3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

Size: px
Start display at page:

Download "3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin"

Transcription

1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN Nr árgangur II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2005/EES/65/01 Skrá um ölkelduvatn sem yfirvöld á Íslandi og í Noregi hafa viðurkennt í samræmi við 1. gr. tilskipunar ráðsins 80/777/EBE frá 15. júlí 1980 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi hagnýtingu og markaðssetningu ölkelduvatns Eftirlitsstofnun EFTA 3. EFTA-dómstóllinn III EB-STOFNANIR 1. Ráðið 2. Framkvæmdastjórnin 2005/EES/65/02 Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (Mál COMP/M.3942 adidas/reebok) /EES/65/03 Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (Mál COMP/M.4004 SCF/SAG GEST/JV) Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð /EES/65/04 Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (Mál COMP/M.4014 GLB/Luminar/JV) Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð /EES/65/05 Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (Mál COMP/M.4028 Flaga/Progas/JV) /EES/65/06 Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (Mál COMP/M.4065 BS Investimenti/MCC Sofipa/IP Cleaning) Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð

2 2005/EES/65/07 Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (Mál COMP/M.4075 Providence/Carlyle/Com Hem) Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð /EES/65/ /EES/65/ /EES/65/ /EES/65/ /EES/65/12 Orðsending írskra stjórnvalda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 94/22/EB frá 30. maí 1994 um skilyrði fyrir veitingu og notkun leyfa til að leita að, rannsaka og vinna kolvatnsefni Tilkynning um leyfisveitingarlotu 2006 Slyne-, Erris- og Donegal-dældirnar Tilkynning frá stjórnvöldum í Ungverjalandi samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 94/22/EB frá 30. maí 1994 um skilyrði fyrir veitingu og notkun leyfa til að leita að, rannsaka og vinna kolvatnsefni Daphne II-áætlunin ( ) um að koma í veg fyrir og berjast gegn ofbeldi gegn börnum, ungu fólki og konum og að vernda fórnarlömb og áhættuhópa Auglýst eftir tillögum um tiltekin samfjármögnuð verkefni árið Skjöl sem birst hafa á vegum framkvæmdastjórnar Evrópubandalaganna og varða Evrópska efnahagssvæðið Orðsending framkvæmdastjórnarinnar í tengslum við framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 94/25/EB frá 16. júní 1994 um samræmingu laga og stjórnsýslufyrirmæla aðildarríkjanna um skemmtibáta /EES/65/13 Reglur um upplýsingaskipti Tæknilegar reglugerðir Dómstóllinn Framhald á öftustu síðu...

3 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 65/1 EFTA-STOFNANIR FASTANEFND EFTA-RÍKJANNA Skrá um ölkelduvatn sem yfirvöld á Íslandi og í Noregi hafa viðurkennt í samræmi við 1. gr. tilskipunar ráðsins 80/777/EBE frá 15. júlí 1980 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi hagnýtingu og markaðssetningu ölkelduvatns 2005/EES/65/01 Skrá um ölkelduvatn sem yfirvöld á Íslandi hafa viðurkennt Viðskiptaheiti Heiti ölkeldunnar Framleiðslustaður Icelandic Spring Jaðar Reykjavík Skrá um ölkelduvatn sem yfirvöld í Noregi hafa viðurkennt Viðskiptaheiti Heiti ölkeldunnar Framleiðslustaður Farris Kong Olavs kilde Larvik Fjellbekk Ivar Aasen kilde Volda Fyresdal Fyresdalkilden Fyresdal Olden Blåfjellkilden Olderdalen Osa Osakilden Ilvik/Hardanger

4 Nr. 65/2 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins EB-STOFNANIR FRAMKVÆMDASTJÓRNIN Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (Mál COMP/M.3942 adidas/reebok) 2005/EES/65/02 1. Framkvæmdastjórninni barst 12. desember 2005 tilkynning samkvæmt 4. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 1 ) um fyrirhugaða samfylkingu þar sem þýska fyrirtækið adidas-salomon AG ( adidas ) öðlast með hlutafjárkaupum að fullu yfirráð í skilningi b-liðar 1. mgr. 3. gr. fyrrnefndrar reglugerðar yfir bandaríska fyrirtækinu Reebok International Ltd. ( Reebok ). 2. Starfsemi hlutaðeigandi fyrirtækja er sem hér segir: adidas: framleiðsla á skóm, fatnaði og búnaði til íþróttaiðkunar Reebok: framleiðsla á skóm, fatnaði og búnaði til íþróttaiðkunar 3. Að lokinni frumathugun telur framkvæmdastjórnin að samfylkingin, sem tilkynnt hefur verið, geti fallið undir gildissvið reglugerðar (EB) nr. 139/2004. Fyrirvari er þó um endanlega ákvörðun. 4. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir sem þeir kunna að hafa fram að færa um hina fyrirhuguðu samfylkingu. Athugasemdir verða að berast framkvæmdastjórninni innan tíu daga frá því að tilkynning þessi birtist í Stjtíð. ESB (C 322, 17. desember 2005). Þær má senda með símbréfi (faxnr. +32(0) og ) eða í pósti, með tilvísuninni COMP/M.3942 adidas/reebok, á eftirfarandi póstfang: European Commission Directorate-General for Competition Merger Registry J-70 B-1049 Bruxelles/Brussel ( 1 ) Stjtíð. ESB L 24, , bls. 1.

5 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 65/3 Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (Mál COMP/M.4004 SCF/SAG GEST/JV) 2005/EES/65/03 Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð 1. Framkvæmdastjórninni barst 12. desember 2005 tilkynning samkvæmt 4. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 1 ) um fyrirhugaða samfylkingu þar sem spænska fyrirtækið Santander Consumer Finance, SA ( SCF ), sem tilheyrir samsteypunni Grupo Santander, og portúgalska fyrirtækið Soluções Atomóvel Globais, SGPS, SA ( SAG GEST ), sem er undir yfirráðum SGC-SGPS, SA, öðlast í sameiningu yfirráð í skilningi b-liðar 1. mgr. 3. gr. fyrrnefndrar reglugerðar yfir portúgalska fyrirtækinu Multirent-Aluguer e Comércio de Automóveis, SA ( Multirent ), írska fyrirtækinu SAG International Finance Company Limited ( SAG IFC ) og allri starfsemi spænska fyrirtækisins HBF Auto-Renting, SA (starfsemi HBF) með kaupum á hlutafé í nýstofnuðu sameiginlegu fyrirtæki. 2. Starfsemi hlutaðeigandi fyrirtækja er sem hér segir: SCF: fjármálaþjónusta, einkum á Spáni SAG GEST: sala bifreiða og fjármálaþjónusta í Portúgal Multirent: rekstrarþjónusta fyrir bifreiðaflota í Portúgal SAG IFC: kaup á viðskiptakröfum frá Multirent Starfsemi HBF: rekstrarþjónusta fyrir bifreiðaflota á Spáni 3. Að lokinni frumathugun telur framkvæmdastjórnin að samfylkingin, sem tilkynnt hefur verið, geti fallið undir gildissvið reglugerðar (EB) nr. 139/2004. Fyrirvari er þó um endanlega ákvörðun. Hafa ber í huga að þetta mál kann að verða tekið fyrir samkvæmt málsmeðferðinni sem kveðið er á um í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar um einfaldaða málsmeðferð við meðhöndlun tiltekinna samfylkinga samkvæmt reglugerð ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 2 ). 4. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir sem þeir kunna að hafa fram að færa um hina fyrirhuguðu samfylkingu. Athugasemdir verða að berast framkvæmdastjórninni innan tíu daga frá því að tilkynning þessi birtist í Stjtíð. ESB (C 324, 21. desember 2005). Þær má senda með símbréfi (faxnr. +32(0) og ) eða í pósti, með tilvísuninni COMP/M.4004 SCF/SAG GEST/JV, á eftirfarandi póstfang: European Commission Directorate-General for Competition Merger Registry J-70 B-1049 Bruxelles/Brussel ( 1 ) Stjtíð. ESB L 24, , bls. 1. ( 2 ) Stjtíð. ESB C 56, , bls. 32.

