var haldinn í Noregi. Annar fulltrúi Vegagerðarinnar sótti fund í undirnefnd um sjálfskýrandi vegi ( e. self explaining roads). 24

80 Ársfundur í umferðaröryggisnefnd NVF var haldinn í Reykjavík í byrjun júní árið 2014 og í kjölfarið var opin ráðstefna um umferðaröryggismál. Ráðstefnan var mjög vel sótt en þátttakendur voru 132. Umfjöllunarefni voru: Slysagögn, óvarðir vegfarendur, umferðaröryggisáætlanir, umferðaröryggisúttektir, málefni er snerta umferðarhraða, áhrif þreytu á umferðaröryggi, umferðaröryggi eldri vegfarenda og fl. Sjá nánar á heimasíðunni: Vegagerðin tekur einnig virkan þátt í starfi vinnuhóps um umferðaröryggi sem starfar á vegum CEDR, en CEDR stendur fyrir Samtök vegamálastjóra í Evrópu. Árið 2014 sótti fulltrúi Vegagerðarinnar tvo fundi í nefndinni en á vettvangi hennar er m.a. fjallað um innleiðingu aðildarríkjanna á tilskipun Evrópusambandsins, nr. 2008/96/EB um umferðaröryggisstjórnun vegamannvirkja og jafnframt er fylgst með því sem efst er á baugi í umferðaröryggismálum í löndunum. Árið 2014 átti Samgöngustofa fulltrúa í sérfræðingahóp á vegum Evrópusambandsins sem kennir sig við CARE. CARE er samevrópskur umferðarslysagagnagrunnur og kom hópurinn upphaflega saman til þess að þróa þann gagnagrunn í sameiningu. Formlegri þróun á gagnagrunninum er nú lokið en að sjálfsögðu munu gögn verða send í grunninn áfram. Efst á baugi í þessum hóp núna, fyrir utan árlegar gagnaviðbætur í CARE grunninn, er samræming á skilgreiningum á alvarlega slösuðum. Fengist hefur sú niðurstaða að allir skulu miða við að gildi 3 og hærra á MAIS skalanum (maximum abbreviated injury scale) teljist alvarleg meiðsli. 25

81 Stjórnsýslusvið Ríkislögreglustjóra Eftirlit framkvæmt í maí til september 2014 Viðauki I. Eftirlit með hraðakstri 26

82 Niðurstöður úr hraðaeftirliti - samantekt Sumarið 2014 var framkvæmt sérstakt hraðaeftirlit í maí til september en alls voru það 13 embætti sem framkvæmdu eftirlitið. Á því tímabili voru vinnustundir vegna eftirlitsins klukkustundir og eknir voru km. Fjöldi hraðakstursbrota var en heildarfjöldi brota var en þar falla undir m.a. hraðakstursbrot, ökuskírteini var ekki meðferðis, viðkomandi hafði ekki ökuréttindi, ljósanotkun var ábótavant, bílbelti var ekki notað, viðkomandi ökumaður var ölvaður undir stýri, vítaverður akstur og réttindaleysi. Lögreglan á Hvolsvelli ók mest á meðan á eftirlitinu stóð eða km. Þar á eftir var lögreglan á Blönduósi með km. akstur og lögreglan í Selfossi ók km. Minnstur var aksturinn hjá lögreglunni á Akranesi eða 991 km (mynd 1). Á árinu 2014 voru eknir km. en á árinu 2013 voru þeir , þetta jafngildir um 1% minnkun í akstri milli ára. Akranes Akureyri Blönduós Borgarnes Eskifjörður Húsavík Hvolsvöllur Höfuðborgarsvæðið Sauðárkrókur Selfoss Seyðisfjörður Snæfellsnes Suðurnes 991 Eknir km Eknir km. ' Fjöldi Í heildina var eftirlitinu sinnt í klukkustundir. Lögreglan á Suðurnesjum eyddi flestum vinnustundum í eftirlitið eða 682 en þar á eftir var það lögreglan á Selfossi með 636 vinnustundir. Lögreglan á Akranesi eyddi minnstum tíma í eftirlitið eða 45 vinnustundum og lögreglan á Snæfellsnesi 87 (mynd 2). Heildarfjöldi vinnustunda minnkaði um 8% frá árinu 2013 til ársins

83 Akranes Akureyri Blönduós Borgarnes Eskifjörður Húsavík Hvolsvöllur Höfuðborgarsvæðið Sauðárkrókur Selfoss Seyðisfjörður Snæfellsnes Suðurnes Fjöldi stunda'14 Fjöldi stunda' Fjöldi 28

84 Upplýsingar um kostnað hraðaeftirlitsins árið 2014 koma fram í töflu 1. Heildarkostnaður nam kr. en kostnaður vegna aksturs og vinnu var misjafn eftir embættum. Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var hlutfall aksturs af heildarkostnaði hæstur eða um 54% og um 50% á Húsavík. Mestur kostnaður vegna vinnu var hjá lögreglunni á Suðurnesjum eða um 77%, þar næst hjá lögreglunni á Selfossi eða um 71%. Embætti Eknir Km Kostnaður v/akstur Vinnustundir Kostnaður v/vinnu Reikningur Samtals Akranes , Akureyri , Blönduós , Borgarnes , Eskifjörður , Húsavík , Hvolsvöllur , Höfuðborgarsvæðið , Sauðárkrókur , Selfoss , Seyðisfjörður , Snæfellsnes , Suðurnes , ,

85 Í töflu 2 má sjá hlutfall hvers embættis af heildarfjölda brota í nokkrum brotaflokkum. Þar má sjá að hlutfallslega voru flest hraðakstursbrot skráð hjá lögreglunni á Suðurnesjum (21,4%) en næstflest hjá lögreglunni á Hvolsvelli (19,5%). Af þeim tilvikum þar sem ökuskírteini var ekki meðferðis voru flest skráð hjá lögreglunni á Suðurnesjum (41,7%). Jafnmörg tilvik um ölvunarakstur voru skráð hjá embætti Selfoss, Borgarness og Eskifjarðar (33,3%). Notkun bílbelta var helst ábótavant í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum (62,5%) og þar voru brot sem falla undir flokkinn önnur brot einnig hlutfallslega flest (49,1%) en þar undir falla m.a. brot er varða réttindaleysi, vanrækslu á skoðun og svo framvegis. Of hraður akstur Bílbelti ekki notað Ökuskírteini ekki meðferðis Ölvun við akstur Önnur brot Akranes 0,6 0,0 0,0 0,0 0,0 Akureyri 5,5 0,0 0,0 0,0 1,9 Blönduós 7,4 0,0 8,3 0,0 3,8 Borgarnes 6,7 0,0 8,3 33,3 5,7 Eskifjörður 6,9 0,0 0,0 33,3 0,9 Húsavík 0,8 0,0 0,0 0,0 0,0 Hvolsvöllur 19,5 12,5 8,3 0,0 5,7 Höfuðborgarsvæðið 0,6 0,0 0,0 0,0 8,5 Sauðárkrókur 9,1 0,0 0,0 0,0 0,0 Selfoss 9,5 25,0 25,0 33,3 18,9 Seyðisfjörður 9,9 0,0 8,3 0,0 4,7 Snæfellsnes 2,1 0,0 0,0 0,0 0,9 Suðurnes 21,4 62,5 41,7 0,0 49,1 Alls 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 Í hraðaeftirlitinu árið 2014 voru hraðakstursbrot um 94% allra brota. Af öðrum brotum vörðuðu flest þeirra að stöðvunarskylda var ekki virt, eða 15%. Hlutfall hraðakstursbrota af öllum brotum hefur aukist frá 2013 til Á árinu 2013 var hlutfall hraðakstursbrota tæp 85% en 94% árið Á mynd 3 má sjá samanburð milli áranna 2014 og 2013, þar má sjá að afskipti voru fleiri árið 2014 en árið 2013 eða miðað við Lögreglan skráði færri brot í átakinu á árinu 2014 og voru vinnustundirnar einnig færri, sem og akstur borið saman við árið 2013 (mynd 3). 30

86 Fjöldi % breyting frá síðasta ári 11% -1% -7% -9% Fjöldi afskipta Fjöldi brota Fjöldi km. Fjöldi klst. 20% 0% -20% -40% -60% -80% -100% Meðalhraði ökumanna sem voru stöðvaðir í eftirlitinu 2014 var frá 112,8 km/klst. hjá lögreglunni á Eskifirði upp í 125,9 km/klst. hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Er þá reiknaður út meðalhraði miðað við niðurstöðu hraðamælingar þá mánuði sem viðkomandi embætti sinnti eftirlitinu. Hér er miðað við hraðamælingar þar sem að hámarkshraði var 90 km/klst. Sjá mynd 4. Meðalhraði 130,0 125,0 120,0 115,0 110,0 105,0 100,0 95,0 90,0 Akranes Akureyri Blönduós Húsavík Borgarnes Eskifjörður Hvolsvöllur Höfuðb.- svæðið Selfoss Sauðárkrókur Seyðisfjörður Snæfellsnes Suðurnes ,6 117,2 114,9 116,1 111,4 114,9 117,6 118,3 117,4 117,9 114,4 115,0 122, ,4 118,4 116,2 114,5 112,8 116,5 118,6 115,8 116,1 118,7 115,5 113,9 125,1 Niðurstöður úr hraðaeftirliti greint eftir embættum Hér að neðan eru birtar niðurstöður úr hraðaeftirliti sem lögreglan sinnti sumarið Fjallað er sérstaklega um hvert embætti sem tók þátt og gerð skil á þeim hraða þar sem leyfður hraði var 90 km/klst. Sá ökumaður sem var stöðvaður á mestum hraða var á ferð í gegnum umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum og var sá mældur á 206 km hraða. 31

87 Alls varði lögreglan á Akranesi 45 klukkustundum í eftirlitið og að því komu 7 lögreglumenn. Skráð voru 10 hraðakstursbrot en heildarfjöldi brota var 10. Eknir voru 991 km. og nam kostnaðurinn við eftirlitið kr. Kostnaður vegna aksturs voru kr. eða 32% af heildarkostnaði. Flestir sem lögreglan á Akranesi stöðvaði voru á bilinu km hraða. Engin var stöðvaður í júlí. Enginn var tekinn á undir 111 eða yfir 130 km/klst. hraða. Þess skal getið að aðeins er um 10 hraðabrot að ræða svo sveiflur í hlutföllum skal skoða með það í huga, sjá mynd % 80% 17% 20% Akranes 60% Yfir 130 km 40% 20% 67% 83% 100% 80% km km undir 111 km 0% Maí Júní Júlí Ágúst September Heild 32

88 Alls varði lögreglan 251 klukkustundum í eftirlitið og að því komu 265 lögreglumenn. Skráð voru 99 hraðakstursbrot en heildarfjöldi brota var 101. Eknir voru km. og nam kostnaðurinn við eftirlitið kr. Kostnaður vegna aksturs voru kr. eða 48% af heildarkostnaði. Flestir ökumenn voru milli km. hraða. Sjá mynd 6. Átta ökumenn voru á 131 km. hraða eða meira. Sá ökumaður sem var tekinn á mestum hraða af lögreglunni á Akureyri var tekinn á 137 km. hraða í júlí. 100% 80% 60% 40% 20% 0% 4% 13% 7% 9% 30% 19% 33% 28% 26% 100% 43% 59% 56% 67% 60% 22% 15% 10% Maí Júní Júlí Ágúst September Heild Akureyri Yfir 130 km km og undir 33

89 Alls varði lögreglan 269 klukkustundum í eftirlitið og að því komu 129 lögreglumenn. Skráð voru 133 hraðakstursbrot en heildarfjöldi brota var 137. Eknir voru km. og nam kostnaðurinn við eftirlitið kr. Kostnaður vegna aksturs voru kr. eða 50% af heildarkostnaði. Flestir ökumenn voru stöðvaðir á km. hraða, sjá mynd 7. Sá sem hraðast ók mældist á 139 km. hraða í ágúst. 100% 80% 20% 7% 15% 2% 5% 5% 12% 12% 13% Blönduós 60% 40% 20% 0% 47% 60% 60% 63% 100% 56% 20% 31% 27% 21% 27% Maí Júní Júlí Ágúst September Heild Yfir 130 km km km Undir 110 km 34

90 Alls varði lögreglan 267 klukkustundum í eftirlitið og að því komu 116 lögreglumenn. Skráð voru 120 hraðakstursbrot en heildarfjöldi brota var 126. Eknir voru km. og nam kostnaðurinn við eftirlitið kr. Kostnaður vegna aksturs voru kr. eða um 40% af heildarkostnaði. Í heildina var stærstur hluti stöðvaður á km hraða, sjá mynd 8. Í september voru tveir sem óku á meira en 130 km. hraða og voru þeir báðir á 132 km. hraða. 100% 80% 13% 20% 8% 2% Borgarnes 60% 40% 20% 0% 50% 75% 67% 80% 32% 17% 19% Maí Júní Júlí Ágúst September Heild Yfir 130 km km km Undir 110 km 35

91 Alls varði lögreglan 153 klukkustundum í eftirlitið og að því komu 32 lögreglumenn. Skráð voru 123 hraðakstursbrot en heildarfjöldi brota var 124. Eknir voru km. og nam kostnaðurinn við eftirlitið kr. Kostnaður vegna aksturs voru kr. eða 40 % af heildarkostnaði. Stærstu hluti ökumanna ók á undir 110 km. hraða og óku fimm á meiri hraða en 130 km/klst. sjá mynd 9. Sá sem ók hraðast var stöðvaður á 137 km hraða og var hann stöðvaður í júlí. 100% 80% 60% 40% 20% 0% 2% 8% 5% 4% 4% 15% 8% 15% 15% 27% 28% 37% 15% 31% 54% 60% 46% 54% 50% 23% Maí Júní Júlí Ágúst September Heild Eskifjörður Yfir 130 km km km Undir 110 km 36

92 Alls varði lögreglan 120 klukkustundum í eftirlitið og að því komu 45 lögreglumenn. Skráð voru 15 hraðakstursbrot en heildarfjöldi brota var 15. Eknir voru km. og nam kostnaðurinn við eftirlitið kr. Kostnaður vegna aksturs voru kr. eða um 50% af heildarkostnaði. Flestir ökumenn voru stöðvaðir á km. hraða. Sjá mynd 10. Sá sem ók hraðast var stöðvaður á 136 km hraða og var hann stöðvaður í september, hann var sá eini sem var stöðvaður á yfir 130 km hraða. 100% 80% 60% 40% 20% 0% 50% 50% 67% 33% 20% 20% 40% 20% 7% 20% 40% 33% Maí Júní Júlí Ágúst September Heild Húsavík Yfir 130 km km km Undir 110 km 37

93 Alls varði lögreglan 470 klukkustundum í eftirlitið og að því komu 112 lögreglumenn. Skráð voru 349 hraðakstursbrot en heildarfjöldi brota var 355. Eknir voru km. og nam kostnaðurinn við eftirlitið kr. Kostnaður vegna aksturs voru kr. eða 37% af heildarkostnaði. Stærstur hluti ökumanna var stöðvaður á km hraða, sjá mynd 11. Sá ökumaður sem mældist á mestum hraða í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli var stöðvaður í júní og var sá mældur á 147 km hraða. 29 ökumenn eða um 8% þeirra sem stöðvaðir voru óku á yfir 130 km hraða. 100% 80% 10% 4% 18% 24% 11% 6% 27% 33% Hvolsvöllur 60% Yfir 130 km 40% 65% 61% 60% 50% km km Undir 110 km 20% 0% 7% 11% 11% Maí Júní Júlí Ágúst September 38

94 Alls varði lögreglan 166 klukkustundum í eftirlitið og að því komu 66 lögreglumenn. Skráð voru 11 hraðakstursbrot en heildarfjöldi brota var 20. Eknir voru km. og nam kostnaðurinn við eftirlitið kr. Kostnaður vegna aksturs voru kr. eða 54% af heildarkostnaði. Stærst hlutfall ökumanna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði voru á km hraða mynd 12. Sá sem stöðvaður var á mestum hraða hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var á 131 km. hraða. Hann var stöðvaður í júlí og var sá eini sem ók á yfir 130 km. hraða. 100% 80% 17% Höfuðborgarsvæðið 60% 40% 80% 100% 67% Yfir 130 km km km Undir 110 km 20% 0% 20% 17% Maí Júní Júlí Ágúst Heild 39

95 Alls varði lögreglan 101 klukkustundum í eftirlitið og að því komu 24 lögreglumenn. Skráð voru 164 hraðakstursbrot en heildarfjöldi brota var sá sami. Eknir voru km. og nam kostnaðurinn við eftirlitið kr. Kostnaður vegna aksturs voru kr. eða 45% af heildarkostnaði. Stærstur hluti ökumanna var stöðvaður á km hraða á meðan á eftirlitinu stóð. Hlutfall þeirra sem óku á 131 km hraða og yfir var 3% eða 5 ökumenn sjá mynd 13. Sá sem mældist á mestum hraða var stöðvaður á 142 km. hraða í ágúst. 100% 80% 2% 4% 4% 3% 9% 20% 17% 24% Sauðárkrókur 60% Yfir 130 km 40% 78% 63% 63% 69% km km Undir 110 km 20% 0% 11% 13% 10% 11% Maí Júní Júlí Ágúst September Heild 40

96 Alls varði lögreglan 636 klukkustundum í eftirlitið og að því komu 78 lögreglumenn. Skráð voru 171 hraðakstursbrot en heildarfjöldi brota var 183. Eknir voru km. og nam kostnaðurinn við eftirlitið kr. Kostnaður vegna aksturs voru eða 29% af heildarkostnaði. Flestir sem lögreglan á Selfossi stöðvaði voru á km hraða. 8% ökumanna voru stöðvaðir á yfir 130 km. hraða en þeir sem mældust á mestum hraða í umdæmi lögreglunnar á Selfossi voru báðir stöðvaðir á 146 km. hraða, annar í júní og hinn í ágúst, sjá mynd % 7% 8% 8% 8% Selfoss 80% 27% 24% 22% 25% 60% Yfir 130 km 40% 56% 54% 61% 56% km km 20% Undir 110 km 0% 9% 14% 8% 11% Maí Júní Júlí Ágúst September Heild 41

97 Alls varði lögreglan 199 klukkustundum í eftirlitið og að því komu 47 lögreglumenn. Skráð voru 178 hraðakstursbrot en heildarfjöldi brota var 183. Eknir voru km. og nam kostnaðurinn við eftirlitið kr. Kostnaður vegna aksturs voru kr. eða 44% af heildarkostnaði. Stærstur hluti ökumanna var stöðvaður á km hraða. Um 6% ökumanna óku á 131 km. hraða eða meira í og sá ökumaður sem var á mestum hraða var stöðvaður á 148 km hraða í júní. Sjá mynd % 80% 14% 14% 7% 6% 5% 6% 6% 8% 17% 15% 22% Seyðisfjörður 60% 40% 20% 0% 54% 67% 51% 43% 60% 71% 28% 32% 28% 27% 17% Maí Júní Júlí Ágúst September Heild Yfir 130 km km km Undir 110 km 42

98 Alls varði lögreglan 87 klukkustundum í eftirlitið og að því komu 78 lögreglumenn. Skráð voru 37 hraðakstursbrot og var heildarfjöldi brota 38. Eknir voru km. og nam kostnaðurinn við eftirlitið kr. Kostnaður vegna aksturs voru kr. eða 44% af heildarkostnaði. Jafn margir sem lögreglan stöðvaði voru á bilinu km/klst. og undir 110 km/klst. eða 42% sjá mynd 16. Enginn var stöðvaður á yfir 130 km. hraða. Sá ökumaður sem var á mestum hraða var stöðvaður á 128 km. hraða í júlí. 100% 80% 50% 33% 14% 50% 17% Snæfellsnes 60% 40% 20% 50% 33% 33% 86% 60% 25% 27% 25% 42% 42% Yfir 130 km km km Undir 110 km 0% Maí Júní Júlí Ágúst September Heild 43

99 Alls varði lögreglan 682 klukkustundum í eftirlitið og að því komu 23 lögreglumenn. Skráð voru 383 hraðakstursbrot en heildarfjöldi brota var 435. Eknir voru km. og nam kostnaðurinn við eftirlitið kr. Kostnaður vegna aksturs voru kr. eða um 24% af heildarkostnaði. Flestir óku á hraðanum km/klst. þegar þeir voru stöðvaðir. Af þeim sem voru stöðvaðir voru 22% á 131 km. hraða eða meira. Sjá mynd 17. Sá ökumaður sem var á mestum hraða var stöðvaður á 206 km. hraða í júlí. 100% 80% 8% 17% 18% 27% 35% 22% Suðurnes 60% 50% 51% 39% 32% 24% 39% Yfir 130 km km 40% km Undir 110 km 20% 42% 32% 43% 41% 41% 38% 0% Maí Júní Júlí Ágúst September Heild 44

100 Stjórnsýslusvið ríkislögreglustjóra Viðauki II. Eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri Framkvæmt í desember 2014 Viðauki II.Eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri 45

101 Á aðventunni 2014 var sérstakt átak gegn ölvunar og fíkniefnaakstri. Fimm milljónum var varið í verkefnið. Lögregluembætti sem tóku þátt í eftirlitinu voru embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og embætti ríkislögreglustjóra 1. Tekin voru öndunarsýni til að mæla ölvun ökumanna og einnig voru tekin fíkniefnapróf ef ástæða þótti til og blóðsýni. Lögreglan gerði athugasemdir ef ökumaður varð uppvís að öðrum umferðarlagabrotum svo sem hraðakstri, ófullnægjandi notkun bílbelta og/eða ef ástand ökutækis var ábótavant en kemur ekki fram í þessari samantekt. Einn til tólf lögreglumenn voru við eftirlit í 78 eftirlitsteymum 2. Á þessum 31 degi var varið 633 klukkustundum í verkefnið. Þá voru eknir kílómetrar. Stöðvaðir voru ökumenn eða tæplega 5 á hverri klukkustund sem eftirlitinu var sinnt (tafla 1). Fjögur lögregluembætti tóku þátt árið 2014 eins og árið 2013 en árin 2008 og 2009 þegar sambærilegt eftirlit fór voru þau 14. Ekkert eftirlit fór fram árin , ýmist vegna manneklu (2010) eða niðurskurðar (2011 og 2012). Fjöldi klst., eftirlitsteyma, kílómetra og fjöldi stöðvaðra ökumanna í heild og á klst Embætti Fjöldi Fjöldi Fjöldi stöðvaðra Fjöldi stöðvaðra Eknir km klukkustunda eftirlitsteyma ökumanna ökumanna á klst. Höfuðborgarsvæðið Ríkislögreglustjóri Selfoss Suðurnes Alls Í eftirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru að meðaltali stöðvaðir 23 ökumenn á hverri klukkustund, fimm í eftirliti lögreglunnar á Suðurnesjum, tveir í eftirliti Ríkislögreglustjóra og einn á Selfossi (mynd 1) Höfuðborgarsvæðið Ríkislögreglustjóri Selfoss Suðurnes Fjöldi klukkustunda Fjöldi stöðvaðra ökumanna á klst. Fjöldi klukkustunda sem embættin vörðu í sérstakt ölvunareftirlit og fjöldi sem stöðvaðir voru á hverri klukkustund á aðventunni Eftirlit fór fram á höfuðborgarsvæðinu. 2 Sami lögreglumaður gat verið í fleiri en einu teymi á tímabilinu. 46

102 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varði fæstum stundum í eftirlitið, en voru hins vegar með allt upp í sex starfsmenn í hverju teymi lögreglumanna og stöðvuðu flesta ökumenn, eða einstaklinga sem jafngildir um 23 einstaklingum á hverri klukkustund eins og áður sagði. Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði næstflesta (557 manns) og varði um 114 stundum í verkefnið. Þar voru fæst eftirlitsteymi (tíu) og einn til tveir starfsmenn í hverju teymi (tafla 1). Þegar borinn er saman fjöldi klukkustunda árin 2008, 2009, 2013 og 2014 sem varið var til eftirlitsins má sjá að öll embætti sem tóku þátt í eftirlitinu árið 2014 vörðu fleiri stundum árið 2014 en Höfuðborgarsvæðið Ríkislögreglustjóri Suðurnes Selfoss Fjöldi klukkustunda Fjöldi klukkustunda sem embætti vörðu í eftirlit á aðventunni árin 2008, 2009, 2013 og manns voru stöðvaðir árið 2014 en árið öndunar eða fíkniefnapróf voru tekin við eftirlitið 2014 en árið Teknar voru 26 blóðprufur í eftirlitinu 2014 en 20 árið 2013 (mynd 3) Stöðvaðir Öndunar- eða fíkniefnapróf Blóðprufur Fjöldi stöðvaðra, öndundarsýna/prófa eða fíkniefnaprófa og blóðprufa í eftirlitinu árin 2008, 2009, 2013 og Fjöldi 47

103 Framkvæmd eftirlitsins er ólík milli embætta. Lögreglan á Selfossi tók öndunarsýni hjá öllum ökumönnum sem stöðvaðir voru en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók öndunarsýni hjá 87% þeirra sem stöðvaðir voru. Lögreglan á Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóri valdi hins vegar út þá sem þeir töldu æskilegt að taka próf og tóku sýni hjá minnihluta ökumanna (16% og 8%). Fjöldi blóðprufa vegna eftirlitsins voru á bilinu 118 talsins og fjöldi fíkniefnaprófa frá 05 (tafla 2 og mynd 4). Fjöldi stöðvaðra, öndunar og fíkniefnaprófa og hlutföll af stöðvuðum einstaklingum Fjöldi stöðvaðra Fjöldi öndunarsýna Fjöldi blóðprufa Fjöldi fíkniefnaprófa % öndunarsýna % blóðprufa % fíkniefnaprófa Höfuðborgarsvæðið % 0,86% 0,00% Ríkislögreglustjóri % 0,42% 0,84% Selfoss % 0,00% 0,63% Suðurnes % 1,26% 0,90% Alls % 0,85% 0,26% Höfuðborgarsvæðið Ríkislögreglustjóri Selfoss Suðurnes Fjöldi stöðvaðra Fjöldi öndunarsýna Fjöldi stöðvaðra og öndunarsýna Heildarkostnaður við eftirlitið voru kr Kostnaður dreifðist jafnt á milli embættanna fjögurra. Stærsti kostnaðurinn var vegna mannahalds eða 82% af heildarupphæðinni og 18% af heildarupphæðinni fór í kostnað vegna aksturs. Hjá lögreglunni á Suðurnesjum fór 89% kostnaðarins í mannahald en hjá Ríkislögreglustjóra var það 71%. Hjá Ríkislögreglustjóra fór 29% í akstur en 18% hjá Selfossi (tafla 3). 48

104 Sundurliðun kostnaðar vegna eftirlits árið Kostnaður v/aksturs Kostnaður v/tíma % aksturs af kostnaði % tíma af kostnaði Hlutfall kostnaðar embættis af heild Lögregluembætti Heildarkostnaður Höfuðborgarsvæðið % 85% 25% Ríkislögreglustjóri % 71% 24% Selfoss % 82% 25% Suðurnes % 89% 25% 49

105 Viðauki III. Sjálfvirkt umferðareftirlit Stafrænar hraðamyndavélar

106 Á árinu 2014 voru 18 stafrænar hraðamyndavélar í notkun á landinu og skráðu að meðaltali 78 brot á dag Stafrænar hraðamyndavélar skráðu hraðakstursbrot, eða yfir 100% fleiri brot en árið áður og hafa þau aldrei verið fleiri eftir að stafrænar hraðamyndavélar voru teknar í notkun Þegar borinn er saman fjöldi hraðakstursbrota eftir mánuðum má sjá að brotin voru fleiri en árið á undan alla mánuðina nema í janúar Flest brotin voru skráð á vélunum tveimur á höfuðborgarsvæðinu, eða og næst flest við Fiskilæk í Hvalfjarðarsveit, eða brot. Fjöldi brota var misjafn og ræðst það einkum af virkni véla og umferðarþunga. Brot voru 24 á dag á vélunum tveimur á höfuðborgarsvæðinu en 1 brot á hverjum 2 dögum að meðaltali á Suðurnesjum, þar sem fæst brot voru skráð Mest fjölgun milli ára var við Fiskilæk og Suðurlandsveg Brotin voru á Suðurlandsvegi og á Kjalarnesi, en skráð voru undi brot í Fáskrúðsfjarðargöngum, Hvalfjarðargöngum, Héðinsfjarðargöngum, Bolungarvíkurgöngum og á Suðurnesjum Brotin eru tíðust í kringum sumarmánuðina, og voru yfir á mánuði yfir tímabilið maíágúst og voru 48% brotanna yfir það tímabil Sá ökumaður sem ók hraðast samkvæmt skráningu hraðamyndavélar var á 157 km hraða á Kjalarnesi, en þar er hámarkshraði 90 km/klst. Ökumenn keyra hlutfallslega hraðar um Fáskrúðsfjarðargöng en Hvalfjarðargöng, sem er sama mynstur og árið á undan Um 73% sekta höfðu verið greiddar þann 17. mars 2015 en það eru hlutfallslega fleiri sektir en höfðu verið greiddar á svipuðum tíma árið á undan þegar 70% sekta höfðu verið greiddar Rannsókn var hætt í tæplega 22% tilvika sem er sama hlutfall og árið á undan. Flest þessara tilvika má rekja til ökumanna sem búsettir eru erlendis og hafa ferðast um landið á bílaleigubílum 51

107 Í samstarfssamningi um sjálfvirkt hraðaeftirlit sem ríkislögreglustjóri, Vegagerðin og Umferðarstofa gerðu með sér þann 1. febrúar 2007 var kveðið á um skyldu ríkislögreglustjóra að taka saman upplýsingar um hvernig eftirlitinu skyldi háttað og umfang þess. Innanríkisráðuneytið, ríkislögreglustjóri, Samgöngustofa og Vegagerðin vinna að uppsetningu hraðamyndavélanna. Myndatakan er stafræn og eru upplýsingar um hraðabrot sendar samstundis til lögreglunnar. Hér verður fjallað um stafrænar hraðamyndavélar sem falla undir þetta samstarf. Tölfræðiupplýsingar um fjölda brota á árinu 2014 voru teknar úr málaskrá lögreglunnar 13. mars 2015 af verkefnastjóra í afbrotatölfræði hjá ríkislögreglustjóra. Miðað er við brot sem áttu sér stað á tímabilinu 1. janúar 2014 til 31. desember Gögn er varða greiningu á sektarboðum voru tekin út úr málaskrárkerfi lögreglunnar 17.mars Í viðauka er fjallað um hvernig hraði ökutækjanna er mældur en allar tölur í skýrslunni miðast við mældan hraða en þá á eftir að reikna vikmörk. Á árinu 2014 voru 18 stafrænar hraðamyndavélar í notkun. Fyrstu vélarnar voru teknar í notkun í júlí 2007 og höfðu því verið virkar í um 7 og hálft ár í árslok Hraðamyndavélar eru í umdæmi lögreglustjóranna á Vesturlandi, á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum. Brotin eru skráð hjá lögreglustjóranum á Snæfellsnesi samkvæmt ákvörðun ríkislögreglustjóra, fyrir utan tvær vélar sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu, og eru þau brot skráð hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglustjórinn á Hvolsvelli annast sektargerðir og sendir þær ökumönnum. Á árinu 2014 voru virkar hraðamyndavélar þremur fleiri en árinu áður en þær höfðu verið keyptar 2012 og Ein vélanna er notuð í dreifbýli en hinar tvær til löggæslu á höfuðborgarsvæðinu. Vélarnar eru staðsettar víða um land en þó eru flestar á suðvesturhorninu. Tvær eru í Hvalfjarðargöngum, tvær í Fáskrúðsfjarðargöngum, tvær á Suðurlandi, ein á Suðurnesjum, tvær í Hvalfjarðarsveit, þrjár í Héðinsfjarðargöngum, tvær í Bolungarvíkurgöngum og tvær á Kjalarnesi. Þá eru tvær til notkunar á höfuðborgarsvæðinu. Skráð voru brot á árinu Þetta eru yfir 100% fleiri brot en árið Brotin hafa aldrei verið fleiri á stafrænar hraðamyndavélar, en voru næst flest árið 2009 þegar þau voru rúmlega 23 þúsund. Að meðaltali voru 78 brot á dag árið Miklar sveiflur hafa verið á heildarfjölda brota en ýmsar ástæður geta verið fyrir því (sjá töflu 1). 52

108 Fjöldi brota sem skráð voru á stafrænar hraðamyndavélar, árin 2007 til Ár Fjöldi brota Fjöldi brota á dag Fjöldi hraðamyndavéla Á mynd 1 sést dreifing brotanna á árunum 2012 til 2014 eftir mánuðum. Brotin voru meira en 100% fleiri árið 2014 en 2013 og hafa aldrei verið fleiri eftir að stafrænar myndavélar voru teknar í notkun. Brotin eru tíðust í kringum sumarmánuðina, og voru yfir á mánuði yfir tímabilið maíágúst og voru 48% brotanna skráð í þeim mánuðum. Fæst brot voru skráð í janúar. Þegar borinn er saman fjöldi hraðakstursbrota eftir mánuðum árin 2013 og 2014 má sjá að brotin voru fleiri en árið á undan alla mánuðina nema í janúar. Mest hlutfallsleg fjölgun var á brotum í maí eða úr 809 brotum í 3.374, sem jafngildir 317% fjölgun. Fjöldi jan. feb. mar. apr. maí jún. júl. ágú. sept. okt. nóv. des. Mánuðir/ár Fjöldi hraðakstursbrota á stafrænar hraðamyndavélar , greint eftir mánuðum. Á mynd 2 sést fjöldi skráðra hraðakstursbrota, greindur eftir vettvangi, en fjallað verður nánar um hvern vettvang síðar í skýrslunni. Fjöldi brota var misjafn og ræðst það einkum af virkni véla og umferðarþunga. Flest brotin voru skráð á vélunum á höfuðborgarsvæðinu, eða og næstflest við Fiskilæk í Hvalfjarðarsveit, eða Brotin voru á Suðurlandsvegi og á Kjalarnesi en skráð voru undi brot í Fáskrúðsfjarðargöngum, Hvalfjarðargöngum, Héðinsfjarðargöngum, Bolungarvíkurgöngum og á Suðurnesjum. Þannig voru 24 brot á dag í vélum höfuðborgarsvæðisins en 1 brot á hverjum 2 dögum að meðaltali á Suðurnesjum, þar sem fæst brot voru skráð. 53

109 Þegar fjöldi brota á árinu 2014 er borinn saman eftir vettvangi við árið áður má sjá að brot eru fleiri á öllum svæðum, nema í Fáskrúðsfjarðargöngum. Mest fjölgun milli ára var við Fiskilæk í Hvalfjarðarsveit og á Suðurlandsvegi. Suðurlandsvegur Fáskrúðsfjarðargöng Suðurnes Höfuðb.svæðið (2 vélar) Fiskilækur Árvellir á Kjalarnesi Hvalfjarðargöng Héðinsfjarðargöng Bolungarvíkurgöng Fjöldi brota. Fjöldi hraðakstursbrota á stafrænar hraðamyndavélar árin , greint eftir vettvangi. Tvær stafrænar hraðamyndavélar voru teknar í notkun á höfuðborgarsvæðinu árið Önnur vélin er í bíl, en hin færist á milli nokkurra gatnamóta á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi hraðakstursbrota í vélunum var á myndavélinni í bílnum, en í gatnamótavélinni, eða alls brot. Eins og sjá má á mynd 3 dreifðust þau misjafnlega yfir árið eftir virkni vélanna. Fjöldi Myndavél í bíl 1200 Gatnamótavél jan. feb. mar. apr. maí jún. júl. ágú. sept. okt. nóv. des. Mán./ár Fjöldi hraðakstursbrota á hraðamyndavélar höfuðborgarsvæðisins árið 2014, greint eftir mánuðum. Myndavélin í bílnum mældi flest hraðakstursbrot á svæðum þar sem hámarshraði var 50 km/klst, eða brot (mynd 4). Þegar litið er til hvaða hraði mældist á þessum svæðum má sjá að um 62% ökumanna mældist á 6170 km hraða á klst. Sjö aðilar mældust á yfir 90 km/klst. eða 0,3%. 54

110 Hlutfall 100% % 60% 61,8% Km/klst. Hlutfall hraðakstursbrota höfuðborgarsvæðisins (myndavél í bíl) þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. greint eftir mældum hraða án tillits til vikmarka, árið Gatnamótavélin á höfuðborgarsvæðinu mældi hraða þar sem hámarkshraði var 60 km/klst. Á mynd 5 má sjá að flestir óku á bilinu 7180 kílómetra hraða á klst. eða 64% og 12% yfir 80 km/klst. 40% 20% 0% Hlutfall 100% 80% 60% 40% 20% 0% 25,2% 11,1% 1,6% 0,3% hærra 0,0% 24,5% 63,7% 10,0% 2014 Km/klst. Hlutfall hraðakstursbrota höfuðborgarsvæðisins (gatnamótavél) þar sem hámarkshraði er 60 km/klst. greint eftir mældum hraða án tillits til vikmarka, árið Í Hvalfjarðarsveit og Kjalarnesi voru hraðakstursbrot skráð með stafrænum hraðamyndavélum á árinu 2014, þar af við Fiskilæk í Hvalfjarðarsveit og á Kjalarnesi. Ef aðeins er litið til ársins á undan voru brotin 65% fleiri 2014 í samanburði við Flest voru brotin í ágúst, eða rúm og fæst í desember, eða 223 (mynd 6). 1,8% hærra 55

111 Fjöldi jan. feb. mar. apr. maí jún. júl. ágú. sept. okt. nóv. des. Fjöldi hraðakstursbrota á hraðamyndavélar í Hvalfjarðarsveit og á Kjalarnesi , greint eftir mánuðum. Rúmur helmingur (53%) ökumanna sem óku of hratt í Hvalfjarðarsveit og á Kjalarnesi mældist á km hraða á klst. þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. (mynd 7). Þetta er í samræmi við hraðamælingar árið áður. Um 6% ökumanna mældust á km hraða á klst. og 1% voru á meiri hraða en 121 km/klst. Sá sem hraðast ók var á 157 km/klst á Kjalarnesi. Hlutfall 100% 80% % 52,9% 40% 39,8% 20% 0% og hærra Km/klst. Hlutfall hraðakstursbrota í Hvalfjarðarsveit/Kjalarnesi þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. greint eftir mældum hraða án tillits til vikmarka og skráð með stafrænum hraðamyndavélum árin 2013 og Á árinu 2014 var hraðakstursbrot skráð í Fáskrúðsfjarðargöngum, sem er 10% færri brot en árið á undan. Brotin voru flest í júlí (282) og ágúst (316) og er það svipuð þróun og síðustu tvö ár (mynd 8). 6,1% 0,9% 0,2% 56

112 Fjöldi jan. feb. mar. apr. maí jún. júl. ágú. sept. okt. nóv. des. Mán./ár Fjöldi hraðakstursbrota á hraðamyndavélar í Fáskrúðsfjarðargöngum árin , greint eftir mánuðum. Alls voru 393 hraðakstursbrot skráð í Hvalfjarðargöngum árið 2014 að eru það mun færri brot en árið 2013 þegar brotin voru yfir og brotin voru um árið Sjá má dreifingu brota eftir mánuðum á mynd 9. Að hluta til er skýringin sú að unnið var við viðhald yfirborðs í Hvalfjarðargöngum haustið 2014 en einnig kemur til bilun búnaðar. Fjöldi jan. feb. mar. apr. maí jún. júl. ágú. sept. okt. nóv. des. Mán./ár Fjöldi hraðakstursbrota á hraðamyndavélar í Hvalfjarðargöngum árin , greint eftir mánuðum. Hámarkshraði í Hvalfjarðar og Fáskrúðsfjarðargöngum er 70 km/klst. Af þeim sem keyrðu of hratt um Hvalfjarðargöng mældist langstærsti hluti ökumanna á 7980 km. hraða á klst. og 8190 km/klst., eða 96% ökumanna. Sá sem mældist á mestum hraða var á 124 km hraða á klst. Meiri hraði er í Fáskrúðsfjarðargöngum en Hvalfjarðargöngum og voru flestir teknir á 8190 km/klst og 16% ökumanna yfir 90 km/klst. Sá sem hraðast ók var á 131 km. hraða á klst (mynd 10)

113 Hlutfall 100,0% Hvalfjarðargöng Fáskrúðsfjarðargöng 80,0% 60,0% 40,0% 47,2% 48,8% 28,9% 55,2% 20,0% 0,0% 12,2% 3,5% 0,3% 2,9% 0,1% 0,9% og hærra Km/klst. Hlutfall hraðakstursbrota þar sem hámarkshraði er 70 km/klst. greint eftir mældum hraða án tillits til vikmarka og skráð með stafrænum hraðamyndavélum árið Á Suðurnesjum voru 195 brot skráð á árinu 2014 og eru það rúm 80 fleiri brot en árið Eins og sjá má á mynd 9 voru engin brot skráð í janúar til mars og október til nóvember. Fjöldi jan. feb. mar. apr. maí jún. júl. ágú. sep. okt. nóv. des. Mán./ár Fjöldi hraðakstursbrota á hraðamyndavélar á Suðurnesjum , greint eftir mánuðum. Flestir sem óku of hratt á Suðurnesjum mældust á km hraða á klst. (49%) en árið 2013 voru flestir á km hraða á klst. (55%). Fleiri voru hins vegar mældir á yfir 111 km/klst. árið 2014 en árið á undan, eða 8% miðað við 4% árið 2013 (mynd 12)

114 Hlutfall 100,0% 80,0% ,0% 40,0% 48,5% 43,3% 20,0% 0,0% 5,7% 2,6% 0,0% og hærra Km/klst. Hlutfall hraðakstursbrota á Suðurnesjum þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. greint eftir mældum hraða án tillits til vikmarka og skráð með stafrænum hraðamyndavélum 2013 og Á árinu 2014 voru skráð brot á Suðurlandi. Það eru 87% fleiri brot en árið 2013, en 8% færri brot en árið Ekkert brot var skráð í janúar og febrúar en flest brot í október, eða rétt tæp 600 brot (mynd 11). Fjöldi jan. feb. mar. apr. maí jún. júl. ágú. sep. okt. nóv. des. Mán./ár Fjöldi hraðakstursbrota á hraðamyndavélar á Suðurlandi , greint eftir mánuðum. Af þeim ökumönnum sem óku of hratt á Suðurlandsvegi óku um 54% á bilinu km hraða á klst. en hámarkshraði þar er 90 km/klst. Hraðinn var minni en árið á undan (mynd 14). Sá sem mældist á mestum hraða ók á 145 km/klst. 59

