Frægðarsögur múmínpabba

Size: px
Start display at page:

Download "Frægðarsögur múmínpabba"

Transcription

1 Hugvísindasvið Frægðarsögur múmínpabba Skrásettar af honum sjálfum Þýðing á fjórum fyrstu köflunum í Muminpappans Bravader, Skrivna af Honom Själv Höfundur: Tove Jansson Lokaverkefni til MA-prófs í hagnýtri ritstjórn og útgáfu Elín Illugadóttir September 2017

2

3 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt ritsjórn og útgáfa Frægðarsögur múmínpabba Skrásettar af honum sjálfum Þýðing á fjórum fyrstu köflunum í Muminpappans Bravader, Skrivna av Honom Själv Höfundur: Tove Jansson Lokaverkefni til MA-prófs í hagnýtri ritstjórn og útgáfu Elín Illugadóttir Kt.: Leiðbeinandi: Alda Björk Valdimarsdóttir September 2017

4 Ágrip Lokaverkefni þetta er til MA-prófs í hagnýtri ritstjórn og útgáfu. Tilgangur verkefnisins er að þýða úr sænsku yfir á íslensku, fyrstu fjóra kaflana í bókinni Muminpappans Bravader. Skrivna af Honom Själv eftir Tove Jansson. Bókin er fimmta í röðinni af níu bókum sem Jansson skrifaði um Mumintrollen og hefur ekki áður komið út í íslenskri þýðingu, eftir því sem höfundi þessa verkefnis er best kunnugt. Í bókinni skrifar múmínpabbi endurminningar úr stormasamri æsku sinni en þessara endurminninga er alla vega getið í einni af múmínálfabókunum sem þýddar hafa verið á íslensku. Alls hafa fimm bækur af níu verið þýddar yfir á íslensku og er þýðing þessi viðleitni til að fylla inn í skarðið og kynna nýjar persónur fyrir lesendum múmínálfabókanna. Uppbygging verkefnisins er tvíþætt. Fyrri hlutinn lýtur að þýðingunni sjálfri, að hverju skal huga svo frumtextinn haldi merkingu sinni og inntak textans glatist ekki á milli frumtexta og markmáls. Tekin verða fyrir nokkur dæmi þar sem vafamál komu upp í þýðingarferlinu. Einnig verður fjallað um tilurð múmínálfanna, hvernig höfundur byggði upp ævintýraheim sem ótalmörgum lesendum um allan heim er kunnur og hvernig að lokum höfundur setti lokapunkt aftan við frásögn sína af múmínálfunum og vinum þeirra. Seinni hlutinn er þýðingin sjálf og til hliðsjónar sænska frumtextanum voru hafðar tvær enskar þýðingar til samanburðar. Þýðingin er byggð á sænska frumtextanum og allar myndir sem þýðingunni fylgja eru skimaðar úr þeirri sömu bók. 4

5 Efnisyfirlit Ágrip... 4 Efnisyfirlit... 5 Uppdráttur af Múmíndalnum Inngangur Tove Jansson og múmínheimurinn Tilurð múmínálfanna Mumintrollen Ævintýri múmínálfanna Þýðingarferlið Bækurnar um múmínálfana Heimildaskrá Myndaskrá Frægðarsögur múmínpabba Fyrsti kafli þar sem ég segi frá misskilinni barnæsku minni og flóttanum frá Hemúlunni og einnig frá fyrsta húsinu mínu og mínum fyrsta vini. Annar kafli þar sem ég kynni til sögunnar Ruglarann og Slóða og varpa upp mynd af stórbrotinni sjósetningu Hafsinfóníunnar. Þriðji kafli þar sem mín fyrsta hetjudáð er skráð og hræðileg eftirköst hennar, nokkrar vangaveltur og frásögnin af hryllilegum kynnum mínum af snyrtunum. Fjórði kafli þar sem ferðalag mitt yfir Djúpið nær hámarki með stórbrotinni lýsingu á ofsaveðrinu og lýkur með ógnvekjandi uppákomu. 5

6 Uppdráttur af Múmíndalnum 6

7 1 Inngangur Bækurnar um Mumintrollen sem á íslensku kallast Ævintýri múmínálfanna urðu níu talsins en einungis voru fimm bækur þýddar yfir á íslensku. Íslenska þýðingin var gefin út á árunum í þýðingu Steinunnar Briem og um útgáfuna sá Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. Þó var íslenska útgáfuröðin ekki sú sama og á frummálinu sem gerir það að verkum að íslenska þýðingin myndar ekki þá línulegu heild sem sænska útgáfan gerir. Í frumútgáfunni kynnast lesendur múmínmömmu og múmínsnáðanum í leit þeirra að múmínpabba og múmínhúsi þar sem þau öll geta búið saman. Smátt og smátt tekur múmínheimurinn á sig skýrari mynd og sífellt fleiri persónur bætast í hópinn. Í síðustu bókinni hefur múmínfjölskyldan yfirgefið Múmíndalinn og er í algjöru aukahlutverki en aðeins minningin um hana er gegnum gangandi þráður í frásögninni. Hvaða ástæður sem liggja að baki því að aðeins fimm bækur voru þýddar yfir á íslensku eru höfundi þessa verkefnis ekki kunnar en með þýðingunni sem hér verður ráðist í er tekið skref í þá átt að fylla inn í íslensku ritröðina og varpa frekara ljósi á múmínheiminn sem Tove Jansson skapaði. Fjórða bókin um múmínálfana kom út árið 1950 og þar er á ferðinni frásögn múmínpabba á stormasömum æskuárum hans; þegar hann var ungur og ólofaður múmínálfur og ferðaðist um heiminn með vinum sínum. Sagan heitir á sænsku Muminpappans Bravader, Skrivna av Honom Själv og Muumipapan urotyöt á finnsku. Þetta verkefni og þýðingin eru miðuð út frá sænsku frumútgáfunni, annarri prentun, sem gefin var út í Helsingfors árið Höfundur þessa verkefnis komst í kynni við enska útgáfu á bókinni þegar hann skrifaði BA-ritgerð sína, þar sem velt var upp þeim möguleika að kolbítar gætu leynst í Múmíndal. Við lestur bókarinnar rifjaðist upp að í bókinni Pípuhattur galdrakarlsins situr múmínpabbi við skriftir á endurminningum sínum og miðað við áhrifin sem skrifin höfðu á múmínpabba og þá skemmtun sem lesturinn á endurminningunum vakti, var ekki annað fært en að ráðast í þýðingu á þeim fyrir íslenska lesendur. Í bókinni kynnast lesendur nýjum persónum úr múmínheiminum og tengsl þeirra við nokkrar persónur í þýðingu Steinunnar Briem koma lesendum skemmtilega á óvart. Hér verða þýddir fjórir fyrstu kaflarnir í bókinni Muminpappans Bravader. Skrivna av Honom Själv og til hliðsjónar eru tvær enskar þýðingar á bókinni til stuðnings íslensku þýðingunni. 7