6 Nr. 65/4 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (Mál COMP/M.4014 GLB/Luminar/JV) 2005/EES/65/04 Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð 1. Framkvæmdastjórninni barst 12. desember 2005 tilkynning samkvæmt 4. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 1 ) um fyrirhugaða samfylkingu þar sem franska fyrirtækið Groupe Lucien Barrière SAS ( GLB ), sem er undir yfirráðum Barrière-Desseigne fjölskyldunnar, franska fyrirtækisins Accor SA og bandaríska fyrirtækisins Colony Capital, LLC ( Colony ) í sameiningu, og breska fyrirtækið Luminar plc öðlast í sameiningu yfirráð í skilningi b-liðar 1. mgr. 3. gr. fyrrnefndrar reglugerðar yfir breska fyrirtækinu Waterimage Limited ( Waterimage ) með kaupum á hlutafé í nýstofnuðu sameiginlegu fyrirtæki. 2. Starfsemi hlutaðeigandi fyrirtækja er sem hér segir: GLB: rekstur spilavíta, gæðagistihúsa og veitingahúsa, aðallega í Frakklandi Barrière-Desseigne fjölskyldan: rekstur spilavíta og gistihúsa Accor: rekstur spilavíta, gistihúsa og veitingastaða, þjónusta við fyrirtæki og opinberar stofnanir og ferðaþjónusta Colony: fasteignafjárfestingar Luminar: rekstur veitingastaða og vínveitingastaða í Bretlandi Waterimage: rekstur spilavíta í Bretlandi 3. Að lokinni frumathugun telur framkvæmdastjórnin að samfylkingin, sem tilkynnt hefur verið, geti fallið undir gildissvið reglugerðar (EB) nr. 139/2004. Fyrirvari er þó um endanlega ákvörðun. Hafa ber í huga að þetta mál kann að verða tekið fyrir samkvæmt málsmeðferðinni sem kveðið er á um í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar um einfaldaða málsmeðferð við meðhöndlun tiltekinna samfylkinga samkvæmt reglugerð ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 2 ). 4. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir sem þeir kunna að hafa fram að færa um hina fyrirhuguðu samfylkingu. Athugasemdir verða að berast framkvæmdastjórninni innan tíu daga frá því að tilkynning þessi birtist í Stjtíð. ESB (C 323, 20. desember 2005). Þær má senda með símbréfi (faxnr. +32(0) og ) eða í pósti, með tilvísuninni COMP/M.4014 GLB/ Luminar/JV, á eftirfarandi póstfang: European Commission Directorate-General for Competition Merger Registry J-70 B-1049 Bruxelles/Brussel ( 1 ) Stjtíð. ESB L 24, , bls. 1. ( 2 ) Stjtíð. ESB C 56, , bls. 32.

7 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 65/5 Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (Mál COMP/M.4028 Flaga/Progas/JV) 2005/EES/65/05 1. Framkvæmdastjórninni barst 14. desember 2005 tilkynning samkvæmt 4. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 1 ) og í kjölfar vísunar samkvæmt 5. mgr. sömu greinar um fyrirhugaða samfylkingu þar sem austurríska fyrirtækið Flaga GmbH, sem er undir yfirráðum Eastfield International Holdings, Inc., og þýska fyrirtækið Progas GmbH & Co KG ( Progas ), sem er undir yfirráðum Familie Julius Thyssen Beteiligungsgesellschaft mbh, öðlast með hlutafjárkaupum í sameiningu yfirráð í skilningi b-liðar 1. mgr. 3. gr. fyrrnefndrar reglugerðar yfir nýstofnuðu sameiginlegu fyrirtæki ( JV ). Jafnhliða öðlast Flaga með hlutafjárkaupum að fullu yfirráð í skilningi b-liðar 1. mgr. 3. gr. fyrrnefndrar reglugerðar yfir austurríska fyrirtækinu Progas Flüssiggas HandelsGmbH ( Progas Austria ), sem er undir yfirráðum Progas. 2. Starfsemi hlutaðeigandi fyrirtækja er sem hér segir: Flaga: sala og dreifing á fljótandi jarðolíugasi í heildsölu og smásölu Progas: sala og dreifing á fljótandi jarðolíugasi í heildsölu og smásölu JV: sala og dreifing á fljótandi jarðolíugasi í heildsölu og smásölu Progas Austria: sala og dreifing á fljótandi jarðolíugasi í heildsölu og smásölu í Austurríki 3. Að lokinni frumathugun telur framkvæmdastjórnin að samfylkingin, sem tilkynnt hefur verið, geti fallið undir gildissvið reglugerðar (EB) nr. 139/2004. Fyrirvari er þó um endanlega ákvörðun. 4. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir sem þeir kunna að hafa fram að færa um hina fyrirhuguðu samfylkingu. Athugasemdir verða að berast framkvæmdastjórninni innan tíu daga frá því að tilkynning þessi birtist í Stjtíð. ESB (C 325, 22. desember 2005). Þær má senda með símbréfi (faxnr. +32(0) og ) eða í pósti, með tilvísuninni COMP/M.4028 Flaga/ Progas/JV, á eftirfarandi póstfang: European Commission Directorate-General for Competition Merger Registry J-70 B-1049 Bruxelles/Brussel ( 1 ) Stjtíð. ESB L 24, , bls. 1.

8 Nr. 65/6 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (Mál COMP/M.4065 BS Investimenti/MCC Sofipa/IP Cleaning) 2005/EES/65/06 Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð 1. Framkvæmdastjórninni barst 14. desember 2005 tilkynning samkvæmt 4. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 1 ) um fyrirhugaða samfylkingu þar sem ítölsku fyrirtækin BS Investimenti SGR SpA ( BS ), sem tilheyrir BS-samsteypunni, og MCC Sofipa SGR SpA ( MCC Sofipa ), sem tilheyrir Capitalia-samsteypunni, öðlast í sameiningu yfirráð í skilningi b-liðar 1. mgr. 3. gr. fyrrnefndrar reglugerðar yfir ítalska fyrirtækinu IP Cleaning SpA ( IPC ), sem er nú undir yfirráðum BS að fullu, með rekstrarsamningi eða eftir öðrum leiðum. 2. Starfsemi hlutaðeigandi fyrirtækja er sem hér segir: BS: rekstur fjárfestingasjóða MCC Sofipa: rekstur fjárfestingasjóða IPC: framleiðsla og sala hreinsivéla 3. Að lokinni frumathugun telur framkvæmdastjórnin að samfylkingin, sem tilkynnt hefur verið, geti fallið undir gildissvið reglugerðar (EB) nr. 139/2004. Fyrirvari er þó um endanlega ákvörðun. Hafa ber í huga að þetta mál kann að verða tekið fyrir samkvæmt málsmeðferðinni sem kveðið er á um í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar um einfaldaða málsmeðferð við meðhöndlun tiltekinna samfylkinga samkvæmt reglugerð ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 2 ). 4. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir sem þeir kunna að hafa fram að færa um hina fyrirhuguðu samfylkingu. Athugasemdir verða að berast framkvæmdastjórninni innan tíu daga frá því að tilkynning þessi birtist í Stjtíð. ESB (C 325, 22. desember 2005). Þær má senda með símbréfi (faxnr. +32(0) og ) eða í pósti, með tilvísuninni COMP/M.4065 BS Investimenti/MCC Sofipa/IP Cleaning, á eftirfarandi póstfang: European Commission Directorate-General for Competition Merger Registry J-70 B-1049 Bruxelles/Brussel ( 1 ) Stjtíð. ESB L 24, , bls. 1. ( 2 ) Stjtíð. ESB C 56, , bls. 32.

9 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 65/7 Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (Mál COMP/M.4075 Providence/Carlyle/Com Hem) 2005/EES/65/07 Mál sem kann að verða tekið fyrir samkvæmt einfaldaðri málsmeðferð 1. Framkvæmdastjórninni barst 14. desember 2005 tilkynning samkvæmt 4. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 1 ) um fyrirhugaða samfylkingu þar sem bandaríska fyrirtækið Carlyle Europe Partners II LP ( Carlyle ) og Providence Equity Offshore Partners V LP ( Providence ), sem hefur aðsetur á Caymaneyjum, öðlast með hlutafjárkaupum í sameiningu yfirráð í skilningi b-liðar 1. mgr. 3. gr. fyrrnefndrar reglugerðar yfir fyrirtækinu Nordic Communication Services AB, móðurfyrirtæki samsteypunnar Com Hem. 2. Starfsemi hlutaðeigandi fyrirtækja er sem hér segir: Carlyle: fjárfestingafyrirtæki með starfsemi víða um heim Providence: sjóður sem fjárfestir í óskráðum félögum og er í eigu Providence Equity Partners, en það fyrirtæki fjárfestir í óskráðum félögum víða um heim, einkum í hlutafé fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækja Com Hem: kapalsjónvarp, símaþjónusta og breiðbandsþjónusta í Svíþjóð 3. Að lokinni frumathugun telur framkvæmdastjórnin að samfylkingin, sem tilkynnt hefur verið, geti fallið undir gildissvið reglugerðar (EB) nr. 139/2004. Fyrirvari er þó um endanlega ákvörðun. Hafa ber í huga að þetta mál kann að verða tekið fyrir samkvæmt málsmeðferðinni sem kveðið er á um í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar um einfaldaða málsmeðferð við meðhöndlun tiltekinna samfylkinga samkvæmt reglugerð ráðsins (EB) nr. 139/2004 ( 2 ). 4. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að senda framkvæmdastjórninni athugasemdir sem þeir kunna að hafa fram að færa um hina fyrirhuguðu samfylkingu. Athugasemdir verða að berast framkvæmdastjórninni innan tíu daga frá því að tilkynning þessi birtist í Stjtíð. ESB (C 325, 22. desember 2005). Þær má senda með símbréfi (faxnr. +32(0) og ) eða í pósti, með tilvísuninni COMP/M.4075 Providence/Carlyle/Com Hem, á eftirfarandi póstfang: European Commission Directorate-General for Competition Merger Registry J-70 B-1049 Bruxelles/Brussel ( 1 ) Stjtíð. ESB L 24, , bls. 1. ( 2 ) Stjtíð. ESB C 56, , bls. 32.