115 Hlutfall 100% 80% % 54,3% 40% 37,8% 20% 0% og hærra Km/klst. Hlutfall hraðakstursbrota á Suðurlandi þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. greint eftir mældum hraða án tillits til vikmarka og skráð með stafrænum hraðamyndavélum árin 2013 og Árið 2014 voru 612 brot skráð í Bolungarvíkurgöngum sem eru 8% fleiri brot en árið á undan. Dreifing brota hefur verið svipuð undanfarin 3 ár, og flest brot skráð í júlí. Fjöldi Fjöldi hraðakstursbrota á hraðamyndavélar í Bolungarvíkurgöngum (á Djúpvegi) árin , greint eftir mánuðum. Flestir sem óku of hratt í Bolungarvíkurgöngum óku á 8190 km hraða á klst., eða um 52%, en hámarkshraði í göngunum er 70 km/klst. Mældust tæp 11% á yfir 90 km. hraða á klst. sem er hærra hlutfall en árið 2013, þegar um 7% mældust á þeim hraða. 6,2% ,2% 0,5% jan. feb. mar. apr. maí jún. júl. ágú. sep. okt. nóv. des

116 100,0% 80,0% ,0% 52,1% 40,0% 37,3% 20,0% 0,0% Hlutfall hraðakstursbrota í Bolungarvíkurgöngum (á Djúpvegi) þar sem hámarkshraði er 70 km/klst. greint eftir mældum hraða án tillits til vikmarka og skráð með stafrænum hraðamyndavélum árin 2013 og Á árinu 2014 voru brot skráð í Héðinsfjarðargöngum sem er 79% fleiri brot en árið 2013 og 141% fleiri brot en árið Fjöldi brota var yfir 100 frá maí til október, og flest í ágúst þegar þau voru yfir 600 talsins, sjá mynd jan. feb. mar. apr. maí jún. júl. ágú. sep. okt. nóv. des. Fjöldi hraðakstursbrota á hraðamyndavélar í Héðinsfjarðargöngum (á Siglufjarðarvegi) árin , greint eftir mánuðum. Fjöldi Rúmlega helmingur ökumanna (57%) óku á 8190 km hraða á klst. en leyfður hámarkshraði í göngunum er 70 km/klst. Um 9% óku á yfir 90 km hraða á klst. Sá sem hraðast ók var á 155 km hraða á klst. 9,2% 0,8% 0,7% og hærra 61

117 100% 80% 60% 56,7% % 34,3% 20% 0% og hærra Hlutfall hraðakstursbrota í Héðinsfjarðargöngum (á Siglufjarðarvegi) þar sem hámarkshraði er 70 km/klst. greint eftir mældum hraða án tillits til vikmarka og skráð með stafrænum hraðamyndavélum árin 2013 og Staða sektarboða árið 2014 miðast við stöðu í málaskrá lögreglunnar þann 17.mars Hafa ber í huga að þau brot sem eru skráð rétt fyrir áramót eru hugsanlega enn óafgreidd og að tölur um fjölda brota þurfa ekki að stemma við tölur um fjölda sektarboða. Af hraðakstursbrotum sem skráð voru á árinu 2014 hafa ökumenn greitt sektir sínar, um 73%. Þetta er hærra hlutfall en árið á undan en lægra hlutfall en árið 2012 (mynd 19) en þá höfðu 74% greitt sektir sínar. Þess skal þó getið að skýrslan fyriri árið 2012 var unnin í maí 2013 en fyrir 2013 og 2014 var hún unnin í mars og mögulega fleiri mál því enn í sektarmeðferð. Rannsókn var hætt í 22% tilvika árið 2014 og er það aukning frá fyrri árum. 6,9% 1,7% 0,6% 100% 80% 60% 74% 70% 73% % 20% 0% 4% 6% 5% 21% 22% 22% Sekt greidd Sektarmeðferð Rannsókn hætt hjá lögreglu 2% 2% 1% Annað Afgreiðsla brota árið 2014 sem stafrænar hraðamyndavélar skráðu. Þegar skoðuð eru tilvik þar sem rannsókn hefur verið hætt má sjá að stór hluti þessara mála er vegna aksturs erlendra ferðamanna á bílaleigubílum. Þegar bílaleigubíll er skráður á ólöglegum hraða fer sektin til þess fyrirtækis sem á bílinn. Í þeim tilvikum sem ökumaður bílaleigubíls er búsettur hérlendis upplýsa bílaleigurnar hver hann er og þá er sektin send 62

118 honum og skráning í málaskrá lögreglunnar breytist í samræmi við það. Þegar ökumaður býr erlendis er rannsókn máls alla jafnan hætt þó að bílaleigur upplýsi lögregluna um nafn og heimilisfang ökumanns. Bílaleigur innheimta ekki sektir sem leigjandi hefur stofnað til. Ef mældur hraði er 100 km/klst. eða minni eru 3 km/klst. dregnir frá hraðanum og sektarfjárhæð miðuð við þá tölu sem eftir stendur. Þegar mældur hraði er 101 km/klst. eða meiri eru 3% af mældum hraða reiknuð út og ef niðurstaðan er ekki slétt tala er hún hækkuð upp í næstu heilu tölu fyrir ofan og sú tala dregin frá mældum hraða og sektin miðuð við það. Dæmi: Ökutæki mælist á 106 km/klst. Reiknuð eru 3% af mældum hraða og niðurstaðan er 3,18. Þessi tala er þá hækkuð upp í næstu heilu tölu, sem er 4, og hún dregin frá mældum hraða og niðurstaðan, 102 km/klst., er hraðinn sem sektarfjárhæðin miðast við. 63

119 Viðauki IV. Lykilstærðir úr slysaskrá Samgöngustofu

120 Karl 2 50% Kona 2 50% 016 ára 1 25% 1726 ára 1 25% 2736 ára 1 25% 3746 ára 0 0% 4756 ára 0 0% 5766 ára 1 25% 67 ára og eldri 0 0% 65

121 janúarmars 3 75% apríljúní 0 0% júlíseptember 1 25% októberdesember 0 0% Dreifbýli 4 100% Þéttbýli 0 0% Ökumenn bifreiða 2 50% Farþegar bifreiða 2 50% Ökumenn bifhjóla 0 0% Fótgangandi 0 0% Aðrir 0 0% Árekstur 4 100% Útafakstur 0 0% Ekið á fótgangandi 0 0% Höfuðborgarsvæðið 0 0% Suðurnes 0 00% Vesturland / Vestfirðir 2 50% Norðurland 1 25% Austurland 1 25% Suðurland 0 0% 66

122 Viðauki V. Eyðing svartbletta, lagfæringar á umhverfi vega og uppsetning vegriða Uppgjör fyrir árið

123 Suðursvæði Vestursvæði Norðursvæði Austursvæði

124 1b5 Hringvegur við Jökulsá á Sólheimasandi Setja blikkljós við einbreiða brú. 1b9 Hringvegur við brú yfir Ála Lengja vegrið. 1c0 Hringvegur austan Hvolsvallar 1c0 Hringvegur við brú yfir Affall Lengja vegrið. 1c0 Hringvegur við brú yfir Þverá við Hvolsvöll Gera þéttbýlishliði með reiðleið, fyrsti áfangi. Lengja vegrið. Blikkljós sem verið höfðu við einbreiða bráðabirgðabrú yfir Múlakvísl sett upp við brúna. Sett 195 m fláavegrið í framhaldi af brúarvegriði. Byrjað var á undirbyggingu við þéttbýlishlið sem m.a. á að vera reiðleið yfir Hringveginn. Fjögurra metra breið eyja. Einnig voru skilti keypt. Sett 206 m fláavegrið í framhaldi af brúarvegriði og frágangur við reiðveg. Sett 194 m fláavegrið í framhaldi af brúarvegriði og frágangur við reiðveg og girðingar. 1d2 Hringvegur móts við afleggjara að Lambastöðum (311601) Breikka öxl og færa vegrið sem sett var upp sunnan vegar árið 2013 utar. Verk unnið skv. áætlun Skeiðavegur við Brautarholt 3004 / 3201 Þjórsársdalsvegur við Skeiðaveg við Sandholt Setja upp hraðaviðvörunarskilti, sem sýna hraða sem ekið er á, beggja vegna Brautarholts. Bæta merkingar og snyrta gróður. Setja framhjáhlaup við vegamótin. Verk unnið skv. áætlun. Hraðaviðvörunarskilti, ljósaskilti, sem sýna hvort ekið er of hratt, voru sett upp beggja vegna Brautarholts. Sveitarfélagið sá um að snyrta gróðurbelti (aspir). Þverrifflur málaðar á vegyfirborð. 69

125 3201 Þjórsárdalsvegur meðfram Kálfá Setja upp vegrið og / Þingvallavegur beggja vegna þjónustumiðstöðar Þingvallavegur, vegamót við Hakið Setja upp hraðaviðvörunarskilti á tveimur stöðum, annars vegar á 3606_100 og hins vegar á 3604_7700. Lagfæring vegamóta. Hluti kostnaðar greiddur af öðrum lið Hafnarfjarðarvegur við Hjallahraun Setja upp gangbrautarljós Fljótshlíðarvegur austan Hvolsvallar Þéttbýlishlið með reiðleið, fyrsti áfangi. Þjónustustöð Selfossi, lagfæringar á umhverfi vega Þjónustustöð Vík, lagfæringar á umhverfi vega Ýmsar aðgerðir Ýmsar aðgerðir Sett var upp 538 m langt fláavegrið að sunnanverðu þar sem annars vegar Kálfá er nálægt veginum en hins vegar brattur flái og kröpp beygja Hraðaviðvörunarskilti, ljósaskilti, sem sýna hvort ekið er of hratt, sett upp skv. áætlun. Gerð voru stefnugreind vegamót með sérakreinum úr báðum áttum. Þá var tenging að Hakinu gerð meira hornrétt. Malbik lagt og eyjur og aðrar hjálparlínur málaðar. Sett voru gangbrautarljós yfir Hafnarfjarðarveg (4006) (Fjarðarhraun) á móts við Helluhraun í Hafnarfirði en þar er fjölfarin gönguleið yfir umferðarmikinn veg. Um leið var lokað fyrir vinstri beygju af Helluhrauni inn á Hafnarfjarðarveg. Kostnaður við gangbrautarljós skiptist til helminga á milli sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar. Kostnaður við lokun vinstri beygju var greiddur af öðrum lið. Byrjað var á undirbyggingu við þéttbýlishlið. Einnig voru skilti keypt. Ræsi var lengt og ekið með efni í háa vegfláa á Biskupstungnabraut á móts við Laugarbakka og þeir gerðir flatari. Lagfærðir tveir hlykkir á Fljótshlíðarvegi nr á móts við HáaMúla. Vegurinn fer þannig einnig fjær Bleiksá, þar sem hann var áður á varnargarði. Hönnun öryggisaðgerða á Suðursvæði Umsjón og eftirlit öryggisaðgerða á Suðursvæði 70

126 1g2 / 1g3 / 4712 Hringvegur við Hvalfjarðarveg (4712) 1g3 Hringvegur við afleggjara að Skipanesi 1g3 Hringvegur við Melasveitarveg 1g3 Hringvegur við afleggjara að Ölveri Lengja framhjáhlaup við vegamótin og setja finnskan kíl. Setja klæðingu á framhjáhlaup sem búið var til 2013 Setja klæðingu á framhjáhlaup sem búið var til 2013 Setja klæðingu á framhjáhlaup sem búið var til 2013 Verk unnið skv. áætlun. Verk unnið skv. áætlun. Verk unnið skv. áætlun. Verk unnið skv. áætlun. 1g4 / 1g / / Hringvegur, vegamót við Borgarfjarðarbraut Akrafjallsvegur við tengingu að Innra Hólmsveg í stöð 970 Vegamót Snæfellsnesvegar og Vatnaleiðar Snæfellsnesvegur á Fróðárheiði við Laxárglúfur Vegamót Vestfjarðavegar og Haukadalsvegar við Haukadalsá 6007 Vestfjarðavegur um Ljá Ljúka lagfæringum sem hófust 2013 og fólust í stefnugreiningu og uppsetningu lýsingar við vegamótin. Lengja ræsi og fylla yfir. Bæta merkingar á Vatnaleið við vegamótin með því að mála buldurspeli og mála biðskyldumerki. Kostnaður við lýsingu vegamótanna féll á árið Klæðing var lögð á vegamótin. Umferðareyjar voru málaðar. Gerð var breyting á vegsniði vegarins vestan vegamótanna og vegur settur úr 9.0 m í 12.0 m til samræmis við vegsnið Borgarfjarðarfyllingar. Ræsi sett í skurð sem var innan öryggissvæðis. Biðskyldumerki í 300 m fjarlægð var þegar uppi. Settir voru "buldurspelir" á Vatnaleið við vegamótin. Þá þarf þó að lagfæra vegna álags frá snjómokstri. Kostnaður var greiddur af öðrum lið. Setja upp vegrið. Sett var upp hefðbundið bitavegrið Hanna og útbúa merki til uppsetningar á Haukadalsveg til að vara við einbreiðri brú þegar beygt er til hægri. Stokkur á Ljá var lengdur 2005 og vegur breikkaður. Setja upp víravegrið sem þegar er til. Merkið var hannað og útbúið en sett upp Víravegrið sett upp í samræmi við áætlun. Efnið var til en fjárveiting notuð til að greiða kostnað við uppsetningu. 71

127 6135 Djúpvegur um Kambsnes (Hjalla) Breikka veg og setja upp vegrið. Vegur var breikkaður og víravegrið sett upp á 1500 m kafla st Örlygshafnarvegur um Hafnarmúla Ljúka aðgerðum sem hófust Það Lokið við breikkun vegar og vegrið ár voru gerðir stoðveggir og vegriðsefni jafnframt sett upp. keypt. Stórir steinar fjarlægðir af vegsvæði Snæfellsnesvegi við Brúarhraun og Haukatungu. Klipptur trjágróður sem Borgarnes, umhverfi vega Ýmsar aðgerðir. takmarkaði vegsýn við gatnamót Hringvegar 1H2 og Vestfjarðavegar í Norðurárdal. Tekið úr klapparholti við Þverárhlíðarveg Ólafsvík, umhverfi vega Ýmsar aðgerðir. Ræsi á Stykkishólmsvegi lagað og lengt, löguð vegrás við Skógarnesafleggjara. Búðardalur, umhverfi vega Ýmsar aðgerðir. Ræsi löguð og lengd á Svínadal á Vestfjarðavegi. Fjárveiting nýtt til öryggisaðgerðar á Patreksfjörður, umhverfi vega Ýmsar aðgerðir. Örlygshafnarvegi um Hafnarmúla, sjá ofar. Rásir hreinsaðar í Djúpi og gert útskot Ísafjörður, umhverfi vega Ýmsar aðgerðir. fyrir stóra bíla á einbreiðum kafla í Álftafirði. Hólmavík, umhverfi vega Ýmsar aðgerðir. Saksteinar meðfram Drangsnesvegi (64503) fjarlægðir Hönnun öryggisaðgerða á Vestursvæði Umsjón og eftirlit öryggisaðgerða á Vestursvæði 72

128 1-m2 1-m7 Hringvegur milli Skagastrandarvegar og Hvammsvegar Hringvegur milli Sauðárkróksbrautar og Siglufjarðarvegar 1-p2 Hringvegur í Öxnadal. 1-p7 Hringvegur um Akureyri 1-p9 Hringvegur við Eyjafjarðará 1-q0 Hringvegur við steypt ræsi austan Eyjafjarðarbrautar eystri 1-r3 Hringvegur á Mývatnsöræfum Sauðárkróksbraut í grennd við Utanverðunes Lagfæra kanta og hættuleg ræsi á hluta kaflans. Setja upp vegrið við tvo steypta stokka, steinræsi. Setja upp vegrið á þremur stöðum þar sem vegurinn liggur næst Öxnadalsá. Greiða kostnað í tengslum við breytingar á umferðarljósum á gatnamóturm Hringvegar og Tryggvabrautar/Borgarbrautar Farið var yfir um 3 km langan kafla og ákveðið með aðgerðir. Minnkaður var halli fláa í 1:3 þar sem því var við komið og ræsi lengd og endafrágangur lagfærður. Á þessum kafla eru einstaka staðir sem verður síðan að bæta með vegriði en þar eru ekki aðstæður til að lagfæra fláa. Byrjað var við bæinn Breiðavað og haldið inn í Langadal. Sett upp víravegrið á báðum stöðum. Lengd vegriða var samtals 421 m. Sett var niður fláavegrið á tveimur stöðum, samtals 610 m. Ekki var hægt að setja vegrið upp á þriðja staðnum þar sem það lokar aðkomu að veiðistað. Skoða þarf breytingar á þeirri tengingu. Gert skv. áætlun. Lengja vegrið við brúna yfir Eyjafjarðará og setja eftirgefanlega vegriðsenda. Vegrið sett upp eins og áætlað var. Heildarlengd vegriða 508 m og 7 stk. Setja upp vegrið og eftirgefanlega ABC öryggisendar. vegriðsenda. Keyra í kanta og setja upp fláavegrið á um 500 m kafla þar sem djúpar hraungjótur eru sitt hvorum megin vegar. Setja upp fláavegrið á hættulegan kafla við Utanverðunes. Framkvæmt eins og áætlað var. Vegrið sett á báða kanta, heildarlengd 998 m. Fláavegrið sett upp eins og áætlað var. Kantar lagaðir lítilsháttar til að koma vegriði fyrir. Heildarlengd vegriðs 299 m. 73

129 76-14 Siglufjarðarvegur við innkomu í bæinn að sunnan Þjónustustöð Hvammstanga, lagfæringar á umhverfi vega Þjónustustöð Sauðárkróki, lagfæringar á umhverfi vega Þjónustustöð Akureyri, lagfæringar á umhverfi vega Þjónustustöð Húsavík, lagfæringar á umhverfi vega Greiða skuld vegna gönguþverunar. Gert skv. áætlun. Ýmsar aðgerðir Ýmsar aðgerðir Ýmsar aðgerðir Ýmsar aðgerðir Ræsi á Þúfnalæk á Hringvegi (1k9) norðan Reykjabrautar lengt um 6 m í báðar áttir og endafrágangur lagaður. Breikkuð ræsi á Siglufjarðarvegi við vegamót vegar upp í Flugumýri. Á sama vegi 500 m sunnar var ræsi lengt og endafrágangur lagaður. Enn sunnar var ræsi lengt í báðar áttir og reiðvegur færður frá þjóðvegi. Við vegamót Hringvegar og Siglufjarðarvegar var ræsi lengt og skurður lagaður. Grjót og staksteinar hreinsaðir af vegsvæði á Hringvegi á Svalbarðsströnd (1q1 og 1q2). Einnig var lítilli grjótnámu við hlið vegar lokað og hún jöfnuð. Runnar og tré fjarlægð af vegsvæði á Norðausturvegi (8503) frá Aðaldalsvegi að Sandsvegi. Markmiðið var að bæta vegsýn og draga úr snjódriftum. Þjónustustöð Þórshöfn, lagfæringar á Stórgrýti fjarlægt og vatni veitt frá vegi á Ýmsar aðgerðir umhverfi vega 3 km kafla á Brekknaheiði (8531). Hönnun öryggisaðgerða á Norðursvæði Umsjón og eftirlit öryggisaðgerða á Norðursvæði 74

130 1s4 Hringvegur við Langadalsá Setja upp vegrið við stórt stálplöturæsi. 1s5 Hringvegur við vegamót Norðausturvegar (8544) 1s7 Hringvegur Jökuldal 1s9 Hringvegur Jökuldal 1u Hringvegur utan við Fossárvík Berufirði. Áfangi I. Norðfjarðarvegur (Fagradalsbraut) við vegamót Tjarnarbrautar á Egilsstöðum, í grennd við Shell. Lengja ræsi rétt austan vegamótanna og laga fláa. Lengja ræsi og laga fláa og setja vegrið við ræsi á Rjúkanda. Fylla utan á veg og setja vegrið við hættulegan stað. Breikka veg og setja upp vegrið. Auka öryggi gönguleiðar. Fláar breikkaðir og sett upp fláavegrið beggja megin vegar við ræsi á Langadalsá, samtals 330 m. Ræsi lengt og fláar lagaðir við vegamót Hringvegar og Norðausturvegar (8544). Vegsvæði lagfært, fláar lagaðir, ræsi lengd og sett vegrið við ræsi á Rjúkanda. Fláavegrið samtals 340 m. Ræsi lengt og flái lagaður þannig að ekki þyrfti að setja upp vegrið. Axlir breikkaðar fyrir vegrið á um eins km kafla og vegriðsefni (560 m af bitavegriði) keypt. Vegriðið verður sett upp Vegur breikkaður, gerð hellulögð miðeyja með gangbraut með tilheyrandi merkingum, upplýstum að hluta. Ljúka endafrágangi á tveimur Espen 9204 Norðfjarðarvegur, Skriður og Grænafell Unnið skv. áætlun. endum Norðfjarðarvegur við Mjóeyrarveg Bæta merkingar við vegamótin. Verk unnið skv. áætlun. Ljúka gerð gönguleiðar sem byrjað var á Lokið við hellulagða umferðareyju með gangbraut og settar upp tilheyrandi 9301 Seyðisfjarðarvegur merkingar. Vegur breikkaður og hlaðinn upp kantur, 9608 Suðurfjarðavegur um Gvendarnes Breikka veg og setja upp vegrið. sett upp 182 m fláavegrið við Lönd Djúpavogsvegur Verkefni var ekki á áætlun en bættist við. Hraðaviðvörunarskilti endurnýjað Hafnarvegur við Hafnarnes og Dilknesholt Setja upp stefnuörvar sem keyptar voru Verk unnið skv. áætlun en kostnaður greiddur af öðrum lið. 75

131 Þjónustustöð Fellabæ (Vopnafjörður meðtalinn), lagfæringar á umhverfi vega Þjónustustöð Reyðarfirði, lagfæringar á umhverfi vega Ýmsar aðgerðir Lokið við endurbætur á vegsvæði á Hringvegi 1S8 mili Svelgsár og Teigarár (3 km). Grjóthreinsað, skurðbakkar jafnaðir, fláar við ræsaenda og tengingar lagfærðir. Lagfært vegsvæði 9607/08 á um 0,4 km, skurður færður fjær vegi, fyllingar og Ýmsar aðgerðir skeringar lagfærðar. Mokað ofan í gamla vegskurð með vegi Þjónustustöð Höfn, lagfæringar á Ýmsar aðgerðir á um 0,65 km kafla við Melrakkanes 1 umhverfi vega U8. Hönnun öryggisaðgerða á Austursvæði Umsjón og eftirlit öryggisaðgerða á Austursvæði 76

132 Viðauki VI. Hvíldarsvæði við þjóðvegi og undirgöng fyrir búfé Uppgjör fyrir árið

133 Uppgjör fyrir Vegkafli Staður Áætlun Aðgerðir u Hringvegur við Kross í Berufirði Laugarvatnsvegur við Hjálmsstaði Setja búfjárræsi undir veg Setja búfjárræsi undir veg Sett niður búfjárræsi við Kross og vegsvæði lagfært um ræsið. Efniskostnaður greiddur Sett var 30 m langt búfjárræsi að þvermáli 2,4 m á Laugarvatnsveg á móts við Hjálmsstaði, en greitt var fyrir efnið árið Kostnaður í lok árs 2014 (þús. kr.) Samtals áfallinn kostnaður 2014:

134 Viðauki VII. Skýrslur Grundaskóla um grunnskólafræðslu 79

135 80

136 81

137 1. Í stuttu máli Þessi áfangaskýrsla, fyrri hluta árs 2014, á að gefa yfirlit yfir helstu störf verkefnastjóra Grundaskóla, móðurskóla í umferðarfræðslu, frá janúar til júní. Hér er listað upp helstu verkefni sem verkefnastjóri kom að á umræddu tímabili. Í lokin verður svo tekið saman þau verkefni sem eru í vinnslu og verður haldið áfram í haust ásamt myndum frá þessu tímabili. 1.1Helstu verkefni á vormánuðum Úthringingar í skóla á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi Skólaheimsóknir á höfuðborgarsvæðið Reglulegur tölvupóstur í alla grunnskóla í landinu Skólanámskrá - Starfs- og kennsluáætlun Fésbókarsíða stofnuð - deila efni og greinum Aðstoð og lagfæringar á bæklingi Lýðheilsustofnunnar Aðstoð við hjálmagjafir á Vesturlandi "Umferðarsáttmálinn" fundir með Samgöngustofu og Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um innleiðingu í grunnskóla Samskipti við Kennarinn.is og Menntagátt gagnasafn HÍ Ýmiskonar aðstoð og leiðbeiningar í beinu framhaldi af tölvupóstum eða heimsóknum, t.d. hugmyndir að kennsluefni, gangbrautarvörslu, öruggari aðkomu að skólanum, hjóladögum/hjólatímum í íþróttum, uppsetningu á leikritinu Umferðarlandi, ýmislegt efni o.fl. 1.2 Úthringingar, skólaheimsóknir og tölvupóstar Fyrstu þrjú verkefnin þ.e. úthringingar, skólaheimsóknir og tölvupóstar eru í raun viðamestu verkefnin í starfinu. Því verður haldið áfram á haustmánuðum milli ýmissa annarra verkefna. Nokkrir skólar á höfuðborgarsvæðinu voru eftir frá því í haust sem ekki náðist gott samband við fyrr en á vormánuðum. Þó var hringt í nokkra skóla á suðurlandinu samhliða, því verður haldið áfram á haustmánuðum. Höfuðborgarsvæðið er viðamikið og nauðsynlegt að hafa það í raun í vinnslu samhliða öðrum landshlutum. Þeir skólar sem voru sérstaklega heimsóttir í vor voru eftirtaldir: Smáraskóli, Fossvogsskóli, Lágafellsskóli, Ártúnsskóli, Hörðuvallaskóli, Kársnesskóli, Brekkubæjarskóli, Grunnskóli Borgarnes, Heiðarskóli. Tölvupóstar með ýmsum upplýsingum og ábendingum í alla skóla er orðin reglulegur þáttur í starfinu og í beinu framhaldi af tölvupóstum fara fram ýmis samskipti við aðra skóla. Þessar bréfaskriftir skiptast einkum í eftirfarandi fjóra flokka. 82

138 Fyrsta bréfið fjallaði um skólanámskrána, hvernig og hvar við sjáum fyrir okkur að umferðarfræðslan fái sinn besta sess. Við sögðum frá því að við teljum að besta leiðin sé í raun tvíþætt. Önnur er að taka saman í einn kafla í Starfsáætlun áherslur og stefnu skólans í málum sem tengjast umferð, öryggi og slysavörnum. Þar kæmu fram almennar reglur sem skólinn setur, nokkur ráð til foreldra t.d. bestu aðkomu að skólanum og örlítið um stefnu skólans í fræðslunni almennt. Síðan kæmu nánari áhersluþættir fram í kennsluáætlun í skólanámskrá. Þar er ákveðnum námsþáttum skipt niður í aldursstig, helstu áhersluþættir fyrri- og seinni hluta skólaársins ásamt kennsluaðferðum, verklagi, námsefni og námsmati. Með þessu bréfi sendum við uppkast/vinnuskjal af okkar kafla í starfsáætlun Grundaskóla og hvetjum aðra skóla til að nýta sér þetta uppkast að vild, breyta því og aðlaga að sínum skóla. Í haust er svo stefnt á að senda endanlegt skjal úr Starfsáætluninni ásamt okkar útgáfu af kennsluáætlun. Annað bréfið fjallaði um Umferðarvefinn á fés-bókinni, viðtakendur bréfsins voru hvattir til að áframsenda bréfið á alla starfsmenn skólans. Þriðja bréfið fjallaði um ýmislegt tengt reiðhjólinu enda sá tími ársins kominn þar sem reiðhjólin fara af stað. Í bréfinu bentum við á ýmislegt efni tengt reiðhjólinu á Umferðarvefnum okkar og sendum ýmislegt efni í viðhengi sem hægt væri að nota eins og orðasúpur, vefrallý um reiðhjól o.fl. Hvöttum stjórnendur einnig til að huga að bókakaupum fyrir haustið og bentum á nokkrar góðar bækur fyrir öll aldursstig sem hægt væri að panta hjá Námsgagnastofnum. Einnig bentum við á efnið Hjólum og njótum sem er fáanlegt gjaldfrjálst á vef Námsgagnastofnunar. Fjórða bréfið fjallaði flökkureiðhjólið og útfærslu á kennslustund um öryggisbúnað á reiðhjóli og reglur fyrir þá sem nota þennan frábæra ferðamáta. Þá var farið vel í hvernig hægt er að útfæra á einfaldan hátt kennslustund þar sem farið er yfir þessa þætti (Sjá nánar hér að neðan um reiðhjólið sem fór á milli bekkja). Í þessu bréfi sögðum við einnig frá hjólatímum í íþróttum og hvöttum skóla til að prufa svipað á haustin eða vorin. Þá sendum við í viðhengi hvernig við í Grundaskóla skipulögðum og útfærðum þessa daga svo aðrir skólar gætu nýtt sér það með lítilli vinnu/fyrirhöfn. 1.2Facebooksíða stofnuð Ákveðið var í samstarfi við Samgöngustofu að stofna síðu inn á Facebook sem bæri nafnið "Umferðarvefurinn" líkt og Markmið með síðunni er að vera nær kennurum og foreldrum og þannig ná auðveldlegra til þeirra. Hvetja þau til kennslu og umræðna með ýmiskonar verkefnum og hugmyndum. Reglulega var sett inn efni sem tengdist umferðinni, hvort sem það er frá verkefnum og ýmiskonar vinnu frá okkur í Grundaskóla eða greinum frá ýmsum aðilum eins og Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Samgöngustofu eða fréttamiðlum í landinu. Á haustmánuðum þarf að auka við fylgjendur t.d. með því að senda slóðina reglulega í tölvupóstum til skóla í landinu. 83

139 1.4 Aðstoð og lagfæringar við bækling Lýðheilsustofnunar Endurskoðun á texta í bókinni Virkni í skólastarfi - Handbók um hreyfingu fyrir grunnskóla fyrir Embætti landlæknis. Helsta ástæða endurskoðunar voru innleiðing á nýrri Aðalnámskrá fyrir grunnskóla frá 2011, ný stefnumótun ráðuneytisins í íþróttamálum frá 2011 og þróunarstarfi í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli. Mikil vinna var lögð í þetta verkefni. 1.5 Hjálmagjafir fyrir 1. bekk á Vesturlandi Verkefnastjóri aðstoðaði Kíwanismenn með hjálmagjafir á Vesturlandi og heimsótti skólana á svæðinu í leiðinni. Hann var með stutta fræðslu og fór yfir mikilvægi þess að nota hjálminn, stilla hann rétt o.s.fv. svo var þeim sýnt eggið og hjálminn, hvað getur gerst ef maður notar ekki hjálm. Skólar sem voru heimsóttir tengt þessu voru Brekkubæjarskóli, Grundaskóli, Heiðarskóli í Leirársveit og Grunnskólinn í Borgarnesi. 1.6 Umferðarsáttmálinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði eftir samstarfi við okkur um vinnu og innleiðingu Umferðarsáttmálans í grunnskólum. Við bjuggum til teymi í kringum verkefnið og skipaði lögreglan þrjá fulltrúa: Rannveigu Þórisdóttur, Þóri Ingvarsson og Kristján Ólaf Guðnason. Þóra Magnea Magnúsdóttir kom frá Samgöngustofu og undirrituð Karen Lind Ólafsdóttir frá Grundaskóla. Sigurður Arnar Sigurðsson, aðstoðarskólastjóri Grundaskóla fundaði með hópnum í byrjun. Teymið hittist í tvígang á vordögum í mars og apríl, fyrst í Grundaskóla og svo í húsnæði Samgöngustofu. Helsta umræðuefnið var, hvernig við getum sameiginlega reynt að koma sáttmálanum smátt og smátt inn í huga yngri kynslóðarinnar þ.e. nemenda á grunnskólaaldri þannig að sáttmálinn verði hluti af þeirra hugsun í öllu sem tengist umferðinni. Verkefnið er ekki einhverskonar átak sem byrjar og endar, heldur er horft á þessa vinnu sem langtíma verkefni sem líkur í raun aldrei. Við í Grundaskóla ætlum að prufa að vinna með sáttmálann og einstaka boðorð á ýmsan hátt á haustdögum/þemadögum í ákveðnum árgöngum. Þannig er markmiðið að heyra aðeins og sjá þeirra upplifun og hugsun á boðorðunum, hvernig þau tengja boðorðin inn í umferðina og hvernig þau sjá þetta fyrir sér. 1.7 Ýmiskonar aðstoð Töluverður tími fer reglulega í almenna aðstoð við einstaklinga og skóla á ýmsum stigum, oft í beinu framhaldi af heimsókn og en einnig útfrá tölvupóstum sem við höfum sent út í skóla. Það er okkar að deila efni og senda reglulega út áminningar og efni til skólanna og við reynum að kappkosta við að segja frá því sem við höfum verið að prufa í Grundaskóla. Ég held að það sé besta leiðin til að hvetja aðra skóla áfram í þessari kennslu. En einnig eru símahringingarnar mjög mikilvægar í að vekja og hvetja aðra skóla áfram. 84

140 1.8 Helstu verkefni í Grundaskóla 3. bekkur - bærinn minn 2. bekkur - Stóra bókin - ýmis verkefni Hjólafærninámskeið fyrir bekk í apríl Hjólatímar í íþróttum á yngsta- og miðstigi - unglingar aðstoðuðu Endurskinsvesti gefin á yngsta stig bekkur - lögregla aðstoðaði Reiðhjól flakkaði milli bekkja - kennslupakki á hjólinu - kennarar fóru yfir 8. bekkur stærðfræðiþema tengt reiðhjólinu - vefrallý o.fl. Hjólað í Hvalfirði bekkur - unglingar og foreldrar Hjálmaátak í bekk - heimsókn lögreglu og hjólreiðaráhugafólks. Lagfæring á aðkomu við íþróttahús Gangbrautarvarsla O.fl. 1.9 Bærinn minn Akranes - 3. bekkur Í Grundaskóla eru nokkur verkefni föst á hverju ári en með ólíkri útfærslu eins og árin eru mörg. T.d. var þriðja bekkjarverkefnið Bærinn minn Akranes í ár einstaklega vel heppnað og tengdu kennarar það mjög vel við umferðina og svo beint inn i árshátíðarvinnu og sýndu atriði á árshátíðinni tengt umferðarreglunum. Nemendur bjuggu til bæinn sinn, fjölskyldur, hús, götur og umferðarmerki. Nemendur þurftu að úthugsa staðsetningu á merkjunum eftir að þau höfðu lært þau vel með kennara. Unnið var með umferðarmerkin á ýmsa vegu í gegnum lestur og leiki. Leikirnir voru mikið tengdir lestrarstefnunni Læsi sem Grundaskóli hefur unnið með síðastliðin ár. Nemendur fóru í bingó, orðsúpur, orðarugl, orðarunur, minnisleiki og fleiri leiki þar sem nemendur skrifuðu ýmislegt upp í bækur um leið og leikurinn var spilaður. Einnig voru farnar nokkrar vettvangsferðir á ýmsa staði á Akranesi og var í leiðinni farið vel yfir þær umferðarreglur sem tengdust þeim ferðum. Í lok verkefnis bakaði einn skólaliðinn sykurmassakökur úr umferðarmerkjunum og nemendur fengu að gæða sér á merkjunum. 85

141 1.10 Stóra bókin - 2. bekkur Nemendur í öðrum bekk vinna árlega bók um þau sjálf sem við köllum Stóru bókina. Í bókinni í ár voru unnar tvær blaðsíður tengdar umferðinni. Farið var með nemendum öruggustu leiðina frá heimili til skóla og teiknuðu nemendur svo leiðina með öllu tilheyrandi. Í tengslum við þetta verkefni var unnið með reglur um gangbrautir, öryggisbelti í bíl og hjálmanotkun. Öryggisbúnaður á reiðhjóli var einnig verkefni og svo fóru nemendur einnig í ýmis önnur verkefni sem ekki fóru á þessar tvær blaðsíður, þar má nefna orðasúpur, fóru í ratleikinn á skólalóðinni, perluðu umferðarmerki o.fl Unglingadeild - Hjólafærninámskeið Í apríl buðum við áhugasömum unglingum á hjólafærninámskeið hjá Hjólafærni. 26 nemendur skráðu sig og lærðu ýmislegt tengt reiðhjólinu. Þau lærðu hvernig hjálmurinn á að vera stilltur, hvernig á að smyrja hjólið, pumpa réttum lofþrýstingi í dekkin, stilla hnakkinn og fleira og fleira. Einnig lærðu þau að skoða hjólin eftir ákveðnum gátlista. Hvað þarf að huga að, hvernig eru bremsur í lagi og ekki o.fl. Einnig fóru þau í nokkrar hjólaæfingar og leiki. Markmiðið með námskeiðinu var að sjálfsögðu að kenna þessum nemendum að viðhalda eigin hjóli betur og einnig að auka áhuga þeirra enn meir á vistvænum ferðamáta. Einnig var eitt af aðalmarkmiðunum með námskeiðinu að þjálfa þessa nemendur í að aðstoða í hjólatímum hjá yngsta- og miðstigi. Nemendur voru virkilega áhugsamir og gáfu námskeiðinu góða einkunn Hjólatímar í íþróttum Hjóladagar hafa verið á hverju ári í Grundaskóla að vori eins og í mörgum öðrum skólum. Við ákváðum í ár að prufa nýjung í úrfærslu á hjóladögum. Við fengum íþróttakennarana með okkur í lið og höfðum heila viku í hjóladaga. Þannig að hver nemandi kom í tvo hjólatíma. Í stuttu máli þá fór fyrri tíminn meira í viðhald á hjólinu, pumpa, smyrja, stilla hjálma og skoða hjól og einnig var ein stöð þar sem nemendur þrifu hjólin sín. Seinni tíminn fór svo í ýmsa hjólaleiki og verkefni undir stjórn íþróttakennara. Eftir fyrri tímann fengu nemendur skoðunarlistann með sér heim þar sem farið var yfir hjólið, hvað væri í lagi og hvað þyrfti að yfirfara betur. Við höfum ekki heyrt annað en að nemendum og kennurum hafi fundist þessi útfærsla koma mjög vel út. Með því að setja hjólatíma inn í íþróttatíma þá í raun sér maður fyrir sér að það ætti að vera auðveldara að halda þessum þætti inn í skólastarfinu. Hjólatímar þurfa ekki að vera flóknir en þeir gera ótrúlega margt fyrir nemendur og er mjög skemmtileg nýjung inn í íþróttakennsluna. Þeir unglingar sem sóttu námskeiðið og aðstoðuðu við hjólatímana fengu svo í lokin vitnisburð frá verkefnastjóra og íþróttakennurum. 86

142 1.13 Endurskinsvesti gefin í bekk Á undanförnum misserum hefur færst í aukana að eldra fólk er farið að nota reiðhjól sem samgöngumáta og sem heilsubót. Þá er þetta sama fólk farið að nota endurskinsvesti í auknum mæli líkt og mótorhjólamenn. Fjöldi ábendinga hefur borist um að ungir vegfarendur sjást afskaplega illa í myrkrinu og fólk hefur komið til okkar og sagt frá atviki í umferðinni sem hefði auðveldlega geta farið verr. Út frá þessu fannst okkur tilvalið að taka af skarið og gefa nemendum í bekk endurskinsvesti til að nota þegar farið er til og frá skóla og til að nota eftir skóla að sjálfsögðu. Með þessu langar okkur að leggja okkar af mörkunum til að reyna að auka og innleiða þá hefð að ungir sem aldnir noti endurskinsvesti meira í umferðinni, sérstaklega yfir dimmustu mánuði ársins. 87

143 1.14 Hjólið sem flakkaði á milli bekkja Á vorin þegar reiðhjólin flykkjast út í notkun eru þau oft í misgóðu ástandi. Síðastliðin ár hefur verkefnastjóri farið á milli bekkja og farið yfir reiðhjólin með nemendum og þau oft unnið ýmis verkefni í framhaldinu. Í ár ákvað verkefnastjóri að prufa nýja leið og útbjó lítinn kennslupakka með ýmsu sem tengdist reiðhjólinu. Kennslupakkinn var hengdur á reiðhjól sem skólinn á ásamt stundartöflu þar sem umsjónarkennarar gátu valið sér tíma innan ákveðins tímaramma (viku) sem þeim hentaði best til að fara yfir efnið með nemendum. Þannig settum við þennan þátt kennslunnar meira á umsjónarkennarann í stað þess að verkefnastjóri færi á milli allra bekkja í skólanum með sama efnið. Góðar leiðbeiningar voru í kennslupakkanum þannig að hvaða kennari sem er gat auðveldlega sett sig fljótt inn í kennsluefnið og farið yfir með sínum nemendum. Svo gátu kennarar farið lengra með efnið ef þeir kusu það t.d. fór einhverjir út í hjólatúr, á meðan að aðrir unnu með orðin í íslensku, æfðu sig að skrifa orðin, töldu atkvæðin, bjuggu til rímur og ljóð. Ekki var annað að heyra en að kennurum fannst þetta ágæt lausn og verður þetta líklega gert aftur með svipuðum hætti Verkefni í vinnslu og verkefni á haustmánuðum: Senda póst á alla skóla um að fara yfir á skólasetningu það sem tengist umferðinni, öruggustu aðkomu að skólanum, fara öruggustu leiðina með börnunum í nokkur skipti fyrir skólabyrjun, hvetja til að ganga eða hjóla í skólann til að minnka umferð og auka öryggi við skólann o.fl. Gera það sama í Grundaskóla, fara á skólasetningar og haustfundi og fara yfir þessi mál. Halda áfram vinnu í skólanámskrá - klára hana og senda útgáfu Grundaskóla á alla skóla. Auka við fylgjendur á Fésbókarsíðuna okkar, Umferðarvefinn. Deila efni úr Grundaskóla og ýmsu efni af netinu á fésbókarsíðuna okkar. Deila aftur útfærslu á hjólatímum í íþróttum og hvetja skóla til að prufa þessa kennslu. Skoða skiltin sem vara við skólabörnum í nágrenni skólans - gera sýnilegri Panta endurskinsvesti fyrir 1. bekk og deila á aðra skóla Gangbrautarvarsla 10. bekkjar - byrja strax í skólabyrjun Göngum í skólann - ýmis verkefni inn í þemadaga Umferðarsáttmálinn inn í þemadaga í Grundaskóla vinna ýmis verkefni tengt honum. Gera könnun á ferðamáta nemenda og starfsfólks líkt og í haust, bera saman. Vinna að samningi ásamt Samgöngustofu við Landmælingar um að bjóða grunnskólum í landinu að láta útbúa fjarlægðarkort frá skólanum. Skoða verkefnið "Hjálmar á allra höfuð í 7. bekk" athuga styrktaraðila Endurskinsmerki, jafnvel gera skiptimarkað. Senda reglulega póst á alla skóla þar sem við deilum ýmsu efni til þeirra, komum með ábendingar er tengjast ákveðnum þáttum í umferðinni og hvetjum þá einnig til að senda okkur líka efni og leita til okkar ef við getum aðstoðað. Helst mánaðarlega. Vinna að því að komast inn í Menntagátt með efni tengt umferðinni fyrir grunnskóla. 88