8 2 Tove Jansson og múmínheimurinn 2.1 Tilurð múmínálfanna Hin finsk-sænsk ættaða Tove Jansson fæddist 9. ágúst 1914 í Helsingfors, höfuðborg Finnlands. Frá blautu barnsbeini bjó hún yfir ríkri sköpunarþörf sem fékk farveg í myndlist og seinna meir í frásögnum hennar. Jansson fæddist á stríðstímum og seinni heimstyrjöldin braust út þegar Jansson var 25 ára. Stríði fylgja ógn og myrkir tímar og ekki fór Jansson varhluta af því en öll sú ánægja sem hún hafði af því að mála myndir í öllum regnbogans litum hvarf í skugga stríðsins og hún lagði frá sér pensla sína og liti. En þörfin fyrir að skapa var rík og á þeim tíma sem vetrarstríðið geisaði í Finnlandi ( ), hvarf Jansson frá málaralistinni en tók til við skriftir. 1 Með skrifum sínum fann hún flóttaleið frá stríðshörmungunum inn í ævintýraheim þar sem hlutirnir voru hversdagslegir og hættulausir. Sá múmínheimur sem Tove Jansson skapaði er sprottinn upp af ímyndunarafli hennar, lífsviðhorfi og lífsreynslu. Áhrifa stríðsins gætti í fyrstu tveimur bókunum 2 um múmínálfana, þar sem aðalsöguhetjurnar og aðrar verur eru á flótta undan yfirvofandi ógnum og verða að leita ýmissa leiða til að halda lífi og komast í skjól. Flóð og halastjarna ógna öllu lífi í ævintýraheiminum og hver sem vettlingi getur valdið þarf að leita leiða til að lifa þessar ógnir af, líkt og milljónir fólks sem flúið hafa ógnir styrjalda í leit að öryggi. En öll él birtir upp um síðir. Sönnum ævintýrum fylgir hamingjusamur endir, sögupersónur finna gleðina aftur og tilveran verður söm á ný. Fyrstu skref múmínálfanna voru þó ekki á blaðsíðum bókanna hennar Jansson heldur áttu þeir sér forsögu í barnæsku hennar. Sem lítil stúlka átti hún það til að næla sér í bita í matarbúri fjölskyldunnar þegar hún hélt að enginn sæi til en sjaldnast fara slíkir stuldir framhjá vökulum augum hinna fullorðnu. Með einhverjum hætti er reynt að stöðva sökudólgana sem læðast um í skjóli myrkurs. Áhrifaríkt getur verið að læða inn í ímyndurarafl þeirra myndum af hræðilegum verum sem leynast í myrkrinu og reyna að 1 Þýðing mín: Það voru hryllilegir tímar stríðsins sem fengu mig, listakonuna, til að skrifa ævintýri sagði hún við J.O. Tallqvist, ári eftir að Halastjarnan var gefin út. Innsti kjarni hennar laut að málaralistinni en þegar hún tapaði löngunni til að vinna með striga og pensla leitaði hún annarra tjáningarforma. Westin, 2014, bls Fyrstu tvær bækurnar um Mumintrollen eru Småtrollen och den stora översvämningen (1945) og Kometjagten (1946). 8

9 grípa hina seku. Tove litla Jansson átti hann Einar frænda sem tók á það ráð að hræða litlu stelpuna með undarlegum verum sem hann kallaði múmínálfa og bjuggu hugsanlega á bak við eldavélar en kæmu úr felum þegar einhver væri á ferli í óprúttnum erindagjörðum. Þessir múmínálfar voru ósýnilegir en létu finna fyrir sér með því að slá trýninu í fætur fólks eða anda aftan á háls þeirra. 3 Í huga litlu stelpunnar tóku þessi álfar á sig mynd og í dagbókarfærslu sinni frá 1930 lýsir Jansson múmínálfunum sem ósýnilegum verum sem birtast þegar hún er veik 4 og ímyndunarafl hennar var svo sterkt að hún heyrði í þeim undir rúminu þar sem þeir drógu inniskóna hennar fram og til baka. 5 Frá barnæsku til fullorðins ára áttu þessar verur heima í hugarfylgsnum Jansson en mynd þeirra tók á sig töluverðar breytingar og er ólík þeirri mynd sem almenningur þekkir í dag. Mynd 1. Úr The Moomins and the Great Flood. Fyrstu múmínálfarnir líktust hattíföttum 6 í útliti, eins og um einu og sömu veruna hafi upphaflega verið að ræða sem síðan hafi breyst í tvenns konar verur; aðra með trýni og rófu en hina rófulausa með ekkert trýni. Á fyrstu myndunum sem Jansson teiknaði 3 Westin, 2014, bls Þýðing mín: Ég ligg í rúminu og tæmi hverja sódavatnsflöskuna á fætur annarri og bulla um múmínálfa með rúsínu augu. Westin, 2014, bls Westin, 2014, bls Þýðing mín: Þeir eru nánast ósýnilegir. Stundum er hægt að finna þá undir gólfum og þegar kvöldar getur þú heyrt í þeim tipla fram og til baka. En aðallega ferðast þeir um heiminn, halda hvergi til og hafa ekki áhuga á neinu. Það er aldrei hægt að segja til um hvort hattífatti sé glaður eða reiður, sorgmæddur eða hissa. Ég er viss um að þeir hafa engar tilfinningar. Jansson, The Moomins and the Great Flood, 2012, bls

10 múmínálfana voru þeir grannvaxnir, með langt trýni og eyru sem minntu á horn. En atferli þeirra minnti ekki á múmínálfana hans Einars frænda heldur voru þeir holdgervingar vináttu og gæsku og áttu ekki til í beinum sínum löngun til að gera öðrum illt, hvað þá að blása aftan á háls fólks og hræða. En þar sem hið jákvæða og bjarta er á ferð, þar býr einnig andstæðan sem minnir á myrkrið og allt það sem er hættulegt. Andstæða hins hvíta múmínálfs er svarti múmínálfurinn sem Jansson skapaði einnig; myrk vera sem er ills viti og tengist ringulreið, óvissu og draumum. 7 Þessir svörtu múmínálfar standa fyrir allt aðra hluti og tilfinningar en hvítu múmínálfarnir og í bókunum níu um Mumintrollen koma þeir hvergi við sögu þó svo að boðskapurinn í sumum bókunum sé undir myrkum áhrifum. Mynd 2. Svartir múmínálfar. Hluti af ódagsettri vatnslitamynd eftir Tove Jansson. Múmínálfarnir höfðu tekið sér rækilega bólfestu í huga Jansson og í sköpunarferli þeirra tóku þeir á sig ólík form; útlit þeirra líktist snorkum eða múmínálfum; þeir voru grannir eða digrir; svartir eða hvítir. Sú mynd sem Jansson hafði í huganum af þessum ævintýraverum skýrðist smátt og smátt og hugmyndafræðin um þá einnig. Í fyrstu bókinni 8 spyr lítið dýr sem verður á vegi múmínmæðginanna, hvers lags fyrirbæri þau eiginlega séu. Ég er múmínálfur, sagði múmínsnáðinn og ekki þurfti að útskýra það neitt frekar fyrir litla dýrinu eða lesendum. Múmínsnáðinn vissi hver hann var og í annarri bókinni um múmínálfana var það komið á hreint að hinir einu og sönnu 7 Þýðing mín: Svarti múmínálfurinn kom til sögunnar löngu fyrir stríð og var eins konar undanfari þeirra myrku tíma sem bækurnar um múmínálfana spruttu úr. Westin, 2014, bls Jansson, The Moomins and the Great Flood, 2012, bls