10 Nr. 65/8 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Orðsending írskra stjórnvalda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 94/22/EB frá 30. maí 1994 um skilyrði fyrir veitingu og notkun leyfa til að leita að, rannsaka og vinna kolvatnsefni 2005/EES/65/08 Tilkynning um leyfisveitingarlotu 2006 Slyne-, Erris- og Donegal-dældirnar Í samræmi við a-lið 2. mgr. 3. gr. ofangreindrar tilskipunar gjörir samgöngu-, sjávar- og auðlindaráðherra kunnugt að breyting hefur orðið á þeim svæðum sem unnt er fá leyfi til að nýta frá því sem auglýst var í Stjórnartíðindum Evrópubandalaganna C 299 hinn 27. október Úthlutun leyfa til leitar að kolvatnsefnum í Slyne-, Erris- og Donegal-dældunum á jaðri efnahagslögsögunnar Ákveðið hefur verið að svæði í Slyne-, Erris- og Donegal-dældunum, sem tekur til 73 heilla leitarsvæða og 31 leitarsvæðahluta, skuli skilgreint sem jaðarsvæði og boðið út í lotu leyfisveitinga til olíuleitar. Umsóknarfrestur í þessari lotu rennur út 15. mars 2006 og fyrir þann tíma verður hvorki úthlutað vinnsluleyfum né leyfisvilnunum fyrir þau leitarsvæði sem eru í boði. Skrá um leitarsvæði (73 heil leitarsvæði og 31 leitarsvæðahlutar) Leitarsvæði 6/26, 6/27 (að hluta), 6/28 (að hluta), 6/29 (að hluta) Leitarsvæði 11/23 (að hluta), 11/28 (að hluta), 11/29, 11/30 Leitarsvæði 12/2 (að hluta), 12/3 (að hluta), 12/4, 12/5, 12/7 (að hluta), 12/8 (að hluta), 12/9, 12/10, 12/11 (að hluta), 12/12 (að hluta), 12/13, 12/14, 12/15, 12/16 (að hluta), 12/17, 12/18, 12/19, 12/21, 12/22, 12/23, 12/24, 12/26, 12/27 Leitarsvæði 13/1, 13/2, 13/3, 13/4, 13/5, 13/6, 13/8, 13/9, 13/10, 13/11 (að hluta), 13/12 (að hluta), 13/13, 13/14, 13/15 Leitarsvæði 14/1, 14/2, 14/3, 14/4 (að hluta), 14/6, 14/7, 14/8, 14/9, 14/10 (að hluta) Leitarsvæði 18/14 (að hluta), 18/15 (að hluta), 18/19 (að hluta), 18/20 (að hluta), 18/23, 18/24, 18/25 (að hluta), 18/28, 18/29, 18/30 (að hluta) Leitarsvæði 19/2 (að hluta), 19/3 (að hluta), 19/4 (að hluta), 19/5, 19/7 (að hluta), 19/9, 19/11 (að hluta), 19/12 (að hluta), 19/13, 19/16 (að hluta), 19/17 (að hluta), 19/21 (að hluta), 19/22, 19/26 Leitarsvæði 20/1 Leitarsvæði 27/2, 27/3, 27/4, 27/5, 27/6, 27/7, 27/8, 27/9, 27/10, 27/11, 27/12, 27/13, 27/14, 27/15, 27/16, 27/17, 27/18, 27/19, 27/21, 27/22, 27/23, 27/24, 27/26, 27/27, 27/28 Frestur til að leggja fram umsóknir er til 15. mars Í samræmi við a- og b-lið í 1. mgr. 5. gr. ofangreindrar tilskipunar gjörir samgöngu-, sjávar- og auðlindaráðherra kunnugt að viðmið, sem farið verður eftir við úthlutun leyfa, hafa verið birt á vefsetri olíuskrifstofunnar Petroleum Affairs Division ( Nánari upplýsingar um leyfisveitingarlotu 2006 fást á olíuskrifstofunni: Petroleum Affairs Division Department of Communications, Marine and Natural Resources Beggars Bush Haddington Road Dublin 4 Ireland Website: Sími: (353) (0)

11 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 65/9 Tilkynning frá stjórnvöldum í Ungverjalandi samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 94/22/EB frá 30. maí 1994 um skilyrði fyrir veitingu og notkun leyfa til að leita að, rannsaka og vinna kolvatnsefni 2005/EES/65/09 Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa sent framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna tilkynningu um lögbær yfirvöld í samræmi við 10. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 94/22/EB frá 30. maí 1994 um skilyrði fyrir veitingu og notkun leyfa til að leita að, rannsaka og vinna kolvatnsefni. Um nánari upplýsingar sjá Stjtíð. ESB C 309 frá 7. desember DAPHNE II-ÁÆTLUNIN ( ) 2005/EES/65/10 um að koma í veg fyrir og berjast gegn ofbeldi gegn börnum, ungu fólki og konum og að vernda fórnarlömb og áhættuhópa Auglýst eftir tillögum um tiltekin samfjármögnuð verkefni árið 2006 Auglýst er eftir tillögum í tengslum við Daphne II-áætlunina. Forgangsreglur, heildartexta auglýsingarinnar, umsóknareyðublöð og leiðbeiningar fyrir umsækjendur er að finna á vefsetri Daphne-áætlunarinnar: Til þess að auðvelda umsækjendum að undirbúa tillögur er veitt notendahjálp í gegnum netfangið daphnehelpdesk@transtec.be. Umsóknir skulu lagðar fram á til þess gerðu eyðublaði með öllum tilheyrandi viðaukum og sendar framkvæmdastjórninni (í fjórriti auk rafræns afrits á disklingi eða CD-ROM diski) á neðangreint póstfang fyrir 10. febrúar 2006: European Commission Directorate General Justice, Freedom and Security (Unit C.4) Office LX 46 02/155 B-1049 Bruxelles/Brussel Umslög skulu merkt orðunum APPLICATION UNDER THE DAPHNE II PROGRAMME.

12 Nr. 65/10 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Skjöl sem birst hafa á vegum framkvæmdastjórnar Evrópubandalaganna og varða Evrópska efnahagssvæðið (*) 2005/EES/65/11 Eftirtalin skjöl, sem varða Evrópska efnahagssvæðið, hafa birst á vegum framkvæmdastjórnar Evrópubandalaganna í L-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins: Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2005/61/EB frá 30. september 2005 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2002/98/EB að því er varðar kröfur um rekjanleika og tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir og meintilvik (Stjtíð. ESB L 256, ) Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2005/62/EB frá 30. september 2005 um framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2002/98/EB að því er varðar Bandalagsstaðla og -tæknilýsingar fyrir gæðakerfi blóðþjónustustofnana (Stjtíð. ESB L 256, ) Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2005/51/EB frá 7. september 2005 um breytingu á XX. viðauka við tilskipun 2004/17/EB og VIII. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/18/EB um opinber innkaup (Stjtíð. ESB L 257, ) Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2005/63/EB frá 3. október 2005 um leiðréttingu á tilskipun 2005/26/ EB sem fjallar um skrá um innihaldsefni matvæla sem fjarlægð eru tímabundið úr viðauka IIIa við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/13/EB (Stjtíð. ESB L 258, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/691/EB frá 7. maí 2004 um ríkisaðstoð C 44/03 (áður NN 158/01) sem stjórnvöld í Austurríki hyggjast veita Bank Burgenland (Stjtíð. ESB L 263, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/692/EB frá 6. október 2005 um tilteknar varnarráðstafanir vegna fuglainflúensu í ýmsum ríkjum utan bandalagsins (Stjtíð. ESB L 263, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/693/EB frá 6. október 2005 um tilteknar varnarráðstafanir vegna fuglainflúensu í Rússlandi (Stjtíð. ESB L 263, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/685/EB frá 22. júlí 2005 um undanþágur sem veittar eru tilteknum aðildarríkjum vegna hagtalna sem taka ber saman fyrir viðmiðunarárin 2004 og 2006 samkvæmt reglugerð (EB) nr. 1450/2004 (Stjtíð. ESB L 264, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/686/EB frá 22. júlí 2005 um undanþágur sem veittar eru tilteknum aðildarríkjum vegna hagtalna sem taka ber saman fyrir viðmiðunarárin 2003, 2004 og 2005 samkvæmt reglugerð (EB) nr. 753/2004 (Stjtíð. ESB L 264, ) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1654/2005 frá 10. október 2005 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 874/2004 um opinberar reglur um framkvæmd og hlutverk topplénsins.eu og grundvallarreglur um skráningu (Stjtíð. ESB L 266, ) Tilmæli framkvæmdastjórnarinnar 2005/698/EB frá 19. september 2005 um aðskilið bókhald og kostnaðarbókhald samkvæmt rammaákvæðum um rafræn fjarskipti (Stjtíð. ESB L 266, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/705/EB frá 10. október 2005 um tilteknar varnarráðstafanir vegna gruns um bráðsmitandi fuglainflúensu í Tyrklandi (Stjtíð. ESB L 267, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/709/EB frá 2. ágúst 2004 um ríkisaðstoð sem stjórnvöld í Frakklandi hafa veitt France Télécom (Stjtíð. ESB L 269, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/710/EB frá 13. október 2005 um tilteknar varnarráðstafanir vegna gruns um bráðsmitandi fuglainflúensu í Rúmeníu (Stjtíð. ESB L 269, ) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1687/2005 frá 14. október 2005 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2869/95 um gjöld sem Samræmingarskrifstofa innra markaðarins (vörumerki og hönnun) innheimtir, að því er varðar breytingar á vissum gjöldum (Stjtíð. ESB L 271, ) ( * ) Íslensk þýðing þessara heita er aðeins til bráðabirgða.