144 1.16 Samantekt Vorið hefur verið viðburðarríkt hjá okkur í umferðarverkefninu. Það hefur verið á nógu að taka hér og þar eins og upptalning að ofan sýnir, þó þessi listi sé alls ekki tæmandi. Reiðhjólatímarnir og undirbúningur fyrir þá tók töluverðan tíma en við teljum að þessi skemmtilega nýjung að hafa reiðhjólatíma samþætt íþróttum sé vonandi eitthvað sem er komið til að vera og vonandi prufa fleiri skólar þessa útfærslu. En mestu máli skiptir að reyna að fá fleiri og fleiri skóla til að sinna þessu þarfa verkefni. Við þurfum að halda vel áfram að reyna að móta ákveðna fasta þætti /verkefni í skólastarfinu með ýmsum leiðum og koma þeim áleiðis til annarra skóla. Nýja Aðalnámskráin er mjög opið plagg og við þurfum að berjast vel fyrir því að umferðarfræðslan sitji ekki eftir eða verði útundan hjá skólum þegar þeir móta sínar skólanámskrár. Við vitum vel að það er ákveðin umferðarfræðsla í nánast öllum grunnskólum landsins en stundum kemur hún ekki nægilega skýrt fram í skólanámskránni. Hún er meira hér og þar í starfinu. Fræðslan þarf að hafa sinn sess í kennslunni, samþættast og vera hluti af öðrum námsgreinum á ákveðnum tímum ársins. Það er okkar verkefni að minna á þetta og aðstoða skóla við að koma þessu að. Við erum búin að senda á alla skóla okkar útgáfu af Starfsáætlun sem er einskonar heildarplagg yfir stefnu skólans í umferðar og öryggismálum og næsta skref er að ljúka við okkar útgáfu af ítarlegri kennsluáætlun fyrir hvert stig og eftir árstíðum og senda hana svo á alla skóla. Aðrir skólar geta notað þessi skjöl að vild komið þeim inn í sína Skólanámskrá. Við ákváðum að fara þessa leið til að í raun auðvelda öðrum skólum að koma þessu efni í sína námskrá. Við þurfum að halda áfram að auka við fylgjendum á fésbókarsíðuna okkar því hún gæti orðið einn af okkar helstu tengileiðum við kennara. Að sjálfsögðu er ekki verkefnastjóri í umferðarfræðslu í hverjum skóla og því höfum við reynt að deila hugmyndum og verkefnum og við þurfum að halda því vel áfram ásamt því að gera verkefnin þannig að skólar eiga auðvelt með að innleiða verkefni hjá sér. Eins og hvernig við útfærðum hjólatímana í íþróttum og einnig hvernig við útfærðum flökkureiðhjólið með stundatöflunni þar sem kennarar völdu sér tíma sem hentaði. Við viljum geta deilt efni sem aðrir skólar geta auðveldlega framkvæmt með lítilli fyrirhöfn. Virðingarfyllst, Akranes 1. júlí 2014 Karen Lind Ólafsdóttir 11 89

145 2 Seinni hluti skýrslu 2014 Í haust fór Karen Lind Ólafsdóttir í fæðingarorlof og tók Hildur Karen Aðalsteinsdóttir við sem verkefnastjóri. Hildur Karen er grunnskólakennari og hefur hún starfað í Grundaskóla frá hausti Fyrri hluti skýrslunnar er unnin af Karen Lind og seinni hlutinn af Hildi Karen. Umsjón með skýrslugerð hafði Hildur Karen. Í skýrslunni er stiklað á stóru um þau verkefni sem unnin hafa verið í umferðarfræðslunni en vonandi gefur hún gott yfirlit yfir það mikla starfs sem hefur verið þróað í Grundaskóla, sem móðurskóla umferðarfræðslu, á undanförnum árum. 2.1 Upphaf skólaárs 2014 Verkefnastjóri sendi út nokkur bréf á haustmánuðum til allra skólastjóra grunnskóla í landinu. Það fyrsta var til að minna á mikilvægi þess að fara yfir ákveðin atriði við upphaf skóla og sérstaklega umferðaröryggi fyrir byrjendur í umferðinni. Sendur var út gátlisti og skólastjórar hvattir til að senda gátlistann og bréfið áfram á alla foreldra. Í sama bréfi voru skólastjórnendur hvattir til að hafa samaband við verkefnastjóra ef þeir óskuðu frekari aðstoðar við hvaðeina sem snéri að umferðarfræðslu. Verkefnastjóri og Sigurður Arnar Sigurðsson, aðstoðarskólastjóri Grundaskóla áttu góðan fund á haustdögum með Höllu Sigrúnu Sigurðardóttur, Kolbrúnu Guðnýju Þorsteinsdóttur og Þóru Magneu Magnúsdóttur frá Samgöngustofu. Þar var kynnti verkefnastjóri hvað væri á döfinni og einnig fórum við yfir áherslur vetrarins. Mjög gott er að hittast í upphafi skólaárs og leggja línurnar fyrir komandi tímabil. 2.2 Kynningar Í byrjun nóvembermánaðar sendi verkefnastjóri annað bréf á alla skólastjórnendur grunnskóla í landinu. Í bréfinu var boðið uppá að fá verkefnastjóra í heimsókn í skólana þeirra. Halda þar kynningu fyrir kennara og starfsfólk þar sem kynntar eru hugmyndir að verkefnum fyrir umferðarfræðslu í bekk. Verkefnin sem kynnt eru, eru mjög fjölbreytt þar sem leitast er við að samþætta sem flestar námsgreinar við umferðarfræðslu í kennsluna. Einnig er efni af vef okkar umferd.is fléttað inn í kynninguna. Mjög góð viðbrögð voru við þessum pósti og hefur verkefnastjóri nú þegar farið í þrjár heimsóknir þar sem þetta efni var kynnt fyrir starfsfólki grunnskólanna og einnig eru margar heimsóknir á áætlun á vormánuðum. Þeir skólar sem nú þegar hafa verið heimsóttir eru: 90

146 Krikaskóli, Árbæjarskóli og Fossvogsskóli. Í hverri heimsókn var einnig farið yfir umferðaröryggismál í kringum skólasvæði ásamt gangbrautavörslu o.fl. Einnig var verkefnastjóri svo heppin að komast inn á tvö kennaraþing á haustmánuðum en það er ekki auðsótt mál. Þetta voru kennaraþing Suðurlands sem haldið var á Hellu þann 3. október og kennaraþing Vesturlands, haldið í Heiðarskóla 10. október og var haldin um 60 mínútna kynning á verkefnum og hugmyndum fyrir umferðarfræðslu í bekk. Þann 12. nóvember kom Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra í opinbera heimsókn á Akranes, og fékk verkefnastjóri þar 30 mínútna tækifæri til að kynna fyrir honum og fylgdarliði hans, móðurskóla í umferðarfræðslu ásamt hugmyndum og verkefnum í umferðarfræðslunni. Menntamálaráðherra var mjög áhugsamur og jákvæður um þessi mál. 2.3 Kynningarmyndband um gangbrautavörslu nemenda í 10. bekk Í ágúst 2014 gerðum við kynningarmyndband um gangbrautavörslu. Myndbandið hefur nýst vel í kynningum verkefnastjóra og einnig var það sett á Facebook-síðu okkar ásamt því að fara á nýju heimasíðuna. Markmiðið með gangbrautavörslunni er að tryggja öryggi nemenda og annarra gangandi vegfarenda í umferðinni, vekja upp samkennd og brúa bilið á milli elstu og yngstu nemenda skólans. 2&theater 91

147 2.4 Þemadagar Þemaverkefnið Umferð og hreyfing, aukum virkan ferðamáta Dagana október vorum við með þemadaga sem við kusum að kalla Umferð og hreyfing, aukum virkan ferðamáta. Lokapunktur þess verkefnis var síðan sameiginleg ganga allra nemenda og starfsmanna þann 8. október. Verkefnið tengjum við árlegu verkefni á vegum ÍSÍ sem nefnist Göngum í skólann Við skólasetningu var farið yfir mikilvægi þess að nota virkan ferðamáta og ganga eða hjóla í skólann. Einnig var sagt frá þeirri hættu sem það getur skapað þegar margir eru að keyra inn á bílastæði og hleypa börnum sínum þar út úr bílum og bakka svo út aftur. Fólk var hvatt til þess að ganga með börnum sínum í skólann þar sem farið er yfir öruggustu leiðina í skólann og bent á að sú leið er ekki alltaf sú stysta. Á tímabilinu sem verkefnið varði sendum við nokkuð reglulega tölvupósta til foreldra og settum hvatningu og upplýsingar um verkefnið á Facebook-síðu okkar. Fólk var þannig hvatt til að nota virkan ferðamáta og taka þátt í verkefninu með okkur í allan vetur. Á þessu tímabili voru ýmiskonar verkefni unnin þar sem umferðarfræði var samþætt öðrum námsgreinum. Lengri og styttri hjóla- og gönguferðir og norræna skólahlaupið svo eitthvað sé nefnt. Ýmsar kannanir voru gerðar þessa daga, m.a. hvernig nemendur og starfsfólk koma til skóla/vinnu, notkun hjálma, hvernig fólk fer yfir götu, hvort fólk fari eftir umferðarreglum og fl. Þann 8. október, á alþjóðlega Göngum í skólann deginum, fóru allir nemendur og starfsfólk skólans saman í 30 mínútna göngutúr í hádeginu í tilefni dagsins. Við pöruðum saman eldri nemendur með þeim yngri þar sem við höfðum verið með mikla samvinnu í hinum ýmsu þemaverkefnum tengdum verkefninu milli yngri og eldri nemenda síðustu vikurnar og var þetta flottur endapunktur á þeirri vinnu. Á þessari slóð má sjá myndskeið frá göngunni: 92

148 Myndir frá þemavinnu Umferð og hreyfing, aukum virkan ferðamáta 2.5 Umferðarleikir umferðarkeilubingó Verkefnastjóri útbjó einn leik sem kallast Umferðarkeilubingó. Leikinn má nálgast á heimasíðu umferd.is (á nýju síðunni þegar hún verður tilbúin). Verkefnastjóri prufukeyrði hann með nemendum bekkjar í Grundaskóla og mæltist hann vel fyrir hjá nemendum. Mikil hlaup og hreyfing eru í leiknum ásamt vinnu með umferðarmerkin

149 2.6 Handbók um velferð og öryggi grunnskólabarna Í desember 2014 kom út skýrsla sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gaf út. Verkefnastjóri las skýrsluna yfir og kom með nokkrar ábendingar varðandi umferðaröryggismál tengdum grunnskólunum. Skýrsluna má nálgast á þessari slóð: Kennsluáætlun Karen Lind var byrjuð að vinna að kennsluáætlun fyrir umferðarfræðslu sem Hildur Karen kláraði og allir umsjónakennarar Grundaskóla lásu yfir. Kennsluáætlunin verður síðan send á alla grunnskóla landsins og skólastjórnendur hvattir til að gera hana að sinni. Kennsluáætlunina verður einnig að finna á nýrri heimasíðu umferd.is þegar hún verður tilbúin. 2.8 Ný heimasíða Í samvinnu við starfsmenn Samgöngustofu og Hugsmiðjuna, erum við að vinna við gerð nýrrar heimasíðu. Mikill tími hefur farið í verkefnið en þeim tíma er mjög vel varið og mun sú vinna halda áfram á vormánuðum. Gert er ráð fyrir að nýja síðan muni opna í maí Tölvuleikjaforritun Verkefnastjóri sótti námskeið á vegum Skema um tölvuleikjaforritun sem boðið var uppá í Grundaskóla. Á námskeiðinu fengu þátttakendur innsýn í heim tækninnar og möguleika hennar í gegnum leikjaforritun og var markmið námskeiðsins að þátttakendur fengju kynningu á undirstöðuatriðum forritunar og þeim jákvæðu áhrifum sem forritunarkennsla getur haft á börn og unglinga. Einnig var lögð áhersla á umræður um Það hvernig forritun gæti nýst inn í aðrar námsgreinar. Námskeiðið var 20 kennslustundir. Það er von okkar að námskeiðið gefi okkur fleiri möguleika varðandi umferðarfræðslu og verkefnastjóra hugmyndir til að kynna áfram fyrir öðrum grunnskólakennurum. Það er ljóst að hér er óplægður akur og hægt að vinna mörg verkefni er lúta að umferðarfræðslu í gegnum tölvuleikjaforritun. Mjög gott innlegg í vinnu verkefnastjóra að fjölbreyttum kennsluaðferðum í umferðarfræðslunni Ráðstefnur og fundir Verkefnastjóri sótti hjólaráðstefnuna, Hjólum til framtíðar 2014, okkar vegir okkar val þann 19. september sl. Áhugaverð ráðstefna þar sem mörgum flötum hjólreiðamennskunnar var velt upp. Verkefnastjóri sótti einnig tveggja tíma kynningu á vegum Dale Carnegie um Áhrifaríkar kynningar. Þar sem verkefnastjóri hefur einnig sótt námskeið á vegum Dale Carnegie áður, þótti honum spennandi að rifja þetta atriði upp og hefur hann nýtt sér þetta í kynningum sínum grunnskólum í landinu. 94

150 2.11 Facebook-síðan umferðarvefurinn Aðrir skólar eru því miður ekki duglegir að senda okkur efni frá því sem þeir eru að gera til birtingar á Umferðarvefnum, sem er Facebook-síða verkefnisins. Hér þarf verkefnastjóri að vera mun meira hvetjandi og ganga á eftir því að fá myndir og hugmyndir frá öðrum skólum til að kynna á Facebook síðunni. Því það er ljóst í heimsóknum verkefnastjóra í aðra skóla að mikið og gott starf fer fram í grunnskólum landsins og kennarar eru mjög áhugasamir og vilja gjarnan fá fleiri hugmyndir að samþættum verkefnum sem snúa að umferðarfræðslunni Grundaskólaverkefni Nú eiga allir nemendur í bekk endurskinsvesti sem þeir hafa fengið að gjöf frá skólanum. Nemendur eru hvattir til að nota vestin daglega hvort sem þeir eru á leið í skólann, á leið í tómstundir eða til vina. Vestin eru vel nýtt og mælist verkefnið mjög vel fyrir, bæði hjá foreldrum sem og ökumönnum. Fljótlega eftir áramótin mun verkefnastjóri bjóða öllum starfsmönnum skólans að kaupa endurskinsvesti á kostnaðarverði og eru þeir hvattir til að nota þau við útivist og hreyfingu. Með þessu viljum við ganga á undan með góðu fordæmi og hefur það sýnt sig í gegnum tíðina ef við göngum á undan með góðu fordæmi þá munu aðrir fullorðnir fylgja okkur. Gangbrautavarsla 10. bekkinga byrjaði á fyrsta skóladegi þetta árið. Ákveðið var að nemendur 10. bekkjar myndu standa vaktina fyrstu skólavikuna við fyrirfram ákveðnar gangbrautir í kringum skólann. Áður hafa nemendur byrjað að standa vaktina í byrjun nóvember. Þessi nýbreytni mæltist vel fyrir, sérstaklega hjá foreldrum yngstu nemendanna sem voru að stíga sín fyrstu skref ein í umferðinni. Við munum skoða fyrir næsta skólaár að byrja aftur með gangbrautarvörslu strax fyrstu skólavikuna og halda svo áfram með hana út skólaárið án þess að gera hlé fram til nóvember. Þemadagar sem allur skólinn tekur þátt í í tengslum við Göngum í skólann. Í Grundaskóla er mikið lagt upp úr því að vera til fyrirmyndar og öðrum til eftirbreytni. Því höfum við óskað eftir því við skipulagsráð Akraneskaupstaðar að þeir geri ákveðnar úrbætur á umferðaröryggi í kringum skólann okkar. Lýsingu er m.a. ábótavant í kringum bílastæði við skólann, merkin fyrir bílastæði ætluð einstaklingum með fötlun verði merkt þannig að það sjáist einnig þegar snjór liggur yfir jörðu að þarna séu bílastæði ætluð einstaklingum með fötlun. Einnig að þrenging eða klumpur verði settur við enda göngustígs við gatnamót til að hægja á umferð hjólandi yfir götuna. Þessum verkefnum munum við fylgja eftir og hvetja aðra skóla til að skoða þessi mál hjá sér. Við skólasetningu í Grundaskóla var verkefnastjóri með stutt erindi um umferðaröryggi almennt og sérstaklega öryggi í kringum skólann. Þar voru saman komnir allir nemendur skólans ásamt fjölda foreldra. Fólk var hvatt til að nýta sér virkan ferðamáta og sýna almenna tillitssemi í umferðinni sem og annars staðar. 95

151 Við gerum könnun á ferðamáta nemenda og starfsmanna í kringum þemaverkefnið Göngum í skólann. Það verður gaman að gera samanburð á milli ára þegar við höfum gert þetta í nokkur skipti. En við sjáum það líka að fullorðna fólkið og veður hefur mikil áhrif á ferðamáta barnanna. Í skólabyrjun var nýtt mötuneyti tekið í notkun í skólanum og var ákveðið að merkja veggi og gólf með umferðarmerkjum. Hefur þetta mælst vel fyrir og mun verkefnastjóri kynna þessa hugmynd fyrir öðrum skólum sem hugmynd að því að stýra umferð innandyra. Ella umferðartröll kom í heimsókn til okkar í október en á Akranesi eru tveir grunnskólar og tóku þeir sig saman og buðu upp á sameiginlega sýningu á Ellu umferðartrölli fyrir alla nemendur 1. bekkjar á Akranesi. Verkefnastjóri getur hiklaust mælt með þessari sýningu fyrir yngstu nemendur grunnskólans og er þessi liður að festast í sessi í skólastarfinu hjá okkur á haustin. Í desember taka allir nemendur og starfsmenn þátt í svo kölluðu hreyfidagatali. Grundaskóli er heilsueflandi grunnskóli og var þetta ákveðin leið til samþættingar við hreyfinguna hjá okkur. Verkefnið er þannig að allir búa til sitt eigið hreyfidagatal. Útfærslan á dagatalinu er mjög mismunandi eftir bekkjum og kaffistofum starfsmanna. Verkefnastjóri bjó til eitt slíkt á kaffistofu starfsmanna þar sem framhlið dagatalsins var mynd af ólíkum umferðarmerkjum og tölustafir í samræmi við vinnudaga í desember. Aftan á hverri mynd var tilgreind ákveðin æfing eða hreyfing sem starfsmenn áttu að inna að hendi. Æfingarnar voru t.d. að hlaupa á staðnum í ákveðinn tíma, gera armbeygjur, húlla, gera hnébeygjur og fl. Verkefnastjóri mun klárlega kynna þetta verkefni fyrir öðrum skólum á næstu aðventu. Verkefnastjóri tók saman skjal þar sem sýnt er með máli og myndum hvernig á að stilla reiðhjólahjálma rétt. Nokkuð hefur borið á því að börn séu með hjálmana vitlaust stillta og því var ákveðið að taka þessar upplýsingar saman í eitt skjal. Myndir af vef Sjóvá og texti af vef Samgöngustofu voru settir saman og pdf skjal búið til og sent á alla foreldra skólans. Nú þegar hefur Samgöngustofa látið teikna fallegar myndir sem sýna mjög skýrt hvernig á að stilla hjálminn rétt og mun verkefnastjóri senda það skjal út til allra skólastjórnenda á næstunni. 96

152 Lokaorð Haustið hefur verið mjög viðburðaríkt, skemmtilegt og árangursríkt. Tekist hefur að ná góðu sambandi við skólastjórnendur og margar óskir um heimsóknir hafa borist. Þá er kynningin í Kennaraháskólanum frábært tækifæri til að koma umferðarfræðslunni að í kennslufræðanáminu. Drjúgur tími fer reglulega í að svara tölvupóstum og hringingum frá áhugasömum kennurum og er mikilvægt að gera það skjótt og vel. Áfram verður unnið af fullum krafti í verkefninu og á dagskrá eru heimsóknir í skóla og kynningar á umferðarfræðslunni m.a. fyrir skólastjórnendum og kennaranemum. Ný uppfærsla á heimasíðunni umferð.is verður kláruð fyrir sumarið og kennsluáætlun fyrir umferðarfræðslu er á lokastigum auk fjölmargra annara atriða sem unnið verður að. Frábær árangur er að nást í umferðarmálum almennt en þrátt fyrir það má ekki hægja á eða sofna á verðinum. Það verður ávallt að setja öryggismálin í öndvegi og nú þegar blikur eru á lofti um áframhaldandi tilvist verkefninsins er mikilvægara en áður að benda á þennan góða árangur og hversu mikið af góðri vinnu síðustu ára muni glatast ef verkefnið verður sett til hliðar. Umferðarfræðsla í grunnskólum leggur grundvöllinn að bættri hegðun komandi kynslóða í umferðinni og hefur því alla burði til þess að vera stór þáttur í bættri umferðarmenningu og umferðaröryggi á næstu árum og áratugum. Það er trú okkar sem stöndum að verkefninu að það fjármagn og vinna sem sett er í það skili sér margfalt til baka í formi minna tjóns á hlutum en síðast en ekki síst tjóni á vegfarendum. Virðingarfyllst, Akranes 3. mars 2015 Hildur Karen Aðalsteinsdóttir 97

153

154 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Desember 2015

155 nir rsð 1.1 Hringvegur (1), malbikun í Kambabrekku, 29. júlí Snjóblásari á Vopnafjarðarheiði, 11. mars Mynd frá vefmyndavél Vegagerðarinnar. 2.1 Vestfjarðavegur (60), Eiði - Þverá. Vegagerð í Kjálkafirði, 2. júlí Binnabryggja í Vestmannaeyjum. Ný þekja, 7. október rsskýrsla Vegagerðarinnar rir rið 2014 Nýja Vegagerðin tók til starfa 1. júlí Í lögum nr. 120 frá 2012 um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála, segir í 2. gr.: Vegagerðin skal árlega birta skýrslu um starfsemi sína. Útgefandi: Vegagerðin Borgartúni Reykjavík kt desember 2015 Ritstjóri: Rögnvaldur Gunnarsson Ábyrgðarmaður: Hreinn Haraldsson Uppsetning og aðstoð: Viktor Arnar Ingólfsson Ljósmyndir: Starfsfólk Vegagerðarinnar nema annað sé tiltekið Prentun: Oddi

156 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 ekak eseer 201 1

157 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 nisrli Kaanúmer vísa í samsvarandi liði í eldri skýrslum Vegagerðarinnar um framkvæmd samgönguáætlunar og töu 4 á bls. 8. Kaar bls. Formáli vegamálastjóra 3 4 Framkvæmdir Vegagerðarinnar Fjármál 5 I Áætlun um fjáröum ekjur og framlög 5 Bifreiðaeign 5 Bensíngjald 6 Kílómetragjald 6 Olíugjald 6 Vitagjald 6 Ríkisframlag 6 Framlög til jarðganga 7 Sértekjur 7 Fjáraukalög Viðskiptahreyfingar 7 II Skipting útgjalda 7 Framlag borið saman við fyrri ár 9 Verðlagsforsendur og afkoma 2014 og yfirlit yfir fjármagn til vegamála Rekstur Vegagerðarinnar 10 Starfsmannahald 10 firstjórn 11 Vaktstöð siglinga 11 Vitar, upplýsinga- og leiðsögukerfi 12 Hafnir, líkantilraunir og grunnkort 13 Upplýsingaþjónusta 13 Innheimtukostnaður vegna markaðra tekna Þjónusta, styrkir, rannsóknir og viðhald Þjónusta 14 Viðhald vegmerkinga 14 Samningar við sveitarfélög 15 Viðhaldssvæði 15 Vetrarviðhald Styrkir til ferja og sérleyfishafa 17 Ferjur 17 Sérleyfi á landi Styrkir til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu Styrkir til innanlandsugs Rannsóknir Viðhald 19 Viðhald bundinna slitlaga 22 Viðhald malarvega 22 Styrkingar og endurbætur 22 Brýr og varnargarðar 23 Umferðaröryggi 23 Veggöng 23 Vatnaskemmdir og ófyrirséð 23 rói í Bárðarbungu 23 Viðhald girðinga 23 Frágangur gamalla efnisnáma 23 Minjar og saga 23 Kaar bls Stofnkostnaður 24 Fjárveitingar til stofnkostnaðar 24 Stofnkostnaður framkvæmdir 24 Girðingar 24 Landsvegir utan stofnvegakerfis 25 Héraðsvegir 25 Styrkvegir 25 Reiðvegir 25 Fylgiskjal 1 Stofnkostnaður 26 Fylgiskjal 2 Greinargerð um framkvæmdir við nýbyggingu þjóðvega Suðursvæði 27 Vestursvæði 36 Norðursvæði 41 Austursvæði 46 Sameiginleg verkefni 50 Fylgiskjal 3 Greinargerð um framkvæmdir við hafnir, ferjubryggjur og sjóvarnargarða Hafnarframkvæmdir 51 Ríkisstyrktar hafnarframkvæmdir 51 styrkhæfar hafnarframkvæmdir 56 Ferjubryggjur 56 Sjóvarnargarðar 57 Framkvæmdir vegna tjónaviðgerða 58 Fylgiskjal 4 Umhverfismál 59 Fylgiskjal 5 Ársreikningur Staðfesting ársreiknings 60 Áritun endurskoðenda 61 Skýringar 62 Framkvæmdastjórn Vegagerðarinnar öur bls. aa 1 ekjur og framlög (4.1.1.) 4 aa 2 Bifreiðaeign 5 aa 3 Bensín 6 aa 4 Skipting útgjalda 8 aa 5 Fjöldi fastra starfsmanna Vegagerðarinnar 10 aa 6 Skipting kostnaðar við almenna þjónustu 14 aa 7 Skipting kostnaðar við vetrarviðhald 15 aa 8 Kostnaður við vetrarviðhald á nokkrum vegarköum árið aa 9 Kostnaður við ferjur aa 10 Rannsóknarverkefni aa 11 Vegakerfið sem Vegagerðin annast í viðhaldi 19 aa 12 Lengd vega með bundnu slitlagi 19 aa 13 Hlutfall vega með bundnu slitlagi 19 aa 14 Skipting viðhaldskostnaðar 20 aa 15 Viðhald bundinna slitlaga 22 aa 16 Viðhald malarvega 22 aa 17 Vinnsla efnis 22 aa 18 Styrkingar 22 aa 19 Landsvegir utan stofnvegakerfis 24 2

158 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 öur bls. aa 20 Héraðsvegir 24 aa 21 Styrkvegir 24 aa 22 Girðingar 24 aa Hönnun og undirbúningur verkefna, Suðursvæði 35 aa Hönnun og undirbúningur verkefna, Vestursvæði 40 aa Hönnun og undirbúningur verkefna, Norðursvæði 45 aa Hönnun og undirbúningur verkefna, Austursvæði 49 aa a. Fjármunir til ríkisstyrktra framkvæmda við hafnir. 51 aa I. Kostnaður við hafnarframkvæmdir aa II. Verk við hafnarframkvæmdir sem lauk árið 2014 á meðalverðlagi aa III. Kostnaður við sjóvarnir aa b. Faaóahafnir, fjárfestinga kostnaður skipt á málaokka 56 aa. Faaóahafnir, fjárfestinga kostnaður skipt á hafnarsvæði 56 aa d. Hafnasamlag Norðurlands 56 aa IV. Staða ríkissjóðs vegna hafnargerða aa V. Fjárveitingar til hafnarframkvæmda aa VI. Úthlutanir B-deildar Hafnabótasjóðs öur bls. aa VII. Fjárveitingar til sjóvarna 2014 (fjárlagaliður (6.80) með fjárveitingum ársins og ónotuðum fjárheimildum í upphafi árs) 58 aa VIII. Sjóvarnir sem lokið var við 2014 á meðalverðlagi aa, Rekstrarreikningur árið aa, Efnahagsreikningur 31. desember aa, Sjóðstreymi árið öur, skýringar ársreiknings Súlurit bls. Súlurit 1 Framlag til Vegagerðarinnar 9 Súlurit 2 Framlag til Vegagerðarinnar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu 9 Súlurit 3 Fjárheimildir til almennrar þjónustu 14 Súlurit 4 Kostnaður við almenna þjónustu 15 Súlurit 5 Fjárheimildir til vetrarviðhalds 16 Súlurit 6 Kostnaður við vetrarviðhald 16 Súlurit 7 Nýlagnir af bundnu slitlagi á ári 20 Súlurit 8 Fjárveitingar til viðhalds þjóðvega 21 Súlurit 9 Kostnaður við viðhald þjóðvega 21 Súlurit 10 Fjárveitingar til stofnkostnaðar 25 Línurit bls. Línurit 1 Þróun aksturs á stofn-, tengi- og landsvegum frá árinu rli egalasra Árið 2014 voru heildarfjárveitingar til vegamála um 20,4 milljarðar og um 839 til hafnaframkvæmda, þar af 660 til Landeyjahafnar. Fjárheimildirnar til vegamála hafa heldur aukist frá því sem þær voru lægstar á árunum eftir efnahagshrun, þ.e og 2012, en eru þó ennþá umtalsvert lægri en á síðustu tveimur áratugum. Framlagið var um 1,03 af vergri landsframleiðslu en er víða í sam an burðarlöndum 1,5-2. Framlag til hafnamála almennt hefur lækkað mikið frá fyrri árum. Ekki hefur verið unnt að ráðast í allar framkvæmdir sem settar höfðu verið á samgönguáætlun auk þess sem fjármagn til viðhalds og þjónustu hefur dregist töluvert saman eins og árin á undan. Eitt nýtt mannvirki var vígt á árinu 2014, það er ný brú á Múlakvísl sem kom í stað þeirrar sem tók af í miklu óði sumarið Fór formleg vígsla fram 6. ágúst. Unnið var við nokkur önnur stór verkefni á árinu, svo sem Norðfjarðargöng, Vestfjarðaveg (Eiði Kjálkafjörður) og Álftanesveg, auk þess sem framkvæmdir hófust við breikkun Hringvegar um Hellisheiði. Fjárveitingar til hafna dreifðust víða og var ekki unnið að neinum stórverkefnum í hafnagerð á árinu. Síðustu ár hefur kostnaður við vetrarþjónustu aukist töluvert vegna meiri snjóþyngsla og langvarandi hálkuástands. Það gilti bæði um fyrri- og seinnihluta ársins Fjárveitingar höfðu dregist mikið saman og safnaðist því upp halli á þessum lið hjá stofnuninni. Hallanum var að hluta til mætt með tilutningi frá innistæðu á stofnkostnaði til framkvæmda. Fjárveitingar til viðhalds voru áfram ónógar til að halda veg um í viðunandi horfi og versnaði ástandið áfram, ekki síst á mal arvegum. Umferðin fór áfram hratt vaandi, bæði vegna fjölg unar ferðamanna og batnandi efnahagsástands í samfélag inu. Það er ljóst að fjölgun ferðamanna mun kalla á aukið viðhald og bætta þjónustu, auk þess sem aukinn þrýsting ur er á upp byggingu ýmissa ferða manna leiða. Áfram var unnið að fjölmörgum verkefnum til að bæta um- ferðar öryggi. Ánægjuefni er að aðeins fjórir létust í umferðinni árið 2014 sem er mikil fækkun frá fyrri árum. Þessi tala sveiast mikið milli ára en þegar litið er til lengri tíma er þó um töluverða fækkun að ræða að meðaltali á síðustu árum. Því miður hefur slysum á erlendum ferðamönnum á bílaleigubílum fjölgað töluvert á undanförnum misserum og þarf að leita allra leiða til að snúa þeirri þróun við. Árið 2014 var fyrsta heila árið í starfsemi nýju Vegagerðarinnar, sem varð til 1. júli 2013 með sameiningu stærsta hluta eldri Vegagerðarinnar og stórs hluta Siglingastofnunar. Framkvæmdir, viðhald, þjónusta og rekstur við vegi, brýr, jarðgöng, hafnir og vita eru nú á einni hendi eins og sjá má í þessari ársskýrslu og nýja stofnunin er óðum að laga sig að þessu breytta umhverfi. Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri Hreinn Haraldsson vegamálastjóri ávarpar ráðstefnugesti á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar í Hörpu, 1. október

159 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 aa 1 ekjur og framlög (4.1.1.) Vegagerðin Fjár- Samtals Fjár- auka- fjár- Raunlög lög veitinar tekjur 1.1 Markaðar tekjur 1. Bensíngjald Þungaskattur, km-gjald Olíugjald Vitagjald Markaðar tekjur alls Ríkisframlag Framlag til innanlandsugs Framlag til almenningsamgangna á höfuðborgarsvæðinu Framlag til nýsmíði Vestmannaeyjaferju Framlag til vitabygginga Framlag til sjóvarnargarða arðgangaframlag Framlag til Norðfjarðarganga Framlag til Bakkaganga Framlag til Seyðisfjarðarganga (Fjarðarheiðarganga) nnur framlög Framlag úr ríkissjóði alls Sértekjur Sértekjur rekstrardeilda (1.07) Sértekjur rekstrar Landeyjahafnar (1.41) Sértekjur siglingasviðs (1.01) Sértekjur alls ekjur og framlög alls Viðskiptahreyfingar 1. Afskriftir markaðra tekna Fyrirframráðstöfun markaðra tekna Viðskiptahreyfingar alls Samtals fjárveitingar Hafnarframkvæmdir 1.2 Ríkisframlag Framlag til almenns rekstrar Framlag til Hafnabótasjóðs Framlag til Landeyjahafnar Framlag til Húsavíkurhafnar Framlag til ferjubryggja

160 Ársskýrsla Vegagerðarinnar rakir Vegagerðarinnar Skýrsla Vegagerðarinnar um framkvæmdir árið 2014 byggist á fjárlögum fyrir árið 2014, ásamt þeim breytingum sem gerðar voru með fjáraukalögum, auk tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun rl Áln r Samkvæmt fjárlögum 2014 átti innheimta markaðra tekna að skila ,6 Þar af áttu ,8 að renna til Vegagerðarinnar en 751,8 áttu að fara í að lækka svokallaða skuld vegasjóðs við ríkissjóð. Rauninnheimta varð nokkru meiri eða en aðgerðir á fjáraukalögum gerðu það hins vegar að verkum að einungis 71 runnu til lækkunar skuldarinnar, sem stendur nú í 17,6 milljörðum króna. Eins og áður hefur verið greint frá er ástæðan fyrir þessari skuld sú að gjaldskrár markaðra tekjustofna Vegagerðarinnar hafa í mörg ár ekki verið hækkaðar í takt við verðlag. ekjustofnarnir væru að skila um 22 milljörðum króna árlega, ef gjaldskrárnar hefðu verið hækkaðar, í stað þeirra 15 milljarða sem koma inn. Mismunurinn er 7 milljarðar á ári. Bein framlög úr ríkissjóði á árinu 2014 til Vegagerðarinnar voru samkvæmt fjárlögum eftirfarandi: Framlag til innanlands ugs 262, framlag til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæð inu 914, framlag til nýsmíði Vestmannaeyjaferju 250, framlag til vitabygginga 29, framlag til sjóvarnargarða 106, framlag til Norðfjarðarganga 3.170, fram lag til jarðgangagerðar við Bakka 850 og framlag til Seyðisfjarðarganga (Fjarðarheiðarganga) 30 Á fjár aukalögum var ríkisframlag til jarðgangagerðar við Bakka, 850, fellt niður og auk þess 7 til viðbótar. Bein framlög úr ríkissjóði á árinu 2014 til Hafnarframkvæmda voru samkvæmt fjárlögum eftirfarandi: il almenns rekstrar 13, til Hafnabótasjóðs 162, til Landeyjahafnar 660, til Húsavíkurhafnar 348 og til ferjubryggja 3 Á fjáraukalögum var ríkisframlag til Húsavíkurhafnar, 348, fellt niður. 411 ekr g ralg ireiðaeign Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu voru nýskráðar fólks bifreiðir á árinu Á árinu 2013 voru nýskráðar fólksbifreiðir þannig að nýskráningum fjölgaði um 30,7 milli ára. Nýskráðar hópferðabifreiðir voru 106 á árinu 2014 á móti 77 árið áður og nýskráðar vöru- og sendibifreiðir voru á móti 680 árið áður. Nýskráð voru 116 mótorhjól, en þau voru 61 árið áður. Bifreiðaeign landsmanna er farin að aukast á ný. Í lok árs 2014 voru bifreiðir á skrá, sem var um 2,1 fjölgun frá árinu áður. Enn vantar töluvert upp á að endurnýjun bifreiðaotans sé orðin eðlileg. aa 2 Bifreiðaeign. Hringvegur (1) á Hellu, 2. júlí Bifreiða- Nettó Bifreiða- Nettó Bifreiðaeign aukning eign aukning eign í í Fólksbifreiðir , , Hópferðabifreiðir , , Vöru- og sendibifreiðir , , Samtals: , ,

161 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 aa 3 Bensín. Meðal- Bensín- eyðsla Bensínsala bifreiðir lítrar á Verð á lítra Bensíngjald Ár m.l fjöldi bifreið 95 ot. 98 ot. blýlaust , ,6 105,4 30, , ,3 118,9 30,8932, , ,7 119,3 32, , ,9 140,5 32, , ,4 168,0 32, , ,8 194,8 37, , ,7 219,7 37, , ,4 242,4 38, , ,8 256,8 39, , ,7 299,4 39, , ,9 277,9 40,50 ensngal Bensínsala árið 2014 nam 178,1 milljónum lítra og er það minnkun um 4 milljónir lítra frá árinu á undan. Samkvæmt tölum frá Fjársýslunni voru innheimtar markaðar tekjur af bensíngjaldi eða 44 minni en árið áður. Þrátt fyrir aukningu í bifreiðaotanum fækkar bensínbifreiðum. Díselbifreiðum fjölgar hins vegar svo og bifreiðum, sem nota aðra orkugjafa, en þess má geta að bifreiðir, sem nota aðra orkugjafa en bensín eða díselolíu eru langestar undanþegnar því að greiða fyrir afnot af vegakerfinu, með tímabundnum undanþágum í lögum. Bensíngjald hækkaði lítillega í 40,7 kr.l 1. janúar 2014, en var síðan lækkað í 40,3 kr.l 1. júní öluvert vantar upp á að bensíngjald hafi haldið verðgildi sínu undanfarin ár. Í ársbyrjun kostaði lítrinn af 95 ot. bensíni 247,70 kr. Verðið fór hæst í 257,80 kr. í júlí, en fór síðan stöðugt lækkandi, og endaði í árslok í 212,90 kr. leragal Á árinu voru innheimtar tekjur af kílómetragjaldi 766 en tekjuspá fjárlaga hafði gert ráð fyrir 820 Kílómetragjald er lagt á akstur bifreiða, sem eru yfir 10 tonn að leyfðum heildarþunga og einnig á festi- og tengivagna. Á árinu 2014 var gjald fyrir bíl í léttasta okki, þ.e tonn 0,28 kr.km. Gjaldið fer stighækkandi og var hæsta gjald 12,93 kr.km í okki bifreiða, sem eru 31 tonn og yfir að leyfðum heildarþunga. Gjaldskrá kílómetragjalds var síðast breytt 1. júní lgal Innheimta tekna af olíugjaldi var á árinu 2014 sem er 514 meira en gert var ráð fyrir í tekjuspá fjárlaga. Út frá innheimtutölum má reikna með að salan hafi numið 133,6 milljónum lítra. Olíugjaldið hækkaði 1. janúar 2014 í 56,55 kr.l en var lækkað í 56,00 kr.l þann 1. júní öluvert vantar á að olíugjald hafi haldið verðgildi sínu frá því það var innleitt í stað þungaskatts 1. júlí Viagal Vitagjald varð frá 1. júlí 2013 einn af mörkuðum stofnum sameinaðrar Vegagerðar. Vitagjald skal greiða af skipum sem sigla við Íslandsstrendur og hafa hér viðkomu og skal það standa undir rekstri og framkvæmdum Vegagerðarinnar samkvæmt lögum um vitamál. Gjaldið er miðað við brúttótonnatölu skipa og er 136,62 kr. af hverju brúttótonni. Gjaldið var síðast hækkað 1. janúar ekjur af vitagjaldi voru 317 á árinu 2014, heldur meiri en tekjuspá hafði gert ráð fyrir. kisralag Ríkisframlag til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu var 914 og vegna styrkja til innanlandsugs 262 Fram lag til nýsmíði Vestmannaeyjaferju var samkvæmt fjárlög um 250 Framlag til vitabygginga var 29 og til sjóvarnargarða 106 Ríkisframlag til Vegagerðarinnar vegna annarra liða en jarðganga var því Reyndar lækk aði ríkisframlagið um 7 óútskýrðar milljónir á fjáraukalögum. Hafnar framkvæmdir eru alfarið fjármagnaðar með ríkisframlagi. Framlagið á árinu 2014 var 939 6