11 múmínálfar eru alltaf hvítir á lit. Í tímans rás hafa múmínálfarnir tekið á sig þá mynd sem einkennir þá í dag sem hvítar, bústnar verur og í engu líkjast þeir lengur hattíföttunum sem haldið hafa sínu granna vaxtarlagi og sinni sviplausu ásjónu. Enn þann dag í dag eru múmínálfarnir boðberar vináttu og friðar og lesendur sjá þá fyrir sér í Múmíndalnum, þar sem ávextir vaxa á trjánum og allt er eins og það á að sér að vera. 2.2 Mumintrollen Ævintýri múmínálfanna Múmínheimurinn sem Tove Jansson skapaði á sitt upphaf og endi í friðsælum dal sem kallast Múmíndalurinn og í miðju hans, eða því sem næst, stendur háreist hús sem minnir á postulínsofn. Múmínálfar eru fastheldnir á gamla siði og útlit hússins dregur dám að þeim tíma sem múmínálfar bjuggu bakvið við slíka ofna, áður en húsakyndingin var fundin upp. Í þessum friðsæla dal er lífið þó ekki alltaf með kyrrum kjörum, alls kyns ógnir steðja að íbúum hans og ævintýri múmínálfanna eru því æsilegri sem aðvífandi hætta er meiri. Alls skrifaði Jansson níu bækur um Mumintrollen 9 og er boðskapur þeirra tengdur lífshlaupi og líðan höfundar, sem færði atburði líðandi stundar og einnig æskuminningar sínar inn í atburðarás bókanna. Múmínbækurnar þrjár sem Jansson skrifaði á fimmta áratug 20. aldar 10 fjalla um hvernig lífið var og hefði getað verið, þar sem þema bókanna var heimsendir og endurreisn. Bækurnar fjölluðu um ævintýr og æskufjör, ásamt þeim göldrum sem láta á sér kræla þegar veröldin vaknar af vetrardvala. Andi bókanna ber dám af þeim ógnum sem steðjuðu að Evrópubúum í seinni heimsstyrjöldinni og hvernig vonin vaknar á ný þegar stríðinu lýkur og lífið getur aftur orðið eins eðlilegt og hægt er eftir langan og hræðilegan tíma. Í þremur fyrstu bókunum er viðfangsefnið hin myrka ógn sem ófriður ber með sér en einnig vonin sem vaknar með nýjum og betri tímum. Þegar stríðinu lauk tók Jansson aftur til við að mála og litir og gleði fylltu líf hennar á ný. Sjötti áratugurinn var upp runninn og múmínbækurnar sem voru í farvatninu fjölluðu um sjónhverfingar, 9 Íslenska heiti ritraðarinnar er Ævintýri múmínálfanna en á sænsku er talað um bækurnar um Mumintrollen. Á bls. 23 eru bækurnar um Mumintrollen taldar upp. 10 Bækurnar um múmínálfana sem Jansson skrifaði á fimmta áratugnum: Småtrollen och den stora översvämningen (1945), Kometjagten (1946) og Trollkarlens hatt (1948). 11

12 breytingar og ókomna hluti. 11 Múmíndalurinn er miðpunkturinn enn á ný og múmínfjölskyldan upplifir frekar rólega tíma þar sem ógnir fortíðarinnar eru á bak og burt og tími gefst til að sinnar hugðarefnum sínum eins og endurminningaskrifum. Múmínpabbi situr við skriftir í fjórðu múmínbókinni og rifjar upp æsilegan tíma þegar hann var ungur, ólofaður múmínálfur, ferðaðist um heiminn með öðrum piparsveinum og kynntist alls kyns furðuverum. Í endurminningabók múmínpabba fléttast saman þræðir við fyrstu bækurnar þrjár þegar kemur í ljós að lykilpersónur hennar eru foreldrar tveggja söguhetjanna, sem þegar hafa verið kynntar til sögunnar eða nánar til tekið, þeirra Snabba og Snúðar 12. Og síðast en alls ekki síst skrifar hann um stærstu stund lífs síns þegar hann bjargar múmínmömmu úr sjávarháska og er sú björgun fyrir löngu orðin lesendum múmínálfabókanna að góðu kunn. Jansson skrifaði sem fyrr sagði líf sitt eða reynslu inn í bækurnar um múmínálfana. Á þeim tímum var kynhneigð fólks forboðið umræðuefni og gagnkynhneigð Jansson var ekki samþykkt af fjölskyldu hennar eða samfélaginu. Í huga Jansson var lífið eins og leikhús þar sem fólk lék sína rullu og í orðum leikhúsrottunnar Emmu felst sjálfsmynd og viðurkenning á því hver Jansson var og hvernig hún vildi að umheimurinn sæi hana. Leikhús er ekki dagstofa eða borðstofa eða lystisnekkja eða bátabryggja. Leikhús er þýðingarmest allra heimsins stofnana, því að þar er sýnt hvernig fólk ætti að vera, hvernig það gæti verið ef það þyrði, og hvernig það er í raun og veru. 13 Þó var það ekki svo að bækurnar um múmínálfana nytu strax vinsælda en það tók lesendur og gagnrýnendur nokkurn tíma að meðtaka bækurnar og boðskap þeirra. Fyrsta bókin fór að mestu fram hjá lesendum og það átti einnig við um Kometjakten (1946). Útgefandi hennar hafði þau orð um Jansson að höfundurinn væri,hæfileikarík kona sem veit hvað börn vilja heyra 14 en þó fór það svo að bókin vakti litla athygli í Svíþjóð. Finnsk-sænskir gagnrýnendur voru þó á aðeins jákvæðari nótum en bókin var auglýst 11 Bækurnar um múmínálfana sem Jansson skrifaði á sjötta áratugnum: Muminpappans Bravader. Skrivna av Honom Själv (1950), Farlig midsommar (1954) og Trollvinter (1957). 12 Á sænsku heita þeir snusmumriken (Snúður) og Sniff (Snabbi). 13 Útskýring leikhúsrottunnar Emmu fyrir múmínmömmu á því hvað leikhús sé. Jansson, Örlaganóttin, 1970, bls. 89. Sú bók heitir á sænsku Farlig midsommar og er sú fimmta í sænsku ritröðinni en í íslensku ritröðinni er hún númer þrjú. 14 Westin, 2014, bls

13 sem barnabók og fór boðskapur hennar þ.a.l. fram hjá fullorðnum lesendum, en bókin var ádeila á kjarnorkusprengjuna sem myndhverfðist í halastjörnu, sem stefndi á Múmíndalinn og ógnaði tilvist allra þar. Persónurnar í þriðju bókinni, ásamt múmínheiminum sjálfum, tengdust Jansson sífellt sterkari böndum og sýn hennar á þessari töfraveröld varð sífellt skýrari. Bókin Trollkarlens hatt (1948) naut mikilla vinsælda á Norðurlöndunum sem og í fjarlægari löndum en teiknimyndaseríur um múmínálfana sem Jansson teiknaði fyrir London Evening News og birtust þar fyrst árið 1954 ollu straumhvörfum í vinsældum múmínbókanna á alþjóðlegum vettvangi. 15 Þær gífurlegu vinsældir sem múmínálfarnir hlutu, urðu til þess að Farlig midsommar (1954) fékk umfjöllun hjá gagnrýnendum áður en bókin sjálf var gefin út. Gagnrýnendur voru á sama máli að hér væri á ferðinni bók sem börn gætu hiklaust gefið foreldrum sínum og þetta væri bók sem höfðaði til lesenda á öllum aldri. 16 Vinsældir múmínbókanna voru orðnar slíkar að þessir hvítu, bústnu álfar voru nánast á hvers manns vörum og aðdáendum þeirra fjölgaði dag frá degi. Bækurnar og teiknimyndaseríurnar sem Jansson hafði skrifað fram til þessa spruttu fram úr pennanum af hreinni sköpunargleði en vaxandi vinsældir þeirra tóku sinn toll af listakonunni og kvöð og skilafrestur settu mark sitt á hana. 17 Allur hennar tími fór í að uppfylla þarfir útgefenda og lesenda og listakonan sem eitt sinn gat unnið á sínum eigin hraða með sjálfri sér, var nú umkringd fólki sem fyllti veröld hennar og gaf henni ekkert andrými. En innan um alla þessa ringulreið beið ástin í leyni og í skjóli hennar skrifaði Jansson Trollvinter (1957). Fyrir tilstuðlan ástkonu sinnar, Tuulikki Pietilä, náði Jansson að koma skipulagi á líf sitt og vinnu, hún setti sér stranga dagskrá þar sem hún gat sinnt ættingjum, vinum og ekki síst vinnunni. Eftir Tove Jansson hefur verið haft að tvær persónur í múmínbókunum eigi sér fyrirmynd í raunveruleikanum, 18 önnur er móðir hennar, Signe Hammarsten sem bar listamannsnafnið Ham, sem er fyrirmynd 15 Westin, 2014, bls Westin, 2014, bls Þýðing mín: Listmálarinn og manneskjan Tove Jansson hafði horfið í skuggann af vinsældum múmínálfanna og lýsingar eins og málari og listakona voru ekki lengur notaðar um verk hennar.,ég fer í sífellda hringi með myndaseríurnar; myndaseríu höfundur; ævintýra frænka; manneskja sem naut hljóðlátra vinsælda er orðin flækt í viðskiptaheiminn. Stundum langar mig til að bíta. Westin, 2014, bls Westin, 2014, bls