13 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 65/11 Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1688/2005 frá 14. október 2005 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 að því er varðar sérstakar tryggingar vegna salmónellu í tengslum við sendingar á tilteknum kjötafurðum og eggjum til Finnlands og Svíþjóðar (Stjtíð. ESB L 271, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/717/EB frá 13. október 2005 um breytingu á viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/95/EB um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í rafbúnaði og rafeindabúnaði, í því skyni að laga hann að tækniframförum (Stjtíð. ESB L 271, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/718/EB frá 13. október 2005 um samræmi tiltekna staðla við almenn öryggisákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2001/95/EB og birtingu upplýsinga um þá í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins (Stjtíð. ESB L 271, ) Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2005/67/EB frá 18. október 2005 um að breyta í aðlögunarskyni I. og II. viðauka við tilskipun ráðsins 86/298/EBE, I. og II. viðauka við tilskipun ráðsins 87/402/EBE og I., II. og III. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/37/EB um gerðarviðurkenningu á dráttarvélum fyrir landbúnað eða skógrækt (Stjtíð. ESB L 273, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/731/EB frá 17. október 2005 um viðbótarkröfur vegna eftirlits með fuglainflúensu í villtum fuglum (Stjtíð. ESB L 274, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/732/EB frá 17. október 2005 um samþykkt áætlana um framkvæmd athugana aðildarríkjanna á fuglainflúensu í alifuglum og villtum fuglum á árinu 2005 og um skýrslugjafar- og hlutgengisreglur sem gilda um fjárframlög Bandalagsins vegna framkvæmdar þessara áætlana (Stjtíð. ESB L 274, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/733/EB frá 19. október 2005 um tilteknar varnarráðstafanir vegna gruns um bráðsmitandi fuglainflúensu í Tyrklandi og um niðurfellingu ákvörðunar 2005/705/EB (Stjtíð. ESB L 274, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/734/EB frá 19. október 2005 um lífvarnaraðgerðir í því skyni að draga úr hættu á að bráðsmitandi fuglainflúensa af völdum veirunnar A H5N1 flytjist frá villtum fuglum til alifugla og annarra fugla í vörslu manna og um kerfi til að tryggja að snemma verði vart við smit á svæðum sem eru í sérstakri hættu (Stjtíð. ESB L 274, ) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/55/EB frá 28. september 2005 um samræmingu laga aðildarríkjanna um ráðstafanir gegn losun mengandi lofttegunda og agna úr þjöppukveikjuhreyflum sem notaðir eru í ökutækjum og losun mengandi lofttegunda úr rafkveikihreyflum sem brenna jarðgasi eða fljótandi jarðolíugasi og eru notaðir í ökutækjum (Stjtíð. ESB L 275, ) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1722/2005 frá 20. október 2005 um grundvallarreglur mats á íbúðarþjónustu í tengslum við reglugerð ráðsins (EB, KBE) nr. 1287/2003 frá 15. júlí 2003 um samræmingu vergra þjóðartekna á markaðsvirði (Stjtíð. ESB L 276, ) Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2005/70/EB frá 20. október 2005 um breytingu á tilskipunum ráðsins 76/895/EBE, 86/362/EBE, 86/363/EBE og 90/642/EBE að því er varðar hámarksgildi leifa af tilteknum varnarefnum í og á korni og tilteknum afurðum úr dýra- og jurtaríkinu (Stjtíð. ESB L 276, ) Tilmæli framkvæmdastjórnarinnar 2005/737/EB frá 18. maí 2005 um sameiginlega umsýslu landa á höfundarrétti og skyldum réttindum í tengslum við lögmæta dreifingu tónlistar á netinu (Stjtíð. ESB L 276, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/740/EB frá 20. október 2005 um breytingu á ákvörðun 2005/693/EB um tilteknar varnarráðstafanir vegna fuglainflúensu í Rússlandi (Stjtíð. ESB L 276, ) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1737/2005 frá 21. október 2005 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1726/1999 að því er varða skilgreiningu og framsendingu upplýsinga um launakostnað (Stjtíð. ESB L 279, )

14 Nr. 65/12 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1738/2005 frá 21. október 2005 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1916/2000 að því er varðar skilgreiningu og framsendingu upplýsinga um uppbyggingu launa (Stjtíð. ESB L 279, ) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1739/2005 frá 21. október 2005 um dýraheilbrigðisskilyrði vegna flutninga dýra, sem notuð eru í hringleikahúsum, milli aðildarríkjanna (Stjtíð. ESB L 279, ) Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2005/72/EB frá 21. október 2005 um breytingu á tilskipun ráðsins 91/414/EBE í því skyni að bæta við virku efnunum klórpýrifosi, klórpýrifosmetýli, mankósebi, manebi og metírami (Stjtíð. ESB L 279, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/742/EB frá 19. október 2005 um breytingu á ákvörðun 2003/858/EB að því er varðar skrá um svæði sem heimilt er að flytja frá til aðildarríkjanna tilteknar tegundir lifandi fisks, ásamt hrognum og svilum, til eldis í Evrópubandalaginu (Stjtíð. ESB L 279, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/743/EB frá 19. október 2005 um heimild sem aðildarríkjunum er veitt til að framlengja bráðabirgðaleyfi vegna nýju virku efnanna boskalíðs, indoxakarbs, spínósaðs og kjarnamargflötungaveirunnar Spodoptera exigua (Stjtíð. ESB L 279, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/744/EB frá 21. október 2005 um kröfur sem settar eru til að stöðva útbreiðslu bráðsmitandi fuglainflúensu af völdum veirunnar A H5N1 í smitnæmum fuglum sem hafðir eru í dýragörðum í aðildarríkjunum (Stjtíð. ESB L 279, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/745/EB frá 21. október 2005 um breytingu á ákvörðun 2005/734/EB um lífvarnaraðgerðir í því skyni að draga úr hættu á að bráðsmitandi fuglainflúensa af völdum veirunnar A H5N1 flytjist frá villtum fuglum til alifugla og annarra fugla í vörslu manna og um kerfi til að tryggja að snemma verði vart við smit á svæðum sem eru í sérstakri hættu (Stjtíð. ESB L 279, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/746/EB frá 20. október 2005 um breytingu á ákvörðun 2004/452/EB um skrá um stofnanir sem mega veita rannsóknarfólki sínu aðgang að trúnaðargögnum í vísindaskyni (Stjtíð. ESB L 280, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/747/EB frá 21. október 2005 um breytingu á viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/95/EB um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í rafbúnaði og rafeindabúnaði, í því skyni að laga hann að tækniframförum (Stjtíð. ESB L 280, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/748/EB frá 24. október 2005 um breytingu á ákvörðun 2002/300/EB að því er varðar svæði sem standa utan skrár um viðurkennd svæði að því er varðar Bonamia ostreae og/eða Marteilia refringens (Stjtíð. ESB L 280, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/749/EB frá 24. október 2005 um tilteknar varnarráðstafanir vegna gruns um bráðsmitandi fuglainflúensu í Króatíu (Stjtíð. ESB L 280, ) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1751/2005 frá 25. október 2005 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1725/2003 um innleiðingu tiltekinna, alþjóðlegra reikningsskilastaðla í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1606/2002, að því er varðar IFRS 1, IAS 39 og SIC 12 (Stjtíð. ESB L 282, ) Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2005/74/EB frá 25. október 2005 um breytingu á tilskipun ráðsins 90/642/EBE að því er varðar hámarksgildi leifa af etófúmesati, lambda-sýahótríni, metómýli, pýmetrósíni og tíabendasóli sem þar eru sett (Stjtíð. ESB L 282, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 21. október 2005 um að ekkert teljist vanta á skjöl sem lögð hafa verið fram til ítarlegrar skoðunar með það fyrir augum að skrá askorbínsýru, kalíumjoðíð og kalíumtíósýanat í I. viðauka við tilskipun ráðsins 91/414/EBE (Stjtíð. ESB L 282, )