162 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 etilesjarviti við Djúpavog, 2. júlí ralg il arðganga Framlag til Norðfjarðarganga var og til Seyðisfjarð ar ganga (Fjarðarheiðarganga) 30 arðgöng vegna iðjuframkvæmda á Bakka fengu á fjárlögum 850 en þær voru teknar til baka á fjár auka lögum. rekr Þegar fjárlagaliður 1.05 Umdæmi og rekstrardeildir var sameinaður lið 1.07 Þjónustu voru áætlaðar sértekjur 180 settar inn í fjárlög á þjónustuliðinn. Sá hluti Siglingastofnunar, sem sameinaðist Vegagerðinni er að töluverðum hluta fjármagnaður af sértekjum og voru þær áætlaðar 204 fyrir árið Rekstur Landeyjahafnar er sömuleiðis fjármagnaður af sértekjum sem voru áætlaðar 10 fyrir árið rakalg Á fjáraukalögum var bætt við þjónustuna til að mæta halla á vetrarþjónustu. Á móti voru nýframkvæmdir lækkaðar um sömu upphæð. Almennur rekstur fékk síðan 23,5 til að mæta útlögðum kostnaði vegna eldgossins í Holuhrauni. Norðfjarðargöng, 27. janúar Viðskiarengar Á árinu var gert ráð fyrir 75 gjaldaheimild vegna afskrifta af álögðum mörkuðum tekjum. Samkvæmt fjárlögum var áætluð innheimta markaðra tekna 751,8 hærri en ráðstöfun og því átti svokölluð fyrirframráðstöfun markaðra tekna að lækka um þá upphæð. Eftir fjáraukalög varð reyndin hins vegar sú að einungis 71 fór til lækkunar á skuldinni. Vegasjóður skuldar nú ríkissjóði 17,6 milljarða króna. Ástæða þessarar skuldar er að gjaldskrár markaðra tekjustofna hafa ekki verið hækkaðar í takt við verðlag. kiing gala Í töu 4 á næstu blaðsíðu er sýnd skipting fjárveitinga til stofn unar Vegagerðarinnar á árinu Vegáætlun fyrir árið 2014 var ekki samþykkt, en útgjaldatala fjárlaga var ,9 Á fjáraukalögum komu 23,5 m.kr vegna eldgoss í Holuhrauni og voru millifærðar á vetrarþjónustu af nýframkvæmdum. Heildarfjárveiting ársins var því ,4 Hringvegur (1), Holtavörðuheiði, 4. mars Fé var millifært af nýframkvæmdum til vetrarþjónustu vegna slæmrar tíðar. 7

163 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 aa 4 Skipting útgjalda. Fjár- Fjár- Fjár- Fjárhæðir eru í lög aukalög veitingar Rekstur Vegagerðarinnar 1.01 Almennur rekstur 645,5 23,5 669,0 firstjórn, skrifstofuhald o.. 213,5 Viðhald vita og leiðsögukerfa 143,0 Vaktstöð siglinga 289, Umsýslugjald 81,0 0,0 81, Þjónusta, styrkir, rannsóknir og viðhald 1.07 Þjónusta 3.267, , ,4 Viðhald vegmerkinga 947,0 Samningar við sveitarfélög 100,0 Viðhaldssvæði 500,0 Vetrarviðhald 1.720, Styrkir til ferja og sérleyfishafa 1.480,1 0, , Styrkir til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu 914,0 0,0 914, Styrkir til innanlandsugs 262,4 0,0 262, Rannsóknir 145,8 0,0 145, Rekstur Landeyjahafnar 0,0 0,0 0, Viðhald 5.000,0 0, ,0 Viðhald bundinna slitlaga 2.300,0 Viðhald malarvega 750,0 Styrkingar og endurbætur 840,0 Veggöng 130,0 Brýr og varnargarðar 400,0 Umferðaröryggi 375,0 Vatnaskemmdir 100,0 Viðhald girðinga 75,0 Frágangur gamalla efnisnáma 25,0 Minjar og saga 5, Stofnkostnaður 6.10 Framkvæmdir Stofn- og tengivegakerfi 7.776, , ,0 Almenn verkefni 2.986,0 engivegir - bundið slitlag 750,0 Breikkun brúa 0,0 arðgöng 3.210,0 Iðjuvegir, Bakki 650,0 ryggisaðgerðir í jarðgöngum 180,0 Annað en stofn- og tengivegir 388,0 0,0 388,0 Héraðsvegir 70,0 Landsvegir utan stofnvegakerfis 100,0 Styrkvegir 50,0 Reiðvegir 60,0 Smábrýr 38,0 Girðingar 50,0 Samgöngurannsóknir 20, Vitabyggingar 28,5 0,0 28, Sjóvarnargarðar 106,2 0,0 106, Vestmannaeyjaferja 250,0 0,0 250,0 Afskriftir markaðra tekna 75,0 0,0 75,0 Samtals: ,9 23, ,4 8

164 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 ralag rið saan ið rri r Í súluriti 1 kemur fram framlag til Vegagerðarinnar í árin 2004 til 2014 á verðlagi ársins 2014 og í súluriti 2 má sjá framlag til Vegagerðarinnar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á árunum Verðlagsrsenr g aka 2014 g rli r ragn il egala Hækkun byggingarvísitölu milli áranna 2013 og 2014 var 1,6. Sala á bensíni hefur heldur dregist saman en sala á díselolíu aukist. Gjaldskrár markaðra tekjustofna hafa ekki haldið verð gildi sínu undanfarin ár. Aeiðingin er skert innkoma og minnk andi kaupmáttur tekna af mörkuðum tekjustofnum. Bein ríkisframlög hafa aukist, en þær viðbætur renna til Norð fjarðar ganga. Fjárveitingar til Vegagerðarinnar á árinu 2014 voru ,4 en voru á árinu 2013 á verðlagi þess árs. (Súlurit 1 hér að neðan er á verðlagi 2014). ölurnar eru ekki sambærilegar þar sem búið er að sameina stofnanir og breyta verkefnum. Fjárveitingar til vegagerðar eru enn í mikilli lægð. Álftanesvegur (41), gerð undirganga, 14. janúar Súlurit 1 Framlag til Vegagerðarinnar á verðlagi ársins Súlurit 2 Framlag til Vegagerðarinnar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu Verg landsframleiðsla hefur verið leiðrétt miðað við innleiðslu Hagstofunnar á SA2010 staðli í september

165 Ársskýrsla Vegagerðarinnar eksr Vegagerðarinnar Útgjöld til almenns rekstrar í fjárlögum 2014 voru 850,3 Sértekjur voru 204,8 þannig að fjárveitingin var 645,5 Þessi liður borgar fyrir viðhald vita 192,8 og fyrir samning um vaktstöð siglinga 286,1 þannig að einungis 166,6 fara í eiginlegan rekstur stofunarinnar. Starfsemi, sem fellur undir þennan lið fyrir utan viðhald vita og samning um vaktstöð siglinga er yfirstjórn Vegagerðarinnar, fjármálasvið, mannvirkjasvið, siglingasvið, stoðsvið og þróunarsvið. Þessi liður hefur verið skorinn mikið niður undanfarin ár, meira en góðu hófi gegnir. Á fjáraukalögum komu 23,5 til þessa liðar til að mæta áföllnum kostnaði vegna eldgossins í Holuhrauni. Þessi fjárveit ing hefði hins vegar átt að lenda á viðhaldsliðnum. il rekstrar hjá Vegagerðinni telst einnig fjárlagaliðurinn: innheimtukostnaður vegna markaðra tekna, sem greiddur er til ríkissjóðs og er hann tekinn af mörkuðum tekjum. Samkvæmt fjárlögum 2014 er þessi kostnaður 81 arsannaal Fastir starfsmenn hjá Vegagerðinni voru 288 í lok árs 2014 í 290,1 stöðugildum en voru 293 í árslok Meðal starfsmanna fjöldi á árinu 2014 var 313 eða sá sami og árið Heildarvinnuframlag á árinu 2014 reiknað í dagvinnustundum nam 361 mannári en 360 árið Launagreiðslur voru á árinu 2014 og launatengd gjöld 527 aa 5 sýnir fjölda fastra starfsmanna Vegagerðarinnar. aa 5 Fjöldi fastra starfsmanna Vegagerðarinnar. Fundarmenn á haustfundi Norðursvæðis Vegagerðarinnar um borð í Húna II, 1. september Reykja- Suður- Vestur- Norður- Austur- Samtals vík svæði svæði svæði svæði Félag íslenskra náttúrufræðinga Kjarafélag tæknifræðinga Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga Kjararáð Rafiðnaðarsamband Íslands Samiðn SFR stéttarfélag í almannaþjónustu Starfsgreinasamband Íslands Stéttarfélag bókasafnsfræðinga Stéttarfélag lögfræðinga Stéttarfélag verkfræðinga Fræðagarður Stéttarfélag tölvunarfræðinga Verkstjórasamband Íslands Fastir starfsmenn 1. janúar Fastir starfsmenn 1. janúar Fastir starfsmenn 1. janúar Fastir starfsmenn 1. janúar Fastir starfsmenn 1. janúar Fastir starfsmenn 1. janúar Fastir starfsmenn 1. janúar Fastir starfsmenn 1. janúar Fastir starfsmenn 1. janúar Fastir starfsmenn 1. janúar Fastir starfsmenn 1. janúar Fastir starfsmenn 1. janúar

166 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Skipurit Vegagerðarinnar rsri egalasri Innri endurskoðun ðsið Lögfræði Gæða-, umhverfis og öryggismál Samskipti og skjalamál Mannauður Rannsóknir lasið Fjárhagur og hagsýsla Rekstur eigna og tækja Innkaup Almenningssamgöngur annirkasið Hönnun Framkvæmdir Viðhald Þjónusta arðgöng arðefni iglingasið Hafnir Vitar ði Vestursvæði Norðursvæði Austursvæði Suðursvæði rnarsið Áætlanir og skipulagsmál Umferð og umferðaröryggi Upplýsingatækni ögurviti,. júlí rsrn Eftirfarandi starfsemi heyrir undir þennan lið yfirstjórn Vegagerðarinnar og fimm svið stofnunarinnar þ.e. fjármálasvið, mann virkjasvið, siglingasvið, stoðsvið og þróunarsvið. Í yfir stjórn eru forstjóri og framkvæmdastjórar sviða. Fjármálasvið skiptist í þrjár deildir greiningardeild, fjárhagsdeild og rekstrardeild. Mann virkjasvið skiptist í þrjár deildir framkvæmdadeild, hönnunar deild og þjónustudeild, og tvær sjálfstæðar einingar jarðefni og jarðgöng. Sigl inga svið skiptist í tvær deildir hafnadeild og vitadeild. Stoð svið skipt ist í þrjár deildir samskiptadeild, gæðadeild og lög fræði deild, og tvær sjálfstæðar einingar mannauð og rann sóknir. Þró un ar svið skiptist í þrjár deildir áætlanadeild, um ferðar deild og upplýsingatæknideild. Auk framangreinds heyrir undir þennan lið innri endurskoðun. Eftirlaunagreiðslur til fyrr verandi starfsmanna teljast einnig til þessa liðar. Vaksð siglinga Vaktstöð siglinga var sett á fót með lögum nr Frá 1. júlí 2013 hefur Vegagerðin (áður Siglingastofnun) haft fjárhagslegt og faglegt eftirlit með rekstrinum og sinnir samskiptum við stjórn völd vegna verkefna vaktstöðvarinnar. Samgöngustofa sinnir alþjóðlegu samstarfi, svo sem sam starfi við Alþjóðasiglingamálastofnunina, IMO og Siglingaöryggisstofn un Evrópu, EMSA. Með sérstökum þjónustusamningi frá 8. janúar 2010 fól Siglingastofnun Íslands Neyðarlínunni ohf. að annast daglegan rekstur Vaktstöðvarinnar. Vegagerðin yfirtók þennan samning 1. júlí Hlutverk Vaktstöðvar siglinga er að fylgjast með allri umferð á sjó í lögsögu landsins og vera miðstöð upplýsinga fyrir skipaumferð í íslensku efnahagslögsögunni og halda utan um siglingar erlendra skipa sem koma til landsins sem og siglingar íslenskra skipa. Vaktstöðvar siglinga sinna tilkynningakerfi um komur og brott farir skipa, sem fer í gegum SafeSeaNet. Vakstöðin fær upplýsingar í gegnum SafeSeaNet um utning hættulegra efna, farþegalista, o. Í notkun í vaktstöð siglinga eru nú, auk SafeSeaNet, upplýsingakerfi Siglingaöryggisstofnunar Evrópu og LRI (Long Range Identifiation and raking), sem er tilkynningakerfi kaupskipa innleitt af IMO, Alþjóðasiglingamálastofnuninni. Vaktstöð siglinga hefur tekið yfir rekstur AIS kerfisins (sjá bls. 12). Á árinu var unnið að þéttingu AIS-kerfisins og sett upp ein stöð til viðbótar þeim sem fyrir voru. Alls voru því 39 landstöðvar komnar upp í árslok Uppbygging kerfisins er að mestu lokið. Langdrægi stöðvanna er allt að 70 sjómílum (130 km). 11

167 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Papey, 2. júlí Viar lýsinga g leiðsgker Vegagerðin sér um rekstur landsvitakerfisins ásamt rekstri á siglingarbaujum fyrir utan hafnsögu einstakra hafna, en einnig tæknilega aðstoð og ráðgjöf við uppbyggingu hafnarvita og innsiglingar merkja. Stofnunin rekur einnig upplýsingakerfi um veður og sjólag fyrir siglingar. Vaktstöð siglinga hefur tekið yfir rekstur sjálfvirks auðkennikerfis skipa, AIS. Sjálfvirku auðkennikerfi skipa (AIS Automati Identifiation System) var komið á samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins nr sem lögin um Vaktstöð siglinga byggjast á. AIS-kerfið er hluti af rafrænu tilkynninga kerfi sem nefnist SafeSeaNet fyrir siglingar skipa sem aðildarríki Evrópusambandsins, auk Noregs og Íslands, eru aðilar að. Vegagerðin fær til ráðstöfunar vitagjald, sérstakan skatt sem samkvæmt vitalögum er lagður á íslensk og erlend skip sem taka íslenska höfn. Vitagjaldinu er ætlað að standa straum af kostnaði við rekstur leiðsögukerfis fyrir sjófarendur. Upphæð gjaldsins tekur mið af brúttótonnatölu skips. Af þessu fé er einnig kostaður rekstur upplýsingakerfisins um veður og sjólag. Viðhald og eftirlit Vegagerðarinnar með vitum landsins skiptist í stórum dráttum í eftirlit með raf- og ljósabúnaði annars vegar og hins vegar viðhald á vitabyggingum og málun á ytra byrði, en nauðsynlegt er að viðhalda ytra byrði vel þar sem þeir eru notaðir sem dagmerki við siglingar. Á árinu 2014 var viðhald og eftirlit með vitum og leiðsögubúnaði með hefðbundnum hætti. Starfsmenn Vegagerðarinnar sinntu almennu viðhaldi á 15 vitabyggingum og fóru í 94 vita til eftirlits, fyrirbyggjandi viðhalds og endurnýjunar á ljós- og rafbúnaði. Skipt var um búnað að hluta til og sinnt viðhaldi á 14 siglingarbaujum. Eftirliti var sinnt við 11 veðurstöðvar. Þá sinntu starfsmenn Vegagerðarinnar (áður Siglingastofnunar) eftirliti með tveimur vitum fyrir Faaóahafnir, leiðarljósum fyrir Hafnarfjarðarhöfn og sáu um viðhald á baujum, garðsendaljósum og leiðarljósum fyrir hafnir landsins. Eftirtaldir vitar voru teknir í viðhald: Reykjanesviti á Reykjanesi, Stafnesviti við Sandgerði, Hólmsbergsviti við Keavík, Malarrifsviti á Snæfellsnesi ásamt íbúðarhúsi, vélahúsi og vatnsþróm innan og utan, Bjargtangaviti á Bjargtöngum ásamt vélahúsi að utan, niðurtöku girðingar umhverfis mastur á staðnum og fegrun umhverfisins, Skagatáarviti við Hraun á Skaga, jörnesviti á jörnesi, Hvalnesviti á Hvalnesi, Sel vogsviti í Selvogi, Krýsuvíkurviti á Krýsuvíkurbjargi, Bjarnareyjarviti við Vopnafjörð, Kögurviti við Borgarfjörð eystri, Glettinganesviti á Glettinganesi, Ketilesjarviti á Ketilesi við Djúpavog, Papeyjar viti á Papey við Djúpavog og Hvanneyjarviti við Hornafjörð. Þá var farþegalandgangur í Landeyjahöfn, á milli Herjólfs og afgreiðslu, endurbættur. Hann var ryðhreinsaður og málaður að utan og innsiglingamöstur og ljósastaurar yfirfarnir og lagaðir eftir þörfum. Upplýsingakerfi Vegagerðarinnar um veður og sjólag var rekið á svipaðan hátt og undanfarin ár. Kerfið gefur sjófarendum kost á upplýsingum um veður og sjólag umhverfis landið sem uppfærðar eru á klukkustundar fresti. Upplýsingarnar er hægt að nálgast á vef stofnunarinnar og í símsvara en einnig má nálgast upplýsingar frá ölduduum á tetavarpi. Nú eru alls 11 öldudu í rekstri með ströndum fram. Á Gjögurvita var skipt Vestmannaeyjaferjan Herjólfur siglir inn í andeyjahöfn og dýpkunarskip að störfum. jósmynd: Guðmundur Alfreðsson. 12

168 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 um þak (rafmagnstöuhús). Innsiglingastaurar ásamt stóra innsiglingamerkinu í Landeyjahöfn var klætt. Einnig voru innsiglinga merkin ryðhreinsuð og menjuð. anir lkanilranir g grnnkr Á vegum Vegagerðarinnar er á hverju ári unnið að rannsóknum á öldufari, jarðvegsrannsóknum í höfnum, gerð líkantilrauna og grunnkorta af höfnum, ásamt rannsóknum tengdum sjóvörnum. Grunnkort hafna voru uppfærð, nýjustu dýptarmælingar settar saman og ný hafnarmannvirki færð inn á grunna. Unnið var við umsýslu á upplýsingarkerfi um veður og sjólag og endurbætur sem tengjast staðbundnum ölduspám, auk verkefna sem tengjast öldumælingum og öldufari. Unnið var að ýmsum rannsóknum sem tengjast vandamálum við sandutninga við Landeyjahöfn. Í líkanstöðinni voru gerðar tilraunir með að dæla sandi úr hafnarmynni Landeyjahafnar með föstum dælubúnaði. Þá var áfram unnið að þróun hermilíkans fyrir siglingar og sandutninga við höfnina. Þessar rannsóknir eru kostaðar af viðfanginu Landeyjahöfn undir fjárlagalið Hafnaframkvæmdir. Kynntar voru tvær ráðstefnugreinar sem tengjast rannsóknum fyrir Landeyjahöfn. Á PIAN orld ongress 2014 var kynnt greinin Landeyjahöfn - Simulation model for sedimentation and navigation of ferry in the harbour mouth og á ráðstefnunni International onferene on oastal Engineering 2014 var kynnt greinin Behaviour of pumping pits in harbour entrane on an eposed sandy oast. Unnið var að yfirgripsmiklum rannsóknum á Grynnslunum utan við Hornafjarðarós og áhrifum þeirra á siglingar um sinn. Byggt á öldufarsreikningum voru efnisutningar með ströndinni að snum metnir. Unnið var úr skráningu á tilvikum þar sem fiskiskip taka niðri á Grynnslunum og sett fram samhengi við ölduhæð og sjávarstöðu. Á fundi á Höfn í september var kynnt áfangaskýrsla, Rannsóknir á Grynnslum utan við Hornafjörð og áhrif á siglingar. Nam kostnaður við þessar rannsóknir um 8 Sem liður í því að fylgjast með strandbreytingum við Vík í Mýrdal var grunnsævið framan við byggðina dýptarmælt. Nam kostnaður við þessar rannsóknir um 1,5 Í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins E var unnið að gerð öldukorta fyrir hafsvæðin umhverfis Ísland með sérstakri áherslu á ferjuleiðir og ferðamennsku. Nam kostnaður við þessar rannsóknir um 3,3 Kl. 11:55 - fim. 13. mars 2014 Kl. 09:45 - sun. 16. mars 2014 Myndir úr sjálfvirkum myndavélum Vegagerðarinnar lýsingansa Hjá umferðarþjónustu þjónustudeildar mannvirkjasviðs er séð um upplýsingaþjónustu Vegagerðarinnar, en þjónusta við vegfar endur felst m.a. í margs konar kynningarstarfsemi og upplýs ingaþjónustu. Vegagerðin rekur nú öugt upplýsingakerfi um færð, veður og ástand vega um allt land til að mæta auknum þörfum og kröfum vegfarandans um greinargóðar upplýsingar um sem est sem hann varðar þegar hann er á ferð um vegakerfið. Safnað er saman fjölþættum upplýsingum frá mælitækjum á og við vegakerfið, m.a. upplýsingum um umferðarmagn, hraða, ásþunga, frost í jörð, veður og færð og eru est þessara mælitækja sjálfvirk og er þessum upplýsingum miðlað samtímis, um alla helstu upplýsingamiðla landsins, til þeirra sem á þeim þurfa að halda. nneiksnaðr egna arkaðra ekna Vegagerðin greiðir innheimtukostnað vegna markaðra tekna til ríkissjóðs af mörkuðum tekjum og telst það til útgjalda hennar. Innheimtukostnaður samkvæmt fjárlögum var 81 á árinu Veðurstöð á Þröskuldum á Djúpvegi

169 Ársskýrsla Vegagerðarinnar nsa srkir rannsknir g iðal Samkvæmt fjárlögum voru fjárveitingar til þjónustu vega kerfisins 3.267, styrkir til ferja og sérleyfishafa 1.480, styrkir til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og áhrifa svæði þess 914, styrkir til innanlandsugs 262, fjárveitingar til rannsókna 146 og til viðhalds vega kerfisins Í fjáraukalögum fyrir árið 2014 voru uttar af fjárveitingum stofnkostnaðar til þjónustu vega kerfis ins. Sam tals voru því fjárveitingar til þessara liða nsa Fjárveiting til þjónustu stofn- tengi- og héraðsvega á fjárlögum og fjáraukalögum árið 2014 var Auk þess var hagnaður svæða og rekstrardeildar að upphæð 117 notaður til að minnka halla á vetrarviðhaldi. il ráðstöfunar voru því Verkefni í þjónustu skiptist á árinu 2014 í fjóra meginokka, viðhald vegmerkinga, samninga við sveitarfélög, viðhaldssvæði og vetrarviðhald. Heildarkostnaður við þjónustu vega var á árinu Uppsafnaður halli á þjónustu vegakerfisins var í árslok Hér er fjallað sérstaklega um almenna þjónustu, þ.e. viðhald vegmerkinga, samninga við sveitarfélög og viðhaldssvæði og sérstaklega um vetrarviðhald. Í töu 6 kemur fram hvernig kostnaður við almenna þjónustu skiptist milli hinna einstöku okka þjónustunnar og milli svæða Vegagerðarinnar á árinu Viðal egerkinga Fjárheimildum til vegmerkinga var varið til að greiða lýsingu meðfram vegum, yfirborðsmerkingu, endurnýjun og viðhald á kantstikum, vegriðum og umferðarmerkjum. Kostnaður vegna viðhalds vegmerkinga var á árinu Súlurit 3 sýnir þróun fjárheimilda til almennrar þjónustu á ár un um ölurnar eru á verðlagi ársins Athygli er vakin á því að frá árinu 2008 eru fjárheimildir við vegheun og rykbindingu malarvega taldar með fjárheimildum til endurnýjunar malarslitlaga undir viðhaldsliðnum viðhald mal ar vega, og frá árinu 2011 eru fjárheimildir til vegganga taldar með viðhaldsliðnum veggöng Súlurit 3 Fjárheimildir til almennrar þjónustu á verðlagi ársins Sam- Suður- Vestur- Norður- Austur- Sam- Svæði útgjaldaliður eiginlegt svæði svæði svæði svæði tals Viðhald vegmerkinga Samningar við sveitarfélög Viðhaldsvæði Samtals aa 6 Skipting kostnaðar við almenna þjónustu. Vegagerðin hefur gert samninga við nokkur sveitarfélög um þjónustu innan þéttbýlis, en hefur frá árinu 2011 yfirtekið marga þessara samninga. 14

170 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Súlurit 4 ostnaður við almennra þjónustu á verðlagi ársins Súlurit 4 sýnir þróun í kostnaði við almenna þjónustu á árunum ölurnar eru á verðlagi ársins Athygli er vakin á því að frá árinu 2008 er kostnaður við vegheun og rykbindingu malarvega talinn með kostnaði við endurnýjun malarslitlaga undir viðhaldsliðnum viðhald malar vega, og frá árinu 2011 er kostnaður vegna vegganga talinn með viðhaldsliðnum veggöng aningar ið seiarlg Fjárheimildum til þjónustu þjóðvega innan þéttbýlis var varið til almennrar þjónustu og vetrarþjónustu á þjóðvegum í þéttbýli. Samkvæmt 14. grein vegalaga, nr , er vegamálastjóra heimilt að fela öðrum veghald einstakra vegarkaa þjóðvega að nokkru eða öllu leyti. Gerðir voru samningar við mörg sveitarfélög um að þau annist þjónustu á vegum innan þeirra, en frá árinu 2011 hefur Vegagerðin yfirtekið mikinn hluta þjónustu þjóðvega innan þéttbýlis. Kostnaður vegna þjónustu þjóðvega innan þéttbýlis var 96 á árinu þjónustudeild Vegagerðarinnar í miðstöð hefur með höndum verkefnisstjórn vetrarviðhalds á öllu landinu. Í töu 7 kemur fram hvernig kostnaður við vetrarviðhald á árinu 2014 skiptist á milli svæða Vegagerðarinnar. Á undanförnum árum hefur þjónusta á vegakerfinu að vetri til stöðugt verið að aukast. Bæði er um að ræða fjölgun snjómokstur sdaga á lengri leiðum og einnig er eiri leiðum haldið opnum vegna aukinnar umferðar. Einnig hefur hreinsun vega verið bætt verulega ásamt aukinni hálkuvörn. Kostnaður við Viðalssði Fjárheimildum var varið til að greiða kostnað við umsjónar- og eftirlitsvinnu með vegamannvirkjum, merkingar vegna vegaskemmda og takmarkana á ásþunga, hreinsun vegsvæða, viðgerðir á skemmdum vegna úrrennslis, afvötnun vega og sérstök verkefni. Kostnaður vegna þessara verkefna var 577 á árinu Verariðal Fjárheimildum til vetrarviðhalds er ætlað að greiða allan kostnað við snjómokstur og hálkuvarnir á vegakerfinu í samræmi við gildandi snjómokstursreglur. Innifalið í þeim kostnaði er einnig stjórnun og stýring vetrarþjónustunnar, uppsetning og rekstur mælitækja og upplýsingabúnaðar um færð á vegakerfinu og ástand vega að vetri til. Kostnaður við vetrarviðhald var um á árinu Í byrjun árs 2013 var skipulagi Vegagerðarinnar breytt á þann veg að nadalur, 22. mars aa 7 Skipting kostnaðar við vetrarviðhald. Sam- Suður- Vestur- Norður- Austur- Sam- Svæði útgjaldaliður eiginlegt svæði svæði svæði svæði tals Vetrarviðhald

171 Ársskýrsla Vegagerðarinnar Súlurit 5 Fjárheimildir til vetrarviðhalds á verðlagi ársins Súlurit 6 ostnaður við vetrarviðhald á verðlagi ársins Lengd Kostnaður kaa Kostnaður á km Kaar: km þús.kr. Hellisheiði: Reykjavík - Hveragerði og Þrengslavegur , Holtavörðuheiði 37 23,6 637 Fróðárheiði 14 12,8 917 Steingrímsfjarðarheiði 47 33,5 712 Siglufjarðarvegur: Ketilás - Siglufjörður 25 13,2 526 nadalsheiði 25 42, Dalvík - lafsfjörður 18 9,0 503 Mývatns- og Möðrudalsöræfi og ökuldalur ,8 588 Vopnafjarðarheiði 51 39,1 767 Fjarðarheiði 24 52, Oddsskarð 23 43, Vegið meðaltal aa 8 ostnaður við vetrarviðhald á nokkrum vegarköum árið

172 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 vetrarviðhald hefur aukist vegna þess en mestu mun ar um óhagstæðara veðurfar. Mikill snjóþungi á Norðaustur- og Austurlandi veturinn og í kjölfar þess afar erfiður vetur með veðurágangi á Suður- og Vesturlandi sem kallaði á stöðuga vetrar þjónustu og miklar hálkuvarnir á þéttbýlustu svæðun um. Kostnaður við vetrarviðhald var nokkuð jafnhátt í febrúar til mars og langhæst í desember, um 879 Heildarkostnaður við vetrarviðhald varð því mun meiri en áætlað hafði verið. Súlurit 5 sýnir þróun fjárheimilda til vetrarviðhalds á árunum og súlurit 6 sýnir þróun í kostnaði sömu ár. ölurnar eru á verðlagi ársins Í töu 8 má sjá kostnað við vetrarviðhald á nokkrum vegar köum á árinu rkir il era g srlesaa Fjárveiting til ferja og sérleyfishafa var 1.480,1 Í ársbyrjun var hallinn á þessum lið 265,4 Hallinn jókst heldur á árinu og í árslok var hann 293,4 Ástæður þessa halla má rekja aftur til 2010 þegar Landeyjahöfn var tekin í notkun og þau vandamál, sem enn er verið að glíma við, litu dagsins ljós. Uppi eru áform um smíði nýrrar ferju og einnig um endurbætur á höfninni. Á meðan þarf að sigla bæði til Landeyjahafnar og Þorlákshafnar eftir aðstæðum, sem leiðir til u.þ.b 300 kostnaðarauka á ári. Núverandi fjárveitingar hafa verið hækkaðar til að mæta þessum kostnaði, en óbættur er enn kostnaðaraukinn frá err Heildarkostnaður á árinu var 1.150,3 aa 9 sýnir hvernig ríkið styrkti ferjuleiðir og utninga árið rle lani Heildarkostnaður á árinu var 357,8 Undir þennan lið falla allir styrkir til sérleyfa á landi. Búið er að semja við samtök sveitarfélaga um land allt um að sjá um tilhögun á þessum rekstri og útboð á honum. Hefur það fyrirkomulag yfirleitt gefist vel. aa 9 ostnaður við ferjur Hríseyjarferjan Sævar í Hrísey, 2. ágúst Rekstrar- Annar styrkur kostnaður Samtals Vestmannaeyjaferja, Herjólfur 660,1 17,3 677,4 Vestmannaeyjaferja, Víkingur 22,6 0,0 22,6 Breiðafjarðarferja, Baldur 157,0 0,1 157,1 Flutningar í Ísafjarðardjúpi 0,0 0,6 0,6 Hríseyjarferja, Sævar 95,0 38,0 133,0 Grímseyjarferja, Sæfari 137,2 4,8 142,0 Mjóafjarðarferja, 11,7 0,0 11,7 Norðurfjarðarutningar 1,0 0,0 1,0 Sameiginlegt 0,0 4,9 4,9 Samtals 1.084,6 65, ,3 414 rkir il alenningssagangna ðrgarsðin Fjárveiting á fjárlögum var 914 Áformað er að byggja upp almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæð inu og tengingar við það. Verkefnið er til 10 ára og skal verja hluta af kolefnisgjaldi til að fjármagna það. Gerðir hafa verið samningar við samtök sveitarfélaga um þetta verkefni rkir il innanlansgs Fjárveiting til þessa liðar var 262,4 Halli var á þessum lið í ársbyrjun 15,1 Hallinn jókst á árinu og í árslok var hann orðinn 30,2 mis vandamál hafa verið í þessum rekstri m.a. fækkun farþega og auknar opinberar álögur. Áætlunarug til se áfangastaða var styrkt Um er að ræða ug frá Reykjavík til Bíldudals, Gjögurs og Hornafjarðar og ug frá Akureyri til Grímseyjar, Þórshafnar og Vopnafjarðar. Strætisvagnar í Reykjavík. 17

173 Ársskýrsla Vegagerðarinnar annsknir Samkvæmt 23. grein vegaglaga skal að minnsta kosti einum og hálfum hundraðshluta af mörkuðum tekjustofnum til vegagerðar varið til rannsókna og þróunar við vegagerð undir stjórn Vega gerðarinnar. Árið 2014 var fjárveitingin 146 Samkvæmt þingsályktun um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin voru markaðar tekjur Vegagerðarinnar árið 2014 hins vegar áætlaðar um 14,4 milljarðar króna, þannig að ef lagabókstafnum hefði verið fylgt hefði fjárveitingin átt að vera 216, mismunur er 70 Auglýst var eftir umsóknum í rannsóknasjóðinn í byrjun árs Umsóknafrestur rann út 4. febrúar Alls bárust 171 umsóknir að upphæð samtals 421 milljón króna. Þetta er örlítil fjölgun umsókna miðað við næstu tvö ár á undan, en þrjú ár þar á undan voru umsóknirnar nokkru eiri á hverju ári. Mismun ur á fjárveitingum til sjóðsins og upphæð umsókna gerir aa 10 Rannsóknaverkefni annirki Áhrif rakastigs á niðurstöður LA styrkleikaprófs. Breikkun vegbrúa fyrir umferð gangandi og hjólandi með trefjastyrktum fjölliðum (FRP). Eiginleikar íslensk jarðvegs Úrvinnsla P mælinga. Fjaðurstuðull steinsteypu. Fjölnematíðnigreining á yfirborðsbylgjum. Hagkvæm, forspennt og forsteypt burðarvirki fyrir brýr á jarðskjálftasvæðum með stuttan framkvæmdatíma. Hönnunarleiðbeiningar fyrir brýr. Ídráttarrör úr rifuðu plasti fyrir spennikapla. arðskjálftasvörun langra brúa með mörgum undirstöðum. Klæðingar - rannsóknir og þróun. Kröfur til rýrnunar í íslenskri steinsteypu. Leiðbeiningar um efnisrannsóknir og efniskröfur. Loftræsting jarðganga Uppfært reiknilíkan. Malbiksrannsóknir Malbikun á gólfi steyptra brúa. Mæliaðferð til að greina magn kísilryks í sementi. Niðurbrot óbundins burðarlags undir sveiandi álagi, 2. áfangi. Notkun koltrefja til styrkingar steyptra mannvirkja og til ástandsgreiningar. Orðasafn vegagerðarorða - skilgreiningar og skýringar á hugtökum. Rannsókn á álagi frá snjóóðum á stálþil á lafsfjarðarvegi við Sauðanes. Sjávarborðsrannsóknir. Staurarekstur og rannsóknir. Steypt slitlög á brýr. Útskiptanlegar brúalegur. Vindáhrif á stagbrýr. Vinnsla steinefna til vegagerðar- tækjabúnaður, verktækni og framleiðslueftirlit. Handbók fyrir vegagerðarmenn. erð Áhrif endafrágangs vegriða á snjósöfnun. Áhrif tvöföldunar Reykjanesbrautar á umferðaröryggi. Athugun á áhrifum hraðamyndavéla á Hringvegi í Hvalfjarðarsveit á fjölda slysa. Ferðavenjur sumarið það að verkum að hafna þarf mörgum áhugaverðum verkefnaumsóknum og í mörgum tilvikum var fjárveiting lægri en heildarupphæð umsóknarinnar. Þegar auglýst var eftir umsóknum til rannsóknasjóðsins í upphafi ársins, voru í þetta sinn ekki lögð fram áherslusvið fyrir verk efnaokkana fjóra, eins og verið hafði árin þar á undan. Þrjár fagnefndir, skipaðar starfsfólki Vegagerðarinnar, störfuðu á árinu, ein um mannvirki, önnur um umferð og hin þriðja um umhverfi og samfélag. Nefndirnar gerðu tillögur um ákveðin verkefni sem þær létu skilgreina og lögðu til að væru unnin. Aðrar umsóknir voru því frjálsar, en í auglýsingunni var minnt á hlutverk rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar, sem er m.a. að stuðla að því að hún geti uppfyllt þau markmið sem henni eru sett á hverjum tíma, sem og að aa nýrrar þekkingar á starfssviði hennar. Reynsla af þessu vinnulagi er til skoðunar og hugsanlega verður aftur breytt í fyrra horf, þ.e. að leggja fram áherslusvið fyrir verkefnaokkana og óska eftir umsóknum í samræmi við það Gönguþveranir leiðbeiningar Ísland allt árið eða hvað Athugun á öryggi erlendra ferðamanna á vinsælli ferðamannaleið að vetrarlagi. NordFoU MORS II (líkan um endingu hálkusalts). NordFoU ROSMOS, upplýsingatækni til færðar- og ástandsgreiningar á vegum. Norsikt II, samnorrænt verkefni um umferðartölfræði á vegum NordFou. Reykjanesbraut - Lækjargata umferðaræði hringtorgs bætt með ljósastýringu. Staða hjólreiða á landsvísu, aðferðafræði og ávinningur stefnumótunar. Umferð á stofnbrautum. Umferðarhraði á vinnusvæðum og áhrif hraðatakmarkandi aðgerða. Umferðaröryggi við ljósastýrðar gangbrautir. Úttekt hjólaleiða. Vegir og ofanóð. er Afkoma og hreyfing Breiðamerkurjökuls og afrennsli leysingavatns til ökulsárlóns á Breiðamerkursandi. Áhrif síldardauða á lífríki fjöru og hafsbotns í Kolgrafafirði. Grímsvatnahlaup: vatnsgeymir, upphaf og rennsli. ÍSAFOLD -land íss og jökla. Leysimæling á Hofsjökli, Skaftárkötlum og jöklum á röllaskaga. Rannsóknir á óðum íslenskra fallvatna. Rannsóknir á jökulhlaupum úr Skaftárkötlum með þráðlausum hita- og þrýstingsnema. Uppruni svifryks í Reykjavík. Vatnssöfnun undir sigkötlum Mýrdalsjökuls vöktuð með ís sjá. Vistvænar lausnir við frágang á vegsvæðum. alag Innleiðing arðsemislíkansins eresa. Leiðbeiningar um gerð hliðarmannvirkja við veg. Mælingar á jarðskorpuhreyfingum og kvikusöfnun undir Mýrdalsjökli, með þenslumælum. Skráning vegminja. 18

174 Ársskýrsla Vegagerðarinnar Viðal Fjárveiting á fjárlögum til viðhalds stofn-, tengi- og héraðsvega á árinu 2014 var Í fjáraukalögum voru veittar 23,5 til að mæta kostnaði við viðbún að vegna jarðskjálfta í Bárðarbungu og eldgoss norðan Vatnajökuls. il ráðstöf un ar í viðhald þjóðvega voru því alls 5.023,5 á árinu Verkefni viðhaldsins skiptist í tíu meginokka við hald bundinna slitlaga, viðhald malar vega, styrkingar og endurbætur, brýr og varn argarðar, umferðaröryggi, veggöng, vatnaskemmdir, viðhald girðinga, frá gang ur gamalla efnisnáma og minjar og saga. Heildarkostnaður við viðhald vega var á árinu Skuld við halds er 27 í árslok Viðhald þjóðvegakerfisins innifelur það að varðveita þau verðmæti sem liggja bundin í vegakerfinu ásamt því að uppfylla gildandi reglur um burðarþol og vegbreiddir. Heildarlengd stofnvega, tengivega og landsvega var km í árslok 2014, og var umferð á þeim árið 2014 um milljónir ekinna km. Samkvæmt vegalögum er þjóðvegum skipt í fjóra okka: stofnvegi, tengivegi, hér aðs vegi og landsvegi. Í töu 11 má sjá lengd þjóðvega samkvæmt þeirri okk un á árinu Í vegaskrá er heildar lengd þjóðvega km. Auk þess er 51 km vega innan þéttbýlis sem sam kvæmt vegalögum ættu að teljast sveit ar félagavegir, en ekki hefur náðst sam komu lag um skil á og á meðan sér Vega gerðin um viðhald þeirra. Samtals er það vegakerfi sem Vegagerðin annast við hald á því km, sjá töu 11. Í töu 12 er sýnd lengd vega með bundnu slitlagi eftir vegokkum og svæðu m Vegagerðarinnar og í töu 13 er sýnt hlutfall vega með bundnu slitlagi. aa 11 Vegakerð sem Vegagerðin annast í viðhaldi. Suður- Vestur- Norður- Austur- Sam- Hlut- Svæði svæði svæði svæði svæði tals fall vegokkur km km km km km Stofnvegir ,2 engivegir ,4 Héraðsvegir ,5 Landsvegir ,9 Samtals ,0 aa 12 engd vega með bundnu slitlagi. Suður- Vestur- Norður- Austur- Sam- Hlut- Svæði svæði svæði svæði svæði tals fall vegokkur km km km km km Stofnvegir ,0 engivegir ,9 Héraðsvegir ,6 Landsvegir ,4 Samtals ,0 aa 13 Hlutfall vega með bundnu slitlagi. Suður- Vestur- Norður- Austur- Sam- Svæði svæði svæði svæði svæði tals vegokkur Stofnvegir 78,4 80,1 81,6 85,3 81,0 engivegir 53,8 15,8 21,8 39,6 30,9 Héraðsvegir 0,3 0,2 0,4 17,7 2,6 Landsvegir 34,2 45,1 12,5 7,4 21,4 Samtals 47,0 41,3 35,0 47,6 42,0 Ólafsfjarðarvegur (2) við Hauganes, yrlögn með bikþeytu, 17. júlí