14 múmínmömmu. Hin persónan er Tuulikki sem er fyrirmyndin af Too-ticky 19, hinnar jarðbundnu og skynsömu persónu sem múmínsnáðinn kynnist í Trollvinter. Í þeirri bók breytti Jansson um áherslur, hún einblíndi ekki á öryggið í því að hlutirnir taki ekki breytingum heldur skrifaði hún um allt það hræðilega sem getur komið fyrir á lífsleiðinni, hvort heldur í Múmíndalnum eða í hinum raunverulega heimi. Í þessari bók öðlast múmínsnáðinn þroska við það að þurfa að standa á eigin fótum og mæta því ókunna, hann lærir að vera hann sjálfur. Eins á við um Jansson sem opinberar ást sína á Tuulikki og þar með fyrir öllum öðrum; hún var loksins orðin hún sjálf. 20 Myndlistarkonan Tove Jansson hafði í mörg ár sett nánast alla sína krafta í að standa við gerða samninga og skila af sér teiknimyndaseríum og bókum um múmínálfana. Sú sýn sem Jansson hafði um múmínheiminn var sprottin upp úr ógn og hryllingi sem seinni heimsstyrjöldin hafði í för með sér og í múmínheiminum var skjól fyrir ógnum raunveruleikans. En fyrst og fremst var Jansson myndlistarkona sem þráði að festa liti á striga og þegar samningurinn við London Evening News 21 rann út viðurkenndi hún að nú væru brunnarnir að verða þurrir, hún myndi ekki framar geta skrifað um,þessa hamingjusömu kjána sem fyrirgefa öllum og sjá ekki að þeir hafa verið gabbaðir. 22 Í huga sér hafði hún tekið þá ákvörðun að kveðja múmínálfana og til þess að koma sér aftur af stað sem listmálari og til að loka múmínheiminum, skrifaði hún og myndskreytti sjöundu bókina um múmínálfana, Det osynliga barnet och andra berättelser (1962) sem innihélt smásögur úr Múmíndalnum. 23 Sú bók var upphafið á endinum en tvær bækur í viðbót um Múmíndalinn áttu þó eftir að líta dagsins ljós áður en yfir lauk. Sífellt erfiðara reyndist fyrir Jansson að skrifa bækur fyrir börn og Pappan och havet (1965) var tilraun í þá átt að skrifa fullorðinsbókmenntir. Þessi bók var skrifuð í þeim tilgangi að setja endapunkt aftan við múmínheiminn en í bókinni yfirgefa múmínálfarnir Múmíndalinn og sigla á haf út til fjarlægrar eyju. Í textanum eru öll múmín-forskeyti 19 Íslensk þýðing á Too-ticky er Tikka-tú. 20 Westin, 2014, bls Lars Jansson, bróðir Tove, hélt áfram að semja teiknimyndaseríur um múmínálfana. Westin, 2014, bls Þýðing mín: Múmín, skrifaði hún, var auðvitað aldrei,táknmynd af henni sjálfri, heldur tjáningarform á,óskadraumi. Teiknimyndaseríurnar sem hún samdi áttu stærstan þátt í því að binda endi á sköpunargleði hennar. Westin, 2014, bls Westin, 2014, bls

15 fjarlægð 24 svo einungis er talað um mömmu og pabba í stað múmínmömmu og múmínpabba sem dæmi. 25 Persónurnar hafa ekki lengur sín sérkenni sem múmín og frásögnin verður fyrir vikið mun almennari eðlis, hún fjarlægist nánast allt sem tengir persónurnar við múmínheiminn. En Múmíndalurinn er enn á sínum stað, langt í burtu frá óvinsamlegri eyjunni hans múmínpabba, eins og fjarlægur draumur eða táknmynd fyrir lífið sem var. Í síðustu múmínbókinni Sent í November (1970) koma múmínálfarnar ekkert við sögu, nema þá í minningum og upprifjunum sögupersónanna sem koma að leita múmínfjölskyldunnar áður en veturinn gengur í garð. Múmíndalurinn er í vanrækslu og fátt sem minnir á þá tíma sem múmínfjölskyldan bjó þar, dalurinn er að hverfa sjónum lesenda og verður brátt minningin ein. Í síðustu bókinni, Sent i November, birtist smávera sem stefnir á Múmíndalinn en hún hefur heyrt af fjölskyldunni sem þar býr og hefur búið sér til sína eigin mynd af þeim. Smáveran sér fjölskylduna fyrir sér en veit þó ekki hvort hugmyndir sínar séu réttar eða einungis hugarburður sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Aðalpersónan Toft 26 er í þeim erindagjörðum að endurheimta fjölskylduna fyrir sig og lesendur en í rauninni er hann að leita að hugmyndinni um fjölskyldu. Í huga sér hefur hann skapað skýra mynd af múmínfjölskyldunni og Múmíndalnum; mynd af gleði og fögrum litum, en þegar hann kemur á áfangastað mætir honum ekkert af því sem hann hafði búist við, sem verður til þess að hann nær ekki að kalla aftur fram myndina af fjölskyldunni í huga sér. Leiðin sem lá inn í töfraheiminn sem hann hafði skapað hefur lokast að eilífu. Í lok sögunnar snýr þó múmínfjölskyldan til baka frá eyjunni hans múmínpabba en Toft greinir langt í fjarska ljósið frá stormlugtinni sem múmínpabbi hengdi á mastur Ævintýrsins. Bókinni lýkur áður en múmínfjölskyldan leggur að bryggju og þannig er endurkomu múmínfjölskyldunnar haldið frá lesendum því aðeins Toft mun verða viðstaddur heimkomuna og Múmíndalurinn, múmínfjölskyldan og ævintýrin þeirra 24 Þýðing mín: En frásögnin hafði algjörlega verið af-múmínuð að frátöldum hugtökum eins og Múmíndalur og múmínfjölskylda og sagan er í sjálfu sér almenn frásögn af feðrum, fjölskyldum og eyjum. Westin, 2014, bls Íslenska þýðingin, Eyjan hans múmínpabba, hefur öll múmín-forskeytin eins og í öðrum múmínbókum. 26 Þýðing mín: Í Sent í November kynnir Tove Jansson sjálfa sig til sögunnar undir nýju nafni, líkt og það sé dregið af nafni hennar: Tove er orðin smádýrið [karlkyns smádýr: útskýring mín] Toft. Westin, 2014, bls

16 munu héðan í frá aðeins tilheyra Toft og Tove. Sá heimur sem Jansson skapaði fyrir börn og fullorðna var upphaflega til þess saminn að vera athvarf frá hörmungum stríðsins. En fyrst og fremst var Jansson myndlistarkona og hugur hennar og sköpunarþörf leituðu í liti og málarastriga sem setið höfðu á hakanum vegna múmínbókanna. Að endingu kvaddi Jansson múmínheiminn en skildi eftir fyrir lesendur þá hugmynd eða tálsýn að múmínfjölskyldan hefði snúið til baka í Múmíndalinn og allt hafi orðið aftur eins og það átti að sér að vera. 16