15 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 65/13 Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 24. október 2005 um breytingu á II. viðauka við ákvörðun ráðsins 79/542/EBE að því er varðar innflutning á nýju kjöti frá Brasilíu (Stjtíð. ESB L 282, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 25. október 2005 um breytingu á ákvörðunum 2005/92/EB og 2005/93/EB sem varða útflutning á tilteknum vörum til landa utan Bandalagsins (Stjtíð. ESB L 284, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/758/EB frá 27. október 2005 um tilteknar varnarráðstafanir vegna gruns um bráðsmitandi fuglainflúensu í Króatíu og um niðurfellingu ákvörðunar 2005/749/EB (Stjtíð. ESB L 285, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/759/EB frá 27. október 2005 um tilteknar varnarráðstafanir vegna bráðsmitandi fuglainflúensu í tilteknum löndum utan Bandalagsins og flutninga fugla með eigendum sínum frá slíkum löndum (Stjtíð. ESB L 285, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/760/EB frá 27. október 2005 um tilteknar varnarráðstafanir vegna bráðsmitandi fuglainflúensu í tilteknum löndum utan Bandalagsins í tengslum við innflutning á fuglum í vörslu manna (Stjtíð. ESB L 285, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 28. október 2005 um breytingu á ákvörðun 2005/393/EB að því er varðar takmörkunarsvæði vegna blátungu á Spáni (Stjtíð. ESB L 288, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 28. október 2005 um breytingu á ákvörðun 93/52/EBE að því er varðar yfirlýsingu þess efnis að Grossetosveit í Toscanahéraði á Ítalíu sé laus við öldusótt (B. melitensis) og á ákvörðun 2003/467/EB að því er varðar yfirlýsingu þess efnis að Frakkland sé laust við öldusótt í nautgripum (Stjtíð. ESB L 288, ) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1775/2005 frá 28. september 2005 um skilyrði fyrir aðgangi að dreifikerfum fyrir jarðgas (Stjtíð. ESB L 289, ) Ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1776/2005/EB frá 28. september 2005 um breytingu á ákvörðun ráðsins 2000/819/EB um áætlun til margra ára um fyrirtæki og framtakssemi, einkum vegna lítilla og meðalstórra fyrirtækja ( ) (Stjtíð. ESB L 289, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/768/EB frá 28. október 2005 um breytingu á ákvörðun 2001/618/EB í því skyni að bæta sýslunni Ain í Frakklandi á skrá um svæði sem eru laus við Aujeszkyveiki (Stjtíð. ESB L 290, ) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1810/2005 frá 4. nóvember 2005 um nýtt leyfi til 10 ára fyrir aukefni í fóðri, varanlegt leyfi fyrir tilteknum aukefnum í fóðri og tímabundið leyfi fyrir nýrri notkun tiltekinna aukefna sem þegar er leyft að nota í fóðri (Stjtíð. ESB L 291, ) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1811/2005 frá 4. nóvember 2005 um tímabundin og varanleg leyfi fyrir tilteknum aukefnum í fóðri og tímabundið leyfi fyrir nýrri notkun aukefnis sem þegar er leyft að nota í fóðri (Stjtíð. ESB L 291, ) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1812/2005 frá 4. nóvember 2005 um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 490/2004, 1288/2004, 521/2005 og 833/2005 að því er varðar skilyrði fyrir leyfi fyrir tilteknum aukefnum úr hópi lífhvata og örvera í fóðri (Stjtíð. ESB L 291, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/770/EB frá 3. nóvember 2005 um breytingu á I. og II. viðauka við ákvörðun 2003/634/EB um samþykkt áætlana um að ná stöðu viðurkenndra svæða og viðurkenndra eldisstöðva á svæðum sem ekki eru viðurkennd með tilliti til veirublæðingar og iðradreps í fiski (Stjtíð. ESB L 291, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/771/EB frá 3. nóvember 2005 um breytingu á ákvörðun 93/195/EBE um dýraheilbrigðiskröfur og útgáfu heilbrigðisvottorða vegna endurinnflutnings hrossa sem skráð hafa verið til kappreiða, dóms og menningarviðburða og hafa áður verið flutt út tímabundið (Stjtíð. ESB L 291, )

16 Nr. 65/14 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/774/EB frá 3. nóvember 2005 um breytingu á ákvörðun 92/452/EBE að því er varðar hópa sem safna fósturvísum í Bandaríkjum Norður-Ameríku (Stjtíð. ESB L 291, ) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1822/2005 frá 8. nóvember 2005 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 466/2001 að því er varðar nítrat í vissum tegundum grænmetis (Stjtíð. ESB L 293, ) Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2005/76/EB frá 8. nóvember 2005 um breytingu á tilskipunum ráðsins 90/642/EBE og 86/362/EBE að því er varðar hámarksgildi leifa af kresoxímmetýli, sýrómasíni, bífentríni, metalaxýli og asoxýstróbíni sem þar eru sett (Stjtíð. ESB L 293, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/777/EB frá 13. október 2005 um breytingu á ákvörðun 2005/180/EB um heimild sem aðildarríkjunum er veitt til að veita tilteknar undanþágur samkvæmt tilskipun ráðsins 96/49/EB að því er varðar flutninga á hættulegum varningi á járnbrautum (Stjtíð. ESB L 293, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/778/EB frá 28. október 2005 um að ekkert teljist vanta á skjöl sem lögð hafa verið fram til ítarlegrar skoðunar með það fyrir augum að skrá amínópýralíð og flúópíkólíð í I. viðauka við tilskipun ráðsins 91/414/EBE (Stjtíð. ESB L 293, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/779/EB frá 8. nóvember 2005 um ráðstafanir til dýraheilbrigðisvarna gegn svínafári á Ítalíu (Stjtíð. ESB L 293, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/782/EB frá 3. maí 2005 um ríkisaðstoð sem stjórnvöld í Þýskalandi hyggjast veita til uppbyggingar á grunnvirkjum sveitarfélaga sem gagnast iðnfyrirtækjum beint í samræmi við 7. lið II. hluta skipulagsuppdráttar sameiginlegrar áætlunar sambandsstjórnarinnar og sambandsríkjanna um uppbyggingu grunnvirkja í héraði Uppbygging eða stækkun fyrirtækja-, tækni- og aflvakamiðstöðva sem selja smáfyrirtækjum og miðstærðarfyrirtækjum aðstöðu og þjónustu 2004 til 2006 (Stjtíð. ESB L 295, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/783/EB frá 14. október 2005 um breytingu á ákvörðunum 2001/689/EB, 2002/231/EB og 2002/272/EB í því skyni að lengja gildistíma um vistfræðilegar viðmiðana sem gilda er veita á umhverfismerki bandalagsins fyrir tilteknar vörur (Stjtíð. ESB L 295, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/786/EB frá 2. mars 2005 um ríkisaðstoð sem stjórnvöld í Þýskalandi hafa veitt Chemische Werke Piesteritz (Stjtíð. ESB L 296, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/787/EB frá 11. nóvember 2005 um breytingu á ákvörðun 97/569/EB að því er varðar skráningu einnar stöðvar í Suður-Afríku á bráðabirgðaskrá um stöðvar í löndum utan bandalagsins sem aðildarríkin heimila frá innflutning á kjötvörum (Stjtíð. ESB L 296, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/788/EB frá 11. nóvember 2005 um að skrá ekki naled í I. viðauka við tilskipun ráðsins 91/414/EBE og um afturköllun leyfis fyrir varnarefnum sem innihalda það efni (Stjtíð. ESB L 296, ) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1864/2005 frá 15. nóvember 2005 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1725/2003 um innleiðingu tiltekinna, alþjóðlegra reikningsskilastaðla í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1606/2002, að því er varðar alþjóðlegan reikningsskilastaðal nr. 1 og alþjóðlega endurskoðunarstaðla nr. 32 og 39 (Stjtíð. ESB L 299, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/799/EB frá 16. nóvember 2005 um niðurfellingu ákvörðunar 2004/614/EB um varnarráðstafanir vegna bráðsmitandi fuglainflúensu í Suður-Afríku (Stjtíð. ESB L 301, ) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1895/2005 frá 18. nóvember 2005 um takmörkun á notkun tiltekinna epoxýafleiðna í efnum og hlutum sem eiga að komast í snertingu við matvæli (Stjtíð. ESB L 302, )