175 Ársskýrsla Vegagerðarinnar km milljón eknir kílómetrar Súlurit 7 Nýlagnir af bundnu slitlagi á ári Línurit 1 Þróun aksturs á stofn, tengi og landsvegum frá árinu Sam- Suður- Vestur- Norður- Austur- Sameiginlegt svæði svæði svæði svæði tals Svæði útgjaldaliður Viðhald bundinna slitlaga Viðhald malarvega Styrkingar og endurbætur Brýr og varnargarðar Umferðaröryggi Veggöng Vatnaskemmdir og ófyrirséð Bárðarbunga Viðhald girðinga Frágangur gamalla efnisnáma Minjar og saga aa 14 Skipting viðhaldskostnaðar. Samtals

176 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Súlurit 7 sýnir nýlagnir af bundnu slitlagi frá árinu Árið 2014 voru nýlagnir 45 km. Í árslok 2014 voru vegir með bundnu slitlagi km og heildaratarmál bundinna slitlaga um 36,3 milljónir m 2. Á línuriti 1 er sýnd þróun aksturs á stofnvegum, tengivegum og landsvegum frá árinu Árið 2014 var áætluð umferð milljónir ekinna km. Í töu 14 kemur fram hvernig viðhaldskostnaður árið 2014 skiptist milli hinna einstöku okka viðhalds og milli svæða Vegagerðarinnar. Súlurit 8 sýnir þróun fjárveitinga til viðhalds stofn-, tengi- og héraðsvega á árunum og súlurit 9 sýnir þróun í kostnaði. ölurnar eru á verðlagi ársins Svínadalsvegur (02) nýtt bundið slitlag, ófrágengin vegöl, 21. október Súlurit 8 Fjárveitingar til viðhalds þjóðvega á verðlagi ársins Súlurit 9 ostnaður við viðhald þjóðvega á verðlagi ársins

177 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Sauðárkróksbraut (7) við Sauðárkrók, yrlögn klæðingar, 12. júlí aa 15 Viðhald bundinna slitlaga. Klæðing Malbik Allt Svæði km þús. m 2 km þús. m 2 km þús. m 2 Suðursvæði 52, , ,1 501 Vestursvæði 73, ,2 8 74,5 484 Norðursvæði 87, , ,2 580 Austursvæði 27, ,4 9 28,5 185 Samtals 240, , , aa 16 Viðhald malarvega. unnið efni Unnið efni Mölburður alls Svæði km m 3 km m 3 km m 3 Suðursvæði Vestursvæði Norðursvæði Austursvæði Samtals aa 17 Vinnsla efnis. Fyrir Fyrir Fyrir malarslitlag bundið slitlag burðarlag Samtals Svæði m 3 m 3 m 3 m 3 Suðursvæði Vestursvæði Norðursvæði Austursvæði Samtals Viðal ninna slilaga Fjárheimild til viðhalds bundinna slitlaga er notuð til yfirlagna bundinna slitlaga og viðgerða á tilfallandi skemmdum. Á árinu 2014 voru yfirlagðir þús. fermetrar af bundnu slitlagi og samsvarar það um 4,8 af heildaratarmáli bundinna slitlaga eða um 269 km af 6,5 m breiðu slitlagi. æp 90 yfirlagna eru klæðingar, en malbik er einungis notað á umferðar mestu vegina og í þéttbýli. Kostnaður við viðhald bundinna slitlaga á árinu 2014 var fir lagnir hafa á undanförnum þremur árum verið að meðal tali 5,3 af heildaratarmáli bundinna slitlaga, sem samsvarar því að vegir hafa einungis verið yfirlagðir á um ára fresti, en ending yfirlagna er einungis 8-12 ár eftir umferð. Fjárheimildir til viðhalds bundinna slitlaga hafa aukist að krónutölu, en halda hvergi nærri í við verð á asfalti sem hefur tífaldast á síðastliðnum 12 árum. Því hefur safnast upp mikil þörf fyrir aukið viðhald slitlaga. Endurnýjun bundinna slitlaga skiptist á tegundir og svæði Vegagerðarinnar eins og fram kemur í töu 15. Lengd í km er reiknuð miðað við 6,5 m breitt slitlag. Viðal alarega Fjárheimild til viðhalds malarvega er notuð til endurnýjunar og viðgerða malarslitlaga, heunar og rykbind ingar. Lagt var og endurbætt malarslitlag á 443 km af malarvegum. Um er að ræða ný malarslitlög og end u rnýjun á eldri slitlögum. Kostnaður við viðhald malarvega á árinu 2014 var 779 Í töu 16 kemur fram hvernig endurnýjun malarslitlaga skiptist í unnið og óunnið efni og á milli svæða Vega gerðarinnar. Vinnsla efnis í slitlög og burðarlög 2014 var eins og fram kemur í töu 17. Hér er eingöngu talið efni sem unnið er fyrir Vegagerðina til notkunar við viðhald vega. Efni sem keypt er í einu eða öðru formi er ekki með talið. rkingar g enrr Fjárheimildum er varið til styrkinga og endurbóta á vegum með bundnu slitlagi og malarvegum. Stærsti hluti fjármagns fer til styrkinga á vegum með bundnu slitlagi, en umferð á þeim er yfir 90 af heildarumferð. Um helmingur vega með bundnu slitlagi var byggður á árunum og með stöðugt aukinni og þyngri umferð ve þörfin fyrir styrkingu og endurbætur á þeim. Nokkru fjármagni er einnig varið til styrkingar og endurbóta á malarvegum með lítið burðarþol sem þarf að takmarka umferðarþunga á vegna aurbleytu. aa 18 gefur yfirlit yfir styrkingu vega á árinu Kostnaður við styrkingar og endurbætur vega á árinu 2014 var 816 aa 18 Styrkingar. Vegir með bundnu slitlagi Malarvegir Styrkingar alls Burðarlag Bundið burðarlag Svæði km m 3 km m 3 km m 3 km m 3 Suðursvæði , , Vestursvæði 0 0 1, , , Norðursvæði 0 0 2, , Austursvæði , , Samtals 0 0 3, , ,

178 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 rýr g arnargarðar Fjárheimild var notuð til viðhalds og reksturs brúa og varnargarða á öllum þjóðvegum. Brýr í notkun á þjóðvegum eru og er meðalaldur þeirra um 39 ár. Auk þess sér Vegagerðin um viðhald á 16 brúm og undirgöngum á vegum sem sam kvæmt vegalögum teljast til vega eða gatna sveitarfélaga, en Vegagerðin heldur við á meðan ekki hefur náðst samkomulag um skil þeirra til sveitarfélaga. il viðbótar því sér Vegagerðin um rekstur og viðhald á göngubrúm yfir þjóðvegi og brúm sem hafa verið aagðar á þjóðvegum en áfram notaðar sem göngu- eða reiðbrýr. Unnið var við 44 smá og stór verkefni í viðhaldi brúa og varnargarða víðs vegar um landið. Um 35 var varið til lagfæringa og endurbóta á varnargörðum og rofvörnum og um 100 til endurbyggingar á brúm eða endurnýjunar með ræsum. Þá var 30 varið til endurbóta á vegriðum á og við brýr til að auka umferðaröryggi á einbreiðum brúm. Mestu fé var varið til viðgerða á eldri brúm eða um 200, þar af 130 til viðgerða á timburgólfum og um 70 til viðgerða á steyptum brúm. Stærsta einstaka verkefnið í viðhaldi steyptra brúa er endur nýjun á slitgólfi Borgarfjarðarbrúar og verður unnið að því verkefni á næstu árum. Stærstu verkefnin varðandi viðhald timburgólfa er viðhald brúnna á Skeiðarársandi en einnig voru endurnýjuð timburgólf á Austurlandi. Um 8 var varið til hreinsunar og smáviðgerða á brúm. Samkvæmt lögum eru brýr lengri en 50 m tryggðar hjá Viðlagatryggingu Íslands og er iðgjald viðlagatryggingar greitt af þessum lið. Vegagerðin tekur einnig þátt í rekstri nokkurra vatnshæðarmæla sem Veðurstofa Íslands rekur til að fylgjast með rennsli vatnsfalla og óðum. Einnig er greiddur kostnaður við burðarþolsútreikninga á brúm vegna þungaundaþága. Kostnaður við viðhald brúa og varnar garða á árinu 2014 var alls 420 erðarrggi Unnið var við endurbætur til að auka umferðaröryggi og útrýma svartblettum á 43 stöðum á vegakerfinu og nam kostnaður við það um 230 Auk þess var unnið við lagfæringar á umhverfi vega á allmörgum stöðum og var kostnaður við það verkefni um 15 Í samræmi við umferðaröryggisáætlun sáu Samgöngustofa og Ríkislögreglustjóri um hluta af framkvæmd umferðaröryggisáætlunar sem greiðist af Vegagerðinni. Samkvæmt samkomulagi greiddi Vegagerðin Samgöngustofu 45 og lögregluumdæmum 39 vegna umferðareftirlits og 14 vegna úrvinnslu hraðamælinga á árinu il kaupa á og reksturs á sjálfvirkum hraðamyndavélum og öðrum tækja búnaði var varið 23 Heildarkostnaður við liðinn umferðar öryggi á árinu 2014 var tæpar 377 Veggng Fjárheimildum til vegganga var varið til reksturs og viðhalds jarðganga, þ.m.t. greiðslu kostnaðar við eftirlit og rekstur og viðhald á upplýsinga- og öryggiskerfum þeirra, raýsingu, þrif og hreinsun, ásamt eðlilegu viðhaldi og endurbótum á búnaði. arðgöng sem falla undir þennan kostnaðarlið eru um 37,6 km. Kostnaður vegna reksturs og viðhalds jarðganga var um 87 á árinu Vanaskeir g rirsð Fjárheimildin er ætluð til að mæta kostnaði við óvæntar skemmdir á vegakerfinu vegna vatnavata eða annarra náttúruhamfara ásamt kostnaði við að koma í veg fyrir slíkar skemmdir og önnur ófyrirséð verkefni. Heildarkostnaður vegna skemmda á vegakerfinu á árinu 2014 var rúmar 122 Auk þess var hluti kostnaðar vegna óróa í Bárðarbungu fjármagnaður af þessum lið. Mestur kostnaður var við rannsóknir í Kolgrafafirði vegna síldardauða í firðinum og hugsanlegra áhrifa þverunar hans á strauma í firðinum. Kostnaður við það verkefni nam 25,5 á árinu Heildarkostnaður við það verkefni var í árslok 2014 orðinn 69,2 Vegagerðin hefur tekið þátt í kostnaði við að kortleggja og meta óðahættu vegna eldgosa, verkefnið Gosvá, sem unnið er undir stjórn Veðurstofu Íslands. Kostnaður við það verkefni nam 9,8 Hvergi var um að ræða stóráföll á vegakerfinu, en mjög víða á Vestursvæði urðu skemmdir á vegum vegna sjávarrofs. Hluti Siglufjarðarvegar milli Ketiláss og Strákaganga sígur stöðugt fram og þarfnast viðgerða með nokkru millibili. Á árinu 2014 var unnið fyrir tæpar 11 við endurbætur á Siglufjarðarvegi um Almenninga. ri rðarng Þegar jarðskjálftahrina hóft í Bárðarbungu í ágúst 2014 var Vegagerðinni falið að yfirfara viðbragðsáætlanir vegna hugsanlegra óða og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að lágmarka hugsanlegt tjón á vegakerfinu vegna þeirra. Í upphafi var einkum horft til óða í ám sem renna norður frá Vatnajökli en á síðari stigum einnig til hugsanlegra óða til vesturs. Farið var yfir vegamannvirki á þessum svæðum og metnar aeiðingar óða og hugsanlegar aðgerðir við einstök mannvirki. Í upphafi var fyrst og fremst horft til óða í ökulsá á Fjöllum og voru teknar ákvarðanir um styrkingu rofvarna við brúna á ökulsá á Hringvegi við Grímsstaði og einnig brúna á Norðausturvegi í Kelduhverfi. Vegna hættuástands sem Almannavarnir lýstu yfir á svæðinu norðan Vatnajökuls í upphafi jarskjálftahrinunnar og einnig eftir að eldgos hófst í Holuhrauni var Vegagerðinni falið að merkja og loka leiðum að svæðinu. Kostnaður vegna þessa verkefnis var um 34,7, þar af var kostnaður vegna rofvarna við brýrnar á ökulsá á Fjöllum um 16,8, vegna merkinga og lokana um 10,4 og vegna vinnu við skoðun og stjórnun verkefnisins um 7,5 Á fjáraukalögum 2014 fengust 23,5 til verkefnisins, en það sem upp á vantaði fjármagnaði Vegagerðin af fjárheimildum til vatnaskemmda og ófyrirséðra verkefna. Viðal girðinga Samkvæmt 52 gr. vegalaga nr greiðist viðhaldskostnaður girðinga með stofn- og tengivegum að jöfnu af veghaldara og landeiganda. Auk þess getur Vegagerðin að höfðu samráði við viðkomandi sveitarfélög ákveðið að kosta viðhald girðinga með einstökum köum stofn- og tengivega, enda sé lausaganga búfjár á viðkomandi vegarkaa bönnuð. Nánari útfærsla á framkvæmd laganna er skilgreind í reglugerð nr um girðingar meðfram vegum. Kostnaður Vega gerðarinnar á árinu 2014 vegna viðhalds girðinga var um 81 rgangr gaalla enisna Fjárheimildum er varið til frágangs á gömlum efnisnámum sem ekki eru lengur í notkun. Samkvæmt langtímaáætlun Vegagerðarinnar um frágang á gömlum efnisnámum, sem unnin var í júní 2004, var gert ráð fyrir að ganga frá um 900 gömlum efnisnámum á tímabilinu , eða um 60 námum á ári. Fjárveiting til verkefnisins fékkst fyrst á vegáætlun árið Verkefnið hefur gengið mun hægar en áætlað var og á árunum hefur verið gengið frá 353 námum, eða að meðaltali tæplega 32 námum á ári. Á árinu 2014 var gengið frá 35 námum. Kostnaður við frágang á gömlum námum á árinu 2014 var um 23 Nokkur fjöldi náma sem voru á langtímaáætlun hafa verið metnar það uppgrónar að ekki sé þörf á sérstökum frágangi, nokkur námunúmer hafa verið sameinuð og einnig er nokkuð um að landeigendur eða námurétthafar hafi hafið efnistöku að nýju. Þetta hefur leitt til þess að námum sem eru á ábyrgð Vegagerðarinnar hefur fækkað. Í árslok 2014 eru því á skrá Vegagerðarinnar 430 ófrágengnar námur og þarf því að ganga frá um 107 námum á ári til að langtímaáætlunin um námufrágang gangi eftir. inar g saga Fjárheimild var varið til að ljúka við endurgerð hengibrúarinnar yfir rnólfsdalsá í Borgarfirði, sem byggð var Einnig var greiddur styrkur til byggðasafns Íslands. Heildarkostnaður vegna minja og sögu á árinu 2014 var 3 23

179 Ársskýrsla Vegagerðarinnar nksnaðr rðairgðaln Í verksamningi um Norðfjarðargöng er ákvæði um árlegt greiðslu þak. Verkið hefur gengið vel og framvindan meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Greiðsluþakinu var því náð í september il að verkið stöðvaðist ekki voru gefnar út skuldarviðurkenningar til verktaka samtals að upphæð 869, sem greiddar voru í janúar reiingar il snksnaðar Fjárveitingar til stofnkostnaðar voru samkvæmt fjárlögum 8.623,7 Þar af fóru til stofnkostnaðar við vegakerfið. Af þeirri upphæð eru þó 75 ætlaðar til að mæta aa 19 andsvegir utan stofnvegakers. Svæði kostnaður í Suðursvæði 34,6 Vestursvæði 11,0 Norðursvæði 41,2 Austursvæði 22,7 Samtals 109,5 aa 20 Héraðsvegir. Svæði kostnaður í Suðursvæði 23,4 Vestursvæði 24,9 Norðursvæði 8,7 Austursvæði 5,6 Samtals 62,6 aa 21 Styrkvegir. Svæði kostnaður í Sameiginlegur kostnaður 0,1 Suðursvæði 3,5 Vestursvæði 12,0 Norðursvæði 14,5 Austursvæði 12,8 Norðfjarðargöng, 24. mars afskriftum af mörkuðum tekjum og 850 voru framlag til iðjuvegajarðganga við Bakka. Framlag til stofnkostnaðar nýrrar Vestmannaeyjaferju var 250 Framlag til vitabygginga var 28,5 og til sjóvarnargarða 106,2 Á fjáraukalögum voru fjárveitingar til stofnkostnaðar við vegakerfið lækkaðar um 1.150, þar af voru 850 vegna Bakka felldar niður en auk þess voru skornar 300 af öðrum verkefnum, sem leiddi til þess að framkvæmdaliðurinn endaði með 278 halla í árslok. nksnaðr rakir Í fylgiskjali 1 er sýnd skipting fjárveitinga á einstök verkefni, í fylgiskjali 2 er gerð grein fyrir einstökum vegaframkvæmdum, kostnaði og ráðstöfun fjárveitinga til þeirra og í fylgiskjali 3 er gerð grein fyrir einstökum hafnaframkvæmdum og framkvæmdum við sjóvarnir og ferjubryggjur. Hér að aftan er gerð grein fyrir kostnaði við nokkra málaokka sem fá fjárveitingar af liðnum stofnkostnaður framkvæmdir. irðingar Fjárveitingu var varið til að uppfylla kröfur samkvæmt lögum og reglugerðum um girðingar. Enn er mikið óunnið í þeim málum. Í töu 22 er yfirlit yfir framkvæmdir við girðingar á árinu 2014 og stöðu þessara mála í árslok. Kostnaður við girðingar á árinu 2014 nam 38,4 Samtals 42,9 aa 22 Girðingar. afgreitt Afgreitt 2014 Nýjar kröfur afgreitt Girðingar Ristar Girðingar Ristar Girðingar Ristar Girðingar Ristar Svæði km stk. km stk. km stk. km stk. Suðursvæði Vestursvæði Norðursvæði Austursvæði Samtals

180 Ársskýrsla Vegagerðarinnar Súlurit 10 Fjárveitingar til stofnkostnaðar á verðlagi ársins ansegir an snegakers Fjárveiting til landsvega utan stofnvegakerfis var notuð til þjón ustu, viðhalds og endurbóta á km landsvega utan stofn vegakerfis auk 242 km á Fjallabaksleið nyrðri og Sprengisands leið. Heildarkostnaður við landsvegi á árinu 2014 var 109,5 Kostnaður skiptist á milli svæða Vegagerðarinnar samkvæmt töu 19. Verkefni á landsvegum 2014 voru eingöngu bundin við opnun veganna að vori, heun og lagfæringu á úrrennslum. ðrsði Mestur kostnaður var á eftirfarandi leiðum Lakavegi (F206), Fjallabaksleið nyrðri (F208), Þórsmerkurvegi (F249), Sprengisandsleið (F26) og Fjallabaksleið syðri (F210). Vesrsði Mestur kostnaður var á eftirfarandi leiðum ökulhálsleið (570) og Arnarvatnsvegi (F578). rðrsði Mestur kostnaður var á eftirfarandi leiðum Leirdalsheiðarvegi (F839), skjuleið (F88), Eyjafjarðarleið (F821) og Langanesvegi (869). srsði Mestur kostnaður var á eftirfarandi leiðum Loðmundarfjarðarleið (F946), Austurleið (F910), ökulvegi (F985) og Kverkfjallaleið (F902). raðsegir Við gildistöku vegalaga nr þann 1. janúar 2008 breyttist kostnaðarhlutdeild Vegagerðarinnar við lagningu nýrra héraðsvega á þann hátt að við lagningu nýs héraðsvegar að íbúðar- eða atvinnuhúsnæði skal skráður eigandi fasteignarinnar greiða helming kostnaðar við vegagerðina, þ.m.t. kaup á landi undir veginn, hönnun, byggingu vegarins og eftir lit með gerð hans, enda skal lega og gerð vegar ákveðin í samráði við hinn skráða eiganda fasteignarinnar. Nýir héraðsvegir (þá safnvegir) sem samþykktir voru fyrir gildistöku laganna eru þó greiddir að fullu af Vegagerðinni. Í samræmi við ofan greint greiddi Vegagerðin 62,6 til stofnkostnaðar héraðs vega á árinu 2014 og skiptist sú greiðsla eins og fram kemur í töu 20. Sprengisandsleið (F2). rkegir Í vegáætlun er heimilt að ákveða fjárveitingu til að styrkja tilteknar samgönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar vega samkvæmt vegalögum. Kostnaður vegna styrkvega á árinu 2014 nam 42,9 og skiptist eins og fram kemur í töu 21. eiðegir Kostnaður við reiðvegi á árinu 2014 nam 58 Af þeirri fjárhæð var 4 veitt til Landssambands hestamannafélaga vegna reið vegaskráningar og 5 vegna kostnaðar við eignarnám í landi Munkaþverár, en 49 var skipt af Landssambandi hesta mannafélaga til einstakra hestamannafélaga. 25

181 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 lgiskal 1 nksnaðr Vegnr. Vegheiti Fjárveitingar Kaanr. Kaaheiti 2014 ) 41 nksnaðr 10 rakir n g engiegaker lenn erkeni ðrsði Undirbúningur verka utan áætlunar 60 1 Hringvegur b2 Múlakvísl 234 d8 Um Hellisheiði Grafarbakkavegur 01 Hrunavegur Hverabakki 40 ðrsði Undirbúningur verka utan áætlunar 60 Bætt umferðaræði, almenningssamgöngur 100 ryggisaðgerðir 100 Hjóla- og göngustígar 200 Göngubrýr og undirgöng 100 Vesrsði Undirbúningur verka utan áætlunar Vestfjarðavegur Eiði Kjálkafjörður (Þverá) Strandavegur 02 Djúpvegur Drangsnesvegur 55 rðrsði g srsði Undirbúningur verka utan áætlunar Norðausturvegur Vopnafjörður Brunahvammsháls Dettifossvegur Dettifossvegur vestri Norðausturvegur 200 Vegnr. Vegheiti Fjárveitingar Kaanr. Kaaheiti 2014 ) arðgangaln Sameiginlegur jarðgangakostnaður Norðfjarðarvegur 09 Norðfjarðargöng Seyðisfjarðarvegur Fjarðarheiðargöng 30 aals engiegir nið slilag 750 nnað en sn g engiegaker raðsegir 70 ansegir an snegakers 100 rkegir 50 eiðegir 60 rýr 38 irðingar 50 skriir arkaðra ekna 75 aals 443 rðsaað sak eg g analn 132 iðrskrðr sak rakalg Viaggingar 28 0 arnargarðar Vesannaeaera 250 nksnaðr saals aeiginleg erkeni Samgöngurannsóknir 20 ryggisaðgerðir í jarðgöngum 180 aals ) Fjárveitingar eru samkvæmt tillögu til þingsályktunar um veg- og hafnaáætlun Vestfjarðavegur (0), iði Þverá. Grjótvörn raðað í jálkarði, 2. júlí

182 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 lgiskal 2 reinargerð rakir ið nýgging ðega 2014 ðrsði 1 ringegr 2 r laksl mfang verks: Bygging nýrrar 162 m langrar brúar á Múlakvísl í stað brúar sem tók af í óði aðfaranótt 9. júlí 2011, ásamt endurbyggingu á 2,3 km vegi og gerð 5,8 km langra nýrra varnargarða. Framkvæmdaform: Útboð og samningar. ostnaðaráætlun: Fjármögnun Fjárlög Vegáætlun Vegáætlun Viðlagatrygging Vegáætlun Flutt af öðrum verkum Samtals Verkframvinda: Á árinu 2011 var unnið að hönnun og undirbúningi nýrra mannvirkja, rannsóknum og því að fjarlægja yfirbyggingu gömlu brúarinnar úr farvegi Múlakvíslar. Á árinu 2012 var unnið að áframhaldandi hönnun og rannsóknum og steyptir staurar undir nýja brú ásamt því að gerð var tilraunavinnsla á grjóti í varnargarða. Bygging brúar og vegagerð var boðin út í apríl 2013 og gerð varnargarða í júní. Framkvæmdir við nýja brú og veg hófust í júlí 2013 og um áramót var búið að steypa allar undir stöður og stöpla brúarinnar og búið að framkvæma tæpan þriðjung af vegagerðarhluta. Framkvæmdir við varnargarða hófust í ágúst og var tæpum þriðjungi þeirra lokið á árinu Á árinu 2014 var lokið við yfir bygg ingu brúarinn ar vegagerð að brúnni og gerð varnargarða. Innan ríkis ráðherra opnaði mannvirki form lega til umferðar 6. ágúst Í desember var byrjað að rífa bráða birgða brúna sem reist var eftir óðið Verktakar: Framleiðsla og niðurrekstur staura, rif bráðabirgðabrúar: Vinnu okkur Vegagerðarinnar. Bygging brúar og vegagerð: Eykt ehf., Reykjavík. Gerð varnargarða: Þjótandi ehf., Hellu. Kostnaður Samtals elliseiði mfang verks: Breikkun Hringvegar á um 14,8 km löngum kaa frá Hveragerði að Hamragilsvegamótum. Hringvegur er Hringvegur (1), brúargerð á Múlakvísl,. apríl Hringvegur (1), malbikun í ambabrekku, 2. júlí breikkaður í fjórar akreinar um Kamba, en annars í þrjár akreinar. Á allri leiðinni er vegrið milli akstursstefna. Einnig er lagður nýr vegur, Skíðaskálavegur, frá Hamragilsvegi að skíðakála í Hveradölum. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: Fjármögnun Vegáætlun Vegáætlun Vegáætlun Fjárlög Vegáætlun Fjárlög Vegáætlun Vegáætlun ,100 Flutt á kaa 1-d9, Flutt á kaa 1-e1, Vegáætlun Fjáraukalög Bráðabirgðalán Samtals Verkframvinda: Á árunum var unnið að hönnun og mati á umhverfis áhrifum Hringvegarins milli Reykja víkur og Selfoss og var þá miðað við að vegurinn yrði tvær akreinar í hvora átt. Ákveðið var síðan að vegurinn yrði 21 vegur að mestu og var unnið að þeirri endurskoðun á árunum Á árinu 2013 var lokið við hönnun kaans um Hellisheiði og verkið boðið út í maí það ár. Framkvæmdir hófust um haustið og var aðallega unnið við gerð Skíðaskálavegar, auk þess sem keypt var efni til verksins í undirgöng og vegrið. Á árinu 2014 var unnið við breikkun Hringvegar á öllum kaanum nema á háheiðinni. Lokið var við tvöföldun vegar með miðjuvegriði um 27

183 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Kamba. venn undirgöng voru sett niður þ.e. í Kömbum og við Gígahnúksveg. Einnig var lokið við lögn nýs vegar frá Hamragilsvegi að skíðaskála í Hveradölum. Verktaki: Ístak hf., Mosfellsbæ. Kostnaður Samtals ið rnarer mfang verks: Gerð hjáreina við sjö vega mót á Hringvegi við Esju berg, Móa inda, Kirkjuland, Salt vík, Skraut hóla, Vallá og Bakka. Einnig lag færingar á innkeyrslu í Grundar hverfið, þar sem vinstri beygjurein inn í hverfið var lengd og merkingar bættar. Framkvæmdaform: Samningsverk, verðkönnun. ostnaðaráætlun: 55 Fjármögnun Vegáætlun 2013 Bætt umferðaræði 11 Vegáætlun 2014 Bætt umferðaræði 39 Samtals 50 Verkframvinda: Á árinu 2013 var lokið við undirbyggingu fjögurra hjáreina, þ.e. við Skrauthóla, Saltvík, Kirkjuland og Móainda en einungis náðist að malbika tvær þeirra vegna óhagstæðs tíðarfars. Framkvæmdin var unnin í nóvember Á árinu 2014 var klárað að malbika þær hjáreinar sem ekki náðist að klára á árinu 2013, auk þess sem bætt var við þremur hjáreinum við Vallá, Bakka og Esjuberg. Einnig var unnið við breytingu vegamóta að Grundarhverfi á árinu 2014 en sú aðgerð fólst í að lengja vinstri beygju vasa inn í hverfið og bæta merk ingar. Ekki náðist þó að klára yfir borðs merk ingar að fullu fyrir veturinn og var það gert vorið Verktaki: Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf., Selfossi árið 2013 og Hnjótur ehf., Hafnarfirði árið Kostnaður Samtals ekanesra 1 nirgng ið alerarl mfang verks: Gerð undirganga undir Reykjanesbraut við Hvaleyrarholt sunnan Hafnarfjarðar fyrir gangandi og hjólandi umferð ásamt endurnýjun og færslu á lögnum. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: 156 Fjármögnun Vegáætlun 2013 Göngubrýr og undirgöng 100 Vegáætlun 2013 Bætt umferðaræði 56 Samtals. 156 Verkframvinda: Verkið var boðið út í apríl 2013 og lauk að mestu á árinu. Unnið var við göngustíga á árinu 2014, en lokafrágangur verður Verktaki: Vélsmiðja Hjalta Einarssonar ehf., Hafnarfirði Kostnaður Samtals 143 Skýringar: Verkið var unnið í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og veitustofnanir. 42 rýskregr 02 Vigsarallaegr rýskrkirka 0 rýskrkirka ðrsranaregr mfang verks: Styrking og bundið slitlag á hluta Krýsuvíkurvegar. Framkvæmdaform: Verðfyrirspurn og útboð. Kostnaðaráætlun Áfangi Áfangi Áfangi Áfangi Samtals 228 Fjármögnun m.kr Fjárlög Vegáætlun 2012 engivegir 28 Vegáætlun 2013 engivegir 77 Vegáætlun 2014 engivegir 55 Samtals 224 Verkframvinda: Fyrsti hluti verksins hófst í ágúst 2011 og lauk að fullu á árinu. Styrktir voru um 2,9 km og lagðir bundnu slitlagi. Á árinu 2012 var unnið við styrkingu og bundið slitlag á um 2,0 km kaa frá Innra-Nýjalandi að klæðingarenda við hverasvæði. Á árinu 2013 var unnið við styrkingu og lögn bundins slitlags frá klæðingarenda við Nýjaland að Syðri-Stapa samtals 2,4 km. Einungis var lagt einfalt lag af klæðingu á þann kaa. Á árinu 2014 var lokið við að leggja seinna lag klæðingar á framkvæmdakaann frá árinu áður, auk þess kainn frá Syðri-Stapa norður fyrir Innri-Stapa, um 2 km, var styrktur og lagður bundnu slitlagi. Einnig var um 800 m langur kai við Vatnsskarð styrkur og lagður bundnu slitlagi. Verktakar: Framkvæmdir árin 2011 til 2013 voru unnar af vinnuokki Vegagerðarinnar og ýmsum verktökum. Framkvæmdir árið 2014 voru boðnar út og var það ökulfell ehf. sem sá um framkvæmdir við þann kaa. Kostnaður Samtals 224 Reykjanesbraut (41), undirgöng við Hvaleyrarholt, 2. október eðallansegr 02 rnarrangsegr ðrilaegr mfang verks: Endurbygging og lögn bundins slitlags á 6,4 km langan vegarkaa um Fljótakróka Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun:

184 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 rýsuvíkurvegur (42), klæðing 17. september ásamt byggingu brúar á Ála og lokið gerð fyllinga á Bakkavegi. Verkinu lauk í lok sumars Á árinu 2011 voru greidd námugjöld vegna efnistöku og uppgjör við eftirlit. Kostnaður á árinu 2014 var vegna vinnu við fuglatalningar í samræmi við mat á umhverfisáhrifum. Verktaki: Suðurverk hf., Kópavogi. Kostnaður: Samtals 853 Skýringar: Verkið var boðið út með útboði á byggingu Landeyjahafnar í samstarfi við Siglingastofnun. Fjármögnun Vegáætlun Vegáætlun 2014 engivegir 133 Samtals 136 Verkframvinda: Verkið var boðið út í desember 2013 og hófust fram kvæmdir í mars 2014 og lauk í júlí. Verktaki: Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir, Selfossi. Kostnaður Samtals akkaegr 04 lgllr aneaanaregr g 24 aneaanaregr akkaregr 04 ringegr anean mfang verks: Nýbygging á 11,8 km löngum vegi, Landeyjahafnarvegi, frá Hringvegi vestan við Markarjótsbrú, niður að Landeyjahöfn með brú á Ála og tilheyrandi varnargörðum ásamt ný byggingu 3 km langs kaa Bakka vegar frá Landeyjaugvelli að Land eyjahafnarvegi. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: 710 Fjármögnun: Vegáætlun Breyting Fjárlög Vegáætlun Flutt af öðrum verkum Fjárlög Flutt af öðrum verkum Samtals 853 Verkframvinda: Framkvæmdir við Landeyjahafnarveg hófust á seinni hluta ársins Á árinu 2009 var lokið gerð vegfyllinga og varnargarða Meðallandsvegur (204), 2. apríl ingsklaegr 02 ingsklar akaalr mfang verks: Endurbygging og lögn bundins slitlags á rúmlega 5 km langan vegarkaa frá rlygsstaðamelum að Svínhaga. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: 111 Fjármögnun Fjárlög Vegáætlun 2012 engivegir 59 Vegáætlun 2013 engivegir 50 Vegáætlun 2014 engivegir 1 Samtals 111 Verkframvinda: Vinnsla efnis í burðarlög úr námu við Svínhaga var boðin út í sér útboði í lok ágúst 2012 og hófst í byrjun árs Framkvæmdir við uppbyggingu vegarins voru boðnar út í lok október 2012 og hófust framkvæmdir um miðjan janúar 2013 og lauk í júlí. Á árinu 2014 var unnið við sáningu vegna framkvæmda frá árinu áður. Verktaki: Efnisvinnsla og vegagerð: Þjótandi ehf., Hellu. Kostnaður Samtals 111 ngalseiðaregr 01 agaran ingellir mfang verks: Nýbygging um 15 km langs vegar milli Laugarvatns og Þingvalla. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun:

185 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Fjármögnun Vegáætlun Vegáætlun Vegáætlun Vegáætlun Vegáætlun Breyting Fjárlög Vegáætlun Flutt á önnur verk Fjárlög Flutt af öðrum verkum Flutt af öðrum verkum Flutt af öðrum verkum Samtals Verkframvinda: Unnið var að hönnun vegarins og mati á umhverfisáhrifum, á árunum 2004 til Útboð á framkvæmdinni var auglýst í apríl 2008 og hófust framkvæmdir í ágúst 2008 Verktaki lauk verkinu í október 2010 og var vegurinn opnaður formlega 15. október. Á árinu 2011 var lokið við frágang meðfram veginum og næstu ár verður unnið að rannsóknum á ákomu köfnunarefnis á svæðinu í samræmi við skilyrði í mati á umhverfisáhrifum. Kostnaður á árinu 2012 var vegna rannsókna á ákomu köfnunarefnis, vegna áburðargjafar yfir sáningar frá árinu áður og vegna frágangs eldri vegtengingar við Gjábakka. Einnig féll til kostnaður vegna leiðréttinga á verðbótum vegna þóknunar eftirlitsaðila. Kostnaður á árunum 2013 og 2014 er vegna rannsókna á ákomu köfnunarefnis í samræmi við skilyrði í mati á umhverfisáhrifum. Verktaki: Klæðning ehf., Kópavogi og Vélaleiga AÞ ehf., Reykjanesbæ. Kostnaður Samtals reiðlsra 01 ringegr aðarsel mfang verks: Bygging göngubrúar yfir Breiðholtsbraut á móts við Norðlingaholt í Reykjavík ásamt tilheyrandi stígakerfi og landmótun. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: 134 Breiðholtsbraut (41), bygging göngubrúar við Norðlingaholt,. september Fjármögnun Vegáætlun Vegáætlun 2014 göngubrýr og undirgöng 100 Bráðabirgðalán 3 Samtals 106 Verkframvinda: Verkið var boðið út í maí 2014 og tilboð opnuð 13. júní 2014 og verkið hófst í júlí. Kostnaður 2013 er vegna hönnunar og undirbúnings. Á árinu 2014 var lokið við að steypa alla stöpla brúarinnar og fylla í göngustíga að henni. Vegna óvenju slæmrar tíðar dróst steypa yfirbyggingar til Verktaki: Loftorka Reykjavík ehf. Kostnaður Samtals 106 Skýringar: Verkið er samstarfsverkefni við Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sem er í forsvari Álftanesvegur (41), gerð undirganga, 1. ágúst fyrir verkið og sá um útboð. Hlutur Vegagerðarinnar í verkinu er 51,5. 41 Álanesegr 04 anararðaregr essasaðaegr mfang verks: Gerð Álftanesvegar á 4 km löngum kaa frá Hafnarfjarðarvegi í Engidal að Bessastaðavegi ásamt mislægum vegamótum í Garðahrauni og tvennum undirgöngum fyrir gangandi vegfarendur. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: 930 Fjármögnun m.kr Vegáætlun Vegáætlun Fjáraukalög Samtals 650 Verkframvinda: Verkið var boðið út í ágúst 2012, en ekki var unnt að semja við verktaka vegna kærumála. Kostnaður á árinu 2012 er vegna 30

186 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 lokahönnunar og útboðs verksins. Í júlí 2013 var undirritaður samningur við verktaka og hófust framkvæmdir í september. Vegna mótmæla gekk verkið mjög hægt í byrjun en um áramót var bygging Garðaholtsganga langt komin og búið að móta að mestu veg gegnum Garðahraun. Kostnaður vegna tafa er um 20 á árinu Í samráði við Garðabæ var ákveðið að fresta mislægum vegamótum við Hraunsholt í Engi dal og gera þar hringtorg og þá var einnig bætt við einum undirgöngum fyrir gangandi vegfarendur við hring torgið. Nýr verksamningur varðandi þessar breytingar var undirritaður 6. júní Á árinu 2014 var lokið við endurbygg ingu núverandi vegar frá Garðaholtsgöngum að Fógetatorgi, 1,4 km, uppsteypu Garðaholts- og Garðastekks ganga og frágangi fyllingar milli þeirra, um 0,55 km. Unnið var við bergskeringar og mölun efnis á 1,1 km löngum kaa um Garðahraun frá Garða stekksgöngum langleiðina að nýjum undir göngum við Engidal og hafin bygging undirganganna. Verktaki: ÍAV hf., Reykjavík. Kostnaður Samtals 647 Skýringar: Verkið er unnið í samvinnu við Garðabæ og veitustofnanir. 42 ðrsranaregr 01 slsskli rlksanaregr mfang verks: Nýbygging á um 49 km löngum vegi á milli Ísólfsskála og Þorláks hafnar. Framkvæmdaform: Útboð. Kostnaðaráætlun Krýsuvíkurvegur Þorlákshafnarvegur Ísólfsskáli Krýsuvíkurvegur 605 Samtals Fjármögnun Skuld frá fyrri áföngum -33 Vegáætlun Breyting Fjárlög Vegáætlun Flutt af öðrum verkum Fjárlög Vegáætlun Flutt af öðrum verkum Flutt af öðrum verkum Flutt af öðrum verkum Samtals Verkframvinda: Á árunum 2007 og 2008 var unnið að uppgræðslu á söndum vestan Þorlákshafnar, auk þess sem unnið var að undirbúningi fyrir útboð á verkframkvæmd. Framkvæmdir við 34 km langan kaa frá Krýsuvíkurvegi að Þorlákshafnarvegi voru boðnar út í lok júní 2008 og hófust framkvæmdir í desember það ár. Í september 2009 var 14 km kai milli Selvogs og Þorlákshafnar opnaður fyrir umferð. Á árinu 2010 var lokið við að byggja brú yfir Vogsósa og í september 2010 var rúmlega 7 km kai frá Selvogi að Herdísarvík opnaður fyrir umferð og lagt á hann fyrra lag klæðingar. Á árinu 2011 var lokið við að leggja fyrra lag klæðingar vestur fyrir Krýsuvíkurveg og ný tenging við Krýsuvíkurveg gerð, auk þess sem seinna lag klæðingar á framkvæmdakaa frá árinu 2010 var lagt. Í byrjun sumars 2012 var seinna klæðingarlag lagt á kaann frá Herdísarvík að Krýsuvík og lokið við frágang við Krýsuvíkurveg, auk þess sem haldið var áfram með uppgræðslu á söndunum vestan Þorlákshafnar. Framkvæmdir við um 15 km langan kaa frá Ísólfsskála að Krýsuvíkurvegi voru boðnar út í september 2010 og hófust framkvæmdir í lok nóvember mánaðar. Framkvæmdum við þennan kaa lauk að mestu í nóvember 2011 og var þá komið fyrra klæðingarlag á veginn. Seinna klæðingarlag var lagt á veginn í júní 2012 og lokið við endanlegan frágang og uppgjör við verktaka. Kostnaður á árinu 2013 er vegna uppgræðslu á söndunum vestan Þorlákshafnar og vegna uppsetningar á vegvísum við Grindavík og víðar, samtals um 2 Stærstur hluti kostn aðar á árinu 2013 var þó vegna vinnu við magnuppgjör og vegna málareksturs við þrotabú verktaka, KNH ehf. Kostnaður á árinu 2014 var vegna málareksturs við þrotabú verktaka, KNH ehf. Verktakar: Krýsuvíkurvegur Þorlákshafnarvegur. arðvinna: KNH ehf., Ísafirði. Efnisvinnsla: Fossvélar ehf., Selfossi. Ísólfsskáli Krýsuvíkurvegur: Suðurverk hf., Hafnarfirði. Kostnaður Samtals rarallsegr 01 alarðaregr alarðaregr mfang verks: Fjarlægð var léleg einbreið brú frá árinu 1949 og sett í staðinn 2 stk. 2,4 m ræsarör Framkvæmdaform: Verðfyrirspurn. ostnaðaráætlun: 30 Fjármögnun Vegáætlun 2014 Smábrýr 11 Verkframvinda: Framkvæmdum lauk að mestu á árinu 2014 en lokið verður við minniháttar frágang sumarið Verktaki: Hnjótur ehf., Hafnarfirði. Kostnaður eðalellsegr 01 alarðaregr sarskarðsegr mfang verks: Endurbygging og lagning bundins slitlags á 1,3 km löngum vegkaa við Eyjatjörn. Framkvæmdaform: Samningar. Meðalfellsvegur (41) við Meðalfellsvatn. 31