17 3 Þýðingarferlið Tilgangur þýðinga er að yfirfæra frumtexta yfir á markmál á þann hátt að merking frumtextans haldi sér og marktextinn flæði eðlilega, þannig að lesandinn hiki ekki á einkennilegum orðum eða setningafræðilegri röðun orða. Þýðing felur ekki í sér að frumtextinn hverfi og nýr texti spretti upp í markmálinu heldur verður í þýðingarferlinu til annar texti sem þýðandinn leitast við af hafa jafngildan frumtextanum á einhvern hátt. 27 Við þýðinguna á Muminpappans Bravader. Skrivna av Honom Själv var leitast við að halda á lofti þeim anda sem Steinunn Briem blés í íslensku þýðinguna á múmínálfabókunum. Málfar í þýðingu Steinunnar er á ýmsan hátt frábrugðið því málsniði sem nú tíðkast, tæpum fimmtíu árum síðar en þó er það á engan hátt stirt eða óskýrt fyrir nútíma lesendur, aðeins stök orð gætu vakið upp spurningar. Fyrir höfund þessa verkefnis var það stór áskorun að ráðast í þýðinguna þar sem höfundur hefur ekki mikið vald á sænsku en treysti því meira á kunnáttu sína í dönsku og einnig á þann sameiginlega bakgrunn sem norrænu tungumálin hafa úr indóevrópsku málaættinni. Með viljann að vopni, sænskar orðabækur á netinu, hjálp frá Ingvari Jensen 28 og tvær enskar þýðingar 29 til hliðsjónar var ráðist í verkið og eftir því sem leið á lesturinn varð sænskan auðveldari. Stór hluti af þýðingarferlinu og einn sá veigamesti var að snara nöfnum sögupersónanna yfir á íslensku því flestar þeirra koma ekki við sögu í bókunum fimm sem Steinunn þýddi. Hér verður gerð grein fyrir því hvernig íslensk nöfn persónanna eru tilkomin og ljósi varpað á nokkur dæmi úr þýðingarferlinu. Til þess að marktextinn flæði liðlega þarf að huga að því orðalagi sem er framandlegt í frumtextanum og aðlaga hann að markmálinu. Finna þarf jafngildi 30 orðanna svo merking þeirra skili sér til lesandans. Sem dæmi um jafngildi má nefna á bls. 8 þar sem 27 Ástráður Eysteinsson, 1996, bls Sænskur maður sem seldi höfundi þessarar ritgerðar, fyrstu útgáfu bókarinnar Muminpappans Bravader. Bókin var til sölu á sænskri uppboðssíðu á 321 SEK eða á um ISK. Hann bauð fram aðstoð sína við þýðinguna og var leitað til hans við þýðingu á nokkrum orðum sem þvældust fyrir í þýðingarferlinu. Jensen hafði rekið bókaforlag og gefið út teiknimyndaseríu um múmínálfana fyrr á árum. 29 The Exploits of Moominpappa. Described by Himself (1966) og Moominpappa's Memoirs (2010). 30 Í jafngildi felst að þýðandi reynir að veita þeim boðum sem hann sendir frá sér skírskotun sem samsvarar skírskotun upphaflegra boða; hann kappkostar að láta þau gegna samsvarandi eða jafngildu hlutverki í nýjum texta á öðru máli. Ástráður Eysteinsson, 1996, bls

18 talað er um herbergi sem eru pilsnerbrun 31. Hér má sjá að litur herbergjanna er brúnleitur og vísað er í öltegund en þar sem hefðin í markmálinu talar ekki um,bjórbrúnan eða,ölbrúnan þá er leitað í jafngilt orð og þýðingin varð moldarbrún herbergi. Næsta dæmi er orðið bykrep á bls. 10. Frumtextinn segir: [...] och band fast hemulens bykrep vid fönsterposten. Í ensku þýðingunni frá árinu 1966 er,bykrep þýtt sem: [...] and made fast the Hemulen s clothes-line to the ledge. 32 En í þýðingunni frá árinu 2010 hefur frumtextinn tekið mjög miklum breytingum: At dusk I tore my bedsheet in long strips and tied them into a rope. 33 Leitaði ég hjálpar hjá Ingvari Jensen sem svaraði því til að Jansson hafi oft og tíðum beitt fyrir sig gamaldags orðalagi og,byk er gamalt orð frá Álandseyjum sem stendur fyrir þvott, hér er því um þvottasnúru að ræða. Hér er enska þýðingin frá 1966 trú marktextanum en þar sem þessar tvær ensku þýðingar voru til hliðsjónar íslensku þýðingunni þá varð að leysa úr flækjunni og komast að því hvers konar reipi væri hér á ferðinni sem reyndist vera þvottasnúra Hemúlunnar. Hvort hér sé um að ræða sænskt orðatiltæki eða einungis rím þá gekk ekki upp að þýða frumtextann beint yfir á markmálið þar sem: Det [Rådd-djuret] fäktade med händer og tänder [...] (bls. 37). Hér er lítið dýr í miklu uppnámi og sveiflar höndum í gríð og erg en á markmálinu er ekki þekkt að einhver,sveifli tönnum. Hér var myndræna lýsingin á uppnámi dýrsins látin ráða og þýðingin varð: Hann sveiflaði höndum og geiflaði sig og af einskærum æsingi var við það að kyrkja sjálfan sig í treflinum sínum. Leitast var við að vera trúr frumtextanum og einnig þýðingunni hennar Steinunnar, þar sem mörg gömul og lítið notuð orð, á nútíma mælikvarða, eru höfð í frammi. Sem dæmi má nefna,kastarhola 34 sem þekkist frekar sem,skaftpottur og,dívan 35 sem fæst ekki lengur í húsgagnaverslunum og viðskiptavinir kaupa sér bara,rúm. Sjálfsagt er að halda lífi í gömlum orðum og leyfa lesendum að glíma við þau og 31 Hér eru öll dæmi tekin úr Muminpappans Bravader. Skrivna af Honon Själv og vísa blaðsíðunúmerin héðan í frá í hana. 32 Jansson, The Exploits of Moominpappa. Described by Himself, 1966, bls Jansson, Moominpappa's Memoirs, 2010, bls Jansson, Pípuhattur galdrakarlsins, 1968, bls Jansson, Örlaganóttin, 1970, bls

19 tvö dæmi um slík orð í frumtextanum eru,punstrissor 36 og,penntorkare. 37 Þessi áhöld þekkjast mögulega í dag en annað þeirra er að öllum líkindum ekki lengur notað en þó er aldrei að vita. Orðið,punstrissor útleggst sem,grafall sem er helsta verkfærið þegar unnið er við leturgröft og,penntorkare er,blekklútur sem hafður var við höndina áður en kúlupennar voru fundnir upp og blek átti til að leka úr sjálfblekungum. Þessi orð ber ekki oft á góma í daglegu málfari en engin ástæða er til að kynna þau ekki fyrir lesendum, hvað þá að finna einhver önnur nútímalegri orð sem lesendur myndu frekar þekkja. Mögulega vaknar forvitnin hjá einhverjum lesendum og þeir leita sér nánari upplýsinga um þessa hluti sem leiðir af sér að orðin haldast lifandi aðeins lengur. Þær fjölmörgu persónur sem koma fyrir í múmínálfabókunum hafa ýmis persónuleg sérkenni sem reynt er að fanga í eiginnöfnum þeirra. Í íslenskri þýðingu Steinunnar eru nöfn persónanna hugvitsamlega þýdd þannig að þau ná að fanga sérkenni þeirra. Sem dæmi má nefna hina sárþjáðu og uppburðalitlu Krísu, 38 litlu verurnar Þöngul og Þrasa 39 sem þvælast um með tösku sem geymir mikið leyndarmál og ekki má gleyma Auma, 40 litla hundinum sem þráir svo heitt að ganga til liðs við bræður sína, úlfana í Einmanafjöllum. Og nafnið Einmanafjöll 41 ber með sér kulda og dapurleika sem fær lesandann til að sjá fyrir sér hrikaleg fjöll, langt í fjarska, þangað sem enginn ætti að voga sér. Í bókinni Muminpappans Bravader. Skrivna av Honom Själv koma nokkrar nýjar persónur fram á sjónarsviðið og töluverðar vangaveltur liggja að baki því að finna nöfn sem gætu fangað persónueinkenni þeirra eða háttalag. Til aðstoðar var höfð ensk þýðing á Muminpappans Bravader 42 og ensku og sænsku nöfnin borin saman til að ná betur þeim anda sem liggur í nafngift persónanna og sérkennum þeirra. Fyrstan skal nefna Joxaren, slæpingja sem hefur ímugust á því sem bannað er, hann hefur engan áhuga á því að eiga hluti og líður best þegar hann þarf ekki að gera handtak. Hér er á ferðinni pabbi Snúðar og fyrir utan það sem upp var talið eiga þeir báðir í 36 Kringla 37 Europeana Collections 38 Á frummálinu: Misan sem dregið er af misär og útleggst eymd, volæði, kvöl, kvalræði. 39 Á frummálinu: Tofslan og Vifslan. Í íslensku þýðingunni eru Tofslan og Vifslan karlkyns en sænsku nöfnin eru vísun í Tove Jansson og Vivicu Bandler, ástkonu Jansson (Westin, 2014, bls. 198). 40 Á frummálinu: Ynk sem dregið er af ynklig sem útleggst vesældarlegur, fátæklegur, aumkunarverður. 41 Á frummálinu: Ensliga bergen. Sögnin se. enslig útleggst sem einmana, afskekktur, einangraður. 42 The Exploits of Moominpappa. Described by Himself,