17 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 65/15 Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2005/79/EB frá 18. nóvember 2005 um breytingu á tilskipun 2002/72/EB um plastefni og -hluti sem ætlað er að komast í snertingu við matvæli (Stjtíð. ESB L 302, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/801/EB frá 9. desember 2004 um að tiltekin samfylking fyrirtækja sem ósamrýmanleg sameiginlega markaðnum samkvæmt 3. mgr. 8. gr. reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 4064/89 (samrunareglugerðar EB) (mál nr. COMP/M.3440 EDP/ENI/GDP) (Stjtíð. ESB L 302, ) Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2005/80/EB frá 21. nóvember 2005 um breytingu á tilskipun ráðsins 76/768/EBE, sem fjallar um snyrtivörur, í því skyni að laga II. og III. viðauka við hana að tækniframförum (Stjtíð. ESB L 303, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/804/EB frá 18. nóvember 2005 um breytingu á ákvörðun 2000/609/EB að því er varðar innflutning á nýju strútfuglakjöti frá Ástralíu og Úrugvæ (Stjtíð. ESB L 303, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/813/EB frá 15. nóvember 2005 um breytingu á I. og II. viðauka við ákvörðun 2002/308/EB um skrá yfir viðurkennd svæði og viðurkenndar eldisstöðvar með tilliti til fisksjúkdómanna veirublæðingar og/eða iðradreps (Stjtíð. ESB L 304, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/814/EB frá 18. nóvember 2005 um Bandalagsákvarðanir um innflutning á tilteknum íðefnum samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 304/2003 og um breytingu á ákvörðun 2000/657/EB (Stjtíð. ESB L 304, ) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1910/2005 frá 8. nóvember 2005 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1725/2003 um innleiðingu tiltekinna, alþjóðlegra reikningsskilastaðla í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1606/2002, að því er varðar alþjóðlega reikningsskilastaðla nr. 1 og 6, alþjóðlega endurskoðunarstaðla nr. 1, 16, 19, 24, 38 og 39 og túlkanir túlkunarnefndar fyrir alþjóðlega reikningsskilastaðla nr. 4 og 5 (Stjtíð. ESB L 305, ) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1911/2005 frá 23. nóvember 2005 um breytingu á I. viðauka við reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2377/90 þar sem mælt er fyrir um sameiginlega aðferð til að ákvarða hámarksmagn leifa dýralyfja í matvælum úr dýraríkinu, að því er varðar flúgestonasetat (Stjtíð. ESB L 305, ) Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2005/83/EB frá 23. nóvember 2005 um breytingu á I., VI., VII., VIII., IX. og X. viðauka við tilskipun ráðsins 72/245/EBE um rafsegultruflanir frá vélknúnum ökutækjum (rafsegulsamhæfi), í því skyni að laga þá að tækniframförum (Stjtíð. ESB L 305, ) Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/823/EB frá 22. nóvember 2005 um breytingu á ákvörðun 2001/671/EB um framkvæmd tilskipunar ráðsins 89/106/EBE að því er varðar flokkun þaka og þakklæðninga eftir nothæfi með tilliti til bruna af völdum utanaðkomandi elds (Stjtíð. ESB L 307, ) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/56/EB frá 26. október 2005 um sameiningu hlutafélaga í ólíkum löndum (Stjtíð. ESB L 310, ) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/65/EB frá 26. október 2005 um aukna vernd hafnaraðstöðu (Stjtíð. ESB L 310, )

18 Nr. 65/16 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Orðsending framkvæmdastjórnarinnar í tengslum við framkvæmd tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 94/25/EB frá 16. júní 1994 um samræmingu laga og stjórnsýslufyrirmæla aðildarríkjanna um skemmtibáta 2005/EES/65/12 (Birting á heitum og tilvísunarnúmerum samhæfðra staðla samkvæmt tilskipuninni) Evrópsk staðlasamtök ( 1 ) Tilvísunarnúmer og heiti staðals (og tilvísunarskjal) Tilvísunarnúmer staðalsins sem leystur er af hólmi Dagur sem ekki verður lengur gengið út frá samræmi á grundvelli staðalsins sem leystur er af hólmi Athugasemd 1 CEN EN ISO 10240:2004 Smábátar Notendahandbók (ISO 10240:2004) CEN EN ISO 13590:2003 Smábátar Sæþotur Kröfur varðandi byggingu og kerfisuppsetningu (ISO 13590:2003) EN ISO 13590:2003/AC:2004 CEN EN ISO 14509:2000 Smábátar Mæling á hljóðþrýstingsstigi hljóðs sem berst í lofti frá vélknúnum skemmtibátum (ISO 14509:2000) EN ISO 10240: EN ISO 14509:2000/A1:2004 Athugasemd 3 Útrunninn ( ) ( 1 ) CEN: rue de Stassart 36, B-1050, sími (32) , bréfasími (32) ( CENELEC: rue de Stassart 35, B-1050, sími (32) , bréfasími (32) ( ETSI: 650, route des Lucioles, F Sophia Antipolis, sími (33) , bréfasími (33) ( Athugasemd 1 Athugasemd 3 Dagurinn sem ekki verður lengur gengið út frá samræmi er yfirleitt sami dagur og afturköllunardagurinn (date of withdrawal eða dow ) sem evrópsku staðlasamtökin ákveða, en athygli notenda þessara staðla skal vakin á að sérstakar undantekningar geta verið frá þessu. Þegar breytingar eru gerðar er vísað til staðalsins með númerinu EN CCCCC:YYYY ásamt eldri breytingum, ef einhverjar eru, og nýju breytingunni. Staðallinn sem leystur er af hólmi (3. dálkur) er því EN CCCCC:YYYY ásamt áorðnum breytingum, ef einhverjar eru, en án nýju breytingarinnar. Frá deginum, sem tilgreindur er, verður ekki lengur gengið út frá samræmi við grunnkröfur tilskipunarinnar á grundvelli staðalsins sem leystur er af hólmi. Athugið: Upplýsingar um hvernig nálgast má staðlana fást hjá evrópsku staðlasamtökunum eða staðlastofnunum einstakra ríkja sem taldar eru upp í viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/34/EB ( 1 ), með áorðnum breytingum skv. tilskipun 98/48/EB ( 2 ). Þótt tilvísunarnúmer staðla séu birt hér merkir það ekki að þeir séu til á öllum tungumálum Evrópska efnahagssvæðisins. Nánari upplýsingar um samhæfða staðla er að finna á eftirfarandi slóð: ( 1 ) Stjtíð. EB L 204, , bls. 37. ( 2 ) Stjtíð. EB L 217, , bls. 18.

19 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 65/17 Reglur um upplýsingaskipti Tæknilegar reglugerðir 2005/EES/65/13 Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/34/EB frá 22. júní 1998 sem setur reglur um tilhögun upplýsingaskipta vegna tæknilegra staðla og reglugerða og reglna um þjónustuskrifstofur upplýsingasamfélagsins (Stjtíð. EB L 204, , bls. 37 og L 217, , bls. 18; EES-viðbætir við Stjtíð. EB nr. 3, , bls. 87 og nr. 57, , bls. 246). Tilkynningar um drög að innlendum tæknilegum reglugerðum sem hafa borist framkvæmdastjórninni Tilvísunarnúmer ( 1 ) 2005/0620/A 2005/0621/F 2005/0622/LV 2005/0623/HU 2005/0624/HU Heiti Séráætlun með heitinu Öryggi í íbúðarhúsnæði samkvæmt 5. mgr. 7. gr. húsnæðislaga Neðra-Austurríkis 2005 Drög að auglýsingu um öryggi gerð leiðslna sem notaðar eru til að flytja eldfimt gas, fljótandi kolvatnsefni og íðefni Drög að stjórnarreglugerð um umhverfisverndarákvæði fyrir eldsneytisstöðvar, olíubirgðastöðvar og færanlega eldsneytistanka Reglugerð atvinnu- og samgönguráðherra nr. /2005 ( ) um byggingu eldsneytisstöðva fyrir gas sem notað er á ökutæki og um hlutverk byggingaryfirvalda Reglugerð atvinnu- og samgönguráðherra nr. /2005 ( ) um gerð og rekstur eldsneytisstöðva fyrir gas sem notað er á ökutæki Lok þriggja mánaða stöðvunartímabils ( 2 ) ( 4 ) /0625/EE Reglur um öryggi í tengslum við meðferð fljótandi gass /0626/CZ 2005/0627/HU 2005/0628/A Drög að stjórnartilskipun nr. /2005 um skrá yfir undirnúmer sameinuðu tollnafnaskrárinnar í sameiginlegu tollskránni og samsvarandi fyrirsagnir sem eiga við líkamsvef og líffæri úr mönnum og tilgreina ber í umsóknum um leyfi til innflutnings eða útflutnings á slíkum efnum IV. kafli frumvarps til laga um breyting á lögum um skatta, gjöld og aðrar tekjur ríkissjóðs, er hefur að geyma breyting á lögum nr. CX frá 2003 um skráningargjöld með tilheyrandi lokaákvæðum og 13. viðauka Drög að sérfræðiáliti um lög um breyting á lögum Kärnten um samkomuhald frá ( 4 ) /0629/A Reglugerð Kvörðunar- og mælistofu Sambandslýðveldisins (Bundesamt für Eich- und Vermessungswesen) um gjaldmæla leigubifreiða (kvörðunarreglur) /0630/F 2005/0631/SK 2005/0632/SK 2005/0633/HU Auglýsing um tæknileg ákvæði um veltigrindur á dráttarvélum fyrir landbúnað eða skógrækt sem eru í notkun Lög frá 2005 um breyting á lögum nr. 90/1998 um byggingarvörur, með áorðnum breytingum, og lögum nr. 4455/1991 um atvinnurekstur, með áorðnum breytingum Auglýsing bygginga- og byggðaráðuneytisins frá 2005 um breyting á auglýsingu bygginga- og byggðaráðuneytisins nr. 158/2004 um flokka byggingarvara með ákveðnum kerfum til staðfestingar á samræmi og um notkun samræmismerkja Reglugerð landbúnaðar- og byggðaráðherra um leyfi fyrir notkun áburðarefna og hvernig standa beri að geymslu, dreifingu og notkun slíkra efna /0634/HU Lög nr um breyting á lögum nr. XXVII/1998 um erfðatækni /0637/HU 2005/0639/E Reglugerð landbúnaðar- og byggðaráðherra /2006 um ræktun erfðabreyttra plantna, venjulegra plantna og lífrænt ræktaðra plantna á samliggjandi svæðum Drög að konungstilskipun um breyting á konungstilskipun 929 frá 9. júní 1995 um gildistöku tæknilegra reglna um eftirlit með ávaxtatrjám sem ræktuð hafa verið í gróðrarstöð og vottun þeirra