187 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 ostnaðaráætlun: 25 Fjármögnun Vegáætlun 2014 engivegir 31 Verkframvinda: Sumarið 2014 var vegurinn styrktur á um 1,3 km kaa á milli tveggja kaa sem fyrir voru með bundnu slitlagi. afnframt var lögð klæðing á þennan kaa og er þá kominn samfelldur kai með bundnu slitlagi á um 7,7 km kaa frá Hvalfjarðarvegi og austur fyrir Stangarholt. Hæðarlega var lagfærð að hluta og öryggissvæði vegarins. Verktaki: Vinnuokkur Vegagerðarinnar og ýmsir verktakar Kostnaður erðarsýring ðrgarsðin Fjármögnun Vegáætlun Vegáætlun Vegáætlun Vegáætlun Breyting Fjárlög Vegáætlun Flutt af öðrum verkum Fjárlög Vegáætlun Flutt af bættu umferðaræði Flutt af bættu umferðaræði Bráðabirgðalán Samtals 402 Verkframvinda: Á árunum 2004 og 2005 var unnið að útboði á ljósastýringum á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Reykjavíkurborg. Framkvæmdir hófust á árinu 2006 og lauk fyrsta áfanga verksins á árinu Á árunum 2008 og 2009 var unnið við annan áfanga verksins. Á árinu 2010 var unnið við ýmsan frágang og breytingar á ljósastýringum. Kostnaður á árinu 2011 er vegna uppgjörs við birgja og frekari stillingar og frágangs á kerfinu. Kostnaður ársins 2012 er að mestu vegna endurnýjunar umferðarljósa á Nýbýlavegi. Einnig var unnið við uppsetningu hraðamyndavéla og lagfæringar á nokkrum gatnamótum. Kostnaður á árinu 2013 er vegna uppfærslu á hugbúnaði fyrir tölvukerfi, vegna endurnýjunar umferðarljósa á Nýbýlavegi í Kópavogi og vegna efniskaupa í endurnýjun umferðarljósa á Breiðholtsbraut. Kostnaður á árinu 2014 var ráðgjafakostnaður vegna reksturs kerfisins og undirbúnings framkvæmda fyrir árið Kostnaður: Samtals 402 Skýringar: Verkið er unnið á vegum Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar. erðarði alenningssagngr mfang verks: Lagfæringar og endurbætur á gatnamótum á höfuð borgarsvæð inu til að greiða fyrir umferð. Framkvæmdaform: Útboð. Fjármögnun Fjárlög Vegáætlun Flutt af öðrum verkum Fjárlög Flutt á önnur verk Vegáætlun Flutt á undirgöng við Straumsvík Vegáætlun Flutt á undirgöng við Hvaleyrarholt Flutt á gatnamót við Grundarhverfi Vegáætlun Flutt á gatnamót við Grundarhverfi Flutt á umferðarstýringu Samtals 820 Verkframvinda: Á árinu 2009 var unn ið að 10 verkefnum á gatna mótum þjóðvega og gatnakerfis Reykjavíkurborgar til að auka um ferðar æði og greiða fyrir umferð almenningsfarar tækja. Umsjón verk efn anna var í höndum Reykjavíkur borgar og greiddi Vega gerðin sinn hluta kostnaðar samkvæmt fyrirfram ákveðinni skiptingu milli aðila. Á árinu 2010 var unnið að lokafrágangi og lokauppgjöri vegna verka frá Að auki bættust við 5 ný verk, þar af eitt í Kópavogi og eitt í Hafnarfirði. Á árinu 2011 var unnið að lokafrágangi og lokauppgjörum verka frá Þá bættust við 4 ný verk, það stærsta endurbætur á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar við Álftanesveg og Fjarðarhraun í Engidal. Á árinu 2012 var lokið við framkvæmdir í Engidal sem hófust Einnig voru gerðar fjórar nýjar strætisvagnabiðstöðvar við Hestháls og Úlfarsá. msar smærri að gerðir á gatnamótum og hönnun á breyt ingu aðreinar að Hafnarfjarðarvegi í Fossvogi og strætóreinar á Hafnarfjarðar vegi við Fífuhvammsveg. Á ár inu 2013 var unnið við gerð strætóreinar á Hafnarfjarðarvegi, breyting ar á Strandgötu í Hafnarfirði í sam vinnu við Hafnarfjarðarbæ, sett upp gangbrautarljós á Hringbraut og Eiðs granda í samvinnu við Reykja víkurborg og greidd hlutdeild Vega gerðarinnar í framkvæmdum við Keavíkurveg í Reykjanesbæ. Einnig var unnið við undir búning ýmissa verka og gengið frá lokauppgjöri. Á árinu 2014 var lokið við endurnýjun umferðarljósa á Nýbýlavegi í Kópavogi. Unnið var að endurnýjun umferðarljósa á Breiðholtsbraut í samstarfi við Reykjavíkurborg. Í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ voru vegamót Reykjavíkurvegar og Hraunbrúnar í Hafnarfirði lagfærð og ljós endurbætt og m.a. bætt við vinstri beygju straumum og auk þess voru sett upp gangbrautarljós yfir Fjarðarhraun í Hafnarfirði á móts við Hjallahraun. Verktakar: msir verktakar samkvæmt samningum við Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbæ og Vegagerðina. Kostnaður Samtals 820 rggisaðgerðir mfang verks: Aðgerðir til að auka umferðaröryggi á umferðarmestu veg unum á þéttbýlissvæðinu á Suð vestur landi. Framkvæmdaform: Samningar og útboð. Fjármögnun Flutt af öðrum verkum Fjárlög Vegáætlun Vegáætlun Vegáætlun Flutt á önnur verk Samtals 429 Verkframvinda: Unnið var að tveimur verkefnum á árinu 2010, annars vegar uppsetningu vegriða milli akbrauta á Reykjanesbraut frá Bústaðavegi að Breiðholtsbraut og hins vegar upp setningu vegriðs við rampa á mótum Nesbrautar (Hringbrautar) og Bústaðavegar. Á árinu 2011 var haldið áfram uppsetningu vegriða á Reykjanesbraut milli Bústaðavegar og Breiðholtsbrautar. Einnig voru sett 32

188 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 upp vegrið á Nesbraut (Miklubraut) í Ártúnsbrekku og upp fyrir Höfðabakka og sömuleiðis á Vesturlandsvegi frá gatna mótum við Suðurlandsveg til norð urs. Á árinu 2011 voru gerðar lag fær ingar á Grindavíkurvegi við inn komu í Grindavíkurbæ í samvinnu við sveitarfélagið og var þeim lokið á ár inu Á árinu 2012 var sett upp miðju vegrið á um 3,8 km Hringvegar norðan Nesbrautar, um 3,3 km Reykjanesbrautar milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar og um 900 m af kant veg riði á Nesbraut í Ártúnsbrekku. Á ár inu 2013 var sett upp víravegrið í mið deili Reykja nes brautar á þremur vegarköum, alls um 6,6 km. Annars vegar um Kúagerði og hins vegar sitt hvoru megin við brú yfir Vogaveg (421). Einnig var keypt efni í miðjuvegrið á Suður landsveg milli hringtorga við Norð linga holt og Breiðholtsbraut, sem voru sett upp árið Sett voru vegrið á nokkrum stöðum á Reykja nesbraut, við Vatnagarða, við Dugguvog, við Kaplakrika og við Græn ás í Reykjanesbæ. Einnig voru gerðar aðgerðir á Meðalfellsvegi í Kjós til að draga úr umferðarhraða meðfram sumarhúsabyggðinni við vatnið. Á árinu 2014 var stærsta framkvæmdin uppsetning á víravegriði í miðdeili Reykjanesbrautar og lag færing vegáa á um 9 km löngum kaa sitt hvoru megin við Kúagerði. Einnig var á árinu 2014 unnið að leng ingu vegriða á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Verktakar: Vegrið í miðdeili Reykjanesbrautar: Nortek ehf., Reykjavík og Urð og grjót ehf., Reykjavík. nnur verkefni: msir verktakar og vinnuokkur Vegagerðarinnar. Kostnaður Samtals 429 la g gngsgar mfang verks: Gerð stofnstíga, hjóla og göngustíga á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt sérstöku samkomulagi við sveitarfélögin um þátttöku Vegagerðarinnar í kostnaði. Framkvæmdaform: Útboð á vegum sveitarfélaganna. Fjármögnun Vegáætlun Vegáætlun Vegáætlun Samtals 750 Verkframvinda: Á árinu 2014 var unnið við stofnstíg frá Höfðatúni með Reykjanesbraut (41). Á árinu 2014 var sett upp víravegrið í miðdeili á um km löngum kaa sitt hvoru megin við úagerði. Laugavegi og Suðurlandsbraut um Voga hverfi að Súðarvogi. Einnig lauk fram kvæmd við byggingu göngubrúa á Elliðaárósa og göngustíga í Fossvogi og minniháttar stíga í Hafnarfirði og Kópa vogi. Í Garðabæ var lokið við stofn stíg meðfram Reykjanesbraut vest an verðri frá Molduhrauni að Vífilsstaðavegi. Framkvæmd hófst við hjólastíg í skjuhlíð milli Flugvallarvegar og Háskólans í Reykjavík og við stofnstíg frá Hlíðardalsvegi í Lindahverfi í Kópavogi að Árskógum í Suður Mjódd. Í Grindavík var unnið við hjólastíg meðfram Grindavíkurvegi á um 2,3 km löngum kaa frá þéttbýli Grindavíkur að Bláa lóninu og að Gíghæð. Verktakar: msir verktakar samkvæmt samningum við sveitarfélögin og Vegagerðina. Kostnaður Samtals. 701 ngr arkar mfang verks: Bygging göngubrúar á Markarjót frá Emstruleið að Húsadal í Þórsmörk til að auka öryggi og aðgengi að Þórsmörkinni. Verkefnið er unnið í samstarfi Vegagerðarinnar og Vina Þórsmerkur. Fjármögnun Fjárlög Verkframvinda: Á árunum 2011 og 2012 var unnið að frumhönnun og undirbúningi verksins. Á árinu 2014 var haldin hönnunarsamkeppni um göngubrú á Markarjót og í framhaldi af því valin tillaga frá Verkfræðistofunni Eu og Studio Granda til lokahönnunar. Kostnaður á árinu 2014 er vegna umsjónar verksins, hönnunarsamkeppni og verkhönnunar. Kostnaður Samtals 17 Göngubrýr á lliðaárósa, 7. desember

189 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 nnn g nirningr erkena ðrsði Hér að neðan er greint frá hönnunar- og undirbúningskostnaði framkvæmda á Suðursvæði sem ekki hafa sérstaka fjárveitingu í vegáætlun Fjármögnun: Fjármögnun fyrir Vegáætlun Samtals 804 kostnaður í Sam- Verkefni: Ár: tals Hringvegur 1-a2, Núpsstaður Dalshöfðavegur Hringvegur 1-a4, Foss Klausturvegur Hringvegur 1-b4 um Mýrdal Hringvegur 1-b5 um ökulsá á Sólheimasandi Hringvegur 1-b7, Raufarfellsvegur Sandhólmavegur Hringvegur 1-d2, Selfoss Markarjót Hringvegur 1-d5 um lfusá Hringvegur1-d6, Selfoss Hveragerði Hringvegur 1-e2, Nesjavallaleið Breiðholtsbraut Hringvegur 1-f5f7, Kjalarnes breikkun Þjórsárvegur 23-01, brú á Þjórsá Skeiða- og Hrunamannavegur um Stóru Laá Skeiða- og Hrunamannavegur 30-08, Einholtsvegur Biskupstungnabraut Þjórsárdalsvegur 32-02, Þverá á Þjórsárdalsvegi Biskupstungnabraut Laugarvatnsvegur Hrunamannavegur Hafnarfjarðarvegur 40-04, Vífilsstaðavegur Fjarðarbraut Reykjanesbraut 41-02, Faagata Hafnarfjarðarvegur Reykjanesbraut 41-14, Kaldárselsvegur Krýsuvíkurvegur Reykjanesbraut 41-15, Fjarðarbraut Vatnsleysustrandarvegur Reykjanesbraut 41-21, Grænás Garðskagavegur Kjósarskarðsvegur 48-01, Hvalfjarðarvegur Meðalfellsvegur Sólheimajökulsvegur , Hringvegur Sólheimajökull Hringvegur (1), Selfoss Hveragerði. nnið er að undirbúningi og hönnun endurbóta á þessum vegarkaa. 34

190 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Reykjavegur (), Biskupstungnabraut augarvatnsvegur. nnið er að undirbúningi og hönnun endurbyggingu þessa vegar. kostnaður í Sam- Verkefni (framhald): Ár: tals Þórsmerkurvegur , Hringvegur Merkurvegur Landeyjavegur , Bakkavegur Kanastaðir Landeyjavegur , Akureyjarvegur Grímsstaðavegur Landeyjavegur , Ártúnsvegur Hringvegur Þingskálavegur , Rangárvallavegur Þingskálar Hagabraut , Landvegur Heiðarbraut Oddgeirshólavegur , Hringvegur Oddgeirshólar Hamarsvegur , Gaulverjabæjarvegur Villingaholtsvegur Votmúlavegur , órvík Nýibær Langholtsvegur , Flúðir Auðsholtsvegur Reykjavegur , Biskupstungnabraut Laugarvatnsvegur Búrfellsvegur , Þingvallavegur Biskupstungnabraut Arnarnesvegur , Reykjanesbraut Leirdalur Arnarnesvegur , Rjúpnavegur Breiðholtsbraut Bláfjallavegur , Bláfjallaleið Krýsuvíkurvegur Vatnsleysustrandarvegur , hringtorg Vogavegur Hallsvegur , Hringvegur Höfðabakki Nesjavallaleið , Hafravatnsvegur sýslumörk Ofanbyggðavegur ofan Hafnarfjarðar Kaldadalsvegur , Þingvallavegur Smjörbrekka Kaldadalsvegur , Smjörbrekka Uahryggjavegur Samtals

191 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Vesrsði 0 rgararðarra 04 ekaals mfang verks: Bygging nýrrar brúar á Reykjadalsá í stað einbreiðrar brúar frá 1939, nýbygging um 1,8 km langs kaa Borgarfjarðarbrautar og um 0,4 km langs kaa Reykdælavegar. Framkvæmdaform: Vegagerð, útboð. Bygging brúar, samningur. ostnaðaráætlun: 270 Fjármögnun Vegáætlun Fjárlög Vegáætlun Fjárlög Vegáætlun Vegáætlun Flutt á önnur verk Samtals 305 Verkframvinda: Á árunum 2005 og var unnið að hönnun og undirbúningi verkefnisins. Bygging nýrrar brúar hófst í febrúar 2012 og lauk smíðinni í lok júlí. Vegagerð var boðin út í ágúst 2012 og hóf verktaki framkvæmdir í lok september. Unnið var að gerð fyllingar og neðra burðarlags og í ræsagerð. Hlé var gert á framkvæmdum eftir miðjan desember. Verktaki hóf framkvæmdir að nýju í mars 2013 við reiðvegagerð og frágang áa. Verklok voru með efra lagi klæðingar 15. júlí Kostnaður á árinu 2014 var vegna viðbótarfrágangs og uppsetninga merkja og stika. Verktakar: Bygging brúar: Vinnuokkur Vegagerðarinnar. Vegagerð: Borgarverk ehf., Borgarnesi. Kostnaður Samtals Vesarðaegr 0 ekaals mfang verks: Bygging nýrrar tvíbreiðrar brúar á Reykjadalsá í stað Vestfjarðavegur (0) um Reykjadalsá. Steypuvinna í brúargerð Vestfjarðavegur (0), iði Þverá. Fylling yr jálkafjörð, 2. ágúst ein breiðrar brúar frá 1954 og færsla Vest fjarðavegar á um 1,3 km löngum kaa við brúna. Framkvæmdaform: Bygging brúar: Samningur. Vegagerð: Útboð ostnaðaráætlun: 200 Fjármögnun Fjárlög Vegáætlun Vegáætlun 2013 Breikkun einbreiðra brúa 200 Bráðabirgðlán Samtals 224 Verkframvinda: Vinna við brúargerð hófst í mars 2013 með niðurrekstri staura fyrir undirstöður. Hlé var gert á vinnu um miðjan apríl. Vinna hófst á ný í byrjun nóvember og unnið að gerð sökkla og stöpla. Byggingu brúar lauk í apríl 2014 og lokafrágangi hennar um sumarið. Vegagerð um Reykjadalsá var boðin út í maí 2014 og hófust framkvæmdir í júní og lauk í lok júlí. Vegna tafa á afgreiðslu skipulagsbreytinga vegna þessara mannvirkja var nauðsynlegt að leita afbrigða með efnisnám úr Reykjadalsá og var efnistakan sett í verðkönnun í apríl Verktaki: Bygging brúar: Vinnuokkur Vegagerðarinnar. Vegagerð: Borgarverk ehf., Borgarnesi. Efnisnám: Þróttur ehf. Akranesi Kostnaður Samtals

192 Ársskýrsla Vegagerðarinnar iði er mfang verks: Ný- og endurlögn á 15,9 km löngum kaa Vestfjarðavegar frá Eiði milli Vattarfjarðar og Kerlingarfjarðar að Þverá í Kjálkafirði. Smíði á tveimur brúm, 160 m langri á Mjóafjörð og 116 m langri á Kjálkafjörð. Framkvæmdaform: Vegagerð, bygging brúa og framleiðsla niðurrekstrarstaura, útboð. Niðurrekstur staura, samningur. ostnaðaráætlun: m. kr. Fjármögnun Fjárlög Vegáætlun Fjárlög Vegáætlun Flutt á önnur verk Vegáætlun Vegáætlun Flutt af 60-28, Samtals Verkframvinda: Á árunum var unnið að hönnun og undirbúningi verksins, rannsóknum og mati á umhverfisáhrifum. Verkið var boðið út í febrúar 2012 og hóf verktaki framkvæmdir í byrjun júní með vinnu við gerð hafnaraðstöðu fyrir efnis utn ingapramma í Mjóafirði. Siglt var með efni í þverun Mjóafjarðar en efni ekið í þverun Kjálkafjarðar. Einnig unnið að vegagerð út Kjálkafjörð. Fyllingum í Kjálkafirði út fyrir brúarstæðið lauk í mars 2013 og lokið var við niðurrekstur staura fyrir brú í apríl. Byrjað var á brúargerð í maí og var lokið við að steypa Kjálkafjarðarbrú 1. september. Neðstu lög fyllinga í Mjóafirði voru utt með pramma en ekið með efri lögin. Fyllingum út fyrir brúarstæði í Mjóafirði lauk í júlí 2013 og niðurrekstri staura í nóvember. Á árinu 2013 var einnig unnið við skeringar og fyllingar á Eiðinu, í Mjóafirði, Kerlingar firði og Kjálkafirði ásamt efnisvinnslu. Á árinu 2014 var lokið var fyllingu og rofvörn í Kjálkafirði í júní og klæð ing komin á í júlí. Einnig var lokið við vegagerð út með Kjálkafirði að austanverðu og um Litlanes og inn í Kerlingarfjörð og sá kai klæddur í byrjun september. Byrjað var á vinnu við brúargerð í Mjóafirði í apríl því verki lauk í ágúst og var fylling yfir fjörðinn kláruð og unnið við rofvörn á fyllingunni. Umferð var sett á allan nýja veginn fyrir jól Verktakar: Vegagerð og bygging brúa: Suðurverk ehf., Kópavogi. Niðurrekstrar staurar fyrir brú á Kjálka fjörð: Loft orka ehf., Borgarnesi. Niðurrekstrarstaurar fyrir brú á Mjóafjörð: BM Vallá ehf., Reykjavík. Niðurrekstur staura: Vinnuokkur Vegagerðarinnar Kostnaður Samtals slðargng lngarkrgng mfang verks: Gerð jarðganga á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Síðla árs 2005 var í tengslum við gerð fjáraukalaga ákveðið að undirbúa framkvæmdir við shyrnugöng, 1,2 km að lengd. Málið þróaðist þannig að skoðaðir voru ýmsir möguleikar á göng um á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur með umfangsmiklum rannsóknum á jarðlögum og síðan forhönnun og kostnaðaráætlunum á ýmsum leiðum. Í árslok 2006 gerði Vegagerðin grein fyrir niðurstöðum athugana og í framhaldinu var ákveðið að grafa göng frá Skarfaskeri að si. Lengd ganga með skálum var áætluð um 5,4 km. afnframt þurfti að leggja 4 km af vegum og smíða 8 m langa brú á Hnífsdalsá og 24 m langa brú á sá. Haldið var áfram hönnun og gerð útboðsgagna, forval fór fram og fengu fjórar verktakasamsteypur að bjóða í verkið. Þeim voru send útboðsgögn í nóvember Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: Fjármögnun Fjáraukalög Vegáætlun Flutt á arðgöng undir Breiðadals- og Botnsheiði -11 Breyting Fjárlög Vegáætlun Flutt á önnur verk Fjárlög Flutt af öðrum verkum Flutt af öðrum verkum Flutt af öðrum verkum Samtals Verkframvinda: Á árunum var unnið að undirbúningi og rannsóknum. Samningur við verktaka var undirritaður 8. apríl 2008 en framkvæmdir hófust í maí með uppsetningu aðstöðu og greftri frá gangamunnum. Fyrsta ganga sprenging Hnífsdalsmegin var 4. september og Bolungarvíkurmegin 17. september. Um áramót var lokið við að sprengja m eða um 29 af lengd ganganna. Haustið 2008 var einnig byrjað á gerð brúar á sá, jafnframt því sem unnið var að gerð fyllinga og grjótvörn beggja vegna gang anna. Árið 2009 var haldið áfram við gröft ganganna og var gegnumbrot 16. nóvember. Var þá hafist handa Vestfjarðavegur (0), iði Þverá. fnisnáma á itlanesi, 2. ágúst

193 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Óshlíðargöng (Bolungarvíkurgöng). við fullnaðarstyrkingar ganganna. Nokkrar tafir og kostnaður urðu á fram kvæmdinni vegna setbergslaga nærri miðju ganganna. Á árinu 2009 var lokið við brú á sá og byggð brú á Hnífsdalsá á haustdögum. Skálar voru steyptir báðum megin og lauk því verki í desember. Hafin var fylling yfir skála í Hnífsdal. Lokið var gerð fyllinga allra vega og gerð grjótvarnar í Hnífsdal. Einnig var mulinn meginhluti efnis í burð arlög og til annarra nota. Unnið var að undirbúningi að uppsetningu raagna, meðal annars unnið að smíði skápa og innkaupum á búnaði. Snemma vors 2010 hófst lokafrágangur vega og svæða úti. Malbikað var í byrjun ágúst úti og inni og eftir það var unnið að lokafrágangi. Göngin voru tekin í notkun með vígslu 25. september Eftir það var unnið að loka frágangi úti í Bolungarvík og endanlegum úttektum og lagfæringu á rafkerfi, eink um stýrikerfi. Á árinu 2011 voru settar upp hraðamyndavélar, gengið frá öryggis- og upplýsingakerfi ganganna og lokið nokkrum smáverkum úti sem tengdust verkinu. Einnig var gengið frá framkvæmdaskýrslu og öllum gögnum verksins og lokauppgjöri við verktaka og eftirlit. Á árinu 2012 var unnið við gagna- og upplýsingakerfi ganganna og unnið að uppgræðslu og sáningu á framkvæmdasvæðinu og umhverfi ganganna. Kostnaður á árunum 2013 og 2014 er lögfræði kostn aður vegna málferla verktaka varðandi uppgjör verksins. Verktaki: arðganga-, vega- og brúagerð: ÍAV hf., Reykjavík og Marti ontrators Ltd., Sviss. ftirlit: Ea hf., Reykjavík og Geotek ehf., Reykjavík. Kostnaður Samtals naalsegr 01 alarðaregr eirrseiaregr mfang verks: Breikkun vegarins, styrking, endurnýjun ræsa, breikkun öryggissvæða og lögn bundins slitlags á 8 km löngum kaa Svínadalsvegar milli Leirársveitarvegar og Kambshóls. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: 205 Fjármögnun Vegáætlun Vegáætlun Fjárlög Vegáætlun Fjárlög Vegáætlun Vegáætlun Vegáætlun 2014 engivegir 140 Samtals 158 Verkframvinda: Á árunum var unnið að undirbúningi og hönnun verksins. Verkið var boðið út í apríl 2014 og var gert ráð fyrir að neðra lagi klæðingar á allan veginn yrði lokið í september. Verktaki hóf framkvæmdir í júní og lauk neðra lagi klæðingar á 5,8 km. Í lok september var framkvæmdum við burðalög og slitlög frestað til vors. Verktaki vann áfram að gerð undirbyggingar fram til 28. nóvember, er öllum framkvæmdum var frestað til vors Verktaki: skatak ehf, Kópavogi Kostnaður Samtals elaseiaregr 01 ringegr ringegr mfang verks: Endurbygging á 2 km löngum kaa Melasveitarvegar með bundnu slitlagi. Framkvæmdaform: Samningur með verðkönnun. ostnaðaráætlun: 30 Svínadalsvegur (02), brú á aá. Akrafjall í baksýn til hægri. Mynd tekin

194 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Fjármögnun Fjárlög Vegáætlun 2013 engivegir 30 Bráðabirgðalán Samtals 35 Verkframvinda: Verkið var unnið undir stjórn Vegagerðarinnar og hófst vinna við það í ágúst 2013 og var lokið fyrra lagi klæðingar í september. Reiðvegur var lagður veturinn og seinna lag klæðingar var lagt í júní Verktaki: arðvinna: Þróttur ehf., Akranesi. Lögn slitlags: Borgarverk ehf., Borgarnesi. Kostnaður Samtals ngalssansegr 01 Vesarðaegr segr mfang verks: Endurbygging á um 7,5 km löngum kaa Ingjaldssandsvegar með bundnu slitlagi. Framkvæmdaform: Samningur. ostnaðaráætlun: 106 Fjármögnun Fjárlög Vegáætlun 2013 engivegir 100 Vegáætlun 2014 engivegir 17 Bráðabirgðalán Samtals 119 Verkframvinda: Verkið var boðið út en öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru talin of há. Í framhaldinu var ákveðið að vinna verkið undir stjórn Vegagerðarinnar á Ísafirði. Vegagerð hófst í júní 2013 og lauk í september. Unnið var við fyllingar, ræsagerð, burðarlög og klæðingu. Fyrra lag klæðingar var lagt í lok ágúst 2013 en seinna lag á árinu Verktaki: Vinnuokkur Vegagerðarinnar. Kostnaður Samtals 119 Djúpvegi að Geirmundarstaðavegi. Framkvæmdaform: Fyrri áfangi: Útboð. Seinni áfangi: Framleiðsla niðurrekstrarstaura, útboð. Bygging brúar, útboð. Niðurrrekstur staura, samningur. Vegagerð, útboð. Kostnaðaráætlun Fyrri áfangi 112 Seinni áfangi 532 Samtals 644 Fjármögnun Vegáætlun Breyting Fjárlög Vegáætlun Flutt af öðrum verkum Fjárlög Vegáætlun Flutt af öðrum verkum Vegáætlun Flutt af öðrum verkum Samtals 723 Verkframvinda: Fyrri áfangi verksins var boðinn út í mars 2008 og hófust framkvæmdir í júlí. Um áramót var búið að undirbyggja allan kaann. Sumarið 2009 var lögð klæðing, gengið frá vegriði og lokið við frágang. Verklok fyrri áfanga voru í september Kostnaður á árinu 2010 er vegna hönnunar og undirbúnings við seinni áfanga verksins. Niðurrekstrarstaurar voru boðnir út í júlí 2011 og voru þeir reknir niður í nóvember og desember. Bygging brúar á Staðará var boðin út í ágúst 2011 og hóf verktaki undirbúning verksins í desember. Verktaki lauk við smíði brúarinnar í júní 2012 og var end an legum frágangi hennar lokið í ágúst. Vegagerð frá Djúpvegi að Geirmundarstaðavegi var boðin út í maí 2012 og hóf verktaki framkvæmdir í lok ágúst 2012 og var unnið í skeringum og fyllingum fram undir jól. Á árinu 2013 var unnið í skeringum og fyllingum fram í maí. Þá var farið í neðri burðarlög og lögð bæði lög klæðingar í júní. Síðan var gengið frá vegriði og öðrum frágangi verksins. Á árinu 2014 var sáð í röskuð svæði og vigtunarplan byggt. Verktakar: Fyrri áfangi: Skagfirskir verktakar ehf., Sauðárkróki. Seinni áfangi: Framleiðsla niðurrekstrarstaura, Esju-einingar ehf., Reykjavík. Bygging brúar á Staðará: Eykt ehf., Reykjavík. Niðurrekstur staura: Vinnuokkur Vegagerðarinnar. Vegagerð: Borgarverk ehf., Borgarnesi. Kostnaður Samtals arðaralsegr ri 01 Valsalsegr riarðaralr mfang verks: Sett stálræsi í stað gamallar einbreiðrar brúar á Hjarðardalsá. Framkvæmdaform: Samningur. ostnaðaráætlun: 2 Fjármögnun Vegáætlun 2014 Smábrýr 2 Verkframvinda: Verkið var unnið í september Verktaki: Græðir sf., Flateyri. Kostnaður ranaegr 02 egr rangsnesegr mfang verks: Fyrri áfangi verksins var endurbygging Strandavegar með bundnu slitlagi á um 4 km löngum kaa frá Geirmundarstaðavegi að vegamótum Drangsnesvegar. Seinni áfangi verksins var smíði nýrrar brúar á Staðará og nýr 2,8 km langur vegur frá Ingjaldssandsvegur (24), mælingar 1. júní

195 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 nnn g nirningr erkena Vesrsði Hér að neðan er greint frá hönnunar- og undirbúningskostnaði framkvæmda á Vestursvæði sem ekki hafa sérstaka fjárveitingu í vegáætlun. Fjármögnun: Fjármögnun fyrir Vegáætlun Samtals 199 kostnaður í Sam- Verkefni: Ár: tals Hringvegur 1-g0, Hvalfjarðargöng Akrafjallsvegur Hringvegur 1-g2 um Grunnafjörð Hringvegur 1-g4, Hafnarvegur Borgarfjarðarbraut Hringvegur 1-g6, Borgarnes Hrafnaklettur Hringvegur 1-g7 um Borgarnes Hringvegur 1-h4, Norðurá sýslumörk Borgarfjarðarbraut 50-05, Hvítá Hringvegur Uahryggjavegur 52-02, Borgarfjarðarbraut Lundarreykjadalsvegur Snæfellsnesvegur 54-10, Útnesvegur Útnesvegur Snæfellsnesvegur 54-19, Narfeyri Drangar Vestfjarðavegur um Haukadalsá Vestfjarðavegur 60-25, Þorskafjarðarvegur Gröf Vestfjarðavegur 60-36, Dynjandisheiði Djúpvegur 61-33, Hvítanesvegur Hestfjarðará Djúpvegur 61-35, Eyrarkirkjuvegur Minni-Hattardalsvegur Innstrandarvegur 68-10, Hvalsá Djúpvegur Innnesvegur , Akrafjallsvegur Akranes Akranesvegur , Akrafjallsvegur Akranes Akranesvegur , Akranes Akranes Þverárhlíðarvegur , Sigmundarstaðavegur Borgarfjarðarbraut Hvítársíðuvegur , Sámsstaðir Reykholtsdalsvegur Kaldadalsvegur , Langjökulsvegur Hálsasveitarvegur Langavatnsvegur , Hringvegur þjónustuhús Iðju Útnesvegur , um lafsvík Helgafellssveitarvegur , Snæfellsnesvegur Snæfellsnesvegur Haukadalsvegur , Vestfjarðavegur Smyrlahóll Klofningsvegur , Vestfjarðavegur Hafnará rlygshafnarvegur Barðastrandarvegur ugvallarvegur rlygshafnarvegur , Kollsvíkurvegur Hvallátur Hafnarvegur Ísafirði , Djúpvegur Sindragata Strandavegur , Drangsnesvegur Drangsnesvegur Strandavegur , Drangsnesvegur Asparvík Strandavegur , Kolbeinsvíkurá Djúpavík Samtals

196 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 rðrsði 2 lasarðaregr 0 lagng enrr mfang verks: Endurbætur á rafkerfi Múlaganga með uppsetningu neyð arstöðvaskápa með símum og slökkvitækjum. Endurbætur á lýsingu ganganna og upplýstra umferðarmerkja. Upp setning stýrikerfis fyrir göngin og teng ing búnaðar við stýrikerfi þeirra. Framkvæmdaform: Endurbætur á rafkerfi, útboð. Sprengingar vegna tæknirýma, samningur. ostnaðaráætlun: 230 Fjármögnun Vegáætlun Vegáætlun 2013 ryggisaðgerðir í jarðgöngum 90 Vegáætlun 2014 ryggisaðgerðir í jarðgöngum 162 Samtals 264 Verkframvinda: Á árinu 2012 var unnið að hönnun og undirbúningi verksins, sem var boðið út í júní Á árinu 2013 voru sprengdir tveir hellar fyrir tæknirými. Grafinn var skurður í öl og lögð í hann rafstrengur og ídráttarrör og unnið var að smíði skápa og öðrum undirbúningi á verkstæði. Á árinu 2014 var unnið að uppsetningu og tengingu búnaðar, neyðarsíma, GSM og ERA auk betri lýsingar. Eftir er að koma upp stýrikerfi fyrir göngin. Verktakar: Endurbætur á rafkerfi: Rafmenn ehf., Akureyri. Sprengingar vegna tæknirýma: Þórsverk ehf., Reykjavík. Kostnaður Samtals 264 rðasregr 1422 aasaðir rssak askarðsleið mfang verks: Nýbygging Norðausturvegar um Hófaskarðsleið milli arfjarðar og Þistilfjarðar. Um er að ræða nýbyggingu á 30,5 km löngum vegi. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: Fjármögnun Vegáætlun Vegáætlun Vegáætlun Flutt á kaa Flutt á kaa Vegáætlun Vegáætlun Breyting Fjárlög Vegáætlun Flutt af öðrum verkum Fjárlög Flutt af öðrum verkum Flutt af öðrum verkum Flutt af öðrum verkum Samtals Verkframvinda: Á árunum var unnið að mati á umhverfisáhrifum, hönnun og öðrum undirbúningi og töfðust framkvæmdir vegna seinkunar á mati á umhverfisáhrifum og eignarnáms. Verkið var boðið út í maí 2007 og hófust framkvæmdir í september það ár. Verklok áttu að vera haustið 2009 en vegna ágreinings um staðsetningu vestast á kaanum drógust verklok til haustsins Á árinu 2011 var unnið við frágang girðinga, landgræðslu og uppsetningu öryggisbúnaðar (veðurstöð, myndavélar og tetaskilti). Á árinu 2012 var gengið frá efnistökusvæði og unnið að landgræðslu á framkvæmdasvæðinu. Á árinu 2013 var gengið frá áningarstað við vesturenda Hófaskarðsleiðar. Árið 2014 var gengið frá uppgjöri við landeiganda. Verktaki: Héraðsverk ehf., Egilsstöðum. Kostnaður Samtals Skýringar: Kostnaður umfram áætlun er vegna breytinga vestast á kaanum og vegna almennra verðhækkana á framkvæmdatímanum. 11 Vansnesegr 01 asangi karð mfang verks: Kainn frá Hvammstanga að tri-kárastöðum, samtals 4,6 km endurbyggður og lagður bundnu slitlagi. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: 123 Fjármögnun Fjárlög Vegáætlun Vegáætlun Vegáætlun 2013 engivegir 106 Vegáætlun 2014 engivegir 20 Bráðabirgðalán Samtals 142 Múlagöng,. janúar Grann var skurður í öl fyrir rafstreng. 41

197 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Verkframvinda: Á árunum 2009, 2010 og 2012 var unnið að hönnun og undirbúningi verksins sem var boðið út í maí Verkið hófst í júní og var lokið við endurbyggingu og neðra lag klæðingar á árinu. Á árinu 2014 var efra lag klæðingar lagt og lokið við frágang á vegsvæði. Verktaki: Borgarverk ehf., Borgarnesi. Kostnaður Samtals neningara 01 ringegr ekara mfang verks: Endurbygging og lagning bundins slitlags á 5,15 km langan kaa, frá klæðingarenda, 2,2 km sunnan við Hringveg að heimreið að bænum Kaldakinn. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: 138 Fjármögnun Vegáætlun Vegáætlun Vegáætlun Vegáætlun 2014 engivegir 100 Bráðabirgðalán Samtals 148 Verkframvinda: Á árunum 2008, 2009 og 2013 var unnið að hönnun og undirbúningi. Verkið var boðið út í mars 2014 og lauk á árinu Eftir er að ganga frá uppgjöri við landeiganda. Verktaki: Borgarverk ehf., Borgarnesi. Svínvetningabraut (71), nýlögð klæðing, 2. ágúst Skagavegur (74), vegamót við Skagastrandarveg (74) 200, fyrir endurbætur á vegi. Kostnaður Samtals kagaegr 01 kagasranaregr rlgssaðir mfang verks: 3,7 km langur kai frá Skagastrandarvegi og norður fyrir golfvöll endurbyggður og lagður bundnu slitlagi. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: 80 Fjármögnun Vegáætlun Fjárlög Vegáætlun Vegáætlun 2013 engivegir 67 Vegáætlun 2014 engivegir 17 Bráðabirgðalán Samtals 92 Verkframvinda: Á árunum var unnið að undirbúningi og hönnun verksins sem var boðið út í júní 2013 og var því lokið á árinu með lögn bundins slitlags. Á árinu 2014 var unnið að minni háttar frágangi og uppgræðslu. Verktaki: Norðurtak ehf., Sauðárkróki. Kostnaður Samtals 92 2 kagaarðaregr 02 ar ekkarl mfang verks: Endurbygging á 8,2 km löngum kaa Skagafjarðarvegar milli Svartár og Stekkjarholts. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: 163 Fjármögnun Vegáætlun Fjárlög Vegáætlun 2012 engivegir 88 Vegáætlun 2013 engivegir 63 Vegáætlun 2014 engivegir 29 Samtals 185 Verkframvinda: Á árunum 2007 og 2009 var unnið að undirbúningi og hönnun verksins og var það boðið út í maí Verktaki hóf framkvæmdir í júní Samkvæmt útboðsskilmálum átti að ljúka við neðra lag klæðingar á a.m.k. 5 km kaa af 8,2 km heildarlengd. Verkið gekk vel og var ákveðið að ljúka við lagningu tvöfaldrar klæðingar á allan kaann. Á árinu 2013 var lokið við frágang vegsvæða, reiðvegar og náma. Fjárveiting á árinu 2014 var notuð til greiðslu skuldar frá fyrra ári. Verktaki: G. Hjálmarsson hf., Akureyri. Kostnaður Samtals

198 Ársskýrsla Vegagerðarinnar kðaalsegr 01 er lngsll mfang verks: Endurbygging á tveimur köum Skíðadalsvegar, 3,4 km frá Skálda læk að Brautarhóli og 3,4 km frá Hofsá að tra-hvarfi. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: 320 Fjármögnun Vegáætlun Fjárlög Vegáætlun Fjárlög Vegáætlun Vegáætlun 2012 engivegir 110 Flutt af öðrum verkum Bráðabirgðalán Samtals 295 Verkframvinda: Á árunum var unnið að hönnun og undirbúningi. Verkið var boðið út í apríl 2012 og gert ráð fyrir verklokum 1. ágúst Framkvæmdir hófust í júní 2012 og á árinu var lokið við kaann frá Skáldalæk að Brautarhóli nema eftir var að leggja efra lag klæðingar. Lokið var við neðra burðarlag á kaanum frá Hofsá að tra- Hvarfi. Á árinu 2013 var lokið við efra burðalag á kaanum frá Hofsá að tra- Hvarfi og báðir kaarnir lagði klæðingu. Á árinu 2014 var unnið að minni háttar frágangi og uppgræðslu. Verktaki: Árni Helgason ehf., lafsfirði Kostnaður Samtals 295 aaegr 01 ðalalsegr silegr mfang verks: Endurbygging og lagn ing bundins slitlags á 2,34 km frá vegamótum við Staðarbraut að vegamótum við Kísilveg. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: 42 Fjármögnun Vegáætlun 2014 engivegir 38 Bráðabirgðalán Samtals 46 Verkframvinda: Verkið var boðið út í mars 2014 og því var að fullu lokið á árinu. Gera varð breytingar á burðarlagsþykkt sem hafði talsverðan viðbótarkostnað í för með sér. Kostnaður: aðarra 01 ðalalsegr aaegr mfang verks: Endurbygging og bundið slitlag á tvo kaa, frá Aðaldalsvegi að Hellulandi 2,3 km og frá Múla að brú á Laá 2,2 km. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: 149 Fjármögnun Fjárlög Vegáætlun Fjárlög Vegáætlun Vegáætlun 2013 engivegir 95 Vegáætlun 2014 engivegir 21 Bráðabirgðalán Samtals 130 Verkframvinda: Á árunum var unnið að undirbúningi og hönnun Staðarbraut (4), 24. september 201. læðingarefninu mokað beint úr námu í malardreifara. verksins sem var boðið út í apríl Á árinu 2013 var lokið við að leggja neðra lag klæðingar á báða kaana en eftir var seinna lag klæðingar og lítilsháttar frágangur. Á árinu 2014 var efra lag klæð ingar lagt og lokið við frágang veg svæðis. Verktaki: Árni Helgason ehf., lafsfirði. Kostnaður: Samtals eissegr 004 Vesralsegr rðasregr mfang verks: Nýbygging á 3,24 km löngum kaa Dettifossvegar frá Meiðavallaskógi að Norðausturvegi. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: 207 Dettifossvegur (2), 2. október