20 útistöðum við lystigarðsverði með sín boð og bönn. Nafnið Joxaren er dregið af sögninni se. joxa og enska þýðingin útleggst að slóra; að sóa tímanum. Til að fanga einkenni Joxaren sem er latur að eðlisfari og kærulaus, var fyrst reynt að máta við hann karlkyns eiginnöfn eins og Sófus og Lárus 43 en sú tilraun náði ekki að lýsa honum nægilega vel. Var brugðið á það ráð að draga nafn hans af nafnorðinu slóði sem þýðir m.a. letingi og ónytjungur og er því kynntur til sögunnar hann Slóði sem helst vill gera sem allra minnst en gerir þó mögulega það sem honum er bannað. Í blárri kaffidós af amerískri tegund býr smádýr sem sankar að sér alls kyns hlutum. Dýrið ber nafnið Rådd-djuret sem dregið er af sögninni se. rådda, sem útleggst á ensku to fuss or muddle or mess about. Hér er á ferðinni lítil vera sem þýtur um og snýst í hringi, tapar reglulega niður safninu sínu og við það fer allt í óreiðu. Það dregur ekki móðinn úr litla dýrinu heldur hefst það alsælt handa við að endurraða hlutunum sínum. Þetta litla dýr á það til að misskilja hluti og rugla saman sem því er sagt en vegna þess hversu heiðarlegt og saklaust litla dýrið er, fyrirgefst því allt að lokum. Í fyrstu var litla dýrið látið heita Örvar, þar sem það skýst um á leifturhraða á milli staða en að endingu var nafn þess dregið af sögninni að rugla. Lesendur munu vonandi hafa gaman af æðibunuganginum í Ruglaranum, pabba hans Snabba sem erft hefur söfnunarástríðu föður síns og þykir miður að hafa ekki erft safnið hans sem hann telur sig eiga tilkall til. Margar furðulegar verur koma fyrir í múmínálfabókunum og flestar eru þær friðsamar og láta sér fátt um finnast um útlit annarra enda er útlitið á alla vegu og hvergi staðalímyndir að finna. En þó er ein dýrategund sem hefur sérstakan áhuga á trýnum og vill hafa þau af ákveðinni stærð. Hér eru á ferðinni litlar verur með sogskálar á fótum, þær eiga heima neðanjarðar, fara um í hópum og gefa frá sér óhugnanlegt hljóð þegar þær sjá einhvern með stórt trýni. Þá er sá með stóra trýnið í mikilli hættu og líkur eru á að hann verði numinn á brott af þessum litlu verum, sem í framhaldinu munu gera umtalsverðar útlitsbreytingar á trýni hans. Á sænsku kallast þær klippdassar sem dregið er af tveimur orðum; nafnorðinu se. dass og sögninni se. klipp sem þýðir snyrting og að klippa. Á ensku eru þær kallaðar Niblings (nartarar) en útfrá lýsingunni á háttalagi þeirra má sjá að þær gera annað og meira en að narta í eða framan af trýnum. Þar sem verurnar hafa ákveðna skoðun á því hvernig trýni eiga að líta út, þá er betur við hæfi að 43 Sófus gæti verið sá sem liggur í leti uppí sófa og Lárus mögulega sá sem liggur láréttur alla daga. 20

21 kalla þá snyrta, þar sem þeir snyrta trýni þar til þau hafa náð því lagi sem snyrtunum þykir við hæfi. Þar sem litlu snyrtarnir sjá um útlitsbreytingar sem snúa aðeins að einum líkamshluta þá verður að minnast á næst stærstu veru jarðarinnar sem getur breytt útliti annarra á dramatískari hátt, þannig að ekki verður aftur snúið. Hér er á ferðinni risastór vera sem stígur ekki í vitið en með sínum ógnarstóru fótum á það til að stíga á aðrar verur í ógáti og til að bæta fyrir það borgar hún allan útfararkostnað þess útflatta. Þessi óheppna vera þrammar undir sænska nafninu dronten Edvard en nafnorðið se. dront þýðir dúdúfugl. Á ensku kallast veran Edward the Booble og eins og nafnið gefur til kynna er veran óttalegt fífl eða fábjáni. Þar sem Edvard og Edward eru auðþýðanleg yfir á íslensku sem Eðvarð þá var leitað eftir lýsingarorði sem myndi flæða vel með fornafninu og fanga sérkenni hans. Hann er að sönnu ófreskja þar sem hann gnæfir hátt yfir trén og vekur ugg í brjósti allra sem á hann líta en hann er ekki vond ófreskja, heldur einstaklega seinheppin og einföld. Í fyrstu var hugleitt að kalla hann ódó eða skrípi en að lokum tókst að fanga óheppni hans og einfeldni með því að nefna hann einfaldlega Eðvarð idjót. Minnst hefur verið á að Ruglarinn á það til að misheyra það sem við hann er sagt og þar sem tími hans er ávallt naumur hvarflar aldrei að honum að staldra við og fá staðfestingu á því að hann hafi heyrt rétt. Honum er þó til lista lagt að vera góður málari og fær hann útlutað því mikilvæga verkefni að mála húsbát sem spilar stórt hlutverk í sögunni og einnig á hann að sjá til þess að vatnshæðarlína og nafn húsbátsins séu máluð á réttan hátt. Eins og gera má ráð fyrir tekst honum að klúðra þeim málum og húsbáturinn, sem á sænsku heitir Havsorkestern, verður í flýtinum Haffsårkestern í meðförum Ruglarans. Í ensku þýðingunni verður hinn stolti húsbátur Ocean Orghestra að Oshun Oxtra og í fyrstu stóð glíman um að ná enska heitinu yfir á íslensku. Ocean Orghestra var þýtt sem Sjávar Symfónía sem í meðförum Ruglarans yrði Sjófar Símónía, í takt við enska heitið. Eitthvað hljómaði það þó illa og var nafnið í frumtextanum að leiðarljósi og úr varð hið hljómfagra nafn Hafsinfónía sem af misheyrn Ruglarans verður Hafssónía. Hinn haganlega byggði húsbátur, Hafssónía, siglir síðan um heimsins höf með múmínpabba og vini hans um borð, þar sem þeir lenda í svakalegu óveðri og alls kyns ævintýrum. 21