20 Nr. 65/18 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Tilvísunarnúmer ( 1 ) 2005/0640/SK 2005/0641/D 2005/0642/D 2005/0643/F Heiti Stjórnarreglugerð frá 2005 um breyting á stjórnarreglugerð nr. 397/1999 um nánari útfærslu tæknilegra ákvæða og samræmismats vegna skotvopna og skotfæra, með áorðnum breytingum Frumvarp til laga um samræmingu reglna um tiltekna rafræna upplýsinga- og fjarskiptaþjónustu (lög um samræmingu rafrænna viðskipta, þý. skammst. ElGVG) mgr., 8. mgr., 9. mgr. 16. mgr. og mgr. 1. gr., 2. gr. og 3. gr. draga að 9. ríkissáttmála um breyting á ríkissáttmálum um útvarpssendingar (þý. stutth. 9. Rundfunkänderungsstaatsvertrag) Drög að tilskipun um aðgengi í opinberum byggingum, mannvirkjum sem eru opin almenningi og íbúðarhúsnæði og um breyting á byggingar- og húsnæðislögum Lok þriggja mánaða stöðvunartímabils ( 2 ) /0644/UK Reglugerð um vigtunarbúnað (bandvogir) (Norður-Írland) /0645/D Þriðja reglugerð um breyting á dýraverndunar- og húsdýrareglugerð /0646/HU Frumvarp til laga T/ um umhverfisgjald á vörur og um breyting á lögum nr. LVI frá 1995 um umhverfisgjald á tilteknar vörur ( 4 ) 2005/0647/DK Breyting á eldvarnareglugerð í BR /0648/LV 2005/0649/S 2005/0650/E 2005/0651/E 2005/0652/F 2005/0653/UK Drög að stjórnarreglugerð um notkun skolpeðju og hvernig standa skuli að vöktun og eftirliti Reglugerð um breyting á reglugerð (1998:944) um bann og aðrar ráðstafanir sem gilda í vissum tilvikum um meðferð, innflutning og útflutning íðefna Drög að konungstilskipun um breyting á konungstilskipun nr frá 15. október 2004 um fyrstu sölu fiskafurða Ákvæði um skilfleti fjarskiptabúnaðar IR-15 sem er notaður í föstum þráðlausum aðgangskerfum (LMDS/FWA) á tíðnisviðinu 27,5 29,5 GHz Drög að tilskipun um vörur sem eru gerðar úr sælgæti og öðrum hlutum sem eru óætir en sitja fastir á sælgætinu þegar þess er neytt Reglugerð um tóbaksvörur og vörugjaldsskyldar vörur (breyting) ( 3 ) /0654/NL Hollenskar reglur um skilfleti fjarskiptabúnaðar /0655/NL Reglugerð um breyting á reglugerð um umsóknir og leyfi fyrir notkun tíðnisviðs /0656/NL Reglugerð um breyting á reglugerð um notkun tíðnisviðs án leyfis /0657/SI 2005/0658/SI 2005/0659/SI Reglur um viðauka við reglur um tíðni sem heimilt er að nota án þess að sækja þurfi um tíðniúthlutun Reglur um mælitæki sem falla undir ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/22/EB frá 31. mars 2004 Reglugerð um tæknistaðla og skilmála sem fara ber eftir við hönnun umferðarganga í Slóveníu ( 1 ) Ár skráningarnúmer upprunaríki. ( 2 ) Á þessu tímabili er ekki heimilt að samþykkja drögin. ( 3 ) Ekkert stöðvunartímabil vegna þess að framkvæmdastjórnin fellst á ástæður tilkynningarríkisins fyrir því að samþykkja drögin án tafar. ( 4 ) Ekkert stöðvunartímabil vegna þess að ráðstöfunin varðar tækniforskriftir eða aðrar kröfur í tengslum við skatta- eða fjármálaráðstafanir samkvæmt þriðja undirlið annars málsliðar 11. mgr. 1. gr. tilskipunar 98/34/EB. ( 5 ) Upplýsingameðferð lokið.

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 50

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 39

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 48 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 48 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 48

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 38 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 38 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 38

More information

2013/EES/22/01 Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál COMP/M.6813 McCain Foods Group/Lutosa Business)... 1

2013/EES/22/01 Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál COMP/M.6813 McCain Foods Group/Lutosa Business)... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 22

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 38 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 38 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 38

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 18 ISSN árgangur EB-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 18 ISSN árgangur EB-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 18

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 3 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 3 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 3

More information

Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál M M Company/ Scott Safety)... 1

Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál M M Company/ Scott Safety)... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins ISSN 1022-9337 Nr. 56 24. árgangur 7.9.2017 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2.

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 41 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 41 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 41

More information

Afturköllun tilkynningar um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8858 Boeing/ Safran/JV (Auxiliary Power Units))... 1

Afturköllun tilkynningar um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8858 Boeing/ Safran/JV (Auxiliary Power Units))... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna ISSN 1022-9337 Nr. 43 25. árgangur 5.7.2018 2.

More information

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál nr. COMP/M.3333 Sony/BMG)... 1

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál nr. COMP/M.3333 Sony/BMG)... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

More information

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

2018/EES/2/01 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8694 Hochtief/Abertis)... 1

2018/EES/2/01 Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8694 Hochtief/Abertis)... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins ISSN 1022-9337 Nr. 2 25. árgangur 11.1.2018 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2.

More information

2018/EES/48/01 Ríkisaðstoð Ákvörðun um að hreyfa ekki andmælum Ákvörðun 043/18/COL... 1

2018/EES/48/01 Ríkisaðstoð Ákvörðun um að hreyfa ekki andmælum Ákvörðun 043/18/COL... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna ISSN 1022-9337 Nr. 48 25. árgangur 26.7.2018

More information

Úrskurður dómstólsins frá 15. nóvember 2016 í máli E-7/16 Míla ehf. gegn Eftirlitsstofnun EFTA... 3

Úrskurður dómstólsins frá 15. nóvember 2016 í máli E-7/16 Míla ehf. gegn Eftirlitsstofnun EFTA... 3 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins ISSN 1022-9337 Nr. 35 24. árgangur 15.6.2017 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna

More information

Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8744 Daimler/BMW/Car Sharing JV)... 1

Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8744 Daimler/BMW/Car Sharing JV)... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna ISSN 1022-9337 Nr. 63 25. árgangur 27.9.2018

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Ráðstöfun ekki ríkisaðstoð í skilningi 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins Ákvörðun 072/18/COL... 1

Ráðstöfun ekki ríkisaðstoð í skilningi 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins Ákvörðun 072/18/COL... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna ISSN 1022-9337 Nr. 66 25. árgangur 11.10.2018

More information

Orðsending frá 8. júlí 1994 um gildistöku ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 2/94, 3/94, 4/94, 5/94 og 7/

Orðsending frá 8. júlí 1994 um gildistöku ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 2/94, 3/94, 4/94, 5/94 og 7/ EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.24/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB 94/EES/24/01 I. EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 24 1. árgangur

More information

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (Mál nr. IV/M Bertelsmann/Mondadori)...

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin. Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (Mál nr. IV/M Bertelsmann/Mondadori)... 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 3 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 6. árgangur

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 3 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 6. árgangur 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 27 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 4. árgangur

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 27 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 4. árgangur 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 47 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 4. árgangur

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 47 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 4. árgangur 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 36 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 36 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 36

More information

2018/EES/62/01 Ríkisaðstoð Ákvörðun um að hreyfa ekki andmælum Ákvörðun 061/18/COL... 1

2018/EES/62/01 Ríkisaðstoð Ákvörðun um að hreyfa ekki andmælum Ákvörðun 061/18/COL... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna ISSN 1022-9337 Nr. 62 25. árgangur 20.9.2018

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 19 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 3. árgangur

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 19 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 3. árgangur EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.19/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd

More information

2014/EES/60/04 Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál M.7319 KKR/Allianz/Selecta)... 6

2014/EES/60/04 Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál M.7319 KKR/Allianz/Selecta)... 6 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 60

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 8 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 3. árgangur

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 8 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 3. árgangur EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.8/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 669/2014. frá 18.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 669/2014. frá 18. 5.2.2015 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 8/161 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 669/2014 2015/EES/8/10 frá 18. júní 2014 um leyfi fyrir kalsíum-d-pantótenati

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 53 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 53 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 53

More information

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 67/493 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/839. frá 17.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 67/493 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/839. frá 17. 19.10.2017 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 67/493 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2017/839 2017/EES/67/62 frá 17. maí 2017 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/203

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/203 15.10.2015 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/203 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 142/2011 frá 25. febrúar 2011 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB)

More information

Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. (ESB) nr. 1035/2011.

Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR. (ESB) nr. 1035/2011. Nr. 63/1846 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1029/2014 2015/EES/63/72 frá 26. september 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr.

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 46 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR. 1.

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 46 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR. 1. ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

More information

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 53 8. árgangur

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 24/392. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 24/392. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 20.4.2017 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 24/392 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1358/2014 2017/EES/24/35 frá 18. desember 2014 um breytingu á reglugerð (EB)

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 4 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 6. árgangur

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 4 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR EB-STOFNANIR. 6. árgangur 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 5 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 5 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 5

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 19.3.2015 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 16/891 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2012/28/ESB frá 25. október 2012 um tiltekna leyfilega notkun á munaðarlausum verkum (*) 2015/EES/16/51

More information

Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (Mál nr. COMP/M.3108 Office Depot/Guilbert)... 1

Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (Mál nr. COMP/M.3108 Office Depot/Guilbert)... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 33 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 5. árgangur EES-ráðið

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi EB. Nr. 33 I EES-STOFNANIR EFTA-STOFNANIR. 5. árgangur EES-ráðið 24.10.1996 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB Nr.48/00 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

IS Stjórnartíðindi EB

IS Stjórnartíðindi EB 22.12.2000 IS Stjórnartíðindi EB L 327/1 TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2000/60/EB frá 23. október 2000 um aðgerðaramma Bandalagsins um stefnu í vatnsmálum EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA,

More information

3. Sam eigin lega EES-þingmannanefndin. Til kynn ing um fyrirhugaða sam fylk ingu fyrir tækja (mál COMP/M.5170 E.ON/

3. Sam eigin lega EES-þingmannanefndin. Til kynn ing um fyrirhugaða sam fylk ingu fyrir tækja (mál COMP/M.5170 E.ON/ ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sam eigin lega EES-nefndin 3. Sam eigin lega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 68 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR. 1.

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 68 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR. 1. ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 2074/2005. frá 5.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 2074/2005. frá 5. 27.10.2011 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 59/299 REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 2074/2005 2011/EES/59/26 frá 5. desember 2005 um framkvæmdarráðstafanir, er varða tilteknar

More information

Leiðbeiningar. Aukefni. Reglur og eftirlit - Desember 2016

Leiðbeiningar. Aukefni. Reglur og eftirlit - Desember 2016 Leiðbeiningar Aukefni Reglur og eftirlit - Desember 2016 0 Efnisyfirlit Inngangur... 2 1. Reglugerð um aukefni... 2 2. Aðrar reglugerðir sem varða aukefni... 2 3. Hvað eru aukefni og hvað ekki?... 3 3.1.

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Nr. 54/34 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 209/2013. frá 11.

Nr. 54/34 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 209/2013. frá 11. Nr. 54/34 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 209/2013 2014/EES/54/09 frá 11. mars 2013 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2073/2005 að því er

More information

2013/EES/68/03 Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál COMP/M.7018 Telefónica Deutschland/E-Plus)... 38

2013/EES/68/03 Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál COMP/M.7018 Telefónica Deutschland/E-Plus)... 38 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 68

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 44/2014. frá 21.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 44/2014. frá 21. 15.10.2015 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 63/2199 FRAMSELD REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 44/2014 2015/EES/63/81 frá 21. nóvember 2013 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

!INNFLUTNINGUR!BÚVÖRU!OG!! HEILBRIGÐI!MANNA!OG!DÝRA!

!INNFLUTNINGUR!BÚVÖRU!OG!! HEILBRIGÐI!MANNA!OG!DÝRA! FOODCONTROLCONSULTANTSLTD. INNFLUTNINGURBÚVÖRUOG HEILBRIGÐIMANNAOGDÝRA FELSTÁHÆTTAÍINNFLUTNINGIFERSKRALANDBÚNAÐARAFURÐA? SKÝRSLAGERÐFYRIR FÉLAGATVINNUREKENDA JÚNÍ2017 Höfundar: ÓlafurOddgeirsson ÓlafurValsson

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

3. Sam eigin lega EES-þingmannanefndin. Ákvörð un Eftir lits stofn un ar EFTA 167/08/COL frá 12. mars 2008 um meinta

3. Sam eigin lega EES-þingmannanefndin. Ákvörð un Eftir lits stofn un ar EFTA 167/08/COL frá 12. mars 2008 um meinta ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sam eigin lega EES-nefndin 3. Sam eigin lega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337

More information

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017 TRS II tekur við af TRS Kynningarfundur, 30. maí 2017 Dagskrá Almennt um TRS og breytingar í tengslum við innleiðingu MiFID II og MiFIR Yfirlit yfir TRS kerfið Helstu breytingar á kerfinu Mikilvægi þess

More information

Reglugerð ráðsins (EB) nr. 355/2003 frá 20. febrúar 2003 leyfi fyrir aukefninu avílamýsíni í fóðri... 1

Reglugerð ráðsins (EB) nr. 355/2003 frá 20. febrúar 2003 leyfi fyrir aukefninu avílamýsíni í fóðri... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins 2008/EES/10/01 I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin ISSN 1022-9337 Nr. 10 15. árgangur 21.2.2008 Reglugerð ráðsins

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Öruggar snyrtivörur Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Snyrtivara sem er boðin fram á markaði á evrópska efnahagssvæðinu skal vera örugg fyrir heilbrigði manna og uppfylla

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ.

Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ. 1.1 Rekstraraðili Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ. Kt. 530306-0540 Gefið út af Umhverfisstofnun í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998, um hollustuhætti

More information

Undirbúningur fyrir 5G. Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,...

Undirbúningur fyrir 5G. Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,... Undirbúningur fyrir 5G Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,... Þorleifur Jónasson 5. apríl 2017 Dagskrá Drifkraftar 5G og helstu þjónustur Stefnumótun og markmið EU

More information

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang September 2010 Efnisyfirlit 1. Tílvísanir... 3 2. Skýringar á kröfum til búnaðar... 3 3. Yfirlit yfir tækjabúnað sem tengja má koparlínu við fullan aðgang...

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Eftirlit með neysluvatni

Eftirlit með neysluvatni Leiðbeiningar Eftirlit með neysluvatni Nóvember 2017 0 EFNISYFIRLIT I. Inngangur...2 II. Starfsleyfi...2 1. Starfsleyfis- og eftirlitsskylda... 2 2. Kröfur... 2 2.1. Skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis...

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

3. Sam eigin lega EES-þingmannanefndin

3. Sam eigin lega EES-þingmannanefndin ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sam eigin lega EES-nefndin 3. Sam eigin lega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Schengen samstarfið Handbók Innanríkisráðuneytið 2011 Skrifstofa almannaöryggis

Schengen samstarfið Handbók Innanríkisráðuneytið 2011 Skrifstofa almannaöryggis Schengen samstarfið Handbók Innanríkisráðuneytið 2011 Skrifstofa almannaöryggis 1 Schengen... 3 1. Schengen er landamærasamstarf evrópuríkja... 3 2. Schengen er til fyllingar EES skuldbindingum um frjálsa

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

ÁVARP FORSTJÓRA Hrafnkell V. Gíslason

ÁVARP FORSTJÓRA Hrafnkell V. Gíslason 2 EFNISYFIRLIT Ávarp forstjóra - Hrafnkell V. Gíslason...2 Address of the Managing Director - Hrafnkell V. Gíslason...3 Fjarskiptamarkaðurinn 2003...4 The Electronic Communications Market in 2003...5 Gagnasöfnun

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Tölvu- og netnotkun á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum 2014 Computer and Internet usage in Iceland and other European countries 2014

Tölvu- og netnotkun á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum 2014 Computer and Internet usage in Iceland and other European countries 2014 2015:1 23. janúar 2015 Tölvu- og netnotkun á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum 2014 Computer and Internet usage in Iceland and other European countries 2014 Samantekt Netnotkun Íslendinga eykst um tæp tvö

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Ed Frumvarp tillaga [143. mál]

Ed Frumvarp tillaga [143. mál] Ed. 148. Frumvarp tillaga [143. mál] um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd. um álbræðslu við Straumsvík. (Lagt fyrir Alþingi á 107. löggjafarþingi, 1984.) 1. gr.

More information

Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR

Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR Niðurstöður sérstakrar skoðunar á einstökum þáttum í starfseminni 4. febrúar 2014 KPMG ehf. Borgartún 27 105 Reykjavík Tel 545 6000 Fax 545 6001 4. febrúar 2014

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information