199 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Fjármögnun Vegáætlun Vegáætlun Vegáætlun Vegáætlun Vegáætlun Vegáætlun Fjáraukalög Bráðabirgðalán Samtals 156 Verkframvinda: Á árunum var unnið að hönnun og undirbúningi verksins. Verkið var boðið út í apríl 2014 og um haustið var unnið við fyllingar og neðra burðarlag. Verktaki: Árni Helgason ehf., lafsfirði Kostnaður Samtals irgaegr 01 ýansseiaregr irgir mfang verks: Endurbygging á Dimmuborgavegi frá Mývatnssveitarvegi að bílastæði við Dimmuborgir, samtals 1,25 km. Framkvæmdaform: Samningur. ostnaðaráætlun: 41 Fjármögnun Vegáætlun 2014 engivegir 15 Viðhald vega 15 Bráðabirgðalán Samtals 35 Verkframvinda: Verkið var unnið í júní og júlí og lauk að fullu á árinu Verktaki: Árni Helgason ehf., lafsfirði Kostnaður Norðausturvegur () um Skjálfandajót,. nóvember 2010.alsverðu fé hefur verið varið til hönnunar og undirbúnings endurbóta þessarar tengingar eins og fram kemur í töu á síðunni hér til hægri. akkaegr sak kgarðr akki mfang verks: Lögn 2,6 km langs veg ar frá hafnarsvæði á Húsavík að iðn að arsvæði á Bakka. Undir Húsa víkur höfða verða gerð 943 m löng, 11 m breið jarðgöng í bergi með 50 m löngum steyptum forskálum, samtals 993 m. Fjármögnun Vegáætlun Fjárlög Fjáraukalög Vegáætlun Fjáraukalög Bráðabirgðalán Samtals 155 Verkframvinda: Á árunum var unnið að skoðun á veglínum og frumdrögum og í lok árs 2011 var fyrst minnst á jarðgöng og skoðaðar aðstæður í því sambandi. Á árinu 2012 voru mögulegar jarðgangaleiðir valdar til frekari rannsókna. Í framhaldinu voru boraðar rannsóknarholur og skrifuð jarðfræðiskýrsla um höfðann með hlið sjón af borunum og eldri gögnum. Í lok árs voru mismunandi leiðir bornar saman og komist að þeirri niðurstöðu að jarðgöng væru ákjósanlegust. Á árunum 2013 og 2014 var unnið að rannsóknum, hönnun og undirbúningi verksins. Forval verktaka vegna Bakkavegar Húsavík var auglýst 2. júní skum um þátt töku átti að skila inn í síðasta lagi 15. júlí Fjórir aðilar óskuðu eftir að fá að taka þátt í útboði vegna verk efnisins og uppfylltu allir sett skilyrði. Kostnaður Samtals 155 Dimmuborgavegur (4), 2. júlí

200 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 nnn g nirningr erkena rðrsði Hér að neðan er greint frá hönnunar- og undirbúningskostnaði framkvæmda á Norðursvæði sem ekki hafa sérstaka fjárveitingu í vegáætlun. Fjármögnun: Fjármögnun fyrir Vegáætlun Samtals 275 kostnaður í Sam- Verkefni: Ár: tals Hringvegur 1-k9, Reykjabraut Blönduós Hringvegur 1-m0, Svínvetningabraut Blönduós Hringvegur 1-m3, Hvammur Svínvetningabraut Hringvegur 1-m4, Svínvetningabraut Víðivörðuás Hringvegur 1-m5, Víðivörðuás Skagafjarðarvegur Hringvegur 1-m7 um Skagafjörð Hringvegur 1-p5, lafsfjarðarvegur Dagverðareyrarvegur Hringvegur 1-p7, Akureyri Akureyri Hringvegur 1-6 um Skjálfandajót Hringvegur 1-r5 um ökulsá á Fjöllum Sprengisandsleið til 26-16, Kvíslavegur Nýidalur Skagastrandarvegur 74-01, Hringvegur Þverárfjallsvegur Siglufjarðarvegur um Flókadalsá Norðausturvegur um Skjálfandajót Norðausturvegur 85-04, Kísilvegur Húsavík Norðausturvegur 85-27, Langanesvegur sýslumörk Kísilvegur 87-02, veðurstöð Geitafellsá Miðfjarðarvegur , Hringvegur Vesturárdalsvegur Vatnsnesvegur , Bergsstaðir Þorgrímsstaðavegur Vatnsdalsvegur , Hringvegur Undirfellsrétt Svínvetningabraut , Kjalvegur Hringvegur indastólsvegur , Þverárfjallsvegur skíðasvæði Hegranesvegur , Sauðárkróksbraut Eyhildarholtsvegur Skarðsvegur , Siglufjarðarvegur skíðasvæði Eyjafjarðarbraut vestri , Flugvallarvegur Kristnesvegur Eyjafjarðarbraut vestri , Kristnesvegur Miðbraut Hólavegur , Eyjafjarðarbraut Eyjafjarðarbraut Eyjafjarðarbraut eystri , Miðbraut Eyjafjarðarbraut vestri Bárðardalsvegur vestri , Hringvegur Hlíðarendavegur Mývatnssveitarvegur , Hringvegur Garðsvegur Samtals

201 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Kostnaður Samtals 193 Hringvegur (1), Fellsá í Breiðdal. Myndin er tekin árið 201 fyrir endurbætur. srsði 1 ringegr s sa kani mfang verks: Bygging 24 m brúar á stu Rjúkandi í stað einbreiðrar brúar og 0,9 km vegagerð. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: 170 Fjármögnun Breyting Fjárlög Flutt af öðrum verkum Fjárlög Flutt af öðrum verkum Flutt af öðrum verkum Flutt af öðrum verkum Samtals 165 Verkframvinda: ilboð í verkið voru opn uð í byrjun júní 2009 en skömmu síð ar var heimild Vegagerðarinnar til samn inga felld niður og öllum tilboðum hafnað. Kostnaður á árinu 2009 er vegna hönnunar og undirbúnings og bóta greiðslna til lægstbjóðanda. Verk ið var boðið út að nýju í október Deilu mál við landeigendur komu að mestu í veg fyrir að framkvæmdir hæfust fyrr en vorið 2012 og var þeim lokið í byrjun október það ár. Árið 2013 var unn ið við girðingar, land græðslu og annan frágang vegna verks ins. Kostn aður á árinu 2014 er lög fræði kostnaður vegna málaferla við land eigendur. Verktaki: lur ehf., Egilsstöðum. Kostnaður Samtals ells reiðal mfang verks: Breikkun og endurbætur á 5 m langri brú á Fellsá í Breiðdal og uppsetning vegriða á og við brúna til að auka umferðaröryggi. Framkvæmdaform: Samningar. ostnaðaráætlun: 26 Fjármögnun Vegáætlun 2014 Smábrýr 24 Viðhald vega 6 Samtals 30 Verkframvinda: Verkið hófst í júlí og lauk í ágúst Eftir var að leggja klæðingu á alir vegar vegna breikkunarinnar Verktaki: Vinnuokkur Vegagerðarinnar og ýmsir verktakar Kostnaður rðasregr 40 enging Vnaarðar mfang verks: Gerð 2,5 km langrar nýrrar tengingar við þéttbýlið í Vopnafirði. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: 184 Fjármögnun Fjárlög Vegáætlun Flutt af 85-43, Flutt af öðrum verkum Samtals 193 Verkframvinda: Kostnaður árið 2011 er vegna hönnunar og undirbúnings. Verkið var boðið út í maí 2012 og hófust framkvæmdir í september það ár. Lokið var við neðra burðarlag vegarins fyrir áramót. Árið 2013 lauk útboðshluta verksins. Árið 2014 var kostnaður vegna umferðaröryggismats, frágangs og landgræðslu, ásamt gerð skilta á áningarstað og hraða-aðvörunarljóss við þéttbýlið. Uppsetning merkja og lokafrágangur var unninn á árinu Verktaki: Árni Helgason ehf., lafsfirði. 4 Vnarðr rnaasls mfang verks: Fyrri áfangi verksins var nýbygging á 11,2 km löngum kaa frá slitlagsenda hjá Hölkná að Pyttalæk á Bunguóa. Síðari áfangi verksins var nýbygging á 30,4 km löngum kaa frá Pyttalæk á Bunguóa að þéttbýlinu við Vopnafjörð. Einnig nýbygging á Hofsárdalsvegi sem er 7 km langur og liggur á milli Vesturárdals og Hofsár dals. Framkvæmdaform: Útboð. Kostnaðaráætlun Fyrri áfangi 450 Síðari áfangi Samtals Fjármögnun Inneign frá fyrri áfanga 19 Vegáætlun Vegáætlun Breyting Flutt á endurheimt votlendis -1 Fjárlög Vegáætlun Flutt á önnur verk Fjárlög Vegáætlun Vegáætlun Flutt á 85-40, Samtals Verkframvinda: Á árunum var unnið að hönnun og undirbúningi verkanna. Fyrri áfangi verksins var boðinn út í nóvember 2007 og samið við verktakann í desember. Verktaki lauk að mestu gerð neðra burðarlags á árinu 2008 og var verkinu lokið að fullu haustið Síðari áfangi verksins var boðinn út í mars 2009 og hófust framkvæmdir í júní. Á árunum var unnið við byggingu vegarins frá Pyttalæk að Vopnafirði. Á árinu 2011 var lokið við að leggja bundið slitlag á 30,4 km frá Pyttalæk að Vopnafirði og var vegurinn opnaður í september. Undirbyggingu kaans á Hofsárdalsvegi var að mestu lokið 2011 þegar verk takinn fór í þrot og framkvæmdir stöðvuðust. Ákveðið var að bjóða út að nýju hluta Hofsárdalsvegar haustið Árið 2012 var einnig unnið við girðingar og uppgræðslu á svæðinu. Það sem eftir var af verkinu, sem var að ljúka við Hofsárdalsveg og heimreiðar í Vesturárdal, var boðið út vorið Verkinu lauk að mestu haustið 2013, en eftir var smávægileg vinna við frágang 46

202 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 náma og landgræðslu. Kostnaður á árinu 2014 er lögfræðikostnaður og önnur sérfræðiþjónusta vegna gjaldþrots verktaka. Auk þess var unnið við girðingar, frágang á námum og uppgræðslu. Verktakar: Fyrri áfangi, Suðurverk hf., Hafnarfirði. Síðari áfangi KNH ehf., Ísafirði. Eftir gjaldþrot KNH ehf., Þ.S. verktakar ehf., Egilsstöðum. Kostnaður Samtals rðarðaregr 10 rðarðargng mfang verks: Gerð 7,9 km jarðganga milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, lögn 7 km af nýjum vegum og bygging brúa á Eskifjarðará og Norðfjarðará. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: Fjármögnun Vegáætlun Vegáætlun Vegáætlun Fjárlög Vegáætlun Fjárlög Vegáætlun 2013 arðgangaáætlun Vegáætlun 2014 arðgangaáætlun Bráðabirgðalán Samtals Verkframvinda: Á árunum var unnið að rannsóknum, leiðarvali og undirbúningi jarðgangagerðar. Á árinu 2011 var unnið við áfram haldandi hönnun og samninga við landeig endur. Vegna fyrirsjáanlegs drátt ar á framkvæmd var tekin sú ákvörðun að kosta til lagfæringa á Odds skarðsgöng um á því ári. Á árinu 2012 var unnið að lokahönnun mann virkja og fór forval vegna Norð fjarðar ganga fram síðari hluta árs Útboðs gögn voru afhent í febrúar 2013 og til boð opnuð í apríl. Samningur við aðal verk taka var undirritaður á Norðfirði 14. júní 2013 og hófst vinna á verkstað í byrjun september við uppsetningu aðstöðu verktaka. Vinnu við forskeringu Eskifjarðarmegin var lokið í byrjun nóvember og hófst jarðgangagröftur í framhaldi af því. Formleg ræsing jarðgangagraft ar var gerð 14. nóvember. Í lok árs var búið að grafa 309 m frá Eskifirði. Vinna við forskeringu Norðfjarðar megin hófst 22. nóvember. il þess að jarðgangaverktaki kæmist að gangamunna Norðfjarðarmegin var sumarið 2013 gerður vegslóði í Norðfjarðargöng, langsnið. veglínunni frá Norðfjarðará og inn að gangamunna í Fannardal og bygging brúar á Norðfjarðará var boðin út í mars. Byggingu brúar lauk í október Í apríl 2013 var boðið út eftirlit með framkvæmdinni og samið við ráðgjafa í júní. Á árinu 2013 var gengið frá samningum við esta landeigendur og Fjarðabyggð. Árið 2104 var unnið allt árið að greftri Eskifjarðarmegin og grafnir m. Norðfjarðarmegin var lokið við forskeringu og hófst jarðgangagröftur 6. mars og voru grafnir m á árinu þeim megin. Alls var búið að grafa um áramót m eða 65 af göngum í bergi. Utan ganga var unnið að sjávarfyllingu Eskifjarðarmegin og var henni lokið að um það bil þremur fjórðu hlutum. Norðfjarðarmegin var gerð vegfylling frá munna niður fyrir brú á Norðfjarðará. Um áramót var lokið um fjórðungi vegagerðar í Norðfirði. Verktakar: arðgangagerð og vegir að göngum: Metrostav a.s.ékklandi og Suðurverk ehf., Kópavogi. Brú á Norðfjarðará: Vélsmiðja Hjalta Einarssonar ehf., Hafnarfirði. Eftirlit: Hnit hf., Reykjavík. Kostnaður Samtals Norðfjarðargöng, hrun í stafni, 21. ágúst eðisarðaregr 020 arðareiðargng mfang verks: Könnun á jarðgangakostum undir Fjarðarheiði, milli Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs. 47

203 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Seyðisfjarðarvegur () á Fjarðarheiði. Fjármögnun Vegáætlun 2014 arðgangaáætlun 30 Bráðabirgðalán Samtals 64 Verkframvinda: Aðallega hafa verið skoðaðar tvær jarðgangaleiðir sem opnast á mismunandi stöðum Héraðsmegin, það er við Miðhúsaá og Dalhús. Unnið var að hönnun vegar að mögulegum munnastað í Seyðisfirði og á báðum ofannefndum stöðum á Héraði. Fáskrúðsfjarðargöng, fjarskiptaskápur, 10. maí illaga um munna Seyðisfjarðarmegin er í um 130 m hæð gegnt Gufufossi. Á Héraði er tillaga á báðum stöðum um munna í m hæð og mælt með munna við Dalhús. Árið 2014 var einnig unnið að jarðfræðiathugunum og boruð 430 m djúp rannsóknarhola nærri miðri Fjarðarheiði, sem gagnast báðum jarðgangaleiðum. Ekki tókst að bora holuna eins djúpt og áætlað var en það minkar gildi hennar ekki mikið. Verktaki: Rannsóknarborun: Geotækni ehf., Selfossi. Kostnaður ðrarðaegr 04 skrðsarðargng enrr mfang verks: Endurbætur á rafkerfi Fáskrúðsfjarðarganga með uppsetningu nýrra neyðarsíma, fjölgun slökkvitækja. og upplýstra umferðarmerkja, ásamt tengingu búnaðar við stýrikerfi ganganna. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: 113 Fjármögnun Vegáætlun Vegáætlun 2013 ryggisaðgerðir í jarðgöngum 51 Vegáætlun 2014 ryggisaðgerðir í jarðgöngum 18 Samtals 75 Verkframvinda: Á árinu 2012 var unnið að hönnun og undirbúningi verksins og keyptur ýmis búnaður. Verkið var boðið út í desember ilboð voru opnuð 22. janúar Vegna kærumála dróst mjög að hægt væri að hefja framkvæmdir og var ekki samið við lægstbjóðanda fyrr en 2. júlí. Verkið hófst í september og var unnið að lögn strengja, smíðum á skápum og uppsetningu þeirra ásamt tengingum á öllum búnaði. Ekki tókst að koma búnaði í notkun á árinu Á árinu 2014 var lokið við að tengja búnað og koma honum í notkun. Unnið var að hönnun stýrikerfis en því lauk ekki á árinu. Verktaki: Rafey ehf., Egilsstöðum Kostnaður Samtals 75 2 rarsngegr 01 ringegr searegr mfang verks: Endurbygging með bundnu slitlagi á 5,5 km löngum kaa Hróarstunguvegar frá Hringvegi að Árbakka. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: 146 Fjármögnun Fjárlög Vegáætlun Vegáætlun 2013 engivegir 134 Vegáætlun 2013 Smábrýr 10 Vegáætlun 2014 engivegir 26 Samtals 175 Verkframvinda: Á árunum 2011 og 2012 var unnið að hönnun og undirbúningi verksins, sem var boðið út í maí Árið 2013 var vegur endurbyggður á um 5,5 km og sett stórt ræsi í Blöndu í stað einbreiðrar brúar. Klæðing var lögð á um 3,3 km. Á árinu 2014 var lögð klæðing á 2,3 km kaa sem ólokið var 2013, auk frágangs á svæðinu, uppsetningu á vegriði um Blöndu og uppgjöri við landeigendur. 48

204 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Verktaki: lur ehf., Egilsstöðum Kostnaður Samtals raðsegr 0 keggasaðir rekkgerðisegr mfang verks: Endurbygging Upphéraðsvegar með bundnu slitlagi á 4,22 km löngum kaa frá Bolalæk að Brekkugerði. Framkvæmdaform: Útboð. ostnaðaráætlun: 147 Fjármögnun Vegáætlun Fjárlög Vegáætlun Vegáætlun 2014 engivegir 107 Samtals 116 Verkframvinda: Kostnaður á árunum 2009, 2011 og 2013 er vegna hönnunar og undirbúnings. Árið 2014 var vegur endurbyggður á um 4,22 km og lagt fyrra lag klæðingar. Eftir var að leggja seinna lag klæðingar og setja upp 130 m af vegriði. Verktaki: lur ehf., Egilsstöðum Kostnaður Samtals 113 pphéraðsvegur (1) vegagerð, 2. júlí nnn g nirningr erkena srsði Hér að neðan er greint frá hönnunar- og undirbúningskostnaði framkvæmda á Austursvæði sem ekki hafa sérstaka fjárveitingu í vegáætlun. Fjármögnun: Fjármögnun fyrir Vegáætlun Samtals 301 kostnaður í Sam- Verkefni: Ár: tals Hringvegur 1-t3 um Lagarjót Hringvegur 1-t4 um Egilsstaði Hringvegur 1-t7, Skriðdalsvegur Aarvegur Hringvegur 1-u4 um Berufjarðarbotn Hringvegur 1-v3 um Lónssveit Hringvegur 1-v8 um Hornafjarðarjót Hringvegur 1-4 um ökulsá Hringvegur 1-8 til 9 um ræfi Hringvegur 1-y0 um Morsá Norðausturvegur 85-33, Miðfjarðará Hafnarvegur Norðfjarðarvegur 92-04, Neðstabrú Suðurfjarðavegur Borgarfjarðarvegur 94-03, Eiðar Steinsvaðsvegur Borgarfjarðarvegur 94-08, Njarðvík Borgarfjörður Suðurfjarðavegur 96-02, Norðfjarðarvegur Þórdalsheiðarvegur Suðurfjarðavegur 96-07, Vattarnesvegur Vík Austurleið , Aðalból Snæfellsleið Hlíðarvegur , Hringvegur Hallgeirsstaðavegur ökuldalsvegur , Hringvegur Hákonarstaðir Aarvegur , Hringvegur dáðavatnsvegur Dilksnesvegur , Hafnarvegur Dilksnes Samtals

205 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Hringvegur (1) á Hellisheiði, 2. júlí aeiginleg erkeni aeiginlegr arðgangaksnaðr mfang verks: Rannsóknir vegna jarðgangagerðar og umsjón með því að öryggiskröfur séu uppfylltar. Fjármögnun m.kr Vegáætlun Flutt á önnur verk Samtals 2 Verkframvinda: Kostnaður á árinu 2014 var vegna þátttöku í erlendum verkefnum varðandi öryggi í jarð göngum og vinnu við athugun á jarð gangakostum á Miðausturlandi. Kostnaður agngrannsknir Fjármögnun m.kr Vegáætlun Flutt á önnur verk Samtals 17 Verkframvinda: Unnið var m.a. að verk efn um varðandi umhverfisáhrif sam göngu áætlunar, stefnumótun Vegagerð ar inn ar, samspil vega og skipulags, ferðavenjur höfuðborgarbúa og samvinnu opinberra aðila og einkaaðila við samgönguframkvæmdir. Kostnaður kilag seiarlaga Vinna Vegagerðarinnar við að fylgjast með og gera athugasemdir við breytingar á skipulagi sveitarfélaga með tilliti til framtíðarskipulags vegakerfisins. Fjármögnun Vegáætlun 2014 Undirbúningur verka utan áætlunar 18 Kostnaður Suðursvæði 2 Höfuðborgarsvæði 5 Vestursvæði 1 Norðursvæði 9 Austursvæði 1 Samtals 18 rkskii ski mfang verks: Styrkveitingar til orkuskipta í skipum eða samgöngum. Fjármögnun m.kr Fjáraukalög og millifærslur Flutt af höfuðstól Siglingastofnunar Samtals 29 Verkframvinda: Fjórum fyrirtækjum var úthlutað styrkjum til verkefna sem féllu að áhersluatriðum úthlutunarnefndar. Hugað að ljósdui, 2. júní Þau fyrirtæki sem fengu styrki voru Véltak ehf., Hafnarfirði, vegna verk efnisins Hreinsibúnaður fyrir smur olíu gufur í vélarrúmum skipa, Varðeldur ehf., Kópa vogi vegna verkefnisins Eldsneytisframleiðsla með hitasundrun og vetnun, GPO ehf., Akureyri vegna verkefnisins Plast í olíu og Norðursigling ehf., Húsavík vegna verk efn isins Rafbátur (pal), notkun á endurnýjanlegri orku á sjó. Samtals voru samþykktir styrkir að upphæð 30, sem eru greiddir eftir framvindu verkefnanna. Kostnaður Samtals 20 Viaggingar mfang verks: Stofnkostnaður vita og leiðsögukerfa. Fjármögnun m.kr Fjáraukalög og millifærslur Flutt af höfuðstól Siglingastofnunar Vegáætlun 2014 Framlag til vitabygginga 29 Samtals 68 Verkframvinda: Á árinu 2013 var greidd uppfærsla á AIS (Automati Identifiat ion System) búnaði. Á árinu 2014 var fjárveitingu varið til endur nýjunar ljós dua. Kostnaður Samtals 15 50

206 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 lgiskal reinargerð rakir ið anir errggr g sarnargarða 2014 anarrakir Í þessu skjali er að finna stuttar lýsingar á ríkisstyrktum hafnarframkvæmdum árið 2014 á hverjum stað fyrir sig og fjárveitingar til hafnarframkvæmda og ráðstöfun þeirra í töum IVI. Einnig er fjallað um varnir gegn landbroti af ágangi sjávar og greint frá verkum sem unnin hafa verið í höfnum án ríkis styrkja. Í töu a koma fram þeir fjármunir sem varið var til ríkisstyrktra framkvæmda við hafnir á árinu il samanburðar eru tölur fyrra árs: aa a. Fjármunir til ríkisstyrktra framkvæmda við hafnir Ríkisstyrktar hafnarframkvæmdir 1.133,7 594,8 þar af andeyjahöfn 4,2 2, Ferjubryggjur 0,1 13,2 jónastyrkir 3,4 42,4 Samtals 1.137,2 650,4 kissrkar anarrakir nellsr Arnarstapi: Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. Rif: Að lokinni verðkönnun var sam ið við Björgun ehf. um dýpkun í Rifs höfn. Verkið fólst í að dýpka inn sigl inguna í 7,0 m og innan hafnar í 6,0 metra dýpi. Gert var ráð fyrir að dýpkun ar efnin væru dælanleg. Eftir að dýpkunarskipið Perlan ds hóf vinnu kom í ljós að einungis var hægt að dæla hluta svæðanna. Verk takinn varð því að vinna stóran hluta af dýpkun inni með graftarskipinu Reyni og efnis utn ingaprammanum Pétri Mikla. Verkið hófst í september og var því ekki lokið í lok árs Verkið var að hluta ríkisstyrkt. Framkvæmdakostnaður á árinu: 20,0 Sjá einnig kaa um tjónaverk. rnarrðr Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. kkislr Verktakinn Skipavík ehf. lauk smíði á Stykkishólmur, nýjar otbryggjur,. maí tveimur otbryggjum og uppsetningu á þeim. Heildarkostnaður við verkið var 21,8 Sjá einnig kaa um ferjubryggjur. alaggð Búðardalur: Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. eklar Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. Vesrggð Brjánslækur, Patreksfjörður, Bíldudalur, álknafjörður, Bolungarvík: Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. saarðarr Þingeyri, Flateyri, Ísafjörður: Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. Suðureyri: Boðin var út steypt þekja á Löndunarbryggju. Samið var við lægstbjóðanda Vestfirska verktaka ehf. sem bauð kr. sem var 97,4 af kostnaðaráætlun. Verkið fólst í að Suðureyri fyrir framkvæmdir,. apríl

207 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Drangsnes, okkálsvík, trébryggja fyrir endurnýjun, 1. ágúst Skagaströnd, smíði á 40 m trébryggju, 1. febrúar Skagaströnd, smíði á 40 m trébryggju,. apríl steypa m 2 þekju ásamt lagningu á vatns- og rafmagnslögnum. Verkið hófst í byrjun júlí og var því að fullu lokið í september. Framkvæmdakostnaður: 44 ðak Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. rðrrðr Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. rangsnes Unnið var að hönnun og gerð útboðsgagna fyrir endurnýjun á trébryggju í Kokkálsvík. Einnig voru boðin út efniskaup fyrir framkvæmdina. Byko ehf. útvegar timbrið í bryggjuna (3,8 ), boltaefni var fengið hjá Ísól ehf. (0,6 ) og staurar voru fengnir hjá Rarik. Smíði bryggjunnar fór í útboð Framkvæmdakostnaður: 2,0 lak Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. asangi Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. lns Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. kagasrn Guðmundur Guðlaugsson lauk vinnu við smíði á 40 m trébryggju við enda Miðgarðs. Framkvæmdakostnaður: 43,8 kagarðr Sauðárkrókur: Viðhaldsdýpkun í inn siglingu og innan hafnar á Sauðár króki var boðin út í september. Eitt tilboð barst í verkið frá Björgun ehf. ilboðinu var hafnað þar sem það þótti of hátt. Gengið var síðan til samninga við Björgun ehf. um verkið og viðhaldsdýpkun í Bolungar vík og á Skagaströnd bætt við til að fá hagstæðara verð og dreifa föstum kostnaði á eiri hafnir. Verk hófst í desember og var því ekki lokið í lok árs Framkvæmdakostnaður: 2,3 Hofsós: Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. allaggð Siglufjörður: Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. Sjá einnig kaann um óstyrkhæfar framkvæmdir og tjónaverk. alkrggð Dalvík, Árskógssandur, Hauganes: Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. anasalag rðrlans Akureyri: Engar ríkisstyrktar framkvæmd ir. Sjá kaann um óstyrkhæfar framkvæmdir. Grímsey: Boðin út smíði og upp setning á otbryggju. Flotbryggjan er gerð úr tveimur 8 m timbureiningum sem festar eru við landstöpul. Samið var við lægstbjóðanda Kötlu ehf. sem bauð kr. í verkið sem var 85 af kostnaðaráætlun hönnuða. Verk var ekki hafið í lok árs

208 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 aa I. ostnaður við hafnarframkvæmdir Styrk- Heildar- Ríkishlutfall kostnaður hluti 6.70 Almennar hafnir I. Innan grunnnets Viðhaldsdýpkanir (og skjólgarðar) Hafnagerð óskipt 100 0,0 0,0 Snæfellsbær Rif, viðhaldsdýpkun 75 5,9 3,5 Stykkishólmur Ferjubryggja, endurbygging og lenging bryggju 90 18,2 13,0 Endurbyggja otbryggjur 90 21,8 15,7 Bolungarvík Viðhaldsdýpkun 75 2,4 1,4 Skagaströnd Endurbygging Ásgarðs 40 1,3 0,4 Viðhaldsdýpkun 75 0,8 0,5 Lenging viðlegukants við hafnarvog 40 43,8 14,0 Skagafjörður Viðhaldsdýpkun 75 2,3 1,3 Hafnasamlag Grímsey, styrking grjótvarnar á hafnargarði 75 0,2 0,1 Norðurlands Grímsey, otbryggja 90 1,2 0,9 Akureyri, Ísbryggja 60 0,1 0,1 Norðurþing Húsavík, endurbygging Suðurgarðs, staurabryggja 60 1,0 0,5 Langanesbyggð Þórshöfn, dýpkun í innsiglingu og innan hafnar 60 34,9 16,7 Djúpivogur Smábátaaðstaða trébryggja endurbyggð 60 20,2 9,7 Hornafjörður Viðhaldsdýpkun 75 29,4 17,6 Þorlákshöfn Viðhaldsdýpkun 75 0,5 0,3 Alls innan grunnets 183,8 95,5 II. Utan grunnnets álknafjarðarhöfn Endurbygging gömlu bryggju 60 0,1 0,0 Ísafjarðarbær Suðureyri, endurbygging stálþils 60 18,3 8,7 Drangnes Endurbyggja þekju við krana og fram á enda bryggju 90 2,0 1,4 Hafnasamlag Norðurlands Hjalteyri, sandfangari til að draga úr viðhaldsdýpkun 75 1,1 0,7 Norðurþing Raufarhöfn, trébryggja smábátahöfn, austurhluti 40 22,2 7,1 Langanesbyggð Bakkafjörður, dýpkun hafnar 60 7,8 3,7 Borgarfjörður eystri Garður út í Hafnarhólma, endurbyggja brimvörn 75 14,1 8,4 Breiðdalsvík Grjótvörn í bryggjustæði 90 19,2 13,7 Alls utan grunnets 84,7 43,8 Alls fjárlagaliður ,5 139, Landeyjahöfn Ferjuhöfn ,3 326, Húsavíkurhöfn Stóriðjuhöfn á Húsavík 60 0,5 0, Ferjubryggjur Ferjubryggjur óskipt 100 0,0 0,0 Vigurferjubryggja 100 1,3 1,3 Stykkishólmur ferjubryggja ,4 10,4 Brjánslækur ferjubryggja 100 0,8 0,8 Holt ferjubryggja 100 0,6 0, Ferjubryggjur alls 13,2 13,2 jónaviðgerðir lafsvík, Norðurgarður viðgerð 75 32,3 19,3 lafsfjörður, viðgerð á Norðurgarði 75 10,1 6,1 Alls tjónaviðgerðir 42,4 25,3 Alls hafnarframkvæmdir 650,4 410,9 53

209 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Raufarhöfn, 4. desember Hjalteyri: Boðin var út vinna við gerð 18 m langs sandfangara við enda hafn ar garðs. Samið var við lægstbjóð anda Norð ur tak ehf. sem bauð kr. í verkið sem var 59 af kostnaðaráætlun. Verk var ekki hafið í lok árs rðring Húsavík, ópasker: Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. Raufarhöfn: Í samgönguáætlun var gert ráð fyrir að endurnýja að hluta tré bryggju í smábátahöfn. Við nánari skoðun var talið að betra væri að auka skjól í höfninni og nýta gamla steypta otbryggju sem áður þjónaði sem öldu brjótur. Byggður var 40 m langur skjól garður sem skýlir smábátahöfninni. Dýpkað í smábátahöfninni á m 2 svæði, dýpi er 2,5 m. Smíðaður landstöp ull og otbryggja, sem þjónaði áður sem öldubrjótur fyrir höfnina, var færð á nýja landstöpulinn. Að loknu útboði var samið við lægstbjóðanda Ístrukk ehf. sem bauð kr. sem var 89 af kostnaðaráætlun hönnuða. Verk hófst um miðjan september og var það langt komið í lok árs Framkvæmdakostnaður: 22,2 anganesggð Þórshöfn: Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. Bakkafjörður: Björgun ehf. lauk vinnu við dýpkun í smábátahöfn Bakkafjarðar. Dýpkað var um samtals 710 m 3 af lausu efni og föstu efni. Hönnunardýpi -2,5 m. Framkvæmdakostnaður: 7,8 Vnarðr Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. rgarrðr esri Brimvörn sem liggur út í Hafnarhólma var hækkuð og styrkt á um 60 m kaa. Grjót til verksins var fengið úr námu í landi ss. Gerður var verksamningur að loknu útboði við lægstbjóðanda Hér aðsverk ehf. sem bauð kr. í verk ið sem var 123 af kostnaðaráætlun hönnuða. Verkið hófst um miðjan mars 2014 og lauk 29. apríl Framkvæmdakostnaður: 14,1 eðisrðr Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. arðaggð Mjóifjörður, Neskaupstaður, skifjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður og aa II. Verk við hafnarframkvæmdir sem lauk árið Hafnarframkvæmdir Samgönguáætlun Verkuppgjör Ríkishluti framkvæmda í á verðlagi 2014 (verðlag áætlunar framreiknað til 2014) ) á verðlagi viðkomandi árs Sam- Sam Almennar hafnir tals tals Stykkishólmshöfn Endurbyggja otbryggjur 17,1 17,1 0,5 15,7 16,2 Ísafjarðarbær Suðureyri, endurbyggja löndunarbryggju 2,4 28,2 30,6 0,1 21,4 8,7 30,2 Ísafjörður, Mávagarður stálþilsbryggja 19,6 19,6 9,6 0,2 9,2 0,0 19,0 Skagaströnd Lenging viðlegukants við hafnarvog 18,6 18,6 6,9 14,0 20,9 Hafnasamlag Grímsey, styrking Norðurlands grjótvarnar á hafnargarði 15,0 15,0 7,1 4,7 0,1 11,9 Akureyri, Ísbryggja 31,1 36,3 67,4 5,6 19,6 26,4 0,1 51,8 Norðurþing Endurbygging Suðurgarðs 60,5 84,5 145,0 30,9 75,3 0,5 106,7 Langanesbyggð Þórshöfn, dýpkun í innsiglingu og innan hafnar 70,8 56,4 127,2 1,5 84,6 16,7 102,8 Bakkafjörður, dýpkun hafnar 5,7 5,7 0,5 3,7 4,2 Borgarfjörður eystri Garður út í Hafnarhólma 9,2 9,2 0,1 8,4 8,5 Breiðdalsvík Grjótvörn í bryggjustæði gömlu bryggju 10,3 10,3 13,7 13,7 Djúpavogshöfn Smábátaaðstaða, trébryggja endurbyggð 27,4 27,4 1,1 22,1 9,7 32,9 Alls 68,1 152,4 170,2 102,5 493,2 15,3 60,5 251,8 91,2 418,8 54

210 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Stöðvarfjörður: Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. Sjá kaa um óstyrkhæfar hafnarframkvæmdir reiðalsk Gamla Hafnarbryggjan sem var 30 m löng trébryggja var rifin. Steyptur landstöpull fyrir otbryggju þar sem áður var landtenging Hafnarbryggju. Steypt var otbryggja 3,5 20 m sem þjónar sem öldubrjótur fyrir smábátahöfnina og sem viðlegukantur. Að lokinni verðkönnun var samið um verkið við eftirtalda aðila. Króli ehf. setti upp og útvegaði otbryggju. Landstöpull var steyptur af starfsmönnum Breiðdalshrepps. Um jarðvinnu og rif á bryggju sá Dalbjörg ehf. Verkið hófst í byrjun júní 2014 og lauk 12. ágúst 2014 með úttekt. Framkvæmdakostnaður: 19,2 igr Smíði á 50 m langri harðviðarbryggju lauk á árinu. Framkvæmdakostnaður: 20,2 n rnarði Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. anean Um vorið dýpkaði Björgun ehf. um m 3 til að opna höfnina. Siglingar um Landeyjahöfn hófust í byrjun apríl. Um haustið var dýpkað um m 3 til að lengja opnunartíma hafnarinnar. Nægjanlegt dýpi var fyrir Herjólf í höfninni til loka nóvember. Í allt var dýpkað um m 3 á árinu. Björgun ehf. vann skv. samningi sem gerður var við þá í lok desember 2012 að loknu útboði og gildir hann fram í febrúar Framkvæmdakostnaður: 250,3 Boðin var út vinna við að leggja veg út eystri brimvarnargarð og laga veg innan við vestari garð. Einnig voru óðvarnargarðar austan við höfnina færðir utar í þeim tilgangi að stækka landgræðslusvæðið og minnka þannig foksand í innri höfn. Í útboðinu var líka vinna við gerð útsýnispalls við farþegamiðstöðina. Gengið var til samninga við lægstbjóðanda Þjótanda ehf. sem bauð kr. sem var 74 af kostnaðaráætlun hönnuða. Verkið hófst í lok ágúst og var því lokið í desember. Eftir var að ganga frá lokauppgjöri við verktakann. Framkvæmdakostnaður: 45,9 Landgræðsla ríkisins vann eins og fyrri ár að landgræðslu við Landeyjahöfn. Sáð var í um 13 ha og áburði dreift á eldri svæði. Einnig var gert við rofabakka og heyrúllum raðað. Framkvæmdakostnaður: 307,9 Vesannaear Gengið var til samninga við Íslenska gámafélagið ehf. um steypta þekju og jöfnun undir malbik á Binnabryggju að loknu útboði. Samningsupphæð var kr. sem er 88 af kostn aðar áætlun. Verkið fólst í að undir byggja fyrir þekju og malbik, magn um m 2. aa III. ostnaður við sjóvarnir Framkvæmda- 78 kostnaður Ríkishluti Staður Hvalfjarðarsveit 1,5 1,3 Akranes 2,4 2,1 Snæfellsbær 9,0 7,9 Stykkishólmur 2,0 1,7 Vesturbyggð 1,1 1,0 Ísafjarðarbær 10,4 9,1 Strandabyggð 8,0 7,0 Húnaþing vestra 2,1 1,9 Blönduós 16,0 14,0 Skagaströnd 4,4 3,8 Fjallabyggð 2,7 2,4 Grýtubakkahreppur 8,9 7,8 Norðurþing 2,3 2,0 Hornafjörður sveitarfélag 2,6 2,3 Grindavík 14,7 12,8 Vogar 23,4 20,5 Álftanes (Garðabær) 0,7 0,6 Sjóvörn óskipt 0,3 0,2 Breiðdalsvík, 2. ágúst Samtals 112,6 98,5 Fjárveitingar til sjóvarna ,2 nýttar fjárheimildir frá ,5 Fluttar fjárheimildir til ,2 Borgarfjörður eystri, brimvörn við Hafnarhólma

211 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Djúpivogur, 27. mars aa b. Faaóahafnir, fjárfestingakostnaði skipt á málaokka. Málaokkar Hafnarvirki 586,7 Land og lóðir 137,9 Götur 153,4 Húseignir 106,6 æki og búnaður 29,8 Kostnaður alls 1.014,4 aa. Faaóahafnir, fjárfestingakostnaði skipt á hafnarsvæði. Hafnarsvæði Gamla höfnin 221,2 Sundahöfn 283,0 Grundartangi 430,6 Akranes 49,2 æki og búnaður 29,8 Kostnaður alls 1.014,4 aa d. Hafnasamlag Norðurlands. Steypa þekju um m 2. Verkið hófst í júní 2014 og var því lokið í október sama ár. Verkið var ríkisstyrkt Framkvæmdakostnaður: 31,2 rlksn Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. rinak Engar ríkisstyrktar framkvæmdir angerði Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. ekanesn Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. Vgar Engar ríkisstyrktar framkvæmdir. srkar anarrakir aaaanir s Framkvæmdum og fjárfestingaverkum Faaóahafna á árinu 2014 var dreift á þær hafnir og þau hafnarsvæði, sem höfnin á og rekur í Reykjavík, á Akranesi, á Grundartanga og í Borg arnesi. il varanlegra rekstrarfjár muna var alls varið á árinu 1.014,4 Helstu málaokkar framkvæmdaverka og (Fjárhæðir í kr.) Samtals án vsk. Ríkishluti Hlutur HN Löndunarbryggja ÚA óstyrkhæft Ísbryggja ÚA styrkhæft Grímsey grjótgarður styrkhæft Grímsey otbryggja óstyrkhæft Dysnes skipulag óstyrkhæft Krossanes - syðri bryggja óstyrkhæft Vesturbakki óstyrkhæft Grenivík óstyrkhæft orfunefsbryggja óstyrkhæft Sandgerðisbót óstyrkhæft Oddeyrarbryggja polli Oddeyrarbryggja lenging Oddeyrarbryggja Samtals kostnaður við þá á árinu 2014 eru sýndir í töum b og. allaggð Framkvæmdir við hafnirnar á síðasta ári voru eftirfarandi: Sett var upp otbryggja á lafsfirði. (a. 20 ) Steypulagfæringar á Hafnarbryggju og settur niður polli. (a. 2 ) anasalag rðrlans Sjá töu d. arðaggð Neskaupstaður: Haldið var áfram með stækkun Norðfjarðarhafnar og var framkvæmt fyrir 252,3 Lokið var við smíði nýrrar löndunaraðstöðu fyrir smábáta og gengið frá upplandi við hana. Kostnaður 24,6 Keyptar voru oteiningar í smábátahöfnina auk fingra og þeim komið fyrir og var kostnaður 16,9 Unnið var í að grjót verja kaa innan hafnarsvæðisins á Norðfirði fyrir 1,8 Hafinn var undirbúningur að stækkun hafnarsvæð is ins á Norðfirði með nýju fyllingarsvæði. Kostnaður var 0,7 skifjörður: Unnið var í að grjótverja kaa innan hafnarsvæðisins á Eskifirði fyrir 6,1 Smíðað var upplýsingaog vakthús á höfnina til nota við komur skemmtiferðaskipa. Kostnaður 7,4 Reyðarfjörður: Lokið var við upp setningu öryggisgirðingar við olíubryggju. Kostnaður við efniskaup var 1,5 Áframhaldandi vinna við undirbúning fyrir annan áfanga Mjóeyrarhafnar. Kostnaður á árinu 0,5 Fáskrúðsfjörður: Lokið var við umhverfis frágang við smábátahöfnina á Fáskrúðs firði. Kostnaður var 79,9 Lokið var við bryggju í samstafi við Minjavernd sem sett var framan við Franska spítalann. Kostnaður var 2,5 Stöðvarfjörður: Áfram var unnið að undirbúningi og gerð gagna fyrir umhverfis frágang á Stöðvarfirði. Kostnaður 1,9 Smíðuð var aðstaða fyrir vigtarmann til vigtunar úr smábátum. Kostnaður var 6,6 Mjóifjörður: Farið var í endurnýjun þekju við bryggjuna á Mjóafirði. Kostnaður á árinu var 14 anararðarn Engar nýframkvæmdir voru á árinu. errggr Stykkishólmur: Að loknu útboði var samið við lægst bjóðanda Lárus Einarsson um lengingu á ferjubryggju. ilboð verktaka var 16,4 sem var 99,2 af kostnaðar áætlun. Verkið fólst í að lengja bryggj una um 12 m svo hún geti þjónað nýrri ferju. Reknir voru 6 bryggjustaurar og byggt burðarvirki úr stáli sem klætt var með aobe harðvið. Að lokinni verðkönnun var 56