22 Að síðustu verður að nefna til sögunnar fyrsta vin múmínpabba. Í honum finnur hann jafnoka sinn hvað snertir vitsmuni og skarpskyggni og í fyrsta sinn upplifir múmínpabbi að einhver hefur raunverulegan áhuga á því sem hann sjálfur hefur reynt á sínum hvíta feldi. Vinur múmínpabba hefur mikinn áhuga á alls kyns vélum og er fullur fróðleiks á öllum mögulegum hlutum. Á sænsku heitir besti vinur múmínpabba hinu almenna nafni Fredrikson og á ensku er hann kallaður Hodgkins. Þar sem á íslensku tíðkast ekki að nefna fólk með eftirnafni heldur eiginnafni gengur ekki upp að Fredrikson verði Friðriksson eða hann verði nefndur hverju því föðurnafni sem er samsvarandi á íslensku og sænsku. Í fyrstu var leitað eftir nafni sem gæti fangað sérkenni Fredrikson eins og hjá Slóða og Ruglaranum og úr varð nafnið Fróði, þar sem Fredrikson er mjög fróður. Þó var eitthvað sem gekk ekki upp og voru alls kyns nöfn mátuð við hann sem bæði voru algeng íslensk og sænsk nöfn. Að lokum var sú ákvörðun tekin að heiðra sænska manninn sem seldi höfundi ritgerðarinnar eintakið af Muminpappans Bravader. Skrivna av Honom Själv en nafnið hans er einnig þekkt íslenskt karlmannsnafn og kynntur er til sögunnar hann Ingvar. Sú ákvörðun að þýða þessa fjórðu bók um múmínálfana var tekin með það að leiðarljósi að bæta henni við ritröðina um Ævintýri múmínálfanna. Múmínálfarnir njóta sífellt vaxandi vinsælda og má jafnvel segja að múmínæði hafi gripið um sig með tilkomu alls kyns varnings sem ýmist hefur söfnunargildi eða er til daglegs brúks. Bókin sem inniheldur frægðarsögur múmínpabba er mikilvægur hlekkur í sagnakeðjunni um múmínálfana því í henni koma fyrir persónur sem tengjast persónum fjölskylduböndum í öðrum múmínbókum. Eflaust hafa lesendur velt því fyrir sér að Snabbi og Snúður minnast aldrei á foreldra sína í íslensku þýðingunni en allir eiga sér foreldra, fyrir utan hattífattana sem koma upp af fræjum sem stráð er á jörðina á Jónsmessunótt. Foreldrar Snabba og Snúðar eru kynntir til sögunnar í endurminningum múmínpabba og lesendur öðlast þar af leiðandi betri skilning á persónuleika þeirra félaga, hvers vegna Snabbi vill eiga hluti en Snúður ekki. Einnig er mikilvægt að lesendur bókarinnar Pípuhattur galdrakarlsins fái að lesa endurminningarnar sem múmínpabbi situr við og skrifar með endurminningapennanum og hvers vegna hann kemst í svo mikla geðshræringu við skriftirnar. Hver veit nema það verði raunin einn góðan veðurdag og Frægðarsögur múmínpabba. Skrásettar af honum sjálfum birtist sjónum hins almenna lesanda og taki sinn sess innan um Ævintýri múmínálfanna. 22

23 Bækurnar um múmínálfana Á sænsku í útgáfuröð: Småtrollen och den stora översvämningen 1945 Kometjakten 1946 Trollkarlens hatt 1948 Muminpappans Bravader. Skrivna av Honom Själv 1950 Farlig midsommar 1954 Trollvinter 1957 Det osynliga barnet och andra berättelser 1962 Pappan och Havet 1965 Sent i November 1970 Í íslenskri þýðingu í útgáfuröð: Pípuhattur galdrakarlsins 1968 Vetrarundur í Múmíndal 1969 Örlaganóttin 1970 Halastjarnan 1971 Eyjan hans múmínpabba

24 Heimildaskrá Ástráður Eysteinsson. (1996). Tvímæli. Þýðingar og bókmenntir. Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun, Háskólaútgáfan. Europeana Collections. (án dags.). Sótt 24. ágúst 2017 frá Jansson, T. (1956). Muminpappans Bravader. Skrivna av Honom Själv. Borgå: Tryckeri- og Tidnings Ab. Jansson, T. (1966). The Exploits of Moominpappa. Described by Himself (Bandaríkin, fyrsta útgáfa). (T. Warburton þýddi). New York: Henry Z. Walck, Inc. Jansson, T. (1968). Pípuhattur galdrakarlsins. Ævintýri múmínálfanna. Reykjavík: Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. Jansson, T. (1970). Örlaganóttin. Reykjavík: Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. Jansson, T. (2010). Moominpappa's Memoirs. (T. Warburton þýddi). New York: First Square Fish Edition. Jansson, T. (2012). The Moomins and the Great Flood.(D. McDuff þýddi). London: Sort of Books. Kringla. (án dags.). Sótt 24. ágúst 2017 frá 2F Westin, B. (2014). Life, Art, Words. The Authorised Biography. (S. Mazzarella þýddi). London: Sort of Books. 24

25 Myndaskrá Mynd 1. Úr The Moomins and the Great Flood Mynd 2. Svartir múmínálfar. Hluti af ódagsettri vatnslitamynd eftir Tove Jansson

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Leiðir frumtextans. Um þýðingar og endursagnir á Heidi eftir Johönnu Spyri. Hugvísindasvið. Ritgerð til MA-prófs í þýðingafræði

Leiðir frumtextans. Um þýðingar og endursagnir á Heidi eftir Johönnu Spyri. Hugvísindasvið. Ritgerð til MA-prófs í þýðingafræði Hugvísindasvið Leiðir frumtextans Um þýðingar og endursagnir á Heidi eftir Johönnu Spyri Ritgerð til MA-prófs í þýðingafræði Aleksandra Maria Cieślińska Maí 2015 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslensku-

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Menntaskólinn v/ Hamrahlíð Ísl Tove Jansson

Menntaskólinn v/ Hamrahlíð Ísl Tove Jansson Kynning Tove Jansson Höfundar verkefnis: Hrafnhildur Ævarsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Berglind Ýr Sveinbjörnsdóttir og Helga Bryndís Björnsdóttir Saga múmínálfanna er ævintýri, þeir eru algerlega búnir

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Leitin að hinu sanna leikhúsi

Leitin að hinu sanna leikhúsi Hugvísindasvið Leitin að hinu sanna leikhúsi Grimmdarleikhús Antonin Artaud og skrif Jean Genet fyrir leiksviðið Ritgerð til BA-prófs í Almennri bókmenntafræði Haukur Hallsson Janúar 2013 Háskóli Íslands

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Íslendingar hafa löngum litið á sig sem bókaþjóð. Oft er sagt að

Íslendingar hafa löngum litið á sig sem bókaþjóð. Oft er sagt að ÞÓrHILDur ODDSDÓTTIr HÁSKÓLa ÍSLanDS Þýðingar úr norðurlandamálum Þýdd skáldverk á íslensku frá 1960 til 2010 1. Inngangur Íslendingar hafa löngum litið á sig sem bókaþjóð. Oft er sagt að hvergi í heiminum

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson Svana Björg Ólafsdóttir Ritgerð til BA-prófs í listfræði Maí 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Háskóli Íslands

More information

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir Beethoven og tæknikröfur píanósónötu nr. 26 Les Adieux Elín Arnardóttir Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Píanó Beethoven og tæknikröfur píanósónötu nr. 26 Les Adieux Elín Arnardóttir 2013 Útdráttur

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 1 Maðurinn í málverki eftir Ragnar Þórisson Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 2 Efnisyfirlit INNGANGUR 3 ABSTRAKTMYNDIR 3 Þrír málarar abstrakt

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit...1 Upprættan av kundum við INDIVID...2 Allar fyritøkur og persónar, ið hava føroyskt A-,

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK Hjörtur Smárason, janúar 2014 Borgir og mikilvægi þeirra í framtíðinni Borgir eru í auknum mæli að taka yfir hlutverk

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ LANGAR ÞIG AÐ KOMAST FRÍTT Á STÆRSTA

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Hvað er bók? Linköping University Post Print. Steingrímur Jónsson. N.B.: When citing this work, cite the original article.