212 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 samið við G. Arason ehf. um útvegun á stáli í bryggjuna (5,3 ). imbur kom frá eimar í Hollandi (4,8 ) og boltaefni frá Byko ehf. (0,3 ). imbur og boltar voru hluti af stærra efnisútboði Vegagerðarinnar. (Verkið var að hluta styrkt úr sjóði fyrir ferjubryggjur) Framkvæmdakostnaður: 18,2 Brjánslækur: Gert var við tjakka sem hífa ekjubrú bryggjunnar. Verkið var ekki boðið út. Samið var við Vélsmiðju Loga ehf., Patreksfirði, um verkið. (Verkið var að hluta styrkt úr sjóði fyrir ferjubryggjur) Heildarkostn aður 1,75 Holtsbryggja nundarrði: Samið var við Magnús Helgason smið á Ísafirði um endurbyggingu á björgunarstiga á Holtsbryggju. Framkvæmdakostnaður: 0,62 Vigur: Samið var við Salvar Baldurs son Vigri um að lagfæra hluta af dekkklæðningu á bryggjunni og að styrkja burðarfestingar. Framkvæmdakostnaður: 1,34 arnargarðar Akranes: Boðin voru út tvö verk á Akranesi, við Langasand og við Blautós alls um 430 m. Verkin voru boðin út ásamt sjóvörnum í Hvalfjarðarsveit í desember Samið var við lægstbjóðanda, ökulfell ehf. Verk var ekki hafið í árslok Hvalfjarðarsveit: Boðin voru út tvö verk í Hvalfjarðarsveit, við Býlu og Skipanes alls um 210 m. Verkin voru boðin út ásamt sjóvörnum á Akranesi í desember Samið var við lægstbjóðanda, ökulfell ehf. Verk var ekki hafið í árslok Snæfellsbær: Boðin voru út tvö verk í Snæfellsbæ, 95 m endurbygging sjóvarnar norðan við lafsbraut 55 á lafsvík og 50 m löng sjóvörn við Írskabrunn vestan Gufuskála. Samið var við lægstbjóðanda, Stafnafell ehf. Verkið hófst 9. október 2014 en var ekki lokið í árslok Bíldudalur: Boðin var út 60 m löng sjóvörn við Arnarbakka 8. Samið var við lægstbjóðanda, Láss ehf. í desember Verk var ekki hafið í árslok Ísafjarðarbær: Unnið var við endurbyggingu sjóvarnar við Brimnesveg á Flateyri á 400 m kaa og nýja sjóvörn neðan við Klofning á Suðureyri, alls um 240 m. ígur ehf. vann verkið. Verkið hófst í október 2013 og því lauk í febrúar Hólmavík: Boðin var út lenging sjóvarn ar við Rifshaus um 122 m. Samið var við lægstbjóðanda, Norðurtak ehf. Verkið hófst 9. október og lauk 28. október. Blönduós: Unnið var við sjóvarnir á Blönduósi, við Brimslóð, við ós Blöndu og við Hafnarbraut, alls um 290 m. Norðurtak ehf. vann verkið. Verkinu lauk í mars aa IV. Staða ríkissjóðs vegna hafnargerða Fjárlög Ríkishluti Fjár- (fjárhæðir í ) Sérstök og fjár- framlaga- Flutt til tilfærsla aukalög kvæmda Flutt til liður Höfn Hafnabótasjóður Snæfellsbær 0,0 0,0 0,0 3,5-3,5 Grundarfjörður 0,0 0,0 0 0,0 0,0 Stykkishólmur 28,0 0,0 0 28,7-0,7 Reykhólar -3,2 3,2 0,0 0,0 0,0 Vesturbyggð -1,7 0,0 16,1 0,0 14,4 álknafjörður -9,4 0,0 0 0,0-9,4 Bolungarvík -4,1 0,0 22,8 1,4 17,3 Ísafjarðarbær 8,7 0,0 0 8,7 0,0 Súðavík 0,0 0,0 0 0,0 0,0 Hólmavík -0,7 0,7 0,0 0,0 0,0 Skagafjörður 0,0 0,0 0,0 1,3-1,3 Dalvíkurbær 5,7-5,7 0,0 0,0 0,0 Grímsey 12,1-1,2 0,0 1,0 9,9 Hafnasamlag Norðurlands 4,7-4,6 19,8 0,7 19,1 Norðurþing -9,8 0,0 22,5 7,5 5,2 Langanesbyggð -16,3-0,3 37,0 20,4 0,0 Vopnafjörður 0,3-0,3 0 0,0 0,0 Seyðisfjörður -0,1 0,1 0 0,0 0,0 Djúpivogur 0,1 9,3 0 9,7-0,3 Hornafjörður 4,2-9,2 23,3 17,6 0,7 Vestmannaeyjar 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 Grindavík 0,0 0,0 0 0,0 0,0 skipt til viðhaldsdýpkana skjólgarða -27,4 8,2-47,4 0,0-66,7 skipt til slysavarna -0,5 0,5 0,0 0,0 0,0 Samtals ,5 0,0 162,4 139,3 23,6 Framlag til B deildar Hafnabótasjóðs 0,0 0,0 0,0 0, Landeyjahöfn 122,3 0,0 660,0 326,3 456, Húsavíkurhöfn -2,3 0,0 0,0 0,3-2, Ferjubryggjur 35,3 0,0 3,1 13,2 25,2 Samtals allir liðir 155,8 0,0 825,5 479,1 502,2 Stykkishólmur, lenging ferjubryggju, 1. mars

213 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 aa V. Fjárveitingar til hafnarframkvæmda Fjárauka- Fjárveit- Fjárlög lög- ingar Fjárlagaliður 6.70 Almennar hafnir 162,4 0,0 162, Landeyjahöfn 660,0 0,0 660, Húsavíkurhöfn 348,0-348,0 0, Ferjubryggjur 3,1 0,0 3, kr. í verkið sem var 88 af kostnaðaráætlun hönnuða. Verkið hófst í byrjun október og lauk í lok mánaðarins. Framkvæmdakostnaður: 10,1 aa VI. thlutanir B deildar Hafnabótasjóðs Samtals 1.173,5-348,0 825,5 Árið 2014 voru engar úthlutanir Skagaströnd: Unnið var við sjóvörn á Skagaströnd, 50 m sjóvörn við Sólvang. Norðurtak ehf. vann verkið. Verkinu lauk í mars Grenivík: Boðin var út 60 m endurbygging og 120 m lenging sjóvarnar til austurs. Samið var við lægstbjóðanda, Norðurtak ehf. Verkinu lauk í september Grindavík: Unnið var við sjóvarnir á tveimur stöðum við Grindavík, við Sjávarbraut og við golfvöll, alls um 190 m. ÍAV hf. vann verkið. Verkið hófst í desember 2013 og lauk í apríl Vogar á Vatnsleysuströnd: Unnið var við sjóvarnir, við Stóra Knarrarnes og við Narfakot, alls um 370 m. Ellert Skúlason ehf. vann verkið. Verkið hófst í desember 2013 og lauk í ferbrúar Hólmavík, 2. október rakir egna naiðgerða Ólafsvík: Stafnafell ehf. lauk vinnu við endurbyggingu á fremri hluta Norðurgarðs. Verkið var boðið út í desember Verktaki hóf störf við verkið í febrúar og lauk því desember Heildarkostnaður við verkið var 32,3 Ólafsfjörður: Boðin var út vinna við end urbyggingu á brimvörn við Norðurgarð. Um var að ræða endur byggingu á brimvörn og sjóvörn að utan verðu á Norðurgarðinum á 75 m kaa. Grjót úr námu m 3 og endurröðun 890 m 3. Samið var við lægstbjóðanda Vélaþjónustu Messuholts ehf. sem bauð aa VIII. Sjóvarnir sem lokið var við árið 2014 á meðalverðlagi aa VII. Fjárveitingar til sjóvarna 2014 (fjárlagaliður 0 1 (.0) með fjárveitingum ársins og ónotuðum fjárheimildum í uppha árs). Sveitarfélag Upphæð í kr. Hvalfjarðarsveit Akranes Snæfellsbær Grundarfjörður Stykkishólmur Vesturbyggð Ísafjörður Strandabyggð Húnaþing vestra Blönduós Skagaströnd Grýtubakkahreppur Norðurþing Langanesbyggð Hornafjörður Mýrdalur Vestmannaeyjar Grindavík Reykjanesbær Vogar Álftanes (Garðabær) skipt Samtals Samgönguáætlun Verkuppgjör (Ríkishluti framkvæmda í ). (verðlag áætlunar framreiknað til 2014) Sam- Sam- Sveitarfélög tals tals Stykkishólmur, Maðkavík 1,6 1,6 0,1 1,7 1,8 Ísafjörður, Flateyri og Suðureyri 23,9 23,9 12,2 9,1 21,3 Strandabyggð, Hólmavík 6,8 6,8 7,0 7,0 Blönduós, við ós Blöndu og endurbyggingar sjóvarna 21,8 21,8 5,5 14,0 19,5 Skagaströnd, framan við Sólvang 5,1 5,1 0,3 3,8 4,1 Grindavík, austan Litlubótar og Arfadalsvík 17,2 17,2 1,1 12,8 14,0 Vogar, Vogatjörn og Vatnsleysuströnd 28,6 28,6 2,0 20,5 22,5 Samtals 0,0 98,3 6,8 105,1 0,0 21,2 68,9 90,2 58

214 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 lgiskal 4 ersl ersl Vegagerðin hefur einsett sér að vera í fararbroddi í umhverfismálum. firstjórn Vegagerðarinnar tók ákvörðun um innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfis skv. ISO árið 1997 og var hún fyrst ríkisstofnana til að hefja innleiðingu umhverfisstjórnunar. Hún hefur síðan haft umhverfisstefnu að leiðarljósi og skuldbundið sig til að vinna með markvissum aðgerðum að því að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um vottun á umhverfisstjórnunarkerfinu. Þýðingarmiklum umhverfisþáttum er stýrt með verklagsreglum, vinnulýsingum, leiðbeiningum, útboðsgögnum o.. Vega gerðin vaktar þýðingarmestu umhverfisþættina og heldur grænt bók hald til að tryggja stöðugar umbætur, í samræmi við kröfur umhverfisstjórnunarstaðla ISO Græna bókhaldið nær yfir starfsemi Vegagerðarinnar um allt land. Umhverfisþættir í starfsemi Vegagerðarinnar voru ákvarðaðir út frá greiningu á starfseminni. Möguleg umhverfisáhrif voru metin og afstaða tekin til mikilvægis umhverfisþáttanna, með hlið sjón af umhverfisstefnunni, verklagsreglu um greiningu um hver fis þátta og vinnureglu um umhverfisáhrif og mat á mikilvægi umhverfisþátta. Þýðingarmiklir umhverfisþættir (A-þættir) Vegagerðarinnar eru þeir sem verða fyrir áhrifum af rekstri hennar og framkvæmdum. Vegagerðin stýrir þessum umhverfisþáttum og vaktar þá eins og kostur er. Eftirtaldir þættir hafa verið metnir þýðingarmiklir, með aðferðum ISO umhverfisstjórnunarstaðalsins: 1. Röskun lands 2. Umferðarhávaði 3. Eldsneyti og olíur 4. Asfalt 5. Eiturefni og hættuleg efni 6. Spilliefni 7. Fastur úrgangur 8. Fráveitur og skólp Þessum umhverfisþáttum er stýrt og þeir vaktaðir. Fleiri þýðingarmiklir umhverfisþættir (B-þættir) sem Vegagerðin telur nauðsynlegt að þekkja og stýra eru: 9. Gamlar námur 10. Steinefni 11. Loftmengun vegna umferðar á vegum 12. Hálkuvarnir og rykbinding 13. Landgræðsla 14. Sprengingar 15. Frásog frá vélaverkstæðum 16. Aagðar brýr Miðdalsgil á Bröttubrekku. Aögð brú sem áhugamenn gerðu upp. fnisrannsóknir í Berurði,. júlí Aðrir umhverfisþættir sem Vegagerðin mat þýðingarlitla eru m.a. vegstikur, vatns- og orkunotkun, pappír, skrifstofuvörur og -tæki, húsbúnaður, vinnufatnaður, einnota rekstrarvörur o.. Sumum þessara þátta er stýrt með innkaupastefnu og -reglum. Vegagerðin vaktar nokkra þessara þátta fyrir grænt bókhald Vistvænna innkaupa vegna grænna skrefa í ríkisrekstri, sjá.vinn.is. rn kal Vegagerðin var fyrst ríkisstofnana til að færa grænt bókhald, en það hefur verið gert frá árinu 1998 og birt í umhverfisskýrslu stofnunarinnar. Umhverfisskýrslan hefur eingöngu verið gefin út á rafrænu formi á heimasíðu Vegagerðarinnar frá Grænt bókhald er efnisbókhald þar sem fram koma upplýsingar á tölulegu formi um þýðingarmestu umhverfisþættina í rekstrinum. Bókhaldið gefur notadrjúgar upplýsingar um frammi stöðu í umhverfismálum á sama hátt og rekstrarbókhald gefur upplýsingar um fjárhagslega frammistöðu. Vegagerðinni er ekki skylt að halda grænt bókhald skv. reglugerð en telur gagnsemi þess margþætta. Með vöktun umhverfisþáttanna má mæla árangur í viðkomandi málaokki, bera saman á milli ára og sjá hver þróunin hefur verið. Þannig er grænt bókhald mikilvæg leið til að meta stöðuna í umhverfismálum á hverjum tíma og bera saman við sett markmið. Árangurinn mælist ekki aðeins í umhverfislegum ávinningi heldur oft einnig í fjárhagslegum sparn aði. Grænt bókhald er sömuleiðis vettvangur til að miðla upp lýsingum um ástand umhverfisþáttanna til landsmanna. Vegagerðin hefur tekið þátt í verkefninu Vistvæn innkaup frá upphafi. Verkefnið er samstarfsvettvangur opinberra aðila um innleiðingu og vinnu að vistvænum innkaupum. Á vefsíðu verkefnisins.vinn.is er birt frammistaða stofnana ríkisins í umhverfismálum. Þar má sjá hvernig Vegagerðin stendur sig í samanburði við aðrar ríkisstofnanir varðandi notkun á pappír, ræstiefnum, eldsneyti o.. Slíkur samanburður er reyndar vandasamur þar sem rekstur Vegagerðarinnar er ólíkur rekstri hefðbundinna stofnana á höfuðborgarsvæðinu. 59

215 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 lgiskal Ársreikningr 2014 aðesing rsreiknings Hlutverk Vegagerðarinnar er að þróa og sjá um vegakerfið á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Starfsemi Vegagerðarinnar breyttist á árinu Þann 1. júlí varð samruni fjögurra samgöngustofnana þ.e Vegagerðar inn ar, Siglingastofnunar, Flugmálastjórnar og Umferðar stofu. Niðurstaðan varð sú að myndaðar voru tvær stofn anir. Annars vegar framkvæmdastofnun sem áfram heitir Vegagerðin og stjórnsýslustofnun sem heitir Samgöngu stofa. Frá gömlu Vegagerðinn fóru verkefni eins og umferðar eftirlit og leyfisveitingar en til Vegagerðarinnar komu verkefni frá Siglingastofnun sem tengjast höfnum, vitum og sjóvarnargörðum auk umsjónarhlutverks með vaktstöð siglinga. Hafnarframkvæmdir voru fyrir samruna sérstakur fjárlagaliður og verða þar áfram enn um sinn en önnur starfsemi fer undir Vegagerðina Ársreikningur Vegagerðarinnar byggir á kostnaðarverðsreiknings skil um í samræmi við lög um ársreikninga og lög um fjárreiður ríkisins. Hann er gerður eftir sömu reikningsskila aðferð um og árið áður. Samkvæmt rekstrarreikningi var tekjuhalli 2.111,5 á árinu Heildareignir námu 1.950,2 í árslok. Heildarskuldir voru ,8 og eigið fé neikvætt um ,6 Vegamálastjóri og forstöðumaður fjárreiðudeildar staðfesta hér með ársreikning Vegagerðarinnar fyrir árið 2014 með undirritun sinni. Reykjavík 15. júní 2015 Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri. Hannes Már Sigurðsson, forstöðumaður. eksrarreikningr rið 2014 Fjárhæðir eru í þús.kr. Skýring eksrarekr Bensíngjald Olíugjald Kílómetragjald Vitagjald Aðrar tekjur Rekstrartekjur samtals eksrargl Almennur rekstur Framkvæmdir Viðhald Þjónusta Styrkir til ferja og sérleyfishafa Styrkir til almenningssamgangna Styrkir til innanlandsugs Rannsóknir Vita og hafnarmál Rekstrargjöld samtals Rekstrarhalli Fjármunatekjur ekalli n rkisralags Framlag ríkisins ekalli rsins ) Framsetning á stöku liðum í ársreikningi getur verið á annan máta en hefðbundin framsetning í verkbókhaldi Vegagerðarinnar. 60

216 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Árin enrskðena il innanrkisrðneis Við höfum endurskoðað ársreikning Vegagerðarinnar fyrir árið Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnenda, rekstrar reikning, efnahagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi, upplýs ing ar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Árgð srnena rsreikningn Stjórnendur eru ábyrgir fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga og fjárreiður ríkisins. Samkvæmt því ber þeim að skipuleggja, innleiða og viðhalda innra eftirliti sem varðar gerð og framsetningu ársreiknings þannig að hann sé í meginatriðum án verulegra annmarka. Ábyrgð stjórnenda nær einnig til þess að beitt sé viðeigandi reikningsskilaaðferðum og mati miðað við aðstæður. Árgð enrskðena Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðað var í samræmi naagsreikningr 1 eseer 2014 Fjárhæðir eru í þús.kr. Skýring ignir Árnir g langakrr Eignarhlutir í félögum við ákvæði laga um Ríkisendurskoðun. Samkvæmt því ber okkur að fara eftir settum siðareglum og skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka. Endurskoðunin felur í sér aðgerðir til að staðfesta fjárhæðir og aðrar upplýsingar í ársreikningnum. Val endurskoðunaraðgerða byggir á faglegu mati endurskoðandans, meðal annars á þeirri áhættu að verulegir annmarkar séu á ársreikningnum. Endurskoðunin felur einnig í sér mat á þeim reikningsskila- og matsaðferðum sem gilda um A-hluta stofnanir og stjórnendur nota við gerð ársreikningsins og framsetningu hans í heild. Við teljum að við endurskoðunina hafi verið aað nægjanlegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á. Áli Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu Vegagerðarinnar á árinu 2014, efnahag 31. desember 2014 og breytingu á handbæru fé á árinu 2014, í samræmi við lög um ársreikninga og fjárreiður ríkisins. Ríkisendurskoðun, 15. júní 2015 Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi. Sigurgeir Bóasson, endurskoðandi Velrnir Vörubirgðir Viðskiptamenn Ríkissjóður, viðskiptareikningur Aðrar skammtímakröfur Kröfur á gjaldendur Handbært fé Veltufjármunir samtals ignir alls klir g eigið igið Höfuðstóll Bundið eigið fé Annað eigið fé Eigið fé samtals klir kaasklir Ríkissjóður, viðskiptareikningur Ríkissjóður vmarkaðra tekna Lánardrottnar Skammtímaskuldir samtals Skuldir samtals klir g eigið alls

217 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 ðsrei rið 2014 Fjárhæðir eru í þús.kr eksrarrengar Veltufé frá rekstri: ekjufall samkvæmt rekstrarreikningi Vel r reksri Breyting á rekstrartengdum eignum og skuldum Birgðir (hækkun), lækkun Skammtímakröfur (hækkun), lækkun Innheimta markaðra tekna anr r reksri resingarrengar Eignahlutur í félögum resingarrengar rgnnarrengar Höfuðstóll frá Siglingastofnun Framlag ríkissjóðs Skil markaðra tekna skv. fjárlögum Greitt úr ríkissjóði rgnnarrengar kkn lkkn anr anr rsrn anr rslk kýringar eikningsskilaaðerðir 1 rnllr reikningsskila Ársreikningur Vegagerðarinnar er gerður með sama hætti og tíðkast hjá A-hluta stofnunum. Varanlegir rekstrarfjármunir eru gjaldfærðir við kaup en ekki færðir til eignar í efnahagsreikningi. Í samræmi við ákvæði laga um fjárreiður ríkisins er ársreikningurinn að öðru leyti gerður í samræmi við ákvæði laga nr um ársreikninga. kaar Eins og aðrar stofnanir sem ríkið ber ótakmarkaða ábyrgð á þá er Vegagerðin undanþegin skattskyldu, sbr. 4. gr. laga nr um tekjuskatt. krning ekna ekjur eru bókaðar í þeim mánuði sem reikningar eru gefnir út. krning gala Gjöld eru almennt bókuð þegar reikningar berast stofnuninni. Í lok ársins eru áfallin gjöld sem tilheyra rekstrarárinu færð í rekstrarreikning og sem ógreidd gjöld í árslok. Verðrgging Verðtryggðar eignir og skuldir eru færðar miðað við vísitölu sem tók gildi 1. janúar ignarlir lg langakrr Eignarhlutir í félögum og langtímakröfur eru færðar á nafnverði. Vrirgðir Vörubirgðir eru metnar til eignar á síðasta innkaupsverði Viðskiakrr g aðrar skaakrr Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur eru metnar á kostnaðarverði anr il handbærs fjár teljast óbundnar innstæður á bankareikningum. 62

218 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Viðskiasklir g aðrar skaasklir Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir eru færðar á kostnaðarverði. erisskliningar Lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna stofnunarinnar eru áhvílandi. Í samræmi við reikningsskilareglu A-hluta ríkissjóðs eru lífeyrisskuldbindingar ekki færðar í ársreikn ingum einstakra A-hluta ríkisstofnana heldur eru þær færðar í einu lagi hjá ríkissjóði. Lífeyrisskuldbinding Vegagerðarinnar vegna núverandi og fyrrverandi starfsmanna hennar hefur ekki verið reiknuð sérstaklega. reiilir reksr Í fjárlögum og fjáraukalögum er sýndur jöfnuður í rekstri Vega gerðarinnar með því að okka með tekjum viðskiptahreyfingu (lán frá ríkissjóði) að fjárhæð 148,2 Fjárhæðir eru í þús.kr. Fjárlög fjáraukalög Reikningur Frávik Viðskiptahreyfing Markaðar tekjur msar tekjur Umdæmi almennur rekstur Styrkir til ferja og sérleyfishafa Styrkir til almenningssamgangna Styrkir til innanlandsugs Rannsóknir Þjónusta Viðhald Framkvæmdir Vita og hafnarmál Gjöld samtals ekjur umfram gjöld Framlag ríkisins ekjuhalli ársins kissðr egna arkaðra ekna Í ársbyrjun var skuld við ríkissjóð vegna markaðra tekna ,9 Markaðar tekjur innheimtar á árinu námu ,5 Skil markaðra tekna samkvæmt fjárlögum námu ,2 Í árslok er skuld við ríkissjóð vegna markaðra tekna ,7 Fjárhæðir eru í þús.kr. Staða í ársbyrjun Markaðar tekjur innheimtar Skil markaðra tekna til Vegagerðarinnar skv. fjárlögum Staða í árslok rr galenr Kröfur á gjaldendur kílómetragjalds, olíugjalds og þungaskatts námu 764,2 í árslok. Í ársbyrjun voru kröfur samtals 704,6 Hreyfingar á árinu greinast eftirfarandi: : Fjárhæðir eru í þús.kr. Kröfur á gjaldendur í ársbyrjun Álagning markaðra tekna Afskriftir Innheimta markaðra tekna Kröfur á gjaldendur í árslok

219 Ársskýrsla Vegagerðarinnar an g lanaeng gl Laun og launatengd gjöld greinast þannig: Fjárhæðir eru í þús.kr Laun Launatengd gjöld Vinnulaun hækka um 122,2 frá fyrra ári eða um 5,8. Ársverk samtals voru 313 á árinu 2014 eða óbreyttur fjöldi frá síðasta ári. igið Höfuðstóll í ársbyrjun var 750,3 ekjuhalli ársins var 2.182,9 Höfuðstóll í árslok er neikvæður um 1.432,5 Neikvætt bundið eigið fé er ,7 í árslok. Fjárhæðir eru í þús.kr. Höfuðstóll Bundið eigið fé Stofnkostnaður Samtals Eigið fé í ársbyrjun ekjuhalli ársins Uppgjör markaðra tekna Eigið fé í árslok rakir Framkvæmdir námu 9.372,2 á árinu 2014 samanborið við 6.439,5 á fyrra ári. Framkvæmdir hækka um 2.932,7 milli ára eða um 45,5. Framkvæmdir 2014 skiptast þannig eftir verkefnum í stórum dráttum: Viðal Viðhald vega nam 4.986,9 á árinu 2014 en var 5.294,5 á árinu Viðhald vega lækkar um 307,6 milli ára eða um 5,8. Fjárhæðir eru í þús.kr Fjárhæðir eru í þús.kr Norðfjarðargöng Vestfjarðavegur 31, Eiði Þverá Hringvegur, Hveragerði Hamragilsvegur Hringvegur um Múlakvísl Álftanesvegur , Múlagöng, endurbætur Vestfjarðavegur, Gröf Snæfellsnesvegur Svínadalsvegur Svínvetningabraut Meðallandsvegur Göngubrú við Norðlingaholt Sjóvarnargarðar ryggisaðgerðir Suðursvæði arðgöng og vegur að Bakka Dettifossvegur Annað Samtals nsa Þjónusta við vegi var 5.119,3 á árinu 2014 samanborið við 4.893,7 á fyrra ári. Þjónusta samtals hækkar um 225,6 milli ára eða um 4,6. Viðhald bundinna slitlaga Styrkingar og endurbætur Viðhald malarvega Viðhald brúa Umferðaröryggi Annað Samtals Fjárhæðir eru í þús.kr Vetrarþjónusta Vegmerkingar og vegbúnaður nnur þjónusta Samtals

220 rakasrn Vegagerðarinnar 2014 Framkvæmdastjórn nýju Vegagerðarinnar kom öll saman í fyrsta sinn 27. janúar Í framkvæmdastjórn eru forstjóri, svæðis stjórar og framkvæmdastjórar sviða. Innri endurskoð andi og gæðastjóri sitja alla fundi fram kvæmda stjórnar. Deildarstjóri samskiptadeildar er ritari fram kvæmda stjórnar. Aftari röð frá vinstri: Gunnar H. Guðmundsson svæðisstjóri Norðursvæðis, Sveinn Sveinsson svæðisstjóri Austursvæðis, Magnús Valur Jóhannsson svæðisstjóri Vestursvæðis, Ólafur Þór Gunnarsson innri endurskoðandi, Jónas Snæbjörnsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs, Sigurður Áss Grétarsson framkvæmdastjóri siglingasviðs, Svanur G. Bjarnason svæðis stjóri Suðursvæðis. Fremri röð frá vinstri: G. Pétur Matthíasson deildarstjóri samskiptadeildar, Ásrún Rudolfs dóttir deildarstjóri gæðadeildar, Hreinn Haraldsson forstjóri (vegamálastjóri), Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóri stoðsviðs, Jón Helga son framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs. nir aksð 1.1 Dettifossvegur (862), 20. nóvember Eyjafjarðarleið (F821) opnuð að sumri, 2. júlí Kantsláttur í Haukadal í Dalasýslu, 25. ágúst Vestfjarðavegur (60), Reykjadalsá í Dölum, vegagerð 2. júlí 2014.

221 Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014 Vegagerðin, desember 2015

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta Lagfæring vegamóta á hringveginum Skoðun á hagvæmni úrbóta Janúar 2005 Samantekt Flest vegamót á þjóðvegum á Íslandi eru óstefnugreind. Umferðaróhöpp eru þar nokkuð tíð og öryggi þarf að auka. Í þessari

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands Hugi Ólafsson, maí 2013 Loftslagsbreytingar - vísindin Alþjóðlegar skuldbindingar Losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Hvað

More information

Helstu stærðir í loftslagsmálum á Íslandi. Gylfi Árnason PhD, aðjúnkt HR

Helstu stærðir í loftslagsmálum á Íslandi. Gylfi Árnason PhD, aðjúnkt HR Helstu stærðir í loftslagsmálum á Íslandi Gylfi Árnason PhD, aðjúnkt HR Í fréttunum Landsvirkjun:Vottar alla raforku til fyrirtækja með upprunaábyrgðum Plastmengun í hafinu Svifryk á Grensásvegi/Miklubraut

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Opinn kynningarfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur 9. febrúar Lilja G. Karlsdóttir samgönguverkfræðingur

Opinn kynningarfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur 9. febrúar Lilja G. Karlsdóttir samgönguverkfræðingur Opinn kynningarfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur 9. febrúar 2018 Lilja G. Karlsdóttir samgönguverkfræðingur Helstu forsendur fyrir eflingu almenningssamgagna Fyrirbærið Borgarlína Áfangar sem eftir eru Heildarkerfi

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Efnisyfirlit. Isavia: Innanlandsflugvellir umferð, rekstur og sviðsmyndir framtíðar 2012

Efnisyfirlit. Isavia: Innanlandsflugvellir umferð, rekstur og sviðsmyndir framtíðar 2012 Efnisyfirlit Ávarp forstjóra... 3 Helstu niðurstöður... 5 Inngangur... 7 Abstract and main Conclusions... 9 1. Forsendur og aðferðafræði... 11 2. Flugvellir í grunnneti almenningssamgangna innanlandsflug...

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Hagsveiflur, umferð og umferðarslysaþróun á Íslandi

Hagsveiflur, umferð og umferðarslysaþróun á Íslandi Hagsveiflur, umferð og umferðarslysaþróun á Íslandi 1965 2008 Guðmundur Freyr Úlfarsson, Kristín Soffía Jónsdóttir og Arnar Þór Stefánsson Umhverfis og byggingarverkfræðideild Háskóli Íslands Hjarðarhagi

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson Staða og horfur á vinnumarkaði Staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Skýrsla. samgönguráðherra um stöðu umferðaröryggismála fyrir árið (Lögð fyrir Alþingi á 130. löggjafarþingi )

Skýrsla. samgönguráðherra um stöðu umferðaröryggismála fyrir árið (Lögð fyrir Alþingi á 130. löggjafarþingi ) Skýrsla samgönguráðherra um stöðu umferðaröryggismála fyrir árið 2003. (Lögð fyrir Alþingi á 130. löggjafarþingi 2003 2004.) 1. Almennt. Skýrsla um stöðu umferðaröryggismála sem nú er lögð fyrir Alþingi

More information

Skýrsla. samgönguráðherra um framkvæmd ferðamálaáætlunar. (Lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi )

Skýrsla. samgönguráðherra um framkvæmd ferðamálaáætlunar. (Lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi ) Skýrsla samgönguráðherra um framkvæmd ferðamálaáætlunar. (Lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi 2007 2008.) Alþingi samþykkti vorið 2005 þingsályktun um áætlun í ferðamálum fyrir árin 2006 2015. Sú

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins?

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins? Verkefni styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar Apríl 2016 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 105 Reykjavík vso@vso.is 15168 S:\2015\15168\v\03_Greinargerð\15168_160329_skýrsla_drög.docx Apríl 2016 Nr.

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017 Skýrsla nr. 2017-024 24. nóvember 2017 Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017 Guðrún Erla Jónsdóttir Skrifstofa forstjóra Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Umsjón og ábyrgð: Guðrún Erla Jónsdóttir

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

Fiskiskipastóllinn í árslok 2006 The fishing fleet at the end of 2006

Fiskiskipastóllinn í árslok 2006 The fishing fleet at the end of 2006 2007:2 28. febrúar 2007 Fiskiskipastóllinn í árslok 2006 The fishing fleet at the end of 2006 Samantekt Í lok árs 2006 voru á skrá hjá Siglingastofnun 1.692 fiskiskip og hafði þeim fækkað um 60 frá árinu

More information

Hópurinn átti tvo gagnlega fundardaga í Helsinki (15. og 16. apríl) og hitti þar helstu gerendur í mótun byggðastefnu í Finnlandi, en þeir eru:

Hópurinn átti tvo gagnlega fundardaga í Helsinki (15. og 16. apríl) og hitti þar helstu gerendur í mótun byggðastefnu í Finnlandi, en þeir eru: Dagana 14.-20. apríl 2013 fór stýrinet Stjórnarráðsins um sóknaráætlanir landshluta í námsferð til Finnlands og Slóveníu. Þessi tvö lönd urðu fyrir valinu vegna þess að þau búa við tvö stjórnsýslustig

More information

HOTEL. Júní Íslensk sveitarfélög VELKOMIN VERSLUN

HOTEL. Júní Íslensk sveitarfélög VELKOMIN VERSLUN HOTEL Júní 2017 VELKOMIN Íslensk sveitarfélög VERSLUN Umsjón: Greining Íslandsbanka, greining@islandsbanki.is Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur hjá Greiningu, 440 4747 Rósa Júlía Steinþórsdóttir, viðskiptastjóri

More information

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009 UHR - 2009 Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009 Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur / Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Stjórnmálafræðideild

Stjórnmálafræðideild Stjórnmálafræðideild MPA-ritgerð Valkostir við skipulag fasteignastjórnunar í ríkisrekstri á Íslandi Óskar Valdimarsson Febrúar 2010 Leiðbeinandi: Gunnar Helgi Kristinsson Nemandi: Óskar Valdimarsson Kennitala:

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

Landsframleiðslan 2017 Gross Domestic Product 2017

Landsframleiðslan 2017 Gross Domestic Product 2017 9. mars 2018 Landsframleiðslan 2017 Gross Domestic Product 2017 Samantekt Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,6% á árinu 2017 og er nú 15,3% meiri en hún var árið 2008. Einkaneysla og fjárfesting

More information

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi ISSN 1670-5556 Vífill Karlsson Hagvísir Vesturlands Skýrsla nr. 1 2015 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi E F N I S Y F I R L I T Myndir... 1 Töflur... 2 1 Samandregnar niðurstöður... 3 2 Inngangur...

More information

Rekstur og efnahagur fyrirtækja 2015 Financial statements of Icelandic companies 2015

Rekstur og efnahagur fyrirtækja 2015 Financial statements of Icelandic companies 2015 18. nóvember 216 Rekstur og efnahagur fyrirtækja 215 Financial statements of Icelandic companies 215 Samantekt Velta í viðskiptahagkerfinu, að undanskilinni lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi,

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

Undirbúningur fyrir 5G. Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,...

Undirbúningur fyrir 5G. Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,... Undirbúningur fyrir 5G Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,... Þorleifur Jónasson 5. apríl 2017 Dagskrá Drifkraftar 5G og helstu þjónustur Stefnumótun og markmið EU

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: Heimasíða: Tölvufang:

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: Heimasíða:   Tölvufang: Skýrsla nr. C17:01 Ísland og loftslagsmál febrúar 2017 1 HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-5284 Heimasíða: www.hhi.hi.is Tölvufang: ioes@hi.is

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Hvað er núll - slysastefna Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Markmið stjórenda núll slysasýn New trends in accident prevention due to the changing world of work European Agency for Safety

More information

BAKPOKAR OG BÆJARSJÓÐIR: AÐ HVE MIKLU LEYTI HEFUR

BAKPOKAR OG BÆJARSJÓÐIR: AÐ HVE MIKLU LEYTI HEFUR Borgum v/ Norðurslóð 600 Akureyri Sími 460-8900 Fax 460-8919 rha@unak.is http://www.rha.is BAKPOKAR OG BÆJARSJÓÐIR: AÐ HVE MIKLU LEYTI HEFUR FJÖLGUN FERÐAMANNA HAFT ÁHRIF Á TEKJUR OG KOSTNAÐ ÍSLENSKRA

More information

Health at a Glance: OECD Indicators 2005 Edition. Heilbrigðismál í hnotskurn: Rit OECD Samantekt. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku

Health at a Glance: OECD Indicators 2005 Edition. Heilbrigðismál í hnotskurn: Rit OECD Samantekt. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku Health at a Glance: OECD Indicators 2005 Edition Summary in Icelandic Heilbrigðismál í hnotskurn: Rit OECD 2005 Útdráttur á íslensku Samantekt Heilbrigðiskerfi í OECD ríkjum verða sífellt umfangsmeiri

More information

DR. STEFÁN EINARSSON OG DR. HARALDUR SIGÞÓRSSON. Arðsemi og ávinningur af vega- og gatnaframkvæmdum

DR. STEFÁN EINARSSON OG DR. HARALDUR SIGÞÓRSSON. Arðsemi og ávinningur af vega- og gatnaframkvæmdum DR. STEFÁN EINARSSON OG DR. HARALDUR SIGÞÓRSSON Arðsemi og ávinningur af vega- og gatnaframkvæmdum Áfangaskýrsla: Greining kostnaðarliða umferðar (km- og tímagjald)... [31.3.2009] Efnisyfirlit 2 Samantekt...

More information

Skemmtiferðaskip við Ísland. Úttekt á áhrifum. Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson

Skemmtiferðaskip við Ísland. Úttekt á áhrifum. Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson Skemmtiferðaskip við Ísland Úttekt á áhrifum Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson Rannsóknamiðstöð ferðamála 2014 Útgefandi: Titill: Höfundar: Rannsóknamiðstöð ferðamála, Borgum v/ Norðurslóð, IS-600

More information

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Vetrarferðamenn utan þjónustusvæðis Vegagerðarinnar. Greinargerð unnin með stuðningi rannsóknasjóðs

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

YFIRLIT ÁRSINS 2016 FLUGSVIÐ

YFIRLIT ÁRSINS 2016 FLUGSVIÐ YFIRLIT ÁRSINS 216 FLUGSVIÐ Efnisyfirlit TILKYNNINGAR UM ATVIK ALVARLEG FLUGATVIK FLUGSLYS... 3 TEKIÐ TIL RANNSÓKNAR Á ÁRINU... 4 RANNSÓKNIR SEM LOKIÐ VAR ÁRINU... 5 NEFNDARFUNDIR... 6 TILLÖGUR Í ÖRYGGISÁTT...

More information

Óhappatíðni í beygjum og langhalla Haraldur Sigþórsson Einar Pálsson

Óhappatíðni í beygjum og langhalla Haraldur Sigþórsson Einar Pálsson Óhappatíðni í beygjum og langhalla Haraldur Sigþórsson Einar Pálsson Desember 2007 Efnisyfirlit Inngangur...1 Beygjur...2 Niðurstaða...5 Langhalli...11 Breidd vega...12 Heimildir...13 Inngangur Samband

More information

11 Heimildaskrá. Ritaðar heimildir:

11 Heimildaskrá. Ritaðar heimildir: 11 Heimildaskrá Ritaðar heimildir: Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. (2005). Vaxtasamningur Vestfjarðar - Ársrit 2005. [Rafræn útgáfa]. Ísafjörður: Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Axel Hall og Sólveig Jóhannsdóttir.

More information

Umferðarslys á Íslandi

Umferðarslys á Íslandi Umferðarslys á Íslandi árið 2011 Skýrsla um Umferðarslys á Íslandi árið 2011 samkvæmt lögregluskýrslum Mars 2012 Gunnar Geir Gunnarsson Kristín Björg Þorsteinsdóttir Þorbjörg Jónsdóttir Útgefandi: Umferðarstofa

More information

Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar

Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar og reynsla almennt góð. Það hefur verið eftirsótt að

More information

Reglugerð. um flugumferðarþjónustu

Reglugerð. um flugumferðarþjónustu Reglugerð um flugumferðarþjónustu 1. gr. Markmið. Markmið reglugerð þessarar er að kveða á um sameiginlegar kröfur um veitingu flugumferðarþjónustu hér á landi með hliðsjón af alþjóðlegum reglum í þeim

More information

Maí Reykjavíkurborg. Rýning rekstrar Áhættustýring og innra eftirlit. Reykjavíkurborg Innri endurskoðun

Maí Reykjavíkurborg. Rýning rekstrar Áhættustýring og innra eftirlit. Reykjavíkurborg Innri endurskoðun Maí 2008 Reykjavíkurborg Rýning rekstrar Áhættustýring og innra eftirlit Reykjavíkurborg Innri endurskoðun Til borgarfulltrúa Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar hefur tekið saman eftirfarandi skýrslu

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Slys á hættulegustu vegum landsins

Slys á hættulegustu vegum landsins Slys á hættulegustu vegum landsins Þóroddur Bjarnason, 1 félagsfræðingur Sveinn Arnarsson, 1 félagsfræðinemi Á g r i p Inngangur: Markmið með rannsókninni var að finna hættulegustu þjóðvegi landsins með

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision

Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision 17. febrúar 217 Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision Samantekt Mikil umsvif eru í íslenskum þjóðarbúskap um þessar mundir en neysla, fjárfesting og utanríkisverslun hafa

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Höfuðborgarsvæðið Næstu skref í þróun samgöngukerfa - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins

Höfuðborgarsvæðið Næstu skref í þróun samgöngukerfa - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins Höfuðborgarsvæðið 2040 - Næstu skref í þróun samgöngukerfa - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 Mannvit Verkfræðistofa Grensásvegur 1 108 Reykjavík Sími: 422 3000 Fax: 422 3001 @: mannvit@mannvit.is

More information

Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision

Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision 23. febrúar 218 Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision Samantekt Spáð er 2,9 aukningu landsframleiðslu í ár. Hægt hefur á hagvexti frá árinu 216 en áætlað er að hagkerfið hafi

More information

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag og ásýnd Aðferðir grunngögn og gildismat 7. júní 2018 Ólafur Árnason Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag Efnistök Gögn um grunnástand Aðferðir við mat á áhrifum á landslag og ásýnd Gildismat,

More information

Febrúar Íslensk ferðaþjónusta

Febrúar Íslensk ferðaþjónusta Febrúar 216 Íslensk ferðaþjónusta Umsjón: Greining Íslandsbanka, greining@islandsbanki.is Ásta Björk Sigurðardóttir 44 4636, Elvar Orri Hreinsson 44 4747, Ingólfur Bender 44 4635, Íris Káradóttir 44 3539,

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 39

More information