Hvað er bók? Linköping University Post Print. Steingrímur Jónsson. N.B.: When citing this work, cite the original article. Hvað er bók? Steingrímur Jónsson Linköping University Post Print N.B.: When citing this work, cite the original article. Original Publication: Steingrímur Jónsson, Hvað er bók?, 1998, Bókasafnið, (22),

More information

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði Hin grátandi kona Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso Ritgerð til BA- prófs í listfræði Maríanna Jónsdóttir Janúar 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Hin grátandi kona Kynjafræðileg

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications MILL 2700 Detailed Specifications Generator Type 3 phase generator with high-quality permanent magnets. Cast aluminium body. Generator Weight 25 kg Blade/Rotor Construction 3 Blades, Advanced injection

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna Sylvía Rut Sigfúsdóttir Janúar 2010 Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Einmana, elskulegt skrímsli

Einmana, elskulegt skrímsli Hugvísindasvið Einmana, elskulegt skrímsli Birtingarmyndir forynja í Bjólfskviðu Ritgerð til BA-prófs í Almennri Bókmenntafræði Helga Guðmundsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn Bókmenntafræði

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig

Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig Hugvísindasvið Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig Þórður Sigtryggsson, Mennt er máttur og íslenzk menning á tuttugustu öld Ritgerð til M.A.-prófs Svavar Steinarr

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson.

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson. Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson Þá er þetta annað tölublað Mótor & Sport orðið að veruleika og viljum við þakka fyrir allar þær hringingar og tölvupósta sem okkur hafa borist. Miðað við viðtökurnar

More information

OP LISTIN OG ÁHRIF HENNAR Á HÖNNUN

OP LISTIN OG ÁHRIF HENNAR Á HÖNNUN OP LISTIN OG ÁHRIF HENNAR Á HÖNNUN Ari S. Arnarsson Ari S. Arnarsson - Grafísk hönnun - Op listin og áhrif hennar á hönnun Leiðbeinandi: Aðalsteinn Ingólfsson Janúar 2010 Efnisyfirlit: 1. kafli - Inngangur...

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

Ferðalag áhorfandans

Ferðalag áhorfandans Sviðslistadeild Sviðshöfundabraut Ferðalag áhorfandans Rannsókn á tengslum og birtingarmyndum ritúals og innlimunarleikhúss í Djöfulgangi eftir Kviss Búmm Bang Ritgerð til BA prófs á Sviðshöfundabraut

More information

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst JÓHANNES BJÖRN Falið vald Kúnst 1979, 2009 Jóhannes Björn Lúðvíksson ISBN 978-9979-70-580-2 IV. Þangað sem auðurinn streymir Þegar talað er um eigendur alþjóðlegra banka og margar undirtyllur þeirra, verður

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Landsbókasafn íslands Háskólabókasafn 2007

Landsbókasafn íslands Háskólabókasafn 2007 Landsbókasafn íslands Háskólabókasafn 2007 Að sýningu og málþingi unnu: Frá Hinu íslenska biblíufélagi: Jón Pálsson, Sigurður Pálsson Frá guðfræðideild Háskóla Íslands: Einar Sigurbjörnsson, Gunnlaugur

More information

Listaháskóli Íslands Myndlistadeild B.A.ritgerð. Skyggnst í hugarheima

Listaháskóli Íslands Myndlistadeild B.A.ritgerð. Skyggnst í hugarheima Listaháskóli Íslands Myndlistadeild B.A.ritgerð Skyggnst í hugarheima Jóhanna María Einarsdóttir Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir Vorönn 28. janúar 2011 0 Súrrealistar vildu breyta hugsunarhætti fólks

More information

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar Útgáfa 1.1 Efnisyfirlit WordPress viðbót fyrir greiðslusíðu borgunar... 1 Efnisyfirlit... 2 Inngangur... 3 WordPress... 3 WooCommerce... 4 Greiðsluviðbót borgunar

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Háskólaprentun Reykjavík 2015

Háskólaprentun Reykjavík 2015 Háskólaprentun Reykjavík 2015 Inngangur Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar við fórum að velta fyrir okkur hvernig tískan hefur verið í gegnum tíðina og hvernig hún hefur breyst hjá unglingum undanfarna

More information

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr.

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Mánudagur 21. desember 1998 50. tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: bb@snerpa.is Verð kr. 200 m/vsk Tvennir tímar og þrennir þó rætt

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Lokaorð Heimildaskrá Viðauki I Myndaskrá Viðauki II... 40

Lokaorð Heimildaskrá Viðauki I Myndaskrá Viðauki II... 40 Ágrip Íslenskar barnateikningar á upplýsingaöld hafa ekki fengið verðskuldaða athygli. Þær eru dýrmætir upplýsingagjafar um þroskastig, hugarheim, áhugamál, upplifanir og reynslu einstaklinga, innsýn í

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

MEÐAL ANNARRA ORÐA. Um aðferðafræði og vinnubrögð við ritun ævisögu Halldórs Laxness

MEÐAL ANNARRA ORÐA. Um aðferðafræði og vinnubrögð við ritun ævisögu Halldórs Laxness MEÐAL ANNARRA ORÐA Um aðferðafræði og vinnubrögð við ritun ævisögu Halldórs Laxness Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Halldór 1902-1932. Ævisaga Halldórs Kiljans Laxness. Almenna bókafélagið. Reykjavík 2003.

More information

Nú ber hörmung til handa

Nú ber hörmung til handa Nú ber hörmung til handa Viðhorf til múslima og áform um mosku í Reykjavík Kolbrá Höskuldsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í Hagnýtri þjóðfræði Félagsvísindasvið Nú ber hörmung til handa Viðhorf til múslima

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Hann þjálfar hendur mínar til hernaðar

Hann þjálfar hendur mínar til hernaðar Háskóli Íslands Guðfræði- og trbr.fr.deild Haustmisseri 2009 GFR903G Kjörsviðsritgerð í gamlatestamentisfræðum Leiðbeinandi: dr. Gunnlaugur A. Jónsson, próf. Hann þjálfar hendur mínar til hernaðar Athugun

More information

Ljúdmíla Petrúshevskaja

Ljúdmíla Petrúshevskaja Háskóli Íslands Hugvísindasvið Rússneska Ljúdmíla Petrúshevskaja Umfjöllun um hversdagsbókmenntir og ævintýri Ritgerð til BA-prófs í rússnesku Árný Ösp Arnardóttir Kt.: 030487-2229 Leiðbeinandi: Rebekka

More information

Eldhúsreyfarar og stofustáss

Eldhúsreyfarar og stofustáss Hugvísindasvið Eldhúsreyfarar og stofustáss Könnunarferð um fjölkerfi íslenskra þýðinga Ritgerð til MA-prófs í Þýðingafræði Magnea J. Matthíasdóttir Janúar 2013 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Þýðingafræði

More information

Gönguskáldið. Sveinn Yngvi Egilsson. Á vegum úti

Gönguskáldið. Sveinn Yngvi Egilsson. Á vegum úti Sveinn Yngvi Egilsson Gönguskáldið Á vegum úti Í Vesturheimi og víðar um lönd stendur ferðin og tákn hennar lestin, rútan, bíllinn, vegurinn fyrir frelsi einstaklingsins og möguleikana sem eru á næsta

More information

KENNSLULEIÐBEININGAR

KENNSLULEIÐBEININGAR Þorsteinn Helgason Miðaldafólk á ferð KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit Til kennara.... 3 Fólk á ferð á miðöldum... 4 Guðríður Þorbjarnardóttir... 6 Pílagrímar og krossfarar.... 8 Silkileiðin og Markó

More information

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Lífið Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Eva Laufey Kjaran þáttagerðarkona LJÚFFENGUR LAXABORGARI OG LAXASTEIK 8 Tíska og trend í förðun SÉRFRÆÐINGUR KENNIR GLAMÚR-

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information